Lögberg - 08.08.1895, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.08.1895, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. ÁGÖST 1895 5 hann hefði verið. Kvennfólkið væri fríðara og karlmennirnir þreklegri. Ungu mennirnir væri hærri, herða- breiðari og vöðvarnirog heilinn f>rosk- aðri. Kvennfólkið væri hærra og dá- lítið fölara í andliti, en augun væru d/pri og pað lýsti sjer meiri tilfinning í þeim, ennin væri hærri og J>ær væru hárprúðari, pær væru mittis- nettarí og fallegri í framgöngu. í stuttu máli væri hin uppvaxandi kjn- slóð betra sýnishorn af fólki en pað, sem kom yfir Atlantshafið. Dyggðir feðranna og mæðranna bættust við dyggðirnar sem fyrir voru í hinu am- eríkanska eðlilega lífi; ísl. væru að breytast úr útlendingi í ameríkanska fyrirmyndar borgara. Þar næst minnt- ist ræðumaðurinn á afstöðu Vestur- íslendinga gagnvart íslandi. Ilann skiptiv'estur-íslendingum í tvo flokka: eldra fólkið, sem fætt væri og upp- alið á íslandi; í öðru lagi pá, sem fæddir væru á íslandi en sem fluttir hefðu verið yfir hafið sem börn og mundu eptir engu á íslandi, og pá, sem fæddir væru í Amertku. Afstaða hinnar eldri kynslóðar væri pannig, að peim pætti vænt um gamla föður- landið, hefðu á pví dreymandi skáld- lega ást, en sem væri djúp og varan- leg. Yngra fólkið hefði erft nokkuð af pessari tilfinningu gagnvart gamla landinu. Að endingu hvatti ræðum. menn til að viðhalda pessari virðingu og ást, og að halda áfram að leggja fram hinar göfugustu lyndiseinkunnir sínar og bæta peim við hinar göfug- ustu lyndiseinkunnir í hinu amerík- anska pjóðlífi. S tj órnmálaliorfurna r í Danmörku. Síðan Berg dó (1801) hefur all- mikil sundrung verið I liði vinstri- manna í Danmörku. Hörup ritstjóra, sem pá gerðist aðalforingi peirra, var ekki s/nt um að halda vinstrimönn* um saman undir einu merki, enda var vandfenginn maður til pess. lláða- neytið Ijet aldrei neinn bilbug á sjer finna. Það hreitti frá sjer bráðabirgð- arfjár'ögum ár hvert I aprílmánuði og sóaði mörgum tugum millj. króna til víggirðingar utan um Kaupmanna- höfn. Að flestra skynberandi manna dómi eru víggirðingar pessar lítils virði. Vinstrimenn mótmæltu pessum aðgerðum og vildu ekki slaka til. ,Gaa aldrigpaa Akkord með Uretten1, ljet Berg jafnan kveðavið, ef einhver talaði um miðlunartilraunir við Estrups ráðaneytið. — Hörup hafði reyndar ekki verið ófús að slaka eitthvað til við ráðaneytið 1887 til pess að sættir kærnust á, enn pegar hann sá hvað verða vildi, að ráðaneytið virti að vettugi pingræði pað sem stjórnar- skráin heimilar og hirti alls ekki uin atkvæði pjóðarinnar er um hervirkja- styrk var að ræða, pá barðist hann af alefli móti pví með Berg. Smásaman tók pinginu og pjóð- inni að leiðast póf petta, og pi mynda peir Bojsen, Högsbro o. fl. vinstri- menn sjerstakan flokk. Mark peirra og mið var að rniðla málum milli stjórnarog fólkspingsins. Ýmsir af hægrimönnum vóru pessu hlynntir. Við kosningarnar 1892 urðu gömlu vinstrimennirnir stórkostlega undir, en peim miðlunarmönnum tókst að telja svo um fyrir kjósendum, að peir urðu í ineiri hluta í fólkspinginu. Hægrimenn greiddu jafnvel atkvæði með peim til pess að bola vinstri- menn burtu. Þannig tókst pá að steypa Hörup í Kjöge með tilstyrk hægrimanna. Þegar til kastanna kom, voru pó hægrimenn ekki eins auðveldir við- fangs einsog miðlunarmennirnirhöfðu ætlað. Þeir vildu að vísu sættir, en tilhliðrun vildu peir ekki gera að neinum mun. Bojsen og hans kump- ánar gerðu samninga við hægrimenn á laun. Þeim kom saman um friðar- sáttmálana. Voru fjárlögin pá sam- pykkt í fyrsta skipti um mörg ár. Vinstrimenn greiddu atkvæði móti peim, og nokkur hluti miðlunarmanna, par á meðal Högsbro. Árangurinn sást brátt. Estrups-ráðaneytið fór frá völdum að nafninu til. Það var að- eins til málamynda, pví í stað peirra Estrups, Goos og Bahnson komu prír jafnrammir hægrimenn, Luttichau, Bardenfleth og Thomsen. Engar skorður voru reistar til pess að tryggja rjettindi fólkspingsins framvegisfyrir Ójöfnuði stjórnarinnar. Nú voru komnar sættir á, en pær höfðu orðið vinstri-mönnum dýr- ar. Flokkur peirra var tvístraður og fjölda margir af pingskörungum peirra ljetu hugfallast. Þrátt fyrir margítrokaðar áskoranir frá gömlu kjósendum sínum skoraðist Hörup undan að gefa kost á sjer til ping- mannsku. .Hvað á jeg að gera á ping? Mig vantar liðsmenn. Fólks- pingið hefur sampykkt lögleysur stjórnarinnar á lagalegan liátt, og pví verður eigi raskað.4 Sama kvað við frá mörgum öðrum. Það var kominn sá örvæntingarsvipurá vinstri- menn, að ekki var líklegt, að peim yrði uppreisnarvon. Þingið tók til starfa í haust og hafði Bojsen og hægrimenn heitið pjóðinni nyrri framfaraöld. Visnun- aröld vinstrimanna væri um garð gengin. Stórpólilíkin hlyti að draga úr öllum framförum og fje pjóðarinn- ar. Það er ekki gott að segja, hvorir bezt gengu fram, hægrimenn eða miðlunarmenn, pegar talið barst að öllutn hinum miklu endurbótum sem koma ættu á. Endurbæturnar voru svo margvíslegar. Landbúnaður, iðnaður, verzlun, vísindi og listir virtust nú mundu eiga fríða framtíð fyrir höndum. Meiri hluti ríkisdags- ins, hægrimenn og miðlunarmenn, vai ásáttur um pað, og pá mátti telja víst, «ð öllu væri borgið. Þingið í vetur átti nú að starfa að pessaii lagabóta- v.nnu. En hvernÍ£r fór? Þingið, eða meiri hluti pess, Bojsensliðar og hægrimenn, sátu með sveiÞan skallann og gáfu út lög um nýja skiptingu á kjördæmunum. Nyjum kjördæmum var bætt við. Einkum höfðu pó sveitamenn eða akrakarlar, fylgimenn Bojsens, hag af peirri skiptingu. Við kjördæmaskipt- inguna á bæjunum, einkum Kaup- mannahöfn, ætluðu menn að haga skiptingunui svo kænlega, að hægri menn næðu í nýju kjördæmin öll og hjeldu pó gömlu kjördæmunum eptir sem áður. Það glopraðist út úr Hörring innanríkisráðgjafa, sem mest- an pátt hafði átt í skiptingunui, að menn hefðu reiknað pað allt saman nákvæmlega út, til pess að koma í veg fyrir, að vinstrimenn, jafnaðar- menn og annað illpyði kæmist á ping. Lög pessi vöktu megna óánægju hjá borgurum Kaupmannahafnar, og efa- semdir um, hvort treysta mætti hínum mörgu og fögru loforðum hinna nyju framfaramanna á pingi. Monn voru almennt ásáttir um, að pingið í vetur hefði verið óvanalega magurt, jafnvel magrara en hin svokölluðu ,visnu‘ pingin. Auk pess hefur verzlunar- fjelagið „Freyr“ eigi aúkið vinsældir hægrimanna eða miðlunarmanna. Fje- lag petta er stórt hlutafjelag, sem hefur stórfje til umráða og getur pví selt vörur sínar ódyrari en aðrir. Hluthafendur eru einkum hægfrimenn og aðrir auðugir jarðeigendur, og pað er svo sem auðsjeð, að peir mundu mest maka krókinn á fjelaginu, en öllum ferslunareigendum og iðnaðar- oigendum væri hætta Lúin. Menn báru psð á suma ráðgjafana, að peir væru hluthafendur í fjelaginu, einkum ráðgjafaforinginn Reedz-Tott. Gremj- an meðal verzlunarstjettarinnar og iðnaðareigenda jókst dag frá degi.— Vinstrimenn og jafnaðarmenn spöruðu ekki að blása að peim kolunutn. Við bæjarfulltrúakosningar í vor sáu menu hvað vcrða vildi. Hægrimenn sigr- uðu að vísn, en tala fylgifiska peirra hafði lækkað úr 4 pús. niður í 1 púsund. Skömmu síðar fóru svo ping- kosningarnar fram, 9. apríl, og úrslit- in komu öllum næsta óvænt. Mót- stöðuflokkur stjórnaiinnar vann sigur. Þingmenn voru nú samkvæmt nyju kjördæmalögunum 114. Þar af eru 61 mótstöðumenn stjórnarinnar, Boj- sensliðar eru 28 og hægrimenn 25 eins og frá hefur verið skýrt í pessu blaði. A fólkspinginu í fyrra eru nú 8 jafnaðarmenn. Kaupmannahöfn með Friðriksbe,,gi er 16 kjördæmi, og prátt fyrir, að hægrimenn skiptu kjör dæmunum sjer svo haganlega sem unnt er, pá eru 12 af pingmönnum bæjarins rammir vinst-imenD, ogjafn- aðarmenn. Þar fjell liervirkjapostul- inn Bahnson. Höning innanríkisráð- gjafi táldi sjer öruggt kjördæmi eitt, en hann náði ekki kosningu. Er pað í fyrsta skipti, sem ráðgjafi í Dan- mörku hefur beðið ósigur við ping kosningar sfðan 1877. Úti á landi fór jafn hraklega fyrir stjórninni. í herbúðum hægrimanna-flokks- ins heyrast örvæntingaróp og gnístran tanna yfir úrslitunum. Blöð peirra snerust fyrst og fremst að vinstri- mönnum, Bojsensliðum, og kváðust hafa par fóstrað upp nöðrukyn. Hægrimenn studdu pá af megni við kosningarnar 1892, en nú greiddu miðlunarmenn eigi atkvæðimeð hægri mönnum, nema pegur psim pótti við eiga. Idægrimenn sjálfir og foringj- ar peirra fá harðar ávítur hjá blöðum sínum fyr:r pað, hve óvarlega peir hafi farið að, að hafs mötuneyti saman með jafn bersyndugum mönnum sem Bojsensliðar voru. Samkomulagið í fyrra og yfir höfuð að tala fjelags- skapurinn við miðlunarmennina hafi gerspillt hinum fríðu og samlyndu, gömlu hersveitum hægrimanna. Loks hafi svo ,Freyr‘ komið og riðið baggí- muninn. í stuttu máli: Stjórn hægriflokksins sje að iriiklu leyti að kenna ófarir pær er peir hafi beðið, og brýn nauðsyn beri til að nýjir og betri meun taki taumana. — Hægri- blöðin gátu pess jafnvel, að peir Reedz-Tott og Hörring hefðu beðist lausnar frá ráðherrastörfum daginn eptir kosningarnar, en konungur hefði eigi viljað pað að svo komnu máli. Þannig er nú komið aptur að pvf, að vinstrimenn eru ofan á í fulltrúa- deild ríkispingsins, en mjög er flokk- ur pessi margbreyttu-, og pað er eina vonin hægriinanua, að sundurlyndið tvístri vinstrimönnum aptur. Það er pó vonandi að eigi fari svo. Þeir hafa beðið mikið tjón af flokkakrit sínum, og líklegt, að peir reyni að vera lausir við hann framvegis. Eptir pví sem dæma má af ræðum vinstri- manna á undirbuningsfundum og kjörfundum, pá kveðjast peir ekki munu hefja stjórnarbaráttuna aptur að svo komnu máli. Að miuusta kosti geti peir eigi hyrjað par sem j peir námu staðar 1891—92. Aðfirir Bojsens hafi gert pað að verkum, að menn verði að byrja að nýju. Þeir verði sjálfir að reisa sjer nýjan grund- völl. Það er yfir höfuð að tala ekki auðvelt að spá nokkru um pað, hvern- ig samvinnan verður á milli fólks- pingsins og stjórnarinnar framvegis, en eigi pykir líklegt, að langur tími líði áður en talsverðar skærur komi upp í fólkspinginu. Stjórnin er víst ekki miklu tilhliðrunarsamari nú en á meðan Estrup sat að völdum. Hitt pykir pó efasamt, hvort stjórnin ræðst í að gefa út bráðabirgðalög fr imvegis pvert á móti vilja fólks- pingsin3. Ýmsir af hinum stækustu hægrimönnum hafa talið pað ólík- legt. Jafnaðarmennirnir liafa átt mik- inn og góðan pátt í kosningaúrslitun- um. Þeir hafa ágæta foringja, scm efla flokkinn ár frá ári. Þar cr ekk- ert snndujlyndi, sem spilli samvinnu flokksmanna. Þeir eru gæflyndarien flokksbræður peirra víða I öðrum löndum og kemur pað meðfram af lyndiseiukennum pjóðarinnar, en pó einkum hyggilegri stjórn foringjanna. Wiinblad, ritstjóri ,SósíaIdemókrats- ins‘, kotnst nú fyrst á ping. ÞÍDgmenn voru kvaddir saman til aukapings 17. apríl til pess að rannsaka kjörbrjefin. Þingið stóð aðeins í 4 daga. Högsbro gamli var nú kosinn aptur til forseta I fólks- pinginu. Hægrirtienn og miðlunar- menn greiddu atkvæði, hver með mönnum af sínum flokki. í vet ir var samkotnulagið betra, pá fylgdust peir ætíð að málum er til forsetakosniníra kom. Vinstrimenn hafa á pinginu myncjað nýjan flokk, er peir kalla „framsóknarflokk vinstrimanna“, og er Högsbro forseti flokksins. Eru pantiig 53 pingmenn í flokknum. [Fjallkonan. ] Slæmnp------------------ ------------Hofndverkur LÆKNADUR TIL FULLS MED AYEH’SJILLS „Jeg þjáftist lengi af slæmum höfuð- verk, og fylgdi honurn vanaljga sár verkur í augabrúnunum, sárindi i öðru augann, slæmt bragð í munninum, húð á tungunni, hendur og fætur og veiklun í maganum. Jeg reyndi mörg meðöl sem áttu að vera góð við þessum kvillnm, en það var ekki fyrr enn jeg FOR AD BRUKA AYER'S PILLS að jeg fann uökkurn verulegau bata, Elnar öskjur af þessum pillum lækn- aði mig, og jeg er nú frý við höfuð- verk og cr friskm maður.“— C. H. Hutchings, East Auburn, Me. AYERS PILLS Hæðatu verðlaun á heimssýningunni. Ayer's Sasparilla er sý bezta. 287 tígnarlegu húsakynni föður síns. En pað er mikil breyting komin yfir petta heimili síðan hann hafði komið pangað næst áður. Hin ástríka móðir hans var dáin. Hún hafði verið orðin svo heilsulaus, að henni var ráðlagt að far’a til Svisslands sjer til heilsu- bótar. Hún fór pví til Genf, og dó parfáum mánuð- um áður en hann kom heiin. Faðir hans hafði komið heim f hús sitt „Thc Willows“ eitthvað hálfuin inánuði áður, en hann kom ekki keim einsamall. Tvær dkunnusrar konur r> höfðu komið með honum frá Svisslandi — Madamc Berne og dóttir hennar. Móðir hans hafði verið f húsi Madame Berne á meðan hún lá banaleguna. Kona pessi var hörð og vandlætingasöm ofsatrúar- kona, sem breytti í öllu samkvæmt trú sinni, en neitaði að nokkuð gott gæti verið til hjá peim, sem aðra trú hefði, og áleit að allar dyggðir og lieilag- leiki væri bundið við trúarjátning sína — allt par fyrir utan væri synd og dauði. Hún hafði náð miklu valdi yfir huga Mr. Morants, sem var veiklaður af að missa konuna sína, er hann liafði elskað mjög Hann hafði fengið Madame Berne til að fara heim með sjer og annast um hús sitt, og pað loið ekki á löngu áður en hún drottnaði bæði yfir honum og húsinu. Frá pví hún fyrst var gcrð Edward Morant kunnug, fjekk hún hatur á honum. Káta, glaðværa en stríðna lundin hans, sem hafði pó sezt talsvert við sorgina út af dauða móður hans, var viðbjóður sálar licnnar, sem enginn ljósgeisli uokkurn tíma skein 290 fyrirgefið henni. Eptir áliti pessarar ofsatrúar konu var dóttir liénnar tortýnd sál — hún liafði villst af vegi rjettlætisins, og að sýna henni vægð var hið sama og að verða henni rneðsek. Ilún hafði vonað, að yngja sjálfa sig upp í dóttur sinni — gera hana cins harða og pröngsýna og sjálfa sig — spegil, sem hún gæti tilbeðið sína eigin mynd í. Það var pví voðalegt högg fyrir liana pegar pessar vonir hennar brugðust, og undir áhrifum trúarákafa síns Ijet hún hefnd bitna á dóttur sinni varnarlausri. Hin eina huggun, er Frances hafði, var barn hennar, sem var drengur; Madame Berne ætlaði að svipta hana jafnvel pessari huggun, sein hún sagði að væri hið sama og að lianga við syndina er hún liefði drýgt, en Mr. Morant skarst í leikinn og hafði sitt mál fram í petta eina skipti. Eptir prjú ár dó veslings konan úr uppdráttarsýki. Þegarfangelsisvist Edwards Morants var á enda, var hann orðinn forhertur og lastafullur maður. Hann fór til „The Willows“ að heimta konu sína, eu pá varð líkfylgd á vegi hans. Það varð voðaleg rimma; jafnvel návist dauðans gat ekki stöðvað hina voðalegu reiði, sem braust út af vörum pessa ógæfu- sama manns. Hann kraup á knje og formælti kon- unni, sem hafði verið orsök í öllu mótlætinu, er hann hafði liðið. Eptir pað var hann algcrlega eyðilagð- ur; iðran, samvizka og allar göfugar tilfinningar liurfu algerlega úr brjósti hans. Eptir að móðir barasius — sern Madame Berue 283 um hið umliðna, hvað mátt hefði vera og hvað en gæti orðið, og bað guð um fyrirgefningu og styrk. ílvað gat hann gert? Ef hann kæmist burt úr húsinu, pá voru vandræðin leyst. En Rodwell hafði læst liann inni. Þá datt honum í hug glugginn. Ilann var pað sem nefnist „franskur gluggi“, og vissi út að bakgarði einum; hann gat opnað glugg- ann, fór út uin liann, gekk að hurðinni á garðinum, en hún var harðlæst, svo liann gat ekki komist út úr houum. „Hurðin er læst, lierra minn“, sagði rödd bak við hann. Montgomery hrökk saman, og pegar hann leit við, sá hann prekinn mann, klæddan eins og licsta- sveinar eru vanir að vera, sem sat undir trje einu og var að reykja pípu sína. „Viljið pjer gera svo vel að opna hurðina fyrir mig?“ sagði hann, eins blátt áfram og honum var unnt. „Jeg get pað ekki, herra“ svaraði maðurinn. „Hversvegna ekki?“ spurði Montgomery. „Þessvegna, að húsbóndi minn fjekk mjer lyk- ilinn og skipaði mjei að sjá um, að enginn færi út“, svaraði maðurinn. „Já, en sú skipun á ekki við vini húsbónda yð- ar“, sagði Montgomery. „Getur vel verið, herra minn; en fraindyrnar á liúsinu cru ólæstar og út um pær eru hcrramenn

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.