Lögberg - 25.03.1897, Page 2
2
LÖOBERG, FIMMTUDAGINN 25. MARZ 181)7.
SVIKIN.
Saga eptir J. Maqnús Bjarnason.
III.
t>vottahús Sigriðar var vel sótt;
0£f flest kveld komu f>ar fleiri og færri
skiptavinir, mest karlmenn— ensku-
talandi karlmenn. Margir sátu f>ar
)<ingur eða skemur, sjerstaklega á
lnngardagskveldum. í fyrstu var
Asta mjög feimin við pessa menn, og
dró s'g í hlje; en Sigrífur, með sínum
mikla skörungsskap, vandi frænku
sína fljótt af „tepruskap11, eins og
hún kallaði pað.
„Farðu fram í parlorið at once,
sagði hún, „og talaðu við gentlemenn-
ina. Láttu mig ekki sjá neinn tepru-
skap til pín! Heldurðu kannske að
þeir geri fjer eitthvað illt? Nei,
certainly notl Hver getur sagt nema
pú eigir einhvern yentleman með
tlminum—aicful richl Ussu, sussu,
farðu strax fram til peirra, og lærðu
að tala ensku, og vertu ekki feimin,
eins og skólastelpa. — Tliere now!'i
Og svo ytti hún Astu með harðii
hendi fram í setustofuna. Ug nauð-
ug, viljug varð Asta að sitja par og
hlýða á pessa „gentlemenn“. Og
svo eptir pví sem hún kynntist peim
betur, og komst meira niður I ensk-
unni, hvarf feimnin meir og meir.
Henni fór líka brátt að finnast pessir
menn ofboð alúðlegir, og margur
pe rra svo laglegur, einkum I vexti.
I>eir voru flestir vel til fara, voru
kurteisir, og sí-brosandi framan í
hana, og knúðu hana iðulega til að
píggja af sjer ýmislegt góðgæti, svo
sem epli, apelsínur og brjóstsykur,
og höfðu ætíð spaug á reiðum höndum
við hana.
Eitt kvöld, nokkrum vikum eptir
að Asta kom til frænku sinnar, kom
paugað ókunnugur maður með fats-
böggul, sem hann bað Sigríði að pvo
fyrir sig. Maður pessi var fremur
lltill vexti, en fallega vaxinn, sjerlega
frlður sýnum og eygður vel, með
tinnusvart hár hrokkið, og var ein-
kennilega blíður í máli. Hann sagð-
i-*t heita John Harrington. Hann
varð brátt lang bezti viðskiptavinur
Sigrlðar, kom jafnan með mikið af
fótum til pvottar, kom optar en aðrir,
og borgaði æfinlega meira en upp var
sett fyrir pvottinn á fötum sínum, og
varð par af leiðandi the first gentle-
n}an I augum pvottakonunnar. Lengi
vel virtist hann gefa Astu mjög lltinn
gaum, pó hann sæti par um hríð,
kvöldin sem hann kom pangað; en
pað var eins og honum væri sjerlegt
áhugamál að ná hylli Sigríðar. Endr
um cg sinnum leit hann hornauga til
Ástu, en henni fannst pað tillit ein-
hvern veginn svo óviðfeldið; og pað
fór jafnan hrollur um hana, pegar
hún varð pess vör. En pegar fram
- liðu stundir fór hann smátt og smátt
að horfa beint framan I hana, og bresa
til bennar svo makalaust blíðlega og
vinalega. t>að hafði sín tilætluðu
áhrif: hún leit pá æfinlega niður fyrir
sig, en gat pó ekki varist pvl að gefa
honum auga við og við. í stuttu
mtli: hann náði með tímanum svo al-
gerlega valdi á huga hennar og
hjarta, að áður en bana varði var hún
búin að fá sterkustu ást á pessum
John Harrington. En prátt fyrir pað
varð hún við og við ósjálfrátt vör við
ógeðfelda augnaráðið hans, sem hún
fyrst framan af tók svo vel eptir. Og
par af leiddi, að hún, prátt fyrir hina
brennandi ást til hans, var hún hrædd
við hann, en gat pó ekki gert sjer
grein fyrir pvl, af hverju hún hrædd-
ist hann, svo elskulegan mann. Og
löngu síðar tók hún eptir pvl, pó hún
gætti ekki að pví pá, að pegar hann
vildi, að hún gengi út á götuna með
sjer, pá skipaði hann öllu heldur en
bauð eða bað. Og pó hún jafnvel
hefði fastráðið að fara ekki út með
honum I petta eða hitt skiptið, pá
varð pó jafuan sú raunin á, að hún fór
með honuro. Eius var pað, að hún
fjellst ætið á uiál hans meðan hann
var að t&ia við hana, pó henni fyndist
pað gagnstæða pegar hann var kom-
inn burt. En eptir pessu tók hún
ekki fyr en mörgum árum síðar.
Það var eitt kveld, seint um vet-
urinn, að Harrington sagði Sigríði,að
sig langaði til að segja henni leyndar-
mál nokkurt, sem sjer lægi mjög á
hjarta. Já, Sigríður hjelt að honum
væri alveg óhætt að trúa sjer fyrir
pví. Og svo pegar pau voru orðin
ein eptir frammi í setustofunni, fór
hann að segja henni frá pvl, að hann
elskaði eina'stúlku óumræðilega heitt,
og pessi stúlka væri hún Ásta. Hann
hefði aldrei á æfi sinni áður fengið ást
á stúlku; og í fyrstu hefði hann ætlað
sjer að standa á móti pessari ást, og
jafnvel álitið, að petta væri einhvers-
konar heimsku-innfal á sína hlið, en
nú væri hann kominn að peirri niður-
stöðu, að lífið yrði sjer byrði framveg.
is, ef hann fengi ekki að njóta ástar
pessarar elskuverðu meyjar; og hann
væri nú fastráðinn í pví, að bjóða
henni hjarta og hönd. Hann kvalst
skyldi verða henni elskulegasti eigin-
maður, og gera hana farsæla allt til
æfiloka. Nógur væri auðurinn: hann
hefði nylega erft sextlu og átta pús-
undir dollara, ásamt skrautlegu marg
h/si I New York, og par að auki ætti
hann stóran búgarð I California, og
tvö púsund dollara sem væru hjer við
hendina. Hún hlyti að vera á sínu
máli með pað, að hann mundi geta til
æfiloka sjeð fullsómasamlega fyrir
konu og tilvonandi fjölskyldu, og
geta par að auki komið foreldrum
Ástu, og öllum nánustu vandamönnum
hennar, I polanleg efni. Hann sagð-
ist vilja bera petta málefni ucdir álit
hennar (Sigríðar)J pví hairó væri pess
vls orðinn, að hún væri bæði reynd
kona og gáfuð; og ef hún áliti petta
flysjungshátt af sjer og heimsku, pá
vildi hann hætta við áform sitt, pó
pað kostaðisig velferð sínaog ánægju
I pessu lífi. Og Sigríður sá tár hrynja
niður vanga hans.
Það fyrsta, sem Sigríður leit á í
pessu máli, voru hennar eigin hags-
munir; pvl yrði Ásta rík, mundi hún
sjálf einnig verða rík, pað er að segja:
gæti hún orðið frumkvöðull pessa
ráðahags. Það væri pví velferðar
spursmál heillrar ættar—nefnilega
hennar sjálfrar og foreldra Ástu—að
petta hefði framgang, og pví fyr pví
betra fyrir alla hlutaðeigendur. Jú,
hún fullvissaði sinn elskuverða Mr.
Harrington um pað, að áform hans
væri í öllum greinum mjög hyggilegt.
Hún sagðist líka vera viss um, að Ásta
elskaði hann út af lífinu, og kvaðst
pví skyldi tala um petta við hana,
pegar hann væri farinn, og segja
henni frá gæfunni, sem lægi nú fyrir
henni; petta mætti reyndar ekki koma
of flatt á hana—pað pyldu ekki öll
bein, að verða hluttakandi í öðru eins
láni án fynrvara. Annað kveld skyldi
hann koma með trúlofunar hringinn
og pað annað, sem hann vildi gefa
henni; og trúlofun peirra skyldi fara
fram par I stofunni. Svo lægi næst
fyrir, að tilkynna foreldrum hennar
pessi tiðindi,—pau mundu fljótt sam-
pykkja pennan ráðahag—og pá væri
að eins eptir að tiltaka brúðkaups-
daginn.
Þegar Harrington var farinn
heim um kveldið, kallaði Sigríður
Ástu fram fyrir til sín, lagði hendurn-
ar um hálsinn á henni, og kyssti hana
aptur og aptur. „Ó, elsku pet-stelp-
an mln!“ sagði hún loksins,“ pú ert
sú lánsamasta creature, sem til er
undir sólunni. Ó, hvílík unun er pað
ekki fyrir foreldra pína og mig—mig,
sem elska pig eins og mitt eigið líf!
ó, pú átt eptir að verða svoddan lady,
og getur haft allt, sem pig langar til,
all your blessed life! Veiztu hvað?
—æ, láttu pjer ekki verða bylt við
pað, bezta, góða, darling barnið
mitt.—Já, hann Mr. Harrington elskar
pig, eins og sitt eigið líf;—og hann—
já, hann ætlar—æ vertu ekki hrædd
—að eiga pig—verða pinn eigin
husband—og hann svo lovely—fínasti
gentleman—og kannske ríkasti ungi
maðurinn, sem til er í Winnipeg.
Hann ætlar að biðja pín á morgun—
gefa pjer hring—skrifa foreldrum pín-
um, og tiltaka giptingardsginn. Ó,
elsku, bezta mín, pú verður að lofa
mjer að vera hjá pjer I fallega húsinu
pínu i New York, pví petta er nú allt
mjer að pakka; jeg hef allt af verið á
look-out fyrir pilti handa pjer, og hef
verið lucky á endanum. Æ, lofðu
mjer að kyssa pig aptur, my dear
child!
Og svo kyssti hún Ástu á ný.
Og alla liðlanga nóttina var hún að
leggja henni lífsreglur, og óska henni
til lukku og blessunar.
Ásta varð að sönnu ofboðslega
glöð með sjálfri sjer, en 1 jet lítið ápví
bera. Henni fannst I öðru veifinu, að
petta gæti ekki átt sjer stað, að hún
svo fátæk yrði allt I einu svona rík,
að hún, sem var IsleDzk, af lágum
ættum, og illa að sjer * ensku, yrði
eiginkona hjerlends auðmanns. Og
hún fór að hugsa um pað, að ef petta
gengi nú fyrir sig, pá yrði hún I vand-
ræðum með að koma fram, sem heldri
kona—hún kunni svo fátt. Reyndar
gæti Harrington, með aðstoð Sigríðar,
kennt sjer alla nauðsynlega siði og
háttu; og svo mundu pjónustu-stúlk-
urnar hennar, tilvonandi, gera allt—
ekki pyrfti hún sjálf að skipta sjer af
neinu, bara að hugsa upp allt mögu-
legt, sem gæti skemmt henni. Svo
fór hún að hugsa um foreldra sína;
ekki gætu pau farið með henni suður
í ríki, hún yrði bara að gera pau rík
par sem pau nú væru. En gat pað
nú verið, að honum væri alvara? Gat
petta ekki allt verið gabb, eða pá
misskilningur? Nei, hún póttist vera
viss um ást hans. Hún hafði líka
heyrt svo margar sögur um kongssyni,
sem fengu ást á bænda-dætrum, og
gerðu pær að drottningum sínum;—
hann var pó ekki kongsson, pó hann
væri ríkur. Jú, henni fannst petta
allt geta átt sjer stað. En samt var
eins og einhver undarlegur kvíði
blandaðist gleðinni og tilhlökkuninni.
Eitt setti hún sjer strax, og pað
var, að verða pessum manni góð og
elskuleg kona—já, svo undur góð!
Kveldið eptir fór fram trúlofun
peirra Harringtons og Ástu I setu-
stofunnni harðlæstri, á eins formlegan
hátt, og mögulegt er að hugsa sjer pá
athöfn—pví athöfn er pað pó. Hann
dró mjög vandaðan hring á hönd
hennar, og setti gullmen um fallega
hálsinn hennar. Brúðkaupið átti að
fara fram 1. júlí. Harrington tók
pann dag til sjálfur, og færði ymsar
gildar ástæður að pví, að fyr gætu
pau ekki gipt sig. Hann purfti
nefnilega 1 millitíðinni að gera svo
margt og setja svo margt I stand, og
láta útbúa framtíðarbústað peirra I
New York, svo pau gætu rakleiðis
flutt paDgað að giptingar-athöfniuni
afstaðinni. Hann áleii rjettast a.ð
halda trúlofun peirra leyndri fyrir al-
menningi—pað varðaði engan um að
vita pað—en foreldrar Ástu mættu
reyndar vita pað strax, og æskilegt
væri náttúrlega, að fá sampykki
peirra hið bráðasta; en halda skyldu
pau pvl leyndu fyrir nágrönnum sín-
um, til pess að vekja I síðustu lög
öfund peirra (nágrannanna). Sigríði
var falið á hendur að rita önnu Krist-
ínu gagnort og gott brjef; hún var
tekin sem vitni að öllu pessu, og hún
var líka túlkurinn, pví Ásta var enn
mjög stirð að tala ensku, pó hún
skildi mikið. Og sem sjerstök hlunn-
indi fyrir sína góðu og ötulu fram-
komu I pessu máli, átti Sigríður — að
ósk hennar sjálf.iar—að hljóta pann
sóma, að mega leggja til og láta út-
búa allt brúðarskartið, að undanskildu
öllu gimsteina-stázinu. Og svo lof-
aði Harrington fastlega, að heimsækja
heitmey sína að minnsta kosti annað
hvert kveld. En að síðustu var allt
petta staðfest með brennandi kossum
og innilegustu faðmlögum.
Tilhugalif peirra Ástu og Harr-
ingtons var hið ákjósanlegasta. Hann
kom iðulega I pvottahúsið, og sat par
lengi í hvert skiptið, en sjaldan gekk
hann út á götuna með heitmey sinni.
Ásta hætti nú undir eins við pvotta
og stritvinnu. Sigríður hjelt að hún
Miss Olson sín—pví hún tók allt I
einu upp á pví, að kalla Ástu Miss
Olson — pyrfti um annað að hugsa
fram að giptingardeginum, en pvotta;
reyndar var nú pvotta-businessið und-
ur hoiðarlegt busíness, pað er að segja
meðan maður væri fátækur; en önnur
ur eins persóna og Miss Olson mætti
ekki aflaga sínar mjögsvefögruhend-
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
HOGdORMAR, PIDBILDI og
Washington Irving sagðist ímynda sjer að viss hóll væri
nefndur „Höggorma hóll“ af pví par væri svo mikið af fiðrild-
Sama ásamkvæmni á sjer stað í mörgum nöfnum utan á sumum
flöskum stendur „Sarsaparilla“ af pví pær hafa inni að halda . . .
ja, við vitum ekki eiginlega hvað pær hafa inni að halda, en pað
vitum við að pað er ekki Sarsaparilla I peim, nema ef til vill
nóg til að gera smekkinn líkan. t>að er aðeins ein Sarsaparilla,
sem hægt er að reiða sig á að sje eins og henni er lýst. £>að er
'Ayer’s. Samsetning hennar er enginn leyndardómur. Hver
læknir getur fengið að vita pað. Samsetning hennar var rann-
ar var rannsökuð af læknanefndinni við Chieago sýninguna, sem
varð til pess að allar aðrar tegundir voru útilokaðar frá sýuing-
unni, en hún ein fjekk aðgöngu og verðlaun. Hún fjekk að-
göngu og veiðlaun af pví hún var bezt. Engin önnur Sarsa-
parilla hefur fengið pvílíka viðurkenningu. Gott fyrir fjölskyld-
ur að fylgja sömu reglu og nefndin : Leyfið pví bezta inngöngu
en útilokið allt annað.
Nokkur efi? Fáið „Curebook."
Hún eiðileggur allar efasemdir.
Skxúfið til J. C. Ayer & Co., Lowell, Mass.
*
*
*
&
*
*
*
*
*
&
*
ur við svo erfiða víudu. Og undir eins
fór Sigriður að útvega í brúðarskart-
ið—pað varð að hafa tíman fyrir sjer
með pað.
t>á var nú ekki heldur dregið að
skrifa gagnorða brjefið til önnu
Kristlnar, og aldrei hafði Sigríður
ritað eins langt brjef á æfi sinni.
Brjef petta hafði einkennilg áhrif á
Önnu Kristínu. t>egar hún var búin
að lesa pað gaumgæfilega, varð hún I
fyrstu ofsa kát, hoppaði upp og s!ó
saman höndunum, svo fór hún allt í
einu að há-gráta, og að síðustu stóð
hún upp ofboð róleg og alvörugefin,
og rak að Ólafi gamla rokna löðrung.
En Ólafur auminginn fjekk aldrei að
vita, hvað hann hafði pá unnið til
saka.
t>að var nokkrum dögum eptir
að pau Ásta og Harrington trúlofuð-
ust, að Villi á Bakka kom til Winni-
peg, I peim tilgangi að leits sjer at-
vinnu, eins og aðrir ungir og fjörugir
piltar I nýlendunum gera á vorin.
Hann hafði enn ekki heyrt neitt um
tilvonandi hefðarstöðu Ástu, og hjelt
pví að hún væri enn pá blátt áfrain
Ásta litla frá Nesi—blátt áfram fátæk
vinnustúlka. Hann fjekk fljótt að
vita hvar pvottahús Sigríðar var, og
ljet ekki lengi blða að fara pangað.
Það var svo sem sjálfsagt, að Ástu
varð hann að finna undir eins, og fá
hana til aðfylgja sjer til Ólafar, móð-
ursystur sinnar, sem hann ætlaði að
dvelja hjá, meðan hann væri í bænum.
Það hoppaði I honum hjartað af
kátínu, pegar hann var búinn að
drepa á framdyrnar á pvottahúsinu,
og sá að pað var Ásta sjálf, sem lauk
upp. Honum brá samt heldur en
ekki í brún, pegar hann fór að virða
hana fyrir sjer. Hún var orðin eitt-
hvað svo breytt við pað, sem hún var
pegar hann sá hana síðast—fyrir rúm-
um niu mánuðum. Það var svo sem
ekki vinnukonusnið á stúlkunni peirri;
parna stóð hún fyrir framan hann
mjallhvít í andliti, og til fara eins og
dóttir milljóna-eig&nda. Yilli stóð
hreyfingarlaus nokkur augnablik, og
einblíndi á hana. Gat petta virkilega
verið leiksystir hans, hún Ásta litla?
Hann reyndi til að brosa ofurlítið, en
pað hafði engin áhrif á hana. Hún
brosti ekki—hún var meira að segja
fyllilega alvörugefin, og virti hann
fyrir sjer dálitla stund, eins og hún
væri að koma pví fyrir sig, hvort hún
hefði sjeð pennan pilt áður eða ekki.
Loksins sagði hún undur alvarlega:
„Nú, ert pað pú, Villi?“
„Jú, jú; komdu nú sæl, Ásta“,
sagði Villi.
„Viltu ekki gera svo vel og
koma inn?“
„Kannske“.
Svo fór hann inn á eptir henni—
hálf-feiminn—hálfglettinn. Og svo
vísaði hún honum til sætis I setu-stof-
unni. Hún spurði hann eitthvað lítil-
lega um foreldra sína, og gekk svo
inn fyrir til Sigrlðar. í hálfan klukku-
tlma sat Villi aleinn I setustofunni.
Við og við heyrði hann að verið var
að tala fyrir innan um einhvern „ó-
svífinn sveita-strák“, sem ekki ætti að
vera leyft innganga I decent hús, o. s.
frv. fin pað var samt ekki Ásta, sem
talaði. Og ekki datt honum pá til
hugar, að hann væri pessi „ósvífni
sveita-strákur,“ sem talað var um.
Loksins kom Ásta fram til hans,
og bað hann að ganga inn fyrir, og
piggja kaffi. Hann var svo látinn
setjast einn við borðið, og ekkert var
sagt meðan hann var að drekka úr
bollanum; svo pakkaði hann Ástu fyr-
ir góðgerðirnar með handabandi, og
fór eitthvað að minnast á pað við hana,
að hann hefði ætlað að biðja hana að
ganga með sjer til hennar Ölafar,
móðursystur sinnar, pví hann væri
alveg ókunnugur I bænum. En áður
en Ásta gæti svarað, ruddist Sigríður
inn, eins og fokvont tígrisdýr, og
sagði honum, að hún Miss Olson færi
varla að gera sjer pá minnkun, að
flækjast út um allan bæ með ræfla-
strákum frá Nýja-íslandi, pví hún
væri komin á hærri hyllu I mannfje-
laginu en svo; enda ætti hann ekki að
purfa neinnar fylgdar, hann gæti eins
fundið hús Ólafar og hann hefði fund-
ið petta hús. Já, hún sagðist geta
fullvíssað hann um pað, að Miss Olson
mundi bráðnm verða svo háttstand-
andi lady, að hún hvorki vildi eða
gæti baft minnsta kunningsskap við
hann og hans líka. Svo opnaði hún
dyrnar, og bað hann að gera pað fyrir
Miss Olson, svo framt að hann hefði
nokkurn tínia borið hlýjan hug til
hennar, að koma aldrei á fund henn-
ar framar.
Og svo fór Villi út pegjandi og
niðurlútur, og kom aldrei framar á
gestrisnis-heimili.
Niðurlag á 7. bls.
Þrjílr kvalafullar vikur.
Hann hafSi svo ikafa gigt aS hann ?at ekki
sinnt verkum stnum. Þjáðist mjög tnikiS i
þrjár viktir par til hinn besti allra lcekna,
South Amcrican Rheumaiie Cttre, fór hans
veg \>aS hjálpaSi tí nokkrum témum og
lœknaði cí skömmum tima. KostaSi 7$ ets.
Mr. E. A. Norton, alkunnur maður í
Grimsby, Ont., fjekk ákaft gigtarkast fyrir
hjer um bil 20 árum. Það smá leið frá I
það skipti, en nú aptur fyrir hjerum bil
sex vikum fjekk annað kast svo hart að
hann þoldi ekkert að gera, og lá rúmfastur
í þrjár vikur. Nágranni hans, sem hafði
læknast af South American Rheumatic
Cure, taldi hann á að reyna þetta meðal,
og eptir að hafa brúkað það í viku var
hann orðinn svo biattur að hann gat farið
út um bæinn. Hann fann til bata strax
eptir fyrstti inntökuna, og syngur því lof
um meðalið hvar sem hann fer. South
American Rlieumatic Cure læknar gigt á
hvaða stigi sem hún er.
P p p p p y
Murray &
Lanman’s
FLORIDA WATER
THE SWEETEST
MOST FRAGRANT, MOST REFRESHINO
AND ENDURING OF ALL
PERFUMES FOR THE
HANDKERCHIEF, TOILET OR BATH.
ALL DRUGGISTS, PERFUMERS ANÐ
GEHERAL DEALERS.
I k fc I Ijj 'ft