Lögberg - 25.03.1897, Side 7

Lögberg - 25.03.1897, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. MABZ 1897. 7 SVIKIN. Framh. frá 2. bls. IV. Svo leið tlminn undur mjftklega, að Ástu fannst, og loks kom kveldið kins 30. júní—kvöldið fyrirbinn fyrir- bugaða brúðkaupsdag. Brúðarskartið var löngu fullgert, „giptingar kakan“ var J>egar keypt, og ekkert var ógert, utau hin helga athöfn, til J>ess að Harrington og Ásta væru einn maður að guðs og manna lögum. Klukkan sjö um kveldið fór Sig- riður út I bæinn, og sagðist mundi koma seint heim, f>ví hún hefði svo íjarskalega mikið að sysla. Ásta var F>ví ein heima og beið óf>reyjufull eptir unnusta sínum; hún var viss um að hann mundi koma, en hann' kom nú seinna en hann var vanur. Klukk- an sló átta og ekki kom liann. Ásta stóð við gluggan á litlu stofunni og einblíndi út á götuna, pangað til klukkan sló níu—og enn kom hann ekki. Svo kveikti hún á lampanum, tók siðan upp brúðarskartið og fór í J>að, til að sjá enn einu sinDÍ, hvernig í>að færi sjer. Þegar hún var nýbú- tn að pví var lokið upp dyrunum og unnusti hennar staðnæmdist frammi fyrrir henni, horfði á hana um stund brosandi, tók hana svo í fang sjer og kyssti hana. Svo seitust þau niður á legubekkinn hlið við hlið; hann lagði annan handlegginn utan um hana, og hún hallaði höfðinu upp að brjósti hans. Eptir litla stund fór hann að tala við hana um hinar björtu fram- tlðar-horfur þeirra. Hann 1/sti svo fagurlega fyrir lienni hinu þægilega °g fríðsama heimili, sem hún yrði sezt að f eptir fáa daga; þar væri allt uú þegar tilreitt, sem hún gæti óskað eptir, og allt væri f>ar svo unaðsríkt. Ö, hvað hann skyldi verða henni elskulegur! Ó, hvað liann elskaði hana heitt! Ó, hvað hún væri nú yndisleg, og blómleg og fiíð! Ó, hvað f>að væri sælt að elska og vera elskaður f>ar, sem maður væri umvaf- inn þægindum lífsins og fegurð og unaðsemd. Já, sambúð þeirra skyldi allt af vera eintómur friður, eintóm sæla, og eintóm ást og blíðu-atlot. Aldrei annað, nei, aldrei, alclrei, aldrei! Svo kyssti hann hana aptur og aptur; en grúfði húu sig betur og fast- ar inn í barm hans. Og allt af hjelt hann áfram að leiða henni fyrir sjónir hina unaðsfullu ókomnu æfi hennar; °g allt af varð framtíðin bjartari og hjartari fyrir hugskotsjónum hennar; hún einblíudi á þessa Ijómandi og sælufullu fraintíð; hún sá ekkert ann- að f>á í svipinn, og hún gleymdi öllu öðru—gleyœdi f>ví jafnvel, að hún ætti eptir að gipta sig. Hún var J>eg- ar komin í stóra skrauthýsið í New ^ork, og farin að njóta hinna marg- hreyttu unað&emda, sem auður og upphefð getur látið í tje. Og svo fjell húu smátt og smátt í einhverja öumræðilega værð; hún fór að hætta geta hugsað; hún heyrði að eins hin mjúku, indælu orð unuusta síns; ó, f>au voru svo átakanlega mjúk °g bllð, og svo gegnum-smjúgandi! Og hún gat ekki annað en hlust- að á mjúku oiðin, og horft á fögru °g margbreyttu myndina, sem hann var allt af að skýra betur og glöggar fyrir hngskotsjónum hennar. Svo fór hann allt í einu að ®trjúka augabrjfrnar og augnalokin á Astu, með þeirri hendiuni, sem ekki var utau um hana. Og hann strauk augnalokin svo makalaust hægt og ft'júklega, og hann hjelt allt af áfram að tala á tneðan, en allt af í lægri og lægri róm, og allt af með meiri og “'eiri blíðu. Og allt af færðist hún i sætari værð; svo varð værðin að notalegum fivala, og loksins varð dvaliun að Svefn-móki. „C>ú eit að sofnn, elskan mín— yndið mitt“, sagði hann; „æ, noíðu sofðu vært, elskuleg — sofðu— ®ofðu ofurlitla stund. t>að er svo sætt að sofna, þegar maður er syfjað- Ur> f>að er svo unaðsfullt að dreyma— að dreyma um ást, að dreyma um J>ann, sem maður elskar svo heitt. Já, sofðu dálitla stund, yndið mitt besta—jeg skal vaka yfir f>jer og kyssa f>ig sofandi, ástin mfn. Sofðu vært—sofðu og láttu J>ig dreyma. Já, nú sefurðu—nú dreymir f>ig ‘. Svo hallaði hann henni út af á legubekkinn og settist fyrir framan hana; og alltaf hjelt hmn áfram sínu ljúHingsmáli. Hann tós svo vinstri Jiönd hennar, og með dæmrlausri lip- urð og varkárni náði hann trúlofunai- hringnum fram af fingrinum; svo tók hann með sömu lipurðinni og var- kárninni gullmenið af hálsi hennar, og ljet hvorutveggja í vasa sinn. Svo laut hann ofan að henni sem snöggvast til að sjá, hvort hún væri nú verulega sofnuð, og Jogar hann var viss um, að hún var sofnuð, J>á læddist hann að dyrunum, opnaði f>ær hljóðlega og skauzt út I náttmyrkrið. Ásta lá eptir hreifingarlaus á legubekknum. Hún var, sem menn segja, milli svefns og vöku. Hún varð vör við allt J>að, sem fram fór — að hann tók af henni hringinn og menið — en hún gat f>ó ómögulega hreift sig. Henni fannst svo sætt að sofa, og J>ó svaf hún ekki eiginlega, en hugsunar-afl hennar var algerlega í dái. Sem sagt, hún vissi af f>ví, að Harrington tók af henni hringinn og menið og fór út með f>að, og henni fannst f>að alls ekkert undarlegt, f>á í svipinn. Eða með öðrumorðum: hún var í J>ví ástandi, að hún gat ekki hugsað eða hreift sig, en vissi J>ó af sjer, og varð f>ess vör, sem fram fór í kringum hana. Það er alls ekki sjaldgæft, að veikbyggt fólk —jafnvel s^nilega hraustir menn—-lendi I þannig lagað ástand undir vissum kringum stæðam; og margir vita hvað J>að er, sem menn kalla: „milli svefns og vöku“. Harrington hafði komið í þvotta- húsið kl. 15 mínútur eptir 9, og fór f>aðan aptur hjer um bil kl. 11 um nóttina, svo hann hefur haft nær því tvo tíma til að láta ljúflingsmál sitt hnfa á Ástu. En fáum mínútum eptir að hann fór, kom Sigríður heim, og ennþá lá Ásta I sama mókinu á legubekknum. Svo vakti Sigtíður hana, eða öllu heldur dreif hana upp af legubekknum, til að fara að hátta. Ásta var eitthv?ið svo undarleg; hún minntist ekkert á komu Harring- tons, og ekki heldur ljet hún í ljósi, að hringurinn og menið væri horfið. Hún dreif sig bara ofan í rúm og fór að sofa. Síðar um nóttina vaknaði hún með óráði,—talaði um stóra hús- ið sitt í New York—að J>að væti að brenna, að f>að væri að sökkva; og svo kallaði hún á Harrington, hálf- blíð—hálf gremjufull. Morguninn eptir vaknaði liún eins og hún átti að sjer, að f>ví leyti, sem Sigríður gat sjeð; en hún var f>ó fámálug og dæmalaust föl f andliti. Hún minntist enn ekkert á brúðar- skarti eða brúðkaup; en gerði að eins pegjandi pað, sem frænka hennar sagði henni að gera. Svo leið fram á hádegi, og ekki kom brúðguminn í lukta vagninum, sem Sigríður bjóst við að sjá koma að dyrunum á hverju augnabliki. Sigríður fór að verða meira og meira óróleg, fór að verða skjálfheut og hvít í framan; en Ásta var allt af svo stillt, eins og hún ætti ekki von á neinum — eins og hún hugsaði ekkert. Svo leið dagur að kveldi, og svo leið nóttin og næsti dagur kom, en ekki bólaði 4 brúðgumanum, og ekki kom brjef eða orðsending frá honum. I stuttu máli: hann kom aldrei; og hvorki Ásta nje Sigríður frjettu nokk- urn tíma neitt um hann framar. t>að er alls ekki vert—og ef til vill ekki mögulegt—að lysa geðs- hræringum Sigríðar fyrst eptir að hún varð pess vís, að Harrington var far- inn fyrir fullt og allt. og pegar hún fór að sjfi, hvernig liann hafði gabbað pær í öllu tiliiti. En pess skal að eins getið, að henni pótti langsárast, að hafa eytt mest öllum peningum sínurn fyrir brúðarkjólinn. Og hún, sem var skapstór kona, varð að skeyta skapi sínu á einhverju; og vesalings Ásta varð svo fyrir allri bræði fraenku sinnar. Sigríður kenndi Ástu um að svona hefði illa til tekist—hún hefði nefnilega tranað sjer fram við þennan gcntleman\ tælt hann fyrst og síðan firrt hann, þegar hæzt stóð húfið,—já, beinlínis kælt hann og firrt hann með barnaskap, heimsku og ókurteisi. Ásta veiktist svo fáum dögum síðar. Og elskulega frænka hennar var ekki lengi að hugsa sig um, að láta flytja hana á sjúkrabúsið;—og par lá Ásta pungt haldin í margar vikur. V. í>að var ein n dag um vorið— tveimur árum eptir að Ásta fór til Winnipeg—að Ólafur í Nesi gekk út I skóg með öxina sína, og fór að böggva niður eikurnar, og af pví vissu allir par í nágrenninu, að illa lá á honum. Það hafði komið þangað Ókunnugur maður um daginn, og hafði setið lengi á eintali við Ólaf. Svo fór ókunni maðurinn leiðar sinnar, og Ólafur út í skóg til að höggva; og allt til kvelds fjellu eikurnar jafnt og pjett. Svo þegar farið var að dimma, gekk hann yfir að Bakka, til gamla Jóns, föður Yilla. Jón var niðri í fjöru, nykominn af netjum. Ólafur gekk pangað til hans, heilsaði honum, fyllti svo pípuna sína og fór að reykja og bauð síðan Jóni í ptpu; og svo settust peir báðir niður par I fjörunni og fóru að tala um tíðina og aflun, og svo um pað, hvað flugan væri mi kil. Svo fór Ólafur að spyrja Jón um pað, hvort stóri ,,dallurinn“ hans væri nokkuð lekur. Ónei, hann var í dágóðu standi. „Heldurðu að pú gætir ljeð mjer hann fáeina daga?“ spurði Ólafur. „Jú, jú, pað held jeg víst“, sagði Jón. „Mjer kæmi pað einstaklega vel, —dallurinn minn er svoddan stampur til gangs og lítill I tilbót“. „Ætlarðu að biegða pjer nokk- uð burtu?“ „Ojæja, jeg var að hugsa um, að skreppa upp eptir“. „Til Selkirk, vænti jeg?“ „Jeg var hálfpartinn að hugsa um pað“. „Kannske þú farir líka alla leið upp eptir?“ „Já, jafnvel“. „Að fá pjer vinnu til sláttarins, b/st jeg við?“ „Og ekki bjfst jeg nú við því“. „Ja, jæja, pú ætlar að sækja þjer einn se/ck eða svo, byst jeg við ? „Jeg hef nú smátt til að kaupa fyrir, Jón minn“. „Satt er nú pað. En pá er stúlk- an“. „Já, jeg vænti pess“. „Ojæja, pað er nú svo!“ „Mi jeg taka dallinn, Jón minn?“ „Og pað held jeg vlst, Ólafur minn“. „Yertu sæll, Jón minn“. „Guð veri með pjer, Ólafur minn“. Svo fór Ólafur heim til sín með „dallinn“. En þegar dagaði, morg- uninn eptir, var hann kominn langt suður á vatnið, og röri mikinn. Hann var pví kominn áleiðis til Winnipeg; en hvað hann hann ætlaði að sækja þangað, vissi enginn, nema hann einn —jafnvel ekki hún Anna Kristín. Ölafur 1 jetti ekki ferðum, fyr en hann kom til Winnipeg. Hann dróg „dallinn“ upp í hiuum velpekkta lend- ingarstað, að nr. 6. Svo fjekk hann einhvern til að vísa sjer á Jemima stræti, og eptir að hafa gengið pað fram og aptur um stund, staðnæmdist hann við framdyrnar á húai einu, horfði um hiið á tölurnar á dyrastafn um, fór síðan inn óboðið og gekk rak- leiðis inn í herbergið næsta. Þar sat ungur kvennmaður, mjög veiklulegur með ungbarn í fanginu-—-pessi kvenn- maður var Ásta dóttir hans. Ólafur gekk til hennar og kyssti hana, og klappaði á annan vanga hennar. Ilúa lagði barnið á rúmið, sem par stóð^ hljóp svo upp um bálsinn 4 föður sín- um, og grjet sárt og lengi upp við bringu hans. Hann felldi ekki tár að sönnu, en þungbúinn var hann og varir hans titruðu. Að fáum mínútum liðnum var hann farinn að raða fötum hennar nið- ur í gamla, íslonzka kofEortið, sem hún hafði farið með frá Nyja íslandi fyrir tveimur árum síðan. Það var ekki langrar stundar verk að taka saman eigur Ástu ; og að klukkuthna liðnum gekk Ólafur ofan strætið. með kofEortið undir ann ari hendinni, en dóttir hans gekk á eptir, með lr'tla barnið sitt í fanginu. Svo eptir stutta stund, bar „dallurinn“ pau með töluverðum hraða ofan eptir R íuðá. Að 48 klukkustundum liðnum voru pau kotnin inn í snotra bjálka- húsið í Nesi. Þegar Anna Kristín vissi fyrir víst, hvernig allt var nú komið fyrir dóttur sinni, varð hún í fyrstu ofboðs- lega æst og gremjufull, en von bráð- ar lærði hún að sætta sig við petta „heimilis-böl“, og ljet sjer jafnvel um munn fara, að hún huggaði sig ein- verðungu við það, að hún litla dóttur- dóttir sln væii þó af betra bergi brotin í föðurættiua. Hún var líka æfinlega góð við litlu stúlkuna. Fólkið par í nágrenninu hafði nóg til að ræða um, næstu fjórar vik- urnar; pað gat um ekkert annað talað en Ástu í Nesi og barnið hennar— pað var ekki minnst á flugur nje bleytur allan pann mánuð. „Hún átti erindið til Winnipeg, stúlkan sú“, sagði blessað fólkið— fólkið, sem aldrei gastti að Ilísinni í auga náungans, fyr en pað var búið að draga bjálkan úr sínu eigin auga, fólkið, sem aldrei gladdist yfir óláni annara,—kærleiks-ríka fólkið. Svo lagði pað undir flatt, hristi höfuðin undur gætilega, og skellti höndunum á lærin. Svo mynduðust ótal sögur um faðerni barnsins. Sumir sögðu, að faðirinn væri stórauðugur maður í Winnipeg, og að hann mundi leggja ríflega með barninu—pað færi ekki á vonarvöl Nesfólkið, fyrst um sinn. Aðrir póttust hafa sannfrjett pað, að Ásta hefði gipt sig, og maðurinn hefði svo strokið suður I Bandarlki, og skilið hana eptir allslausa með barnið; og enn aðrir — tillögugóðu mennirnir—gátu pess til, að Villi á Bakka væri hinn sanni faðir litlu stúlkunnar í Nesi. Qg allar sögurn- ar voru líkar pessu. En smátt og smátt fór fólkið að verða preytt á að tala um þetta, og loksins var alveg hætt að minnast á pað. Og fólkið fjekk eitthvað annað til að tala um. Svo liðu tvö ár. Ásta var alltaf heima í Nesi, og kom aldrei á pessu tímabili í húsin í kring. Og allan pann tíma kom Villi á Bakka aldrei að Nesi. Hann fór út í vinnu á hverju sumri, var farinn að komast I góð efni, og var álitinn eitthvert besta mannsefnið par í grendinni. Eitt kveld sem optar gekk Ásta með litlu stúlkuna sína ofan að vatn- inu, settist par á bakkan undir píl- viðar-runna og horfði út á spegilfag- urt vatnið, og söng lágt kvæði nokk- urt, sem hún og Villi höfðu opt sung- ið, þegar pau voru lítil. Svo fór hún allt i einu að hugsa um Villa. Hún rifjaði upp í huga sínum allar ánægju stundirnar, sem hún hafði lifað með honum I æsku; og svo mundi hún eptir pví, þegar hann kom að heim- sækja hana í Winnipeg. Ó, hvað henni fannst hún hafa verið pá köld við hann,— hann átti pað pó ekki skilið af henni! Ó, hvað hún vildi nú fegin bæta fyrir pá yfirsjón! Og loksins sagði hún nokkuð hátt: „Æ, góði Villi ininn, fyrirgefðu mjer“. Hún var varla búin að sleppa síðasta orðinu, pegar handleggur var lagður utan um liana og hún var kysst. Villi á Bakka var par kominu og sagði brosandi: „Jeg lief ekkert að fyrirgefa pjer, Ásta“. „Villi!“ hrópbði hún. , Ásta!“ sagði hanu brosandi. Og hvort sem pau töluðu par samau lengur eða skemur, pá var pað eitt víst, að pau voru harð trúlofuð, þegar pau skildu. Nokkru síðar voru pau gefin saman ( hjónaband. KNDIB. • •••• • o • o o o •Relief for \lJciTig •'Troubles In CONSrMPTIOX and nll LVIG • DIHEAHEH, HPITTIVC, OI KLOOD, m COVGH, LOHH OF APPETITE, • ÐEBILITY, tho benefitH «r this 0 artlcle are most manifest. BTthsald ofThe '*D. AL" Kmulsion. I hsTerot ^ rid of a hacking cough which had troubled rae ror otct • yoer, snd have gained considerably in a weight. I llked tbls Brnmsion so well 1 waa glnd w wheu the tiine carae around to take it. f ^ T. H. WINGHAM, C. E., Montreal 50f, and $1 per Bottle • DAVIS & LAWREMCE CO., Lto., Montreal • •••••••••• Til Nyja-Islands! Undirskrifaður lætur góðan, upp- hitaðan sleða ganga á milli N fja- íslands, Selkirk og Winnipeg. Ferð- irnar byrja næsta briðjudag (17. þ.m,) og verður bagað pannig: Fer frá Selkirk (norður) priðju- dagsmorgun kl. 7 og kemur að Is- lendingafljóti miðvikudagskveld kl. 6. Fer frá íslendingafljóti fimmtu- dagsmorgun kl. 8 og kemur til Sel- kirk föstudagskveld kl. 5. Fer frá Selkirk til Winnipeg á sunnudaga og fer frá Winnipeg apt- ur til Selkirk á mánudagsmorgna kl.l. Sleði pessi flytur ekki póst og tefst pví ekki á póststöðvum. Geng- ur reglulega og ferðinni verður fl/tt allt sem mögulegt er, en farpegjum pó synd öll tilhliðrunarsemi. Fargjald hið lægsta, sem b/ðst á pessari leið. Helgi Sturlaugsson keyrir sleðann. Eigandi: Geo, S. Dickinson, SELKIRK, MAN Globe Hotel, 148 Princess St. Winnipeo Gistihús þetta er útbúið með öllum nýjast útbúnaði. Ágætt fæði, frí baðherbergi og vínföng og vindlar af beztu tegund. Lýs upp með gas ljósum og rafmagns-klukk- ur í öllum herbergjum. Herbergi og fæði $1,00 á dag. Einstaka máltíðir eða harbergi yfir nóttina 25 ets T. DADE, Eigandi. Northern PACIFIC RAILWAY GETA SELT TICKET TIL VESTURS Til Kooteney plássins,Victoria,Van- couver, Seattle, Tacoma, Portland, og samtengist trans-Pacific linum til Japan og Kína, og strandferða og skcmmtiskipum til Álaska. Einnig fljótasta og bezta ferð til San Francisco og annara California staða. Pullman ferða Tourist cars alla leið til San Francisco. Fer frá St. Paul á hverj- nm Miðvikudegi. Deir sem fara frá Manitoba ættu að leggja á stað sama dag. Sjerstakur afsláttur (excursion rates) á farseðlum allt árið um kring. TILSUDURS Hin ágæta braut til Minneapolis, St. Paul, Chicago, St. Louis o. s. frv. Eina brautin sem hefur borðstofu og Pullman svefnvakna. TIL AUSTURS Lægsta fargjald til allra stað I aust- ur Canada og Bandaríkjunuin I gegn- um St. Paul og Chicago eða vataðleið frá Duluth. Menn geta haldið stans- laust áfram eða geta fengið að stanza í stórbæjunum ef peir vilja. TILGAMLA LANDSINS Farseðlar seldir með öllum gufu- skipalínum, sem fara frá Montreal, Boston, New York og Philadelphia til Norðurálfunnar. Einnig til Suður Ameníku bg Australiu. Skrifið eptir verði á farseðlum eðá finnið H. Swinford, Gen. Agent, á horninu á Main og Waterstræturn Manitoba liótolinu, Winnipeg, Mau,

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.