Lögberg - 03.08.1899, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.08.1899, Blaðsíða 1
Lögberg er gefiS át hvern fimmtudag af The Lögberg Printing & Publish- ing Co., að 309^2 Elgin Ave., Winni- peg, Manitoba. — Kostar $2.0 um áriS (á Islandi 6 kr.). Borgist fyrirfram.— Eeinstök númer 5 cent. Lögberg is publishcd'every, Thursday by The Lögberg Printing &’Publish ing Co., at '309Elgin Ave., peg, Manitoba,—Subscription price: S2.00 per year, payable in advance. — Single copies i cents. 12. AR. - Winnipeg, Man., flmmtudaginn 3. ágúst 1899. Frjettir. <'.V\AI»A. Trújmiðir í Davvson City hafa fflyndað félag með sér. Kaup pað, sem peir h&fa orðið ásáttir að vinna fyrir, er $1.25 um klukkutímann. £>að er álitið, að senator Sanford, sem lézt fyrir skömmu, hafi eftirlátið eignir, er nemi premur milljónum dollara. Erfingjarnir eru: ekkja San- fords og tvær dætur þeirra hjóna. Hinn 31. f. m. andaðist, 1 Toronto, Sir James D. Edgar, forseti í neðri Hoild sambandspingsins í Ottawa. Sir James var fæddur 10. ág. 1841, og hefur þannig verið tæpra 58 ára f>eg- ar hann lézt. E>etta er í fyrsta skifti í sögu Canada, að forseti sambands- Þmgsins hefur fallið frá á meðan f>ing Wur staðið yfir. Sambandspingið í Ottawa sam- Þykti, hinn 31. f. m., yfirl/singu f>ess efnis, að pað féllist algerlega á til- raunir brezku stjórnarinnar til að tétta hluta „Útlendinganna“, sem búa faTransvaal,og útvega peim atkvæðis- Tétt og fullkomin borgaraleg rétt- todi. Formaður stjórnarinnar, Sir "W’ilfrid Laurier, bar tillögu pessa ffam 1 pinginu og Mr. Foster var stuðningsmaðurinn. Tillagan var SamPykt með öllum atkvæðum. Niðursuðu-hús, sem stóð á bökk- Um Fraser-árinnar í British Columbia, sökk I jörð niður á laugardagsmorg- 'minn var. Hafði pað verið bygt á st<51pum, og var búið að standa óhagg- 1 nokkur ár. Sem betur fór kom- hst peir, sem unnu [ húsinu, allir lif- acdi burtu áður en húsið sökk til fulls. er einn með eldri pingmönnunum og er álitinn vera sérlega vel heima í öllu er að pingsköpum lýtur. Á tiltölulega skömmum tíma hafa tveir franskir bankar í borginni Mon- treal orðið gjaldprota. Fólk, sem inni átti á bönkunum, heflr orðið hrætt um peninga sína og vill fá pá útborgaða. Á priðjudaginn var stóð fólklð í hundraða tali umhverfis hina /msu frönsku banka til pess að ná í peninga sina. Afleiðingin af pessari hræðslu fólksins hefir orðið sú, að bankar peir, sem annars stóðu vel, hafa komist í hálfgerð vandræði, vegna pess að peir höfðu ekki tíma til að innkalla nægilegt fé til að mæta kröfum. BANDABlKIN. Hinn 29. f. m. varð James Clark, í Quinoy í Illinois, hundrað ára gam- all, fæddur 29. júll 1799. Er hann sagður ern og hress og kvað hafa all- gott minni. Degar Monroe var kos- inn forseti, árið 1820, pá greiddi Clark atkvæði og hefir tekið pátt i hverri forsetakosning siðan. Monroe var fimti forseti Bandaríkjanna, en MoKinley er sá tuttugasti og fimti, svo eftir pvi hafa tuttugu forsetakosn- ingar farið fram síðan Clark fyrst hafði atkvæðisrétt. Fyrir nokkrum dögum siðan voru fimm ítalir hengdir, án dóms og lags, nálægt Tallulah í Louisiana- ríkinu. Er sagt, að peir hafi verið grun&ðir um að vera í samsæri til að myrða læknir einn, Dr. Hodges að nafni, og að pað hafi verið orsökin til pess að peir voru teknir af lifi. Sendi- herra ítala, i Washington, hefir heimtað, að mál petta sé rannsakað og hefir Mr. Hay, untanríkisráðgjafi, beðið ríkisstjórann í Louisiana um allar uppljfsingar sem hægt sé að fá pessu viðlíkjandi. l>að er sagt, að um 1000 náma- ^onn í Katzeline héiaðinu í Alaska Eeu 8vo nauðlega staddii, að peir muni bráðlega hrynja niðurúr hungri veikindum ef ekki komi hjálp ein- ^versstaðar að innan skams. Menn Þe8sir eru flestir eða allir Bandaríkja- menn, og hafa peir sent einn af fé- lögum sínum til að biðja stjórnina að senda skip norður og flytja pá frítt til Bandaríkjanna. Hon. J. I. Tarte er nú staddur i ^atis á Frakklandi. Fór hann til ^arísar til að láta gera á sér stórkost- ^eR*n og all-hættulegan uppskurð við ^einsemd, sem hann hefur pjáðst af 'ltn nokkurn undanfarinn tíma. Sið- úBtu fregnir segja, að uppskurðurinn &fi pegar verið gerður og að Mr. •*-atte sé nú á góðum batavegi. Á sunnudagskveldið var drukn- hðu tveir menn, Wm. Kehoe og James P°yle, af báti nálægt Sydney i Brit- jStl Columbia. Driðji maðurinn á fiátnum hét Morrison. Höfðu peir llr verið að drekka, og urðu peir ^ehoe og Doyle ósáttir út úr ein- verju sem par í tal. Fóru peir svo fljúgsst á í bátnum og duttu út- “ytðis. Segir Morrison að peir hafi aMið áfram að íljúgast á I vatninu Þ&ngað til peir sukku og komu ekki ^Pp framar. Morrison var ómögulegt bjarga mönnunum með pvi hann V&r einn og peir gerðu ekkert til að íeyna að bjarga sér sjálfir. Mr. Thomas Bain, pingmaður South Wentworth, hefir verið °8inn pingforseti í neðri deild Otta- ^a þingsins í st&ð Sir Jaoies D. íytir gar, sem lézt fyrir skömmu. Bain Gufuskipið „Indiana,“ milliferða- skip Bandarikjastjórnar, kom til San Francisco frá Manila síðastliðinn föstudag.1' Hafði pað meðferðis 388 veika og særða hermenn úr ýmsum deildum Bandaríkjahersins á Philip- pine-eyjunum. Mr. Everett Bevan, í Anderson, Ind., hefir fundið upp ráð til að geyma ís í hvaða hita sem er, án pess hann eyðist hið allra minnsta. Er að- ferð hans sú, að hann rjóðrar á ísinn lög nokkrum, sem eyðileggur svo mátt sólargeislans, að ísinn verður ekki fyrir neinum áhrifum af hitanum. IJppfindingin er aðallega efnasam- setning pessa rökva. Er hann sagð- ur likastur vatni að sjá, og með öllu ósaknæmur. Mr. Bevan hefir með >essari aðferð sinni geymt ís úti undir beru lofti i prjá mánuði, um hásum- arið, án pess að hann hafi hið minsta eyðst eða ryrnað. Maður nokkur, A. M. Cannon að nafni, var kærður fyrir fjölkvæni í Salt Lake City, í Utah, fyrir skömmu síðan. Sannaðist pað, við rannsókn málsins fyrir réttinum, að Cannon ætti tvær konur og hefði átt siðan árið 1882. Báðir málfærslumennirnir ögðu pað til, að Cannon væri dæmd- ur í fésekt fyrir brotið, og pað látið nægja sem hegning fyrir að eiga fleiri en eina konu. Dómarinn, sem heitir Norrell, var á sama máli, og dæmdi Cannon í $100 sekt, og var pað öll refsingin sem réttvisin úthlutaði hon- um fyrir brotið. Á mánudaginn var brunnu 169 hús í smábænum Maloue í New York. Skaði metinn um $150,000. Adolf L. Luetgert, fyrrum ríkur kaupmaður í Chic&go, sem dæmdur haföi verið til llfstiðar-betrunarhúss- vinnu fyrir nálægt tveimur árum síð- an fyrir að drepa konu sina, varð bráðkvaddur í fangelsinu hinn 27. f. m. Jarðarför hans fór fram á sunnu- daginn var að viðstöddum púsund- um manna. Um tiu púsundir manna i Chica- go, flest trésmiðir og múrarar, hafa lagt niður vinnu. I>að er sagt, að stjórn Banda- rikjanna hafi afráðið að láta Otis hershöfðingja halda áfram að hafa her- stjórn á hendi á Philippine-eyjunum. ÍTI.ÖML Fregn frá Paris fyrir skömmu siðan, segir, að blaðið „Le Matin“ sé nýbúið að birta bréf frá Esterhazey greifa, sem nú er og hefir verið í sum- ar i London á Englandi, par sem hann kannast afdráttarlaust við að hafa falsað skjalið, sem álitið var að Drey- fus hefði skrifað og hann vas sakfeld ur fyrir. Segir Esterhazey að peir hershöfðingjarnir, Boisdeffre og Conse, hafi vitið eins vel og hann sjálfur, að skjalið var falsað. Mr. Cecil Rhodes, fyrverandi 8tjórnarformaður í Cape Colony i Suður Aftiku, kom heim aftur til Cape Town, úr ferð sinni um Evrópu, hinn 18. f. m. Var honum fagnað af bæjarbúum með heilmiklum látum, rétt eins og konungum mundi vera fagnað í Evrópu. Mr. Rhodes hefur um fjölda mörg ár verið einn af allra atkvæðamestu stjórnmálamönnum Breta í Suður Afríku. E>að kvað vera hálfgert í ráði, að stjórnendur Evrópu-ríkjanna mæti allir á fundi i Paris næsta sumar á meðan sýningin mikla stendur yfir. Er sagt, að llússakeisari sé höfundur pessarar hugmyndar, og eigi fundur- inn að verða nokkurskonar áframhald af friðarpinginu Dýafstaðna f Ilague, og eigi að miða til pess að koma á nánari vináttu böndum milli stjórn- endanna heldur en átt hefir sér stað að undanförnu. Herdeild af liði Bandarikjamanna á Philippine-eyjunum, undir stjórn kaft. B. A. Bryans, háði orustu við allstóra sveit af liði uppreistarmanna fyrir skömmu síðxn. Uppreistar- menn voru um 450 að tölu, enn hinir að eins 70. Lauk viðureigninni >annig, að 115 féllu af liði uppreist- armanna og allmargir urðu sárir. Af Bandarikjamönnum féll einn maður og annar særðist. Stjórnin á Frakklandi hefur á- kveðið að láta byggja tillukt göng milli fangelsisins, par sem Dreyfus er geymdur, og hússins par sem herrétt- urinn á að halda fundi sína. Er pað gert til pess að koma i veg fyrir, að fólk pyrpist í kringum fangahúsið til að sjá Dreyfus, pegar verið er að flytja hann á milli, með pví pað er búist við, að slíkt gæti valdið æsing- um og gauragangi, og ef til vill leitt til vandræða. Lautenant Boissman, som var einn af pjónustusveinum Georges stórhertoga (bróður Rússakeisara), fyrirfór sér með skambyssu-skoti fyrir nokkrum dögum síðan. Hafði keis- arinn átalið Boissman fyrir pað, að hann skyldi liða stórhertoganum að fara fylgdarlaust á hjólhesti, og sagt eitthvað á pá leið, að pað meðal ann- ars mundi hafa flýtt fyrir dauða her- togans. E>ó ótrúlegt sé, pá er álitið, að pess&r ákúrur keisaraus hafi verið orsökin til pess að Boissman veitti sér bana. Ung stúlka, sem varð fyrir pvi óhappi að fótbrotna í járnbrautarslysi, sem varð á Frakklandi fyrir nokkru sfðan, fór í mál við eigendur brautar- innar og heimtaði $8,000 í skaðabæt- ur fyrir meiðslin. Hún vann málið, og voru henni dæmdar pær bætur sem hún bað um. Dómarinn sagði, um leið og hann kvað upp dóminn, að hann dæmdi stúlkunni pessar skaðabætur vegna pess, að hún hefði „fallið í verði á giftingar-m&rkaðin- um“ vegna meiðslanna sem hún hefði orðið fyrir. E>að er enn eigi neitt útlit á, að til sátta dragi með Bretum og Trans- vaal-mönnum. Hafa Bretar viðbúnað all-mikinn og Transvalmenn sömu- leiðis, og sýnist sem hvorirtveggju búist við pví, að til vopnaviðskifta muni koma. Blöðin hafa við og við pessa dagana verið að flytja pá fregn, að Kruger forseti væri búinn að segja af sér, eða ætlaði sér að gera pað. Blöðin á Englandi leggja lítið upp úr peirri frétt, og álíta, að Kruger láti petta berast út einungis til pess að sjá hver áhrif pað hefur, og til pess að tefja fyrir pví, að nokkuð endi- legt verði gert. Um eða yfir 200 manns létu lifið í námaslysi, sem varð í Japan fyrir skömmu siðan. E>rir veðreiðamenn, sem tekið hafa pátt f veðreiðum peim er standa nú yfir í London á Engl&ndi, sýndu óhlýðni við einn af regluvörðunum fyrir skömmu sfðan, og hefur peim verið vikið frá, svo peir fá ekki að taka neinn pátt í veðreiðunum í 30 daga. Einn peirra er Tod Sloan, Bandarfkjamaður sá, er barði á veit- ingapjóni í London fyrir skömmu og blöðin gerðu svo mikið númer úr. Stjórn Faakklands hefir sent um- burðarbréf til allra kennara við æðri og lægri skóla landsins, og uppálegg- ur peim að bæla niður, svo vel sem hægt er, allar æsingar út af Dreyfus málinu. E>að er ekki álitið, að bréf pessi hafi neina sérlega pýðingu jafn- vel pó kennararnir gerðu alt sem peir gætu (sem fremur er vafssamt) til að framfylgja fyrirmælunum og beyta á- hrifum sfnum gegn æsingunum. Fregn frá Trieste i Austurríki segir, að Dewey admfráll hafi komið pangað á skipi sinu Olympia, hinn 20. f. m. Er ráð fyrir gert, að admír- állinn fari til Vínarborgar til að heilsa upp á Austurrikiskeisara áður en hann fer burtu aftur. Sendiherra Banda- rikjanna í Austurriki, Mr. Addison Harris, ætlar að hafa heilmikið sam- sæti til heiðurs við Dewey áður en hann siglir heimleiðis. E>að er búist við, að admfrállinn dvelji í Austur- ríki um tveggja vikna tíma. Eun einu sinni berst sú fregn út,að Aguinaldo, foringi uppreistarmanna á Philippine eyjunum, hafi verið myrt- ur. Segir saga possi, að einn af und- irforingjum Aguinaldos, sem Pio Del Pilar er nefndur, hafi framið morðið. Er sagt, að Pio Del Pilar hafi ásakað Aguinaldo um að Luna hershöfðingi var drepinn, og hafi svo myrt for- ingja sinn fyrir pað i hefndarskyni. E>að er sagt, að uppreislarmenn á Philippine-eyjunum fái riflafráJap- ansmönnum. Er sagt, að riflar pessir NR. 30. Sumar= Vorur Hvít Piques, Drill Ducks, ] \ i 1 1 i Prints. Skraut Sólhlífar handa börnum á 25c. Konu Regnhlífar á 40, 50, 75c,, 11,00. Carsley 3c Co., * 344 MAIN ST. Spyrjið eftir Mr. Melsteð. Hvenær sem þér þurflð að fá yður leírtau til mið- degisverðar eða kf pldverðar, eða þvotta- áböld í svefnherbergið yðar, eða vandað postulínstau, eða glertau, eða silfurtau, eða lampa 0. s. frv., J>á leitið fyrir yður í búðinni okkar. Porter 3c Co., 330 Main Stekkt. flytji lengra og drepi á lengra færi en >eir sem Bandaríkjamenn hafa. Ulysses Heureaux, forseti Dom- inican-lýðveldisins (I Vest-Indium), var myrtur hinn 26. p. m. Heitir sá Caseres er morðið framdi, og heíur hann enn eigi náðst, en talið líklegt að hann náist innan skams. Heur- eaux varð forseti Dominican-lýðveld- isins árið 1896. E>ví er fleygt fyrir, að Rússa- keisari sé í pann veginn að verða vit- skertur. Er sagt, að föðurbróðir keis&rans, Michael stórhertogi, muni taka við stjórnartaumunum og annast rikisstjórnina par til keisarinn nær sér aftur. Hátt verð borga ég fyrir eft- irfylgjandi númer „Heimskringlu“: IX. árg. (1895) nr. 35., X. árg. (1896) nr. 24, 25, 40, 41 og 51; af „Fram- fara“: I. árg. (1878) nr. 30. Einnig kaupi ég af „Framsókn“ I. árg. nr 1. og 3. II. árg. nr. 1; og af „Sunnan- fara“ I. árg. allan. Blöðin purfa að véra hrein og gallalaus. H. S. Bakdal, 181 King Str., Winnipog

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.