Lögberg - 04.07.1901, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.07.1901, Blaðsíða 3
LOGBERQ, FIMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1901. 3 Osannindin rekin tíl baka. Eins og lesendur vorir vafa- laust muna, prentuSum vér nýlega upp úr ósanninda-málgagninu „þjóS- ólfi“ þvsettings-grein eftir afdank- aSa „TjaldbúSar“-prestinn, Hafstein Pétursson, meS fyrirsögn „Séra O. V. Gíslason", og gerSum r&S fyrir aS taka þenna síðasta ósanninda- þvætting til yfirvegunar viS tæki- færi. þetta tækifæri hefur nú gef- ist, því á kirkjuþinginu, sem haldiS var á Gimli í vikunni er leiB, var sett nefnd til aS athuga árásir þær, er afdankaBi „TjaldbúSar“-pre9tur- inn hefur gert á kirkjufélagiS aB undanförnu. Vór birtum hór fyrir neSan álit nefndar þeirrar, er kirkju- þingiS setti í þessu máli, nefndar- álit, scm samþykt var í einu hljóSi, og er þaS, ásamt fylgiskjali þess (bréfi frá sóra O.V. Gíslasyn’), nægi- legt svar upp á lygaþvætting H. Péturssonar. Skjöl þessi hljóSa sem fylgir: „Háttvirti herra forseti! Þar ed kirkjuþingið hefur falið oss undirrituðum að íhuga óhréðurs-greinar þær um kirkjufélag vort og formenn þess, er komið hafa á prent í blaðinu „Þjóðólfi“ hinn 29. marz þ. á., og i Kaupmannahafnar-blaði einu, „Danne- brog“, sem út kom 8. f. m., þá höfum vér leitað upplýsinga um málefnið, og leyfum oss nú að skýra kirkjuþinginu frá því, sem oss er kunnugt um það. Auðvitað var beinasti vegurinn til að hrekja ósannindin í nefndrii„Þjóðólfs“ grein sá, að fá vottorð séra O. V. Gísla- sonar um viðskifti hans við kirkjufélag vort og formenn þess. sem mgt er frá i greininni. Vér rituðum þv£ séra O. V. Gislasyni og beiddum hann að skýra þetta mál, og leggjum vér hér með svar hans til vor. Svarið er þannig: „pt. Gímli, Man., 28. júní 1901. Háttvirtu nefndarmenn, Mr. Fr. Friðriksson, Jóh. Magnús- gon, Þ. Þórarinsson. 8em svar upp á tilmæli yðar, heiðr- uðu nefndarmenn, með bréfi af D.D.,við- víkjandi óhróðri þeim er séra H. Péturs- son ber á kirkjufélagið og presta þess með fl., þá skal eg fúslega láta yður i té upplýsingar þær, sem sannastar munu viðvikjandi greininni i Lögbergi af 6. séra „Oddur V. Gislason'*. júni þ. ár (prentaðri upp úr „Þjóðólfi"), Eg ætla ekki að fást um örðugleik- ana, því þeir hafa ekki orðið eins miklir eins og eg bjóst við upphaflcga. Guð hefur hftldið verndarhendi sinni yfir mér og minu húsi. Greinin er í neild sinni rangliermi, og raargt i henni sem ekki er svarandi. —Það er rangt og getsakir, að eg hefði ekki getað skrifað i blöð, eða fengið það etc., en eg hafði ákveðið heima að skrifa ekki i blöð.fyr en eg vissi hvað rétt væri. Táldrægni eða svikaloforð frá séra J. B. eða F. B. eiga sér hvorki stað eða hafa átt sér stað, og er sá hluti greinar- innar ósannur, svo eg kom að þvi sem eg átti von á, ,,Bræðrasöfnuði“, fyrir umsamið kaup, $200, fyrir 2-6. þjónustu af tíma minum árlega. Xgreiningur, sem séra H. P. segir að komið hafi milli séra 0. V. G. og for- manna kirkjufélagsins, stafandi af ástæð- um 1. og 2. greinar, hefur mér vitan- lega aldrei átt sér stað, og 2, grein til- hæfulaus. Að forseti kirkjufélagsins hafi erfið- að að þvi.að bola mig frá allri prestsþjón- ustu f Nýja-ísl., álít eg falska sakargift; þnr hafa aðrir unnið að. 8éra O. V. G. hefur nú einn söfnuð, nfl. Bræðrasöfnuð, sem hann nú i 8 ár hefur að eins þjónað að 1-5 tima síns, fyrir 9100, að eigm samningi við söfn- uíinn, og auk annarar prestsþjónustu (1—300 dollara á ári) hefur kirkjuþingið veitt honum árlega viðurkenningu fyrir m'ssións-starfa hans, frá 25—50 dollara. Skyrskotun til vina minna og landa á íslandi álit eg svívirðing mikla, þvi þeirra gat eg sjálfur leitað, hefði eg þótst þurfa þess; og hér á eg vini sem mundu liðsinna mér ef eg leitaði þeirra. Eg þykist nú hafa orðið við tilmæl- um yðar, og samkomulag prestanna og mín er ljósastur vottur um, að ástandið er öðruvísi en grein séra H. P^skýrir frá. Tíminn er of stuttur til að fara ýt- arlegar í hvert atriði, og læt eg því við það lenda, sem þegar er skráð, Með virðinga og vinsemd, yðar, % O. V. GÍSLASON.' Athcoaskmd.—Xkæra fyrstu grein- ar er um söfnun i skólasjóð, en annarar creinar áhrærandi innflutningsmál. b Fr. Fr., J. M., Þ. Þ. Bréf séra Odds sýnir, að það sem sagt er frá viðskiftum hans við formenn kirkjufélagsins i þessari „Þjóðólfs“- grein, er tilhæfulaus uppspuni. Séra Hafstei in gefur í skyn i grein sinni, ftð formenn kirkjufélagsins hafi gert skólamál Vestur-íslendinga sér *að atvinnu, lánað sjálfum sér sjóðinn og enga grein gert fyrir þvi i tiu ár (1890— 1900) hvar hann sé niðurkominn. Þetta er alveg ósatt. Á hverju ársþingi kirkjufélagsins hefur vcrið skýrt frá því hjá hverjum sjóðurinn væri í láni, og nú síðast á þessu þingi sýna reikningar að sjóðurinn er að uppliæð 96422.24 og að þar af eru aðeins 9400.00 i láni hjá prest- um kirkjufélagsins, gegn fasteignarveði og tryggingu gildra og góðra ábyrgðar- manna. H. P. segir í blaðinu , .Dannebrog1 ‘, að prestur, sem dæmdur bafi verið í tólf mánaða betrunarhúss-vinnu fyrir þjófn- að, settur af embætti sinu á íslandi og sloppið úr gæzlufangelsi til Ameríku, hafi gengið kirkjufélagi.voru til handa. Þessi saga er jafn ósðnn og hinar aðrar. Enginn slíkur prestur er í kirkju- félagi voru, né hefur verið þar. Nefndin álítur réttast, að taka ekki frekar, en hún þegar hefur gert, árásirn- ar á kirkjufilagið og formenn þess til greina. Henni finnst það sorglegra en með orðum verði lýst, að maður sem unnið hefur með oss um nokkur ár og gaf oss svo góðar vonir, skyldi bregðast oss svo raunalega, ganga í lið með óvinum vor- um, og verða hinn sterkasti og svæsn- asti andstæðingur vor. En eins og for- seti tók fram í ársskýrslu sinni, álítum vér að aumingja maður sá muni, sökum heilsu-bilunar, naumast hera fulla á- byrgð á framkomu sinni. Þó má eng- inn kirkjufélagsmaður gleyma þvi, að þegar forgöngumenn kirkjufélagsins verða fyrir árásum, hvort heldur þær koma frá þessum manni eða öðrum óvin- veittum kirkjufélaginu, þá er það kirkju- félagið sjálft sem verður fyrir árásum og málefni það, sem kirkjufélagið hefur bundist fyrir. En ávalt eigum vér að minnast orða frelsara vors, er hann seg- ir: „Sælir eruð þér, þegar þeir tala illa um yður, en þó ljúgandi," og biðja um náð til þess að geta beðið fyrir þeim er ofsækja oss. Á kirkjuþingi á Gimli, 29. júní 1901. Friðjón Friðriksson, Jóhannes Magnússon, Þorst. Þórarinsson." HJARTVEIKI KR STAFAÐI AF KULDA OO STRÍÐI. Capt. Geo. Crandell, fr& Lindsaj, seg- ir frá pvl, hvernig hann losaðist viö þessa mjög svo hættulegu veiki. Eftir hlaðinu Watchman, Lindsay, Ont. 1 bænum Lindsay og þar i grend- inni sr enginn maður nafnkunnari og meira virtur heldur en Capt. Gjo. Crandell. Fyrir fjörutiu og sjö ár- um slðan var hann skipstj. og eigandi að fyrsta gufusk^pinu sem fór eftir Scugog. Slðan hefur h&nn verið mjög gæfusamur i öllum fyrirtækjum bæði til vstns og lands. í fjörutiu og niu ár var hann i bæjarstjórninni i Lindsay. Hann er nú 73 &ra gamall og er við beztu heilsu, en ekki hefur hann pó æfinlega verið pað. Fyrir nokkrum &rum siöan fór kuldi og strið, sem stöðu hans fylgdi, að vinna bug & heilsu hans, og hann fór að að kenna hj&rtveiki. Þjáningar hans og heilsubót, fyrir verkanir Dr. Wil- liams’ Pink Pills, skýrast bezt meö haus eigin orðum. Sagan, er hann sj&lfur sagði fréttaritarnum, hljóð&r & pessa leið: „Fytir nokkrum &rum síðan fór eg að finna til hjartveiki. í fyrstu gaf eg þessu litinn gaum, en pað & gerðist svo, að eg varð að leita mér lækninga. Eg kendi mikilla prauta og stundum fékk svo mikil andar- teppu köst, að eg pj&ðist mikið af því. Stundum kom þetta yfir mig & nóttunni og varö mér þ& svo erfitt, að eg gat naumast dregið andann. Eg fór til ýmsra lækna, en meðöl þeirra g&tu ekki bætt mér. Eg hafði æfinlega verið gefinn fyrir að reykja, en heilsa min var svo bág, að þegar eg var rétt byrjaður & vindli, þ& varð mér strax flökurt svo eg varð að hætta. Mér fór versn&ndi dag frá degi og eg var farinn að halda, &f dagar minir væri taldir og eg mundi deyja úr veiki þessari. Fyrir nokkru siðan var mér r&ðlagt að reyna Dr. vVilliftms’ Pink Pills. Degar eg var búinn úr einum Oskjusa kendi eg bata svo eg hélt áfram með þ»r. Mér fór stöðugt batnandi þ&ngað til nú, að eg er orðinn jafn hraurtur eins og eg hef nokkurntima verið & æfi minni, og hef nú ekki kent minn&r fyrri veiki svo mánuðum skiftir. Nú get eg reykt og notið ánægju af þvi eins og til forna. Alt þetta & eg að þakks meðalinu, sem stendur öllum meðöl um framar, Dr. Williams’ Pink Pills. Efnarlkt, hraust blóð og styrkar taugar er hyrning&rsteinninn undir góðri heilsu. Dr. Williams’ Pink Pills eru viðfrægasta og mest lofaða meðaliC vegna þess þær gefa, frá fyrstu inntöku til hinnar siðustu, end urlffg&ndi blóð og færa i lag bilaðar og farnar taug&r og veita heilsubil- uðu fólki Dýtt lif og fjör. Takið enga eftirgerö.— Takið ekkert sem ekki hefur fult nafnið „Dr. Williams’ Pink Pills for Pale Feople“ prentað 6 umbúfunum utan um hverjar öskjur. Seld&r i öllum lyfjabúðum, eða sendar með pósti, & 50 cents askj- an eða sex öskjur & $2.50 með þvi að skrifa Dr. Williams’ Medicine Co., Broekville, Ont. J^OKUÐUM tilboðum stiluöum til undirritaðs, og skrifað & þau „Tend- ers for Iron Superstructure, Battle- ford Bridge,“ verður veitt móttaka 6 skrifstofu þessari þangað til & föstu- daginn, 19da Júli, að þeim degi með- töldum, um að byggja yfirbyggingu & brúna & Battleford ánni hj& Battle- ford, N. W. T., samkvæmt uppdrætti og reglugerð, sem er til sýnis & skrif- stofunum hj& H. A. Gray, Esq., Resi- dent Engineer, Confederation Life Building, Toronto; Zeph. Malhiot, Resident Engineer, Winnipeg, M&n., C. Desjardins, Esq , Post OfHoe, Mon- treal; og sé þess æskt, hj& póstmeist- urunura í Hamilton, Oat., og Baltle- ford, N. W. T., ennfremur hj& De- partment of Public Works, Ottawa. Tilboð verða ekki tekin til greina nema þau sé & þar tilætluðum eyðu- blöðum og sé undirskrifut með réttu nafni bjóðanda. Viðurkend ávisun & löggiltan banka, erreiðanleg til Minister of Public Works, er hljóðar upp& þrjú þúsund dollar8($3,000 00), verður að fylgja sérhverju tilboði. Bjóðandi fyrirgerir öllu tilkalli til hennar ef hann neitar að vinna verkið só hon- um veitt það, eða ef hann uppfyllir ekki samninginn að fullu. Sé tilboð- inu hafnað, þ& er ávlsunin endursend. Deildin skuldbindur fig ekki til &ö taka lægsta né neinu tilboði. Samkvæmt. skipun. FRED GÉLINAS, Secretary. Department of public Works, Ottawa, 22. júni. 1901. Blöð, semtaka upp auglýsingu þessa &n heimild&r fr& stjórnardeildinni f& enga borgun fyrir það. ky hiims- Blll) • • ■ J. M. CAMPBELL, sem hefur unnið hjá E. F. Hutch- ings i nærri þvífi21 ár, hefur nú yfirgefið hann og byrjað sjálfur verzlun að 242 MAIN STR. á milli Graham og St. Mary’s Ave. Þar er honum ánægja i að þeir finni sig, sem þurfa aktýgi fyrir Carriages, Buggies, Expressvagna og Double Harness af öllu tagi ; ennfremur hefur hann kistur og töskur. Viðgerð á aktýgjum, kist- um, tðskum og öllu þesskonar fljót og vönduð. P. S.— Þar eð beztu verkmenn bæjar ins vinna lijá honum, þá getur hann á- byrgst að gera alla ánægðft. Þeir, sem vilja fá hrein og ómenguð sætindi, ættu æfinlega að kaupa þau frá Boyd, þau eru æfinlega ný, búin til í Winnipeg og seld á 10 cents upp í 75 cents pundið W. J. BOYD. t<F.KMR, W W. McQueen, M 0..C.M , ' Physician «& Surgeon. Afgreiðalustofa yfir State Bank. TANLÆKNIR. J- F. McQueen, Dentist. Afgreiöslustofa yflr Stvte Bank. DÝRALÆUNIR. 0. F. Elliott, D.V.S., Dýralæknir ríkisins. Læknar allskonar sjiíkdóma á skepnum Sanngjarnt verö. LTFSALI. H. E. Close, (Prófgenginn lyfsali). Allskonar lyf og Patant meCöl. Ritföug Ac.—Læknisforskriftum nákvæmur gaum ur gefinn. Anyone sendlng a sketch and descrlptlon may qnlckly ascertaln otir optnton free whetber an tnvention ts probably patentAble. CommantCR* tions strlctly conOdontíal. Handbook on PatenU •ent free. "»ldest ngency for securlng patents. Patents .aken through Munn ðc Co. recelre apecial notice, wtthout charge, ln the Scitmific Rmcrican. A handsomely tllustrnted weekly. L&rgest ctr- cnlatton of any sctenttflc lournal. Terms, $3 a vear : four raonths, $L Sold by all^pewsdealers. MUNN ÍCo.36,Bro,dw,»* Br&ncb OÍBc«. 626 F ÖU. ’ •"**•*• NewYork , WMhlo«toa, D. a ARINBJORH S. BARDAL Bclur’líkkistur og annast um útfarit Allur útbúnaður sá bezti. Enn fremur selur hann ai skons' minnisvarða cg legsteina. Heimili: á horninu 6 Ross ave. og Nen& str. Telephon* 306. FRAM og AFTUR... sérstakir prísar á farbréfum til staða SUDUR, AUSTUR,YESTUR Ferðamanna (Tourist) vagnar til California áhverjum -miðvikudegi. SUMARSTADM DETR0ÍT LAKES, Minn.. Veiðistöðvar, bátaferðir, bað- staðir, veitingahús, etc.—Fargj. fram og aftur $IO gildandi i 15 daga—(Þar með vera 6 hóteli í 8 daga. — Farseðlar gildandi í 80 daga að eins 910.80. Á fundinum sem Epworth League heldur í San FrancÍ8CO, frá frá 18.—31. Júlí 1901, íást farseðlar fram og aftur fyrir $50. Til sölu frá 6. Júlf til 13. Ymsum leiðum úr að velja Hafskipa farbréf til endimarka heimsins fást hjá oss. Lestir koma og fara frá Canadian Northern vagnstöðvunum eins og hér segir: Fer frá Winnipeg daglega 1.45 p. m. Kemur til „ ,, 1.30 p. m. Eftir nánari upplýsingum getið l>ér leitað til næsta Canadian Northern agents eða skrifað CHA8. 8. FEE, G. P. & T. A„ St.iPaul," I H. 8WINFORD. Gen. Agent, Winnipeg, Giftinga-ley fl sbr éf selur Maéfnús Paulson bæði heima hj& sér, 600 Ros8 ave. og & skrifatofu Lögbergs. REGLUR VID LANDTÖKU Af öllum sectionum með jafnri tölu, sem tilheyra sambandsstjðrn- inni I Manitoba og Norðvesturlandinu, nema 8 og 26, geta fjölakyldu- feður og karlmenn 18 &ra g&mlir eða eldri, tekið sjer 160 ekrur fyrir heimilisrjettarland, það er að segja, aje landið ekki ftður tekið,eða sett til síðu af stjórninni til viðartekju eða einhvers ann&ra, INNRITUN. Menn meipa skrifa sig fyrir landinu & þeirri landskrifstofu, sem næst liggur landinu, sem tekið er. Með leyfi innanrfkis-r&ðherrans, eða innflutninga-umboðsmannsins f Winnipeg, geta menn gefið öðr- um umboð til þess að skrifa sig fyrir landi. Innritunargjaldib er $1C, og hafi landið &ður verið tekið þarf að borga $5 eða $J/' ‘fram fyrir sjerstakan kostnað, sem þvl er aamfara. HEIMILISRÉTTARSKYLDUR. Samkvæmt nú gildandi lögum verða menn að uppfylla beimilis- rjettarskyldur slnar með 8 &ra &búð og yrking landsms, og m& land- neminn ekki vera lengur fr& landinu en 6 m&nuði & &ri hverju, &n sjer- staks leyfis fr& innanríkis-r&ðherranum, ella fyrirgerir hann rjetti sin- um til landsins. BEIÐNI UM EIGNARBRÉF ætti að vera gerð strax eptir aö 8 &rin eru liöin, annaðhvort hj& næsta umboðsmanni eða hj& þeim sem sendur er til þess að skoða hvað unn- ið hefur verið & landinu. Sex m&nuðum &ður verður maður þó að hafa kunngert Dominion Lands umboðsmanninum i Ottawa það, að hann ætli sjer að biðja um eignarrjettinn. Biðji maður umboðsmann þann,‘sem kemur til að skoða lanaið, um eign&rriett, til þeas að taka af sjer ómak, þ& verður hann um leið að afhenda slikum umboðam. $5. LEIÐBEININGAR. Nýkomnir innflytjendur f&, & innflytjenda skrifstofunni I Winni- peg y & öllum Dominion L&nds skrifstofum innan Mauitoba og Norð- vestuilandsin, leiðbeiningar um það hvar lönd eru ótekin, og aliir, sein & þessum skrifstofum vinna, veita innflytjendum, kostn&ðar laust, leið- beiningar og hj&lp til þess að n& I lönd sem þeim eru geðfeld; enn fremur allar upplýsingar viðvikjandi timbur, kola og n&malögum, All- ar slik&r reglugjörðir geta þeir fengið þar gefins, einnig geta menn fengið reglugjörðina um stjórn&rlönd inn&n j&rnbrautarbeltisins i British Columbia, með þvi að snúa sjer brjeflega til ritara innanrikis- deildarinnar i Ottawa, innflytjenda-umboðsmannsins i Winnipeg eða til einhverra af Dominion Lands umboðsmönnum i Manitoba eða Norð- veaturlandinu. JAMES A. SMART, Deputy Minister of the ’nterior,' N. B.—Auk l&nds þess, sem menn geta iengið gefins, og &tt er við reglugjörðinni hjer að ofan, þ& eru þúsnndir ekra af beztr. landi,sem hægter að f&til leigu eða k&upa hj& j&rnbrautarfjelögum og ýmaum öðrum félögum og einataklingum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.