Lögberg - 25.07.1901, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.07.1901, Blaðsíða 2
2 LOGBERG, FIMTUDAGINN 25 JULf 1901 Verkfallið á Can. Pac.- jármautiuni. Það er nú komið á annan mánuð síð- an sporvegsmenn Can.Pac. járnbrautar- félagsins gerðu verkfall, sem enn þá stendur yfir. Þess befir að mjög litlu leyti yerið getið í íslenzku blöðunum og eru þó all-margir íslendingar í hóp verkfallsmanna, bæði almennir verkamanna og verkstjörar. Með sér- stöku tilliti til slíkra manna birtum vér hér bréf frá John T. Wilson, forseta sporvegs-bræðralagsins í Ameríku, er nýlega birtist í flestum aðalblöðum landsins. Brétíð er stilað til verkfalls- raanna og hljóðar þannig, ásamt gangsorðum stíluðum til blaðanna: Montreal, lfi. júlí. — Hér með sendi eg yður afskrift af umburðarbréfi, er öll- um meðlimum sporvegs-bræðralagsins meðfram brautum Can. Pac. járnbraut- arfélagsinshefir verið sent, og sem skýr ir frá því, hvernig verkfalls-sakirnar standa. Sporvegsmenn Can, Pac. járnbraut- arfélagsins og fulltrúar þeirra hafa starfað að því af einlægum vilja að komast að vinsamlegu samkoraulagi við yfírmenn félagsins. Vér höfum greini- lega skýrslu yfir allar samningstilraun ir, sera gerðar hafa verið, og þegar saga verkfallsins er fullgerð og hefir verið gefin út, þá vona eg,að engir sanngjarn ir menn kasti steini að sporvegsmönnum eða fulltrúum þeirra. Eg hef ávalt unnið hart sjálfur og állt, að eg sé sæmilega gætinn og sjálf- um mér samkvæmur, og með því að hjálpa sporvegsmönnum á brautum Can. Pac. járnbrautarfélagsins til þess að bæta kjör sín og sinna, án tillits til hins aumkunarverða ástands, sem samskon ar menn á öðrum járnbrautnm bæði í Crnada og Bandaríkjunum verða við að búa, þá veit eg það, að eg er einungis að rækja skyldu raína við guð og náung atin.“ TUTTCGASTA OG SJÖUNDA DAGINN, Montreal, 13. júlí 1901, Til allra sporvegsmanna á Can. Pac,- járnbrautinni: Iíæru herrar og félagsbiæður, Þetta er 27. dagurinn síðan spor- vegsmenn á Can. Pao. járnbrautinni hættu vinnu. Það fékk meir en lítið á mig að neyðast til þess, til þess að rækja trú- lega embættisskyldur þær, sem á mér hvíla, að samkykkja fyrirskipun um það, að vinnu yrði hætt. Alt mögulegt reyndum vér á heiðarlegan hátt til þess að komest að þolanlegum samningum við félagið. Nefnd yðar var sjáanlega enginn gaumur gefinn, *og yfirmaður fé- lags yðar bauð forseta járnbrautarfél. að hjálpa til þess að jafna ágreininginn á milli þess og yðar á vinsamlegan hátt, en því var alls enginn gaumur gefinn Vér höfum kappkostað að láta verk- fallið fara fram á heiðarlegan hátt; mót- stöðumenn yðar hafa aftur á móti gripið til allra mögulegra meðala—réttra og rangra—til þess að yfirvinna yður í yðar eðlilegu tilraunum til þess að fá sæmi- legan skerf af auðlegð þeirri, sem þér hjálpið til að safna saman, og nota þann rétt, sem guð hefir gefið yður til þess að segja orð viðvíkjandi kjörum og kaupsamningum við vinnu yðar. Það lítur út fyrir, að mótstððumenn yðar liafi veitt fjölda fréttablaðanna fjár- styrk síðan þetta stríð hófst. Margir dálkar eru fyltir af C. P. R. fréttum með staðhæfingar, sem enginn fótur er fyrir. Þeir hafa reynt að villa almenn- iugi sjónir, og rej-at til þess að koma góðu fóiki til að trúa því, að þeir breytti réttilcga við sporvegsmenn sína af því þeir hafa ekki rænt jafn miklu frá þeim (sporvegsm.) af auðlegðinni, sem þeir hafa safnað, eins og sum önnur félög fiá þeirra mönnum. Nefnd yðar hefir fengið fréttir um það, að félagið hafi boðið mönnum tfu dollars á dag og fæðj til þess að fylla pláss yðar. Það ræður fjölda af óvön um mönnum, sem svo neita að vinna verk yðar þegar þeir frétta, að þér standið uppi i iðnaðarstriði til þcss að fá það, sem yður ber með réttu. Eg fór til tveggja ítalskra manna í Montreal, sem höfðu útvegað Can. Pac járnbrautarfélaginu menn, sagði þeim h vernig sakir stæði og bað þá að aðstoða ekki þetta risavaxna félag í tilraunum þess til þess að undiroka og niðurlægja veslings verkamennina í landinu. Þeir svöruðu því, að menn þeir, sem þeir út' veguðu,væri ekki ráðnir i stað verkfalls- manna, það væri meira að segja skýrt fram tekið, að þeir tæki ekki þeirra pláss. Þeir ætti að fá $1.25 á dag auk fæðis og húsnæðis; það er að segja, fé lagið vill borga óvönum.itölskum mðnn- um $1.25 ésamt fæði og húsnæði (sáma sem $1.75 á (^ag', en það neitar að borga borgurum landsins, sem framleiða auð- æfin og gjalda skatta, $1.50 á dag. Eélagið beitir öllum kröftum til þess að fá þá menn, sem ekki hafa viljað láta andiroka sig, til þess að gefastuppog sæta óréttlátum kjörum. Eréttir liafa komið, sem eg álít áreið- anlegar, um það, að félagið hali boðið' mönnum (meðlimum bræðralagsins) eitt hundrað dollars um mánuðinn (meira en helmingi meira en þeir • höfðu áður) til þess að byrja vinnu, ogoss er sagt, að nokkrir menn hafi freistast til að taka því og ferðist nú með fram brautunum, ásaki nefnd yðar og reyni að koma mönnum-til þess að byrja vinnu án þess að fá það, sem þeir fara fram á. Varið yður við mútugjöfum og mútuþágum. Standiðstöðugir. Verið menn meira en í orði kveðnu og þá vinnið þér sigur þrátt fyrir allan auðinn og kænskuna, sem félagið á yfir að ráða. Mikið liefir verið um það talað, að meðlimir í öðrum verkamanna reglum járnbrautarfélagsins myndi krefjast þess, að félagið gerði viðeigandi samn- inga við sporvegsmennina. Eg get ekk- ert um það sagt, hvort verkamenn fe lagsins í öðrum deildum veita yður nokkra hjálj) eða ekki í baráttunni fyrir rétti yðar, en heyrt hef eg, að svolátandi yfirlýsing hafi verið samþykt á sam- eiginlegum fundum á ýmsum stöðum meðfram brautum félagsinst ., Vór lýsum yfir því, að núverandi ástand, er stafar af því, að verkamenn sporvegsdeildarinnar hafa hætt vinnu, er að voru áliti hættulegt fyrir þá menn sem á járnbrautarlestum vinna, Og fé- laginu til óhagnaðar. Þess vegna lýsum vér yfir því, að framhald verkfallsins er oss hrygðarefni og í því skyni að tilhlýðilegt samkomu lag komist sem fyrst á, erum vór. bræðra- félögin, sem liér eru mætt á fundi, því mjög hlynt, að forsetum þessara fimm bræðralaga só falið, fyrir þeirra hönd, að hjálpa til þess að koma á sættum. Yfirlýsing þessi sé send öllum ,,reglum“ í þjónustu járnbrautarfélagsins, og þess hór með krafist, að þær stigi spor í sömu átt.“ Undirritað fyrir hönd bræðralag- anna. Oss er sagt, að erindsrekar frá öðrum bræðralðgum hafi lagt af staðfrá Winni- peg 6. þ. m. Fréttaritari í nánd við Winnipeg skrifar á þessa leið: ,,Mór hefur verið sagt, að Mr. Pope, formaður hínnar sameinuðu tillitsnefnd ar vélstjórafélaganna, í þjónustu járn brautarfélagsins, hafi fynrnokkru síðan skrifað Mr. McNicoll viðvíkjandi verk- fallinu, og sagter, að Mr. McNicoll hafi skrifað aftur, og sagt, að ef vélstjórarn ir kæmi til Montreal og segði sporvegs- mðnnunum, að þeirgætienga hjálj>þeim veitt, þá gerði þeir íélaginu með því greiða “ ■ Eg hef hér fyrir mór bréf til eins ,,reglu"-formanns frá forseta tillits- nefndar þeirrar deildar. I þvi er meðál annars þetta: „Samkvæmt tilmælum yðar fyrir skömmu siðan hef eg átt bréfaskifti við meðlimi tillitsnefndanna. og eru afleið- ingarnar þessar: Þeir eru allir á því að mæta í Montreal, sem sáttanefnd, nema Mr. Charles Pope, aðal-formaður vél- stjórafólaganna, sem ekki er á sama máli.“ Það getur verið, að Mr. Pope haldi í þessu efni fram sínum eigin skoðunum, en vélstjórarnir, að fáum undanteknum, eru hlyníir sporvegsmönnunum, som til margra ára hafa verndað líf þeirra með því að halda járnbrautunum í góðu lagi Ef vélstjórarnir eða verkamenn i nokkurri annari deild taka málstað fé- lagsins og ráðleggja yður í blaðagrein- um, aðhætta þessu stríði fyrir hæfilegri meðferð, eins og vélstjórar og vagn- stjórar á Main Central járnbrautinni fóru að, lítið á slika menn, sem óvini yðar. Gefið ekki gaum afvegaleiðandi fortölum hálaunaðra járnbrautarþjóna sem reyna að koma yður til að gera sjálf an yður að ómenni. Til margra ára hefir ástand vort líkst skelpöddunni sem rótar upp sjávarbotninum og finnur þar ormana—en stærri fiskarnir einir éta ormana og njóta góðs af. Yér höfum ástæðu til þess að álíta, að þjónar járnbrautarfélagsins ekki ein ungis gefi blöðunum ósannnar skýrslur um það, að verkfallsmenn séu komnir aftur til vinnu sinnar á ýmsum stöðum, heldur að þeir búi til og sendi fölsk lirað skeyti undir nafni verkfallsmanna, til félagsins, um það, að þeir séu byrjaðir að vinna. Einn af leigutólum félagsins skrifaði mér nýlega og sagðist fara að vinna ef vér ekki borguðum sér fyrir að sitja vinnulaus. Vér svöruðum honum því, að verkfallsmenn væri að berjast fyrir allra málefni jafnt, hans ekki síður en hinna, og að vér vildum heldur bíða ósigur en grípa til mútugjafa eða annarra sviksamlegra meðala til þess að halda i hemilinn á staðfestulausum ómennum. Óvinir vorir hafa gefið bréf þetta út á prenti og breitt það út á meðal manna meðfram járnbrautinni í því skyni að æsa þá gegn oss, sem ekki tilheyra fé- lagskap vorum. Maður vinnur aldrei sigurán þess að leggja npkkuð i sölurnar. Þér liafið góðau málstað. Ef þér standið stöðugur og leggið fram alla krafta yðar á heiðar- legan og viturlegan hátt, og farið að engra annarra ráðum en yðar eigin nefndar, eða þeirra manna, sem þér vit- ið að eru samiir vinir yðar og viJja yður alt hið bezta, þá vinniðþér sigur að lok- um. Þér berjist fyrir góðu málefni. Ger- ið ekkert nema það sem rétt er. Sýniðí verkinu, aðþér séuð ákveðinn, staðfast- ur og heiðarlegur maður, og þá veita beztu menn landsins yður yðar gegn unirokun. lið í baráttu IiinlBktlr Æíimimiing’. Mánudaginn 8. þ. m. (júlí) lézt heimili sínu, Skógargerði við íslend ingafljót, merkiskonan Þóra Sveinsdótt ir. Hún var fædd 16. nóv. 1845, Hrappsstöðum í Vopnafirði í Norður múlasýslu. Foreldrar Þóru sál, voru þau hjónin Sveinn Jónsson og Guðrún Jónsdóttir. Eöður sinn misti hún 1866 en móður 9Ína 1895. Árið 1865 giftist Þóra sál. Sigfúsi Péturssyni, er enn lifir Þau hjónin eignuðust í alt 13 böm; af þeim eru 5 dáin, öll ung. Fyrstu tvö börnin, sem þau eignuðust, dóu á sama tíma, á öðru og þriðjaári, úrbarnaveiki en þau, sem lifa, eru: Guórún Salín, gift, er um nokkur ár undanfarin hefir verið skólakennari hér í Manitoba og eitthvað í Norðvesturlandinu; Sigurborg kona Kristjáns K. Reykdals, Baldur P O.; Guðný Jóhanna, kona Stefáns B Jónssonar, og dvelja þau hjón nú á ís landi; Hildur Jónína, kona Sigurðar K Finnssonar, Icel, River; Þórunn Hall dóra, Sigfús Franklin, Bergrós, Sigríðu Oktavia; og eru hin 4 síðast töldu öll lieima í föðurgarði. Auk sinna eigin barna, hafa þau hjónin haft til upp fósturs að meira og minna leyti ýms börn, eitt stöðugt, Snorra Sigvaldason sem nú er 10 ára. Systkini Þóru sál voru 6, þrjár systur, sem allar eru dán ar, og þrír bræður, þeir Guðjón og Árni stórbændur í Argyle-bygð, og Sigurjón er kvað vera í British Columbia. Allir þeir bræ.ður bera viðurnefnið Storm. Til Ameríku Huttu_ þau hjónin Sig fús og Þóra árið 1872. Þau bjnggu full 20 ár sómabúi á einni af hinum fögru jðrðum við íslendingafljót. Hafði Þóra sál. jafnan góða heilsu, unz hún veiktist og lá sína síðustu legu, er bæði var löng og ströng, um 10 vikur. Banamein hennar var innvortis bólga. Jarðarför Þóru sál. fór fram 10. þ. m. Á annað hundrað manns fylgdi henni til grafar, er flestir eða allir hafa átt hinni látnu merkiskonu meira og minna gott upp að unna. Hvorugur hinna þjónandi presta í Nýja Islandi var heima. En Mr. B Marteinsson flutti nokkur vel valin hús kveðjuorð. Eg, sem rita línur þessar, hef verið nágranni Þóru sálugu um 20 ár, og álít eg að hún hafi verið ein af hinum ágætustu konum, sem eg hef þekt, Hún var trúkona hin mesta og fyrir taks kærleiksrík; og gáfuð var hún einn ig, og sem kona og móðir hin ástrík asta, Allir, sem þektu hina látnu merkiskonu, liljóta að geyma minn- ingu hennar í hrærðum huga. Icelandio River, 16. júlí 1901. J. Br. James Lindsay Cor. Isabel & Pacific Ave. Býr til og verzlar með lius lamþa, tilbúið mál, blikk- og eyr-vöru, gran- ítvöru, stóro. s. frv. Blikkþokum og vatns- rennum sértakur gaum- ur gefinn. Allir- l/Hja Spara Penmga. Þegar J>ið þurfið skó þá komið og verzlið við okkur. Við höfum alls koDar skófatnað ogverðið hjá okk ur er lægra en nokkursstaðar bænnm. — Við höfum islenzkan verzlunarþjón, Spyrjið eftir Mr, Gillis, The Kilgoup Rimer Co„ Cor. Main & James St. WINNIPEG. DK- J. E. ROSS, TANNLÆKNIR. Hefur orð á sér fyrir að vera m^ö þein, beztu í bænum, Telefoij 1040.. 482 Main St. yðar fara eftir því hversu góð vara uppskera yðar er. l|l|ISk(Titll fer að miklu leyti eftir því hversu góðar vélar þér notið. Haflð J»ér nokk- urntíma liugsað um pað? Ef J>ór haflð gert J»að, pii gerið ]»ér sjálfsafft mun á góðri vöru og slæmri. Kunnið þcr að meta góðar vélar? Ef svo, þá getum vér gert yður til hæfis. *Vér ^ábyrgjumst gæðin fen Skrlfli5[eftir|Catalognelmeð_myuduin. Þér "njótið lánægjunnar. ????".. ^........../ 9i W&átpjfécdt Nordvestur deild : WINNIPEG MAN. REYNID GLADSTONE FLOUR. Yður hlýtur að geðjast að því mjöli. það er Snjóhvítt og skínandi fallegt. Að prófa það einusinni, mun sannfæra yður. Pantið það hjá þeim sem þér verzlið við. Avalt til sölu í búð Á. Fridrikssouar. I Bændur, sem hafið kúabú, þvf losið þér yður ekki við fyrirhöfnina við smjörgerð o; fáið jafnframt meira smjör úr kúnum mc því að senda NATIONAL CREAMERY-F J LAGINU rjömann? Því fáið þór ekki peninga fyrir smjörið í stað þess RJOMI að skifta því fyrir vörur i búðum ? með því að sepda oss rjómann. Þér bæði græðið og sparið peninga s Vér höfum gert samninga við öll járnbrautarfélögi n um að taka á móti rjóma. hvar sem er í fylkinu. Vér borgum flutningin með járn- brautum. Vór virðum smjörið mánaðarlega og borgum mánaðarlega- Skriíið oss bréfspjald og fáíð allar upplýsingar. NationaI Creamery Company, 330 LOGAN AVE., WINNIPEG. Heilpœdi Þeir, sem og ómenguð æfinlega að Boyd, þau vilja fá hrein sætindi, ættu kaupa þau frá eru æfinlega ný, x'iiu til í Winnipeg og seld á 0 cents upp í 75 centspundið W. J. BOYD. BO YEARS’ EXPERIENCE Tradc Marks Designs COPYRIGHTS SLC. Anyone sendlng a nketch and deBcriptlon may qnlckly ascertain our opinion free whether aq lnvention íb probably patentable. Oommnnica. tions strictly confldentlaJL Handbookon Patenta sentfree. ‘Idest agency for securing patents. Patents .aken throuffb Munn & Co. recelre tpecial notice, withoot charge, in the Scíctttific jHmcritait. A liandsomely lllustratcd weekly. Largest tír- oolation of any sclenttflc iournal. Terms. a yoar . four months, $1. öold by all newsdealers. MUNN & Co.36,B,Md"*yNew York Br.nflh OIBoe. 6Jb F HU. Wa»hlngtoDv' C. I. M. Cleghorn, M D. LÆKNIR, og -YFIRSKTUMAÐUR. Kt- Hefur keypt lyfjabáðina á Baldur og helut pví sjálfur umsjon á öllum meðölum, sem hanr ætur frá sjer. KKIZABKTH 8T. BALDURi - - MAN , S. Islenzkur túlkur við hendina hvt nær sem þörf ger.ist. ÍIY UtB iii;ii J. M. OAMPBELt, sem hefur unnið hjá E. F. Hutch- ings í nærri þvíiI21 ár, hefur nú yfirgefið hann og byrjað sjálfur verzlun að 242 MAIN STR. á milli’Graham og St. Mary’s Ave. Þar er honum ánægja í að þeir finni sig, sem þurfa aktýgi fyrir Carriages, Buggies, Expressvagna. og Double Harness af öllu tagi ; ennfremur hefur hann kistur og töskur. Viðgerð á aktýgjum, kist- um, tðskum og öllu þesskonar fljót og vönduð. P. S.— Þar eð beztu verkmenn bæjar ins vinna hjá honum, þá getur haun á* byrgst að gera alla ánægða. Turner’sMusicHouse! FiANOS, ORGANS, Saumavélar og alt |>ar að lútandi. Meiri birgðir af MÚ8ÍK en hjá nokkrum öðrum. — tp Nærri nýtt PíanóJ til sölu fyrir $185.00. Mesta kjörkaup.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.