Lögberg - 10.04.1902, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.04.1902, Blaðsíða 4
4 LÖGBEliG, 10. APRÍL 1902. LÖGBERG. ©r reflð út hvem flmtndae af THE LÖOBERO RINTING & PUBLISHINO CO.. (löggilt), að Cor. Wiiliitm Ave. og Nena Rtr. Winuipeg, Man. — Kost- ar $2,00 um árid [á íalandi 6kr.L Borgist fyrir fram, Kinstök nr. 6c. Piíhliehed every Thnrsday hy THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO., I lncorporated), at Cor W'illiam Ave 8i Nena St„ Winnipeg, Man. — Subscription price #2.00 per year. payable in ad- vance. Single copies 5c. Ritstjóri M. PAULSON. Business manager: J. A. BLÖNDAL. aUGLYSINGAR: Smá-auglýBÍngar i eltt skiRi25c fyrir 30 oró eda 1 þml. dálkelengdar, 75 cte um mánuðícn. A stærri auglýaingnm um lengri tima, afsláttur efiir sammngi. BCJSTAD Y-SKIFTI kaupenda verður að tilkynna sk r iflega ög geta um lyrverandi b ústud jafnfram Utanáskrlpttil afgreiðslustofublaðsinser < The Logberg Printing & Publishing Co. P. O.Box 1292 Tel 281. Wlnnipeg.Man. 9tani.skrip4ttil rl tstjárans eri Eiilor l.ögborir, P 'O.Boz 1292, Wlnnipeg, Man. — Samkvœmt landslðgnm sr nppsðgn kaupanda á bodi 6gild, nema hannsé skuldlaus, þegar hann seg i t,pp.—Ef kaupandi,sem er í skuld vtd blaðlðdytu ttferium, án þess ad tilkynna beimilaskiptin,þá er a ' lyrtr ddmstdlunnm álitin sýnileg sðnnnir fyrir rettvísum tilgangi. —FIMTUDAGINN, 10. APRÍL 1902 — Yínbannslögiu. Eins og við mátti búast, fókk Roblin-stjórnin því til leiðar komið, að atkvæðagreiðslan 2. þ. m. með og móti vínsölubanr.slögunum lyktaði þannig, að þeir, sem atkvæði greiddu & móti, urðu í miklum meiribluta. Flestir una úrslitum málsins vel undir kringumstæðunum,því að lögin voru ekki þannig, að þau hefðu fyr- irbygt vínsölu og vínnautn þó þeim heföi verið vel og samvizkusamlega beitt; og auk þess höfðu menn það alment 4 tilfinningunni, að hvað góð sem lögin annars hefðu verið, þá heíðu þau ekki orðið anuað en dauður bókstafur í höndum Roblin- stjórnarinnar, 3cm jarn opinberlega og skýlaust sýndi það, að hún væri lögunum og vínsölubanni mótfallin eins og hún gerði með því að tala opinberlega og leynilega á móti. Jiað hafa borizt vottorð um það l! blöðunum, að sumir ráðgjafar Rob- lins unnu af alefli á móti lögunum síðustu dagana fyrir atkvæðagreiðsl- una og greiddu svo sjálfir atkvæði á móti þeim. Nærrj má geta, hvað gott hefði af því skinið að fá lögun- um beitt undir slíkum kringum- stæðuin. Ekki verður þó annað sagt en að atkvæðagreiðsla þessi hatí all- mikla þýðing fyrir fylkið, því hún sýnir all nákvæmlega, hvað fjöl- mennur sá flokkur manna er, sem stendur á bak við leiðtoga vínsölu- bannshreyfíngarinnar þegar til al- vörunnar kemur. Að vísu voru nokkurir vínsölubannsmenn, sem ekki greiddu atkvæði, en þeir voru ekki tiltölulega margir —ekki fleiri eu svo, að atkvæði sannfæringnr- ausra manna, sem fengnir voru til aö greiða atkvæði með lögunum, íafa fullkomlega bætt það upp. þessu til enn frekari sönnunar má benda á það, að árið 189N, þegar lýðs- úrskurður var fenginn í málinu næst áður, þ i greiddu 12,419 manns atkvæði með vínsölubanni, sem rnun ekki láta mjög fjarri að vera sami fjöldinn og nú þegar allar skýrslur eru fengm.r. Jafnvel þó mál þetta frá upp- hafi vega sinna hafi verið fyrirlit- legasta hömbúg — mislukkuð, stráksleg plata, sem stjórnin ætlaði að slá bindindis- og vínsölubanns- mönnum til þess að tryggja sér póli- tískt fylgi þeirra á ókomnum tím- um, og sem búið er að kosta fylkið frá þrjátíu til fjörutíu þúsund doll., þi græða þó fylkisbúar það á öllu þessu, að nú sjá þeir, að engin fylk- isstjórn getur samið lög sein útiloka vínaölu og vínnautn; Vínsala hlýt- ur að halda áfram þangað til hún verður bönnuð í öllum fyl^jum Can- ada í einu með Dominion-löggjöf. Hver sá pólitískur flokkur, sem hér eftir tekur vínsöiubannsmálið, í sömu mynd eins og afturhaldsflokk- urinn gerði, upp í stefnuskrá sína, endurtekur því einungis sama búm- búggið sem Roblin-flokkurinn hefir gert sig sekan í og menn eru nú loksins lausir við með ærnmn kostn- aði. það má því óefað gera því skóna, að vínsölubannsmálið verði ekki pólitískt flokksmál hér í fylk- inu á næstu árum. Og bindindismennirnir, sem sumir hverjir þykjast eiga um sárt að binda, ættu sérstaklega að græða á máli þessu. Fyririr gabb aftur- haldsflokksins hafa þeir að undan- förnu inist sjónar á vínsöluleyfís- lögunum og um ekkert annað hugs- að en vínsölubann algert. Nú þegar þeir sjá, að vínsölubann getur ekki fengist í fylkinu og er ekki sjáan- legt að fáist um mörg mörg ár, þá ættu þeir að leggja aðaláherzluna á að reisa allar mögulegar skorður gegn vínsölu og víndrykkju, ekki einasta með því að fá unga menn í félagskap sinn og innræta þeim bindindi, heldur með því að koma að öllum mögulegum umbótum við vín- sölulögin, og starfa að því, áð hart só tekið á óleyfílegri vínsölu og hún fyrirbygð að svo miklu leyti sem frekast er unt. Aft'arasælasta vínsölubannið í landinu er það, að gera unga menn að bindindismönnum, svo þeir ekki kaupi vínið. Á meðan það helzt við, að menn vilja ná í vín, þá ná þeir í það þrátt fyrir öll vínsölubannslög. Eij þegar bindindisfélagskap- urinn er búinn að ná svo haldi á kynsióðinni að menn liafa fengið viðbjóð á víninu og kaupa það ekki, þá hættir öll vínsali þratt fyrir öll vínsöluleyfi-dög. Og bindindisfélögunum tekst þetta séu þau n^gu „einlæg við kol- ann“. Afturhal<Í8-I>inffinciiiiiriiir frá Manitobu. það eru þrír afturhalds-þing- menn frá Mauitoba á Dominion- þinginu í Ottawa, LaRiviere, Boyd, Roche. það er nokkuð nýtt að hafa ekki nema þrjá þingmenn af þeim flokki á þingi héðan að vestan, enda er sagt, að það sé litið á þá þar eins og síðustu leifarnar af einhverju, sem er að hverfa — eins og vér hér vestra lítum t. d. á leifar vísund- anna (the buflalos), sem hafðir eru til sýnis vestur á Silfurbæðum. Fyr- ir tiltölulega fáura árum voru slétt- urnar í Manitoba og Norðvestur- landinu þaktar af skepnum þessum (vísundunum), en þegar landið fór að byggjast, þ'i urðu þær að víkja fyrir plóguum og arðsamari skepn- urn landnemanna. Hið sama er að segja um afturhalds þingmennina héðan að vestaD. það er ekki langt á að minnast, að Robert Watson var eini frjálslyndi þingmaðurinn, sem austur var sendur. En svo urðu þessir afturhaldsaieun að vikja fyr- ir þörfum fólksins og þeim mönnum, sem frjélsari skoðanir höfðu og meiri áherzlu lögðu á hag þessa vfðáttu- mikla og frjósarua vesturlands held- ur en hag vissra manna I þúsund milna fjai lægð. Og sé nokkur veigur í kjósend- endum þessara þriggja forngripa, sem llkt er við v'sundana, þá verða þeir aldrei sendir á þing framar. það hefir verið áður sagt frá til- lögu leiðtoga afturhaldsflokksins, sem hann gerði á síðasta þingi, um að hækka tollana við hæfi verk- smiftjumannanna og að allir þessir gamaldagsþÍDgmenn héðan að vest- an greiddu atkvæði með tillögunni. Nú er þessi sami leiðtogi að rogga með samskonar tillögu fyrir þinginu, og tveir þessara þriggja manna — Roche og La Riviere — hafa tekið í sama strenginn. L'till vafi er á þvi, að Boyd talar 1 sömu átt áður en . umræðum þessum er lokið og allir greiða þeir ugglaust atkvæði með 3amskonar tillögu einsog á fyrra linginu áður en þingi þessu erlokið. lað er meira upp úr þvl að hafa fyr- ■ír þá að þóknast verksmiðju- og auð- mönnum heldur en kjósendum sfn- um á mefan svona langt er til kosn- inga. Og svo vona^t þeir eftir, að kjósendur verði húnir að gleyma öliu þegar mest á liggur Afturhaldsmenn halda því fram, að verndartollur ætti að vera lagður á innflutning alls þess, sem fram- eitt er í Canada til þess að innlend- ur iðnaður sé laus við alla útlenda samkepni. Frjálslyndu þingmenn- irnir héðan að vestan eru á öðru máli. Jieir geta ekki séð, að hveiti- bóndinn græði mikið á sllkri vernd. jeir benda á það, sem öllum ætti að vera auðséð, að eftir þvi sem vernd- artollarnir eru hærri eftir þvi meira verða hændur að borga fyrir allar nauðsynjar s'nar, en fá ekki einu centi meiia fyrir hveiti sitt fyrir alla þá vernd. það vill svo vel til, að frjáls- lyndu þingmerinirnir eru I meiri- hluta á þingiuu, annars mundu aft- urhaldsmenn ekki láta staðar num- ið við orðin tóm. það mundi ekki liða á löngu,-að þeir færðu upp toll- ana til þess að þóknast vertsmiðju- mönnum og hlynna að s'nuui eigin vösutn ef þeir kæmust til valda. Og það líður óðum að þvf, að Manitoba og Norðvesturlandið sker úr þvf, hvort þeim á að takast það eða ekki. Til alla mæðra. Minitoba snóðir gefur hyggilega leið- beiuiugu vifivíkjandi meðferð á börn- um. I>«.ð er alment viðteki að því nær allir birnssjúkdómar eru afleiðing af illu ástandi magans. Meltingarleysi bsrnsins orsakar í fyrstu svefnleysi og önuglyodi, en síðar fylgja aðrir al- varlegir kvillar, svo sem iðrakve'sa, krampar, harðíffi I sumum tiifellam eg i öðrum niðurgangur, svo afleiðing- arnar geta orðið hættulegar. Móðir sem vanraekir að hafa ætíð við hend- ina meðöl við þessum sjúkdómum á mjögmikið á bættu. Mrs. R L. Mc Millan frá Logcch, Mar. erein íi með »1 þeirra mæðra, sem er sértt.klega fær um að gefa góð ráð um meðferð barnajj Hennar helsta meðal við hin- um smærri kvillum barna hennar er Baby’s Owu Tablets. Henni farast þannig orð:—,,t>ær eru hið largbezta meðal, sem eg hef nokkuru sinni reynt að uota han.na börnum. Eg hefi gef- ið barni mfnu þær við meltingarleysi og mag88júkdóraam, og þær lækna bæði fljótt og vel. Eugin roóðir ætti að vera einn dag án þeirra á hrimil inu“.—Baby,s Own Tablets eru ætl- aðar handa börnum á öllum aldri. t>ær lækna sjúkdóma, svo sem harðlífi, iðrakveisu, alím í maganum, niður- gang og hitasótt. í>ær eru óviðjafn- anlegar handa börnum, sem eru að ! ta' a tennur, lækoa kvef og varna : baraaveiki. t> ð er Abyrgzt að í þeim sé engin svæfa' di >yf eðn önnurskað- leg efni Sóu þær upp;eystar í vatni er alveg hættuDust aö gefa þær inn nýfæd íu barni. t>ær eru seldar á öll- um lyfjibúðum á 25 ceut baukurinn eða verða sendar fritt með pósti ef aedvirði er sent og skrifað eftir þeim til Dr. Wi^liam’s Med cineCo. B'ock- vill", Ont. Millinery Opening Midvikud. 19. April Hvort sem er regn, sólskin eöa snjór. Hvort eimlestir eru á eftir tíma eða ekki. Það sem við bjóðum er hin ný- asta þrá tízkunnar. Af öllum tegund^ um kvenhattar, puntaðir og ópunt- aðjr. Öllum boð- ið að koma. J. F. Fumerton & Co., GLENBORO.rz—. Thos. H. Johnson, íslenzkur lögfræðingur og mál færslumaður. Skrifstopa: 207 Mclntyre Block. UtanIskript: P. O. Box423, Winnipeg, Manitoba. 236 skal þig enga óggafu henda. í kveld framkvæmir maður yfirskinsathöfn, sem leggur með því gaðs nafn við hégóma. Marl Larún kallar þig fconuna sína einusinni—kaDnske tvisvar. En hann skal ekki vinna þér neitt tjón. Hann skal ekki gera það þó til skammbyssu eða laghnífs verði að grípa til þess að afstýra því. Treystu mér á meðan eg er á lífi og hjá þér. Á morgun kemur Buffó Burn- ington." „Og hvað gott getur mér af því skinið?" spurði Marja. „Meira en eg get sagt þér; það er eg viss um. Eg veit, að hann hefir b eði mátt og vilja til að hjilpa þér. En eyddu nú ekki tímanum. þú mátt reiða þig á það, að í þetta sinn verður þú að hlýða okkar illa herra." Marja sá, hvernig á stóð, og að ekki var um neitt annað að gera en að hlýða. Hún lét því þ|ónustustúlku sína öllu ráða og var eins og dauð- ur hlutur í heridi hennar. Loksins var hún tilbú- in. Otehewa hafði klætt hana í hvítan kjól. Har hennar var ekki sett neinum gimsteinum, en nokk- ur blóm votu Héttuð í það. Um fallega, hvíta háls- iun hennar var gullkeðja, sein kross úr dýrindis gimsteinum hékk á «ð framan. Marja hafði mót- inælt því að búast skrauti þessu, en Otehewa gaf því engan gaum. Loks vai haiiö lurgt að dyiun, og var þar 244 stofugluggana, og staulaðist hann nú á fætur. [)að leið þó nokkur stund áður en haun áttaði sig á því, hvað gerst hafði kveldið fyrir, en loksins rann það upp fyrir honum, og hann tók viðbragð og horfði eins og óður maður í augu Indíánastúlkunnar. „Otehewa, eg á konu?“ „Já herra minn,“ svaraði Otehewa og horfði rólega á hann. „Manstu það ekki, að.þú giftist Marju í gærkveldi?“ i.Jh, eg man það. En hef eg sofið hér í alla nótt?‘ „Já. þú sagðir mér að fylgja konunni þinni til sængur og sækja þig svo. þetta gerði eg, en svo gat eg ekki vakið þig.“ „Var eg enn einusinni drukkinn?-' „Eg var hrædd um, að það hlyti að vera.“ „Hafi eg skömm fyrir!“ tautaði ræningjafor- inginn og var auðsjáanlega mjög gramur við sjálf- an sig. „Eg var þó búinn að einsetja mér að drekka ekki mikið í gærkveldi. Drakk eg mikið?“ Otehewa vissi hvað óhætt var að bjóða sér við mann þennan, því hún hafði oft vitað honum hjálpað í rúmið í fylliríi hans, og 4 tali hans þegar hann vaknaði úr slíku fylliríi hafði hún heyrt, að hann mundi aldrei neitt, sem fram fór cftir að hann var orðinn drukkinn. „þú drakst allmikið af víni,“ sagði hún; og það var áfcngt v'n cins og þú vclz':.'' 240 vínílét. Annað var lítið glas, en hitt var silfur- bikar, sem tók eina mörk. 1 erminni sinni hafði hún ofurlitla blöðru festa á band, sem hún hafði hnýtt um mittið. 1 blöðrunni var drykkur, sem Otehewa hafði sjálf búið til. Hún hafði búið hann til af villigrösum úr skóginum, sem hún þekti vel hvaða verkanir höfðu. Hún stakk gat á blöðruna með pennahníf, og á meðan hún var að hella vín- inu í glasið, rann það, sem í blöðrunni var niður í silfurbikarinn. þegar hún var búin að fylla hæði ílátin,—sem ekki tók nema fáein augnablik—þá hraðaði hún sór með þau til brúðhjónanna. „Húsmóðir mín góð,“ sagði hún og hló af gleði, „hór ber eg þór vín í kristallsbikar— og á það að tákDa sakleysi þitt og skírÞfi. Hór er silfurbikar handa þér, húsbóndi rainn—og á hann að tákna metorðagirnd þína og verðleika. Eg óska ykkur báðum heilbrigði, ánægju og langra lífdaga." Aldrei hefir illmenni verið meira heillað en Larún varð við þotta tækifæri. Hann tók bikar- inn og tæmdi hann í einum teig. „Drektul drektu," hvislaði Otehewa, og beygði sig niður að eyra húsmóður sinnar; síðan rétti hún sig upp aftur og sagði svo hátt, að allir heyrðu: „Drektu skál hins göfuga herra þíns, fagra brúð- ur.“ Eins og og í leiðslu lyfti Marja litla glasinu upp aT muaui sér og drakk úr þv', og þcgar því

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.