Lögberg - 25.09.1902, Blaðsíða 4
4
LÖ GBERG 25. SEPTEMBER 1902.
er gefiS <it hvern fimtnda* aí THE LÖGBERO
PRINTING & PUBLISHING Co. (löggilt). »3
Cor. William Avk, og NknaSt.. WnjmpKjMAM.
— Kostar Í2.00 um ári3 (á Islandl 6 kr.) JJorgist
tyrir Iram. Einstök nr. s cent.
Pnblished every Thnrsday by THE LÖGBERG
PRINTING & PUBLISHlNGCo. (Incorporated).
at Cor. William Avk. and Neka St.. Winnipeo.
Man. — Subscnption price ta.00 per year. payable
In advanco. Singlð copiea 5 centa.
UTETldsi (ocmor) i j
Maenua Paulaon.
ausiKEsa makaoek:
John iL. IHonclcrl.
AUGLÝSINGARr—Smá-aug!ás!ngar i e!tt sklM
15 cent tyrir 30 or3 eða 1 þuuiL dálkslengdar, 73
tent um mánuBinn. A Btærri auglysingum um
lengri tíma, afsláttur eltir samningu
BÖSTAÐA-SKIFTI kaupenda verSnr a8 tib
kynna skriflega og geta um íyrverandi bustaa
lalnIramL
Utanáskrllt til algreiSslustofn blaSsins er:
The Eoetoeriz Prtg. 60 3E*ul». Co.
P. O. Box 1282, >
Tslephone ui. WinnlpcE.
Utanáskrlft til riutjdrsns ari
Editor Eoetoers,
P O. Bos 1282,
Winnipes. Maa.
' tfR-Samkvæmt lai dslögnm er nppsðgn kanpanda
l blaöi dgiid nema hann sé akuldlaus. þegar hanq
tegirupp.—Ef kaupandi, sem er I skuld viö blaöia.
ívtur vistfe: lum án þess að tilkynna heimihsskm-
In. þá er það fyrir dámstdiunum álitin sýmleg
söunun fyrír prettvíslegum tilgangi.
FIMTUDAGINN, 25. Sept. 1902
Verkamannamálið.
LoDgi hafa verkamenn bent á
Ástralíu sem fagra og eftirbreytnis-
verða fyrirmynd í verkamannamál
inu; <‘ii nú, þegar bæ?$i í Oanada og
Bandaríkjunum er talaö um sams
konar löggjöf eins og í Ástralíu, þá
vilja menn hana ekki. Nú kemur
það upp úr dúrnum, að verkamenn-
irnir í Ástralíu eru að verða úánægð-
ir með löggjöf þ5, sem þeim var veitt
samkvæmt eigin beiðni þeirra, þeir
vilja nú fá enn aðra löggjöf, sem á-
kveði kaupgjald og vinnutíma við
alla raögulega vinnu. það eð iík-
indum fæst þó ekki, því að óeðlilegt
virðist, að sama kaupgjald geti ótt
við, hvernig sem árar og hvernig
sem verð framleiðslunnar breytist.
það hefir af einstöku manni
verið reynt að spilla á milli verka-
mannaDna og Lögbergs mcð því að
það vildi að verkföll yrði fyrirbygð
með löggjöf; en vér vissum, að Lög-
berg hélt engu fram í því máli, sem
ekki var í strÖDgu samræmi við
skoðun verkamanna í Manitoba
eins og kom fram á Berlínar-fund-
inum.
Nú nýlega héldu verkamanna-
félög þing í Berlin, Ontario, og var
þar lýst yfir því með meirahluta at
kv^æða, að þingið væri mótfallið
þvingunargjörð, það er að segja: lög
gjöf, sem ákvæöi, að ágreiningsmál
verkgefenda og verkamanna skyldi
leggjast í gjörð komist ekki sam-
komulag á á annan hátt. Geta má
þess jafnframt, að með slíkri löggjöf
voru þó allir erindsrekarnir frá
Manitoba.
Verkamennirnir eru mótfalln-
ir fyrirkomulagi þessu af þeim á-
stæðum, að með þvl missi verka-
mannafélagskapurinn þýðingu sína
og í mörgum tilfellum verði úr-
skurður gjörðarnefndanna Verkgef-
endunum í vil. Verkgefendur eru
einnig óefað mótfallnir gjörðarlög-
gjöf svo þaö er ekki mjög líklegt að
hún komist á að svo stöddu.
Margir sannir vinir verkamann
anna líta þannig á, að gjöröarlöggjöf
hlyti að verða þeim til góðs og álíta,
að verkamannaleiðtogarnir muni
ekki líta fyrst og fremst á hag
verkamannanna þegar þeir ráða
þeim til að vera slíkri löggjöf mót-
íallnir. Samheldni verkamanna
yrÖi ekki minnj, að því er séð verð-
ur, heldur meiri, því að þá verða öll
verkamannafélög löggilt og við það
hlýtur félagsbandið aS styrkjast, en
ekki að veikjast; og áhrif þeirra
vaxa, en minka ekki, því að þá verð-
ur verkgefendum halditT að lögum
til allra samninga, sem þeir gera við
verkamannafélögin,
1 mörgum tilfellum getur auð-
vitað svo farið, að úrskurður gjörð-
urnefnda yrði ekki við skap verka-
rnanna, en slíkt mundi þá vera því
um að kenna, að kröfurnar væri ó-
sanrigjarnar, sem fram ú er farið. í
fiestum ef ekki öllum tilfellurn
mundu verkamenn eitthvað fá af
því, sem þeir biðjaum.því að ágrein-
ingur stafar oftar af því, að um bætt
kjör verkamanna er beðiS, heldur
en af hinu, að kjör þeirra eigi aB
vera gerS verri. En þó fram á þaS
verði séS fyrirfram, aS verkamenn
f 'i ekki sínu framgengt aS öllu eða
ekki nema að nokkuru leyti, þá
mundi útkoman verða ólíkt betri en
útkoma verkfaltanna.
í kolaverkfallir.u. ógurlega í
Pennsylvania voru og eru verkgef-
endur gjörSarnefnd mótfallnir, en
verkfallsmenn vildu gjarnan leggja
þ.jnn hluta ágreiningsmálsins í gjörS,!
sem ekki væri hægt að sættast ó.
En nú er búið að gera gjörðarúr-1
skurð að þeirri grýlu í augum fólks-1
ins, að ríkisstjóranum, sem haft hef- J
ir við orð að kalla §aman þingið til
að ráða fram úr málinu, er spáð þvf,1
að gjörðarlöggjöf mundi aldrei ná
samþyktum á þinginu.
Viðskifti við Suður-Afríku.
Vegna þess, að nú er búiS að
koma á beinum gufuskipaferðum á
milli Canada og Suður-Afríku, þá
eru upplýsingar þær, sem W. W,
Moore, þjónn akuryrkjumála-deild-
arinnar í Ottawa, hefir gefið um
Suður-Afríku mjög mikils virði og
fróðlegar.
Seint á árinu 1900 var Mr.
Moore sendur til Suður-Afríku í
sambandi við vöruflutninga handa
hernum, og meðan hann dvaldi þar,
teit hann eftir, hvað beztur markað-
ur mundi vera þar fyrir af canadísk-
um vörum. Hann ótti tal við helztu
kaupmenn í Durban, East London,
Port Elizabeth og Cape Town og
skýrir þannig frá: „í öllum þessum
aðal-verzlunarstöðum varð eg hrif-
inn af því, hvað vel og vingjarnlega
mönnum lágu orð til Canada og
Canada-manna. þessi mikli vina-
hugur kemur sér vel nú þegar þar á
að fara aðinnleiða eanadískar vörur.
Hluttaka vor 1 stríðinu hefir átt
mikinn þátt í því að gera oss- kunn-
uga brezkum Suður-Afríku-mönn-
um, og kunnugleiki sá hefir vakið
almenna löngun til nánara viðskifta-
samhands við Oanada.
Nágrannaþjóð vor (Bandaríkja-
menn) er fyrir nokkurum árum bú
in aö gera sér grein fyrir því, hvað
mikils virði Suður-Afríku markað-
urinn er, og með dugnaði og lagi
iafa Bandaríkjamenn aukiðþá verzl-
un svo, komið henni í svo gott horf,
að árið 1899 var hún átján miljón
dollara virði. Nú um nokkur und-
anfarin ár hafa skip gengið reglu-
ega á hverjum hálfum mánuði milli
New York og Suður-Afríku hafnar-
læjanna, og viðskiftin hafa aukist
stórum ár frá ári. Umboðsmenn
:;yrir Bandaríkjaverzlunarhúsin, sem
gagnkunnugir eru þörfum Suður-
Afríkumanna, eru þar stöðugt á
ferðinni að bjóöa vörur. New York
umboðsverzlanir þar syðra blómgast
einnig mjög mikið. Aðferð þeirra
er á þessa leið:— Bandaríkjakaup-
menn senda menn til Suður-Afríku
til að innleiða þar vörur sínar. þeir
ferðast þar um þangað til þeir eru
búnir að kynna sér viðskiftalífið og
verzlunaraðferðina. þá setjast þeir
að í einhverjum einum bæ og setjaj
umboösmenn í aðra bæi, Sein selja
fyrir ákveðin sölulaun. Alt, sem *
slíkir umboðsmenn selja verður þó 1
aðalumboðsmaðurinn að vita um og
° |
staðfesta. Er slikt gert til þess að
fyrirbyggja það, að vörur séu seldar
möLnum, sem ekki eru áreiðanlegir j
að geta staðið í skiium. þesskonar
varkárni er mjög áríðandi, vegna!
þess að allar vörur eru borgaðar með
víxlum.
Gallinn á þessari umboðsverzl-
un er aðallega sá, að umboðsraenn-
irnir ota mest fram þeim vörum,
sem hægast er að selja og allir
þekkja, en taka ekkert tillit til þess,
fyrir hvaða vöru heimalandinu er
nauðsynlegast að fá útlendan mark-
að.
Ástralíumenn selja mikið í Suður
Afríku af hveitimjoli, frosnu kjöti,
ostum, smjöri, ýmsum korntegund-
um, o. s. frv., og hafa mjög mikinn
hagnað af. þrjér gufuskipalínur,
sem ganga á milli Ástralíu og brezkra
hafna, koma við í Durhan, Port
Elizabeth og Cape Town á lciðinni
frá Ástralíu til Bretlands og á að
heita, að þau kotni við einusinni á
hverjum hálfum mánuði. Öll skip
þessi hafa frystiíitbúnað og eru vel
útbúin til þess að fiytja hverja þá
vörutegund, sera um getur verið að
ræða. Vöru-umboðsmenn fra Ástr-
alíu eru stöðugt á ferðinni í Suður-
Afríku til þess að koma að Ástralíu-
vörum.
þegar eg var á ferðinni, gengu
ekki gufuskip reglulega á milli
Nýja Sjálands og Suður-Afríku; en
þaðan (frá Nýja Sjálandi) er þó mik-
ið sent af korntegundum, berjalög
og niðursoðnum ávöxtum með segl-
skipum.
VöRUSÝNING
Hið fyrsta, sem nauðsynlegt er
að gera sér rétta grein fyrir, er það,
á hvern hátt athygli Suður-Afríku-
manna verði bezt vakið á canadísk-
um vörum. Sumir treysta því, að
prentaðir vörulýsinga-bæklingar
nægi til þessa; en af tali við business
mennina sannfærðist eg um það, að
slíkt kemur alls ekki að tilætluðum
notum nema fleira fylgi. þegar
verzlunarmenn ( Suður-Afríku fá
slíka vörulýsinga- bæklinga frá út-
lendum verzlunarfólögum, má í all-
flestum tilfellum við því búast, að
ekki só einu sinni haft svo mikið
við þá að taka þá innan úr umslag-
inu. Með hverjum pósti berast
verzlunarmönnum hrúgur af um-
burðarbréfum og vöruskrám, sem
fleygt er í ruslkörfuna án þess á það
sé litið.
það, sem keppinautum vorum
kemur að beztu haldi, eru umboðs-
mennirnir. Einn góður umboðs-
maður, sem hefir dugnað, þekkingu
og lag, er meira virði en heill skips-
farmur af vöruskrám og takmarka-
lausar auglýsin-Tar. Umboðsmaður-
inn ætti að vera útbúinn með sýnis-
horn af vörum, sem hann á að bjóða^
og vöruskrár, sem við eiga; og hann
ætti ekki að ferðast þangað snöggva
ferð, heldur setjast .þar að — gera
landið að heimili sínu, kynnast því
vandlega og verzlunaimálum þess.
í mörgum tilfellum gætu ýms verzl-
unarfélög sameinað sig um einn
saraeiginlegan umboðsmann til
þess að létta kostnaðinn. Umboðs-
maðurinn ætti að geta selt vörurn-
ar án flutDÍngsgjalds eða með flutn-
ingsgjaldi borguðu og æfinlega geta
gefið tryggingu fyrir' því, hvað lengi
þeirra verði að bíða. Með aðferð
þessari, sanngjörnu söluverði og
góðum umbúnaði, svo að vörurnar
ekki skemmist eða gangi úr sér í
flutningnum, er ekkert því til hindr-
unar, að Canada-menn nái undir sig
hinum þýðingarmikla og mikils
verða Suður-Afríkumarkað.
SýNISHORN OG VÖRUMEKKI
Á Suður-Afrikumarkaðnum er
mjög mikil áherzla lögð á ,sýnis-
horn‘ og ,vörumerki‘. Til þess að
geta selt nýja vörutegund, verður
maður að geta gefið sýnishorn af
henni, og hefir það betri áhrif sé það
stórt og myndarlegt, heldur en ef
það ei; lítið og óverulegt. þess kon-
ar smáatriða verður að gæta, því að
meira er undir þeim komið en marg-
ur heldur. það er góð regla að
senda heiðarlegum verzluuum slatta
af vörum, segja þeim að gefa það af
þeim, sem sýnishorn, er þær álíti við
eiga, og selja afganginn.
Allar vörur, sérstaklega mat-
vörur, ættu að hafa vörumerki. Sé
varan góð og verðið hæíilegt og
vörumerkið gert kunnugt, þá nær
hún sér fijótlega niðri á markaðnum
því þí bindur fólkið sig við vöru-
merkið og vill ekki samskonar vöru
án þess.
\'erd og vörugædi.
Að undanförnu hefir meiri á-
herzla verið lögð á verð en vöru-
gæði í Suður-Afríku og það helzt
enn við að miklu leyti með vörur
þær, sem seldar eru út um landið; en
efnaða fólkið í bæjunum er nú farið
að hugsa meira um vörugæðin. Við
sveitaveizlun gengur því ódýrari
varan æfinlega betur út þó hún sé
lólegri; en með tímanum má búast
við að þetta breytist eftir því sem
fleiri efnamenn flytja inn í landið
og hagur manna alment batnar.
Framtíðarhorfurnar.
Tryggingin, sem nú er fengin,
fyrir pólitískri framtíð lahdsins og
hvað það hefir auglýsts við stríðið
nýafstaðna, leiðir vafalaust til þess,
að mikið fó verður nú lagt þar I ýms
fyrirtæki og fólk flytur þangað i
stórhópum." Gull og demantatekj-
an, sem er eitt af aðaliðnaði iands-
ins, verður rekin af meira happi en
nokkuru sinni áður. Ný námahér-
uð opnast og kolanámunum, sem
enn þá mega heita ókannaðar, verð-
ur meiri gaumur gefinn. Vegna
hinnar miklu eyðileggingar, sem
stríðið hefir ollað, bæði hvað SDertir
Öll opinber störf, námur, byggingar
og fleira, þá verður mikil eftirspurn
eftir trjávið og öllu hyggingaefni,
vélum og allskonar smíðisgripum
yfir höfuð. Matvöruverzlun eykst
einnig stórum og vöruinnflutningur
til landsins ætti framvegis að verða
mjög mikill.
Canadamenn verða að vera vak-
andi ef þeir ætla sér að njóta góðs
af hinum aukna Suður-Afríkumark-
að með beinum viðskiftum. þeir
veiða að senda þangað hygna og
duglega umboðsmenn. Yerzlunar-
félögin mega ekki hugsa eingöngu
um stundarhag heldur um framtíð-
ina; þau verða að gera sitt ítrasta
til þess að mæta þörfum Suður-
Afríkumarkaðsins. Sé alls þeisa
gætt, þá ætti canadísk viðskifti að
blómgast og verða samboðin Canada
og Canada-mönnum. , •
Sérstaklega leit Mr Moore eft-
ir matvöruverzluninni í Suður-
Afríku og þörfinni á matvöru inn-
flutningi. Verzlunin í aðalbæjunum
Durban í Natal og Cape Town í
Cape Colony er miðuð við skýrslur
frá árinu 1898, vegna þess, að þá
var stríðið ekki byrjað og öll við-
skifti í sínu eðlilega ástandi. (Meira).
Islands fréttir.
Akureyri 2 Ágúst 1902.
Nýr læknir er nú kominn hing-
að til bæjarins, C4nd. med. & chir.
Steingrlmur Matthíasson, og seztur
hér að sem aðstoðarmaður héraðs-
læknis. £>ó að ágætis lækuir væri
fyrir, er hin mesta þörf á þessari uýju
læknishjálp, par sem spltalinu getur
oft ekki lækni mist daglaDgt nema
með mestu hættu fyrir sjúklinga.—
Kvefveiki hefir gengið mikil hér á
Akrreyri um alllangan tíma og er hér
eun. Hún virðist vera um mesta hluta
Norður!and3—Tíðarfar ilt, kalt og ó-
þurkasamt. Utn stðustu helgi snjóaði
á fjöll nótt eftir nrttt pg hörkufrost
var ofan að sjrt eina nóttina I pessari
viku. Hjá flestum mun megnið af
töðunum vera óhirt.
IÞilskipaveiðin:— IÞessi hikarla-
skip hafa komið inn síðan 15. Júll:
„Asge“ (Höepfners verzlun) 43 tn.
lifrar; ,,Ann<).“ (Höepfners verzlun)
80 tn. lifrar; „Eiik“ (Gudinanns Eft-
erf) 72 tr.; „Hrls'íy“ (Höepfners
verzluu) 23 tn.; „Vonin 4 Grénufél. o.
fl. 100 tn.; „H»nning“ (J. V. Hav-
steen) 27 ta.—Fiskiskip hafa komið
inn cokkur slðustu vikurnar; aflinn
fremur lttill.
Vörukaupskip, „Hvalen“ frá Nor-
egi var hér í síðustu viku á firðiuum
að kaupa íslenzkar vörur einkum fisk
og porskalýsi, fyrir píninga. Fékk
talsveit af fiski hjá kauptnöunum og
bæcdum.
Verzlunafrétt'r:—Síld hefir verið
seld erlendis I vor og sumar frá 12 kr.
og opp I 25 kr. Eyfirzka síldin pótti
léleg og gat ekki haldið sér vel vegna
átu.—Fiskur var I háu verði, pegar
,Egill“ lagði á stað frá útlöudum,
málsfiskur, bezta tegund, seldur fyrir
58 kr. og smáfiskur alt að 50 kr. En
búist var við, að verðið mundi lækka,
pegar nokkuð kæmi tU muna af fiski
á markaðinr.—Verð ú sláturfé lltur
út fyrir að verð- Bvipað og I fyrra.
Akureyri 0. Ágúst 1902.
Töðum sínum munu menn alment
hafa náð inn að mestu eða öilu leyti
pessa viku.
Mannalát: Sóra Pétur Guðmucds
son, fyrv. Grímseyjir prestur, andað-
ist I gærmorgun að heimili sínu á
Oddeyri úr taugaveiki. ,,Norðurland“
getur hans nákvæmar síðar.—í gær-
morguD lézt hér á spltalanum Jakob-
ína Vilhjálmsdóttir frá Nesi I Höfðs-
hverfi, tæplega tvítug stúlka. Faðir
hennar og Sigurður læknir Hjörleifs-
son komu með hana hingað kvöldinu
áður. Skurður var enginn gerður; til
þess bar andlátið of brátt að.
Ur Skagafirðber skrifað 3. J>. m.:
„Fisk- og síldarafli hefir verið góður
hér I firðinum slðara hluta Júlí, enda
vel þegið eftir hina fenglitlu Drancr-
eyjar-vertíð, er að þessu siani mun
hafa talið Skagfirðingum það I ein-
ingum púsunda, er hún I fyrra gaf
þeim I jafnmörgum tugum púsunda.
Annars eru ekki glöggar aflaskýrslur
gefnar enn.—Hér gengur mikil vesöld
kvef 1 öðru veldi.“
Dilskipin: IÞessi hákarla og fiski-
skip hafa komið inn stðan er „Norður-
land“ sbýrði síðast frá: „Brútii“
(Chr. Ilavsteen), tæp 2000 fiskjar;
„Christjan“ (Chr. H.), 40 tn. lifrar;
„Skjöldur11 (Chr. H ), 11,500 fiskjar;
„Gestur“ (Jón Autonsson) tæp 7000
fiskjar.
Akureyri 10. Ágúst 1902
Dossi hák&rla og fiskiskip hafa
komið iun, síðan er ,,Norðurl.“ skýrði
síðast frá: Fönix“ (F. & M. Kristjáns-
son og Bjarni Einarson) 2000 fiskj ar;
„Aage“ (Höepfner) 75 tn. lifrar;
„Flink“ (Hö’pfner) 8000 fiskjar;
„Tjörvi“ (£>orv. Davíðsson) 4500;
„Talisman“ (Chr. Havsteen) 11,000
fiskjar; „Æikan” (Chr. Havsteen) 43
tn. lifrar; ,,Kierstine“ (Gránufól. 22
tn. lifrar.
Eftirmælí: Séra Pétur Guð.
mundsson, sem andaCist hér I bænum
fyrra föstudag, var fæddur 3. Jan.
1832 að Hellulandi I Hegranesi. For-
e'drar hans voru Guðmundur Ólafsson
Sigurðssonar á Vindhæli, Gunnarsson-
ar 4 Sævarlandi, en móðir hans Stein-
unn Pétursdóttir Björnssonar I Ási I
Hegranesi. Bróðir hans var Sigurður
Guðmundsson málari. Hann var
I Reykjavikur lærða skóla 1805—1808
I>á fékk hann leyfi konungs til að
vígjast til Grímseyjar, án frekara
náms, og kvæntist þ& Solveigu Björns-
uóttur Jónssonar prests að Torfastöð-
og slðar að Stokkseyri. Lausn frá
ptestskap fókk hanu 1895 eftir 27
ára þjónustu í Grímsey, fluttist þá
hingað og dvaldi hér til dauðadags.
Prentað er eftir hann: Sálmasafn til
húslestra á helgidögum árið um kring
Rvlk 1880; Attansöngvar, Rvík 1808;
nokkurir sálmar I Sálmabókinni. Ó-
prentað er eftir hann: nokkur verald-
leg tækifæriskvæði; 8 rlmur; Eftir-
mæli 19. aldar, sem hann vann að af
miklu kappi slðustu árin; en ekki
hafði hann lokið við þau til fulls
lengra en um miðja öldins síðustu.
I>ar er vafalaust allmikill fróðleikur,
sem vf rðveita ætti á Landsbókasafn-
inu. Séra Pétur var barnslega hrein.
hjartaður og góður maður.—Norðurl.
J. J. MLDFELL,
171 KING ST, — — ’PHONE 91
hefir til sölu lönd í Manitoba og Norð-
vesturlandinu, með lágu verði og góðum
skilmálum.—Hús og bæjarlóðir í ðllum
pörtum bæjarins,—Peningar lánaðir mót
góðu veði.—Tekur hús og nrani í elds-
ábyrgð.