Lögberg - 12.02.1903, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, 12. FEBRÚAR 1903
' JEögbetg
er r«fi8 dt hverrt ftmtndn* af THB LÖGBERG
PRINTING ít PUBLISHING Co. (löggllt), a8
Jor. Wix-liah Avk. oí Nkna.Si., Winnipkg.Mam
— Kostar S2.00 nm 4ríB íá lilandl 8 kr.l Borgiii
íyrt, itam. Einstok ut i Ottnt.
Pubiished «verv Thuridat bv THB LÖGBERG
PRINTING & PUBLISHING Co. Tnoorporated).
*t Cor. WlLUan Ava. and Na»» St.. WiNNiPja.
Uan. — Subacriotion pric* »noo oar toar, payabltt
•tt advanctt. Singltt sopiat i ettnta.
WTWjdai IttMtl ; ,
Httffnus Pttuitton,
soatastt* Mavaoaa:
John A, Blondtti,
AUGLÝSINGAR.—Smí-auglpaingar * ritt tklM
j cent íyrir ?o orB a8a t þumf dáikslengdat 71
tent um mánuSinn. A atínrri auglvaingnm om
iengri tíma. aíaiáttar aítit aamningL
BÖSTAÐA-SKIPTl kaupouda vjrSnr afl dP
aynna akriflega og geta am tyrraraadi búatal
laíaírmœL
UtaaáakrUt tll afgraiSalnatofa bUBaiaa art
Tha Logbttrg i*rtg da Pub, Oo,
P. O Baa 1282.
TaUpboaHt ttai.
UtaniakrUt til rltatidraM ar
Bdltor Io«ber|[,
P O. Boi 1282, Wtnuipet
Uaa.
*tt-Samkvæmt U, dalogum »r opoeOgn aaopendi
á blaöi dgúd nenn. Bann sé akniJmua. peeht ranr
legirnpp.—E.' kaupand: sem er I akuld v 8 bliBia
iytur vistfetium án |:esr 18 tiikynna heimilisskift
in. þá er það fyrir dámstáiunuin álitin •>'*’*?»
icnnun fyrir prettvíalegum tílgangi *
FIMTUDAGINN 12. Febr., 1903.
Járnbrautarmálin.
þegar R. P. Roblin var á ferð-
iani í Montreal fyrir skömmum tíma
síðan og lýsti opinberlega yfir því.
að afturhaldsflokkurinn ( Manitoba
væri því hlyntur í einni heild, að
innflutningstollainir á vörum yrði
hækkaðir, þá lýsti hann jafnframt
yfir því, að hann væri mótfallinn
lagning Grand Trunk jámbrautar-
innar vestur um Manitoba-fylkið.
í því máli fórust honum orð á þessa
leið:
„Slíkt áform er naumast fram-
kvæmanlegt af þeirri einföldu á-
stæðu, að jafn norðarlega er ekkert
akuryrkjuland og járnbrautargrein
til Winnipeg gerði ekkert gagn. Og
sunnan Winnipeg-vatns ájárnbraut
mjög lítið erindi, því að í þeim hlut
anum eru nægilegar járnbrautir nú
sem stendur. Vitaskuld þarfnast
menn meiri járnbrauta í Norðvest-
urlandinu; en það væri miklu léttara
fyrir félög þau, sem hér eiga járn-
brautir, að leggja greinar um hin
ýmsu héruð, heldur en fyrir annað
félag að leggja nýja járnbraut vest-
ur. Mitt eigið álit er, að núverandi
járnbrautir nægi þörfum manna
þegar útbúnaður þeirra er kominn í
gott lag.“
Fyrst þegar talað var um að
leggja Grand Trunk járnbrautina
liingað vestur .tók Mr. Roblin vel í
málið og hét félaginu fylgi sínu; en
þá hefir hann annaðhvort hlaupið á
sig eða talað þvert um huga sinn,
því að af þessu, sem hér að ofan er
tilfært, sézt það glögt, að hann er
Grand Trunk járnbrautinni mót-
fallinn.
Vér höfum áður á það bent, að
einhverra orsaka vegna, sem almenn-
ingi ekki eru ljósar, sporni Roblin
við því, að nokkur ný járnbrautar-
félö g fái að leggja járnbrautir inn í
fylkið. Hvort slíkt stafar af því,
að Canadian Northern félagið hefir
1 tið Roblin lofa þessu ef það ætti
að þiggja undir tuttugu miljónir af
fylkisfé fyrir ekkert, eða Roblin og
vinir hans hafaeinhvernveginn kom-
ist yfir hluti í járnbrautarfélaginu
og eru að hugsa utn eigin hagsmuni,
eða hvað annað sem kann að vera,
þá er það eitt víst, að meðan Roblin
situr að völdum í Manitoba þarf
Canadian Northern járnbrautarfé-
lagið enga nýja keppinauta að ótt-
ast innan fylkisins efhann má ráða.
Blöð Roblins, sem eins og allir
vita dansa algerlega eftir hans
pípu, taka nú í sama strenginn.
það er að segja: þau gera alt, sem
þau geta til að spilla því, að Grand
Trund járnbrautin verði lögð vestur,
jafnvel þó þau ekki leyfi sér eða þori
að halda því fram eins og hann,
að norðurhluti fylkisins sé einskis-
virði og að suðurhlutinn hati nú all-
ar þær járnbrautir, sem þörf er á.
Slíku er nokkuð ósvífið að halda
fram eftir reynslu manna á síðast-
liðnu hausti.
í síðusu viku hefir systurblað
vort „Heimskringla" verið látið
tlytja grein um þetta efni. þar nr
því ekki beiulínis haldið fram, að
ekki sé þörf á Grand Truuk járn-
brautinni, en fram á það er reynt að
sýna, að enginn opinber styrkur
ætti að veitast félaginu; Manitoba
og Norðvesturlandið só nú komið é
það stig, að járnbrautir ættu að borga
sig og járnbrautarfélögin ættu að
vera fús til að leggja brautir sínar
ún nokkurs stjórnarstyrks.
Látum þetta gott heita. Segj-
um, að það borgi sig fyrir járnbraut
arfélögin að leggja járnbrautir án
stjórnarstyrks, og að stjórnirnar
ættu alls ekkert að hlynna að járn-
brautalagningum með opinberum
styrk. þetta virtist vera álit aftur-
haldsflokksins í Manitoba áður en
hann komst til valda við kosning-
arnar árið 1899, og ekki er það að
lasta þó hann álíti hið sama nú.
Greenwag-stjórnin veitti járnbraut
um stýrk og henni og vinum hennar
fanst hún í hverju einasta tilfelli
komast að sérlega góðum samning-
um fyrir fylkið. En afturhalds-
mönnum þótti styrkveitingarnar ó-
þolandi miklar — sögðu, að þær ætti
engar að vera, eins og nú er baldið
fram í „Heimskringlu“-greininni.
Nú er það lýðum ljóst, hvernig
járnbrautarstefna Roblins hefir ver-
ið síðan hann tók við stjórn fylkis-
ins, og að sú járnbrautarstefna hefir
haft eindregið fylgi Gimli-þing
mannsins, sem nú segir í blaði sínu,
að járnbrautarfélögin ættu að vera
f.ús til að leggja járnbrautir sínar án
nokkurs stjórnarstyrks, og að þau
ættu því engan stjórnarstyrk að fá,
og auðvitað hefir þingmaðurinn þar
nokkuð tíl síns máls, því að North-
ern Pacific járnbrautarfélagið bað
um leytí á síðasta þingi að mega
leggja níu hundruð mílur af járn-
brautum innan fylkisins án nokkurs
stjórnarstyrks.
En sé það álit þingmannsins frá
Gimli, að það mundi borga sig fyrir
Grand Trunk fólagið að leggja járn-
braut vestur um landið fyrir norð-
an Winnipeg-vatn — þar sem Rob-
lin segir, að ekkert plógland sé að
finna — án þess að fá nokkurn
stjórnarstyrk, og að járnbrautarfé-
lögin ættu engan stjórnarstyrk að fá,
hvers vegna stendur þá ekki Cana-
dian Northern járnbrautarfélagið
og Can. Pac. járnbrautarfélagið við
að leggja brautir án stjórnarstyrks.
um frjósömustu héruðin ( Manitoba?
A maður að skilja það þannig, að
hann hafi gegn betri vitund, með
eitthvað annað en hag og velferð
fylkisins fyrir augum greitt at-
kvæði með járnbrautarstyrk Roblin-
stjórnarinnar? því að það kemur
nokkuð „spanskt" fyrir að haldaþví
fram, að járnbrautarfólögin ættu
engan styrk að fá, en greiða sam-
tímis atkvæði með öllu hinu hóf-
lausa bruðli Roblins.
Hvernig mundi þetta vera út-
lagt ef hér væri um frjálslynda
flokkinn að ræða. en ekki aítur-
haldsflokkinn.
Greenwag stjórnin gaf Cana-
dian Northern járnbrautarfélaginu
átta þúsund dollara ábyrgð a hverja
járnbrautarmílu innan fylkisins, og
það þótti afturhaldsflokknum óhæfi-
lega hátt. En þegar afturhald3-
menn komast til valda, færa þcir á-
byrgðina upp í tíu, tólf og jafnvel
tuttugu þúsund dollara á hverja
mílu — og binda sig meira að segja
ekki við landamæri fjdkisins, Auk
þess ábyrgist Roblin stjórnin félag-
inu stórfó fyrir hvern greinarstúf,
sem bygður er.
Aður en þing kom saman í fyrra
lofaði Roblin-stjórnin eftirlætis-fó
laginu s í n u (Can Northern) að
gefa því eina miljón fimm
hundruð sjötíu ogsex þús-
und dollara fyrir að leggja 212
m'lur af járnbrautarstúfum innan
fylkisins. Hvernig stóð á því, að
Gimli-þingmaðurinn ekki greiddi at-
kvæði á móti þessum ósköpum, eða
stóð upp og andæfði því, þegar hann
álítur, að félögin ættu að vera fús
til að leggja járnbrautir sínar án
nokkurs styrks?
Nokkurir vildustu vinir Rob-
lins fengu leyfi hjá honum til þess
að legsja 250 mílur af járnbrautum
eftir allra frjósömustu og beztu hér-
uðunum í Manitoba og jafnframt lof-
orð um tvær miljónir doll-
a r a í styrk, Hversvegna andæfði
ekki Gimli-þingmaðurinn þessu
dæmalausa óhófi með fylkisfé? því
að óhóf hlýtur þetta að vera só all-
ur stjórnarstyrkur óþarfur og ef
járnbrautir borga sig án hans, og
það jafnvel fyrir norðan Winnipeg-
vatn.
Roblin-stjórnin er nú búin að
skuldbinda fylkið til að ábyrgjast
járnbrautarfélögunum yfir tuttugu
miljónir dollara síðan hún tók við
völdunum. Gimli þingmaðurinn hef-
ir gefið samþykki til alls þessa með
atkvæði sínu. Og nú fræðir hann
oss á því, að styrkveitingar þessar
séu óþarfar og ósamhljóða almenn-
insálitinu, og að félögin ættu að vera
fús til að leggja járnbrautir sínar án
nokkurs stjórnarstyrks. Hvernig
fer hann þá að réttlæta fjárveiting-
ar þessar? það eiga menn heimt-
tng á að fá að vita, að minsta kosti
kjósendur hans.
*
* *
Eftir að greinin hér að ofan er
sett kemur blaðið „Tribune" með
þann gleðiboðskup, að Northern
Pacific járnbrautarfélagið muni inn
an skamms leggja brautir hér um
fylkið á ný, og að mestu Ieyti eins
og um vár talað í fyrra þegar Rob-
lin stjórnin neitaði félaginu um leyf-
ið. C. E. Hamilton í St. Paul, Minn.,
hefir ákveðið að biðja um leyfi þings-
ins núna til að leggja járnbrautir
innan fylkisins, og er að öllurn lík-
indum búinu að fá heimullegt loforð
hjá stjórninni. Menn höfðu illan
grun á þessu, héldu, að Roblin hefði
komið þessu á stað til þess með því
að gera Northern Pac. ómögulegfc að
leggja hór brautir, en það væri alls
ekki tilgangurinn að þefcfca Hamil-
ton-járnbrautarleyfi þýddi eina ein-
ustu járnbrautarmílu. En nú kem-
ur „Tribune" með það, að 4 bak við
þessa Hamilton-beiðni standi North-
ern Pac. félagið. þetta segist blað-
ið hafa eftir tveimur merkum mönn-
um, sem ekki fari með annað en
það, sem það vifci; en nöfn manrr-
anna geíur blaðið ekki.
Betri járnbraufcarfréttir er naum-
ast unt að hugsa sér en þær, að von
á Northern Pacific jirnbrautum
inn 1 fylkið, og afskifti frjálslyndu
þingmannanna af Northern Pacific-
beiðninni á síðasta þingi er sönnun
fyrir því, að þeir mundu taka sauis-
konar beiðni vel nú og veita henni
eindregið fylgi sitt.
En tæpast munu fylkisbúar trúa
því fyr en þeir þreifa á, að járn-
brautarbeiðni frá Northern Pacitíc,
eða neinu öðru félngi, þýði margar
járnbrautarmílur í nálægri framtíð
ef Roblin veitir leyfið og lætur flokk
sinn greiða atkvæði með því.
Nú skella kosningar á þegar
rainst varir. Fylkisbúar eru sárir
við Roblin stjórnina yfir meðferð-
ina á Northern Pacific beiðninni á
síðasta þingi, og engum kemur það
því á óvart þó Roblin og félagar
hans lsggi saman höfuðin og reyni
að tinua upp einhverja brellu til að
milda úr kjósendum rétt fram yfir
kosningarnar.
Járabrautarsly sin.
Á síðari tímum hafe járnbrautar-
slysin í Canada og Bandaríkjunum
verið svo óttaleg og tíð, að menn
falla í forundrun yfir því. í Banda-
ríkjunum er þetta í rauninni ekkert
nýtt, eu í Canada hafa járnbrautar-
slysin færst stórkostlega í vöxt nú
á allra síðustu mánuðum, einkum
og sérstaklega á Grand Trunk járn-
brautinni. þ ið þykir undarlegt, að
járnbrantarslysum skuli fara fjölg-
andi efur því ,sem allur járnbrautar-
útbúnaéur virðist taka urobótum og
eftir því sem það fer meira og meira
í vöxt að sporið sé tvöfaldað, svo að
lestirnar geti aldrei mætt hverjar
öðrum á sporinu. Grand Trunk
járnbrautarfélagið hefir að sögn ný-
dega viðtekið Bandaríkjaaðferð við
að segja fyrir um lestagang á járn-
brautum sínum. Aðferð þessi er
sögð að því leyti varasöm, að all
mikið verður að byggja á dómgreind
járnbrautarþjónanna og því meira
átt á hættu.
þegar maður ber járnbrautar-
slysin í Canada og Bandaríkjunum
saman við járnbrautarslysin á Bret-
landi, þá getur manni ekki blandast
hugur um, að handvömm hlýtur að
vera um að kenna, sem úr ætti að
vera vinnandi að bæta með alvar-
legri og einlægri viðleitni. Á fimt-
án mánuðunum, sem enduðu 31.
Marz 1902 fórst enginn einasti mað-
ur af jftrnbrautarslysi á Englandi,
Wales, Skotlandi eða írlandi. Hvern-
ig getur staðið á þessu? Nú ganga
lestirnar með miklu meiri hraða ft
Bretlandi en alraent gerist í Canada
og jafnvel Bandaríkjunum líka. það
hlýtur að liggja í því, að þar er
meiri varrúðar gætt en hór. Og sú
varrúð, og sá útbúnaður á Bretlandi,
sem gerir ferðir með járnbrautum þar
því nær algerlega hættulausar, ætti
sannarlega að viðtakast hór í Ame-
ríku. Eða er sama aðferðin við-
höfð á báðum stöðunum, en varrúð-
in og saravizkusemin svona mikið
meíri í Norðurálfunni? Blaðið
„Scientific American“ kemst að
þeirri niðurstöðu, að líf manna sé á
litið dýrmætara í Norðurálfunni en
hér í Ameríku, og aÖ vegna pen-
ingasparnaðar eða aukinna hags-
muna sé líf og limir manna lagt í
sölurnar hér f landinu eins og hin
mörgu og ægilegu járnbrautarslys
beri ljósan vott um. Sé þetta rétt—
og því raiður er það ekki sagt út í
hött—þá er slíkt þung ákæra, sem
engin bót verður mælt. í þessu,
eins og mörgu öðru, ættu Ameríku-
menn að taka Breta sér til fyrir-
myndar og eftirbreytni.
Kynflokkar og: kristin trú.
(Útlagt.)
það er eftirtektavert með Eng-
ilsaxana þegar þeir eiga eitthvað
saman við sér óæðri kynflokka að
sælda, að þá sníða þeir siðalögmál
sitt gagnvart þeim eftir því hvað
hátt eða lágt kynflokkarnir standa
Vér kennum bömum vorum það,
hvað óendanlega miklu of'ar kristn-
in standi heiðninni, og hvað sam-
vizkulausri grimd heiðingjarnir beiti.
En þegar báðum lendir saman þft er
gruggugt á báðar síður. Oss of-
býður þegar vér hugsum til kín-
versku Boxaranna, sem tilbiðja
þjóðræknisguði sína og innblásnir af
trúarlegum ofurhug gera samtök til
að reka Norðurálfumenn úr landi.
Boxararnir hafa það þó sér til máls-
bótar, að vestan þjóðirnar eru, eftir
því sem þeim er kent, að kollvarpa
öllum helgidómum þeirra í landinu.
Slíkt hafa þeir þó siðferðislegan rétt
til að leggja lífið í sölurnar til að
verja og vernda. Ameríknmenn
héldu því fram, að einu góðu Indí-
ánarnir væru dauðir Indíánar. þeirri
kenningu var svikalaust framfylgt
jafuvel þó sú griiud væri langtum
síður afsakanleg en grimd Boxar-
anna. Ameríkumaðurinn var þó
sannarlega sá, sem fyrst sótti á, sem
afvegaleiddi Indíánann og sveik
hann. það var hann, sem rændi
Inclíftnann vitinu með áfengum
drykkjum. Fyrstu innflytjendurn-
ir í Ástralíu fóru með svertingjana
eins og kvikindi. Meðferð þeirri er
bezt lýst með ofurLtilli sögu: Hvítir
menn voru á ránsferð og höfðu með
sér heimleiðis svertingjakonur, sem
þeir höfðu rænt, í handjárnum. Áður
eu þeir kornust alla leið heim sótti
óvina flokkur að þeim svo þeir urðu
að forða sér í snatri og skilja eftir
svertingjtikonurnar, og til þess að
tapa ekki handjárnunum hjuggu
þeir hendurnar af konunum og létu
þeim blæða til ólífis. Allar frásögur
af grimdarverkum í viðureign hvítra
manna og villiþjóða hafa hvítir
menn skr'tf; en þeir, sem kunnugast-
ir eru þeim mGum, fullyrða, að
hvítir menn beiti meivi grimd við
svertingja en viðgengst milli hvítra
manna sjálfra-
það lítur út fyrir, að vér höfurn
tilhneiging til að fylgja sömu fyrir-
litlegu regluuni í löggjöf landsins.
Nú erum vór að tala um að fara ná-
kvæmlega eins að við Kínverja og
Boxararnir ætluðu sér og reyndu að
fara að við oss. Enginn getur þó
neitað því, að Kfnverjarnir hafa ná-
kvæmlega sama rétt til að leita
gæfunnar hér í landi þessu eins og
forfeður vorir höfðu og Norðurálfu-
menu nú hafa, sem stöðugt flykkj-
ast vestur yfir Atlanzhaf. Sem
borgarar í landinu eru Kínverjar
betri en í meðallagi. þeir spila tals-
vert um peninga, en þeir liggja ekki
í drykkjuskap og átíogum. þeir eru
frábærlega iðjusamir og þegar á alt
er litið vinna þeir mauna bezt fyrir
launum sínuut. 1 því liggur satt að
segja þeirra aðal-synd. þeim er
einnig fært það að sök, að þeir flytji
burt úr landinu aftur, en setjistekki
hér að með fjölskyldur sínar. Vér
höfum aldrei heyrt þess getið, að
fram á slíkt hafi verið farið við þá
í þessu efni hafa þeir nákvæmlega
sömu aðferðina eins og Englending-
ar hafa í Kína. Vér heyrum ekki
talað um Eoglendinga — nema ef
vera skyldi trúboða—sem setjast að
{ Kína til fulL og alls, og jafnvel
trúboðar verða ekki kfnverskir
þegnar. Með tímanum mundu þó
Kínverjar gerast brezkir þegnar ef
þeir hefði nokkura von um almenn
þegnréttindi og jafnrétti við aðra
menn. Aðferð sú, sem þeir nú fylgja,
er mannleg og í alla staði eðlileg.
það er nokkuð einkennilegt að lesa
í sama blaðinu og ft sömu blaðsíð-
unni, að Mr. Marconi skoði það ætl-
unarverk 3Ítt að auka viðskifti og
styrkja bræðraband þjóðanna, og að
menn í Vestur-Oanada, sem þangað
hafa flúið úr of þóttbygðum löndum
til þess að bæta kjör sín, krefjasfc
þess nú, að Kínverjum verði bönnuð
sömu hlunnindi.
Vissir stjórnmálamenn í British
Columbía hafa kornið sér í mjúkinn
við verkalýðinn með því að berjast
fyrir útilokun Kínverja úr fylkinu,
og það er langlíklegast þeim takisfc
það með tímanum. þeir stjórnmála-
menn, sem tekið hafa mál þetta upp
á prógram sitt, geta ómögulega haft
hag fylkisins fyrsfc og fremst fyrir
augum. Brifcish Columbia er námu-
land, og þegar ekkertannað en fylk-
isins eigin hagur er tekið með í
reikninginn, þá hlýtur það að vera
stórtjón fyrir fylkið að útiloka kín-
versku verkamennina.
Venezuelamálið.
Mr. Herbert W. Bowen, sendi-
herra Bandaríkjanna í Venezuela og
fulltrúi Venezuelamanna í ágrein-
ingsmálinu við Norðurálfustjórnirn-
ar lietír afhent Norðurálfu-sendi-
herrunum í Washington svar, sem
gengur næst þv( að vera ultimatum.
Krafa Breta og þjóðverja var
sá, að þeir og ítalir fengi tvo þriðju
af þrjátíu prócent af tolltekjunum i
La Guayra og Porto Cabello, og að
Bandaríkin, Frakkland, Belglá, Hoi-
land, Dunmörk, Spánn og Noregur
og Svíariki sætti sig við fcíu prócent.
þessu hefir Mr. Bowen neitað,
og segir, að með því þetta só eina á-
greiningsatriðið nú, þá verði það að