Lögberg - 25.02.1904, Page 5

Lögberg - 25.02.1904, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1904. 5 r NEW-YORK LIFE JOHN A. MoCALL, FCReETi. Mcsía lífsábyrgöarfólag heimsins. ÁritS 1903 borgaöi félagiö 5,300 dánarkröfor til erfingja $16,000,000 Áriö 1903 borgaöi fél. ábyrgöir til lifandi ábj’rgöarhafa: $18,000,000 Árið 1903 lánaði félagiö iit á ábyrgðarskírteini sln mót 5 : $12,800,000 Áriö 1903 borgaði félagiö rentor til félagsmanna : $5,500,000. Árið 1903 gaf félagið út 170 þúsnnd lífsábyTgðarskfrteini: $826,000,000. Félagi þessu tilheyra nú nærri miljón manns, með $1,745,000,000 lífsábyrgð og $352,000,000 sjóð. Menn þess- ir eru félagið, upphæðir þessar eru eign þeirra, þeir einir njóta alls ágóðans lifandi eða dauðir. Chr. Olafson, Agent J. G. Morgan, Manng„. 650 William Ave., Grain Exchange, WINNIPEG. vildu utnefna fyrir forseíaefni við næstu kosningar. Yfir 30,000 manns sendu blaðinu atkvæði sín á þar til gerðum seðlum, kliptum úr blaðinu, og þar varö Cleveland lang hæstur. Hann fékk nærri þrettán þúsund atkvæði. Bryan fékk hátt á fimta, Johnson og Parker lftið eitt minna og svo ýmsir færri atkvæði. Tvisvar hefi eg séð það í blöð- anum, að Cleveland hafi aftekið með öllu að veröa í kjöri. í fyrra skiftið sém fregnin flaug út var henni óðara mótmælt af Cleve- land sjálfum og héldu þá margir, að karl mundi meira en fáanlegur að sækja um forsetaembættið einu sinni enn. Síðari fregninni hefi eg ekki séð mótmælt. Þó má vel vera, að það hafi verið gert. En hvað sem því líður, þá eru líkurn- ar fremur móti því en með, að Cleveland verði í kjöri. Ef lýö- urinn hrópaði nógu hátt og nógu lengi í eyru gamla mannsins, að takast forustuna á hendur, og ef mögulegt væri að sefa reiði Bry- ans, þá gæti það kannske orðið. Að öðrjrm kosti ekki. Þá er að minnast á Bryan. Hann ereinhver snjallasti maður- inn, sem tíokkurinn á til. En hann er særður þeim svöðusárum sem seint gróa. Hefði fiokkur- inn ekki verið búinn að fara tvenn- ar ófarir með hann í broddi fy]k- ingar, þá hefði verið meira en líklegt, að hann hefði náð tilnefn- ing. Og þó ófarirnar væru meira flokknum að kenna en Bryan sjálf- um, þá koma afleiðingarnar að- allega íram við hann. Það eru því sáralitlar líkur til, að hann verði forsetaefni í næstu kosning- um. Seinna meir gæti það frem- ur orðið, því Bryan er enri til- tölulega ungur maður, framgjarn vel og ekki líklegur til að setjast í ,,helgan stein“ að því er stjórn- mál snertir. Hann er nú nýkom- inn heim úr ferðalagi um Evrópu. Var honum tekið þar með kost- um og kynjum af ýmsu stórmenni og heimsótti hann konunga, keis- ara og aðra þjóðhöfðingja, og svo páfann í Róm. Sú för ætti ekki að hafa dregið úr áhugahans að þoka sér upp á við þegar tæki- færi gefst. Ef til vill kemur tækifærið seinna og er þá Bryan trúandi til aö grípa það. Enda margur óverðugri upphefðarinnar en hann. Parker háyfirdóroari er ef til vill sá allra lfklegasti að verða for- setaefni demókrata við næstu kosningar. Hann er talinn ágæt- um hæfileikum búinn, maður á bezta skeiði lífsins og hefir aldrei átt í neinuin innanflokkshreðum sem mundu spilla fyrir honum á tilnefningarþingi. Svo er hann og frá þessu volduga ríki, New York, sem meira bolmagn hefir f forsetakosningum en nokkurt' hinna. En það er talið eitt af þeim vafasömu, hverjum flokkn- um það muni veita, og hyggja margir demókratar, að ef þeir velji New York-mann fyrir for- s taefni, þá verði ríkið þeirra megin þegar tilbardagans kemur. Auðvitað gæti það brugðist, en þessar vonir gera menn sér og þær virðast þó hafa við ofurlítið að styðjast. Það er náttúrlega meiri en lftill slægur að fá New York í liö með sér. það gæti auðveldlega riðið baggamuninn þegar til kosninga kæmi. Heymarieysi lækqast ekki viö innsp^tingar eða þess konar, því þ$er aÁ ekki upptbkin. Það er að oins eitt, sein lækn heyrnar eysi. og það er meðai er verkar á alla l.Kamsbygjtingtina, Það stafar af a'sing f slím- hiui jnum er olli l»<51gu í eyrnadfpunum. Þegar þa^r ólga kemui sn'ia fyrir eyrun eða heyruln förlnst o ef þær loKast fei hey. nin. Sé ekki hn gt að lækna pað sem orsakar uolguna og p 1 rium komi2 í amt IflK, þí5 fa st ekki heyrnin aftur. Níu af tín s Kiun tiifelhmi orsakast af Catarr 1. sem ekki er annað en a-sing 1 slfmhiinnui mn. Vér skulum gefa >100 fyrir hverteinasta he.vrn* arleysis tilfelli (er stafar af catarrh), sem HALLS’ CATAKRH CURF l eknar ekki. Skrilið oftir bækl ingi sem vér v fnm. F. J. CHENEY & CO..Tolc-do, O Selt í öllmn lyiiabuöiiu. .1 75 ceut. Halls' Familv Ptlls eru neKtar. RUDLOFFGREI ,,Og er ekki hér varnarlaus stúlka, sem mér ber að annast? Er eg ekki hér að verða höfð- ingi göfugrar ættar? Munurinn liggur ekki í oðru en því, að hér var mér ekki gleymt þangað til á mér þurfti aö halda eins og styttu viö vegg, sern var að hrynja. F’inst yður ekkert óheiðarlegt við það að yfirgefa fólkið hér á þann hátt sem þér farið fram á? Nei, nei, vinur ininn; hitt íólkið hefir spilað á tilfinningar yðar. Mér ber að vera hér, og hér verð eg. “ Frá þessari ályktun var ekki unt að víkja honum með illu eða góðu eða neinum skynsam- legum rökum. Ekkert skyldi skilja hann við Angelu, og á alt var litiö frá því eina sjónarmiði. ,,Sé yður svo mikið um það hugað að hjálpa fólki mínu út úr vandræðunum, sem kringum- stæðurnar hafa komið þvf í, takiö þá að yður stöðu mína og farið og hjálpiö því í minn stað. Lér megið með fulluin rétti krefjast alls, sem þar er að hafa; eg gæti sannarlega ekki orðið til hjálp- ^r þó eg vildi. Gæti ekki maðurinn, sem við Þetta var alla æfi, frelsað hús sitt frá hruni, son sinn frá að vera myrtur og dóttur sína frá hættu, hvað gæti eg þá búist við að geta gert?—eg stú- ^entinn, sem hefi varið þremur fjórðu hlutum æf- Jnnar á Frakklandi, sem hefi óbeit á hermanna- lífi og skil ekkert í neinum stjórnmáiaflækjum? í^r segist geta hjálpað mér? Eg skil ekki hvern- ‘g; en þó þér aldrei nemagætuð það, hvaðgræddi eg þá á því? Föðurbróðir minn er dáinn oghefir ekki skilið mér neitt annað eftir en málaflækjur °g hættur. Frænka mín er trúlofuð manni, sem hún giftist, og hvað kemur mér hann við?“ ,,Þér daufheyrist þó ekki þegar drengskapur yðar liggur við?“ hrópaði eg; en áeigingirni hans var enginn minsti bilbugur. ,, Hvaða drengskapur væri það að yfirgefa Angelu? Nei, nei. Eg endurtck það, að eg er ekki Þjóöverji framar; eg hefi sagt skilið við ætt mína og ætla mér hér eítir að ganga undir nýj .i nafni. Eg er stúdent. Svona verk er við hæfi yðar og yðar líka. Farið og gerið það. iíg geri stúlkunni miklu meii'a gott með þvíaðsenda yður þangað en þó eg faeri sjálfur. “ Það var árangurslaust aö cyða fleiri oröum við hann. Hann var tilfinningarlaus eins og steinn; og eg sat þarna og beit áhyggjufullur á vörina. ,,Þegar frændfólk mitt A'eit, að eg er orðinn franskur, haldið þér það mundi þá þýðast nokk- ura hjálp frá minni hendi? Haldiö þér þaðmundi taka frönsku konunni minni eða tengdafólkinu mínu með opaum örmum? Ætii eg að leggja eigin ánægju í sölurnar til þess að gefa því færi á að smána mig og þá, sem mér eru kærastir? Haldið þér eg sé vitlaus? Eg vil gera aft sem eg get, en ekki þetta. Þyrfti frænka mín á athvarfi aö halda, þá skyldi eg taka hana og gera eins vel við hana og kringumstæður mínar leyfa. En það fólk má ekki gera tilkall til frændsemi við mig. Það er alt og sumt. “ ,,Það er ekki líklegt að ónáða yður með neinu slíku tiikalli“, sagði eg. Og hin bitra fyr- irlitning mín fyrir honum kom fratn í málrómnum. Honum brá og hann skiíti litum, og allra snöggvast lá honum við að reiðast; en það varð ekkert úr því. ,,Þér fellið verð á mér fyr’r að hafa ályktað eins og eg hefi gert. Þér um það. Við sjáumst Kl!S*GollBaRlngPowúBr flutninga er næstum því fullkqmin. Þegar þér hafið kornvöru að selja eða láta flytja, þá verið ekki að hraðrita okkur fyrirspurnir um verð á staðnum, en skrifið eftir upplýsingum um verzlunaraðferð okkar. Thcmpsorv, Sons & Co. Gr.iin Commission Merchants, WINNIPEG. Iíanlcarar: Union Bank of Canada. Söngkensla. Þórarinn Jónsson, að 412 McGee stræti, tekiír að s£r að kenna orjfelspil. sðng og söDgfræði. Góðir skilmálar. Sparið peninga, tíma og efni. Kvenfólkiö verður ’pess vart með degi hverjum að það borgar sig að nota að eins Blue Ribbon Bak- ing Powders. Það lukkast œtíð vel. BiðjiÖ kaupmanninn yðar um það. aldrei framar. Líklegast kem eg aldrei framar | yfir landamærin. Til að sýna yður, að þessi niðurstaða mín er ekki uppgerð, heldur alvara og eftir nákvæma yfirvegun, þá hefi eg hér löglega útbúna yfiflýsingu um það, að eg afsali mér öli- um erföarétti. Þá yfirlýsingu dró eg auðvitað upp áður en eg vissi um lát prinzins, og eg neit- aði þar afdráttarlaust öllum tilboðum hans og skýrði frá þeim ásetning mínum að breyta um nafn og verða franskur. Yfirfýsing þessa ætlaði eg mér að eiðfesta og senda föðurbróður mínum hana; en nú getið þér tekið við henni eins og hún er, ef yður svo sýnist. Eg skal eiðfesta hana, hvenær sem þess er æskt. Farið með þetta eftir yöar höfði. Og það sver eg yður, að eg skal aldrei opna munninn um þáð, sem fram hefir farið, nema þér æskið þess. Það álít eg inér skylt fyrir vanda.þann, sem eghefi orsakað yður. “ Eg tók við skjalinu og stóð upp til að fara. ,,Eg skal koma orðum til yðar um það.hvað gerist. Hingað, er ekki svo?“ Eg var stuttur í spuna, því að eg var i iilu skapi. ,,Mig langar ekki íil að fá neitt að vita. Bréf til mín hingaðfæeg náttúrlega, en hér eftir verð- ur nafn mitt Henri Frombe—Hans von Froin- berg verður ekki fram|r til, nema þér verðið hann. “ Svo kærulaus var hann um jafn alvar- legt mál, að hann sagði þetta hlæjandi, og svo endaði hann talið með þessum orðum: ,,Og loks- ins farið þér nú án þass aö sjá Angelu. Mér þykir fyrir þvf, “ og hann rétti mér hendina. ,,Eg get ekki tekið í bendina á yður M. Frombe, “ sagði eg kuldalega. ,,Eg held áfram að vera Þjóðverji. Það, aö þér bregðist ættingj- um yðar svona á þessum t.'mum, gerir vináttu okkai á milli cmögulega hvað n.ig snertir. Þér haldið, að allir eigi létt með að afneita fjöfskyldu sinni og föðurlandi. Mér er ekki þannig varið. Eg tek hart á þessu háttalagi yðar. Frakkland græðir lítið á þessum nýja borgara þess, en Föð- u landið græðir við að losast við jafn eigingjarn- an liöhfaupara. Eg vona við sjáumst aldrei framar. ‘1 Hann var ómenni, því hann hörfaði undan og fölnaði upp þígar eg jós þessu yfir haim, en gerði enga tiln.un til að bera vörn fyrir sig, ogeg ylirgaf hann þarna með fyrirlitningu og óbeit á honum fyrir alt háttalag hans. Alla hina löngu leið til Gramberg-kastalans var eg þungt hugsandi; að vefta fyrir rnér, hvern- ig öllu skyldi haga; að rifja upp gamlar endur- minningar; að kalla fram öll hyggindi mín og orku til að vinna verk það, sem forlagagyðjan haföi sett mér íyrir, og ekki leit út fyrir að eg mundi geta losast vi5. V. KAPITULI. SVIKSEMISVOTTUK. Þegar eg kom til kastalans, sagði Krugen mér ýmsar sögur af því, hvernig Nauheim greifi hefði reynt að berjast á móti yfirráðum mínum. Fyrirskipanir mínar höfðu verið afturkallaðar og ýmsu fyrirkomulagi breytt. í sjálfu sér var þetta lítilsvirði, en með því tilgangur hans var auðsjá- anlega sá, að berjast á móti áhrifum mínum og viöurkenna ekki vald mitt, þá áleit eg hyggileg- ast að bæla slíkt tafarlaust niður. Eg kallaði alla þá fyrir mig, sem gagnstæðar fyrirskipanir höfðu fengið, og jafníramt gerði eg boð eftir Nauheim greifa. í fyrstu vildi hann ekki koma, og sendi eg þvf kafteininn á fund hans og bað hann að segja honum, að kæmi hann ekki, þá gerði eg það að burtrekstrarsök hverj- um manni og konu á heimilinu að fara eftir neinu sem hann segði. Krugen var skemt með því að fá að skila þessu, sem egndi greifann svo til reiði, að hann kom að vörmu spori óður og uppvægur. Eg gaf honum ekki tíma til að segja neitt, held- ur tók tafarlaust sjálfur ti! máls: ,,Eg sendi eftir yður, Nauheim greifi, vegna þess fólk þetta er í vafa um það, hver eigi að segja því fyrir verkum. Viljið þér nú skýra fólk- inu frá því, að þó prinzinn arfleiddi dótturina að öllum auðæfum sínum, þá gengur kastalinn og stjórmhans ti) mín, og aö, meb því ekki getur á þessum tímum verið nema um einn húsbónda að ræða, þá eigi það að gera eins og eg segi fyrir, og að þegar fyrirskipanir annarra komi f bága við mínar, þá verði að skírskota þeim til mín?“ Hann leit til mín reiðulega, en treysti sér ekki að mótmæla þvf, sem í orðum mínum lá. ,,Eg er ekki hér til að láta yður leggja mér orð í munn,“ sagði hann ólundarlega. ,,Eghefi verið vanur að ráða hér af þeirri einföldu ástæðu, sem öllum er kunnugt um, að eg á því láni að fagna að vera tilvonandi eiginmaður kántessunn- ar. Hvað getur yður þá gengið til þess að vilja gera breytingu þár á?“ ,,Viljið þér segja fólkinu það, sem eg sagði, eða ætliö þér að neyða mig til að gefa út gagn- gjöra fyrirskipun og ónýta opinberlega alt, sem þér hafið gert?“ spurði eg snögglega og f ákveðn- um róm, en samt nógu lágt til þess, að enginn heyrði tii mín nema hann. ,,Ef þér verðið svo djarfur að smána mig með þvíaö . . . “ tók hann til máls. ,,Gerið annaðhvort, fljótt, “ tók eg fram í hastur. ,,Það geta ekki tveir ráðið húsuin hér. “ Hann hikaði, leit fyrst til inín og síðan und- an, en eg hafði stöðugt augun á andliti hans. ..Fljótt, “ endurtók eg alvarlega. ,,Fjandinn hafi yður; eg skal borga yður þetta!“ sagði hann f hálfum hljóðum og ygldisig illmannlega. Síðan sagði hann upphátt: ,,Nátt- úrlega ber yöur að vita það, fólk, að,.sem stend- ur, er prinzinn hústáöandi hér, “ og hann band- aði hendinni tii mín til að sýna, aö hann ætti við mig. Hann sagði þetta eins óvingjarnlega og hann þorði, og óðar en hann hafði slept oröinu, gekk hann burt úr stofunni. Atburður þessi hafði tvennskonar áhrif,— hann styrkti vafd mitt í kastalanum, og hann geröi mér örðugra að draga mig til baka. En nú kom mér slíkt ekki heldur til hugar. Eg fann það, að eg hafði gert mérómögulegt frá að hverfa; og þó eg hefði miklu fremur kosið að segja Minnu kántessu hreint og beint. hvernig á mér stóð, þá gat í bráðina ekki um slíka hreinskilni verið að ræða. Næstu dagana sá eg stúlkuna alls ekki, eg eg varði tfmanum tif þess að safna mér öllum rnögulegum upplýsingum og ráða við mig, fivern- ig eg ætti að snúa mér. Eg bjóst við, að umboösmenn Ostenburg- ættarinnar mundu ekkert gera fyr en næg lega langur tími væri liðinn frá jarðarförinni til að leiða í ljós, hvað viö hugsuðum okkur að gera, og að aðferð þeirra mundi verða undir því komin hvað við gerðum, Jarðarförin fór fram, og strax eftir hana fór Nauheim greifi að heiman án þess að segja mér neitt um erindi sitt eða íyrirætlanir; og fjcra dag- ana næstu á eftirsýndi Minna kántessa þess eng- in merki, að hana langaði til að eiga taf við mig. Eg fór að verða óþolinmóður. Ekki langaöi mig til að troða mér fram við hana, né þröngva henni til að segja mér frá trúnaðarmálum sínum, en það var nauösynlegt fyrir mig að fá að minsta kosti að vita um vilja hennar bæði viðvíkjandi Nauheim og hinni stórfeldu fyrirætlun, sem trúi lofun hennar stóð í sambandi við. Á hinn bóg- inn hvatti Krugen mig óaflátanlega til þess að komast að einhverri niðurstöðu og gera eitti.vað til að sýna vinum okkar í Munchen, að við ætluð- um að halda málinu áfram.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.