Lögberg - 16.06.1904, Qupperneq 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. Júní 1904.
ÍTögbeiq
cor. Williara Are.|& Nei a St.
®irtnipcg, JHan.
M. PAt’LSOV.Eclitor,
J. A. BLONDAL, Bcis. Manager.
UTANÁSKRIFT :
The L.ÖGBERG PR'MING & ILBLCo..
P. O, Box 136., Winnipeg, Man.
Fjármálaræða
Mr. Fieldings.
Hinn 7. þ. m. hélt Mr. Fielding
fjármálaræöu sína í Dominion-
þinginu og kom þar fram, þa5
sem reyndar við var búist, a5
aldrei sí5an Laurier-stjórnin kom
til valda hefir fjárhagur Canada
staöiö í meiri blóma en nú. Þetta
er í áttunda sinn sem sú stjórn,
gegn um Mr. Fielding, gerirþjó5-
inni reikning fyrir ráösmensku
sinni. Og þeir, sem þeim reikn-
ingsskap hafa veitt eít rtekt, vita,
aö hann hefir sýnt batnandi fjár-
hag og blómlegra ástand í Can-
ada meö hverjil árinu. Á síöasta
fjárhagsári, sem endaöi 30- Júní
1903, var tekjuafgangurinn $14,-
345,166, og er þaö meira en á
nokkuru öðru ári í sögu Canada.
Og á þessu yfirstandandi ári er
búist viö að tekjuafgangurinn
verði enn þá meiri eða $16,500,-
000, og minkar þá þjóöskuldin
um hálfa éttundu miljón dollara.
Á átján árunum, sem’ afturhalds-
menn voru viö völdin, var tekju-
afgangur aö meöaltali á hverju
ári (þrátt fyrir tekjuhalla sum ár-
in) $544,000. En síðan Laurier-
stjórnin kom til valda áriö 1896
hefir tekjuafgangurinn verið aö
meðalta'i árlega $7,235,000. Á
átta stjórnarárum Laurier-stjórn-
arinnar hefir þjóöskuldin aukist
um $14,111,296, og minkaö um
$15,196,000. Svo aö þrátt fyrir
öll hin miklu fyrirtæki stjórnar-
innar og allan hinn margvíslega
og mikla kostnað í tilefni af opn-
un Yukon-landsins, hluttöku Can-
ada í Suður-Afríkustríðinu og
margt fleira. þá hefir þjóðskuldin
minkaö aö meðaltali um $135,-
624 á ári. En á átján ára tíma-
bilinu, sem afturhaldsmenn sátu
aö völdum, óx skuldin aö meðal-
ta'i á ári um $6,563,000. Áriö
1896 var þjóöskuldin $50 á hvern
mann, en 1. Júlí 1904 verður hún
komin niöur í $46. Viöskifti
Canada við umheiminn voru:
Árið 1873.....$217,000,000
“ 1883.....$230,000,000
“ 1893.....$247,000,000
“ 1903.....$467,000,000
Skýrsla yfir innflytjendur á ár-
inu 1903 sýna, aö alls höföu flutt
til Canada 134,380 manns, þar
af 50,000 frá Bretlandseyjunum,
48,000 frá meginlandi Norðurálf-
unnar og 46,000 frá Bandaríkjun-
um; og alt bendir til þess, aö
engu minni innflutningur veröi nú
í ár.
Tollmálið.
Mr. Fielding sagöi, aö áöur en
tolllöggjöfinni yröi til jnuna breytt
ætlaöi stjóinii sér aö viðhafa
sömu aöferöina og og um áriö
(1897), þá að ferðast um og fá
nákvæmar upplýsingar um þaö
hvers konar breytingar viö eiga.
En hann gaf í skyn, aö tollur
mundi ekki verða jafnhár gagn-
vart öllum löndum, heldur þrenns-
konar: Hæstur á vörum frá þeim
löndunum, sem gera sér far um
aö bola út canadískar vörur meö
háum tollum—hátollalöndunum;
aftur lægri tollur á vörum þeirra
þjóða sem lægri innflutningstolla!
hafa, og enn þá lægstur þegar um 1
sérstaKa viðskiftasarnninga er að
ræöa. Yfirskoöun þessi og nauð-
synlegar breytingar á tolllöggjöf-
inni bjóst hann viö aö-mundi geta
oröiö næsta ár.
En það er ýmislegt, sem tím-
inn og kringumstæðurnar hafa
sýnt, aö bráörar breytingar þarfn-
ast og liggur svo í augum uppi,
aö hægt er aö bæta úr án sérstakr-
ar rannsóknarnefridar. Eitt meö-
al þess.sem breytingar þarf í toll-
löggjöfinni, er tollurinn á vissum
ullarvefnaöi. Almenn umkvört-
un hefir komið fram ekki einasta
frá verksmiöjumönnunum heldur
mörgum stjórnmálamönnum um
það, aö vegna hins mikla afslátt-
ar af tollinum á brezkum vörum,
flytjist hingað inn ósköpin öll af
lélegum ullarvefnaöi, sem ekki sé
verður sérstakra hlunninda. Sem
stendur er 35 prócent tollur á
slíkum vörum, og meö brezka
tollafslættinum ekki nema 23 Jý
prócent. Til þess að bæta úr
þessu er þó ekki meiningin aö
færa upp aðaltollinn, heldur gera
það aö ákvæði, aö með brezku
hlunnindunum fari toJlurinn ekki
niöur úr 30 prócent. Undir
þenna liö heyra ekki nema vissar
tegundir ullarvefnaöar, svo sem
þaö er gengur undir nafninu
cloths, tweeds, overcoatings og
þess konar.
Sömu reglunni er fylgt við garn
og kaðla. Tollurinn á því er 25
prócent, og meö brezka afslættin-
um ekki nema 16^3 prócent. Aö-
altollurinn helzt eins og áöur, en
lækkar ekki nema niður í 20 pró-
cent viö brezka afsláttinn. Þetta
haggar þó ekki hlunnindum þeim,
sem fiskimenn hafa notið á netja-
garni, og nær ekki til hveitibands.
Aftur eru aðrar vörur sem Bret-
um hafa verið veitt aukin toll-
hlunnindi á. Á leirtaui og postu-
líni er tollurinn 30 prócent og
meö brezka afslættinum ekki
ne.ma 20 prócent. Tilgangurinn
er aö gera brezku hlunnindin á
þessu 50 prócent í staö 33 og
færir þaö tollinn niður í 15 pró-
cent. Núverandi tollur á rúöu-
gleri er 20 prócent og einn þriöji
af frá Bretlandi. Hér eftir verö-
ur tollurinn á því frá Bretlandi
ekki nema 7þ£ prócent. Tollur
á fötum og bölum úr tré verður
héreftir2 5 prócent, en var áður
20 prócent.
Framvegis veröur engin bitggy
virt á minna en $40, og top-
buggies ekki minna en $50.
Graðhesta og merar, sem eru
minna en $50 viröi má ekki flytja
inn til Canada.
Tollur á spegilgleri er 25 og 35
prógent. Tollurinn á vissri teg-
und af því verður hér eftir ekki
nema 10 prócent.
Tollur á hreinsaöri steinolíu
hefir verið færður niöur um helm-
ing eöa niöur í 2 cent á gallón-
una. Aftur hefir stjórnin ákveö-
iö aö veita þeim sem framleiða ó-
hreinsaða olíu í Canada i)4c.
premíu fyrir hverja gallónu; og
tollur er algerlega tekinn af ó-
hreinsaöri olíu sem brúkast á í
staö eldiviðar.
Tollur er tekinn af ýmsum efn-
um sem notuð eru viö mynda-
smíöi, og enn fremur af ferment
cultures, sem notað er viö smjör-
gerö.
Tollur er tekinn af prentpress-
um ef samskonar pressur ekki eru
búnar til í Canada.
Tollur vél er tekinn afum, sem
notaöar eru til léreftsgerðar, ef
samskonar vélar ekki eru búnar
til í Canada.
Tollur er tekinn, undir sömu
skilyrðum, af vélum, sem notað-
ar eru viö tilbúning viss glers og
koparsmíöa, sem nú er enginn
tollur á.
Tollur er tekinn af fölskum
tönnum.
Tollur er tekinn af quassi juice
sem bændur nota við vökvun á-
vaxta.
Brunnborunarvélar og allur þar
aö lútandi útbúnaöur viö vatns og
olíugröft, Eru hér efti r tollfríar,
ef samskonar vélar ekki eru bún-
ar til í Canada.
,,Þetta eru allar þær breyting-
ar, “ sagði Mr. Fielding, ,,sem
viö hugsum okkur aö gera nú viö
tolllöggjöfina. En viö höfum
aðrar þýöingarmiklar tillögur.
! Skilyrðin breytast, og þaö er
skylda stjórnarinnar og þingsins
aö taka tillit til þess. Vér Can-
adamenn veröum sérstaklega að
gefa viðskiftum hátollaþjóðanna
gætur, því aö i lágtollalöndunum,
til dæmis Euglandi, eru
viðskiftin rekin á skaplegan hátt.
I slíkum löndum er svo að segja
aldrei um dumping að ræöa. “
(Dumping er upprunalega Banda-
ríkjaorö, og þýöir hér þaö aö (
^ hauga vörum inn á útlendan j
| markaö og selja þær fyrir minria
en markaðsverð til þess aö brjóta j
niöur samkepni.) ,,Slílttlítur út|
fyrir að vera sjálfsögð afleiðing
af hátollafyrirkomulagi, þar sem
einokun og samsteypur blómgast,
því þaö eru þess kyns öfi sem viö-
hafa hina svo nefndu dumping
I verzlunaraðferð. Þegar sam-
steypurnar hafa náö umráöum
yfir' heimamarkaðnum og eiga
meiri vörur en þar seljast, þá
hauga þær vörunum inn á ná-
^rannamarkaðinn til þess aö
reyna aö ná einnig haldi á hon-
um. Strangir frjálsverzlunar-
menn spyrja, hvaö sé á móti
þessu. Gætum viö ábyrgst aö
lága verðið héldist lengi eöa alt
! af, þá væri ekkert út á þaö aö
1 setja. En Banda.TÍk]a.-trusts selja
ekki vörur í Canada í guðsþakka-
skyni. Vörurnar eru sendar hing-
aö í þeirri von og í því trausti aö
geta meö þeim brotiö niöur inn-
lendan iðnað í Canada. Þegar
i því takmarki er náö, þá er úti
utn lága verðið. Þá kemur dýr-
tíö. Þessi dumping er til ills
eins og viö ætlum okkur aö reisa
i skoröur viö henni.
Nítíu prócent af umkvörtun-
um verksmiðjumanna eru aöal-
lega bygöar á slíkri dumping, en
ekki því, að tollurinn sé of lágur.
Andstæöingaflokkurinn vill láta
bæta úr þessu meö feikna-háum
tollum. En viö hugsum okkur
j að bæta úr því á þann hátt aö
! leggja sérstakan aukaskatt á slík-
j ar vörur. Tollur þessi veröur
j mismunurinn á veröi þvísern vör-
urnar eru seldar fyrir og þess sem
j er sanngjarnt markaÖsverð þeirra
j samkvæmt virðingarreglum toll-
laganna, Séu vörur seldár fyrir
i lægra verö í Canada heldur en í
heimalandinu, þar sem þær eru
framleiddar, þá skulu þær álítast
! dumping og þannig meöhöndlast,
og aukatollurinn svara mismun-
i
inum. A vissum vörum, sem viö
höfum lágan toll á, og eru vernd-
aöar meö verðlaunum ekki síöur
en tolli, ætti aukatollurinn ekki
J aö fara fram úr 15 prócent af virö-
j ingarverði, og á annarskonar vör-
| um ætti aukatollurinn aö vera 50
prócent af reglulegum tolli. Auka-
toliurinn verður þá annaöhvort
af þessu tvennu—í fáum tilfell-
um 15 prócent af viröingarverði
og í öllum öörum tilfellum 50
prócent af tollinum, þannig:
$100 hlutur seldur á.. . .$80
Tollur 30prct. af $100.. 30
50 prct. af tollinum..... 15
$125
Meö þessu fyrirkomulagi býst
stjórnin við aö fyrirbyggja dump-
ing að mestu eöa öllu leyti. “
Hernaður Japansmanna.
Strfðiö í austuriöndum heldur
áfram og jafnframt læging Rússa
meö miklum hraða. Vald Rússa
á sjónum þar eystra mátti heita
að gjöreyddist viö það, aö her-
skipinu Petropavlovsk var sökt
hjá Port Arthur 13. Apríl og Mak-
arofí aömíráll fórst þar með skipi
sínu. Hin vísindalega hernaðar-
aðferð Togo aömíráls, hin leiknu
og áhrifamiklu herkænskubrögð
hans, myndar nýjan þátt í sjó-
hernaöarsögu heimsins. í fyrsta
sinni í sjóorustum notar hann
tundurvélar- (torpadoes) og loft-
skeytasendingar (vvireless tele-
graphy); og þetta hvortveggja
leikur í höndum manna hans eins
og þar væri um ekkert nýtt að
ræöa. Urræöi hans og þrákelkni
er hvaö sem annað, hvortveggja
framúrskarandi. Engar slíkar
sjóorustur hafa verið háöar áöur
frá því fyrst að nútíðar herskip
komu til sögunnar.
Ogsami dugnaðurinn ogíþrótt-
in kemur fram hjá Japansmönn-
nm á landi. Kuroki hershöfð-
ingi kom liði sínu yfir um Yalu-
fljótið 2. Maí — sjálfsagt engu
meira lið en Rússar höföu þar
fyrir — og vann sigur og hrakti
Rússa í burtu úr staö sem þeir
höfðu sjálfir valiö sér og þar sem
þeir höföu búiö vandlega um sig.
Áhlaup þetta’ var aðdáanlega
undirbúiö, gert á hentugasta tíma
og nákvæmlega rétt að öllu fariö
—herskipafloti í ármynnipu lát-
inn hjálpa landhernum. Japans-
menn náðu miklu af fallbyssum
og eyðilögðu að miklu leyti þenn-
an hluta rússneska hersins. Ó-
sigur þessi var sérlega tilfinnan-
legur og lægjandi fyrir Rússa.
Hinn nákvæmi viöbúnaöur Jap-
ansmanna, hin frábæra leikni for-
ingjanna og hugrekki liösins (þaö
óð framan aö Rússum við þetta
tækifæri, móti skothríöinni, og
sótti aö þeim meö byssustingjun-
um), þaö leiðir tvent í ljós: Að
Japansmenn hljóta aö teljast meö
helztu herveldum heimsins, bæði
á sjó og landi. Þeir hafa lært til
hlítar praktíska hernaöaríþrótt.
Hitt sem viö þetta leiöist í ljós
er, aö Rússar hafa aftur á móti
týnt niður hernaðaríþróttinni.
Rússnesk skrifstofustjórn hefir
gert herinn, bæöi á sjó og landi,
duglausan.
Ávinningurinn og tapiö viö það,
aö orka Japansmanna og ódugn-
aöur eða seinlæti Rússa hefir þann-
ig opinberast, nær lengra en til
yfirstandandi ófriðar; hvernig
helzt sem stríðinu lýkur þá hefir
slíkt áhrif á álit hvorrar þjóðar
fyrir sig í augum heimsins. Und-
fariö álit á þeim tekur algjörri
breytingu. Þó aldrei nema Rúss-
ar vinni sigur aö lokum, þá stend-
ur þjóðunum ekki jafnmikill ótti
af þeim framvegis eins ogaöund-
anförnu. Og þó aldrei nema
Japansmenn verði aö lokum und-
ir í viðureigninni viö Rússa, þá
halda þeir engu aö síður því á-
liti, sem þeir nú hafa náö, aö
vera í tölu hinna mest dugandi
þjóöa heimsins. Hernaöaraöferö
þeirra, síðan stríö þetta hófst,
hefir tekið öllu ööru fram á síðari
tímum, sem sögur fara af.
Eftir því sem stríðið stendur
lengur yfir og Japansmenn vinna
hvern frægan sigurinn eftir ann-
an, á sjó og landi, eftir því veita
menn stríöinu meiri og meiri eft-
irtekt og brjóta heilann yfir því,
hvernig fara muni. Þaö má svo
kalla, aö Rússar hafi mist bæöi
Port Arthur og Vladivostock, og
skipagöngur til allra hafnanna
eru algerlega ómögulegar. Eini
vegurinn, sem unt er að flytja
liðsafla og vörur eftir, er þessi
langa, einsporaða, seinfarna Sí-
beríujárnbraut. Hinir fyrstu
sigurvinningar Japansmanna á
landi benda til þess, að blóðugar
orustur veröi háöar í Manchúríu,
og standa þá Rússar mun ver að
vígi. Japansmenn geta meö
hægu móti aukið viö liö sitt og
flutt aö hergögn og vistir án þess
neitt sé aö óttast frá hendi óvin-
anna. Þaö lítur því út fyrir, aö
Japansmenn eigi sigur vísan fyrst
um sinn.
En hvaö svo? Hvernig fer
næst? Japansmepn gætu ekki
brotist inn á Rússland þó þeir
vildu; og Rússar geta haldiö stríö-
inu áfram í það óendanlega, ef
þíim svo sýnist, jafnvel eftir aö
þeir hafa mist Manchúríu. Því
er haldið fram, að sómatilfinning
Rússa þoli ekki þá miklu lægingu
að viðurkenna ósigur. Þeir geta
sent hermenn austur Svo aö segja
miljónum saman. Á næstu árum
geta þeir sent austur annan her-
skipaflota.0 Mannafli þeirra og
fjárráö er hvortveggja svo að
segja takmarkalaust.
Skeö getur og, að Rússar grípi
til þeirra úrræðk, heldur en að
kannast viö ósigur í viðureigninni
viö Japansmenn, aö neyða Breta
út í stríö meö því að brjótast inn
á Indland; eöa þeir koma á al-
mennu stríöi út af Balkan-skaga
ástandinu. Þeir mundu ekki taka
það jafn nærri sér að ganga’ að
friðarsamningum ef um almennan
ófrið væri aö ræöa eins og ef um
Japansmenn eina væri að ræða.
Gæfu Bretar eða einhverjir aðrir
sig fram til að reyna aö miöla
málum og koma friði á eins og
sakir nú standa, þá gæti slíkt orö-
iö til þess aö kveikja ófriö á ein-
hverjum öörum stað. Því aö
friðarsamningar nú gætu ekki
bygst á öðru en ósigri Rússa.
Ástandið er flókið og ekki hægt
aö sjá hvar lendir. Vinni ekki
Rússar neinn sigur, sem að ein-
hverju leyti réttir viö álit þeirra,
þá missa þeir viröingu þá og beyg,
sem þeim hefir tekist aö koma inn
hjá Asíuþjóðunum. Veröi þeir
aö viðurkenna ósigur fyrir Japans-
mönnum, þá tekur það þá mörg
ár aö ná aftur hinu fyrra áliti sínu
og haldi í Asíu. Hættan "liggur
þess vegna aðallega í því, að ann-
aöhvort veröi þetta margra ára
stríð eöa þá hitt, aö aörar þjóöir
veröi dregnarinn í þaö.
Stríö þetta varpar nýju Ijósi á
lyndiseinkunnir Japansmanna,, og
leiðir margt merkilegt og eftir-
tektavert í ljós. Hetjuhugur
hermannanna á sjó og landi kem-
ur manni ekki á óvart, en sjálfs-
fórnarandinn, sem ríkjandi er hjá
gjörvallri þjóöinni, vekur undrun
og aödáun um heim allan. Þeg-
ar Togo aömíráll kallaöi sjálfboða
til þess aö manna skipin, sem átti
aö sökkva í hafnarmynninu úti
fyrir Port Arthur í því skyni aö
hneppa þar inni rússneska flotann,
þá bauð hver einasti maöur á öll-
um japanska flotanum sig fram.
Sumir sendu inn skriflega beiðni
—og brúkuðu blóö úr sjálfum sér
í blekstaö—um að fá að ganga, aö
því er virtist, út í opinn dauðann.
í einni atrennunni til aö reyna
aö loka höfninni, hljóp Hirosa
undirforingi upp á rússneskan
tundurbát, þegar skip hans sökk,
og barðist þar við ofurefli þangaö
til hann féll. Að líkindum heföi
hann getað komist lífs af með því
að synda aö Japönskum bát, sem
var rétt viö hendina.
Og sjálfsfórn þessi nær ekki
einungis til hersins og sjómann-
anna. Saga berst hingað frá
London af Japanskri konu, sem
gift var rússneskum manni og
haföi mikla ást a honum, en þeg-
ar hún komst aö því, að hann var
rússneskur njósnari, þá kom hún
því óðara upp um hann og lét "
taka hann. * Hefði Vesturlanda-
kona gert þetta, sem vafasamt er,
þá mundi hun aö öllum líkindum
hafa fyrirfariö sér á eftir; en jap-
anska konan áleit þetta blátt á-
fram skyldu sína og skoðaði alls
ekki huga sinn um, hvort hún ætti
aö gera það eða ekki. Japansk-
ur moröingi, sem dæmdur var til
aftöku, átti eftir einn dollar af
peningum sem vinir hans höföu
gefiö honum til aö kaupasér þæg-
indi fyrir í varðhaldinu. • Síöasta
kveídiö, sem maöurinn átti aðlifa,
ráölagði fangavörðurinn honum
að kaupa sér góöa máltfð fyrir
peninginn. En morðinginn spuröi
hvort hann ekki mætti leggja
hann í stríðssjóðinn. Hinn hái
stríðsskattur, sem svo miklum
þrengingum hefir valdið á meðal
íátæklinganna, er greiddur meö
mestu ánægju.
Margir Japansmenn, sem líkam-
legrar óhreysti vegna ekki haía
veriö færir um aöganga í herþjón-
ustu og berjast fyrir landið sitt og
konunginn, hafa tekið þaö svo
nærri sér, að þeir hafa ekki getaö
lifað og því ráðið sér bana.
Jafnhliða hugrekkinu hafa Jap-
ansmenn sýnt sérstakt göfuglyndi.
Gagnvart föllnum óvinum sínum
hafa þeir sýnt fáheyrða kurteisi.
Þegar Makaroff aðmíráll fórst meö
herskipi sínu Petropavlovsk, þá
gengu þeir í prósessíu minningu
hans til heiðurs og báru eitt þús-
und hvitar pappírsluktir. A einni
þeirra stóöu orð þessi rituö:
,, Óhugganlega syrgj um vér rúss-
nesku hetjuna Makaroff aðmírál. “
Hvaö sýnir svo þetta? Þetta
er ekki eingöngu sjálfsfórnarandí
sá, sem svo algengur er á meðal
austúrlandaþjóöanna, heldur ein-
dregin ákvörðun að vinna landinu
sínu sem mest gagn í hverri stööu
sem er. Þessi einstaklingsdæmi
um hugrekki og sjálfsfórn veröa
ef til vill ekki til þess aö vinna
stríöiö, en þau sýna hvernig Jap-
ansmenn eru. Og þaö, sem þeir
sýna meðan á stríöinu stendnr,
mun einnig koma fram hjá þeim
þegar friður er kominn á og þeir
taka sér stöðu á meðal stórþjóö-
annna 1 helztu framfara og vel-
feröarmálum heimsins. — Worlds
Work.
LEIÐRÉTTING.
I síöustu viku birtum vér í blaði
vorugrein úr ,,ísafold“ meö fyr-
irsögninrii ,,íslendingurinn í
París, “ vegna þess vér bjugg-
umst viö, aö margir lesendur Lög-
bergs mundu fara nærri um hver
mannræfill sá er þó nafniö ekki
segi til þess. En í ógáti var þess
ekkigetið hvaöan greinin er tekin.
Samkvæmt lögum ber aö til-
kynna sveitaskrifurum barnsfæð-
ingar innan mánaöar frá því þær
ske og liggur sékt viö ef því laga-
ákvæöi ekki er hlýtt. Bæjar-
skrifarinn í Winnipeg hefir nú
beðið prestana aö áminna söfn-
uðina um það, að eftir þessu veröi
stranglega gengiö framvegis, og
aö hér eftir verði aö vera tekið
fram í téöum skýrslum hér í bæ
strætis-heiti og hús-númer.