Lögberg - 30.06.1904, Page 4

Lögberg - 30.06.1904, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. Júní 1904. Sösbctg Cor. William Ave.;& Nena St. ðflntnijjtg, átt;tn. M. FAULSON, Editor, J. A.BLONDAL, Bus.MBnaiíer. utahAskrift : The LÖGBtKii PKÍNTIKG & PUBLCo. P.O,Boxl30., Wlpnípeg, Man. Kirkiuþingstíðindin. í þetta sinn flytur Lögberg gjöröabók kirkjuþingsins orörétta eins og hún er staöfest á kirkju- þingi. Er þetta gert til þess, aö gjöröir þingsins veröi lesnar af sem allra flestum, og íslendingum fjær og nær gefist kostur á að sjá og kynna sér starf kirkjufélagsins. En bæöi vegna þess, að því miö- ur kaupa ekki allir íslendingar vestan hafs Lögberg,og enn frem- ur vegna þess, aö til eru þeir, og j þaö ekki svo fáir, sem vilja eign- ast kirkjuþingstíðindin í sérstök- um bæklingi, þá veröa þau einnig gefin út J>annig og fást á sínum tíma keypt hjá prestum kirkjufé- lagsins og flestum eöa öllum þeim mönnum, sem mætt hafa sem erindsrekar á þessu síðasta kirkju- þingi. Tuttugasta ársþing hins evangeliska hítcrska kirkjufélagsflsl. í Vesturheimi, HaldiSí Winnipeg 24.—jo. Júní ]go4- FYRSTI FUNDUR. Tuttugasta ársþing Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vest- urheimi kom saman í hinni nýju kirkju Fyrsta lúterska safnaöar í Winnipeg, kl. 10.30 árdegis föstudaginn 24. Júní 1904. Fyrst fór fram opinber guðsþjónusta og prédikaöi séra Rúnólfur Marteinsson meö 1. Kor. n, 20-29 fyrir texta. Gengu síöan kirkjuþingsmenn til altaris; Og aö því búnu setti forseti kirkjufélagsins þingiö sam- kvæmt venjulegu þingsetningarformi. Þá var lögö fram svo hljóöandi skýrsla yfir embættismenn, presta og söfnuöi kirkjufélagsins: Embættismenn: — Séra Jón Bjarnason, forseti; séra Björn B. Jónsson, skrifari; Jón A. Blöndal, íéhiröir; séra N. S. Þorláks- son, varaforseti; séra Rúnólfur Marteinsson, varaskrifari; Jón J. Bildfell, varaféhiröir. Prestar: — Jón Bjarnason, Friðrik J. Bergmann, N. Steingr. Thorláksson,Björn B. Jónsson, Oddur V. Gíslason, RúnólfurMar- teinsson, Hans B. Thorgrimsen, Pétur Hjálmsson, Friðrik Hall- grímsson. Söfnuðir: — Marshall-söfn., St. Pálssöfn., Lincoln-söfn., Vesturheimssöfn., Gardar-söfn., Þingvalla-söfn. (N. D.), Víkur- sofn , Fjallasöfn., St. Jóhannesarsöfn. (N. D.), Hallson-söfn., Péturssöfn., Vídalínssöfn., Grafton-söfn-, Pembina-söfn., Melank- tonssöfn., Guöbrandssöfn., Fyrsti lút. söfn. íWinnipeg, Fríkirkju- söfn., Frelsissöfn., Brandon-söfn., St. Jóhannesarsöfn. (Man.), Þingvallanýl.-söfn., Konkordia-söfn., Selkirk-söfn., Víöinessöfn., Gimlisöfn., Árnessöfn.. Breiöuvíkursöfn.,Bræörasöfn., Geysissöfn., Mikleyjarsöfn., Árdalssöín., Alberta-söfn., Trínitatis-söfn., Swan River-söfn. Forseti kvaddi í nefnd til að veita kjörbréfum erindsreka mót- töku þá dr. B. J. Brandson, J. A. Blöndal og Friöjón Friöriksson. Ákveöiö var að koma aftur saman kl. 2 e. h. sama dag. Fundi slitiö kl. 12 á hádegi. ANNAR ’FUNDUR—{kl. 2 e. h. sama dag). Dr. B. J.Brandson lagði fram svo hljóöandi skýrslu kjörbréfa- nefndarinnar: J.Herra forseti:—Vér, sem kvaddir vorum til at5 taka á móti kjörbréfum erinds- Teka, höfum nú lokiC starfi voru, og samkvéemt kjörbréfum þeim, sem oss hafa verið af lent, eiga sæti á þessu'kirkjuþingf, auk presta og embættismanna kirkjufélagsins, þatiir: F. M. Anderson, frá Marshall-söfn.; Jóh. H. Frost, Vigfús Anderson, Bjarni J jaes, frá St. Pálssöfn. ; Pétur V. Pétursson, Skafti A. Sigvaldason, fá Lincoln-söfn.; J. K. Jónsson, frá Vesturheimssöfn.; dr. B. J. Brandson, Joseph Walters, fráGardar- söfn.: J. S. Björnson, Sigurjón Gestsson, frá Thingvalla-söfn.; Árni Kristinson, Jóh. Jónasson, Thomas Halldórsson, frá Víkursöfu.; Ólafur Einarsson, frá Fjallasöfn.; Jón Einarsson, frá Hallson-söfn.; Jaseph Myres, frá Péturssöfn.; Jóhann Jóhannsson, Árni Árnason, Sveinbjörn Jónsson, frá Vídalínssöfn.; Jón K. Ólafsson, frá Grafton- söfn.; Jón Hannesson, frá Pembina-söfn.; S. S. Einarsson, frá Melanktonssöfn.; Á. Sigfússon, frá Guöbrandssöfn.; Christian Johnson, Árni Sveinsson, FriCjón Friðriks-' son, frá Frelsissöfn.; Cþristjan B. Jónsson, Björn Walterson, fráFríkirkjusöfn.; Jóh. Einarsson, frá Thingvallanýlendusöfn.; Jcsteinn Halldórsson, frá Konkordia-söfn.; Páll Árnason, frá Trínitatis-söfn.; Gunnlaugur Sölvason, Thorst. Thorláksson, frá Selkirk-söfn.; Karl Albertsson. frá Víðinessöfn .; Chr. P. Paulson, Jón Pétursson, frá Gimli-söfn,; Guðmundur Erlendsson, frá Árnes-söfn.; Jón Hildibrandsson, frá Breið jvíkursöfn.; Jón Sveinsson, frá Geysissöfn ; Tryggvi Ingjaldsson, frá Árdals- söfn.; Bjarni Marteinsson, frá Bræðrasöfn.; Helgi Áshjörnsson, frá Mikleyjarsöfn.; J. A. Vopni, frá Swan River-söfn.; H. S. Bardal, J, J. Vopni, O. S. Thorgeirsson, Magnús Paulson, frá Fyrsta lút. söfn. í Winnipeg. — Einn nýmyndaður scfnuður, sem nefnist Isafoldarsöfn., hefir sent erindsreka á þing; vér viljum mæla með því, að þeim erindsreka verði veitt þingréttindi undir eins og nefndur söfnuður hefir fengið inngöngu í kirkjufélagið. Ennfremur mælum vér með því, að kand. theol. Kristinn K. Ólafssyni verði veitt fullkomin þingréttindi, og séra Einari Vigfússyni sé veitt málfrelsi. Á kirkjuþingi í Winnipeg, 24. Júní 1904. B. J. BraNdson, J. A. Blöndal, Fr. Friðriksson. Nefndarálitiö var samþykt í einu hljóöi. Prestar og kirkjuþingsmenn skrifuöu þar næst undir hina fyr- irskipuöu játningu þingmanna svo hljóöandi: ,,Vér undirskrifaðir, prestar og kirkjuþingsmenn, endurtökum hér meö hina lútersku trúarjátningu safnaða vorra, er vér sem meölimir hinnar lútersku kirkju höfum áöur gert, og skuldbindum oss hátíðlega til aö starfa eftir beztu samvizku á þessu þingi og .heima í söfnuöum vorum samkvæmt grundvallarlögum kirkjufélags- íhs og tilgangi þeirra, svo löghlýönin veröi ávalt augljós og félags- "böndin æ traustari. “ Magnús Paulson stakk upp á og Jón Sveinsson studdi, að G. E. Gunnlaugssyni frá Brandon-söfnuöi sé veitt þingseta þótt hann j ekki hafi viö hendina formlegt kjörbréf. Samþykt. Skrifari las upp símskeyti, er nýlega hafði borist forseta kirkju- félagsins, svo hljóðandi: ..Ministerial District Norwegian Synod, assembled at Brandt, S. Dak., sends fraternal greetings to Icelandic Synod. May the blessing of God rest upon your meeting. On behalf of Synod, H. G. Stub. “ Séra N. S. þorláksson stakk upp á aö skrifara sé faliö aö svara þessu ávarpi á viöeigandi hátt. Séra F. J. Bergmann studdi uppá- stunguna og var hún samþykt. Friðjón Friðriksson stakk upp á, aö Þorláki Jónssyni sé veitt málfrelsi áþinginu; Ólafur Einarsson studdi uppástunguna og var hún samþykt. Þar næst las forseti upp ársskýrslu sína, svo hljóöandi: ÁRSSKÝRSLA FORSETA. Af þeim 36 söfn., sem heyrðu kirkjufélaginu til eftir síöasta ársþing þess, hefir einn (Lúterssöfn. Roseau, Minn.) hætt að vera til og það fyrir þá sök, að allr þorri ísl. sem þann söfnuö mynd- uðu, hefir flutt sig burt úr þeirri byggö. Aftr á móti hafa síöan í fyrra tveir nýir söfnuöir lúteskra íslendinga myndazt—Isafoldar- söfn. í Dongola, Assa., og Hólasöfnuðr í Tantallon, Assa.—, og sœkja þeir nú um inngöngu í kirkjufél. á þessu þingi. Af þeim 35 söfn., sem nú í þingbyrjan teljazt kirkjufélaginu tilheyrandi, eru 4 í Minnesota, 11 í N. Dak., 17 í Manitoba, 2 í Assiniboia og 1 í Alberta, eöa innan Bandaríkjanna 15 og 20 í Can- ada. Fasta prestsþjónustu hafa ekki nærri allir söfnuöirnir haft á liðnu ári—aö eins 10 af 15 í Bandaríkjunum og 12 af 20 í Canada. Og stafar þaö auövitaö af prestaskorti vorum. Nokkurrar prests- þjónustu hafa þó allir söfnuðirnir notið, nema einn smásöfnuör í Dakota (St. Jóh.) sem því miðr í því tilliti mun hafa oröiö alveg útundan. Af prestum kirkjufélagsins hefir séra Friðrik J. Bergmann sök- um kennarastarfs þess, er hann samkvæmt ráöstöfun síðasta árs- þings hefir haft á hendi í sambandi við Wesley College, ekki getað unniö neitt verulega að prestskap innan kirkjufélagsins. En meö samþykki skólamálsnefndar vorrar hefir hann þó veitt Tjaldbúöar- söfnuöi hér í Winnipeg, sem eins og kunnugt er hefir til þessa ver- ið utan kirkjufélagsins, stöðuga prestsþjónustu síðan í fyrra. Og var þaö vel, aö sá söfnuör gat fengið hjálp úr þeirri átt, þegar hön- um lá svo mikið á og var sem harðast að berjast fyrir tilveru sinni. Hitt er auövitaö, aö séra Friðrik hefir orðiö aö leggja all-mikiö á sig rneö því aö bœta þessari prestsþjónusty viö kennarastarfiö. Ályktan sú, er í fyrra á kirkjuþingi var gjörö viövíkjandi séra Oddi V. Gíslasyni, leiddi til þess, að hann meö bréfi til mín, dag- settu 24. Ág. 1903, sagði sig úr kirkjufélaginu. Þaö bréf er með athugasemdum mínum prentaö í ,,bam. “, Okt. 1903. Og nú er fyrir þetta þing aö ákveða, hvort þaö samþykkir úrgöngu hans. Eg hefi bent á yfirsjón af vorri hálfu í sambandi viö mál hans. Og eg vona, aö þér, háttvirtu kirkjuþingsmenn, séuö mér þar sam- þykkir, og þá aö sjálfsögöu fúsir til að bœta nú úr ávirðing vorri meö bróöinlegum oröum séra Oddi til handa. En á hinn bóginn hefir séra Oddr nú rétt á undan þessu kirkjuþingi sent mér nýtt bréf, sem eg mun á sínum tíma leggja hér fram, þar sem hann kemr meö þær kröfur til þingsins, er mér viröist oss ekkimeö neinu móti unnt aö fullnœgja. Eins og viö var búizt í fyrra höfum vér á þessu ári fengið hing- aö frá íslandi til samvinnu með oss prestinn séra Friörik Hall- grímsson upp á köllunina, sem söfnuöirnir í Argyle-byggð, Mani- toba, sendu honu-m í fyrra vetr. Hann kom í haust sem leiö á- samt konu sinni og börnum, og eftir aö hann haföi undirskrifaö grundvallarlög kirkjuféiagsins var hann af mér formlega settr inn í prestsembættiö hjá hinum tveim brœðrasöfnuðum viö opinbera guösþjónustu í kirkju þeirra sunnudaginn 4. Okt. Þar með er kirkjumálum þess byggðarlags aftr borgið vel og blessunarlega, og sá mikli gróöi, sem kirkjufélagi voru hefir þar veitzt, er oss víst öllum hja'rtanlegt fagnaðarefni. Missíónarprestrmn séra Pétr Hjálmsson hefir síöan í fyrra eins og áör unniö mikið og gott verk fyrir félag vort. Skýrslur um starf hans frá honum sjálfum hafa birtar veriö í ,,Sam. “ — Rétt eftir kirkjuþing síöasta heimsótti bann hinn unga Trínitatis-söfn. í Big Grass byggö, Man Síöan fór hann vestr til Þingvalla-nýlendu og þjónaöi söfnuðunum þar í tvo mánuöi. í September snemma heimsótti hann íslendinga-byggöirnar út frá Qu’Appelle-dalnum — Dongola og Tantallon—, og þá var Isafoldar-söfnuör myndaðr. Eftir þaö feröaöist hann til Alberta, vestr undir Klettafjöll, og þjón- aöi söfnuöinum þar í þrjá mánuöi eða fram undir jól. Eftir nýár þjónaöi séra Pétr Trínitatissöfn. í tvær vikur. Næst þar á eftir heimsótti hann fólk í Álftavatnsnýlendu og byggðirnar á Sigluhesi og viö Narrows austan megin Manitoba-vatns.—í Febr. áliðnum ferðaöist hann til landa vorra á Red Deer tanga í Winnipegosis- vatni og dvaldi þar í hálfan mánuð. Síðan til Svvan’ River og þjónaöi söfnuðinum þar heilan mánuö. í miöjum Apríl gjöröi hann ferð til Foam Lake byggðar í Assiniboia, og þaðan viku síð- ar til Qu’Appelle-dals byggðanna, og þá Var Hólasöfnuðr myndaðr. í Maí þjónaði hann Trínitatis-söfnuöi tvær vikur. Eftir það hefir hann heimsótt íslendinga á Big Point vestan Manitoba-vatns og loks—nú næst á undan kirkjuþingi þessu Melanktonssöfnuö í Mouse River byggö í N.-Dak. Séra Pétr Hjálmsson hefir á árinu skfrt 66 börn, fermt 52 ungmenni, tekið 195 manns til altaris, gift ein hjón og jarðsungiö tvö lík.—Missíónarstarfsemi séra Pétrs Hjálmssonar hefir, eins og yör öllum mun ljós., verið mjög víötœk og miklum erviðleikum bundin, enda hefir hann lagt fram alla sína krafta til þess að verkiö gæti sem bezt heppnazt. Þaö mun nú einnig oröið alkunnugt, aö auk frábærrar skyldurœkni hefir hann til að bera sér- staka h-œfileika til-þess að laga missíónarverkiö eftir ástœðum þess fólks, sem þaö er unnið fyrir, og með drottins hjálp láta það koma að tilætluöum notum. Hann á því meira en lítið þakklæti skilið af kirkjufélaginu. Nú er mér um það kunnugt, að á leiöinni til hans er ný köllun frá söfnuðunum í Þingvallanýlendu, er fer því fram, að hann verði framvegis fastr prestr þeirra og nágrannasafn- aða annarra, sem vildi vera meö í líku sambandi. Og sannarlega myndi þeir söfnuðir geta unnið miklu meira fyrir málefni guðsrík- is hjá sér, ef þeir fengi hann ,til sín sem fastan prest, eins og þaö líka er skiljanlegt, að það myndi fyrir hann persónulega veramiklu þægilegra aö komast í þannig lagaöa prestsstööu. Menn slíta fljótt kröftum sínum á stöðugum missíónarferðum, þegar eins kappsam- lega er unnið eins og séra Pétr hefir gjört síðan hann gekk í þjón- ustu kirkjufélagsins. Engu að síör vildi eg þó ráða þinginu til þess að skora á hann aö hætta ekki undir eins missíónarprestsstarfinu, og biðja söfnuöina, sem eru aö kalla hann til sín, að bíða þangað til vér,getum fengiö annan mann í hans stað til missíónarverksins í hinum prestslausu Islendingabyggöum. I þessu sambandi skal tekiö fram, aö eg hefi nýlega upp á væntanlegt samþykki þessa kirkjuþings veitt manni einum í Reykja- vík, sem vér allir berum bezta traust til, hr. kandídat Sigrbirni Á. Gíslasyni, umboð til að leita þess við prestinn séra Sigtrygg Guö- laugsson (á Þóroddstað), hvort hann vildi ekki nú á þessu sumri koma hingaö vestr frá íslandi í þvi skyni að ganga í þjónustu kirkjuféiags vors, og heita honum ef hann kœmi, í voru nafni 70o dollara árslaunum. Þótt eg ekki persónulega þekki þennan prest, þá er mér þó svo mikið um hann kunnugt, aö eg þykist hafa nœga trygging fyrir því, aö hann sé mjög alvörugefinn kriStinn maör, meö góöum kennimanns hœfileikum, meö einbeittum vilja til aö vinna að útbreíðslu guös ríkis og aö því er kemr til trúarskoöana kirkjufélagi þessu algjörlega sammála. Hvort hann sér sér fœrt, að taka þessari prestsköllun héöan, veit eg því miðr ekki. En ef hann ekki fæst, þá þurfurn vér hiö bráðasta aö fá einhvern annan hœfan mann úr sömu átt, og helzt fleiri en einn. Því að missíón- arsvæði vort fœrist óöum út og verkamannafæðin hér er að verða meir og meir tilfinnanleg meö hverju líðanda ári. Fagnaöarefni er þaö þó mikið fyrir oss, aö hr. Kristinn Ólafs- son, ungr maör meö ágætum hœfileikum, sem á síðasta vori er ineð heiöri útskrifaör frá prestaskólanum lúterska í Chicago, er til þess búinn aö taka við kennimannlegu embætti innan kirkjufélags- vors og hefir í drottins nafni ákveðið aö veröa hér á þinginu næsta sunnuaág prestvígðr til Garðar-safnaðar og annarra safnaöa þar í nágrenninu. Hann lá um tíma í vor, eins og þér líklega allir vitið, í hættulegum sjúkdómi fast viö dyr dauöans. Og bjuggust þá margir helzt viö því, aö hann myndi verða kallaör burt. En drott- inn miskunnaði sig yfir hann og oss; hann heyrði bœnirnar, sem til himins voru sendar fyrir lífi þessa bróöur vors, og reisti hann aftr á fœtr. Fyrir þá náð ber oss öllum að þakka drottni af hrœrðum hjörtum. Og í sambandi viö hugsanina um þaö, hve verkamenn- irnir eru fáir þar í víngarði drottins sem vér eigum heima, ætti oss aö vera ljúft aö fullnœgja þeirri skyldu. Nokkurn tíma eítir kirkjuþing í fyrra vann hr. Kristinn aö kennimannlegifcstarfi á Garöar áör en hann hvarf suör til Chicago- til aö halda gufcfrœöisnámi sínu áfram. Samþykkt var á seinasta þingi aö þiggja tilboö séra Einars- Vigfússonar um aö vinna nokkuö fyrir kirkjufélagiö. Og var til- tekinn 4 mánaöa tfmi til reynslu. Einnig voru staðir þeir, þar: sem hann skyldi vinna, tilteknir: Grunnavatnsnýlenda, Pipestone— byggö og bœrinn Brandon. Hann heimsótti alla þessa staöi og, dvaldi þar eins og til var ætlazt. Og var honum úr kirkjufélags- sjóöi veitt sú þóknun, sem til var tekin af þinginu. Um árangrinn. af verki hans treysti eg mér ekki aö segja neitt. En er vér, meirk hluti prestanna í kirkjufélaginu, komum saman hér í Winnipeg undir lok Janúarinánaöar til þess að bera osssaman um ýms kirkju- leg mál, varö þaö að samþykkt meö oss, að rétt væri aö gefa séra. Einari aftr toekifœri til aö reyna sig við missíónarstarf fyrir félag vort um 3 mánaöa tíma upp á lík kjör og áör. Og þá hann þaö- tilboö. Heimsótti hann fyrst Pine Valley byggöina hér fyrir sunn- an og austan í Manitoba, svo og leifarnaraf ísl. byggöinni í Roseau Co., Minn., þar suör undan. Síöar dvaldi hann um 2 mánuði í Nýja ísl., í prestakalli séra Rúnólfs Marteinssonar, honum til aö- stoðar og aö tilmælum hans. En eftir þaö, nokkuru seinna, ferö- aðist bann til byggöarinnar ísl. út frá Morden, þar sem Guöbrands- söfnuör er, og vann þar um hríö aö kennimannlegu verki.—Eg vona, að kirkjuþingið samþykki þessa síöari ráðning hans af vorri hálfu. Til Nýja íslands þyrfti hiö allra fyrsta að fást annar prestr í viðbót við þann, sem nú veitir öllu því víölenda og erviöa héraöi þjónustu. Heilsu séra Rúnólfs Marteinssonar er bersýnileg hætta búin af þeirri ofraun, sem sú þjónusta hefir í för meö sér. Ef Nýja íslands söfnuöirnir meö engu móti treysta sér aö launa tveim prestum sómasamlega, þá verör kirkjufélagiö aö hlaupa þar undir bagga. Bráölega þyrfti og kirkjufélagiö aö fá prest vestr á Kyrra- hafsströnd til þess aö starfa meöal hinna dreiföu landa vorra þar, sem fjölga óöum. Mér vitanlega er eigi all-fáum fyrrverandi safn- aöarlimum vorum, sem þangaö hafa flutzt héöan aö austan, þaö mikiö áhugamál, aö slíkr starfsmaör fengist á þaö svæði. Líka þetta nauösynjamál vil eg leggja kirkjuþinginu á hjarta. Aö lík- indum myndi prestakall, sem myndaö væri i þeim vestrbyggöum, á mjög skömmum tíma geta oröiö sjálfstœtt, en á meðan þaö ekki væri, allt svo lengi sem það ekki kœmist á fastan fót, yrði kirkju- félagið aö hjálpa. Þér sjáið af þessu, sem þegar er tekiö fram, að endilega verör nú að gjöra ráöstöfun fyrir því, að tekjur kirkjufélagsins aukist til muna fyrir næsta ár frain yfir það, sem veriö hefir. Ef skyldu- gjaldið, sem hvílir á hverjum söfnuði og miðaö er við fólkstölu, ekki verör hækkaö, þá verða tillögin frjálsu frá söfnuöunum þeirn mun meir aö vaxa; því miðr hafa sumir söfnuðir, þar sem efnahagr fólks þó vitanlega er í mjög góöu lagi, á síöastliðnu ári alls ekki verið þar meö. Þetta þarf endilega að lagast og allir söfnuðirnir ætti eitthvaö á þennan hátt aö leggja til. Trúarsamtalsfundir hafa á árinu af hálfu kirkjufélagsins verið haldnir í 13 söfnuöum, en einn þeirra funda var sameiginlega fyrir tvo söfnuði (Argyle-söfnuðina) og einn í söfnuöi, sem enn er fyrir utan kirkjufélagiö. I Nóvember voru 4 slíkir fundir haldnir—í Lincoln-söfn., St. Pálssöfn. í Minneota, Westrheimssöfn. og Mar- shall-söfn. Fundrinn í Argyle var áðr—í byrjan Októbermánaöar. I Janúar voru fjórir fundir —í Pembina-söfn., Selkirk-söfn., Tjald- búöinni og Fyrstu lút. kirkju hér í Winnipeg. Og í Marz voru 3 fundir hjá söfnuöum í Nýja íslandi—í Geysis-söfn., Árnes-söfn. og á Gimli. Á 6 af fundum þessum var rœtt um skyldur foreldra við börn sín, á 2 um bœ n i n a, á 2 um sy n d i n a, á 1 um kir kj una og á 1 um kirkjugöngu. Slík fundahöld eru betr og betr að heppnast hjá oss, enda hefir á þessu ári verið farið aö tala illa um þau opinberlega af andstœðingum kristninnar, sem ein- mitt er gott merki fyrir oss. Flestir prestar á fundum þessum voru 6, en fæstir 2. Aðsókn fólks annars til samtalsfundanna var víðast hvar góö og allsstaðar eftir ástœðum viöunanleg. Síöan í fyrra hefir engin kirkjuvfgsla farið fram innan félags vors. En að tveim dögum liðnum—meðan kirkjuþing þetta stendr yfir—á musteri það hið nýja og veglega, er vér nú erum saman- komnir í, að verða vígt. Hornsteinsleggingin fór fram 20. Ágúst. —I Breiðuvíkrsöfnuði og Konkordía-söfnuði eru og að rísa upp nýjar kirkjur, sem búizt er við að bráðlega verði fullgjörðar. Bókasafn kirkjufélagsins er í mínum vörzlum enn samkvæmt ráðstöfun skólamáls nefndarinnar með hœfilegri votrygging fyrir eldi. Fyrir bœkr, sem því hafa verið gefnar, helzt gamlar íslenzk- ar, hefi eg kvittað í ,,Sam.“ En fjárveiting þá til bókakaupa safni því til handa, sem samþykkt var á síðasta þingi, hefi eg ekki þorað að nota af ótta fyrir því, aö sjóör kirkjufélagsins ekki myndi hrökkva til þess aö borga fyrir missíónarverk þaö, sem unniö hefir veriö. Þau útgjöld verða að sitja fyrir öllu ööru. Meöan skóla- mál kirkjufélagsins er ekki komið lengra áleiðis en enn er, ríðr ekki heldr svo mjög á því, að nýjar bœkr sé keyptar til safnsins. Eg vil því ekki fara frain á þaö, aö nein ný fjárveiting í því skyni sé samþykkt á þessu þingi. Aö eins gjöri þingmenn svo vel að hafa það hugfast, að í rauninni á bókasafniö nú 50 dollara hjá kirkjufélaginu eða í sjóði þess, sem ætti að mega nota til að hlynna að safninu, þegar ástœör sjóösins leyfa. En allir þingmenn gjörði vel í því aö styöja aö áframhaldandi bókagjöfum til safnsins. A útgáfu ,,Sameiningarinnar, “ hins eiginlega málgagns kirkju- félagsins, og fylgiblaös þess, ,,Kennarans, “ hefir engin breyting verið gjörö á árinu. Komiö hefir þó til tals í sunnudagsskólamáls- nefndinni, sem kosin var á kirkjuþingi í fyrra, aö breyta eitthvað til aö því er ,,Kennarann“ snertir, gjöra framvegis meir sunnu- dagsskólum vorum til eflingar en að undanförnu hefir veriö gjört meö því blaði. Og mun nefndin ná“kvæmlega skýra frá hugsan sjnni í því sambandi hér á þinginu—á sérstökum fundi út af sunnu-

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.