Lögberg - 04.08.1904, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. ÁGÚST 1904.
5
j RUDLOFF GREIFI.j
, ,í því efni veröið þér aö haga yður eftir því
sem þérálítið viturlegast, “ svaraðieg harðneskju-
lega. ,,Ef þér haldið, aö þér hjálpið ættingjum
mfnum bezt með því að standa hér og þjarka, og
koma mér til að reka yður í gegn eftir á, þá hafið
það þannig. En það er langtum viturlegra af
yður að hafa vakandi auga á manni þeim, sem á
yður hefir leikið—eg á við Hechscher barún—og
reyna að ónýta hin viðsjárverðu vélráð hans. “
,,Eg álít að þér séuð svikari; að þér hafið á
yfirborðinu unnið fyrir Minnu kántessu, en undir
niðri á móti henni; og að þér hafið af yfirlögðu
ráði komið henni undan til þess að hjálpa Ost-
enburg-mönnum. Þér eruð spæjari, og ekkert
annað. • ‘
,,Og þér eruð heimskingi og lítilmenni, eins
skammsýnn eins og þér eruð skapillur, og eins
skilningslítill eins 'og þetta heimskulega álit yðar
ber vott um. Þér eruð leiksoppur í hendi Heck-
scher barúns. “
,,Þér skuluð eiga mig á fæti fyrir þetta—
eða svo ætti það að minsta kosti að vera eí þér
væruð þess verður, að nokkurt tillit væri takandi
til yðar. ‘ ‘
Hann var svo reiður og óður, að hann átti
bágt með að stilla sig um að slá mig, og í þessari
óstjórnlegu vonzku brutustsíðustu illyrði hans út.
Eg hafði búist við einhverju þesskonar frá
honum og það bjó undir það sem á eftir mundi
fara; en rétt í þessu sá eg Steinitz í fólksþyrping-
unni og batt eg því enda á deiluna.
,.Þegar þér vitið hvernig í öllu liggur, þá
verðiö þér fúsari til að biðja mig fyrirgefningar
en að bjóða mér á hólm. En ef þér þá viljið
halda hólmgöngu fram, mun ekki á mér standa. “
Eg hneigði mig með mestu viðhöfn, setti
upp grímuna og hraðaði mér til Steinitz.
Það va'r auðséð á öllu, að þessir tveir menn
höfðu náð í einhverjar sögur um ^inig hjá lög-
mönnum. Og með því þetta voru þeir einu á
meðal samsærisleiðtoganna, sem Minnu voru
hollir, þá var Heckscher barún nógu slægur til að
nota slíkt til að espa þá upp á móti mér og telja
þeim trú um, að eg væri spæjari í þjónustu Ost-
enburg-manna. Með því móti var hægt að gera
það sérlega sennilegt, að mér væri um fjarveru
Minnu að kenna.
Eg á hinn bóginn varð meira og meira hrædd-
ur um Minnu, og enn þá hræddari hefði eg þó
um hana verið ef eg ekki hefði vitað, að sem
betur fór var Nauheim í lamasessi og—að eg von-
aði—míkið meiddur. En til að tryggja óhult-
leik hennar hafði eg þó hertogann á mínu valdi,
og eg beið þess með óþolinmæði að geta látið
barúninn vita í hverju styrkur minn lá.
Steinitz benti mér á leikkonuna, sem nú
hafði klætt sig úr yfirhöfninni og var að tala við
hóp karla og kvenna með hlátri og kátínu. Eg
þokaði mér fram hjá dansfólkinu og nam staðar
frammi fyrir henni, þar sem hún gat séð mig.
Þegar hún kom auga á mig setti hún upp reiði-
svip og bauð mér byrginn með því að snúa að mér
bakinu og halda áfram samtalinu. En eg var
ekki í skapi til að láta leika með mig, eða leyfa
henni að álíta, að hún gæti farið með mig eins
og henni sýndist. Þess vegna gekk eg rakleiðis
til hennar og krafðist viðtals tafarlaust.
,,Getið þér ekki séð það, að eg er að tala
við aðra? Dansseðill minn er útskrifaður, “ svar-
aði hún með miklum þótta.
,,Erindi mitt við yður þolir enga bið, “ sagði
eg ákveðinn. ,,Og ef þér ekki viljið tala við
mig einslega, þá neyðist eg til að fiytja erindi
mitt hér frammi fyrir öllum. “
Hún horfði á mig eins og til að sjá, hvort
mér væri alvara; og hún hefir komist að þeirri
niðurstöðu.að svo væri, því hún fleygði reiðulega
til höfðinu og sagði:
,,Eg get lofað yður að tala við mig í þrjár
mínútur, þangað til næsti dans byrjar. “
Eg leiddi hana til sætis á skrautlegan hæg-
indabekk í einu horninu.
,,Þér hafið hefnt yðar grimmilega, og sér-
lega ómannlega, og það fyrir engar verulegar
sakir, “ sagöi eg. .,Eruð þér nú ánægð með svo
búið, eða á eg að vænta enn þá frekari hefnda?“
,,Eg sagði yður það, að. þér hefðuð gert mig
að óvin yðar. “
,,Og þér hafið sýnt það í verkinu. Hafið
þér gert nokkuð meira? Þér vitið, að eg á við
dagsverk yðar í Friessen. “
,,Geti eg gert yður mein þá geri eg það. “
,,Og Praga?“
,,Eg hata yður!“ sagði hún tneð megnri
beiskju.
,,Það hafið þér nægilega sannað. Hafið þér
svikið Praga viðvíkjandi þessu ídag?“
,,Þaðsegi eg yður ekki. Hvernigdirfist þér
að spyrja rnig svona í þaula? Þér eigið ekkert
yfir mér að segja. “
,,Hafið þér sagt fólkinu, sem fékk yður til
að leika á mig,frá því, að þér hafið tælt Marx her-
toga ávald manna, sem taka hann af iífi ef þörf
gerist?“
Þetta kom við haná, og hún litaðist um ótta-
slegin.
,,Talið ekki svona, “ hvíslaði hún. ,,Það
er engin næíta á neinu slíku. “
,,Yður skjátlast, “ svaraði eg stutt og illúð-
lega. Hendi nokkur ógæfa stúlkuna, sem þér
svikuð í nótt, þá skal það kosta líf mannsins, sem
þér tælduð; og eg skal segju upp alla söguna um
það, hvernig þér fóruð að. “
Það var hálf ómannlegt að 'hræða hana þann-
ig; en eg gerði það ekki sjálfum mér til hjálpar,
heldur Minnu.
Ókyrleiki stúlkunnar jókst við hvert orð.
,,Það má ekki. Það skal ekki verða. Þér
þorið það ekki, “ hrópaði hún.
,,Undir svona kringumstæðum kemur ekki
til mála hvað maður þorir, “ sagði eg illmann-
lega.
,,En mér var lofað því, að honum skyldi
ekkert inein verða gert. “
,,Þá höfðuð þér ekki svikið okkur. “
,,Eg fer og segi tafarlaust frá öllu, “ sagð
hún óttaslegin.
Gott. Hún var þá ekki búin að segja frá
því.
,,Það er of seint. Þér voruð tálbeitan, en
hertoginn er nú í höndum minna manna og ekk-
ert jarðneskt vald getur frelsað hann ef eg vil
láta hann deyja. Haldið þér eg sé sá hálfviti að
geyma hann þar, sem þér getið vísað á hann?“
Hún sat með spentar greipar og ósegjanleg
hræðsla lýsti sér í a.uaum hennar og andardrætti.
,,Þér hafið átt kænlegan þátt í tvennum
vélabrögðnm, og munuð komast að raun um, að
það er ekki hættulaust, “ sagði eg ennfremur, al-
varlega.
Til þess að koma mínu fram, var nauðsyn-
legt að hræða hana duglega, og eg sat þegjandi í
tvær mínútur til þess að lofa hræðslunni að íesta
rætur. Þá sneri eg við blaðinu.
,,Það er á yðar valdi að frelsa líf hertogans,
Praga og yðar, “ sagði eg.
Hún var of yfirkomin til að tala, en vonar-
geislinn í andliti hennar var mér fagnaðarefni.
,,Frelsið Minnu kántessu. Hjálpið mér til
að finna hana. “
Vonarglampinn hvarf úr andliti hennar.
,,Eg get það ekki. Eg hefi enga hugmynd
um hvar hún er. “
Segið mér alt se'm þér vitið um bragð þetta
gagnvart kántessunni, sem þér tókuö þátt f. “
Rétt í því kom maður í feneyskum skipstjóra-
búningi og ætlaði að taka hana til að dansa við
sig.
,.Eg verð að vita um þetta tafarlaust, “
hvíslaði eg í snatri. ,,Þér verðið að neita hon-
um. “
Það var til þess að reyna vald mitt. Færi
hún að dansa, þá tæki eg það sem merki um ó-
sigur.
,,Eg má ekki neita honum. Eg þori það
ekki, “ sagði hún og það var óstyrkur á henni.
,,Þér skiljið hvað það þýðir, “ svaraði eg í
hálfum hljóðum.
Maðurinn kom til hennar, og óstyrkurinn á
höndunum á henni sýndi, að hún átti í stríði við
sjálfa sig.
,,Þetta er, held eg, ckkar dans, “ sagði mað-
urinn og hneigði sig.
,,Já, eg—já, það er> “ og hún aðstóð upp
hálfu leyti, en hneig aftfir niður í sætið. ,,En
eg er naumast nógu frísk til að dansa. Eg sit
hérna til að kæla mig. Eg bið yður að afsaka
mig. “
,,Leyfið mér þá að sitja hér hjá yður meðan
á dansinum stendur, “ sagði hann og vék sér að
mér í því skyni, að eg þokaði fyrir honum.
Eg hreyfði mig ekki, auðvitað, og lézt ekki
sj-i augnatillit hans.
,,Það tekur á mig, en—vinur minn hefir—
hefir flutt mér þýðingarmiklar fréttir, og—og þær
hafa—hafa hrygt mig—og mig langar til að
halda áfram samtalinu. “
Þetta var eins klaufaleg afsökun eins og tíu
ára gamalt barn heföi stamað henni upp, ogmjög
ólíkt Clöru. En til allrar hamingju þyktist mað-
urinn við þessa sýnilegu óvirðingu, hneigði sig
kuldalega og fór.
Eg hafði aítur unnið sigur.
RNVARfl; lljiie Rililwn
er þægilegra fyrir husmóðurina en
nokkuð annað er til húshalds þarf.
Það lukkast æfinlega vel og eyðir
aldrei tima eða efni til ónýtis.
Gestum er koma á Dominion-
sýninguna frá 25. Júlí til 6. Ág.,
er viasamlega boðið að koma á
skrifstofu okkar (Grain Exchange
Building). Okkur væri ánægja að
kynnast yður og útskýra fyrir yð-
ur hvernig við rekum viðskifti.
Thompsoi, Sons & Co.
Grain Commission Merchants
WINNIPEG.
Bankarar: Union Bank of Canada.
Prentsmiðja
Gísla Jónssonar,
(>5tí Youn“ st.
___ 25 cent baukurinn.
3 verðlauna miðar í hverjum bauk. Skrif-
ið eftir Iista yfij nv falleg verðlaun.
BLUE KÍBBON, WINNIPEG.
,,Nú getiö þér sagt mér alt, sem þér vitið. “
,,Bíðið þér við. Gefið mér ofurlítið næði,
svo ekki líði yfir mig. “
Hún skalf eins og hrísla, og eg sat og beið
þess, að hún næði sér svo, að eg gæti fengið
fréttir þær, sem mig langaði út af lífinu til að
heyra.
XIX. KAPITULI.
SAGA þERNUNNAR.
,,Eg hefi satt að segja ósköp lítið til að segja
yður, “ sagði leikkonan eftir langa þögn á með-
an hún var að stríða við að stilla sig. ,, Eg veit
undurlítið. Auðvitað vissi eg fyrir löngu síðan,
að eitthvað merkilegt ætti að standa í sambandi
við samkomu þessa, og signor Praga vegna komst
eg eftir öllu sem eg gat. “
,,Eg vil fá að vita um alt í sambandi við það,
að þér genguð hér í stað kántessunnar, það er
alt og sumt;“ því að tíminn leið óðum og eg var
orðinn svo áhyggjufullur út af Minnu, að eg réði
mér naumast.
,,Mér var einungis sagt, að eg ætti að leika
annan kvenmann, og að mér yrði borgað fyrir
það. Mér var meira að segja gefið í skyn, að ef
alt hepnaðist vel þá kæmist eg inn undir hjá viss-
um mönnum, sem mikil ráð hefðu. “
,,Á eg að skilja það þannig, að þér hafið
gert þetta vegna peninga eingöngu?“
,,Nei, heldur vegna þess eg áleit, að mér
mundi eitthvað sérlega gott af því skína. “
,,Sögðuð þér Praga frá þessu?“
,,Nei. Hvers vegna ætti eg að segja hon-
um frá öllu? Eg vissi ekki beinlínis til hvers var
ætlast fyr en eg kom hingað aftur í kveld. Þá
heföi eg kannske hætt við alt saman ef eg hefði
getað—og ef eg hefði ekki einnig vitað, að með
þessu fékk eg tækifæri til að þefna mín á yður. “
,,Hvernig náðuð þér yfirhöfn kántessunnar,
og hvenær komust þér í stað hennar til manns-
ins, sem settur var til að gæta hennar?“
„Egnáði alls ekki yfirhöfn hennar. Sú,
sem eg var í, var hér við hendina handa mér
þegar eg kom í kveld. Einhver hafði gefið ná-
kvæma lýsingu af því, hvernig kántessan ætti að
vera búin, og alt var til reiðu. “
„Vissuð þér. að það var Mmna kántessa,
em þ ér áttuð að leika?“ •
,,Já. Mér var ekki sagt það, en eggat þess
til; og þegar mér var sagt, að þér munduö koma
til mín og leiöa mig til hásætisins, þá vissi eg
upp á hár hvað alt átti að þýða. Eg gerði samt
ekki alt, sem eg átti aö gera. Eg átti að ganga
meö yður yfir um þvera stofuna, að hápallinum,
og fleygja þar fyrst af mér grímunni til þess að
láta yður verða ráðalausan og yður til skammar
frammi fyrir öllu fólkinu. “
,,Og hvers vegna gerðuð þér það ekki?“
,,Eg vildi heldur ná már niðri á yður eins-
lega. Og þaö tókst mér við að sjá vandræðin
og vonbrigðin í andliti yðar þegar eg tók af mér
grímuna og þér lituð framan í mig. “
,, Og hvernig var hægt að koma skiftunum
við?“
,,Það var undur auðgert. Sumir þeirra,
sem í vitorðinu voru, þyrptust utan um kántess-
una; aðrir fundu að því, og urðu við það stimp-
ingar; rétt í því komst eg í staðinn hennar í fólks-
þrönginni, en einhver. maður, sem búinn var eins
og eftirlitsmaður hennar, gaf sig fram og leiddi
hana, eins og hann komst að orði, þangað sem
hún ekki yrði fyrir troðningi. “
,,Hvert var farið með hana?“ spurði eg með
ákafa.
,,Það veit eg ekki. Eg veit ekki fremur en
þér, hvað á eftir fór. Eg hafði ekki verið þarna
nema fáeinar mínútur þegar þér komuð til mín. “
,,Hver sagði frá öllum ráðagerðum okkar,
og gerði þetta þannig mögulegt?“
Því að auðsjáanlega hafði einhver svikið
okkur, sem við höfðum trúað fyrir öllu—einhver,
sem jafnvel ’ vissi um leynimerkiö á yfirhöfn
Minnu. Hérvar ekki einungis um það að ræða,
að fólk hefði séð hana og þekt hana á dansinum;
því að búningurinn hafði verið við hendina áður
en Minna kom til hallarinnar.
,,Mér var ekki sagt það, “ svaraði hún.
Hver sein það hafði gert, þá höfðum við
verið rækilega svikin. Eg hafði verið látinn
trevsta því, að það bragð mitt að láta þernuna
koma fram í stað húsmóður sinnar hefði hepn-
ast; og svo er fótunum kipt undan öllu þegar eg
hélt alt væri í be;:ta lagi. Þeir höfðu reiknað
það þannig út, að eg varaðist ekki þennan leik,
og því miðurreyndist sá útreikningur þeirra réttur.
En hver var svikarinn? Aðferð þessi gat
ekki hafa verið fundin upp og undirbúin á lítilli
stundu. Það sýndi, að allar mínar ráðagerðir
frá því fyrsta höfðu borist til eyrna óvinanna; og
eg gat ekki skilið, að um aðrá væri að gera en
annaðhvort Gratz barúnessu eða Maríu.
,,Hyer sagði yöur fyrir um það, sem þér
áttuð að gera, “ spurði eg hastur.
,,Það segi eg yður ekki, “ svaraði hún jafn
höst, og við þá neitun hélt hún hvernig sem eg
gekk á hana.
,,Hafið þér séð Nauheim greiía héríkveld?“
spurði eg.
,,Nei, hann er ekki hér. “
„Hvernig vitið þér það?“
,,Eg heyrði fólk vera að^undrast yfir fjar-
veru hans. “
, ,Getið þér gefið mér nokkura bendingu um
það, hvar eg sé líklegur til að finna Minnu
kántessu?"
,,Nei, alls ekki. Eg veit ekki meira um
það en þér. “
Það var gagnslaust að spyrja hana frekar.
Hún hafði auðsjáanlega verið notuð eins og verk-
færi án þess henni væri trúað lyrir neinu. Eg
hlaut að leita upplýsinga í annarri átt; annað-
hvort hjá Nauheim, gæti eg fundið hann, eða
hjá Heckscher.barún.
En hinn síðarnefnda var rnér nauðugt að
eiga tal við fyr en þeir Krugen og Praga höfðu
fengið nægan tfma til að koma Marx hertoga
undan.
Thos. H. Johnson,
islenzkur lðsfræðingur og mAla-
færslumaður.
Skrifstofa: Room 33 Canada Life
Block. suðaustur horni Portage
Ave. <fc Main st.
Ftanáskrift: P. O. uoxlSSl.
Telefón 428 Winnioeg, Manitoba.
“EIMREIÐIN”
breyttasta og skemtilega.sta tiina
..ðáislenzku Ritgjörðir, mjmdir.
gur, kvæði Verð 40 cts hven
■fti Pæst hjá 1. S. Bardal og
S. Bergmanno fl.
KENNARA y',T,t<r vif' M,,ish-
-------------)«nd skóia, nv 1.78,
IvENNARA vantar að Geysiskóla
.....nr. 770. frál Okt h.
á til loka Marzinánaðai 1!) 5 — 0 mán-
sem liefir 2 eö» 3 Class Ce1 tificate —
Keiisla byrjar 15 Se|it. og beiz: til 15
Des 1904, TJiusækjt-ndur sr.úi ser til
undirritnðs qt taki til kav p o.s frv —
S 11 Olson. Sec. Tieas Marshlaitd S.
Dist. . Marshland P. O.. Man.
VANTAR
UNGAK MANN
t;l þess gð vinna
Dr. M. EALLDORSSON,
ParlcRlveF, B7D ,
I Er að hitta á hverjum viðvikudegi i j
Grafton, N. D., frá ki, 5—6 e. m.
uði. Tilboð sendist til undivritaðs fyr- að nokbu.-u tða öllu leyti við að selja
ir 1. Serten ber þ á., sem tiltaki æfing,; Hfsábyrgðir í göinlu og góðu áHyrgðar-
mentastig og hvaðakanpi æsktereftir. félagi. Got- ke tp borgað duglegum
—Geysir. Man., 18 Júlí 1904. Bjakxi manni. Utaiíástrift: ..Insurance ',
Jóuannsson. c-o Lögberg Pttg &Pubi Co Winnipeg.