Lögberg - 29.09.1904, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.09.1904, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. SEPT. 1904. cor. William Ave. &, Nena St. ®:nn:pfg, Jftan. M. PACLSON, Editor, A. BLOND A L. Bu». ManBgcr. OTÍWÍSKRIVT : The lít IÍL6 lklMTÍG * l'líLCo P.O. Bnx 136., Winnipeg. Man. Góð ráðsmenska. Skýrslur yfir störí og hag póst- máladei.darinnar í Ottawa á fjár- hagsárinu sem endaöi 30. Júní síöastliöinn, sýna $304,771 tekj- ur aö frádregnurn öllum kostnaði. Og ber þess að gæta, að hér er talinn allur hinn mikli kostnaður við póstflutninga til Yukon, Atlin og Peace River héraösins. Þessi ráösmenska póstmálaráð- gjafans er alment viöurkend aö vera aðdáanleg, ekki sízt verður hnn það borin saman við ráös- mensku póstmálaráðgjafa aftur- haldsstjórnarinnar gömlu þegar burðargjald var miklu hærra, mílufjöldinn langtum minni, sem farinn var, kaup lægra og samt árlegur tekjuhalli og hann mikill —frá $750.000 til $800,000 á ári. Laun póstþjóna hafa verið færð upp um 20 prct. Laun póst- meistara hafa hækkað. Utgjöld mánna haía veriö færð niöur með því aö minka buröargjald úr 3c. niður í 2c. undir bréí innan lanc's og til Bandaríkjaflna og úr 5c. niöur í 2c. til a!!ra staða innan brezka ríkisins, og þrátt fyrir alt þetta er nú yfir $300,000 tekju- afgangur í póstmáladeildinni. Árið 1902—3 fékk stjórnin sa nþykki þmgsins til að hækka laun manna, sem í þjónustu póst- rnájad.ildarinnar vinna. Launa- hækkun sú á síðasta fjárhagsári nam $236,765. Heföi ekki laun manna verið þ>annig hækkuð, þá hefði nú tekjuafgangurinn verið $540,536. En það er ekki nóg með þaö, aö póstmáladeildin beri sig nú sjálf íjárhagslega, og meira en þ>aö, heidur hafa póstflutningar verið stórum auknir og bættir og pcsthúsum fjölgað. Síðan árið 1896 hefir verið bætt við 1.357 pósthúsum. Árið sem leiö var ferðast 37,899,210 mílur meö póstflutniriga landveg í Canada, og er það 6,647,527 mílum meira en árið 1896. Peninga ávísunum og ,,postal notes“ hefir fjölgað úr 1,316 upp í 12,894 eða því nær tífaldast. Nú eru yfir níu hundruö og sextán pósthús-sparisjóðs bankar í land- inu, og hefir þeim einnig fjölgað um 206. Burðargjald hefir lækkað á þrennan hátt. Undir bréf um Canada og til Bandaríkjanna hef- ir buröargjald verið fært niður í tvö cents úr þremur, og til allra landa innan brezka ríkisins niöur í tvö cents úr fimm. Burðargjald undir blöö og tímarit til allra landa brezka j ríkisins hefir veriö fært niður úr 40. í % cent undir pundiö. Samkvæmt samningum eru nú canadískar póstávísanir og postal notes innleystar fullu verði í yfir 30,000 pósthúsum í Bandaríkjun- um. Fyrsta Október næstkomandi verður burðargjald undir bréf til Mexico-j^ðveldisins íært niöur til þess aö hlynna aö viöskiftasam- bandi milli kndanna. Áriö 1896 voru 116,000,000 bréf send meö pósti í Canada, en á síöasta fjárhagsári voru send 259,000,000 bréf. Áriö sem leið voru 168,000 ein- staklingar í reikningi við pósthús- sparisjóðinn, og er það 42,000 fleira en árið 1896. Með öðrum oröum: Þeir hafa fjölgað um 33 prócent sem eiga peninga í spari- sjóönum. Starf póstmáladeild- arinnar hefir aukist um 149 pró- cent á síöustu átta árum, og á síðastliðnu ári voiu $32,534,000 fluttir með pósti í ávísunum og postal notes. RúsSMhoisnia er !ýst. Yfirlýsing Rússakeisara þjóö- inni til handa þegar drotninghans fæddi honum son og ríkiserfingja hefir vakið allmikið umtal ogmarg- vísleg svör upp á það, hvort keis- arinn muni í raun og veru vera góðmenni það og friöarpostuli sem ensku blöðin hafa sýnt hann að vera;; hvort hann í raun og veru, eins og fram hefir veriö haldið, langi út af lífinu til þess að bæta hag rússnesku þjóðarinn- ar og gerði það ef hann kæmi því ; við fyrir rússneska aðlinurn og skrifstofuvaldinu sem rígbindur sig við fornar venjur og setur sig upp á rnóti öllum stjórnbótar- hreyfingum. * Keisarinn talar ensku; drotning hans má heita ensk; hann er nr- frændi brezka ríkiserfingjans og sérlega líkur honum í sjón, og meðfram þessvegna reynirbrezka þjóöin ætíö að afsaka hann og bera í bætifláka fyrir honum og sýna fram á, hvaö góður stjórn- ari hann mundi veraefhann fengi að njóta sín. Brezka þjóðin hefir gefiö honum þann vitnisburð, aö hann væri umburöarlyndur í trú- málum, sanngjarn og réttsýnn gagnvart öllum mönnum og heföi einlægan huga á því aö útbreiða þekkingu og frelsi meðal alþýöu. Það er bent á Hague-fundinn sem raunalegan vott þess hvernig tek- ið var fram fyrir hendur keisar- ans, og hvað miklu góöu hann mnndi hafa til leiðar komið í heiminum heföi hann þar fengið að njóta sín. Við skoðun þessa er haldið þrátt fyrir það þó stjórn- artfð hans alt til þessa hafi að ýmsu leyti verið svartasri blettur- inn í sögu Rómanofff n ía. Menn halda því fram, að persónulega sé honum ekki um að kenna,fengi hann að njóta sín þá væri alt öðruvísi. Og að líkindum láta menn ekki hæglega eða fyr en í fulla hnefana sann'ærast um hið gagnstæöa þó smátt og smátt rísi upp menn, sem halda því fram, að fremur öllum öðrum sé keisar- anum sjálfum urn grimdar og hryðjuverk þau að kenna sem ein- kent hafa stjórn hans á Rússlandi. Auövitaö veröur því ekki neitað, aö keisarinn hlýtur að bera per- sónulega ábyrgð á því, sem íhans nafni er unnið. hvort heldurþrek- leysi hans og ódugnaði eða öðru verra er um aö kenna. í Júlí-heftinu af tímaritinu ..Quarterly Review“ birtist rit- gjörð eftir háttstandandi rússnesk- an embættismann, þar sem skoð- un þeirri er fram haldið, að keis- arinn sé grimmur og illur harö- stjóri; og svo veiklaðir eru menn orðnir í trúnni á persónulega mannkosti keisarns, aö eftirspurn- in eftir heRinu varö svo mikil, aö það varð tvívegis aö endurprent- ast. Höfundurinn dregur fram hvert dæmiö á fætur ööru því til sönnunar, aö keisaranum sé per- sónulega um hið núverandi skelf- ingarástand á hinu ,,helga Rúss- landi “ aö kenna. Hann heldur því fram, að keisarinn ,, sletti sér stöðugt og beinlínis írarn í öll rík- ismál innlend ogútlend, taki fram fyrir hendur réttvísinnar, sé or- sök í óiöglegu athæfi, leiði fátækt og volæði yfir þegna sína, hæli sér fyrir það hvað friðelskandi hann sé, en steypi samt undirok- aðri þjóðinni út í ógurlega tnann- skætt og. óþarft stríð. “ Eftir að hafa dregið fram ýms dæmi þessu til sönnunar, þar á meðal hin grimdarfullu svik sem fram yið Finnana hafa komið, þá staðhæf- ir höfundurinn, aö ,,til þessa hafi Nikulás II. stööugt haldiö við þá stjórnaraöferö aö hirða um ekk- art annaö í ríki sínu enóveikt ein- ræðisvald sitt, og ætíð verið reiöu- búinn til aö leggja alt annaö í sölurnar vegna þeirrar einu hug- myndar. Kemur þetta bezt fram í innanríkisráðgjafavali hans: Goremykin áriö 1896. Sipyaghin áriö 1899, og Plehve árið 1901. Þeir voru valdir, ekki úr flokki þeirra manna, sem létu sér hiö minsta um það hugað að bæta hag og ástand þjóðarinnar, heldur vegna þess þeir voru þektir aö því íð bæla niöur meö harðneskju hverja einustu viöleitni til þessaö takmarka einræði keisarans. “ Því er haldið fram, að allar stjórnbætur, sem beztu menn þjóðarinnar hafa krafist, hafi leg- ið óræddar og óafgreiddar síðan Nikulás II. kom til valda. Keis- arinn hefir ótal vegi, segir höfund- i urinn, til þess að afla sér fullra og áreiöanlegra upplýsinga um alt sem gerist í ríki hans og tíð-1 indum sætir. Þar á meðal ætti! honum að vera fullkunnugt um verkföllin og bænda uppnámið j sem Obolensky bældi niður með almennum húöstrokum, og var í viðurkenningarskyni gerður aö landstjóra á Finnlandi. Obol- ensky, Von Wahl og aörir sem minna voru þektir. létu húöstrýkja bændurna vægðarlaust. og upp- reistin í Síberíu fafígelsunum var bæld niður meö því, að fangarnir i voru ýmist vægðarlaust barðir! meö lurkum eöa skotnir niður. Ekki er þó nein vissa fyrir því fengin, að keisaranum sé þetta kunnugt eins og það er. Nærri má geta, að þessir samvizkulausu níðingar gefa eftir eigin höföi Skýrslur yfir gjörðir sínar. Út- gáfur þeirra í hroðalegri myndum þó sannari og réttari kunni að vera, koma frá óvinum keisarans og þeim því ekki trúað. Nú hefir keisarinn aftekið hýð- ingar á meöal bændalýðsins, og fyrir fyrsta afbrot í hernum, og heföi mátt við því búast, aö hann hefði gert þaö fyrri sé hann val- menni þaö, sem hann er sagður að vera. Hann tekur fram fyrir hendur laganna og dregur úr dóm- um, sem ætti að vera fullnægtséu þeir réttir; hann gefur upp sektir 'sem aldrei heföi verið til ef hann heföi efnt heit sín viö Finnana og aöra þegna sína. Hann leggur sem svarar herkostnaöinum í Manchúríu á hálfum öðrum degi til síðti handa óvinum Finnanna til að miðla á meöal hinna bág- stöddustu á ineðal þeirra. En hvergi er meö einu orði á þaö minst að veita þjóöinni neitt af frelsi því, sem hún svo mjög þrá- ir og þarfnast og ríkinu gæti til ó- metanlegra heilla orðið. Hvort heldur hér er grimd og harðstjórnareðli eða ódugnaði og gunguskap um að kenna þá hlýt- ur ábyrgðin að hvíla á keisaran- um og þjóðin fyr eða síðar að kveða upp yfir honum beiskan réttlætisdóm. Munið eftir skólunum. Fyrsta September byrjuðu lýð- skólarnir hér í bænum starf sitt aftur eftir sumarleyfið. Skyldu nú allir foreldrar íslenzk- ir um það hugsa, að láta börnin sín í þá ganga? Eða skyldu hér vera margir unglingar íslenzkir, sem í þessu efni fá að ráða sér að | öllu leyti sjálfir og hætta við skóla-1 göngu löngu áður en þau hafa afl-! að sér sæmilegrar þekkingar til að geta orðið nýtir menn og góðir borgarar? Um þetta hefi eg stöðugt verið að hugsa, því tnér kemur það svo j fyrir sjónir sem þetta sé eitt af allra-stærstu velferðarmálum vor- um Vestur-íslendinga. Framtíð- arvelferö vor öll er undir því kom- in, aö hin uppvaxaadi kynslóð komist til manns. Það þarf meö öllu móti aö knýja hana áfram, og J fá hana til að afla sér mentunar eins mikillar og hún getur á móti tekið. Hér í bænurn eru tæki- færin ágæt. Hér er nálega hverj- um foreldrum innanhandar að gera börnin sín að læröum nrönn- um, ef þau á annaö borö láta sér um það hugað. Dæmin sýna, aö eiginlega stendur fátæktin engum í vegi. Bláfátæk foreldri koma oft börnum sínum til manns, af því þar er áhuginn nógur, bæði hjá þeiin og börnunum. Þetta ætti að vera þeim mun j meira áhugamál, þar sem svo iná i að orði kveða sem inentuðum mönnum og konum, er gengið | hafa gegnum skólana hér, standi allar dyr opnar til að komast á- j fram í lífinu. Hinum aftur, sem alast hér upp í mentunarleysi og fáfræði eru flestar bjargir bannað- ar og geta ekki búist við að ná f annað en lífsins lélegustu stöður. Með þjóöinni mnlendu má svo að oröi kveöa sem mentunin vaxi með ári hverju, en fáfræöi öll og fákunnátta fari að sama skap1 þverrandi. Aumingja útlending- arnir fáfróön, sem hingað koma til að leita sér brauðs, standa því sífelt lakar og lakar að vígi í sam- | kepninni. Þess vegna ætti það þa líka að brenna í huga þeirra, I seint og snemma, að menta börn-j in sín, svo þau stæðu ofurlítið | betur að vígi. í þessu efni þarf áhuginn með oss Vestur-íslendingum stór-mik- ið að aukast, ef vel á að vera. Hér í bænum fá börnin íslenzku bezta orð fyrir ágætar námsgáfur En þau fá líka orð fyrir það að hætta við námið hópum saman tólf til fjórtán ára gömul og eru þá ekki nema tíltölulega skamt á leið komin. Það orð þurfum vér af oss að reka hið allra bráöasta. Talað hefir verið um að setja skrópverði (truant officcrs) hingað ! og þangað um bæinn til að sjá j um að lögunum sé í þessu efni hlýtt og allir unglingar á þeim aldri, sem lög ákveða, reknir í skólana, og foreldrarnir ef til vill sektaðir, ef þessu er ekki hlýtt. H-irðuleysið með útlenda fólkinu f bænum með að láta börnin ganga í skólana kvað vera svona mikið. Eg bendi á þetta að eins til viðvörunar. Þaö væri rauna- legt, ef beita þyríti slíkum brögð- um við nokkurn ungling íslenzk- an. Æðri skólarnir hér í bænum hefja kenslustörf sín á ný 1. Okt. Þá byrjar kensla við Wesley Col- lege ©g latínuskólana alla, er í sambandi standa viö Manitoba- háskólann. Þá ættu allir unglingar íslenzk- r, sem svo eru langt komnir íi skólanámi sínu, að nota tækifærið og rita nöfn sín þar inn á nem- endaskrá. Hingað til hafa þeir verið fremur fáir héðan úr bæn- um, sem hafa fært sér kensluna við æðri skólana í nyt. Þeirhafa verið tiltölulega miklu fleiri utan af landsbygðinni. Nú ættu ungl- ingarnir hér í bænum, sem búiö geta hjá foreldrum og vanda- mönnuin, að taka rögg á sig, svo þeir verði ekki eftirbátur annarra. Þaö kemur manni næsta undar lega fyrirsjónir, að fólkið jafnve í þeim nýlendunum, sem skemst eru á leiö komnar, skuli í þessu efni vera á undan fólkinu íWinni- peg og sýna meiri áhuga í því að senda börmn sín til náms. Kenslan í íslenzku fer fram við Wesley College nú eins og und- anfarna vetur, svo öllum gefist kostur á að læra hið fagra móður- mál vort og göfuga, um leið og þeir læra annað, sem til þess heyr- ir aö verða mentaður maöur. Reynt verður af alefli að hlynna að öllum nemendum fslenzkum eftir föngum. Þeir, sem nemendum koma fyr- ir í bænum til fæðis og húsnæöis, þurfa úmíram alt að vera vandir að stööum og helzt að koma ungl- ingunum íyrir á þeim heimilum, sem afskekt eru frá solli og sam- göngum við aðra unglinga, er að eins giepja fyrir,—og einungishjá fólki, sem þeir þekkja cg vita annaðhvort af eigin þekking eöa! annarra, að líta muni eftir þeim eins og sínum eigin börnum og hvetja til iðni og góðí'a siða. Það er svo undur vandfarið með ungl- ingana á þessum aldri. Og þeg- ar unglingarnir ekki komast á- fram í náminu og verða að sitja I eftir í bekk eöa hafa ekki hug ti] aö ganga undir próf, er það lang- oftast vegna þess, að þeir hafa' ekki notaö tímann eins og skyldi. • Nárnið er ekki öröugra en svo, að 1 hver meðal-Iagi gáfaður unglingur getur hæglega staðist próf, ef hann að eins notar tímann og les nokkurn veginn kappsamlega. Reynslan hefir sýnt, að ýmsir, sem lítinn undirbúning hafa haft og lélegan, hafa staðist próf og orðið á undan hinum, af því þeir notuðu tímann vel. Munið því eftir skólunum, bæöi hinum æðri oglægri. Gætið þess, að lífið alt og framtíðin öll er und ir þvf komin, að þeir séu uotaðir. Hvort nokkuð veröur úr ungling- unum hér í þessu samkepninnar landi er alt undir því komið hvort þeir nota mentunarfærin, sem hér eru lögð þeim upp í hendur, eða ekki. Winnipeg, Man., 259 Spence st., 24. Sept. 1904. F. J. Bergmann. Hví skyldu menn borga háa leigu inn íbænum.með- an hægt er að fá land örskamt frá bænum fyrir gjafvirði? Eg hefi til sölu land í St. James 6 mílur frá pcsthúsinu, fram með Portage avenue sporvagnabraut-. sem menn geta eignast með $10 niðurborgun og $5 á mánuði. Ekran að eins $150. Land þetta er ágætt til garðræktar. Spor- vagnar flytja menn alla leiö. B.B.Barris»i4ft., Bakers Block, 470 Main St., WlNNlPEG. N-B.—Skrifstofa mín er í sam- bandi við skrifstofu landayð- ar, Páls M. Clemens, bygg- ingameistara. Co-operative brauðgerðarhúsið VERRA BRAUÐ er auffvelt aS fá, en betra brauS' en hcr ftest hvergi annars staöar í bcenum, og það er selt með lægsta mark- aðsverði, — svo lágu sem frekast er mögulegt með til— liti til þess hvað efnið kost- ar. Ennfremur hefir stjórnar- nefndin nýlega ákveðið að allir meðlimir Co-operative félagsins- skuli fá j2/‘á c. uppbót á hverj- um dollar, sein þeir kaupa brauð fyrir. Gerist meðlimir félagsins. Þaö kostar ekki mikiö og borgar sig vel. Baráttan milli verkveitenda. og verkþiggjenda hefir engin áhrif á atvinnurekstur Co-operative brauögerðarhússins, því þeir eru þar sarneigendur. Hvert einasta brauð ber með sér merki hinnar sameinuöu félagsvinnu. Ekkert annað brauögerðarhús í bænum hefir merkisseöil á brauðum sín- um. I lögum brauðgerðarmanna féiagsins er lagt bann við sunnu- dagavinnu, næturvihnu, óhóflega löngum vinnutíma, sultarkaupi og- því að taka vankunnandi verka- nrenn í vinnu og lækka á þann hátt kaupið. Co-operative brauð- gerðar félagið eitt fylgir þessum reglum hér í bænum, hin brauð- gerðarhúsin ekki. Það hefir gert það hingað til og mun gera það hér eftir, og á síðastliðnum sex mánuðum hafa hlu.abréf félags- manna stígið í verði um fjóra doll- ara.—Hver einasti góður borgari bæjarins getur oröið félagsmaöur og vér bjóðum þeim öllum að ger- ast meðlimir og viðskiftavinir brauðgerðarhússins. Co-opera- tive brauðin með ,,Union“ merk- inu fást hjá öllum heiðarlegum matsölumönnum í bænum. ,,Að bjargast og bjarga“ er orötak Co-operative hreyfingarinnar. Biöjið kaupmanninn yðar ætíð um co-operative brauðin. Hafi hann þau ekki til, þá getur hann fengið þau hjá félaginu til að verzla með. Lög félagsins, eyðublöð til út- fyllingar fyrir þá sem vilja ganga í félagið og brauð frá félaginu fæst með því aökallaupp TELE- PHONE 1576. The Winnipeg Co-operative Society, Ltd. Cor. Elgin & Nena. Laugardaginn hinn 17. Sept. byrjaði eg hausthattasölu rnína. Um leið og eg þakka fyrir undan- farin viöskifti læt eg löndur mín- ar vita, að eg sel hatta frá jý—yz ódýrara en hægt er að fá þá ann- ars staðar í Winnipeg. Komið og skoðið; þér munuð sannfærast. Ingibjörg Goodman, 618 Langside st., Winnipeg. Til Alftvetninga. Kæru skiftavinir! Áður en þið kaupið mikið af vörum til vetrarins. þá ættuð þið að finna mig. Eg fæ nú með Oak Point járnbrautinni oar- hleðslu af matvöru og hefi þess vegna meiri vörur nú en nokkru sinni áður. Komið og sjáið,, hvað vel eg get gert. Yðar einlægur, J. Halldórsson. LUNDAR, MAN. PÁlL m. clemens byggingameiNtari, Bakek Block, 468 Main St. WINNIPEG- l’elephone BU85

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.