Lögberg - 26.10.1905, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.10.1905, Blaðsíða 4
4 LOGBERG flMTUDAGINN 26. OXTÓBER 1905 er gefið út hvern fimtudag a£ Thk Lögbkrg PRINTING & PUBLISHING Co.. (löggilt), að Cor, William Ave., og NenaSt. Winnipeg, Man.—Kostar $2.00 um árið (á Islandi 6 (kr. Borgist fyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by the Lög- t>erg Printing and Publishing Co. (Incorpor- ated), at Cor. William Avenue & Nena St., Winnipeg, Man —Subscription price $2.00 per year, payable in advance. Single copies 5 cts. S. BJORNSSON, Editor, M, PAULSON, Eua. Manager, Auglýsingar. — Smá-auglýsingar í eitt- skifti 25 cent fyrir 1 þml. A stærri auglýs- ingum um lengri tíma, afsláttur eftir samn ingi. Böstaðastcifti kaupenda verður að til- kynna skriflega og geta um fyrverandi bú- stað jafnfrarat. Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er: The LÖGBERG PRINTING St PUBL. Co. P.O, Boxl3ö., Wiunlpeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Edltor Lögberg, P.O.Bos 138, Wlnnlpeg, Mnn. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaups anda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp,-Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið, flytur vistferlum án þessað tilkynna heimilisskiftin, þá er þaö fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönn- un fyrir prettvíslegum tilgangi. íslenzkan hér vestra. Eitt a£ áhugamálum Vestur-Is- lendinga ætti eftir öllurn líkum að vera það, að geyma gamla norræna málitS sitt sem lengst hreint og ó- rr.engað. F.n því miöur virSist á- huginn fyrir þessu efni eigi vera sem bezt vakandi og er þaS aS nokkru leyti vorkunn. ÞaS er nú fyrst aS fjöldinn af ís- lenzku fólki, er hingaS flvtur, kann alls eigi neitt í enskri tungu, og er bráSnauSsynlegt, sakir atvinnu- J>arfar,aS vinna með enskumælandi mönnum og komast niöur í máli þeirra. Eins og gefur að skiljaverð ur því mál þaS, sem innflytjend- urnir fyrst tala talsvert blandið mál, nokkur konar hrognamál, eng- in enska og engin íslenzka. Og er þetta afsakanfcgt. Einstaklingur- inn reynir svo að setja sig inn í hugsanir og orSaskipun Englend- ingsins, fer að hug)sa á ensku. Þetta er alt gott og blessað, því enginn getur orðiS vel mælandi á enska tungu, né nokkra aSra tungu, sem ekki hefir komist á það stig. En þegar svona langt er komið, þá er líka íslenzkunni, móð- urmálinu hans mesta hætta búin. Hún þolir ekki aS vera þýdd í hug anum í enskri orSaröð. Eg skal taka aS eins örfá dæmi: Menn segja alment: „eg er rangur“ fyrir „eg hefi rangt fyrir mér“ (enskan: „I am wrong“ þýdd i réttri orða- röð) ; „mig vantar það ekki", fyr- ir: „eg vil það ekki“ (I don’t want it). En þetta er engin íslenzka, og menn heima á Fróni mundu sumir fyrst eigi strax átta sig á meiningu orðanna, en síðan hlæja aS því. Eg hefi hér tekið eitt af því alvanaleg- asta til dæmis, en margar málleysur eru brúkaðar hér miklu verri og tilfinnanlegri en þetta. ÞaS er ekki hægt aS bera á móti því, að það er ærið tæp gata, 6em menn verSa aS ganga til að gera réttilega upp á milli enskunnar og íslenzkunnar, en þó virSist ekki nauðsynlegt aS mönnum skriki eins oft fótur á því skeiöi, og víðast brennur hér við. Margoft er engu öðru um aö kenna, en manna eigin athugaleysi, menn vita betur en þeir mæla, t. d. þegar þeir,sem hér eru orðnir gamlir í hettunni, bögla saman hálfenskum og hálfislenzk um setningum, og gefa löndum sínum nýkomnum aö heiman þetta sælgæti inn, því vel má þeim þó Vera það vitanlegt, aS íslenzkir innflytjendur skilja betur íslenzku en enskublending. Sumir hverjir kunna að líta á þá stórum augum og skoöa þá sem menn, er gleypt hafi í sig stórmik- inn fróðleik, en þb munu sem betur fer þeir vera margir til, scm þykir það fremur minkun en fremd að gleyma þjóStungu sinn. Nákvæmlega skoöað hljóta menn lika að sjá, aS mál þetta getur í mörgum tilfellum haft alvarlegri afleiðingar en í .fljótu bragði virS- ist. Segjum svo að íslenzkur inn- flutningur hætti, sem eigi væri óskandi, eöa segjum aS flestir ís- lendingar flyttu hingaö vestur, sem væri enn ákjósanlegra, svo aö þannig væri loku skotiö fyrir það að Islendnigar, sem hreint mál töluðu, bættust í hópinn. HvaS yrði þá úr okkur sem þjóðflokki eftir nokkrar aldir, ef viS létum mál okkar úreltast og síðan gleymast? ViS mundum smáblandast og hverfa inn í ensku þjóöina, gleym- ast og hætta að hætta að vera til sem þjóö. Dæmi þessa má víSa sjá í sög- unni. Margar smáþjóðir hafa gleymt tungu sinni, og blandast saman við stórþjóöirnar, og horfið í skaut aldanna. Þjóðtungan er það band, sem tengir einstaklingana saman í heild, sem enginn fær slitið, nema einstaklingarnir sjálfir, ef þeir vjlja svo vera láta. En ætlum við aS g/era það? iEtlum við að glata þessum fagra l gimsteini, sem við höfum átt og einir geymt af öllum Noröurlanda- þjóSunum, að mestu óskaddan, gimsteininum, sem allar inenta- þjóðir heimsins öfunda okkur af og mæna upp til okkar fyrir? Ættum við eigi aS hugsa okkur vel um, áður en við vörpum honum írá okkur i djúp eyöileggingar og gleymsku ? Vissulega ætti hver og einn sannur íslendingur aS stuðla aS þvi, aö svo yröi eigi, lieldur örfa menn til að gæta móöurmálsins okkar, hlynna að því og láta okkur þykja vænt um þaS. Enn fremur er það þjóðræknis- skylda hvers þess manns, er ís- lenzku ritar, aö vanda málið sem auöiö er, og gefa íslenzku þjóðinni, sAn bæði er námfús og fræðigjörn, hreina og ómengaða íslenzka fæðu, sem styddi hana og styrkti í striS- inu viS enskuna, sem annars er hætt við, aS setjist að og festist í hverri sprungu, sem koma kann á gimsteininn góða — móðurmálið okkar. -------o------ Góöar horfur í Alberta. BlaSiö „Calgary Albertan“ flytur svo hljóðandi fregnir um útlit kosninganna þar:— „Kappar framsóknarflokksins eru margir, og allir hinir víglegustu,og er þeim aö mæta í öllum kjördæm- um fylkisins. Forsprakkar afturhaldsmanna aftur á móti,bæöi færri og ólíklegri til happadrjúgrar framgöngu. I sjö kjördæmum er framsóknar- mönnum sigurinn alveg vís, þvi að í sumum þeirra eru keppinautar engir, en í öðrum svo liðfáir og atkvæöasmáir forystumenn, að vörn þeirra mun lítiö mega, gegn áliti og liðskosti mótstööumanna þeirra. I öllum hinum kjördæmunum, að undanskildum einum sjö, eru franv sóknarmenn í svo miklum meiri hluta, aö enginn efi er á því talinn aó þeir beri þar hærri skjöld. I þessum sjö kjördæmum, þnr sem afturhaldsmenn hafa nokkrn fótfestu er sigur þeirra engan veg- inn vís, því að í sumum af þeim kjördæmunv er liðsafli likur á báðar hliöar, og má því búast við haröri iiríS, er sanvan svifa fylkingarnar, en hvernig sem þar fer,þá er fram- sóknarflokknum trygður svo mikill meiri hluta kjördæma fylkisins, eftir því sem áöur er sagt, aö út- litiö er his vænlegasta, sem hugs- ast getur. -------o------- Verzlunarviðskifti Canada og Japansmanna. ÞaS sem sérhver þjóð, sem er í uppgangi, eins og t. d. Canada er nú, ætti að vera sérstaklega um- hugaö um, er það, aö sjá um, aö vcrzlunarviöskifti öll séu trvgð sem bezt viS öflugar, rikar og á- reiðanlegar nágrannaþjóSir sínar. I þá átt hefir stjórnin hér i landi stigið þýöingarmikiS spor, þar sem hún fól akuryrkjumála ráögjafa sinum, Mr. Fisher, aö feröast til Japan, áriö 1903,og tryggja í öllum æskilegum atriöum, verzlunarvíö- skifti framvegis við þessa fjöl- rnennu og efnilegu þjóö, sem á skömmum tíma hefir sjálf, með dugnaði sínurn og atorku, skapað sér visst framtíðarsæti á bekk meS stórveldum heimsins. Eftir athugunum og reynslu nafnkunnra sérfræðinga, má óefað telja þaö víst og satt ,að meö tím- anum verði Canada aöal kornforöa' búr og hveiti uppspretta heimsins. Landinu er því bráðnauðsynlegt, aö eiga í vændum sem álitlegastan og vissastan markaö fyrir þessa stór afurð. Nú er eins og bent hefir veriö á, af landsstjóranum hér og fleiri málsmetandi mönnum, einmitt Jap- ansey, þar sem eru um 50 miljónir íbúa,og Corea meö 20 miljónir, lík- legust til að verða traustir og á- reiöanlegir viðskiftavinir. Japan ei sem sé svo í sveit komið, aö í- búarnir fá eigi ræktað hveiti þar, svo aö nokkrum þroska nái, og eins og raun gefur vitni um, hlaut því ferö Mr. Fishers aö hafa hinar ákjósanlegustu afleiðingar,svo góö- ar, aö hveiti sala héöan úr Canada nam 143,000 dollurum síðastliöiS ár, og enginn efi er á því, eftir því evrópiska sniöi, sem Japansmenn hafa tekið sér á síSari árum í hví- vetna, aS markaöur þeirra eftir ó- íriðinn, breytist enn meir í iíking- ar viS markað Evrópubúa og Ame- rikumanna, og þannig beint heimt- ar flest af því, sem landiö hér hefir aö bjóða, og nú þegar eru þeir farnir að sækjast eftir kvikfé frá Canada, bæöi til að bæta fjárstofn sinn og til markaösvöru. Öll verzlunarviöskifti Canada og Japans í fyrra námu 342,116 doll., og eftir þvi útliti, sem nú er og samkvætiit áliti allra, er trú hafa á framtíö lands og þjóöar, eru þau væntanleg aö aukast árlega, á kom- andi tíö, aö miklum mun. Alt bendir til þess, að þaö hafi veriö hið fjárhagslegasta srijall- ræSi.sem hugsast gat af stjórninni, þegar öllu er á botninn hvolft, aö senda ráðgjafann til Japan, og á-r rásir afturhaldsmanna á hana út af þessu, hniga þvi máttvana til jarS- ar, þegar tekin er til greina aukn- ing viöskiftanna á síöastliönu ári, sem Mr. Fisher beinlínis lagöi grundvöllinn til, að sínu leyti, svo sem frekast var auSiS, og nú er þar fastur verzlunarmálaerindsreki [yrir Ca:iada hönd, er í öllum greinum stySur aö því, aö viSskift- in ga'vm sem greioast, og blómgist tnifi tima. Sv* igi 1 Ctiir séð, en að •.r- r.'ætr' vel 'nu til " r, er Suöur-Afríku stríöiö. Eins og kunnugt er eiga ÞjóS- verjar stórmikið landflæmi sunnan og vestan á Afríku, nálægt 320 þús. ferh. mílur aS stærð. Þeir hafa á síöari tímum reynt aö stofna nýlendur á landflákum þessum, en þrátt fyrir vilja stjórn- arinnar, hefir eigi tekist aS festa á þeim.nema liSug 600 hvítra manna. Tala hinna innfæddu nær eigi miljón, enda er landið eigi aö- gengilegt til bólfestu, því meiri hluti þess er. sandauön, með ein- stöku gróSurblettum, hér og hvar. Stjórnarfyrirkomulagið hefir ver- iS hiö versta, og óheppilegasta sem hugsast getur. Alt stefnt aS því aö hafa sem mest upp úr þessum fáu hræöum, en minna hugsað um aS láta þieim líSa vel. Nú hefir líka innfædda fólkiö risiS upp, drepiö Evrópumenn hvar sem til náöist, og veitt herliði Þ jóö- verja þungar búsifjar. Ástand nýlendubúa hefir verið hið hörinulegasta, því að ofan á sí- feldar árásir óvinanna, bættist ill- kynjuð drepsótt. Fréttir þessar vöktu mikiö upp- nám heima á Þýzkalandi, keisarinn kallaöi landsstjórann, Colonel Lie- bert, heim í snatri, en sendi í hans staS yfirherforingja von Trotlia, til aö bæla uppreisnina niður. I átta mánuði hefir hann, með 14,000 hermanna, veriö aö vinna bug á hinum innfæddu uppreisnar- mönnum, sem Herreróar og Wit- boiar nefnast, en eigi tekist. Þeir verjast fræknlega, og hafa ÞjóS- verjar fariS halloka fyrir þeim, viöar en á einum staS, eftir því stm síðustu fréttir segja. Nú kvað þýzka stjórnin hafa kvatt von Trotha heim, en í hans staö sett herforingja Lindequist, og ætla Þjóðverjar nú aö láta sverfa til stáls me5 sér og uppreistar- mönnum, hvaS sem kostar. Samt kvaö megn óánægja vera orðin heima á Þýzkalandi, út af því hvað mikið fé er búið aö leggja í þenna ófrið, og hve mörg rnanns- líf það hafi kostað, aö verja þessar fáu byggilegu ferhymingsmílur. Eins og nú er komið eru fallnir af Þjóðverjum 1,300 en liðugt eitt þúsund fluttir heim af örkumla- mönnum, og kostnaöurinn viS her- búnaöinn nær 50 milj. dollara. -----------------o------- Sanieining strandfylkjanna eystri. Raddir kveöa viö hvaðan æfa aS austan, um fjárhagskga nauösyn þess, aö fylkjunum þremur: Nova Scotia, New Brunswick og Prince Edward Island sé steypt saman í eitt. Þetta er reyndar gömul saga, sem alt af er þó ný, sakir þess, aö þvi ltefir eigi enn orðið framgengt, aS koma samsteypunni á, þótt öll þörf sýndist vera á , að þaö drægist eigi lengi. Þetta mál var á dagskrá, þegar hið mikla canadiska samband varö til, þótt sakir ýmsra innbyröis flokkadrátta, yrSi ekkert úr því þd. Síöan hefir þaö oft komiö til mála, en aldrei fyr orðið jafn ákveöiö og brennandi spursmál, sem nú. ÞaS sem allan baggamuninn hlýtur aS ríða, er kostnaður sá,gem þessari þarflausu þrískiftings em- bættisfærslu hlýtur aö vera sam- fara. Fólkstala í fylkjunum öllum þremur er 893,926, og viðhalds- kostnaður á stjórnunum í þeim, eftir þvi fyrirkoinulagi, sem nú er, 107,760 á ári, og löggjafatalan er 133 i þeim til samans. BoriS sam- in viö Ontario-fylki, þar sem íbúa a'.an er 2.182,946, og löggjafatalan er aö eins 98, eöa 1 löggjafi fyrir hver 22,275 manna, verður munur- inn svo mikill og tilfinnanlegur, að eigi verður betur séð, en aS því fé sé beinlínis á glæ kastaS, sem varið er til að fóðra allan þenna þarflausa embættismannasæg. Þar sem nú eru þar þrír fylkis- stjórar en níu ráögjafar, mundi við samsteypuna nægja, í hlutfalli viS Ontario og Quebec og fieiri stórfylki, aS fylkisstjóri væri þar einn, en ráSgjafar sex, og allir sjá hvílikur sparnaður það yröi á landsfé. Enn fremur mundi samsteypa fylkjanna vænleg til aS tryggja þeim meiri áhrif í sameiginlegrj pólitík alls Canada, heldur en ef þau væru sundurgreind, eins og þau nú eru. Þar sem því sameiningin er fylkjunum til hagsmuna, bæSi í hagfræðislegu og pólitísku tilliti, verður þess væntanlega eigi langt aö bíða, að hún komist á. ------o------- Leiörétiing viö ,,BaIdur“. Herra ritstjóri Lögbergs. Mig langar til að biðja um pláss í ySar heiöraða blaSi til aS gera athugasemd viS svar, sem ritstjóri Baldurs gefur í 24. númeri, upp á spurningu frá manni, sem segist vera búsettur í Winnipeg. Þessi maður spyr hvort álögur séu ekki mikiS minni niörj á Gimli lieldur en í Wpeg, og svarar Baldur því Jiannig: „Viðvíkjandi 4 spurningu er það gefinn hlutur að skattar eru miklu vægari á Gimli heldur en í Winni- peg. Hér þarf fyrst og fremst ekki aö forsorga heila legion af em- bættismönnum, ekki aS kosta til vatnsleiöslu, strætisljósa, gang- stétta, skemtigarða eða svo margs oS niargs, sem fólkiö getur ekki án veriö í París og Winnipeg.“ Þetta svar Baldurs er ósannindi og rugl frá upphafi til enda. Skattar i Gimli-sveit eru miklu hærri en í Winnipeg; og skal eg sýna þaö meS lista yfir skattaálagn ingu í báöum stööunum áriö 1904. (Skattseölar fyrir 1905 eru ekki komnir út þegar þetta er ritað). Það ár var skattur lagöur á sem fylgir: I Wp. I G.-sv. Mills. Mills. I sveitar og bæjarþarfir 12.86 20 Municipal Commissioner .07 1.07 Til skólanna.......... 3.57 8. Til viðhalds skemtig. (Public Parks)..........50 Alls ...... 17.0029.07 Hvaö snertir Winnipeg, þá er þessi samanburður tekinn þar sem eins stendur á eins og á Gimli, aö engar endurbætur eru komnar á strætum. Innar í bænum, þar sem komnar eru saurrennur, búið aS hækka upp stræti og planta tré og gera aörar umbætur, þá eru skatt- ar nokkuð hærri, því þar eru lagð- ir á sérstakir skattar fyrir umbótum þeim sem bærinn hefir látið gera. Aftur á móti má geta þess, að í Gimli-sveit eru einnig lagöjr á sérstakir skólaskattar, sem eru mis- inunandi eftir því hvaö hvert skólahéraS þarf með. ÁriS 1904 var auka skólaskattur lægst 4.5 mills. Svo má enn geta þess aS lagt er á hvert land skylduvinnu- gjald, sem nemur $1.70 og er inn- kallaS meS öðrum sköttum. Loks má geta þess,að viröing til útgjalda er lág í Winnipeg (nál. 60 prct. af markaSsverði), en í Gimli-sveit er virðing víöa svo há, aS lönd mundu alls ekki seljast fyrir þaö verö. MeS öllu og öllu tiltíndu stóöu sakir þannig, að sá sem átti $400 viröi í skattgildum eignum, Nyja búöin á horninu á SARGENT og VICTOR strætum. Viö óskum eftir að landar okk- ar unni okkur viöskifta og loföm þeim hreinum og góðum viðskift- um. Nákvæmari auglýsing kem- ur í næsta blaði. Munið eftir staðnum: Cor. Sargent & Victor. CLEMENTS & ÁRNASON borgaöi áríð 1904 í skatt í Winni- peg $6.80, en í Gimli-sveit $16.65. ÞaS sem hér er sagt um Gimli- sveit, gildir eins um Gimlibæ, því bærinn er enn partur af sveitinni. Vilji maSur draga þrengri línu og tala um Gimlibæ eingöngu, þá ve*rða skattar þar enn hærri en greint er hér aö framan (nál. $20 af $400 viröingu) sem kemur til af því, aS skólastjórnin þar hefir í- þyngt bæjarbúum með afarháum skólaskatt, og sama hefir átt sér stað víðar, aS skólastjórnir hafa ekki kunnað sér hóf, heldur þyngt svo skatta með því að byggja dýr skólahús, hafa langan kenslutímö og dýra kennara, að skattar eru nú í nokkrum skólahéruöum svo þung- ir,að bændur megna vart aö borga. Þó aS þessi leiörétting sé ekki mikil meömæli með Gimli-svejt, þá er bezt aS segja satt, úr því nokkuð er sagt um þetta mál. Icel. River, 15. Okt. 1905 . Gunnst. Byjólfsson. -------o-------- Nýtt landnám í vænduni. Þangað til árið 1901, höfðu stór- hjarðaeigendur í Bandaríkjunum notað landeignir Cheyenne-Indí- ánanna, fyrir vestan Missourifljót, í Suður-Dakota, sem sina eigin eign, og grætt á því ógrynni fjár. Rétt til málainynda stungu þeir fá- einum dollurum að’þeim Rauðskinn anna, sem vehst báru órétt þann er þeim var gjör, að öðru leyti liöfðu þeir ókeypis beit fyrir gripastól sinn þar. En 1901 þoldu Indíanarnir ekki lengur mátið, og bauð þá umboðs- maður þeirra Ira Hatch hjarðeig- endunum þá kosti, að borga beitar- toll fyrir gripagönguna, ella mundu gripirnir hraktir af högum og hreinsaðar landeignirnar af ágangi þessum. Sáu hjarðaeigendurnir, þar sem þeir áttu þar mörg hundr- uð þúsunda af stór gripum, sér eigi annað fært, en að verða við þess- um kröfum, og fengu Indíanarnir þá 298,000 dollara í leigu fyrir hag- beitina. Þetta var auðvitað ekki nema sár lítil þóknun í hlutfalli við hagnaðinn, og nam nær því 25 dollurum á hvert höfuð Rauðskinna, sem þar eru, að tölu ekki nema 2,500 manna. Nú er leigutíminn því nær á enda, og brugðu því hjarðeigendurnir við, og hafa reynt að fá höfðingja Indíana fiokkanna til að gefa þeim beitiréttarleyfi á landeignunum, með sömu skilmálum og áður. En stjórnin í Washington ætlar aö taka hér í taumana, og hefir nú sent mann, sem ásamt með lög- manni fyrir hönd Indíánanna.reyn r að gera alt sitt til að aftra þessum ósanngjörnu samningum, þar sem stóreignamennirnir hafa notað sér meinleysi og fáfræði Rauðskinanua til að sölsa undir sig lönd þeirra nær að kalla endurgjaldslaust Landflæmi þetta er uni 7.500 t -r hyrningsmílur að stærð. og er áht- ið a:ð vera eitt hið allra i ezt

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.