Lögberg - 01.02.1906, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.02.1906, Blaðsíða 1
Byssur og skotfæri. Takið yður- frídag til þess að skjóta andir og andarunga. Vi8 höfum vopnin sem með þarf. Við höfum fáeinar byssur til leigu og skotfæri til sölu. j Anderson & Thcmas, Hardware & Sporting Goods. 538 Main Str. Telephone 339. Steinolí uofnar, í kveldkulinu er þægilegt að geta haft hlýtt í j herberginu sínu. Til þess að geta notið þeirra þæginda ættuð þér að kaupa hjá okkur steinol- tuofn. Verð $5 00 og þar yfir, Anderson <& Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 Maln Str, Teiephone 839. 19 AR. II Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 1. Febrúar 1906. NR. 5 Konungur Dana dáinn. KHISTJAN IX. Kristján IX. konungur Dana andaöist í Kaupmannahöfn 29. Janúar kl. 3.30' e. h., og haföi þá ráðiö rikjum i liðug fjörutíu ár. Hann var fæddur 8. April 1818 og var þannig nær þvi 88 ára þeg- ar hann lézt. Hann kom til rikis í Danmörku eftir dauöa Friöriks VII., hinn 15. Nóv. 1863, kvæntist 26. Mai 1842 Louise dóttur Yil- hjálms greifa af Hessen-Cassel. iÞau áttu sex barna. Elztan krón- prinz Friðrik, sem nú tekur viö konungstign í Danmörktt af föðuf sínum látnum. Elzta dóttir kon ungsins Alexandra er gift Ját- varði Bretakonungi, Georg er kon- ungur á Grikklandi, Dagmar ekkja eftir Alexander Rússakeisara, Thyra hertogainna af Cumberland og prinz Valdimar kvæntur dóttur hertogans af Orleans. Eins og sjá má af framan- greindu hefir látni koungurinn ver- ið hinn kynsælasti, því að yfir meg- inþjóðum Evrópu standa niðjar hans næstir til að drotna,og ráða þegar ríkjum. Þaö mun eigi of- sagt hvað sjálfan hann og rikis- stjórn hans snerti, að hann hafi ver- ið elskaður og virtur af þjóð sinni og þegnum umfram alla aðra stjórnendur Evrópu á næstliöinni öld. Fyrri hluta ríkisstjórnar hans stóð striðið um Slesvík og IIol- stein, sem endaöi með því, að Dan- ir mistu eignarráð yfir fylkjunum, og þar að leiddu pólitiskar æsing- ar og erjur innanlands. Með frá- bærri forsjá og pólitiskum hygg- indum, tókst honum að drepa nið- ur deilum þessum og koma friði á í ríkinu, sem síðan liefi* haldist. Enginn danskur konungur hefir íslendingum jafnkær veriö og hann, bæði hefir hann veitt þeim margfaldar réttarbætur umfram hina aðra kommga, og á margan hátt sýnt hve ant honum var um landið og þegnana, og eigi sizt er hann sjálfur sigldi til íslands og færði landinu hina lengi þráðu stjórnarskrá árið 1874. Kristján IX. verður allri Evrópu harmdauði, því að betri konungi liefir gamli heimurinn eigi átt á bak að sjá á siðasta mannsaldri. Fréttir. Þriðjudaginn hinn 30. f. m. var Friðrik erfðaprinz til konungs tek- inn i Danmörku eftir föður sinn, og nefnist Friðrik VIII. Stóð sú athöfn yfir að eins fáar mínútur. •— Stjórnarforsetinn, Christensen, gekk fram á svalir konungshallar- innar og auglýsti konungaskiftin á þann liátt að hrópa þrisvar sinnum til mannfjöldans, er saman var kominn og stóð fyrir neðan: „Kristján konungur níundi er dáinn. Lengi lifi Friðrik konung- ur áttundi.“ Mannfjöldinn svaraði með marg endurteknu húrrahrópi fyrir hinum nýja konungi. Fánarnir, sem blakt- að höfðu i hálfa stöng.voru dregn- ir á hún og skotið af fallbyss- um varnarvirkjanna. Nú eru kosningarnar á Englandi um garð gegnar. Unnu liberalar þar svo atkvæðamikinn sigur, að slíks eru fá dæmi í sögunni. Kosningunum lyktaði þannig: Liberalar.................376 Unionistar................160 Nationalistar..............84 Verkamannafl...............50 Liberalar hafa þannig 82 í meiri hluta fram yfir alla hina flokkana til samans, geta þeir þvi haft tögl og hagldir á þinginu, þótt hinir flokkarnir fylgdust allir samt að að málum, en engin líkindi eru til þess að svo verði, sérstaklega mun verkamannaflokkurinn í mörgum greinum hallast að skoðunum liber- ala,og að líkindum algerlega fvlgja þeim þegar fram líða stundir. Nýjar uppreistaröldur hafa ris- ið í Pétursborg 27. f. m. Höfðu stjórnarféndur fengið bændalýðinn úr grendinni við höfuðstaðinn til fylgdar við sig. í Eystrasaltslönd- unum kváðu bændur hafa rekið valdsmenn stjórnarinnar úr em- bættum og sett í þeirra stað ýmsa uppreistarmenn. í bænum Lodz í Póllandi brut- ust þrír ókendir menn inn í sjúkra- hús það, er Lukizevski, sá er kom upp um og kunngerði lögreglunni um sprengi útbúnaðinn, er granda átti keisaranum á vatnsblessunar- hátiðinni rétt nýlega. , Á þenna mann hafði áður verið ráðist úti á stræti og skotið á hann þremur skambyssuskotum, og af þeim sök- um var hann fluttur á sjúkrahúsiö. Uppreistarmenn náðu s&mt til hans þar, og þessir þrir ókunnu íélagar söxuðu úr honttm lífið i rúminu, ttm leið og þeir formæltu ltonum sem föðurlandssvikara. í Vladivostock er sagt aö nýtt herupphlaup hafi oröið rétt íyrir skemstu, og er útlitið litlu glæsi- legra en í Nóvember í haust, því. að upphlattpsmenn hafa gert banda lag bæði yiö sjómenn og hafa þar að auki meiri hluta Stórskotaliðsins á sintt bandi, og eru vel út búrrir að vopnum og verjum. Mischenkó herforingi liefir verið sendur til að éiga við uppreistarme^in, en verk það er alt aniiaö en auövelt, þar eö mestur hluti liös hans eru Kósakk- ar. sem eru röskir bardagamenn i fvlkingu, en lítt færir til þess að vinna víggirta óvini. Það sem talin er orsökin til þéssa hennanná uppþots í \ ladivostock er dráttur- inn, sem á hefir oröiö að koma her- mönnunum heim til Rússlands. Og heimta uppreistarmenn nýjar og frekari ráðstafanir þar að lútandi, af hendi stjórnarinnar, en Selivan- of herforingi, sá er yfirstjórn her- liðs Rússa hefir þar austur frá, kvað liggja í sárum þungt haldinn, svo aö flest svnist til þess draga, að gera útlitið og ástandið hið í- skyggilegásta. Dæmafá blíöviöri eru sögö í austur hluta Canada. í Montreal hefir minni snjór komið i vetur en tíu til tuttugu undanfarin ár. Vagn ar hafa í viku þotið um bæinn eins og um hásumar væri. ísskortur er talinn líklegur þar, og kolasabr segjast hafa selt 25,000 tor'4!M* minna af vöru sinni en vanalega gerist. Snjóflóð mikið féll á Gr. North- ern járnbrautina í Brit. Columbia. Huldist hún á einum stað af tvö þúsund íeta breiðri snjódyngju, er víða var þrjátíu feta djúp, og í svell hlaupin, svo aö erfitt var mjög við að eiga, því að snjóplógum varð litt við komið. Dómari einn í Bandríkjunum, Turney að nafni, segist vera hætt- við að nota biblíuna við svardaga. Kveðst hann svo oft hafa séð lýgi út úr augum og atferli eiðvinn- enda að liann hafi algerlega hætt að láta þá svivirða hina helgu bók með falsframburði. Hann lætur vitnið vinna eiðinn með upplyftum höndum, og telur það í sínum augum ,,formsök“ eina. Og helzt kveðst hann vildi láta hvern sem er, flytja framburð sinn svardaga- laust og láta síðan dómarann uppgötva hið rétta af framburðin- um, líkunum og aðburðum vitn- anna. Tuttugasta og fimta Janúar síð- astl. voru 118 ár síðan fvrsta ný- lenda hvítra manna var sett á stofn í Australia. Eins og vana- lega voru hátíðahöld og átveizlur miklar um land alt í tilefni af þess um afmælisdegi. Fyrverandi utanríkis sendiherra Breta Sir Edward Thornton, dó 1 London 26. f. m. eftir langvar- andi vanheilsu. Maður nokkur Boyd Caspenter að nafni var skotinn niður milli bæjanna Coatesville og Bernard- town, er hann var að hjálpa konu sinni úr höndum stigamanna sem réðust á þau á leiðinni. Konan var og fyrir skotunum og fanst þar sem atgangurinn hafði verið, skömmu síðar nær dauða en lífi. Álit manna er, að stigamennirnir hafi verið útlendingar. Fimtán stúlkur og nokkrir karl- menn komust í mikinn lífsháska í stórhýsi einu, sem kviknaði í í Montreal um næstl. helgi. Húsiö var alt í báli neðan undir og því engin von um undankomu niður stigana innan húss. Flýöi fólkið fram og aftur um bygginguna, og voru margir orðnir meðvitundar- lausir þegar eldliöið gat komið þeim til hjálpar, og borið burtu niður björgunarstigana, þá er eigi voru sjálffærir. Nýr pólitiskur flokkur er, eftir skýringu blaðsins „Witness“ að risa á legg í Montrcal. Er hann talinn óháður báðum flokkunum, sem fvrir eru í landinu. Báöa þá flokka, sem nú eru við lýði hér i Canada, telur nýi flokkurinn hafa lent út fyrir hin upphaflegu deilu- atriði eða undirstöðupólitík, og vill liann gera miðlunarUmbætur í pólitíkinni að markmiði sínu. Y^nstjóri strætisvagns í Lon- don, Ont., dó nýlega hryllilegum dauðdaga er járnbrautarlest rakst á strætisvagn þann, er hann stýrði, á brautamótum. Lamdist höfuð vagnstjórans * og slitnuðu báðir handleggirnir af lionum, og var hann borinn dauður heim frá stað- þeim, sem slysið skeði á. Sagt er að Canadian Pacific járnbrautarfélagið ætli að planta tré með fram þrautarlínum sinum á skóglausu beltunum, svo það geti sjálft lagt til efnið til brautargirð- inga og undirlaga undir brautar- teinana. Af öllum fólksfjöldanum. 154 mönnum, sem var á skipinu \ al- encia, er strandaði, eins og um var getiö i siðasta blaði, við Beale höfðann á Yancouvereynni, segja nánustu fréttir síðan að cinir 35 hafi bjargast. Pétur Serviukonungur er nú fangi sama flokksins í ríkinu, er áðíir hóf hann á konungsstól, eftir að hafa myrt Alexander konung og Drögu drotningu. Ráðist var á dómsmálaráðgjaf- ann danska, M. Alberti, á mánu- daginn næstliðinn og lá við að hann yrði skotinn til bana. Sá er veitti honum tilræðið var érinds- reki vátryggingarfélags eins, Boye að nafni, er Alberti haföi áður dæmt til fangelsisvistar fyrir inn- brotsþjófnað, sem hann aldrei meðgekk. Ráðgjafinn fékk snúið skambyssunni í hendi skaðamanns sins og firt sig áverka og frekari vandræöum. Skýrsla nýútkomin um herkostn- aðinn í Japan frá því að ófriðurinn byrjaði og þangað til honum lauk, sýnir að bein útgjöld til hermála voru 495 milj. doll. til landhersins og 90 milj. doll. til sjóhersins. Sí og æ lifir í ófriðarkolunum i rússneska keisaradæminu. Nú er það í Kaukasuslöndunum, að upp- reist er hafin á ný, og kveöur að henni svo mikið, að sent hefir veriö þangað stórskotalið , ásarnt öðru herliði til þess að bæla niður ó- eirðirnar. Hefir þar verið skotið °g höggið niður töluvert af varn- arlausu og varnarlitlu fólki, en eins og alkunnugt er, kalla Rússar ekki alt ömmu sína þegar þannig er ástatt. Maður nokkur i Chicago, F'. M. Mahan að nafni, sem getið hefir sér töluverðan orðstýr fyrir ýmsar afl- fræðislegar uppgötvanir, þykist nú vera búin að finna upp loftfar, með sérstöku lagi og sérstökum útbún- aði, er hann heldur fram að geri það mögulegt að stjórna eftir vild og lækka og hækka hvenær sem þörf kreíur. Kveðst hanti muni liafa loftfar þetta tilbúið seint í Aprílmánuði næstkomandi og ætl- ar hann þá að fara á því fyrstu ferðina frá Chicago og til Wash- ington á fund Roosevelts forseta. Vélin sem han ætlar sér að nota til þess að knýja loftfar þetta áfram með, á að hafa sex hestöfl og vigt- ar hún ekki nema ein þrjátíu pund’ Liberalflokkurinn licfir aftur of- an á orðiö i Kingston, Ont., og hlaut þingmannsefnið E. J. B. Pense, við kosninguna, er fram fór þar 29. f. m., 34 atkv. fram yfir gagnsækjanda sinn, D. M. Mcln- tyre. Bæði stjórnarformaður Whit- ney og dómsmálaráðgj. Foy og ýmsir fleiri af fylgifiskum fylkis- stjórnarinnar kváöu þó hafa gert sér ferð til Kingston til að tala máli flokksmanns síns, en þaö dugði ekki; hann varö samt í minnihluta. I bænum Decatur í Alabama- rikinu kærði nýlega kona auðugs kaupmanns mann sinn fyrir það, að hann hefði barið hana og hótað að drepa hana. Nú eru það lög i Alabama að menn, sem fara illa með konur sínar, skuli dæmdir til hegningarvinnu í kolanámum eða við strætavinnu. Maður þessi hefir nú verið dæmdur til að vinna í járnum í þrjátiu daga á strætun- um í Decatur, og að auki í fimtíu dollara sekt og málskostnað allan. Reynt hefir hann að áfrýja dómn- um, en fékk ekki áheyrn. Ur bænum. Járnbrautarverkstjóri einn, Cor- van að nafni, var hér í bænum rétt eftir næstliðna helgi. Hann er sagður að liafa tekið að sér braut- arlagningar miklar á næsta ári„ þar á meðal fyrirhuguðu braut- ina frá Erwood áleiðis til Hudson Bay, sem byrjað skal á við fyrsta tækifæri. Siðasti þáttur fyrirlesturs dr. Blewetts um Danté verður haldinn á þriðjudagskveldið kemur 6. þ.m. Allir íslendingar ættu að minnast þess, að þetta er gert til þess að hjálpa áfram fátækum, efnilegum námsmönnum þjóðar þeirra, og því sækja fyrirlesturinn, sem þar að auki er fróðlegur og vel fluttur. íslenzku Hockey-klúbbarnir, I. A. C. og Víkingar, reyna sig í Arena skautaskálanum á mánu- dagskveldið kemur eftir kl. 10. Ahorfendur eru ámintir um að koma ekki fvr en eftir kl. 9.30. Yonast er cftir að íslendingar, sér- staklega yngri kynslóðin, alls stað- ar að úr bænum, verði þar fjöl- mennir til þess að horfa á kapp- leikinn. Óvenju mikil brögð kváðu hafa vcrið að þvi síðastliðna viku, að eldliðið hefir verið hringt upp án þess að brunar hafi átt sér stað. Einkum hefir kall komið frá eld- hrópsfærunum á William og Yict- or strætum. Svnist slíkt óþarfur leikur og eigi hættulaus heldur. þar sem við liggur 20 doll. sekt lægst, alt að tveggja ára betrunar- hússvinnu eftir ástæðum. Nýi læknaskólinn, sem bygður var í sumar hér í Winnipeg, á horni Bannatync og Emily stræta, rétt vestan við almenna sjúkrahús- ið, var formlega opnaður á föstu- daginn var. — Byggingin er hin myndarlegasta að frágangi og fyr- irkomulagi, og er mikil viðbrigði fyrir nemendurna að eiga þarna á- litlegan verustað, gerðan með ný- tizkusniði, í stað þess, að undan- farin 20 ár hefir skólinn haft við ónóg húsakynni að búa. Fréttir frá Islandi. Akureyri, 16. Dcs. 1905. Þess er getið í blaði einu á Jót- landi, að hr. Stefán Daníelsson (faðir Stefáns læknis í Aars og þeirra bræðra) hafi flutt 16 hesta íslenzka til Jótlands og er svo að sjá, að salan hafi orðið allsæmileg. Blaðið kvartar þó undan þvi, hve Sameinaða gufuskipafélagið taki hátt flutningsgjald, og vill fá bein- an flutning ine§ islenzka hesta til Jótlands. — Komið hcfir til orða, að stórlxnidi einn jóskur komi hingað til latids á næsta sumri með Stefáni Daníelssyni og kattpi ioo íslenzka hesta. Guðmundur Hanncsson ltéraös- læknir, hefir fengið tilboð írá Is- lendingum í Dakota um að flytja þangað; tilefnið auðvitað það, að það kom til orða að liann sækti héðan af Akureyri. Honum heitið 12 til 15 þús. kr. tekjum. — Yon- audi þarf Nl. ekki að færa aðra sönnun til þess fyrir ar.o$ Esf sönnun en þessa fyrir því að G. H. mundi geta fengið læknisstörf sin betur borguö annarsstaöar en hér, þó sú kenning sýnist hafa hneykslað suma smælingja hér í bænum. Rjómabúsfélag Ylöðrttvalla hélt aðalfund sinn 3. þ. m. á Möðru- völlum í Hörgárdal. Búið starfaði að eins liðuga tvo mánuði í sum- ar, svo framleiðslan varð lítil, tæp 4 þúsund pund. Meiri hluti þcss smjörs scldist allvel,en fyrsta send ingin, sem Faber í New-Castle seldi, náði 78 aura verði. Meðal- verð smjörsins varð engit að síð- ur að frádregnum kostnaði um 74 au. með væntanlegum verðlaun- um, og má telja það ágætt. Voru félagsmenn yfirleitt mjög ánægðir og taldist flestum svo til, að þeir hefðtl bæði fengið meira smjör og betra verð en nokkru sinni áður. Ýmsir eru enn í félagssvæðinu utan félags, en nú er vonandi að þeir sjái sér hag í því að ganga í félag- ið. Því fleiri sem eru í félaginu og framleiðslan er nteiri, er arðitr- inn vissari, því kostnaðurinn er nálega hinn sami hvort sem búið er lítið eða stórt. — Bústýra er Helga Helgadóttir, ættuð að vest- on, og hefir lært í Noregi. — í stjórn félagsins eru þeir Stefán kennari Stefánsson formaður og Jón Guðmttndsson á Krossastöð- um og Ivristján Jónsson í Gilsbæ. Búnaðarfélagi íslands hafa bæzt yfir 100 félagar á þessu ári. Sjávargarö allmikinn ætla Eyr- bekkingar að ráðast i að gera, með hjálp sýslufélagsins, til þess að verja sandinum frekari útbreiðslu. Á garður sá að liggja frá verzlun- arhúsunum með öllu Óseyrarlandi að ferjustaðnum og vcra um 1,300 faðma langur. Kostnaðitr er áætlaður um 10 þús. kr.. Bún- aðarfélag íslands hefir heitið um 2,000 kr. styrk til fyrirtækisins, ef verkið veröur tryggilega af hendi leyst. Húsfrevja Ingibjörg Jónasdóttir frá Bakka í Öxnadal, andaðist á sjúkrahúsinu hér 14. Nóv. síð- astl. Hafði hún legið á spitalan- um frá því í Marz í vor, og var það krabbamein er að henni gekk. Jarðarför hennar fór fram á Bakka í Öxnadal 24. f. m. María Árnadóttir húsfreyja á Bakka andaðist að heimili sípu 4. Júlí síðastl. eftir 5 dága legu í lungnabólgu, og var Jarðsungin 15. s. m. — Norðurland.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.