Lögberg - 14.02.1907, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.02.1907, Blaðsíða 1
Þakklæti! Vér þökkum öllum okkar íslenzku viðskifta- vinum fyrir góð viðskiíti sfðastliðið ár og óskum eftir framhaldi fyrir komandi ár. Anderson St Thomae, Hardware & Sporting Goods. 638 Main Str. Telephor.e 339 Yér heitstrengium að gera betur við viðskiftavini vora á þessu A ri en á árinu sem leið, svo framarlega að það sé hægt. Anderson &. Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 IUain St. Telephone 339 AR. Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 14. Febrúar 1907. NR. 7 Tilnefningarfundur í Vestur-Winnipeg. Hér með leyfum vér oss aíS skora á alla þá landa vora hér í bænum, sem eru andstæðingar Roblinstjórnarinnar, a3 sækja fund Þann, er haldinn veröur á fundarsal islenzkra liberala i nýja Good-Templara-húsinu, á horni McGee og. Sargent stræta, í kveld þ. 14. þ. m. ffimtudagj kl. 8. Það sem aðallega liggur fyrir að gera á þeim fundi er aö til- nefna þingmannsefni fyrir nýja kjördæmiö, Vestur-Winnipeg, í komandi kosningum. Fjölmenniö landar, því þaö er áríöandi aö sem hæfastur maöur nái tilnefn- ingu. Fréttir. Tekjuaukinn er nýbirt skýrsla póstmálastjórnardeildarinnar í Ca- nada ber vott um, er á sjö mán- aöa timabilinu, talið til síðasta Janúarloka, liðug sjö hundruð og fjögur þúsund dollara fram yfir það, sem tekjurnar á tilsvarandi tímabili námu i fyrra. Alls voru tekjurnar á þessum sjö mánuöum fjórar miljónir átta hundruö og tuttugu þúsund dollarar. Þær fregnir berast frá Ódessa- borg á Rússlandi að kristnu Rúss- arnir þar séu aö koma á stað nýj- um ofsóknum gegn Gvölngunum, er heima eiga í borginni. Mælt er að einn þriðjungur íbúanna séu Gyöingar og eru Þeir óttafullir eins og vonlegt er af þessum sí- feldu árásum, enda í fersku minni sú hörmulega meðferö sem þeir urðu að sæta í fyrra af kristnum mönnum. Ofsóknirnar síðustu hófust með því aö vopnaöir flokk- ar manna reikuöu fram og aftur um borgina og hrópuðu “Gyöing- ar eru réttdræpir.” Er mælt aö síöan hafi um sextiu Gyöingar veriö myrtir þar, og margir aðrir veriö látnir sæta meiöingum og óviöurkvæmilegri meðferö aö ó- sekju á ýmsan veg; jafnvel skó'a- börn af Gyðingaættum kváöu eigi hafa sloppið hjá misþyrmingum. Fjöldamargar sölubúöir Gyðinga þar í bænum hafa og veriö rændar og eignum þeirra veriö spilt ail- víöa, en lögreglan rússne4ra lokar augunum fyrir allri þessari sví- viröing, og gerist samsek morö- gjörnu ræningjunum. Það hefir kvisast fyrir löngu síöan aö allmikil brögö væru aö þvi að Mexicanar greiddu fyrir Kínverjum er flytjast vildu þaðan inn i Bandaríkin með leynd. Fyrir skemstu hefir Roosevelt fors;ti gert menn út til aö rannsaka hvaö hæft er í þessu, og Þvkjast þeir nú hafa fengið fulla vissu fyrir því, að orðrómur sá sé á góðum rök- um bygður og hafa ráðlagt Banda- ríkjastjórn að setja ríðandi varð- menn meðfram landamærum Mex- icorikis og Bandaríkjanna til aö stemma stigu fyrir aðsókn Kin- verja. Frétt frá bænum Elkins í Vest- ur-Virginiu ský-rir frá því aö ein sprengingin enn hafi oröið rétt nýlega í 'kolanámunum í grend við Thomas, er þaö þriöja sprenging- >ng sem komiö hefir fyrir í Vir- giniu-námunum síðustu þrjár vik- | urnar. Eitt hvaö þrjátíu eða fjöru- | tíu manns birgöust inni niðri í | námanum af þessari sprenglngu. | Eftir eins dags leit voru átta þeirra fundnir, en állir dauðir. Þykir liklegt að enginn þeirra er þar birgðust inni náist lifandi. Þ'ess hefii) verlö von fyrir löngu síðan, að Rússar munduka lla heim setuliðshersveitirnar úr Manchuríu og lagði fyrsta hersvei.in heimleiðis til Rússlands í öndverðum þessuin mánuði. Þær fregnir bárust fyrir skömmu frá Pétursborg að Tolstoi greifi lægi mjög þungt haldinn. Síðari fregnir telja hann aftur á batavegi. Hryllilegar fregnir berast af hungursnevðinni í Kína. Er mælt aö sumar fjölskyldur þar séu orðnar svo óöar af bjargarskorti að foreldrar hafi grandaö börn- um sinum og sjálfum sér á eftir. Verö á matvöru þar í landi er nú helmingi hærra en nokkumtíma áöur og sömuleiðis á eldsneyti. Fjórar miljónir manna eru taldar þar bjargarlausar og er áætlaö aö tuttugu þúsund dollara viröi þurfi til að sjá þeim fólksfjölda fyrir vistum dag hvem. Drepsóttir geisa um landið, er ætla má aö sé af- leiðingar vistaskorts að sumuleyti, að minsta kosti og þrátt fvrir all- ar hjálpartilraunir, sem þegar er um að ræöa, og búast má við úr ýmsum áttum, er eigi útlit á ööru en að þar veröi stórkostlegur mannfellir. En kváöu Japanar ætla drjúg- um aö auka herskipaflota sinn. Búast þeir viö að hleypa af stokk- unum á þessu ári eigi færri en sjö herskipum. Fimm stærri, frá tíu fimtíu þúsund “tons” og tveimur fallbvssubátum. Fylkisstjórnin í Saskatchewan hefir ákveöiö, að þótt loka verði einhverjum skólum þar í fylki, sakir eldiviöarskorts, á þessu skólaári, skuli þaö ekki skerða hina venjulegu fjárveitingu til skólanna af fvlkisins hálfu. Eftir ósk landbúnaðarmálaráð- gjafans í Saskatchewan hefir Sir Wilfrid Laurier gefið landnemum þeim, er nú sitja á löndum sínum þar í fylki, til aö inna af hendi heimilisréttarskylduverk, leyfi til að fara af löndunum um tveggja mánaöa tíma, sakir hinm óbliöu veðráttu, og skuli þó sá tími telj- ast sem ábúðartími á löndunum, er nýbyggjarar beiðast eignarbréfs fyrir þeim. Sjöunda þ. m. brann ein járn- brautabvgging C. N. R. félagsins í Brandon. Varð eigi náö til eld- slokkviliösins svo tímanlega aö því tækist aö ráöa við eldinn. Tjóniö af bruna þessum er metið um 15 þúsundir dollara. Símskeyti frá New York 7. þ. m. hermir svo frá tíðarfarinu þar: “í fyrsta sinni á þessum vetri er nú höfnin hér full af íshru&li, og öll skip er nú bera hér að landi eru klakabrvnjuð.” Dauðadóminn, sem herrétturinn í Pétursborg kvaö fyrir skemstu upp yfir Nebogatoff og hinum öðrrm herforingjum Rússa í s’ó- orustunni miklu milli Rússa og Japana, hefir Rússakeisari nú samþykt. Hinn 8. þ. m. var laodstjórinn í Penza á Rússlandi skotinn til bana af bvltingamanni einum. Hinn fyrnefr.di var aö fara út úr leikhúsi er morðinginn réöist að honum Og skaut hann. Fleiri mönnum, bæði lögreglt»þjónum og kikhúsm.varð byltingamaðurinn að bana áður en tókst að ná í hann. Hafði hann þá sært sig .með skoti svo hættulega að hann dó skömmu síðar á sjúkrahúsinu. Viö rann- sókn er- hafin var sást það, að kúlurnar, sem hann haföi notað höfðu veriö eitraðar. Aöfaranótt h. 9. þ. m. se'gir sím- skeyti frá Philadelphiu aö brunnið hafi sveitabústaöur fyrv. póst- má'astjóra, John Wanamat ers í grend við bœinn Jenkintown, og er tjónið af þeim bruna metið hálf önnur miljón dollara, þvi að bústaður sá var einn hin rík- mannnlegasía þess kyns hús-eign hér í álfu. Málverkasafn sérlega fágætt brann þar inni. Tókst eigi að bjarga öðru en tveim málverk- um, og voru þau metin tvö hundr- uö þúsund dollara virði. Hú> eignin var vátrygð. Sagt er aö Mr. William Whyte, annar varaforseti C. P. R. félags- ins i Montreal, hafi í hyggju að verja um 500 þúsund doll. til um- bóta og stækkunar á vagnabúðum og málmbræðsluhúsum nefnds fé- lags hér i Wiimipeg, og eigi að byrja á þyi verki þegar á næsta vori. Áðurnefndar verkstofur sem bvgðar voru hér í bænum fyrir fi- um árum siðan, fvrir tvær miljón- ir dollara, reynast eigi fullnægj- andi þörfunum. Járnbrautafrömuöurinn J. J. Hill hefir í hyggju aö koma á svo skjótum skipaferöum milli Ame- ríku og Englands að fara megi milli þeirra landa á þrem dögum að eins. í samband við þá “skipa- línu” er svo tilætlast aö ný járn- braut veröi lögð yfir Norður- Ameriku (Canadaj frá Kyrra- hafi til Atlanzhafs og sé enda- stöö þeirrar brautar að austan á Labrador og hafnarstöö verði val- in þar, ér álitlegast þykir. Frá þeirri höfn er svo búist viö aö hægt verði aö komast með skipum til Englands á þrem dögum. Þessu fyrirtæki hefir veriö hreyft áður, fyrir 5 árum á að gizka og hefir á þeim tíma nokkur undir- búningur verið gerður til þess að koma þvi í framkvæmd.Er mælt að Hill hafi sjálfur haft eftirlit með ýmsum mælingum er gerðar hafa veriö í þessu skvni, til að ákveða stefnu hinnar fyrirhuguðu járn- brautar, svo og hafnarstað'nn. Mikið hefir verið talað um það í blöðum þessa lands að för Ed- wards konungs og drotningar hans til Frakklands í öndverðum þessum mánuði muni meðfram hafa verið gerð til að styrkja vænt- anlegt sainband Englendinga og Frakka gegn Rússum og Þjóð- verjum. Eins og kunnugt er fóru kosningarnar á Þýzkalandi, í n. 1. mánuði þannig, aö búast má við aö framhald veröi á nýlendupóli- tík keisarans, og muni Þjóðverjar því sækja þaö enn fastara en áður að færa út kviarnar. Er ætlan manna að Rússar muni vilja ving- ast viö Þjóðverja og jafnvel gera samband við þá í nýlendupólitlk- inni. Þykjr því líklegt, aö ef svo færi, muni það draga Englendinga og Frakka meir saman en áöur til þess að sjá viö því að hinar tvær þjóöirnar afskifti þá ekki í ný- lendu-stofnsetningum. Skipskaöar hafa oröiö töluverð- ir við austurströnd Canada i hríö- unum og frostgrimdunum fyrstu dagana í þ. m. Tveimur -skipum öðru ensku en hinu norsku var náö því nær ósjófærum skamt frá landi við austur strönd Nova Scotia og þau dregin til hafnar af björgunarskipunum, skamt frá Iíalifax 6. þ. m. Sænskur ferðalangur er farið hefir um landeignir Kínverja í Turkestan hefir fyrir fáum dög- um siðan sent skeyti til ættlancls síns og tjáist hann hafa ferðast um átta hundruð milna svæði i Turkestan, er enginn Evrópumað- ur hafi áður stigið fæti á. Þykist hann hafa fundið þar óþektar ár, vötn og gullnáma. Býst hann við að verða kominn til Shigaste í lok Febrúarmánaðar, en sá bær er um hundrað og þrjátíu milur frá borginni Lhassa í Tibet sunnan- verðu. Þann. II. þ. m. varð uppfundn- ingamaöurinn mikli, Thomas Alfa Edison. sextugur aö aldri. Lét hann þess getið þá á afmælisdag sinn að um fjörutíu og firrun ára tima hefði hann unniö að því að gera uppgötvanir sínar í raf- aflsfræði arðberandi á heimsmark- aðinum. Nú kvaðst hann ætla að fara að fást við rafurmagns upp- götvanir beinlínis frá vísindalegu sjónarmiöi, en til þess kvaðst hann lengi hafa hlakkað enda má mikils vænta af þeirri starfssmi hans ef heimurinn fær að njóta hans nokkur ár enn, sem ekki er óliklegt, þvi að cnn er hann ern og hraustur. Hinn 11. þ. m. sprakk sprengi- efnageymsluhýsi, í bæuum Wool- wich á Englandi i loft upp með ógurlegu' braki og gauragangi. Fanst jaröhristingurinn af þess- ari sprengingu í fjörutiu mílna fjarlægð, og margar byggingar í grendinni hrundu og skemdust. Eigi er getið um að manntjón hafi orðið af þessu, en fólk í fjarlægð þar er jarðhristingsins varð vart, skelfdist mjög og bjóst við aö hristingurinn væri þess kyns, sem jarðskjálftar venjulega. Islendiugnr komnir úr pils- tinum. A koswinga-undirbúningsfundi, sem Th. Sharp, fyrverandi borg- arstjóri í Winnipeg, er nú býður sig fram sem þingmannsefni í hinu nýja kjördæmi borgarinnar, hélt i vikunni sem leið, bar margt á góma. Meðal annara, sem þar héldu ræður til stuðnings þing- mannsefninu var Gimliiþingmað- urinn, og skýrir blaðið “Tele- gram” þannig frá þeim orðum er liann lagði þar í belg. “Mr. Baldvinsson, þingmaður Gimlikjörd. var næsti ræöumað- ur. Sagðist hann liafa þekt Mr. Sharpe um nokkurn tíma undan- farið og hjartanlega styðja til- nefningu hans í Vestur-Winnipeg o. s. frv. Hvaö íslendinga snerti sagöi hann að áöur heföi þeir a'll- ir verið álitnir eins og stúlkur, en það gleádi sig að geta sagt það að nú væru þeir farnir aö veröa skiln- ingsbetri. Að endingu kvaöst hann hjartanlega vera samþykkur til- nefningunni.” Mundi þessi vaxandi skilnings- þroski íslenzkra kjósenda vera or- sökin til þess að nú er fullyrt að þingmaður Gimlimanna ætíi ekki aö bjóða sig fram við næstu kosn- ingar ? Ur-bænum. Muniö eftir því, allir íslenzkir liberalar, aö sækja fundinn í nýja Good-Templara húsinu éhorni McGee og Sargent St.J í kveld. Þar- verður þingmannsefnið ykkar valið. Mr. Björn Jónsson frá Van- couver leggur á stað heini til ís- 1 lands, i næstu viku, snöggvaferð. MuniS cftir þkn aS scinasti dag- urinn scm lucgt er aS koma nafni ' sínu á kjdrskrá cr fimtudagurinn, hinn 14. þ. m. (í dag). Veizlan, sem libera’ar héldu leiðtoga flokksins, Mr. Brown, að hótel Alexandra hér að kv. h. 12. þ. m. var svo fjölsótt, aö eigi varð húsrúm fyrir alla er taka vildu þátt í samsætinu. Hóf þatta var eitt hið fjörugasta, sem haldiö hefir verið í þessum bæ um lang- an tíma. Næsti liberal klúbbfundur is- lenzkur verður haldinn á mánu- dagskveldið kemur 18. þ. m. á venjulegum stað og tíma. Court Garry, No. 2, Canadian Order of Foresters heldur fundi á Unity Hall á Lombard <5* Main st., annan og fjórða föstudag í mán- uði hverjum. Óskaö eftir að allir meðlimir mæti. W. H. Ozard, FVee Press Office. Hr. S. Sigvaldason flytur kristi- legt erindi á sunnudagsskólasal Fyrstu'lút. kyrkju í kvöld ('fimtu- dagj kl. 8. Hann segist vonast til af því aö Þetta sé trúmálafundar- vikan, að sem flestir komi að hlýða á sig. Stúdentafélagið heldur opinn fund næsta laugardagskv. í fcinnu- dagsskóiasal Fyrstu lút. kirkju. — G. Guttormsson flytur þar erincli um fornsögu Grikkja, J. P. Páls- son heldur ræðu um óákveðið efni. Einnig fara fram fleiri skemtanir. Fundurinn byrjar kl. 8. Allir boðnir og velkomnir. Umboðsmaður stúkunnar Heklu Hr. Kr. Stefánsson setti eftirfar- andi meðlimi í embætti á fundi 1. Febrúar: F. Æ. T. Mr. S. Björnsson, Æ, T. Mrs. N. Benson, V. T. Miss Þ. Þórðardóttir. G. U. T. Mr. H. Gíslason, R. Mr. B. Björnsson, A. R. Mr. E. Árnason, F. R. B. M. Long, G. Mr. B. Magnússon, K. Miss J. Sigurðsson, D. Miss S. Sæmundsson, A. D. Miss R. Eiparsson, V. Mr. J. E. Hallsson, U. V. Mr. H. Bjering. Meðlimatala stúkunnar var 342 Það er gott útlit á því að stúkun- um ætli aö græðast meðlimir í nýjo salnum, enda ættu íslending- ar í Winnipeg og hvar sem er aö sinna betur bindindismálinu hér eftir, en hingaö til. — Bindindi leiðir hvert mannsbarn til blessun- ar, en víndrykkja ætíð til hins verra. Björg jónsdóttir, nú Mrs. B. Celander, frá Lýtingsstöðum í Skagafi., er flutti hingað fyrir ná- lægt þrjátíu árum, óskar eftir tipplýsingum um systir hennar, Guðríði að nafni, hvort hún muni vera á lífi og hvar niðurkomin. Uþplýsingar um þetta má senda á skrifstofu Lögbergs. Utanáskrift til Bjargar er: Mrs. B. Celamder Joliet, Montana, U. S. A. Sunnudagsskóláþing var haldið 12. þ. m. í Fvrstu lút. kirkju. Mættu þar allir prestar kirkjufé- lagsins, að tveimur undanteknum ('séra H. Thorgrímsen og séra P. Hjálmssonj. Ennfrentur voru Þar viöstaddir ýmsir af sunnudags- skólakennurum bæjarins o. n. fl. Meðal helztu ræðumanna þar var hinn víðkunni starfsmaður sd.- skólamáfsins, ritari hinna samein- uðu sd.skóla fylkisins, Rev. Mr. Irwin; ræddi liann einkum um undirbúnings sd.skólakennara, og hvaða skilyrði þeir tnenn þyrftu að hafa, til aö geta gengt því ; starfi svo vel færi. Er eigi ólíklegt að ýmsuni kennurum, er á heyrðu,. hafi fundist þá skorta töluvert á til að geta fullnægt kröfutn þeim er hann gerði til sd.skólakennar- anna. En markið er aldrei sett of hátt, að því er uppfræðslu ung- mennanna snertir, og víst mundi áðurnefndum kennurum næsta þarft að fá oftar að iteyra ráð- leggingar Hkar þeini er þessi maö- ur tók fram. Gætu þeir mikið af þeim ráðleggingum lært, og þær góða ávexti borið, ef kennararnir færðu sér þær í nyt. “The Manitoba Linseed Oil Milling Co.” heitir nýtt félag, með tvö hundruð þúsund dollara höf- uðstól, er nýlega hefir fengið lög- gildingu og keypt lóðir hér í Winnipeg undir tilvonapdi starf- byggingár sínar. Veröur byrjaö á þeim byggingum með vorinu. Þessi atvinnurekstur hefir það í för með sér að miklu meiri eftir- spurn verður eftir “flax” hér en áður, og ættu bændur því aö leggja meiri stund á að rækta það nú en aö undanförnu. Nákvæmar vonum vér síöar að geta skvrt frá þessu ofannefnda félagi, er ætlar að byrja að reka hér iðn sína næsta sumar. ------o------- Fréttir frá IslandL Eskifirði, 31. Des. 1906. Þórður læknir Sveinsson var einn meðal farþega á Vestu um daginn. Hann á að verða læknir gcðveikrahælisins á KJeppi viö Reykjavík. Hefir hann dvalið er- lendis um hríð — í Danmörku og Þýzkalandi — og lagt stund á taugasjúkdóma. Hlýddi hann á fyrirlestra hinna frægustu visinda- manna í þeirri 'grein og hefir aflaö sér meiri þekkingar um þau éfni, en aðrir læknar þessa lands. Mörgum munu mininisstæðar deilur þær, sem urðu i blöðunum hér á landi fyrir nokkrum árum út af þvi, hvort hvalaveiðar spiltu fyrir síldveiðum cg síldgöngum. Þó að það mál liafi eigi verið rætt um hríð, þvkir mönnum ef til vill gajnan að sjá, hveirjum augum Englendingar líta á það. Grein sú er hér fer á eftir, er tekin úr norska blaðinu “Bergens Aften- blad”: “Félagið tiT verndunar fiskiveiðum Englendinga í rúmsjó, hefir átt þriggja daga fund meö sér í Hull. í fundarlok var gerð fundarályktun, þar sem sagt er, aö hvalveiðar sem Norðmenn stunda við Hjaltland ( Shetlands-ey j a r), wéu mjög skaðlegar síldveiðuin Jafnframt var þessvegrta akveöiö, aö skcra á ensku stjórnina að láta til sín taka um þetta mál. Þaö kom. i ljós á fundinum, að Norö- menn hefðu reist hvalstöðvar sína- á Hjaltlandi árið 1903 og rekið þaðan hvalveiðar síöan. Hefir það valdið hinum mestu æsingum meðal sjómanrta og hafa Þeir eigi alls fyrir löngu kveikt í hvalstööv- unum. — Formaður fundarins var Heneaye lávaröur.”— Þamnig far- ast blaði þessuu orö, en óvist et cnn, hvaö enska stjórnin lætur tili ; bragös taka. — Dagfari. . t

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.