Lögberg - 21.02.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.02.1907, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1907 Þorrablóts-kvæðin. MINNI ÍSLANDS lt>ú ástkæra móöir vor austur í sjá meö eldheita barminn og snækrýnda brá. æ ljúft oss það skyldi, unz lífsfjöriö dvín, með lotning og ástúö að hugsa til þín. Þótt háreisti stundum vér heyrum jþér frá, er hamast þar synirnir ritvöllum á, slikt eru’ aö eins fjörspor, því fyrstur vill hver í framsókn þar verða til hagsældar þér. Úr einangurs dvala að lokum er leyst, meö læðingi nýjum við umheiminn' treyst. Og framfarasporin svo fátíð og smá þau fjölga og stækka.—Sú raun veröur á. Nú hímirö’ ei lengur við' lávarða dyr svo lotin og auðmjúk og vondauf sem fyr, en konungur hæverskur kemur til þín og kurteis þér bíöur í öndVeg til sín. Ei ennþá er lagöur í gleymskunnar gröf þinn gullaldarljómi, sem skein yfir höf, og enn áttu menning og atggeri fþá, sem undrandi stórþjóðir fýsir aö sjá. jpví enn ertu perlan í úthafi blá og enn þá sú móöir er synirnir þrá, Og enn,—þó aö skaut þitt sé afskekt og kalt— þig elskum og blessum vér þrátt fyrir alt.. H. S. B. MINNI KVENNA. iÞað yiöi víst lítið úr lífinu’ í oss og ljóöum og sögum frá minningadögum, ef burt væri’ úr mannheimi kærustu koss, og konunnar blíöan með armanna lögum — ef duliö og týnt væri’ ið dýrkeypta hnoss, þá dæi hver gróöur í samúðarhögum. Já, hugnun oss er þaö, hve hýr ertu’ og góö, og hjartanleg gleöi sem mest um þig tala, og skrifa’ um þig Sögur og syngja’ um þig ljóö, og segja þig fegurstu rósina dala. En ætli það muni þó ylja þaö blóö, sem aldirnar kældu með næðingnum svala? Ef þér lærst betur meö þroskandi hug, að þiggja sem minst aö þú getur aö láni, iþá átt þú um siöir það áræði’ og dug, sem iðni þín vinnur af herra þíns ráni, Oo* honum, sem einvöldum, bægir á bug. |Þ"á blaktar þinn uppdreginn jafnréttis-fáni. Og mikið skal gleöja’ okkur sannleiki sá, að sjáir þú dálítið út fyrir bæinn, og stærri sé hugur, en hibýlin smá, með hressandi vonir sem sólkomu-blæinn. Og þú getir sýnt þaö, hvar leiðin þín lá úr lægingar rökkrinu’ í hefjanda daginn. j i Kristinn Stefánsson. MINNI VESTUR-ÍSLENDINGA. Eg kveö ei ljóð um gulli glæstar hallir né gleði þá, sem nautnin skammvinn lér, en hins eg get, að Islendingar allir, er áður voru frumbýlingar hér, meö eigin höndum hruðu veg um klungur og höfðu fornmanns þrek að ryðja braut. IÞjvi þaö er hart að berjast eins og ungur er öldungs höfuö ber sitt hvíta skraut. Þá gnast við hátt, er féllu tré að foldu, — 4 — þá fylgdi sigur vopnum einyrkjan9, — og ávöxt bar, er djúpt í myrka moldu um morgun, dag og kveld féll sviti hans . Sú fóm var helguð hugsjón íslendingsins úr hrjóstur-auðn áð mynda sléttuð tún. IÞ’á byrja skal á æfi útlendingsins, fær ekkert mannlegt stáðist nema hún. Þ'eir ritu nöfn sín rúnum víkinganna á regin-auönir þessa meginlands. Vér erföum mál og minning forfeöranna og manndóm til að leita sannleikans; það stál í lund á sumri’ og svölum vetri, — hin sanna menning vor 0g heilladis, — sé hún vor arfleifð, gulli glæstu betri, er geymist meðan sól úr ægi ris. 1 Hjörtur Leó. •. ~ ■y:'r’'r£. . *r ' .. ** /. • .. ... — ’ó, . 1. Fundna og týnda gull-landið. Ritgerð sú, sem hér fer á eftir, hefir nýlega verið prentuö í ýms- um blöðum beggja megin „línunn- ar“, og hefir vakið all-mikla eftir- jtekt. Maðurinn, sem hana hefir samið, er Bandarikjamaöur, og er frásaga hans endurtekin hér að ! mestu leyti orðrétt. “Á ferðum mínum um suðvest- | urhluta Bandaríkjanna hefi eg oft heyrt margar allmerkilegar sögur um gullauðug landsvæði sem fund- ist hafa og týnst aftur, einhverra orsaka vegna, án þess hægt hafi orðið að finna þau aftur. Fyrir mörgum af þessum sögum er ekki hinn niinsti flugufótur. En svo auðvelt er að fá almenn- ing til að trúa slíkum sögum, aö mörg hundruö manns hafa þotið á stáð út í ófærur og eyðimerkur, i þeirri von, að höndla hnossið. En hlutskifti þeirra hefir orðið hörm- ungar hungurs og þorsta, og dauö- inn kærkomnasti gesturinn til þess að leysa þá af hólmi. Næsta eftirtektavert er það, með hversu mikilli léttúð og fyrir- hyggjuleysi menn stofna lífi sínu í voða Þegar vonin um áð finna gull i júörðu ýtir undir þá og eggjar þá áfram. Lausafregnir, hversu heimskulegar sem þær eru, um gullfund hér eða þar, hafa ætíð reynst nægilega lokkandi tálbeita til þess að ginna menn inn í óbygð- ir og eyðimerkur. Og skinin og veöurbarin bein þeirra, sem á und- an eru gengnir, liggja á víð og dreif um öræfin og eyðisandana, j næstu flónunum til viövörunar,sem ginnast láta af staðlausum frétta- burði um gullfund hér og þar í ó- bygðunum. En sjaldan fer og hjá því, að komist leitarmaður lif- andi aftur til mannabygða,þá þyk- ist hann vissari um það en nokkru sinni áöur, að gull hafi verið að finna einhversstaðar nálægt þeim stöðvum, sem hann reikaði um. Að hann ekki hafi fundið það kennir hann þvi, að hann hafi vilzt útaf réttri leið, misskilið leiðsöguna og lýsinguna af staðnum, sem honum hafði verið látin í té, éða að hann hafi uppgefist of fljótt og ekki leit- að nógu nákvæmlega. Aldrei hefi eg hitt fyrir neinn slikan mann, sem ekki hefir verið 1 hjartanlega sannærður um, að fyr eða síöar mundi einhver verða svo heppinn að finna auðæfin sem hann var a'ð leita að, en tókst ekki að koma auga á. j Á meðal hinna mörgu sagna um j gullauðug héruð,sem eg hefi heyrt, er að eins ein einasta sem virðist hafa við rök að styðjast. Það er sögnin um Adams gulllandið, sem fanst ári'ð 1B59, fýndist aftur sama ár og hefir ekki fundist síðan. Sögnin er svo sennileg, að á ýms- um tímum hefir fjöldi manna lagt á stað til þess að leita að því, en árangurslaust hefir það orðið jafn- an. Stórfé og mörg mannslíf hef- ir þó leitin kostað. Margir reyndir námamenn leggja trúnað á sagnirnar um þetta gull- land, og á síðari árum hafa sendi- sveitir veri'ð gerðar út til þess að rannsaka nákvæmlega og grand- gæfilega landsvæðið sem hér er um að gera. Og nú, þann dag í dag, eftir fimtíu ára vonbrigði, virðist áhuginn á því að finna gullland þetta enn meiri en áður. Fleiri menn en nokkru sinni áður lifa nú í voninni um að verða svo hépnir að komast eftir því, hvar hinir gullauðgu námar séu. En frásagan um fund gulllands- iris í fyrstu er á þessa leið: Árið 1858 var gerð út sendisveit frá California og voru í þeim hóp tuttugu og tveir menn. Takmarkið var að rannsaka eyðimerkurnar í suðvestri, því sögur höfðu farið af því í mörg ár undanfarið, að þar væri nóg gull að finna. Sendi- sveitin var vel útbúin með reið- hesta og áburðarhesta sem á vár fluttur vistaforði til nokkurra mán- aða. í smáþorpi einu.sem Port Yuma heitir, stóð sendisveitin við í nokk- ura daga, bæði til að hvíla sig og hestana og eins til þess að reyna að fá hjá Indíánum þar um slóðir vitneskju um greiðfærasta veginn yfir eyðimörkina. Veitti þeim erf- itt að gera skiljanlega fyrir Ind- íánunum, en um síðir hittu þeir þar þó Indíána einn, sem skildi spönsku, og gaf hann þeim ýmsar leiðbeiningar. En er ferðamenn- /rnir fóru nákvæmar áð hyggja að þessum sögumanni sínum, komust þeir að því, að hann mundi ekki vera Indíáni heldur Mexíkómaður. A meðan ferðamennirnir dvöldu á þessum stöðvum bar svo við einu- sinni, seint um kveld, að maður þessi kom leynilega á fund for- ingja ferðamannanna og sagði hon um eftirfylgjandi sögu: Herra minn! Eg er Mexilió- maður. Indíánar myrtu foreldra mína og tók mig til sín þegar eg var unglingur að aldri. Eg var svo hjá þeim nokkur ár, þangáð til þeir seldu mig þessum Indíána- flokki, sem eg nú dvel hjá, eins og ánauðugur þræll. Aumkastu yfir mig, herra minn, og kauptu mér frelsi. í endurgjaldsskyni skal eg vísa þér á stað, þar sem þú getur fundið meira af gulli en allir hest- ar þinir geta borið. Ferðamennirnir tóku nú að ger- ast forvitnir og fóru að spyrja manninn spjörunum úr. En hann sat við sinn keip og kvaðst ekkert láta uppskátt svo framarlega sem þeir ekki keyptu hann lausan og tækju hann með sér. Ferðamennirnir tóku nú. að semja um kaupin við Indíána og lauk því svo að kaupin voru gerð. Mexíkómaðurinn gerði það nú uppskátt fyrir ferðamönnunum, að fvrir nokkrum árum síðan hefði hann farið með Indíánaflokki ein- um til fljóts þess er Gila-fljót héti. Sagði hann að Indiánarnir hefðu farið þangað í þeim erindum að sækja þangað það sem þeir nefndu hvitra manna peninga.” Þessir svo nefndu ‘‘hvitra manna peningar” sagði hann að væru gull stykki af ýmsri stærð og mesta ó- grynni væri til af á vissum stað í fjöllunum. Frá-Port Yuma fór Mexikómað- urinn með ferðamennina upp með Gila-fljótinu, hér um bil jþrjú hundruð mílur vegarf Þegar hann var þangað kominn með þá lét hann þa nema stðar og benti þeim á þrjá fjallatinda í nokkurri fjar- lægð, er með afstöðu sinni hver frá öörum mynduðu réttan þríhyrn- ing. “Gullið er við rætur fjallsins, Sem er j miðið,” sagði hann. Þeir áðu nú þarna yfir nóttina og snemma næsta morguns fóru tveir menn með leiðsögumanninum á undan aðal-hópnum til þess að velja handa honum greiðfæran veg. En er þeir voru komnir rúma mílu vegar frá tjaldstaðnum réðust Indiánar á þá og drápu þá alla þrjá. Hinir héldu nú kyrru fyrir í tjaldstaðnum í nokkra daga og héldu síðan áfram hægt og gæti- lega og voru mjög varir um sig. Komust þeir nú klaklaust að rót- um miðfjallsins og fundu þar, eins og Mexikómaðurinn hafði frá skýrt, óvenjulega auðuga gull- náma. Þeir bygðu sér nú kofa þarna og unnu að því í nokkrar vikur að raka saman gullinu, og ekki hættu þeir við fyr en þeir voru búnir að safna saman fullrar miljón dollara virði. En nú fór þá að skorta vistir, og enn fremur höfðu þeir ekki hagan- leg áhöld til gulltekjunnar. Auk Þess var og nauðsynlegt fyrir þá að koma gullinu, sem þeir voru búnir að safna saman, sem fyrst til San Francisco og afréðu þeir því að leggja á stað með það til Ýuma. Komu þeir sér saman um, að'tólf þeirra skyldu fara með gullið en átta verða eftir til þess að vinna í námunum á meðan i fé- lagi fyrir allan hópinn. Sex vikur liðu, og ekki komu sendimennirnir aftur. Tók hinum nú að gerast órótt og er átta vikur voru liðnar, án þess nein breyting yrði á, tóku tveir þeirra sig til og gengu upp á einn fjallstindinn, í þeirri von að þeir þaðan kynnu að sjá til ferða félaga sinna. En það var alt annað sem þeir komu auga á er þangað var komið. Þeim varð litið í áttina til kofans þeirra og sáu þeir að hann stóð í ljósum loga. Sáu þeir að hjarðir villi- manna hö,fðu umkringt hann á all- ar hliðar, lagt eld í hann og voru nú að myrða félaga þeirra og kasta þeim á bálið. Óðir af hræðslu hlupu þeir niður fjallshlíðina, x gagn- stæða átt við það sem þeir höfðu komið og áleiðis til Gila-fljótsins. Þeir héldu áfram niður með fljót- inu nokkrar mílur og rákust þar nú á beinagrindur hinna tólf félaga sinna, sem þeir höfðu beðið eftir með svo mikilli óþolinmæði. Höfðu villimennirnir ráðist þar á þá, drepið þá alla og rænt gullinu. Að eins tveir af þeim sem eftir lifðu komust aftur til mannabygða. Hermannadeild frá Fort Bliss í Nevv Mexikó, sem send var í land- könnunarferð upp með Gila-fljót- inu, fann þá, aðframkomna af hungri, þar á eyðisöndunum. Tóku þeir þá heim með sér og hjúkruðu þeim vel svo þeir náðu sér brátt aftur. Höfðu mennirnir báðir í vösum sinum nd<kra mola af skíru gulH úr námunum sem þeir höfðu dvalið við. Frá Fort Bliss héldu nú þessir tveir félagar á stað til Texas Og síðan til Californíu. Dó annar þeirra skömmu síðar, en hinn, Adams að nafni, sem gull- landið er kent við hér að framan, vann þar að namavinnu um hríð. Árið 1883 kom hann á stað stórri sendisveit er fara skyldi áð leita að námunum týndu. En Indíánahjarð- irnar, sem urðu á vegi þeirra, voru svo herskáar, og létu svo ófriðlega, að hinir hvítu menn urðu frá að hverfa og hætta við leitina. Litlu síðar andaðist Adams og var þá Ilætt v'ð leiðangurinn í það sinn. Fjöldamargir menn i Californía þektu Adams persónulega og dett- ur engum þeirra í hug áð draga það að neinu leyti í efa, að hann hafi skýrt satt og rétt frá atburð- um þessum. En hvar eru fjallstindarnir þrír, er mynda þríhyrninginn? Hvar eru hinar auðugu gullnámur? Mörgum kanu, að virðast það ó- sannsýnilegt, að þessar gullnámur geti att sér stað, eftir svo margra ára ítarlega leit, sem eftir þeim hefir verið gerð si'ðan Adams og félagar hans lögðu Þangað á stað í fyrsta sinn. En þess er að gæta, að hér er um víðáttumikið land- svæði að ræða, ókannáð og erfitt yfirferðar \ mesta máta. Og eftir því sem árin líða er eins og dularblæjan falli fastar og þéttar að Adams gullnámunum og hylji þær æ betur og betur fyrir sjónum manna. Fyrir nokkrum áratugum síðan trúðu menn því fastlega að þær væru til, en nú, eftir því sem lengra liður frá.verða þeir æ fleiri og fleiri, sem hættir vi'ð að efast og skoða frásöguna eins og skáldsögu, skipa henni á bekk með hinum mörgu kynjasög- um um fólgið fé \ jörðu og ótæm- andi gull-lönd, sem við og við á ýmsum tímum breiðast út á meðal almennings.” Th. Johnson, KENNIR PÍANÓ-SPIL og TÓNFRÆÐI , Útskrifaður frá T Kenslustofur: Sandison músík-deildinni við t Block, 304 Main St., og Gust,Adolphus Coll. T 701 Victor St. Thos. H. Johnson, Islenzkur lögfrœCingur og m&la- fœralumaCur. Skrifstofa:— Roora 33 Canada Llfe Block, auCaustur hornl Portage avenue og Maln st. Utanáskrlft:—p. o. Box 1884. Telefön: 423. Winnlpeg, Man. Hannesson & Whité lögfræðingar og málafærzlumenn. Skrifstofa: ROOM 12 Bank of Hamilton Chamb. Telephone 4716 [ Ofkice: 660 WILLIAM AVE. TEL. 89 Office-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. House: 620 McDermot Ave, Tel. 4300 Office: 650 Wllllam ave. Tel, 89 I Hours: 3 to 4 & 7 to 8 p.m, Residence ; 620 AlcDermot ave. Tel.4300 WINNIPEG. MAN. Dr# G. J. Gislason, meðala- og uppskurða-læknir, Wellington Bloch, GRAND FORKS, - N. DAK. Sérstakt athygli veitt augna, nýrna nef og kverka sjúkdómum. I. M. Cleghorn, M D læknir og yflrsetumaður. Heflr keypt lyfJabtlCina & Baldur. og heflr þvl sj&lfur umsjón & öllum meC- ulum, sem hann lwtur frfl. sér. Ellzabeth St., BAI/DUR, . MAN. P.S.—íslenzkur ttlikur viC hendina hvenær sem þörf gerist. A. S. Bardal 121 NENA STREET, selur líkkistur og annast um átfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina TelephLoae 3oS Páll M. Clemens, byggingameistari, 219 McDermot Ave. WINNIPEÖ Phone 4887 IVI., Paulson, selur Giftingaleyflsbréf MaþleLeaf Renovating Works Karlm. og kvenm. föt lituð, hreins- uð, pressuð og bætt. TEL. 482. Píanó og Orgel enn óviðjafnanleg. Bezta tegund- in sem fæst í Canada. Seld með afborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO. 295 Portage ave. 4 fíunib dtk Gddu’s — þvi að —] BuaolDdaDaDDlr ixeldur húsunum heitum; og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- um og verðskrá. til TEES & PERSSE, LI5- • Ú.GBNT8, "WINNIPEO.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.