Lögberg - 23.02.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.02.1907, Blaðsíða 2
Stefnuskrár-ákvæði SAMÞYKT AF LIBERAL FLOKKSÞINGINU t MANI-. TOBA 27. OG 28. MARZ StDASTLIÐINN. TOLLMÁL. Flokksþing liberala i Manitoba ákveöur aö halda fast viö -bá pólitík, er liberalflokkurinn hefir frá upphafi fylgt í tollmál- um, sem sé að innflutningstollurinn skuli aöallega vera bygöur á tekjuþörf landsins. Þaö lýsir og yfir að það sé föst œtlan þess aö mótmæla stranglega hverri uppástungu, hvaðan sem hún kæmi, er gengi í þá átt, að hækka hann, með þjvi að slikt sé skaðlegt fyrir sam- eiginlega heill landsins. Enn fremur, að i tollmálarannsókn þeirri, er nú stendur yf- ir, sé það æskilegt, að breytingar þær, sem gerðar verða þar af leiöandi, lúti að því að lækka tolla, sérstaklega á trjávið, akur- yrkjuverkfærum, aldinum og klæðavarningi, eða lífsnauðsynj- um bændanna i Vesturlandinu, en á velmegun búanda byggist velmegun íðnaðarmanna og iðnaðarins innanlands; en haldast skuli óbreytt tollhlunnindi þau, er Bretland og nýlendurnar hafa notið ("33 1-3. prct.ý. _ FJÁRMÁL FYLKISINS. » Þar eð útgjöld þessa fylkis árið 1905 hafa reynst tvöfalt hærri en 1898, álítur þingið nefnda hækkun alt of mikla og standa í öfugu hlutfalli við tekna uppsprettur fylkisins, en læt- ur og þá skoðun í ljósi, að með hyggilegri starfræksluaðferð væri hægt að leysa betur af hendi stjórn almennra mála meö margfalt minni kóstnaði. FYLKISLÖNDIN. Að sú stjórnaraðferð, sem fer í þá átt, að selja stór land- flæmi gróðabrallsmönnum í einkasölu, sé óviðurkvæmileg og ætti alls ekki að eiga sér stað, þar eð hún sé fjárhagslega skað- vænleg fylkinu, að yrkjanlegt land sé selt landnemum eingöngu, á sanngjörnu verði, með þeim skilyrðum er þar til heyra og að öll önnur lönd skuli verða boðin til sölu á þann hátt, að almenn samkepni geti komist að. Á ALMENNINGS VITUND. Vér álítum nauðsynlegt og æskilegt, að öll opinber störf, er stjórnin annast, séu á vitund almennings, og erum því með- mæltir, að alt slíkt sé birt í Maqitoba Gazette, t. d. eins og opin- ber, almenn verk, sem gefin liafa verið út til vinnu, sala skulda- skírteina o. s. frv., með þeim frekari skýringum, sem almenn- ing varðar, og hann á heimting á að fá að vita. BINDINDI. Að liberai flokkurinn láti í ljósi samhygð mcð bindin lis- hreyíingunni sem siðfe ðislegri umbót, og skuldb.tidi sig til, komist hann til valda, stranglega að framfylgja öllum r,:m lögum, sem snerta vínsölu, og endurbæta núverandi vinsölulög á þann hátt, að eftirfylgjandi ákvæði öðlist gildi: “Að vínsöluleyfi eða vínsölubann flocal optionj, i borgum, bæjum, þorpum eða sveitum, skuli komið undir meiri hluta at- kvæða kosningarbærra manna á slíkum stöðum. Að giftum konum, sem hafa nauðsynleg eignaskilyrði skuli endurveittur atkvæðisréttur um slik mál. Að settir séu veitingaleyfismenn og umsjónarmenn, er því séu beinlínis hlyntir, að lögunum sé framfylgt í öllum greiuum. Að vínveitingaleyfi skuli veitt einu sinni á ári, og oftar ekki, samkvæmt umsókn er fram hafi verið lögð innan tiltekins tíma. Ef 25 prct. af kjósendum senda bænarskrá um vínsölubann ýlocal option), skuli hún lögð fyrir bæjar eða sveitarráðin. Kjósendur í sveitaumdæmum skulu hafa vald ekki að eins til þess, að samþykkja aukalög, heldur og takmarka eða fækka vínveitingaleyfum í héraði sínu. Og sérhvert sveitarráð skuli skylt til að láta greiða atkvæði um vínsölubann, þegar 25 prct. af viðkoniandi kosningarbærum mönnum hafa ritað undir bænarskrá slíks efnis.” MENTAMÁL. Liberal flokkurinn skuldbindur sig, komist hann til valda, að leggja kapp á að koma mentamálunum í sem allra bezt horf. Mentamálum hefir næstliðin ár verið skipað hér i fylkinu á ó- æðri bekk í sambandi við stjórnardeild annara mála, en ættu eingöngu að vera í höndum sérstaks mentamálaráðgjafa. ST.EKKUN FYLKISINS. Þinginu kemur saman um, að til þess að Manitoba-fylki geti fullkomlega náð rétti sínum i sambandinu, sé það sérstak- lega nauðsynlegt a'ð fvlkið sé stækkað þannig, að við það sé bætt hinu núverandi Keewatin héraði, sem liggur á milli norður- takmarka Manitoba-fylkis og Hudsonsflóans, og að fjármála- sambandinu við Ottawa-stjórnina sé komið i sama horf cg nú á sér stað með Alberta og Saskatdiewan fvlkin. HUDSONSFLÓA-BRAUTIN. Sökum þess hve afar áriðandi það sé fyrir Yestur-Canada að Hudsonsflóabrautin ver'ði lögð sem allra fyrst, er það sann- færing þingsins, að Dominionstjórnin ætti að taka málið að sér .)g ráða því til heppilegra Ivkta sem allra fvrst. BÚNAÐARMÁL. Þar sem landbúnaður er aðal-atvinnugreinin í Manitoba, liefir þingið þá ætlun, að búnaðarmálin séu svo mikils varðandi að nauðsyn beri til, að setja sérstakan akuryrkjumálaráðgjafa eins og á sér stað í hinum fylkjunum, sem hafi umsjón yfir öllu er að landbúnaðinum lýtur. Enn fremur er þingið á þeirri skoðun, og þykir það enda mjög óhappasælt hve lítinn áhuga hin núverandi fylkisstjórn hefir sýnt i því að skifta sér af bún- áðarmálunum, einkum hvað snertir annað eins nauðsynjamál og fyrirlestra um og sýningar á útsæðistegundum. LANDBÚNAÐAR- OG VERZLUNARMÁLA-DEiLD. Með því að Manitoba er sérstaklega landbúnaðar héráð, ætti það fyrst og fremst að vera skylda stjórnarinnar, að efla landbúnaðinn í öllum greinum, og i sambandi við landbúnaða- stjórnardeildina ætti því að vera landbúnaðar verzlunarmála- deild. t * VEGABÆTUR. Þar eð framfarir fylkisins hvíla áð miklu leyti á því, að um það liggi nógir og góðir vegir, ætti stjórnin, í sambandi við sveitastjónrirnar að gangast fyrir því, að leggja sem allra full- koninasta aðalvegi. SKATTSKIFTING. Að sanngjörnum hluta af tekjuskatti af járnbrautarfélögum sé hlutfallslega skift niður milli sveitafélaganna. VIÐLAGASJÓÐUR. Að allar tekjur af höfuðstól, sem inn koma fyrir landsölu í Manitoba og Norðvesturlandinu og fyrir Hudsonsflóalöndin skuli geymd, til áð borga með veðskuldabréf, sem falla í gjald- daga 1910. KJÖRSKRÁR. I kosningarlögunum skal ákveða svo, að kjörskrárnar skuli vera sérstaklega tilbúnar á undan hverri kosningu, hvort sem það eru aðalkosningar eða aukakosningar, og ekki á öðrum tímum. Að kjörskrárnar skuli bygðar á skrá yfir skattgreið- endur, sem búin sé til af bæjar- e'ða sveitar-stjórnunum að við- bættri einkaskrásetningu, er framkvæmd sé á löglegan hátt. SKULDBINDINGARABYRGÐ JÁRNBRAUTA. Þingið lætur í ljósi vanþóknun á hinum óviturlegu cg tak- markalausu ábyrgðum stjórnarinnar fyrir hönd járnbrautarfé- laganna. ÞJÓÐfejGN. A Að þjóðin skuli ráða yfir öllutn sameiginlegum nytsemdar- fyrirtækjum, svo sem vatnsleiðingum, lýsingarfærum og mál- þráðasamböndum, og þegar leyfi er veitt til að koma slíkum fyrirtækjum í framkvæmd sé svo ákveðið að hún ein hafi full- kominn eignarrétt yfir þeim. LÖG UM KAUPGJALD OG VERKSMIÐJUR. Að grein um sanngjarnt kaupgjald sé bætt inn í alla verk- samninga, sem fylkisstjórnin geri, og slik ákvæði séu sett inn í alla verkasamninga, sem njóta tvrks af hinu opinbera. Að verksmiðjulögunum sé stranglega fylgt. SAMTÖK. Að það sé skylda yfirvaldanna að rannsaka mjög nákvæm- lega öll samtök og félög er miða til þess að leggja óeðlileg höft á atvinnu og viðskifti manna, og að hegna öllum brotum af þessari tegund er varða við gildandi lög. RÉTTARFAR. Að framkvæmd laganna ættu þeir einir að hafa á hendi, er óhlutdrægir séu og óháðir pólitískum flokkum, svo að þeir geti nolið álits og trausts þjóðarinnar, gagnstætt hinni yfirgnæfandi og ákveðnu hlutdrægni og flokksfylgi í dómsmálum, sem hefir átt sér stað undir núverandi fvlkisstjórn. INNFLUTNINGUR OG LANDNÁM. Að framfarir fylkisins gætu stórkostlega atikist, ef kapp- samlega væri unnið að innflutningi og landnámi undir þeim skilyrðum, er gerðu Það' fýsilegt fyrir landnema a'ð flytja til Manitoba. TRAUSTS YFIRLÝSING A DOM.-STJÓRNINNI........... Þetta þing liberal flokksins i Manitoba lætur í ljósi ánægju sína yfir hinni viturlegu og framtakssömu stjórn landsins í Dominion-málunum á þvi tíu ára tímabili, sem Sir Wilfrid Laur- ier og meðstjórnendur hans hafa veitt henni forstöðu, og sér- staklega hrósar þingið nefndri stjórn fyrir hinn ákveðna og hyggilega áhuga, sem hún hefir sýnt í innflutningi fólks og samgöngubótum, sem hafa verið aðalatriðin í vexti og viðgangi Vestur-Canada. Og þetta þing er þess fullörugt, að méð því að halda þeirri stjórnarstefnu áfram, að flytja inn vel hæfa landnema og byggja nægilegar aðal-járnbrautir, sé á hinn bezta hátt séð fyrir varandi hagsæld alls landsins, og farsælli framtíð þess. TALÞRÆÐIR. Viðtekin samþykt af framkvæmdarnefnd liberalflokksins í Manitoba 27. Desember 1906: Liberal flokkurinn lvsir hátiðlega yfir fyigi sínu með því. að talþræðir í fylkinu skuli vera algerlega eign fylkisstjórnar- innar og í hennar umsjá, verandi þess fullviss, að þetta sé hin hagkvæmasta úrlausn til þess a'ð leysa úr vandkvæðunum í við- ureigninni við núverandi einkaleyfisfélög, og ef flokkinum hepnast að bera hærra lilut í kosningunum, heitum vér því, að halda áfram að leggja slika talþræði jafnskjótt og nauðsynleg löggjöf getur orðið afgreidd af þinginu og löggjöf núverandi stjórnar úr gildi numin, og sveitirnar þannig leystar undan kostnaðarbyrði þeirri og fyrirhöfn, er af því leiðir fyrir þær„ að hafa þetta sjálfar méð höndum. Til hinna háttvirtu kjósenda í ,,West Winnipeg“ kjördœmi. ** _________________________________ Eins og yður er öllum kunnugt, veittist mér sá heiður á tilnefningarfundi frjálslynda flokksins í þessu kjördæmi, hinn 14. þ. m., að vera í einu hljóði valinn til þess að vera þing- mannsefni yðar við fylkiskosningar þær, sem ákveöið er aö fara skuli fram hinn 7. dag næstkomandi Marzmánaðar. Þó áð mér á ýmsan hátt sé óhægt að takast þennan mikils- verða og vandasama starf á hendur, þá gat eg ckki neitað að gjöra það, einkum vegna þess, að áskoranir til min um það efni voru svo sterkar og eindregnar, bæði frá íslendingum ('löndum mínumj og öðritm kjósendum í kjördæntinu, að þær virtust láta í Ijósi almennings álit og vilja. Eg hefi því samþykt og lofað að sækja sem þingmannsefni yðar í þessu kjördæmi við næstu kosningar, undir merkjum frjálslynda flokksins, með þeim einlægum ásetningi, að reyna af alefli á allan heiðarlegan og löglegan hátt að bera sigur úr býtum. En undir ötulli og eindreginni samvinnu yðar er það að miklu leyti komið, hvort það auðnast eða ekki. Eg þykist fullviss um þáð, að skoðanir yðar og mínar á fylkismálum séu í öllum aðal-atriðum mjög líkar og að okkur greini ekki á um það, að stjórn sú, sem nú situr að völdum, hefir gjörsamlega brugðist þeirri tiltrú, sem meiri hluti kjós- enda í þessu fylki veitti henni við tvær undanfarnar kosningar, og að hún hefir fyrirgjört rétti sínum til þess að sitja lengur að völdum. Og þá hljótum vér einnig að vera sammála um hitt, að það sé skylda vor, sem góðra og þjóðhollra borgara fylkisins, að ryðja úr völdum óvandaðri og óhæfri stjórn, en kjósa í hennar stað þá menn, sem vér treystum að hafi bæði vit og vilja til þess að stjórna málefnum fylkis vors vel og sam- vizkusamlega. Stuttlega mætti benda á nokkur þau stór-brot, sem Roblin- stjórnin hefir gjört sig seka um, fylkisbúum til mikils skaða og .hnekkis, til dæmis: Að hún er uppvís orðin að óeinlægni og tvöfeldni að því er snertir löggjöf og meðferð vínsölumála fylkisins. Að járnbrautarmálastefna hennar er óhyggileg, heíir dregið úr samkepni járnbrautarfélaga, bakað fylkinu þunga ábyrgð, sem fylkisbúar fá ekki annað fyrir, en uppspunnar tálvonir um yfir-umráð stjórnarinnar á flutningsmálum Canadian Northern jámbrautarfélagsins. Að meðferð stjórnarinnar á landeignum fylkisins hefir verið ill og óviturleg og því til óbætanlegs skaða. A’ð stjórnin hefir farið með fylkisfé í ráðleysi og bruðli og reikningar hennar og skýrslur um það efni eru bæði óhreinir og villandi. • Að það er óviturlegt af stjórninni að ætla með vald- boði að kúga fylkisbúa til þjóðrækni, með því að skipa þeim að draga fána á stöng daglega á öllum alþýðuskólahúsum og hóta kennurum og skólanefndum sekt og hegningu, ef út af er brugðið. Of langt mál yrði það að telja hér upp alt það, sem Roblin- stjórnin hefir unnið sér til saka, en á þeim stutta tíma, sem henni hefir þóknast að gefa oss til að íhuga það, fram að kosn- ingunum, mun margt af því verða tekið til umræðu á fundum vorum og er mér einkar kært að sjá þar sem allra flesta, er líta á þessi mál líkt og vér, hverjum flokki sem þeir hafa að undan- förnu fylgt í stjórnmálum. Að endingu vil eg taka það fram, að Þaö eru vinsamleg tilmæli mín, til allra þeirra, sem vilja styðja mig við þessar kosningar, að þeir gjöri það í öllu tilliti samvizkusamlega og lögum samkvæmt og forðist sem mest má verða persónuleg ill- mæli og óhróður um andstæðinga vora. Sigurinn verður því áð eins til gagns og frægðar að vér berjumst með vopnum sann- leikans og beitum þeim drengílega. íslendingar, heiðruðu samlandar mínir! Eg leyfi mér virðingarfylst að biðja um fylgi yðar og atkvæði við þessar kosningar og óska þess einlæglega, að þáttur sá, sem þér takið í þeim, verði þjóðflokki vorum til sæmdar og Manitoba-fvlki og sjálfum oss til gagns og blessunar. Með virðingu, Yðar einlægur, THOMAS H. JOHNSON.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.