Lögberg - 20.06.1907, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1907
S
- BETRI * _
AFGREIDSLtr
•jet eg nú lofað skiftavinum mínum en
ktnn nokkuru sinni áður Eg
r»SS?*,hefi nú flutt í stserri og
iþægilegri búð og get þvi
‘haft á boðstólum, miklu
meiri og margbreyttari
vörur en áður, með ó-
trúlega lágu verði Búð-
i in er að
286
MAIN STR.
rV á horni Main og Graham
stræta, fjórum dyrum
sunnar en búðin sem eg
hafði áður.
VIÐGERÐIR
FLJÓTT og VEL
af hendi leystar.
TH. JOHNSON
JEWELER
286
MAIN STREET
horni Graham Ave.
TELEPHONE 6806
á íslandi fyr á tímum. Skáldsögu
eftir Einar E. Sæmundsson flytur
Eimreiðin og, sem heitir “Ofan af
heiöi. Enn fremur nokkur kvæöi
eftir Halldór Helgason. Eitt
þeirra birtum vér í síöasta Lög-
bergi og annaö i þessu blaði. Þá
er áframhald af lýsing dr. A, Ole-
rik háskólakennara á norrænum
þjóöum á vikingaöldinni, og siö-
asta aöalritgeröin “Kvenfrelsi og
sjálfstæöi” eftir ValtýrGuömunds-
son, ritstjórann.
Ritsjá og islenzka hringsjá flyt
ur Eimreiöin eftir ýmsa svo sem
vant er.
San Francisco-málin.
Schmitz, fyrv. borgarstjóri
San Francisco, hefir veriö dæmd-
,ur sannur aö sök, aö hafa notaö
borgarstjórastööuna til aö draga
sér fé. Kviðdómurinn sat ekki
nema litla stund á ráöstefnu áöur
en hann kvaö upp Þenna dóm.
Situr Schmitz nú í gæzluvaröhaldi.
Þaö hefur veriö neitaö um aö láta
hann ganga lausan aö viölögöu
veöi, þangaö til hegning handa
honum hefir veriö ákveðin.
Annars eru stööugar óeiröir þar
í borginni. Svo sem getiö hefir
veriö um hér áður, stendur Cali-
forniumönnum stuggur af hinum
mikla innflutningi Japana.og lend-
ir því oft í skærum milli þeirra.
Stjórnin í Washington reynir af
öllum mætti aö þagga niðri '• Cali-
forníumönnum og friöa meö því
Japansstjórn, sem illur kur var
kominn í af þessum sífeldu brös-
um.
Verkfallið stendur enn þá yfir
og ganga því fjöldi manna þar at-
vinnulausir. Járnsteypumenn hafa
þó aftur tekiö til starfa með sömu
kjörum og áðtir. Samt varð það
aö samningum með þeim og vinnu
veitendum, að vinnutimi skyldi
verða smámsaman styttur á næstu
þrem árum þangað til liann yröi 8
klst. á dag.
F. J. Heney heldur áfram að
klemma að fjárglæfraseggjunum,
sem staðið hafa á bak viö alla
spillinguna þar t borginni siöast-
liöin ár. Fyrir nokkru stefndi
hann Patrick Calhoun, forseta
sameinaða járnbrautafélagsins o.
fl. Nú ætlar Heney sér aö ná í
Herrin málafærslumann Southern
Pacific brautarinnar. En sá maö-
ur er talinn langskæðastur allra,
því hann kvaö vera vel viti bor-
inn og var um sig. Þaö kvaö
vera í ráði að setja sjötíu og fimm
manna nefnd til að hafa gát á
stjórnendum borgarinnar, svo aör-
ar eins brellur, og nú hafa verið
gerðar um nokkur ár, komi ekki
íyrir aftur. Það virðist vera væn-
legt ráð, og ekki einsdæmi i sögu
San Francisco. Það var gripiö til
þess, þegar rán og morð gengu
þar fram úr hófi skömmu eftir
miðja síðustu öld.
LITLI LÆKURINN.
Má eg syngja, litli lækur?
Leiðist þér aö hlusta á mig?
Undarlega er þér farið,
ei til hlítar skil eg þig. —
Ertu aö hlæja, litli lækur?
Likar þér það svona vel,
að þú skulir alla daga
eiga göngu’ um harðan mel?
—Létt um hlátur víst þér væri,
væri alt af sólskinsstund
og þú mættir einatt feröast
yfir rósum skrýdda grund.
Eða hvaö? Þú syngur—syngur
syngur dátt á grýttri braut.
Ertu að syngja um mig, er muni
miskunnþurfi’ á bylgjuskraut?
Ertu aö syngja um börn, sem
biðja,
bíða, vona, elska, þrá?
Viltu ljá þeim hjálp og huggun,
hefta kvein og Þerra brá
En hvað — þú grætur —
grætur,
góði lækur, er þaö satt?
Hver er orsök? Titrar—titrar
tára-bára og vellur hratt.
Ertu að gráta, litli lækur,
langar þig aö verða stór.
Mylja klappir, hrista hamra,
hrópa’ í víöum bjarga kór?
Langar þig að fossa og freyða,
fara’ i leik með stórum ám,
fleyta bátum, fiska geyma,
fleygja sorpi að ægi blám?
Má eg spyrja, litli lækur,
langar þig aö fara beint?
Sá mun einmitt viljinn vera.
veit eg slikt þú hefir reynt;
allir veröa aö una krókum,
annars gengur ferðin seint.
Verður fyrir klett aö krækja,
komi hann á vegi í ljós,
ei má heldur berja og brjóta
bakkann Þar sem lifir rós.
En ef ferðin ójafnt gengur,
eigi er kyn þótt breytist lund:
þá er hlegiö þá er sungið,
Þá er grátiö marga stund. —
Hlæðu og syngdu, litli lækur,
leyfðu tára gulli að sjást.
Enga dóma frá mér færðu,
—• færðu bara mína ást.
Halldór Helgason.
—Rimreiðin.
Þingrof á Rússlandi.
Vér gátum um Það í síðasta
blaði, að dúman rússneska hefði
borðlagt þingsályktunartillögu um
ofbeldisverk frá stjórnarsinnum.
sýndi það greinilega að framsókn-
arflokkurinn var þar í meiri hluta.
Rétt á eftir heimtaði stjórnin að
þingið framseldi 55 af þingmönn-
um til yfirheyrzlu. Sakaði hún þá
um landráð. Einkum 'lék henni
hugttr á að ná t 16 af þeim, er hún
taldi sekasta. Dúman neitaði að
gera sltkt og vísaði málinu til
nefndar. Þegar svo stjórnin sá aö
hún fékk við ekkert ráðið á þingi,
greip hún til þess óyndisúrræöis
að rjúfa Það. Það var gert núna
um síðustu helgi. Boðað var um
leið til nýrra kosninga og þing-
halds í Septembermánuöi næst-
komandi. En sá er galli á gjöf
Njarðar, að þá á að kjósa eftir
nýjum kosningalögum, sem keisar-
inn ætlar að gefa þegnum sínum.
Á þá að færa niðttr tölu þing-
manna um hundrað, og yfirleitt
búa svo um hnútana að þá komist
ekki aö aörir en vildarmenn
stjórnarinnar. Þetta er þvert of-
an í loforð keisarans haustið 1905.
En einvaldshöfðingjar kinoka sér
sjaldnast við að ganga á gefin
heit, Þegar svo ber undir og þeim
er það hagkvæmt.
Þ.að var hvorttveggja, að menn
spáðtt engu góðu um afdrif þessa
annars þjóðþings Rússa, enda hef-
ir nú sú raunin á orðið. Árangur
af starfi dúmunnar hefir enginn
orðið. Helztu málin, sem fram
hafa verið borin hafa annaðhvort
verið drepin i nefndttm eða með
atkvæðagreiðslu á þingi. Svo var
um landmálið o. fl.
Mælt er, að nú þegar hafi 9 af
tilgreindum 16 þingmönnum ver-
ið höndlaðir og þeim varpað í
dyflizu. Hina sjö hefir enn þá
ekki tekist að ná í, Þrátt fyrir
vandlega eftirleit.
Friðarfundurinn
Alt,
sem þarf til bygginga:
Trjáviður. Gluggarammar.
Listar. Hurihr.
Allur innanhúss viður.
Sement.* Plastur.
o. s. frv. o. s. frv.
í Hague.
Tbe Winiiipeg Paiit
Kotre Dame Ea&t.
Á laugardaginn i vikunni sem
leið var alþjóða friðarfundur sett-
ur í Hague. Þetta er annar fund-
ur af því tagi. í þetta skifti
sækja þó miklu fleiri þjóðir fund-
inn, en áður, og er sagt að nú séu
saman komnir í Hague fulltrúar
frá 45 þjóöflokkum. Eigi að síð-
ur eru menn hálf hræddir um að
fundurinn muni verða heldur að-
gerðarlítill. Síðan næsti fundur á
undan var haldinn, hafa tvö stór
stríð verið háð í heiminum, og
annað þeirra af Rússum, en Rússa
keisari kallaði saman fyrsta fund-
inn. Ekki er þar með búið, heldur
hafa rikin, á þessum átta árum,
sem liðin eru frá fyrsta friðarþing
inu, stöðugt aukið bæði her sinn
og flota. Að þjóðirnar leggi sjálf-
krafa niður vopn eða fari að
draga úr herbúnaði, má ætla að
eigi svo langt i land enn þá, aö
fyrst um sinn beri að skoða það
sem tóma drauma eins og Neli-
off, einn af fulltrúum Rússa,
sagði í þingsetningarræöu þenna
dag.
Áðalhlutverk þessa fundar mun
því verða Það, að koma sér sam-
an um hversu fara skuli aö á ó-
friöartímum og setja fastar regl-
ur um ýmislegt, svo sem það,
hvaða varningur skuli vera upp-
tækur o. fl.
Hollenzkir jafnaðarmenn hafa
haldið fund í Hague til að mæla á
móti fundi þessum, sem þeir
segja að sé einungis sjónhverf-
ingaspil stjórnanna til að villa al-
múganum sjónar á hinni feikna-
miklu hergjaldaaukningu. Af um-
tali blaða og timarita um þenna
fund, er það ljóst, að menn gera
sér miklu minni vonir um hann en
fyrsta fundinn.
Nelidoff, sá, sem áður er á
minst, hefir verið gerður að for-
seta fundarins. Svo hafa menn
verið hræddir um, aö rússneskir
byltingamenn muni reyna til að
ráða hann af dögum, aö honum er
jafnan látnir fylgja margir leyni-
lögregluþjónar.
PHOftE 5781.
PETKE & KROMBEIN
| selja í smáskömtum beztu teg-
undir af nýju, söltuöu og reyktu
KJÖTI og KJÖTBJÚGUM,
smjöri, jaröarávöxtum og eggjum
Sanngjarnt verö.
161 Nena st., nálægt Elgin ave.
SPURNINGAR OG SVÖR.
1. Spurning:— Eru gildar fyrir
þessa lands lögum t. a. m. hjóna-
vígslur, barnaskírnir og ferming-
ar, sem gerðar eru af þeim presti,
sem hefir verið rekinn algerlega
frá prestsskap fyrir óheiðarlega
framkomu í embætti sínu?
Svar:—Viðvíkjandi þeim þrem-
ur prestsverkum, sem hér er spurt
um, kemur ekki annaö lagalega til
greina en hjónavígslan, og veröur
dómur réttarins þar úr að skera
eftir atvikum, sem í hvert sinn eru
fyrir hendi.
2. Spurning:—Hvað segja lög
þessa lands um það, þegar mikil
harðindi ganga, og almenningur
er heylaus, og liggur við að fella
skepnur sinar fyrir fóöurskort, en
nokkrir menn hafa mikið hey af-
gangs og Það fæst ekki fyrir neitt,
undir neinum kringumstæöum ?
Svar:—Enginn vafi er á því, aö
eignarrétturinn hér í landi er svo
ákveöinn, aö engan er hægt að
neyða samkvæmt lögum til aö Iáta
eign sína af hendi, óviljugan, þó
fult verð sé við boðið. Hins veg-
ar er það ódrengilegt aö neita um
að láta fóður falt Þegar svo stend-
ur á, og ætti slík Blundketilmenska
eigi að koma fyrir nú á tímum.
Tilkynning-
Skólalanda sectionir þær, sem
trjáviöur er á og seljast skulu aö
Gimli og Winnipeg, verða boönar
upp eingöngu með þeim skilmálum,
sem hér segir:
Kaupandi veröur aö fá leyfi til
aö höggva trjáviðinn og borga
venjulegt gjald til hins opinbera
fyrir allan trjávið, sem höggvinn
er, áður en byrjað er aö höggva
viðinn.
Gjöld þannig greidd, veröa látin
koma upp í söluverö landsins.
Sérhver sá, sem heggur trjáviö
umfram Það, sem hann þarf til
eigin afnota, án þess aö hafa áður
fengið leyfi til þess, fyrirgerir rétti
sínum til hlutaðeigandi lands, og
alls Þess fjár, er hann hefir greitt
fyrir það.
I umboði
P. G. KEYES,
Innanríkis-fjármálaritari,
Ottawa, Ont.
Winnipeg, 7. Júní 1907.
LOKUÐUM tilboðura, stlluðum til und-
irritaðs og kölluð ..Tenders for Armoury,
Brandon, Man. “, verður veitt móttaka á
skrifstofu þessari þangað til 24. Júní 1907
að þeim degi meðtöldum, um að reisa her-
gagnabúr í Brandon, Man.
Uppdrættir og reglugerð er til sýnis og
eyðublöð fást hér á skrifstofunni eða með
því að snúa sér til Caretaker of the Ðomin-
ion Public Building, Brandon, Man.
Þeir sem tilboð ætla að senda eru hér-
með látnir vita að þau verða ekki tekin til
greina, nema þau séu gerð á þar til ætluð
eyðublöð og undirrituð með bjóðandans
rétta nafni.
Hverju tilboði verður að fylgja viðurkend
banka ávísun, á löglegan banka. stíluð ti!
,,The Honorable the Minister of Public
Works '. er hljóði uppátíu prócent (10
prc.) af tilboðsupphæðinni. Bjóðandi fyrir-
gerir tilkalli til þess ef hann neitar að
vinna verkið eftir að honum hefir verið
veitt það, eða fullgerir það ekki, samkvæmt
samningi. Sé tilboðinu hafnað, þá verður
ávísunin endursend.
Deildin skuldbindur sig ekki til að sæta
lægsta tilboði, né neinu þeirra
Samkvæmt skipun
FRED GÉLINAS. Secretary.
Departmeot of Public Works'
Ottawa, 4. Júní 1907,
Fréttablöð sem birta þessa auglýsingu án
heimildar frá stjórw'nni fá enga borgaa
fyrir slfkt
»%%%%%% (H
—VIÐUR—LATH —ÞAKSPÓNN—
Allskonar innanhúsviöur—Eik. Btrki. Fura.
Huröir úr cedrusviö af öllum tegundum.
Umboösmenn fyrir Paroid Roofing.
————————————
Skrifstofa og vöruhús viö austurenda
Henry avenue,
Phone 2511. - - Winnipeg.
— Biðjið um verðlista, —— -
FttttJSTTTTlSr
l ‘
rðSjótt og val, fyrir si.t 1 jji :.u > >'; i t
■ ■
BRUNN-BORUNAR
VERKFÆRI
Vér erum erindsrekar í Canada fyrir hið víðfræga Keystone, Monarch og
Climax félag til að bora eitt til þrjú hundruð og fimtlu fet í jörð niður. — Can-
adiskir loftmótorar til hrvefiafls og dælingar, — Hichney gasolínvélar. nýjasta
tegund, 1—16 hesta afl. Hestaafls hreyfivélar, kvarnir, fóðurkurlsvélar, vatns-
hylki, dælur, sagir.—Nýjar, gangleiðiugar, Empire rjóraaskilviudur, síðustu og
beztu. Renna liðugt. Verðskrá og lýsing ef óskað er
F1 í 01 t arioWind Engine &. Pump Company. Limiíed.
Winnipeg, Manitoba.
Augiysið í Lögbergi
The Falaee Restaurant
COR SARGENT & YOUNG
ÚNDÍNA og
Máltíöir ætíö til reiöu.
Beztu tegundir af kridd-
vöru og fsrjóma.
MÁLTÍÐASEÐLAR $3.50
um vikuna.
— íslenzka töluð. —
WILLIAM PRIEM,
PHONE 4841
eigandi.
Þöglar ástir
{ vandaðri útgáfu.innheftar í
skrautkápu, fást nú f bóka-
verzlun H. S. BARDAL,
172 Nena St., Winnipeg.
Verö:
ÚNDÍNA................30C.
ÞOGLAR ÁSTIR..........20c.