Lögberg - 30.01.1908, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.01.1908, Blaðsíða 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JANÚAR 1908. FANGINN í ZENDA. Þriggja mánaða þáttur úr œfisögu tiginbor- ins Englendings. EFTir ANTHONY HOPE. ■I..I..I"I..I,.I,.I,.I..I"I..I-H“H"I"H-H-H-‘I"I"!-I"I"I"I-H-H George er frámunalega málgefinn, og ef eg hefCi sagt honum, a« eg ætlatSi til Rúritaníu, þá mundi fregnin hafa veriö komin til Lunduna að þrem dög- um liönum og eftir viku til Park Lane. Eg var ^rétt í þann veginn aö svara spurningu hans játandi, þeg- ar hann rauk frá mér alt v einu og losaöi mig viö & Ijúga aö sér. Eg horfði á eftir honum og sá, aö hann tók ofan fyrir tígulegri og velbúinni konu, er kom í þessum svifum frá farseöla-skrifstofunni. Hún leit út fyrir aö hafa tvo um þrítugt, var há vexti, dökk- hærö, og fremur holdug aö sjá Eg sá, aö George gaf mér hornauga meöan hann var að tala viö konuna. og var ekki laust viö að hégómagirnd minni væri mis- boðið, því aö eg þóttist vita, aö eg mundi hafa verið miöur sjálegur þar sem eg stóö dúðaður t loökápu. meö klút um hálsinn TÞví a» nístingskaldur Aptíl- stormur varj og haföi baröastoran feröahatt a höföi, sem slútti yfir augu mér og eyru. Aöstund- arkorni liðnu kom George til mín. “Þú fær skemtilegan förunaut,” sagöi hann. “Gyöjan hans Bertrams veröur þér samferöa, hún Antoinetta de Mauban. Hún ætlar til Dresden eins og — og vafalaust til aö skoöa myndir þar líka. Það er dálítiö undarlegt, aö sem stendur langar hana þó ekkert til aö kynnast þér.” “Eg mæltist alls ekki til þess, aö eg yrði gerður henni kunnugur,” svaraöi eg afundinn. “En eg bauö henni samt aö kalla á þig, og kynna ykkur, en hún sagöi: “Einhvern tíma seinna.” En viö skulum ekkert vera aö ergja okkur yfir því, því öa skeö getur aö lestin rekist á og þér gefist færi á aö bajrga henni og ná í hana frá hertoganum af Stres- lau!” En hvorugt okkar Mme de Mauban lenti i járn- brautarslysi. Eg get sagt eins glögt frá feröum hennar sem mínum, því aö eftir aö eg haföi verið um kyrt eina nótt í Dresden ,kom hún inn í sömu lest og eg fór meö. Eg þóttist sjá það á henni, aö hún vildi ekki láta ónáða sig, og eg foröaöist því aö gera þaö eins og gefur aö skilja, en eg sá aö hún ætlaði að verða mér samferöa alla leið, og notaöi því tæki- færið að viröa hana fyrir mér, þegar eigi varö eftir því tekiö. Þegar viö komum aö landamærum Rúritaníu fþar staröi tollheimtumaðurinn svo fast og lengi á mig, aö eg fullvissaðist enn betur en áöur um það hve líkur eg væri Elphbergunum) keypti eg dagblöö- in og sá þar fréttir, sem snertu feröalag mitt. Ein- hverra orsaka vegna, er eigi var getið, og virtist eiga aö halda leyndum, haföi krýningunni veriö flýtt fyrir skemstu svo að athöfnin átti aö standa eftir tvo daga. Þaö var uppi fjööur og fit um alt landi,ð og vafalaust mikill mannsöfnuöur kominn til Streslau. Þar voru Öll gistihús og hibyli ful laf folki. Eg matti þvi eiga það víst, aö mér rmlndi ganga erfitt aö ná þar í húsaskjól, og sjálfsagt greiöa afarverö fyrir, ef eitthvert væri falt. Eg ásetti mér Því aö hinkra viö í Zenda, sem var lítill bær, fimtíu mílur vegar frá liöfuöborginni, og tíu mílur frá landamærunum. Lestin, sem eg var í, kom þangaö aö kveldi. Næsta deginum, sem var þriöjudagur, ætlaöi eg aö verja til þess, aö skoða mig um Þar á hæðunum, því mikiö var látið af feguröinni þar, og sjá kastalann, er svo mikl- ar sögur gengu um. Á miðvikudagsmorguninn ætl- aði eg svo meö lestinni til Streslau og sama kveldið aftur til Zenda og vera Þar um nóttina . Fyrir þvi steig eg út úr vagninum í Zenda, og þegar lestin skreiö fram hjá stöðvapallinum,sá eg aö kunningjakona mín, Mme de Mauban, sat irtni í henni; Hún ætlaði vafalaust til Streslau, og haföi því veriö fyrirhyggjusamari en eg um aö útvega sér þar herbergi. Eg brosti, er mér kom til hugar, hve George Featherley mundi hafa furöaö mjög á þvi, ef hann heföi vitað hve lengi viö höföum orðið sam- feröa. Mér var tekiö mæta vel á veitingahúsinu. Þaö var heldur lítiö, á við veitingastaöi til sveita, og stýrði því gömul fe'tlagin kerling ásamt tveimur dætrum sinum. Þetta voru rólyntar og góöar manneskjur, sem virtust engu Iáta sig skifta öll ósköpin, sem á gengu í Streslau. Hertoginn var eftirlætisgoð gömlu konunnar, því aö nú var hann, samkvæmt fyrirmæl um hins látna konungs , sá er réði yfir landeignunum viö Zenda og kastalanum Þar. Sá kastali gnæföi tígu lega efst á hæöunum Þar fyrir dalstafni, á aö gizka milu vegar frá veitingahúsinu. “Viö þekkjum Michael hertoga vel,” sagöi hún. “Hann hefir allatíö átt aðsetur hér í nágrenninu við okkur. Sérhver íbúanna í Rúritaníu þekkir hann. Konungurinn er mönnum aftur á móti lítt kunnur. Hann hefir dvaliö svo lengi erlendis. Tíundi hver maöur hér þekkir hann ekki í sjón.” “Og nú ér sagt,” mælti önnur unga stúlkan, “aö hann hafi rakaö af sér skeggiö, svo að enginn þekki hann framar.” “Rakaö af sér skeggiö!” hrópaði móöir hennar. “Hver segir það?” “Hann Jóhann, ráösmaöur hertogans. Hann hefir séö konunginn.” “Já, nú skil eg! Konungurinn heldur til um þessar mundír á skothúsi hertogans hér í skógimum. Þaöan fer hann beint til Streslau til að láta krýna sig á miðvikudagsmorguninn.” Mér Þótti fróölegt aö heyra Þetta, og ásetti mér að fara gangandi daginn eftir áleiöis til skothússins, til að reyna aö sjá konungimn í svip. Gamla konan hélt áfram aö masa og sagöi: “Eg vildi óska aö honum dveldist svo við Þessar veiðar — Þær, víniö og eitt í viöbót fónefnt af mérj, ér sagt að honum sé fyrir öllu — og heföi það fyrir, aö hertoginn okkar yröi krýndur á miðvikudaginn. Þetta vildi eg fegin, og mér er sama hver heyrir það.” “Gáöu að hvaö Þú segir, mamma,” hrópuöu dæt- ur hennar. “Þaö eru fleiri meö sama sinni sem eg!’ ’tautaði móöir Þeírra þrákelknislega. Eg fleygöi mér niöur á stóran hægindastól, og hló dátt aö Því, sem gamla konan sagöi síðast. “Eg segi fyrir niig,” sagöi yngri dóttirin, ljós- hærð. broshýr stúlka, “að eg hata Michael svarta! Eg held meö rauðhærðum Elphberg, mamma! Það er sagt að konungurinn sé rauöhæröur, eins og refur eða eins og —” Hún Ieit til míin og hló ertnislega og kinkaði kolli til systur sinnar. “Margur maðurinn hefir bölvað rauðkollunum beim,” tautaði gamla konan—og mér datt James fimti Burlesdon jarl 5 hug. “En aldrei nein kona!” sagði unga stúlkan. “Ójú, mörg konan Iíka, þegar Það var oröiö um seinan,” svaraði gamla konan alvarlega, en dótti’r hennar roðnað? og þagð? v?ð. “Hvernig stóð á Því, að konungurinn fór hing- að ” spurði eg til að rjúfa Þessa ömuriegu Þögn sem* varð. “F.g tók svo eftir að hertoginn réði fyrir þess- um landeigntim.” “Hertoginn banð honum hingað. maðu'r minn. og bauð honum'að hvíla sig hér Þangað til á miðvikn- daginn. Sjálfur er hertoginn 5 Streslau að undirhúa alt undir komu konungsins þangað.” “Fru beir vinir?” “Tá. mestu vinir.” sagð! gamla konan. Laglega stúlkan mín. Ijóshærða, hristi hofuðið: hún lét ekki sitja lengi á sér, en tók aftur til má1s og sagði: “Ójá. Þefr eru álíka vinir og tveir menn eru vanír að vera, sem báðir eru að hugsa um sama embættiö og sömu konuna.” Gamla kpnan varð sótsvört í framan af vonzku: en nú fór eg að verða forvitinn. svo að áður en hún fékk tóm tiT að álasa dóttur sinni snurði eg: “Svo ^eir erti að hugsa um sömu konuna báðir. Hver er hún. sú ungfrú?” “Það er á allra vitorði, að Michael svarti — kannske eg kalli hann hertogann, mamma—vildi gefa sál sína til að mega ganga að eiga frænku sína. Flavíu prinzessu, en hún er drotningarefnið.” “Eg segi það satt.” sagði eg. “að: mig er farið að taka sárt til hertogans. En ef maður e'r svo ó- heppinn, að vera yngri bróðirinn. þá verður sá hinn sami að gera sér Það að góðu. og hirða molana, sem falla af borði hins eldra, og Þakka sínum sæla fyrir að fá þaö,” og svo ypti eg öxlum brosandi, er eg mintist hlutskiftis sjálfs mín. Og um leið flaug mér Antoinette Mauban 't hug, og ferð hennar til Stres- lau. “Michael svarti hefir lítiö haft,” tók stúlkan til máls, .og lét gremju móöur sinnar ekki á sig fá, en í því aö hún fór að tala, heyrðist þunglamalegt fóta- tak, og ruddalega var tekiö til oröa og sagt í ógnandi rómi: “Hver tala'r um Michael svarta, í hans eigin borg ?” Stúlkan rak upp óp, bæöi af Því hún varö smeik og Þótti aö öörum þræöi vænt um að sjá komumann, aö því er eg hélt. “Ætlaröu aö segja eftir mér, Jóhann?” spurði hún. “Þetta hefirðu upp úr þvaörinu í þér,” sagöi gamla konan. . “Hér er gestur kominn, Jóhann.” sagöi húsmóö- urin, og aökomumaður hrifsaði af sér húfuna. Rétt á eftir varö hann mín var, og Þótti mér kynlegt, að hann hopaöi ofurlítiö aftur á bak, eins og hann hefði séð eitthvert furöuverk. “Hvað gengur aö Þér, Jóhann?” spuröi eldri stúlkan. “Þetta er feröamaöur, sem ætlar aö verða við krýninguna.” Maöurinn var nú búinn að ná sér, an hann staröi á mig fast og grunsamlega. “Gott kveld,” sagöi eg. “Gott kveld, herra minn,” tautaöi hann og staröi enn á mig , en yngri stúlkan fór að hlæja og sagði: “Þetta er liturinn, sem viö þig á! Hann hefir veriö að horfa á háriö á yður, herra miinn. Þessi háralitur er ekki tíöur á mönnum hér í Zenda.” “Eg biö yður fyrirgefningar,” sagði maöurinn stamandi. “Eg bjóst ekki viö aö hér væri neinn gest- ur.” Látið hann fá glas af öli til aö drekka velfarnaö- arminni mitt; svo ætla eg að bjóöa ykkur góöa nótt, og Þakka kvenfólkinu fyrir gott atlæti, og skemtilegar viöræður.” Aö svo mæltu stóð eg á fætur, hneigði mig ofur- Iítið og sneri til dyranna. Yngri stúlkan brá viö til að lýsa’mér, og karlmaöurinn vék sér frá til aö lofa mér aö komast fram hjá sér, en starði þó enn á mig. Um leiö og eg fór fram hjá honum spuröi hann. “Heyrið 1 ér, herra minn, þekkiö Þér konung- inn ?” “Eg hefi aldrei séö hann,” svaraði eg, “en eg býst við að sjá hann á miðvikudaginn.” Hann sagöi ekkert fleira, en eg fann glögt að hann horföi á mig þangað til dyrnar luktust á eftir mér. Á leiöinni upp stigann leit hún um öxl, glettna stúlkan, sem fygdl mér til herbergis, og sagði: Jóhanni okkar gezt aldrei að neinum manni, sem sama háralit hefir og Þér.” “Honum gezt líklega betur að háralit eins og yð- ar,” sagöi eg. “Eg átti viö háralit á karlmönnum,” sagði hún flírulega. “Hvað Þá?” spuröi eg og tók við ljósastjakanum, “er nokkuð komið undir háralit karlmanna?” “Ónei, en mér Þykir vænt um háralitinn yðar — það er rauða hárið Elphberganna.” “Þaö er ekki meira komið undir háralit karl- manna en Þessu,” sagði eg og rétti henni um leið eitt- hvert lítilræöi. “Guð blessi yöur!” sagöi hún. “Amen!” sagði eg og skildi við hana. En eigi að síður hefi eg nú komist að raun um, að Það er töluvert komið undir háralit karlmanna stundum. \ III. KAPITULI.______ Eg var ekki svo ósanngjarn að ímynda mér, aö ráðsmaður hertogans heföi ímugust á mér vegna þess hvernig háriö á mér var litt; en þó aö eg hefði nú haldið Það, þá hefði eg hlotið aö falla frá því, Þ-egar eg sá hve vel og vingjarnlega hann tók mér um morguninn. Hann hafði heyrt, að eg ætlaöi til Stres- lau, og kom til mín þegar eg sa-t að morgunveröi, og sagöi mér aö systir sín, er gift var efnuöum iðnaðar- manni 1 höfuðborginni, hefði boðið sér herbergi að heimili sinu. Hann kvaðst hafa tekiö því þakksam- lega, en sæi nú fram á, aö hann heföi eldci tóm til aö fara þangaö. Nú sagöi hann, aö mér væri velkomiö, ef eg gæti gert mér þetta lítilfjörlega herbergi að góöu fer hann sagði hreint og þrifalegtj, aö nota þaö í sin nstað. Hann lét vel yfir gestrisni systur sinnar, og var fjöloröur um óþægindin, sem væru að mann- fjöldanum í Streslau, og hve erfitt yröi feröalagiö Þangað og Þaöan. Eg tók boöi hans hiklaust, og hann fór aö simrita systur sinni meðan eg var aö taka saman föggur mínar og búa mig undir aö leggja á staö með lestinni. En hugur minn stóö þó til skógar- ins, og skothússins, og meö því aö káta kunningja- stúlkan min sagöi mér, að járnbrautarstöð væri rétt við þjóðveginn, réð eg af að senda flutning minn rak- leitt þangað, sem Jóhann hafði sagt mér aö systir sín hygfgi, og fara gangandi áleiöis til Streslau. Jóhann var kominn burtu og vissi ekkert um Þessa breytingu á fyrirætlunum mínum; en vegna þess aö hún var ekki önnur en sú, aö þaö drægist dálítiö að eg kæmi á fund systur hans, fanst mér óþarft að fást um að gera honum það kunnugt. Sú góða kona, systir hans. mundi engar áhyggjur hafa mín vegna. Eg snqpddi morgunverð snemina, kvaddi veir- ingahúsfólkið, er haföi sýnt mér svo gott atlæti og lofaði að koma við hjá því er eg héldi aftur heimleið- is. Svo lagöi eg á stað upp hæöirnar til kastalans, og Þaöan til skógarins hjá Zenda. í hægöum mínum gekk eg á hálfri klukkustund til kastalans. Hann hafði verið .víggyrtur í fyrri daga, og gamla fanga- turninum var enn vel við haldið og hinn reisulegasti. Á bak viö hann var önnur álma af kastalanum foma, og aftan viö Þá álmu var snotur höll, meö nýtízku- sniði, er látni koniungurinn hafði látið reisa, og var nú sveitabústaður hertogans af Streslau. Umhverfis allar gömlu kastalabyggingarnar lá djúpur skurður og greindi hann höllina frá þeim. En yfir hann lá vindubrú milli gömlu og nýju bygginganna, og var eigi auöið að komast inn í gamla kastalann neina aðra leið en yfir brú þessa. Að höllinni sjálfri lá breið og falleg gata. Þetta var ágætis bústaður. Þegar Micha- el svarta fýsti að fá heimsóknir, gat hann dvalið í höllinni; en ef hann kynni að vilja draga sig í hlé, og firras't aösóknir gesta, þá Þurfti hann ekkert annað en að ganga yfir brúna og láta vinda hana upp, og Þá var ónáandi til hans nema meö nægum herafla og stórskotaliðskosti. Eg hélt leiöar minnar þaðan, og var þesis fullviss, aö þó aö aumingja Michael svarti ætti hvorki kost á aö eignast ríkið eða prinzessuna, þá væri bústaöur hans eigi óálitlegri en hvaöa prinz sem vera skyldi í Evrópu. Innan skamms kom eg inn í skóginn, og reikaöi áfram í fulla klukkustund í skugga trjánna, svalandi og hressandi. Eikurnar teygðu -saman limiö yfir höföi mér, og sólargeislarnir hrundu niður um þaö eins og skínandi demantar, og varla fyrirferöarmeiri. Eg var hugfanginn af þessum yndislega staö, og þegar eg kom aö tré einu föllnu, settist eg niður, hall- aði mér upp að Því, rétti frá mér fæturnar, og tók í næöi að dást að kyrlátri skógarfegurðinni, reykjandi góöan viridil. Og Þegar vindillinn var reyktur og eg haföi (að því er eg heldj dást að fegurðinni sem mig lysti, hné eg í ofur væran blund, og sinti hvorki um lestina ril Streslau né kvöldskuggana, sem færöust nær. Það heföi líka gengiö glæp næst, aö láta sér detta í hug járnbrautarlest í öðrum eins staö. í þesis stað fór mig að dreyma Það, aö eg væri kvæntur Flavíu prinzessu og byggi í kastalanum í Zenda, og reikaði á daginn um rjóður skógarins meö ástmey minni. Þaö var indæll draumur. Mér þótti sem eg væri rétt að Því kominn að Þrýsta eldheitum kossi á yndislegu varirnar á prinzessunni, þegar eg heyröi einhvern kalla (mér fanst fyrst Þaö vera eitt atriðiö í draumnum) hátt pg ruddalega: “Ja, hver skollinn! Ekki þyrfti nema aö raka hann, þá þekti hann enginn frá konunginum!” Þessi uppástunga sýndist nægilega vitlaus til að vera draumur. Ekki nema þaö þó, aö gera úr mér einveldishöfðingja meö þvi aö raka af mér yfirskegg- iö, sem var bæði mikið og teygt upp á við endarnir eins og á keisara! Eg Þótist ætla aö kyssa prinzess- una i annað si.nn, en komst þá aö þeirri niðurstöðu, (og Þótti livergi gottj, að eg væri vaknaður. Þegar eg opnaöi augun, sá eg tvo menn standa hjá mér og horfa á mig forvitnislega. Báöir voru i skotmannabúningi og héldu á byssum. Annar var fremur lágur vexti en Þrekinn vel. Höfuðið á honum var stórt og hnöttótt og granaskeggið farið aö grána. Augun voru ljósblá, og ofurlitiö blóöhlaupin. Hinn var grannvaxinn og ungur aö aldri, meöalmaður á hæö, dökkur yfirlitum, fallegur á velli og bar sig vel. Eg gat mér þess til, aö eldri maöurinn væri fgamall hermaöur, en hinn maöurinn væri vanur aö umgangv ast fólk ,af betra tægi, og væri ekki óvanur hermanna- lífinu heldur. Síöar komst eg aö raun um að eg hafði farið býsna nærri um þetta. Eldri maðurinn nálgaðist m'ig, og gaf hinum yngri merki um aö fylgja sér. Hann geröi það og ypti hattinum kurteislega um leiö. Eg spratt á fætur. “Þeir eru líka jafnir á vöxt,” heyrði eg hinn eldri tauta, er hann hafði mælt hæö mína, þrjár álnir og tvo þumlunga, með augunum. Svo snart hann húfu s.ína, aö hermanna siö og ávarpaði mig þfannig: “Viljið þér segja mér nafn yöar?” “Vegna þess að Þið hafiö orðiö fyrri til aö hefja kunningsskapinn, finst mér viðurkvæmilegt að þiö segiö mér nöfn ykkar fyrst,” sagði eg brosandi. Ungi maðurinn færði sig ofurlítið nær brosti ljúf mannlega og sagði: “Þettia er Sapt ofursti, og eg heiti Fritz von Tar- lenheim; viö erum báöir í þjónustu Rúritaníu-kon- ungs.” Eg hneigði mig, tók ofan og svaraöi: “Eg heiti Rudolf Rassendyll, og er feröamaöur frá Englandi. Eg hefi verið í herliði Hennar Há- tignar, drotningar minnar, um eitt eða tvö ár.” “Þá erum við allir hjörvabræður,” svaraöi Tar- lenheim, og rétti mér hönd sína, en eg tók í hana hiklaust . “Rassendyll! Rassendyll!” tautaði Sapt ofursti. Svo kom alt í einu svipbreyting á greindarlega and- litið á honum. “Hvaö þá ?” hrópaði hann. “Éruð Þér einn Bur- lesdonanma ?” “Bróðir minn er Burlesdon lávarður,” svaraöi eg. “Hárið á yöur kemur upp um yöur,” svaraði hann, brosti í kampinn og benti á berhöfðaöan kollinn á mér. Hefir þú ekki heyrt söguna um þaö, Fritz?” Ungi maöurinn leit til mín, eins og hann vildi bera í bætifláka fyrir mig. Hann sýndi nærgætni, sem mágkona mín hefði dáöst að. Til að sýna honum, að eg tæki þetta ekki nærri mér sagöi eg brosandi:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.