Lögberg - 12.03.1908, Page 6

Lögberg - 12.03.1908, Page 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. MARZ 1908. 111"I"l-I’H-H-I-H"I' I I' I FANGINN í ZENDA. Þriggjo mánaSa báttur úr trfisögu tiginbor- ins Englendings. ÍÍTIR ANTHONY HOPE. ■H'M I I Því næst gengu þeir til min hvei á eftir öCrum og kystu á höríd mína. Fyrstur De Gautet, hár matSur og grannleitur, og hafði háriö greitt beint upp frá enn- inu og vaxborið granaskeggið. Næstur honum Belg- inn, Bersonin, þreklegur meðalmaður á hæð, hvítur fyrir hærum fþó hann væri ekki nema Iiðlega þrítug- ur), og síðastur Bretinn Detchard, smáleitur náungi, með snöggklipt hár og brúnleitur á hörund. Hann var prýðilega fallegur í vexti, miðmjór og herða- breiður. Eg gat mér Þ'ess til að hann væri frækinn skilmingamaður, en viðsjálsgripur. Eg talaði ensku við hann, með ofurlitlum útlenzku-blæ, og eg þori að ábyrgjast að honum var hlátur í hug, þó að harin leyndi því. “Jæja, Mr. Detchard veit Þá um leyndarmálið,” hugsaði eg með mér. Eftir að eg var laus við bróður íninn elskulegan og vini hans, sneri eg inn aftur til að kveðja frænku mína. Eg kvaddi hana með handabandi. “Ætlarðu ekki að lofa mér því, Rúdolf, að vera varkár.” sagði hún lágt. “Varkár, hvernig þá?” “Þú veizt það—eg get ekki sagt Það. En minstu þess hve líf Þitt er mikils virði—” “Hverjum?” “Ja, Rúritaníu.” Var Það rétt af mér að fara út i þessa sálma — eða var það rangt? Eg veit ekki. Hvorttveggja var ilt og eg þorði ekki að segja henni eins og var. “Að eins Rúritaníu?” spurði eg bliðlega. Feimnisroði þaut fram í yndislegs andlitið henni. “Og vinum þinum líka,” sagði hún. “Vinum ?” “Og frænku þinni,” hvíslaði hún; "a þegni þínum.” Eg gat engu svarað, en kysti hönd hennar, flýtti mér út og bölvaði heimsku minni. í biðherberginu hitti eg Fritz. Hann kærði sig kollóttan um Þjónana þar, og var farinn að leika cat’scradle* við Hel£u greifadóttur. “Fari það grenjandi, eg get ekki allar stundir haft hugann fastan við brögð og undirferli. Ástin krefst líka réttar síns.” “Eg er helzt á Því líka,” sagði eg og Fritz drógst nú aftur úr og gekk allra virðingarfylst á eftir mér. IX. KAPITULI. - t Ef eg ætti að lýsa venjulegum viðburöum liins daglega lífs míns, um Þetta leyti, mundi mörgum, sem ókunnir eru hirðlífinu Þykja þeir æði lærdómsríkir, og ef eg skýrði frá ýmsum leyndarmálum þeim, sem eg komst að, mundi ymsum stjornmalamönnum 1 Ev rópu þykja Þau býsna fróðleg. En hvorugt Þetta ætla eg að gera. Leiðindin í frásögninni mundu þá yfirgnæfa Schyllu og málgefnin Charybdis, og eg sé að miklu réttara er mér að halda mig að þeim neðan- sjávar harmleik, sem leikinn er undir yfirborði rúrit- aniska stjórnmálahafsins. Eg'ætla samt að geta þess strax, að leyndarmálið um falskonungdóm minn komst ekki upp. Eg hljóp á mig. Mér leið mjög illa stundum og þurfti oft á allri lægn og stillingu minni aðhalda, til að bera í bætifláka fyrir gleymsku mína og undarlegt minnisleysi um að fcekkja menn, sem eg átti að vera Þaulkunnugur. En eg slapp all- vel úr þessum kröggum og þakka eg Það, eins og eg hefi áður á vikið, einkanlega takmarkalausri ofdirfsku öðru' fremhr. Og Þar eð líkingin að ytra útliti var nægilega mikil, tel eg Það fullvíst að miklu auðveld- ara hafi verið að vera staðgöngumaður Rúritaníu- konungs, en nábúa míns öðru hvoru megin .við mig á strætinu. Einu sinni kom Sapt inn í herbeigi mitt. Hann fleygði til mín bréfi og sagði: “Þetta er til yðar — það er kvenmannshönd á þvi sýnist mér . En eg hefi samt fréttir að færa yður, áð- ur en Þér lesið Það.” “Hvaða fréttir eru það?” “Konungurinn er í kastalanum í Zenda,” sagði hann. “Hvernig vitið þér það?” “Vegna þess að helmingur sexnienninganna er þar. Eg hefi aflað mér vitneskju og komist að því, að Þeir eru Þar allir, Lauengram, Kralstein og Rúp- ert Hentzau ungi; meiri þorparar eru ekki ofanjarð- ar hér í Rúritaníu, það segi eg yður satt.’; “Nú, hvað á að gera.” , “Fritz vill að þér farið til kastalans með riddara- lið, fótgöngulið og stórskotalið.” “Til aö slæða i kastalasýkinú?” “Það yrði líklega það eina, sem gcrt yrði,” svar- aði Sapt hlæjandi, “en lík konungsins inundi jafnvel ekki finnast þar.” “Eruð þér viss um að hann sé Þar?” “Það er mjög líklegt. Auk þess að þessir þrír nitnn eru þar, þá er vindubrúin undin uf>p og enginti fær að koma inn i ka^talann nema m:ð leyfi Hentzau unga eða Michaels svarta sjálfs. Við verðum að taka skriðið af Fritz.” “Eg ætla að fara til Zenda,” sagði eg. “Þér eruð genginn af vitinu.” “Eg fer e;inhvern tíma.” / “Það getur verið. En yður dvelst þar líklega, ef pér farið.” “Vera má, vinur minn,” sagði eg kæruleysisiega. “Hans Hátign er í þungu skapi,” sagði Sapt. “Hvernig ganga ástamálin?’ “Skammist þér yðar og þegið þéi !” sagði eg. Hann statði á mig stundarkorn; svo kveikti hanu í pípu sinni. Það var alveg satt, eg var 1 slæmu skapi, og mælti enn fremur önuglega: “Eg get ejcki þvers fótar stigið, án þess að hálf tylft manna sé á hælunum á mér.” “Eg veit þér ségið það'satt; eg hefi skipað mönn- unum þetta,” svaraði hann rólega. “Hvers vegna?” “Ja,’ ’sagði Sapt.og þeytti út úr sér reykjarstroku, “Það mundi ekki hafa orðið neitt séilega óþægilegt fyrir Michael svarta, ef þér hefðuð horfið. Ef þér hefðuð dottið úr sögunni, mundi garnh kikurinn, sem við komum í veg fyrir, liafa verið le>kinn — eða þá ! hefði verið auðvelt að koma honum í kring.” “Eg get séð um mig sjálfur.” “De Gautet, Bersonin og Detchard eru í Streslau, uðmjúkum °í> ^ver l’e‘rra sem værb mundi ráða yður af dögum —með jafn fúsu geði eins og eg mundi Michael svarta, en á töluvert sviksamlegra hátt þó. Hvaða bréf er þetta?” ’ ^ Eg braut Það upp og las upphátt: ■ “Ef konunginn langar til að vita um máléfni, sem konunginum er mjög áríðandi, þá ætti hann að fara eftir því, sem honum er bent til i'þessu bréfi. Við endann á Nýjugötu stendur hús og er víðáttumikTT lóð umhverfis það. Súlnagöng liggja að húsinu, og er í Þeim standmynd af vatnadís., Garður liggur umhveriis lóöina, á honum er hlið að baka til. Ef konungurinn kem- ur einn inn um það hlið klukkan tolf í nótt, beyg- ir til hægri handar og gengur tuttugu skref, muti fyrir honum verða sumarhýsi, er sex tröpp- ur liggja upp að. Ef hann gengur upp tröpp- urnar og fer inn, mun hann hitta tnanneskju, er mun segja honum það er mjög miklu varðar bæði að því er líf hans og konungdóm srertir. Trygg- ur vinur hans ritar þetta. Hann verður að koma aleinn. Ef hann skeytir ekkert um að koma, mun lífi hans hætta búin. Bréf þetta ætti hann ekki að sýna neinum, því ef hann gerir það, kem- ur hann konu, sem elskar hann, á kaldan kTáka; en Michael svarti fyrirgefur ekki. “Nei,” sagði Sapt, “en hann getur stílaö býsna snotur bréf.” Eg hafði komist að sömu niðurstcðu, og var í þann veginn að fleygja bréfinu frá mér, þegar eg tók eftir þvi, að eitthvað var skrifað á hina hliðina á því. “Bíðum við, Það er ekki alt búið epn.” “Ef þér eruð í vafa,“ fskrifaði bréfritarinnj, “þá skuluð þér spyrja Sápt ofursta—” “Svei! Svei!” hrópaði hann forviða. “Heldur hann að eg sé meira flón en þér?” f Eg benti honum að hafa sig hægan: Spyrjið hann hvaða kona myndi vera líkleg til að Ieggja sig mest fram um að hamla því að hertoginn gangi að eiga frænku sína, og væri því mest um að gera að aftra því að hann yrði kon- ungur? Og spyrjið hvort nafn hennar byrji á — A. Ég spraft á fætur. Sapt lagði frá sér pipuna.* “Antoinette de Mauban, sem eg er lifandi!” hróp^ði eg. “Hvernig vitið þér það?” spurði Sapt. Eg sagði honum hvað eg vissi um konu þessa, og hvernig eg hefði komist að því. Hann kinkaði kolli. “Þá eiga þau að öllum líkindum í brösum,” sagði *) Eins konar leikur, er tveir leika með þráð á fingrum sér. — Þýð. hann og var hugsi. “Ef hún vildi, gæti hún orðið okkur að miklu liði,” ságði eg. “Eg er samt helzt á því, að Michael hafi látið skrifa bréfið.” “Það ímynda eg mér líka, en eg ætla að vita vissu mína. Eg ætla að fara, Sapt.” “Nei, eg skal fara,” sagði hann. “Þér skuluð fá að fara með mér að hliðinu og lengra ekki”. “Eg ætla að fara til sumarhýsisins.” “Eg þori að hengja mig upp á að Þér farið ekki.” Eg stóð upp og hallaði mér upp að arinhyllunni. “Sapt ,eg treysti þessari konu, og eg ætla að fara.” # “Eg treysti engri konu,” svaraði Sapt, “og þér skuluð ekki fara.” “Annað hvort fer eg til sumarhýsisins, eða á stað aftur til Englands,” sagði eg. Sapt vissi upp á hár ,hve lengi hann mátti Þrjósk- ast við og hve nær hann varð að láta undan. “V’ið eyðum tímanum til ónýtis,“ mælti eg enn- fremur. “Meðan við látum konunginn vera þar sem hann er, þá'vex hættan með hverjum deginum, sem líður. Hættan fer sívaxandi meðan eg sit hér við þenna grimuleik. Við verðum að beita okkur betur; við verðum að sækja betur en við höfuin gert.” “Það verður þá svo að ver,a,” sagði hann og stundi við. Og til að fara stutt yfir sögu, þá stigum við Sapt á bak hestum okkar klukkan hál ellefu. Frijtz varð eftir á verði, og létum við hann ekki vita hvert við ætluöum. Nóttin var niðdimm. Eg hafði ekkert sverð með mér, en marghleypu bar eg á mér, lang- blaðaðan hníf og ofurlitla lukt. Við komumst að hlið- inu. Við stigum af baki. Sapt rétti mér hönd sína. “Eg ætla að bíða hér,” sagði hann. “Ef eg heyri skot, þá skal eg—” “Bíðiö hér. Það er eina vonin fyrir konunginn Þér megið ekki stofna yður í hættu.” “Þér hafið rétt að mæla, vinur. Hamingjan fylgi yður!” Eg ýtti á garðshurðina. ííún opnaðist og eg kom inn á flöt vaxna viltum runnum. Milli þeirra lá grasgróinn stígur og eg hélt eftir honum til hægri handár, eins og mér hafði verið sagt og fór gætilega. Eg hafði dregið niður í luktinni og hélt á marghleyp- unni. Eg heyrði engan minsta hávaða. Loks sá eg stóra þústu i myrkrinu fram undan mér. Það var sumarhýsið. Eg kom að tröppunum og gekk upp eft- ir þeim, og Þá v^rð fyrir mér veigalítií og fornfáleg tréluirð með skellilás fyrir. Eg opnaði^hurðina og fór inn.. Þá kom kona hlaupandi á móti mér og greip um hönd mina. “Lokið dyrunum,” hvíslaði hún. Eg hlýddi og dró upp ljósið og iýsti í andlit Hún var í skrautlegum kveldkjól, og varð fegurð þessarar dökkhærðu konu furðulega tiikomumikil við daufa skinið af luktinni. Sumarhýsið var lítið og qá- litlegt herbergi, og ekkert inni í Því nema tveir stólar og ofurlitið járnborð, eins og menn sjá tíðum að notaö er við tedrykkju í görðum úti eða, þai sem veitingar erti seldar undir beru lofti. “Þér megið ekkert segja,” mælti hún. “Við höf- um engan tíma. Heyrið þén! Eg þekki yður, Mr. Rassendyll. Eg skrifaði bréfið eftir skipun hertog- ans.” “Eg bjóst við Því,“ sagði eg. “Að tut;tugu mínútum liðnum koma þrír menn hingað til að drepa yður.” “Þrír — er það þrenningin.” “Já. Þér verðið að vera faninn þá. Ef þér verðið ekki farinn þá verðið þér nú í kveld drepinn—” “Eða þeir.” “Hlustið á mig, hlustið á mig! Þegar búið er að ráða yður af dögum, þá verður farið mtð lik yðar til úthverfis í borginni. Það verður látið finnast þar. Michael lætur þá strax taka alla vini yðar fasta — Sapt ofursta og Tarlenheim kaftein fyrsta — setja hervörzlu um Streslau og senda hraðboða til Zenda. Þrenningin þar myrðir þá konunginn kastalan- um, og hertoginn lætur svo setja sig eba prinzessuna i hásæti — sig fremur, ef hann hefir nægt fylgi til þess. Hvað sem öðru líður ætlar hann að kvænast henni, og ná knoungsvödlunum, og naíninu rétt á effir. Skiljið þér?” “Þetta er dálaglegt ráðabrugg. En hvernig stendur á ferðum yðar, madama, eruð Þér—” “Eg er kristin kona — og eg er afbrýðissöm. Guð hjálpi mér! Ætti eg að horfa upp á það, að hann gengi að eiga hana? Svona, farið þér nú; en munið eftir því — það Þarf eg að segia yður að þér eruð hvergi óhultur ,hvorki nótt né dag. Þrír líf- verðir fylgja yður. Er ekki svo? En -þeim fylgja aðrir Þrír menn. Þrenning Michaels er aldrei lengra frá yður en tvö hundruð skref. Ltí yðar blaktir á skari ef Þeim tekst að hitta yður nokku.-n tíma einan. Svona, farið þér nú! En bíðið Þér við. Nú er kom- inn vörður við hliðið. Farið nú hljóðlega út,ög gangið á bak sumarhýsinu, og svo beint áfram hundrað skref, og þá finnið þér stíga sem reistur er upp að garðinum. Hlaupið upp eftir honum og flýið sem fætur toga.” “En hvað verður um yður?” spurði eg. “Eg á margt ógert enn. Ef hann kemst að því, sem eg hefi sagt yður nú, munum við ekki sjást aftur. Ef ekki ,getur verið að eg komi enn fram— En það skiftir yður engu . Farið þér nú strax.” “En hvað ætlið Þér að segja honum?” “Að þér hafið aldrei komið — að yður hafi grun- að að brögð væru I tafli.” Eg tók um hönd hennar og kysti á hana. “Madama,” sagði eg, “þér hafið unnið konungin- um þægt verk í kveld. Hvar er hann í kastalanum?” Hún lækkaði röddina og hvíslaði óttafull því sem lnin sagði. Eg hlýddi til með mikilli athygli. “Þégar komið er yfir vindubrúna verður fyrir manni rammger llurð . Innan við hana er — Þey! Hvað er þetta?” Fótatak heyrðist úti fyrir. “Þeir eru komnir. Þeir hafa komið fyr en til- tekið var! Guð minn góður! Þeir hafa komið of snemma!” stundi hún og varð föl sem nár. “Mér s>mist,” sagði eg, “að þeir hafi komið um síðustu forvöð.” “Dragið niður í luktinni yðar. Það er op á hurð- inni. Sjáið þér þá?” Eg lagði uagað við opið. Á neðstu tröppunni sá eg þrjá menn standa. Eg spenti marghleypu mína. Antoinette kipti i handlegginn á mér. “Vera má að yður fakist að drepa einn þeirra,” mælti hún. “En hvernig fer svo.” 1 Svo heyrðist kallað að utan og talaði sá, sem orð hafði fyrir hinum, ágæta ensku. “Mr. Rassendyll,” var sagt. Æg svaraði engu. 1 “Okkur langar til að tala yið yður. Viljið þér lofa því að skjóta ekki fyr en við höfum lokið máli okkar ?” “Veitist mér sú ánægja að tala við Mr. Det- chart?” spurði eg. “Nafnið skiftir engu.’” “Því er þá verið að gefa mér nafn?” “Við skulum sleppa því, konungur. Eg hefi boö aö bjóða yður.” Eg horfði stöðugt út um opið á hurðinni. Þrenn- ingin var nú komin upp í þriðju tröppuna og miðuðu þeir marghleypum sínum beint á dyrnar. “Viljið þér leyfa. okkur að koma inn? Við heit- um yður gríðum vij^ drengskap okkar.” “Trúið þeim ekki,” hvíslaði'Antoinette. “Við getúm talað saman þó hurðin se lokuð.” “En þér getið opnað hana og skotið,” sagði Det- chard, “ og þó að við réðum niðurlögum yðar, kynnuð þér að geta felt einn okkar. Viljið þéi lofa því viö drengskap yðar að skjóta ekki meðan við tölumst við ?” “Trúið þeim ekki,” hvíslaði Antoinette aftur. Þá flaug mér ráð í hug. Eg athugaði það dá- litla stund. Mér fanst það mundi geta komið að haldi. “Eg lofa því við drengskap minn að skjóta ekki fyr en þið skjótið,” sagði eg, “en eg ætla ekki að hleypa ykkur inn. Standið þið kyrrir úti fyrir og seg- ið þar það, sem þið hafið að segja.” “Þetta er sanngjarnt,” svaraði hann. Þrenningin steig nú upp á efstu tröppuna og stóð rétt framan við hurðina. Eg lagði augað við opið. Eg gat engin orðaskil heyrt, en eg sá höfuðið á Det- chard fast við höfuð annars hærra manns De Gautet bjóst eg viðj. “Hm! Þeir eru að taka ráð sín saman,” hugsaði eg. Svo kallaði eg til þeirra og sagði: “Jæj,a herrar mínir, hvert er boðið?” “Fylgd í fullum griðum til landamæranna og fimtíu þúsund pund ensk.” “Nei, nei,” hvíslaði Antoinette svo lágt að eg heyrði varla. “Þeir svíkja yður.” “Þetta er allvel boðið,” sagði eg oo- horfði stöð- ugt út um opið á hurðinni. Þeir stóðu nú allir I þ vögn rétt utan við hurðina. Þorpurunum þótti nú vænkast táðið, 0g eg skeytti ekkert um ráðleggingar Antoinette. Þeir ætl- uðu að koma mér að óvörum meðan eg væri að tala. “Gefið mér einnar mínútu frest til að hugsa mig um,” sagði eg, og mér heyrðist ekki betur en að þeir færu að hlæja. Eg sneri mér að Antoinette og hvíslaði: “Standið þér fast út við vegginn svo að Þér verð- ið ekki fyrir skotunum.” “Hvað ætlið þér að gera?” spurði hún óttaslegin. “Þér skuluð nú fá að sjá það,” svaraði eg.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.