Lögberg - 23.04.1908, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.04.1908, Blaðsíða 1
«HÉR viljum koma oss í kynni viC lesendur ^ þessa blaös. Vel má vera, aö þetta sé í fyrsta sinn, sem þér heyriO oss nefnda, en oss langar að kynnast yður nánar. Vér höfum þenna stað næsta ár, lesið hann. Þetta er bænda- félag. Sendið oss eina vagnhleöslu korns og vér munum útvega yður hæsta verð, og taka að eins i cent á bush. í ómakslaun. Sendiö korn yðar til The Grain Growers Grain Company, Ltd. WINNIPEG, MAN. »»»»»»»»»»»»»»»»»»9»»»»»»»»»»»»a D.' E.'Adams Coal Co. . i KOL'og^VIÐUR Vér seljum kol og við í smákaupúm frá 5 kolabyrgjum í bænum. Skrifstofa: 224 BANNATYNE AVE. WINNIPEG. 21. AR. Fréttir. Fyikisþinginu í Ontario var slit- iíS 14. þ. m. Stjórnir Breta og Bandaríkja eru aS semja um að fela gerðar- dómnum í Haag atS skera úr á- greiningi er milli ber um skilning á samningunum, sem gertiir voru 1818 um fiskiveiðarnar viS New- foundland. Hlé hefir oríitS á sambandsþing- inu um páskana eins og venja er til.. RátSgjafarnir hafa samt veriS önnum kafnir við ýms mikilsvarð- andi mál, er fyrir þinginu eru. 'Þar á mebal umbætur á “Civil Service”, Hudsonsflóa brautarmál- ið, landfrumvarp Sir Olivers, sem betSitS hefir frá því á síðasta Þingi, frumvarp um stækkun fylkjanna, og samgöngurnar fyrirhuguðu um lönd Btetakonungs þvert yfir hnöttinn. Ráðaneytið kvað ætla að hafa athugað öll þessi mikilvægu mál ítarlega þegar þingið kemur saman aftur. Fréttir frá Nicaragua lýðveldinu herma frá Því, að þar hafi fjöldi manna verið tekinn af lífi út af pólitískri misklið. Sagt er að eitt- hvað sjötiu eða áttatiu manns hafi verið skotnir samkvæmt skipun Zelaya forseta, af pólitískum sök- um. Þó að stjórnarflokkurinn telji frið um ríkið, er sagt að byltinga- hugur sé mikill í mönnum í ýms- um héruðum þar. Hinn 16. þ.m. samþykti fólks- þingið danska frumvarp stjórnar- innar um atkvæðisrétt, með 64 at- kvæðum gegn 35. Það ákveður, að allir skattgreiðendur, bæði karlar og konur, sem eru orðnir tuttugu og fimm ára og allar konur giftar skattgreiðendum skuli hafa atkvæð isrétt i öllum sveitakosningum. Mannskaðar miklir hafa nýlega orðið af vatnsflóðum í Kína. í einu héraði þar fórust 15. Þ. m. um tvö þúsund manns áð þvi er sagt er. Roosevelt forseti hefir nýlega lagt fyrir þingið einn boðskap sinn Þess efnis, að herfloti Bandaríkja- manna verði aukinn og bætt við hann fjórum nýjum herskipum og stórum. Kvaðst hann hafa búist við að friðarþingið í Haag mundi koma því til leiðar, að stórveldin hættu því að auka við herskipa- stól sinn, en með þvi að hið gagn- stæða væri uppi á teningunum, kvað hann Bandamenn eigi mega annað, en fylgjast með öðrum þjóðum. Játvarður Bretakonungur kom heim til Englands 16. Þ. m. frá Biarritz á Frakklandi. Ýmsir laga- snápar hafa verið að finna að Því, að skipun ráðaneytísforsetans hafi eigi verið formleg, ‘þar eð hann hafi verið skipaður meðan konung- tir var utan endimarka rikis síns. Konungshjónin brezku lögðu aft- ur á stað 20. þ. m. í kynnisför til Kaupmannahafnar, Stokkhólms og Kristjaniu. Þeir sem kunnugastir eru telja líklegt, að þingi Bandamanna verði slitið um 0- næsta mánaðar og að þangað til verði hægt að koma af flestu Þvi, er nú liggur brýnt fyrir á þinginu. Sagt er að Roosevelt foreeti ætli að ferðast til Evrópu á næsta ári, eftir að hann hefir lagt niður em- bætti sitt. Hann kvað ætla að ferð- Winnipeg, Man., T Fimtudaginn, 23. Apiíl 1908. NR. 17 ast meðal annars til skandinavisku landanna. í St. Caihterines, Ont., brann 16. þ. m. hnifa- og áhalda-verksmiðja kend við Whitman & Barpes iðn- aðarfélagið í Chicago, og útibú frá því. Tjónið af eldinum metið $i 50,000. Hon. W. H. Cushing, ráðgjafi opinberra verka i Alberta, kom austan frá Montreal 20. þ. m., en þar hafði hann verið að gera út um fullnaðarsamninga á talþráðakaup um Bell-félagsins í Alberta fylki. í viðtali við blaðamenn vestra lýsti Cushing yfir því, að verðið að öllu samtöldu mundi verða eitthvað um $675,000. Roald Amundsen heimskautafari er nú á leið til Noregs og þegar hann kemur þangað kvað hann strax ætla að fara að undirbúa sig undir næsta leiðangur sinn norður í höf. í þá för ætlar hann 1910. Svo sem kunnugt er ætlar hann að láta tamda isbirni ganga fyrir sleð- um sínum, þegar eigi verður leng- ur farið á skipi. Milli þrjátíu og fjörutíu ísbirni kvað hann ætla að hafa með sér og er Þegar farið að temja þá. — Nýtt skip ætlar hann að láta smíða til þessarar farar, og vanda til þess sem bezt. Hann kvað ætla að leggja á stað i leiðangurinn frá San Francisco, qg hafa með sér nægan forða til fleiri ára. Á sunnudaginn var kom Banda- ríkjaflotinn til Los Angeles. Hon- um var tekið þar með kostum og kynjum. í síðustu viku taldist ýeim, sem standa fyrir kosningaleiðan^ri Tafts, svo til, að af fulltrúum þá kosnum mundu 240 greiða atkvæði með honum. Svertingjum alment kvað ekki vera um að styðja Taft til kosninga eða Roosevelt. Þeir hallast að Foraker eða Knox eftir því sem samþykt var á fundi Svertingja úr 37 ríkjum, er þeir áttu með sér í Philadelphia . Á rík- isflokksfundi samveldismanna í Massachusetts var samþykt að taka ekki fram fyrir hendurnar á fulltrúum til útnefningafundsins, heldur skyldi Þeim í sjálfsvald sett hvern þeir kysu, en allmikill hluti þeirra er með Taft. í New york ríkinu hafa sarhveldismenn og átt fund meö sér. Þeir gáfu fulltrú- um sínum skipun um að kjósa Hughes ríkisstjóra á útnefningar- fundinum. Skýrslur þær, sem umboðsmenn i Alberta, Sask. og Manitoba hafa sent innflutningsmála- stjórnard. í Ottawa, bera það með sér, að á þessu sumri verði sáð i tuttugu prct. fleiri ekrur f þeim þremur fylkjum heldur en i fyrra. — Að sáðlöndin eru nú víðáttumeiri er einkum þvi að þakka hve mikið hefir komið hingað til lands á ár- inu af úýjum innflytjendum. Það halda menn að þeim mun fleiri muni flytja hingað frá Vestur- Bandarikjum í ár, sem innflutning- ar austan um haf réni. En líklegt er að þeir innflutningar minki held ur vegna nýja ákvæðisins í inn- flutningalögunum um að hver inn- flytjandi verði að eiga tuttugu og fimm dollara er hann stígur hér á land, sem eigi á vísa vini hér fyrir, er greiði fyrir honum eða hafi fengið vist loforð um atvinnu. í Fargo í N. D. var 90 stiga hiti 21. þ .m. Það er meiri hiti en menn mima eftir að hafi komið í Aprílmáttuði um mörg ár. Voðalegt járnbrautarslys varð í grend við borgina Melbourne í Astralíu á sunnudaginn var. Um fjörutiu manns létust en særðust milli áttatiu og níutíu. Dominionstjórnin ætlar.aðgefl fimtán Þúsund doll. i ferðakostnað iþróttamönnum frá Canacfa, er ætla til Olympsku leikjanna 'v Lunij^n- um i sumar. Safnast hefir þegar nm nitján Þús. doll. sjóður, en á- ætlað að Þurfi frá þrjátiu og firnm til fjörutíu þúsund dollara. Úr Álftavatnsnýlendu. 7. Apríl 1908. Héðan eru engin stórtíðindi að segja. Tíðin hefir verið óstilt held ur að undanförnu, en nú eru- farnir að koma hlýir dagar á milli og orðið autt á öllu hálendi. Þessa síðustu daga hefir samt verið kalt. Gripahöld og heybirgðir yfir höf uð, hjá íslendingum hér, eru í all- góðu lagi. Sumir heylitlir, en aft- ur aðrir sem geta selt hey. Tonnið af því selt 4 til 5 doll. Hjá Kyn- blendingum og Englendingum, er hér búa margir, eru víða ill gripa- höld og heyskortur. Sterk hreyfing er hér nú að koma á sveitarstjórn. Upptök þess máls eru í Grunnavatnsbygð, og er hr. Helgi Pálsson ötulastur for- mælandi þess. Það á að halda fund í Franklin skólahúsi um það mál núna í vikunni. Sterk hreyf- ing er hér á tnóti Því að sveitar- stjórn kojtíist á, og verið að safna undirskriftum undir skjal, til að mótmæla sveitarstjórn. Eigingirn- in, sundrungarandinn og öfundsýki vfir imynduðum hagnaði,sem aðrii kunni, ef til vill að hafa af sveitar- stjórn, beita öllum vopnum til að drepa þetta mál, bæði meðal ís- lendinga, og einkum i flokki Eng- lendinga. Er það lítill lofsauki fyrir hina margdýrkuðu brezku stjórn að Þeir, sem aldir eru upp í skauti hennar skuli vera fremstir í flokki að spyrna á móti því, að komast í lögbundin félagskap, en vilja heldur fylla flokk Indíána og kyrtblendinga, sem helzt vilja lifa stjórnlaust eins og hérarnir í skóg- inum, til þess eins og hérarnir að verða ötlum stærri dýrum að bráð. Þetta sundurlyndi hér er svo inagnað, að sumir, og enda sumir beztu mennirnir, sem telja sveitar- stjórn sjálfsagða, draga sig í hlé ig láta málið afskiftalaust, þvi þeim hrís hugur við öllu þessu sundurlyndi og öllu því striði, sem það kostar, að ganga á hólm við alt það lægsta í hugsunarlífi al- Þýðu hér um féjgsmál. — Og sá, sem þekkir hugsunarháttinn hér í þeim efnum, kastar naumast á þá þungum steini. Vonandi er samt, þrátt fyrir alt, að gott mál sigri um síðir, þó það falli ef til vill nú. Tveir pukursalar vínfanga hafa verið sektaðir hér fyrir óleyfilega vín sölu, og sektaðir um smáupp- hæðir fyrir þá. Að eins handa þeim til að hlæja að.— Almenningsálitið hér er sjálfsagt minna ákveöið móti þeim en sveitarstjórninni. Þó hún falli, þá stjórna pukursalarnir hugsunarhætti hinnar uppvaxandi kynslóðar, og áhrif þeirra á hana eru ekki síður auðsæ en skólanna, og færri eru þeir sjálfsagt, sem vilja hætta í 3. bók hjá þeim, held- ur en á skóhmum. Skóli Þeirra, sem selja vín i laumi, er háskóli kæruleysisins. En hver ráð eru til þess að út- rýma hugsunarhætti þeim, er drep- ur nauðsynjamál eins og sveitar- stjórn, .en elur upp taumlausa dansfýsn, ólöglega vinsölu, kæru- leysi og lágan hugsunarhátt? Að ámæla tyrír það er ekki einhlitt. Eina ráðið gegn því er að beztu mennirnir, eldri og yngti, reyni að draga hugi æskulýðsins að öðrum göfugri áhugamálum. Skemtanirn- ar Þarf æskan að hafa; það er henni Hfsnauðsyn. En það þurfa að vera skemtanir, sem eru göfg- andi og styrkjandi sál og likama. Má þar til nefna góða sjónleiki. Söngæfingar, íþróttir, t. d. glímuur og aflraunir, dans í hófi, 3—4 kl.- stundir á hverri samkomu á eftir öðrum skemtunum; það væri hæfi- leg skemtun. Og margt fleira mætti telja sem hollar skemtanir. En 10—12 kl.-stunda stritvinna við dans, eins og hér tiðkast, og það við fremur klunnalegan dans, það er drepandi fyrir sál og líkama unglinganna. Hlutverk hinna eldri þarf að vera að leiða hina yngri að hollum skemtunum og framkvæmd arsömu félagslifi. Mannsandinn er nú svo gerður, að hann þarf eitthvert viðfangsefni að hafa til að glima við. Og ef hann hefir enga göfuga hugsjón til að berjast fyrir, þá fer hann að róta í sorp- inu. Hugsunarhátturinn verður lágur og kaldur og kærulaus. — Þetta ætti að vera aðal umhugsun- arefni allra þeirra er vilja vel, þvi mannfélagi er þeir búa í. SkarþhéSinn. Fréttirfrá íslandi. Reykjavík, 1. Apríl 1908. Lárus E. Sveinbjörnsson dóm- stjóri í landsyfirdóminum hefir i fyrradag fengiö lausn í náð frá embætti. Kristjáni Jónssyni var sama dag veitt dwustjóraembættið. Jón Jensson er settur 1 yfirdóm-; ari, en Eggert Briem skrifstofu- stjóri 2 yfirdómari. L. E. Sveinbjörnsson varð dóm- stjóri 1. Maí 1889, en i yfirdómin- um hafði hann setið rétt 30 ár, varð þar meðdómandi 1878. Um leið og hann fékk lausn frá embættinu varð hann kommandör af 1. flokki dannebrogsorðunnar. Verzlunarblað á að fara að koma út í vor. Stofnendur þess eru Grímúlfur H. Ólafsson og Ólafur Ólafsson verzlunarmenn. Það á að kosta 3 kr. árg og verða minst 12 blöð á ári, hvert ekki minna en .io síður. “Ætlun okkar er,” segja út- gefendurnir í boðsbréfinu, “að blað ið verði bæði á íslenzku og ensku.” Blaðið á einúngis að fást við verzl- unarmál. Ritstjóri þess verður Grímúlfur H. Ólafsson. i Iðnaðarblað eða tímarit á einnig að byrja að koma hér út í vor. Það á að koma út fjórum sinnum á ári og er Iðnaðarmannafélagið útgef- andi, en ritstjóri verður Rögnvald- ur Ólafsson húsagerðameistari. Veðrið er nú mjög gott á degi hverjum, kyrt og bjart, en nætur- frost nokkurt. Áætlun um kostnaðinn við Skeiða- áveituna er nú komin frá Talbitzer verkfræðingi og er 200 Þús. kr. Þaö er mun hærra að tiltölu en við Flóa-áveituna. Búnaðarritið skýr- ir sjálfsagt innan skams nánar frá áætluninni. ( ) Úti varð um síðastliðin mánaða- mót Björn Jónsson frá Eystri- Krókum í Fnjóskadal. Á fjölmennum fundi,er kjósend- ur í Romshvalanesshreppi héldu ný lega í Keflavík, var samþvkt svo- lújóðandi tillaga frá hr. Guðmundi Hannessyni: “Fundurinn lýsir Því yfir, að hann telur æskilegt að fá aðflutn- ingsbann á áfengum drykkjum hið allra fyrsta, og vill af fremsta megni styðja atkvæðisgreiðslu þá, er fram á að fara á þessu ári til undirbúnings því máli.” * í stórviðrinu 24. f. m., sem frá er sagt í síðasta blaði,strandaði eitt af fiskiskipunum frá Hafnarfirði við Miðnes. Það var “Kjartan”, eign Brydesverslunar. Hafði skip- stjórann fyrst tekið út, úti á rúm- sjó, og skipið lagðist þar á hliðina, en Það rétti við aftur og rak þá til lands. Skipverjar komust allir (18J af, nema skipstjórinn. Hann hét Jón Jónsson, ættaður sunnan úr Njarðvíkum, og lætur eftir sig ekkju, Arndísi Þorsteinsdóttur, systur þeirra Þorsteins kaupmanns i Bakkabúð og séra Bjarna á Siglu- firði. “Fálkinn” kom inn hingað í fyrradag með tvo botnvörpunga, er hann hafði tekið við veiðar í land- helgi hér úti i Flóanum. Annar heitir Chieftain frá Hull, skipstj. Arthur Múnger. Hann þrætti fyr- ir brotið og sóru tveir af foringj- unum á Fálkanum það á hann. Hann fékk 1,600 kr. sekt. — Hitt skipið heitir Invicta frá Grimsby, skipstj. James Westerby. Það skipið hafði ekki verið að veiðum, en haft veiöarfæri uppi, og sættist skipstjóri á að borga 400 kr. sekt og kostnað. Þessi síðarnefndi skipstjóri er gamall sökudólgur og hefir áður verið dæmdur gegn neitun, af jfir- rétti, í 1,200 kr. sekt. Um Viðvíkurprestakall sækja þeir séra Einar Pálsson í Gaul- verjabæ, sra Jónmundur Halldórs- son á Barði, séra Þorleifur Jóns- son á Skinnastað og Sigurbjörn A. Gíslason guðfræðiskandídat. í Reykholtsprestakalli fer kosn- ing fram 11. þ. m. Dáinn er 25. f. m. Tómas Guð- mundsson bóndi á Járngeröjirstöð- um í Grindavík, fæddur 1859. — Banameinið var lungnabólga. Læt- hann eftir sig ekkju og sex börn. Ekkjan er Margrét Sæmundsdótt- ir, systir Bjarna Sæmundssonar kennara. Tómas heitinn var dugn- aðarmaður og vel metinn. —Lögr. Jón Rommer Einarsson heitir íslenzkur maður, sem þessi myn d er af. Hann hvarf frá Winnipeg 15. Apríl 1904, var þá ekki búinn aö vera hér tvö ár, og hefir ekkert til hans spurst síðan. Hver sem kynni að geta gefið nokkrar upplýsingar um hann, er beðinn að gera það sem fyrst, vegna móður hans og systur, Á skrifstofu Lögbergs. í S L A N D. Dagur í austri, ísland, sk'm og enn þá er bjart um fjöllin þín, — til ljósins benda Þau himinhá og heimting réttar vors minna’ oss á, að: alfrjáls skal þjóS í alfrjálsu landi. Heill sé þér, fold, sem Eggert ólst og ungan í skauti Tómas fólst, sem rækt aö erfðum vér fengum frá og festu’ i brjóstum oss hugsjón þá, að: alfrjáls skal bjóS í alfrjálsu landi! Framtíðarland hins frjálsa manns, vér fléttum þér blóm í sigurkranz og heitum: aldrei að eira frið og aldrei fyrri þig skiljast við en alfrjáls er bjóS í alfrjálsu landi. Verndi þig drottinnv fagra Frón, er fjendur þér vilja gæfu-tjón! — Þótt eldri kraftamir ýti sér, vér ungu kraftana helgum þér, uns alfrjáls býr bjóS í alfrjálsu landi! Guðmundur GuSmundsson. Kvæði þetta átti að syngja á afmælishátíð Ung- mennafélagsins á ísafirði 17. Marz. — Ingólfur. Fyrir tuttugu árum. fc 1 Á sunnudagskveldið var var ís- ‘ lenzka kirkjan hér svo troðfull af fólki, sem hún gat verið. Tilefnið var það, að þá gaf séra JónBjarna- j son, þau séra Friðrik Bergmann og Guðrúnu Thorlacius fprests frá HafsteinsstöðumJ í hjónaband. — 30—40 manns voru í samsæti hjá séra Jón Bjarnasyni á eftir. Þrír landar komu hingað frá ís- landi á sunnudaginn var, einn úr Reykjavík, Bernhard Guðmunds- sen, einn af Akranesi, Christens Thorsteinson og einn af Skaga- strönd, Sölvi Sölvason. Þeir höfðu lagt af stað fimm saman frá ís- landi, en einn sest að í New York, en annar i Chicago. Hafið þér séð nýju hattana brúnu? Þeirer“"|k™"^-R|etatIrá --- Dökkbrúni blærinn og flötu börðin gera þá mjög ásjálega. - WMITE & MIANAHAN, 500 Main St., Winnipeq. Hljóöfæri, einstök Iög og nótnabækur. Og alt sem lýtur aö jnúsík. Vér höfum stærsta og bezta úrval af birgðum í Canada, af því tagi, úr aö velja. Verölisti ókeypis. Segiö oss hvaö þér eruð gefinn fyrir. WHALEY, ROYCE & CO., Ltd., 356 Main St., WINNÍPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.