Lögberg


Lögberg - 23.04.1908, Qupperneq 4

Lögberg - 23.04.1908, Qupperneq 4
4> LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. APRÍL 1908. +----------------------+ er gefið út hvern fimtudaK af The Lögberg Printing & Publishing Ce.. (löggilt). að Cor. William Ave. og Nena St., Witlnipeg. Man. — Kostar $2.00 um áríð (á íslandi 6 kr.). — Borg* ist fyrirfram. Einstök nr. 5 cents. Published every Thursday by The Lögberg Printing & Publishing Co., (fncorporated), at Cor. William Ave. & Nena St.. Winnipeg, Man. — Subscriptjon price $2.00 peryear, pay- able in advaoce. Single copies 5 cents. S. BJÖRNSSON, Edltor. J. A. BLÖNDAL, Bus. Manager Augiyningar. — Smáauglýsingar 3í eitt skifti 25 cent fyrir 1 þml. Á. stærri auglýsing- um um lengri tíma. afsláttur eftir samningi. BtistaOasklfti kaupenda verðnr aö til- kynna skriflega og geta um fyrverandi bústað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslustofu blaösins er: The LÖQBERG PRTG. Sl PUBL. Co. Wlnnlpeg, Man. P.O. Box 130. TELEPHONE 221. Utanáskrift til ritstjdrans er: Edltor Lögberg, P. O. Box 130. WiNNiPia. Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp. —'Ef kaupandi, sem er f skuld við blaðið. flytur vistferlum án þess að til- kynna heimilisskiftin. þá er það fyrir dóm- stólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvfs- legum tilgangi. --------------------“ ........ Blómgun verzlunar- viðskifta Canada, Þegar Iitiö er á verzlunarmála- skýrslur landsins síöastliöiS fjár- hagsár, er lauk um síöustu mán- aöamót, sézt aö verzlunarskifti þess viS önnur lönd hafa aldrei meiri verið nokkurn tíma fyrri. Þrátt fyrir alla 'þá deyfS og vand- kvæSi, sem veriö hafa á peninga- markaSinum um aLlan heim á því ári, bera landshagsskýrslurnar meö sér, aö verzlunarviöskiftin þetta síöasta ár, útfluttar og innfluttar vörur, nema $642,728,055. ViS- skiftin hafa aukist um sex til sjö prct., miöaö viS næsta fjárhagsár á undan, og nærri því um tuttugu og fimm prct. miSaö viS 1905—6. Meira hefir veriö flutt af vörum bæöi út úr landinu og inn í þaö á þessu ári, en hvort hinna áranna fyrirfarandi. Og enn meiri verö- ur munurinn ef tekin eru til sam- anburöar fyrstu stjómarár liberala eöa síöustu stjórnár conservatíva. þar á undan . Síöasta áriö, sem conservatívar sátu aö völdum námu útfluttar og innfluttar vörur til samans aö eints $239,025,360. Síö- an liberalar kornust aö hefir viö- skiftalífiS alt af veriS aö blómgast, svo aS í þau tólf ár, sem þeir hafa stjórnaö landinu, hafa erlend viö- skifti aukist um hundraö og sjötíu prócent. ÁriS 1884 námu útfluttar og inn- fluttar vörur $207,803,539, og þeg- ar conservatívar mistu völdin tólf árum síöar, höfSu erlend viöskifti aö eins aukist um fimtán prct.. Á jafúlöngum istjórnartíma beggja stjómanna er munurinn 15: 170 prct. Þ'essi blómgun viSskiftalífsins hér í landi er aöallega sprottin af heillavænlegri stefnu núverandi sambandsstjórnar í tollmálunum, hagsýni hennar í aö greiöa fyrir innflutningi fólks hingaö til lands m. m. Heilsuhælisstaðurinn ákveðinn Eins og minst hefir veriS á áöur hér í blaöinu, var þriggja manna nefnd faliö aö velja staSinn, þar sem heilsuhæliS á íslandi skyldi reisa. I þeirri nefnd voru: Guöm. Björnsson landl., Guöm. Magnús- son læknir og Hjörtur Hjartarson. Nefndinni höföu borist drengi- leg tilboö úr ýmsum áttum frá bændum og öörum, er fúsir voru aS gefa jaröarskika undir hæliö, en eftir nákvæma yfirvegun ftefir nefndinni komiS saman um aö kjósa Þaö helzt, aö heilsuhæliö verSi reist á jörSinni Vífilstööum í Garöahreppi, í Gullbringusýslu og yfirstjórn félagsins fallist á þær jillögur. Er því heilsuhælisstaöur- inn ákveöinn þar. Ekki er búist viö aö félagimt veröi kleyft aS koma hælinu upp á næstu mrssirum, en þó hefir svo veriS til ætlast, aö Þaö yrSi reist á árinu 1909. HæliS sjálft er taliö aS muni kosta aö minsta kosti 100,000 kr., og veröur aö reisa ÞaS aS meira eöa minna leyti fyrir landsfé. Árstekjur félagsins nú eru orSn- ar tíu Þúsund kr. ('5,000 tveggja króna árstillögý. Auk þess hafa Því gefist 6y2 Þús. kr. frá ýmsum félögum meðal iandsmannaj, en ó- fengin tillög úr rúmum þriöjungi allra sveitarfélaga á landinu. Eftir því sem nú er áætlaö verSa árstekjur þess aS tvöfaldast eöa því sem næst, til þess aö ÞaS geti risiö undir kostnaSi af haldi fimtíu sjúk linga, er hver greiSi eina kr. á dag í meögjöf. Féiaginu Þurfa því aS aukast drjúgum meölimir og fé enn þá. Prince Rupert. Vér hyggjum, aS lesendum Lög- bergs þyki fróölegt aö sjá ítarlega lýsingu af þessum nýja bæ norSur á Kyrrahafsströndinni, er búast má viö aS veröi stór borg og blómleg á sínum tíma. Blaöiö “Free Press” sagöi allnákvæmlega frá bænum rétt nýlega og birtum vér hér á eft- ir aö mestu ÞaS, sem þar var sagt: Bær sá, sem eirs-kumælandi mönn um er nú tíöræddast um, er Prince Rupert. Enn er hann þó engu Iík- ari en ofurlitlum díli í rjóöri risa- vaxinna eyöiskóga. Engin bygö héruS liggja aö Prince Rúpert, og engir vegir eru þar á hundraS mílna svæöi alt um- hverfis. Hann stendur í skógar- rjóörinu, sem rutt hefir veriö á bæjarstæSinu (sem er 1,300 ekrurL Bærinn hefir breiSst út frá verk- stöövum G. T. P. félagsins, því aS Þar var fyrst atvinna í boöi. Prince Rupert er enn í bernsku, bæSi aö því er aS þjóöfélagsskip- un, verzlun og iönaö snertir, er hann er á framfaraskeiSi. Húsm eru flest bráöabirgSaskýli. Einu byggingarnar, sem eiga aö veriG til frambúöar, eru myndarleg vöri - birgöahús viö höfnina. Verk- stjórarnir búa i timburhúsi skan'c frá höfninni, en fjær henni eru hus þau, er ýms félög reka starf sitt í, og meöal þeirra Canadian Bank of Commerce. ÞaS eru helztu byg-j- íngrrnar. Hin húsin í bænum eiu óvi-ith g bráöabirgSaskýli, tjöld og timburkofar hingaS og Þangaö milli stofnaendanna og rótarhnyö'- anna á rudda svæöinu. Pósthúi-3 er tjald. Þaö stendur á hafna bakkanum, og tollbúöin rétt hjá tjalcl líka. Embættismaöur fylkis- stjórnarinnar, er lögregluvald hef- ir í bænum, býr líka í tjaldi, fjær höfninni. En eins og áöur var sagt', eru þetta að eins bráöabirgSarbú- staöir. Verkfræöingarnir eru aó endurskoöa uppdrættina af bænum og verkamennirnir eru aö ryöja skóginn svo aö nægilegt pláss verSi fyrir hann. Óverulegar ^ré-gang- stéttir hafa veriö lagSar sumsstaö- ar, en engin stræti hafa enn oröiö þar til. Engar ferfættar skepnttr eru þar aS sjá nema hjartdýr, er stöku sinnum bregSur fyrir, og svo hundarnir, er fylgt hafa hús- bændum sínum til þessa nýja lands. Enn hefir enginn hestur ' sézt í Prince Rupert, En iþó bærinn sé í svona miklum barndómi enn þá, hafa fruinbýlingarnir óbifanlega trú á framtíð lians , og því halda verkfræöingarnir áfram viS upp- drættina sína og verkamennirnir viS aS ltöggva trén í sífellu, þrátt fyrir alla erfiöleikana. En þessi bjargfasta trú þeirra er bygS á viS skiftalífinu væntanlega, sem alt bendir til aö þarna verði. Staöur- inn er líka vel til þess fallinn af náttúrunnar hendi. Loftslagiö er þægilegt, og fagurt um aö lítast. I-Iöfnin einhver -sú prýöilegasta, sem til er í víöri veröld. Þó aS Prince Rupert sé ungur enn, eru íbúarnir samt ekki gersam lega sneiddir öllum þægindum, er menningin krefst nú á tímum. Járnbrautarfélagiö hefir séS þeim fyrir nægu vatni fyrst um sinn. Vatnið er leitt til' bæjarins fvá Hays Mountain svo nefndu.n. ÞaS ertt hæstu fjöllin á eynni. Þau eru um þrjú þúsund fet yfir sjá/- armál. VatnsforSinn er nægileg u* bæjarbúum og skipum er þang :ö koma, og eins ef eldsvoöa ber aS höndum. Vatn til frambúSar tr taliS álitlegast aö leiSa til bæjarins frá vötnum eigi allfjærri honum. Þatt eru fyrir norðan og vestan hann. Rafafl til lýsingar er notað í skrifstofum verkstjóranna og í fleiri byggingum. ÞaS fæst frá sögunarmylnu, er stendur á sjáva’ • bakkanum fáar mílur frá aðat- þorpinu. Fjöldi skipa kemur viö í Prince Rupert nú oröiS, þar á meðal öll ‘drandferöaskip Bandaríkjanna þar viS vesturströndina. Póstur kem- ur þangaS tvisvar í víku. Bærinn er í símasambandi. Dom inionstjórnin hefir séS ttm það. Sírninn Hggur um Ashcroft. Hazel- ton og Aberdeen í grend viö mynn- iö á Skeenafljóti. Berast Því frétt- ir aö og frá bænum daglega. MannabygB næst viö Prince Rup- ert er Indiána-þorpiS Metlakatla, hér um bil fimm vikum sjávnr noröar. Fiskveiöar eru miklar og góöar viö ströndina. Mest er veiddttr þorskur og flySrur . Indí- ánar komust skjótt aS því aö þægi- legt var fyrir þá aS fá markaS fyr- ir fisk sinn í Prince Rupert. Þeir koma Því þangaS meö báta stna hlaöna af fiski. FlySran er seld á tvö til fimm cent pundiö, en þorsk- urinn á tíu cent og minna. Heilag- fiskismiðin í grend viö höfnina t‘ Prince Rupert eru talin einhver hin fiskisælustu í víöri veröld. Þá veiSi hafa ýms fiskiveiðaskip sótt þangaS undanfariö. Þar á meSal fliSruveiöaskip New England Fish félagsins og sömuleiöis skip frá San Francisco. Fiskurinn, er skip New England Fish fél. veiða þarna er seldur í Boston og New York. í oröi er aS stunda fiskiveiðar frá Prince Rupert og verSur þaS vit- anlega til aö auka vezrlunarmagn þaSan mikiS. Enn er fiskverð lágt þar nærlendis. en þegar bærinn stækkar og járnbrautin er komin, þangað, stígur þaS auövitaS, því aö þá má senda fiskinn beina leiö austur. Þrátt fyrir allan frumbýlings- skapinn og erfiðleikana', sem þorps búar hafa viS að stríða, hefir þeitn þó konwð til hugar aS koma upp hjá sér ofurlitlum skóla. Skóla- nefnd hefir þar veriS kosin ný- lega. Samkvæmt fylkislögunum haföi.fé f$600.00J verið veitt til aS byggja lítiS skólahús. ÞaS verövr fullgert t næsta mánuöi og er ætl- Gips á veggi. —mmirmn r Þetta á að minna yður á aö Gypsum gipsiS sem vér búum til er betra en alt annað. Gipstegundir vórar eru þessar: SkrifiS eftir bok/ sem segtr hvaS folk, sem "f 'A ' v,Sar Ws ... ' , ° ., Empitg sementveff/a gips fylgist meö timanum, er að gera, „Empire"/uligerðar « MANITOBA GYPSUM CO. LTD., SKRIFSTOFAOG MYLNA ,,Gold Pusí'' fullgerðar gips „Gilt Edqe" rtaster Paris „Ever Keady" %ips WINNIPEG, MAN. ast til aS þaS taki um þrjátíu nem- endur. Nú sem stendur eru aó eins tíu börn í þorpinu, sem komin eru á þann aldur, aS þau geti sótt skóla. Þegar mælingamennirnir hafa lokið starfi sínu og búiö er aö ryðja ÞaS, sem harf í bili, verður strax fariS aS vinna aö því aö koma betra skipulagi á bæinn og er búist viS aS eitthvaö veröi gert í þá átt Þegar á Þessu vori, samhliSa undirbúningi brautarinnar austur á bóginn. Mótmæli. Eilífar, endalausar skammir sýn- ast nú vera tákn tímanna, og ber “Kringla” þess Ijósust merki eins og aö vanda. ÞaS er .þakklætis vert, aö fá að lesa ærlega skrifaöar skammir við og viö, um eitthvað skammar- legt, menn eða málefni. Og sann- ast aö segja þyrfti aö taka dýpra í árinni en gert er, á móti ýmsttm skaðlegum skoSunum og ljótum, heimskulegum og hneykslanlegum, sem blómgast og lifa kóngaltfi í þjóðltfi voru, því til niSurdreps og bölvunar. En því er naumast aS fagna, heldur nagga menn um þaö hvers viröi hús eitt hafi veriö, hvort góStemplarar séu “bindindis- ntenn heilir hér” eða ‘.‘hálfir hér”, eöa um Þaö, hvort einn sé skáld, etc., etc. Og seinasta slík ritlistar- fígúra er árás á S. J. Jóhannesson að tilefnislausu. Þ.aS er sú grein, er kemur mér af staS til aö taka pennann nú. Eg get ekki stilt mig, þegar svo langt gengur. Eg hreint og beint mótmœli, slíku athæfi í nafni mannúðar og réttlætis. Eg ekki einttngis mótmæli slíku særandi níöi um gantlan, friðsaman öldung, sem ekkert vinnur til — frá hálfu höf. þeirrar greinar, Jóhannesar Magnússonar—, heldur einnig mót- ntæli eg slíkri blaðamensku, aö veita inngöngu 't blaS slíkri^ grein, sem er jafn-þýöingarlaus og téö grein er fyrir almenning. Hún er einungis tuódalegt, sæcandt níö, — hr^inn og beinn slettirekuskapur og að öllu heimildarlaus frá öllu sjónarmiöi. S. J. Jóhannesson er skáld, því er gagnslaust aö neita. Hann er vel íslenzkur í anda, kann móður- mál sitt prýðisvel og hefir margt vel kveöiS. En þó nú að andi hans væri farinn aö dofna, er ekkert til- tökumál meö jafngamlan mann. Og svo þó þessi sífeldu minni, sem eru svo í móð meöal vor, séu stund um hálfþunn, þá er þaö aldrei nema von. Minnir. eru fyrir sér- staka “spesíalista” til aö rulla upp, en ekki skáld, þau ertt ekkert yrk- isefni, fæst þeirra. ÞaS var út af fyrir sig viðureign þeirra Sigtr. Ágústssonar og S. J. J. Þar var sókn og vörn, og nið- urlagsorð S. J. J. sýnilega endalok þeirrar deilu, og máliS meö því af dagskrá. En að þá skuli maðttr rísa upp og fara að vega aö gamla mannin- um meö særandi hnútukasti, var frá minu sjónarmiöi bæöi dónalegt og lubbalegt, og i alla staði ólíS- andi. Og sú blaSamenska, að veita slíku viðtöku bæði skrílsleg og skit- mannleg og ætti að fyrirlítast og kveðast niður. ÞaS er nokkuö haröleikið aS heyra S. J. J. nefndan “flón” og gefiö í skyn, aS hann kunni ekki aS “haga tungu sinni”, skorti velsæmi, sé kirkjutnaSur, gamalmenni etc. Hvílikar aðfinslur! tívílík prúS- menska! Hvílíkt vit! — Kirkju- maður má ekki svara fyrir sig þeg- ar ráðist er á hann, má ekki verSa reiSur, er flón og fauti af því hann (er gainall, og leirskáld eins og Mangi, af Því Sigtr. Ágústssyni þykir léttvægt eitt minni eftir hann. Hvílík undra speki! Eg vildi óska, aö J. M. væri eins merkur maöur, eins greindur maS- ur, eins frjálslyndur maöur og S- J. J., þó hann sé kirkjumaður . Eg, sem kalla mig frjálslyndan, finn stundum ástæðu til aS skamm- ast m'tn fyrir Það nafn, þegar eg sé svona og líka skoðanabræöur reka upp höfuðiö. En við hverju er aö búast ? Þetta er samskonar frjáls- \ lyndi og menn hafa átt aö venjast —hjá fyrirmynd allra flautaþyrla, ritstjóra Heimskringlu. Eg enda Þessar línur meö alvar- legri bendingu til kaupenda blaS- anna, því þaS er í þeirra höndum að viöhalda eSa eyðUeggja svona saur-blaöamensku. ESa hvaö er orðiö af íslenzkri siSgæöis-tilfinn- ingu ? S. B. Benedictson. Ath.— Þessi grein heföi átt aö fá inngöngit í “Hkr.”, en af því mér hefir allra mildilegast veriö til- kynt að ekkert, er eg skrifi, veröi undir nokkrum kringumstæðum veitt móttaka i “Hkr.”, þá sný eg mér með hana til “Lögb.”, eins og eg hefi orðið aö gera fyr. S. B. Hvefsinm áhorfandi. í næst-^Sustu HeimskrÍnglu er einhver áhorfandi aö kvarta undan aðfinningum Lögbergs um hlátur ýmsra, er sóttu til sjónleiksins “Dóttir fangans” hér um daginn. En vegna Þess aS eg var í leikhús- inu sama kveldiö og ritstjóri Lög- bergs, og las þá mjög sangjarn- legu grein um sjónleikinn í Lög- bergi, get eg ekki stilt mig um aö taka til máls, er eg sé aS áhorfandi rangfærir og afbakar jafn-þarf- legar og réttmætar bendingar, sem þar voru gefnar. Eg álít þaS algerlega réttmætt, aS fólki sé bent á það, aö óviðeig- andi sé aö nokkur sitji flissandi undir sorglegustu atriöum í öörum eins sjónleik og “Dóttir fangans” er.þar sem sýnd er einhver þyngsta reynsla mannlegs lífs, er hugsast getur. ÞaS gerðu sumir áhorfend- anna ‘þetta kveld. AS því var fund- iS í Lögbergi. ÞaS var ekki nema sjálfsagt. Þeir einir munú hafa fundiö sig meidda af slíkum aS- finslum, er mest flissuðu á sorg- legustu stööum í leiknum og aö sjálfsögðu hefir þessi áhorfandi Heimskringlu hlegiö Þá hvellast. Vísvitandi rangfærsla virSist það vera hjá honum, að fundiö hafi veriö aö því aö menn ræddust ’-tð eöa brostu milli þátta, því aö sé þa|5 ekki, hlýtur maöur aö haldá, aS áhoffandi sé naumast bænabók- arfær, meö því aö hvergi var fund- ið a?T slíku i Lögbergs greininni. Eg er ritstjóra Lögbergs þakk- látur fyrir þessar réttmætu aö- finslur og allir þeir, sem skilja til- gang sjónleika og hafa séö sjón- leika leikna á góöum leikhúsum, munu kannast viö að aöfinslurnar í Lögbergi beri vott um meiri dóm- greind á því máli og meiri þekk- ingu á sjónleikum en þessi hvefsni og framhleypni áhorfandi getur gert sér grein fyrir. Annar áihorfandi. Frændurnir. Eftir Edmund About. II. ('Framh.J • Nú skal sagt gjör frá þeim Francois og móðurbróöttr hans, áö- The BOMINION BANK SELKIKIC CTIBUIÐ. AUs konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóösdeildin. TekiO við innlögum, frá$i.oo aö upphæð og þar yfir. Hæstu vextir borgaðir fjórum siunumáári. Viðskiftum baenda og ann- arra sveitamanna sérstakur gaumur gefinn. Bréfleg innlegg og úttektir afgreiddar. Ósk- að eftir bréfaviðskiftum. Nótur innkallaðar fyrir bændur fyrir sanngjörn umboðslaun. Við sk ti við kaupmenn, sveitaldélög fkólkahéru ag eÍDStaklingam eð hagfura örum. d. GRISDALE, bankastjórl. ur lengra er fariö. Francois er son- ur leikfangasala í Passage du Saumon, sem Thomas hét og nú er látinn. Leikfangaverzlun er arS- vænleg, hver hlutur er seldur tvö- földu innkaupsveröi. SíSan faðir hans dó haföi hann haft “sæmileg- ar” tekjur, sem kallaö er, sjálfsagt af því aö þá Þurfa menn ekki aS gera neitt ósæmilegt, og ef til vill meöfram af því, aö Þeim mönnum er bezt aö gera vinum stnum allan sóma, Francois haföi þrjátíu þús- und franka tekjur á ári. Hann var ósköp blátt áfram, eins og eg held eg hafi þegar á minst. Honum var þaS meöfætt aö hafa óbeit á öllu sem gekk í augun, Þess vegna valdi hann sér glóva, vesti og frakka sem voru litdaufir, dökkir eöa móleitir. Hann mundi ekki til að hann heföi nokkurntíma dreymt um plómur, ekki einu sinni í barnæsku, og glingur hafði aldr- ei haldið fyrir honum vöku. Hann haföi aldrei meS sér sjónauka í leikhúsiö, af því aö sjónin var góS, að hann sagSi. Hann bar heldur ekki nælu í hálsbindinu sínu, því ÞaS hefSi ekki hagast hvort heldur var. En sú rétta orsök til þess var að hann vildi forðast aö vekja á sér eftirtekt. Hann var jafnvel hræddur viö gljáann af skónum sín um. Hann mundi hafa tekið mik- iö út ef svo heföi viljaö til, að hann heföi verið kominn af tignum mönnum, og ef guöfeður hans hefðu látiö skíra hann sérkennilegu nafni eins og Americ eða Fern- and,.þá heföi hann sjálf sagt aldr- ei skrifaö sig því. En til allrar hamingjtt var nafniS eins alment og hann hefði kosiS sér þaö sjálf- ur. Hann lagöi ekki stund á neitt, vegna feimni. AS loknu stúdents- prófi hugSi hann gaumgæfilega aS hvaöa bratit hann skyldi ganga; honum þótti málaflutningsmenska of hávaSasöm, leikhússtaöan of erfiö, kennarastaða frekjuleg,verzl un flókin og stjórnarembættin ó- frjáls. Og ekki var ttm aö tala aö hann gengi í herinn. Hann var samt ekki hræddttr aö fara í ófriö, en hann skelfdist af aö hugsa til þess aö vera í einkennisbúningi. Hann liföi því eins og áöur, ekki af því að þaö væri léttast, heldur vegna þess, aS meö því móti bar minst á honum. Hann lifSi af rentunum af fjáreign sinni. Hann hafði ekki»safnaö attö sín- um sjálfur og því var hann ör á aö lána fé. Forsjónin gaf honum fjölda vina fyrir svo fágætan kost. Honum þótti vænt unt þá alla og var Þeim leiöitamur. Þegar hann mætti einhverjum Þeirra á götu varð hann að snúa við og fara þangaö, sem hinum HkaSi. Ekki er svo aö skilja, að hann væri heimsk- ur, grunnhygginn eöa fákænn. Hann kunni þrjú eöa fjögur nýju málanna, grísku, latínu og annaö, sem kent er i lærSum skólum. Auk þess hafði hann dálitla hugmynd um verzlun, iðnaS, akttryrkju og bókmentir og kunni vel aö dæma um nýjar bækur ef enginn var viöstaddur. En mest bar þó á þessum galla hans, Þegar hann var í kvennahóp. Honunt var þaS áskapaS, aö vera altaf ástfanginn. Ef hann sá eng- an veg til þess aö veröa ástfang- inn strax þegar hann vaknaSi á tnorgnana, komst hann í ilt skap og fór þá vanalega í sokkana út- hverfa. Á söngsamkomum og í leikhúsum tók hann strax aS leita meöal áhorfendanna aö andliti,sem hontim gæti litist á, og veriö hrif- inn af alt kveldiö. Fyndi hann eitt- Vinsœlasta hattabuðin í WINNIPEG. Einka uinboösm. fyrir McKibbin hattana

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.