Lögberg


Lögberg - 30.04.1908, Qupperneq 4

Lögberg - 30.04.1908, Qupperneq 4
jjögbng er gefið út hvern fimtudag af The Lögberg Printing & Publishing Ce.. (iöggilt), að Cor. William Ave. og Nena St.. Winoipeg. Man. — Kostar $2.00 um árið (á íslandi 6 kr.). — Ðorg* ist fyrirfram. Einatök nr. s cents. Published every Thursday by The Lögberg Printing ðc Publishing Co.. (fncorporated), at Cor. William Ave. & Nena St.. Winnipeg, Man. — Subscriptjon price $2.00 per year, pay- able in advance. Single copies 5 cents. S. BJÖRNSSON, Editor. J. A BLÖNDAL, Bus. Manager Auglýsingar. — Smáauglýsingar 7í eitt skifti 25 cent fyrir 1 þml. Á staerri auglýsing- um um lengri tíma, afsláttur eftir samningi. Biistafíaskifti kaupenda verður að til- kynna skiiflega og geta um fyrverandi bústað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er: The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co.l Winnipeg, Man. P. O. Box I 36. TELEPHONE 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Editor Lögberg, P. O Box 13«. WlNNlPEO, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp. — Ef kaupandi, sem er ( skuld við blaðið, flytur vistferlum án þess að til- kynna heimilisskiftin, þá er það fyrir dóm- stólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvís- legum tilgangi. +------------------------------------ Nýju vínsölulögin í Manitoba. Eins og minst var á lauslega hér í blaöinu í vetur, voru noíckrar breytingar geröar á vínsölulögun- um á síðasta fylkisþingi. Þessar breytingar öðluðust gildi á mánu- daginn var, og vegna þess að þeim er þannig háttað, sumum hverjum, að nauðsynlegt virðist að almenn- ingur kynni sér þær, meðal annars til að geta sneitt hjá að rjúfa lög- in fyrir ókunnugleika sakir, . og forðast óþægindi af þeim, skal hér á eftir skýrt frá helztu breytingun- um. Þar sem vínsölubann er á komið í fylkinu mega engir, eftir þvi sem lögin ákveða nú, hafa áfengi nokkurrar tegundar á sér, eða í nokkurri byggingu, jafnvel ekki á heimilum sinum, að þeim undan- skildum, er vínleyfi hafa sam- kvæmt lögunum, og liggur þung sekt við, og ýmisleg persónuleg ó- þaeginda ef af er brugðið. En þeir, sem vínleyfi geta fengið á vínbannssvæðum eru heildsölu- og smásölu-lyfsalar; og áfengisbirgð- irnar, sem þeir mega hafa eru til- teknar. Þeim, sem leyft er að hafa vín í fórum sínum, öðrum, eru bruggarar, víngerðarmenn og þeir sem hafa vínföng til útflutnings. Tannlæknar mega hafa hjá sér eina mörk áfengis, læknar hálfa gallónu, prestar tvær gallónur af messuvíni, handa altarisgestum. Vélfræðingar og vísindamenn, er þurfa á áfengi að halda við þau störf, mega hafa tíu gallónur. Sjúklingar hafa líka sérstakt leyfi til að hafa áfengi í herbergjum sínum eftir fyrirskipun læknis, en sjá verða þeir um að aðrir drekki það ekki frá þeim. Varasamt er vínsölum að selja áfengi hverjum sem um biður. 'Því að ef svo skyldi vilja til, að vínsali seldi manni, sem heima á á vínbannssvæði, vin, án þess að vita hvar maðurinn átti heima, og hann flytur svo vínið með sér heiru til sín, á vínsölubannssvæðið, þá virðist vínsalinn, samkvæmt lög- unum geta orðið sektaður fyrir að hafa selt vín í óleyfi. Lögin eru býsna ströng að ýmsu leyti. Nú er t. d. ekki mögulegt fyrir neinn, þó veikindi beri að höndum og á áfengi þurfi að halda að senda í Iyfjabúð og fá sex únz- ur af kognaki. Ekki er heldur hægt að fá meira en sex únzur i einu, þó að læknir fyrirskrifi það, handa sjúklingi, jafnvel þó fimtán mílur séu til lyfjabúðar. Ef vín þarf að nota í lífsnaúðsyn og ekk- ert er fyrir hendi gera lögin ráð fyrir að það skuli keypt á hóteli, eða hjá heildsölu vínsölum. Ef vínsins þarf með eftir að þar er 'okað, og endilega þarf að útvega það, verður hlutaðeigandi að snúa sér til læknis og kaupa af honum að skrifa meðalaforskrift, til þess að liægt sé að ná í vínið í lyfjabúð. Sú forskrift má þó eigi vera nema •fyrir sex únzum, eins og áður er sagt, hvernig svo sem á stendur, I og þarf að endurnýja hana í hvert sinn, ef oftar er um beðið. Verði lyfsalar brotlegir tvisvar fyrir óleyfilega sölu, eiga þeir á hættu að tapa söluleyfi sínu. Þeir mega ekki selja tvisvar eft ir áður nefndri læknis forskriftj óendurnýjaðri, og verða að hafa nákvæmt bókhald á allri áfengis- sölu. Lagaákvæðin um þetta ná jafnt ýfir alt fylkið, en ekki að eins til vínsölubannssvæðanna. Smásölu- lyfsali hér í Winnipeg má t.d. ekki undir nfeinum kringumstæðum selja áfengi, nema hann hafi lækn- is forskrift fyrir sölunni, í hvert sinn, og ekki h'eldur selja meira en sex únzur í einu. Lögin skipa svo fyrir, að lög- regluþjónar í bæjum og sveitafé- lögum skuli vera eftirlitsmenn um að vínsölulögunum sé fylgt. Þettá er þarflegt ákvæði, því að af því leiðir að hér í bænum t. a. m. verður eftirleiðis að líkindum betur litið eftir ýmsum vínsölu- krám, sem ilt orð hefir af farið, heldur en gert hefir verið að þess- um tíma. Fyrir þrjú brot gegn lögunum missir vínsali leyfi sitt, ■ jafnvel þó brotin hafi öll komið fyrir sama daginn. Mest kveður þó að breytingun- um að því er viðkemur vínsölu-; bannssvæðunum. Áður fyrri gilti úrskurður sveita ; félaga, með eða móti vínsölubanni, um tvö ár, og var ekki hreyft viö því máli aftur þann tíma. Nú má heimta atkvæði um það, en tutt- ugu og fimm prct. kjósenda verða að senda beiðni til Þess, en allir, er j skráðir voru á síðustu kjörskrám í hafa atkvæðisrétt í málinu. Meiri hluti atkvæða ræður úrslitum. Þar sem vínbannssvæðin eru,má lieita að koniið sé á aðflutnings- bann, því að þangað má enginn flytja inn vín nema til þeirra, sem vínsöluleyfið hafa, heildsölu- og smásölu-lyfsalanna. Sérhver vínsölu eftirlitsmaður, fylkis- eða sveitarfélags lögreglu- hjónn, er skynsamlega ástæðu hef- ir til að ímynda sér, að áfengi hafi verið flutt inn á vínbannssvæði, má leita á hverjum manni, er hann hefir grunaðan. eða brjótast inn í íbúðarhús, brjóta upp hverja hurð eða hirzlu er honum sýnist .til að Ieita að áfenginu. Og ef hann finnur það, þá má hann taka fast- an manninn, sem ákærður er, og verður hann að sanna að hann sé saklaus, eða hafi ekki fengið vínið með ólöglegu móti. Af þessum fyrirmælum laganna er eigi ólíkt að það leiði, að leitað verði á býsna mörgum. Vitanlega er tilgangurinn sá að hefta áfeng- isnotkun og flutning inn á vín- bannssvæðin, en hvimleitt yrði það eigi að síður fyrir menn, sem eiga heima á vínbannssvæðum, að geta átt von á því að lögregluhjónn j leiti á þeim, er þeir fara frá þeim stöðum er vín er selt heim til sín. Þó það sé ekki nema vel maklegt þeim brotlegu, Þá er það óþægi- legt og leiðinlegt hinum. Allmikið er rætt um lögin nú um þessar mundir bæði af bindindis- vinum og í herbúðum vínsalanna. Bindindisvinir ha'fa nú viðbúnað mikinn fyrir næstu sveitafélaga- kosningar og hugsa sér að koma vinbanni á sem víðast. Vínsalarn- ir reyna að sporna við Þ*I eftir mætti. Þó að ýmislegt kunni að mega finna að frágangi laga þessara, þá eru þau í heild sinni töluvert til bóta, og ávöxturinn að aðger'ðum bindindismanna að miklu leyti. Þeir lögðu svo fast að stjórni- inni núna um síðasta Þing að þrátt fyrir það þó að vínsalarnir ættu hönk upp í bakið á henni fyrir alla hjálpina í fyrra vor, og frá fornu fari, sá hún þann kost vænstan, að friða bindindismenn með þessum lagabreytingum. Nýi ríkjaháskólinn í Washington, Auðmaðurinn Andrew Carnegie hcfir getið sér mikinn orðstír fyrir i'crgjafir þær er hann hefir látið af hendi rakna til ýmsra menta- málastofnana. Nú síöast kvað hann ætla að gefa tuttugu og fimm miljónir dollara til byggingar ríkja háskóla í Washington, og er lík- legt talið, að Roosevelt verði for- seti Þess skóla, eftir að hann hefir látið af embætti sínu. Það eru nokkur ár síðan Carne- gie lýsti yfir Því, að hann mundi gefa fé til slíks skóla, en vissa hef- ir ekki fengist fyrir því fyr en nú Hann hafði boðið Roosevelt að verða forseti skólans, en Roose- velt eigi látið þaö uppskátt fyr en rétt nýlega, að hann tæki tilboðinu. 1 En er það var fengið, þá stóð ekki á fénu hjá Carnegie. Hygst hann muni reisa sér bautastein veglegan með fégjöf þessari, því að svo ætl- ast hann til, að háskóli Þessi verði mestur allra, sem enn hafa reistir verið um viða veröld. ^ Sagt er að Carnegie ætli að gera : uppskátt um fyrirætlanir sínar um skólabygginguna áður en næst? þjóðarflokksþing Bandamanna á að koma saman, til Þess að koma. i veg fyrir Það, @ð það geti átt sér stað að Roosevelt verði útnefndur fyrir næsta kjörtímabil. Þeir hafa verið vmir úm langan tíma Roosevelt og Carnegie, og Carnegie ráðfært sig við Roose- velt um ýmsar fjárgjafir fyr og síðar. Þarna sér stálkonungurinn gamli vini sínum fyrir nýju embætti og; eigi óveglegu, því að skóli þessi verður vitanlega hinn atkva^ðta- mesti og valdir til hans beztu kenn arar, sem föng eru á í Bandaríkj- unum. Sléttueldur. Frá' Mímir, Sask., er skrifað: Þann 20. þ. m. var hér sunnan- vindur, austlægur fyrst, en gekk til vesturs með kveldinu. Þá geys- aði yfir eldur sunnan úr skógun- um hér aitstan við, og alveg norð- ur í vatn, á stórum kafla. Um kveldið og fram á nótt var hann að komast hér norður í vatnið, vestan til, og norður vestan við það. Að undanförnu hafði verið rnikill þurkur og Þá hita sólskin; eldurinn fór því með geysihraða og hentist yfir breiðar plægingar, einkum þegar hvassast var. Þessa Gips á veg-gi. Þetta á að minna yður á að Gypsum gipsið sem vér búum til er betra en alt annað. Gipstegundir vorar eru þessar: Skritíð eftir bók Sem Segir hvað fólk, sem „Empire" viðar <;ips ,,Gohl Dusf' /ull^erðar^gips t 1 __ * x .,Empire‘i sementveeriagips ,,Gilt Edae“ Plaster Paris lglSt nieð tirnanum, er að gera, .Empire" fultgerðar “ ,,Ever Reaðy" %ips MANITOBA GYPSUM CO. LTD., SKRIFSTOFAOG MYLNA WINNIPEG, MAN. skaða hefi eg heyrt getið um: All- ar byggingar Halldórs Guðjóns- sonar (á. 18-32-16J brunnu, _ og engu varð bjargað. Þar var Bjarni Sturlaugsson og kona hans. Hjá Bjarna, föður Jóhanns guðfræðis- nema, og börnum hans brann hest- hús og geymsluhús. Sigurður Bjarnason skaðbrann í andliti. Var hann fluttur til Quill Lake. Hjá Páli Eyjólfssyni brann fjós. Hjá Steingrími Jónssyni brann hesthús og fjós samfast við það úr timbri og um fimtiu vagnhlöss af heyi og sáðvél skemdist mikið. Hjá Guð- jóni J. Sveinbjörnssyni brann í- búðarhús, fjós og geymsluhús, út- sæði o. fl. Á sec. 10-32-18 brann fjós með 7 hestum í sem þrír menn áttu: Egill Laxdal, Jóh. Stefánsson og skozkur maður. Hjá Hermanni fsfeld brann fjós og eldiviður. Hjá Birni Guðnasyni og sonum hans brann fjós, hey- stakkar og eldiviður. Hjá Ingvari Ólafssyni brann hesthús og geymsluhús, 2 hestar og um 50 bushel af útsæði. Eirikur Helga- son misti og útsæði og hjá honum brann fjós. Frændurnir, Eftir Echnund About. ('Framh.J Dyravörður hans hét .Emmanu- el. Hann var gamall maður og barnlaus. Þegar Francois sá hann hneigði hann sig og sagði: “Herra minn, þér eigið dóttur, jungfrú Claire Emmanuel. Eg ætl- aði að skrifa yður og biðja henn- ar; en hélt svo að það væri bezt að eg kæmi sjálfur.” Menn þóttust strax vita að hann væri brjálaður og sendu eftir Morlot móðurbróðir hans út í Fau- borg St. Antoine. Hr. Morlot var langheiðarleg- astur allra í Rue de Charonne og er hún þó einhver lengsta gatan í París. Hann smiðaði fornfáleg húsgögn og gerði Það vel og eink- I ar samvizkusamlega. Honum kom ekki til hugar að segja að hlutir gerðir úr lituðu perutré væru úr íbenholt eða að skápar eftir hann sjálfan væri frá miðöldunum. Hann kunni samt sem áður manna bezt að fara svo með nýjan við, að hann liti út fyrir að vera maðk- smoginn, þó maðkur hefði aldrei. nálægt honum komið. Hann lét! sér nægja að fá 5 af hundraði í á- góða af iðn ^inni umfram reksturs kostnað og er slíkt fáheyrð nægju- semi um menn, sem búa til skraut- gripi. Hann hafði því áunnið sér meiri virðingu en fé. Þegar hann lét menn fá reikning var hann ^ vanur að leggja hann þrisvar sam- j an af því hann var hræddur um að hann kynni að hafa reiknað sér í hag. Eftir þrjátiu ára starf var hann næstum því eins fátækur og þegar hann fékk sveinsbréfið sitt. Hann hafði komist af svona rétt eíns og j óbreyttur verkamaður; og stund- 1 um spurði hann sjálfan sig að hvernig á Því gæti staðið, að hr. j Thomas hefði áskotnast svo mikið j fé og ekki laust við að hann öf- j undaði hann af Þvi. Mágur hans Ieit á hann smáum augum eins og j títt er um menn, sem verða skyndi- j lega ríkir. En hr. Morlot hafði enn meiri óbeit á mági sínum vegna þess að hann sjálfur kærði sig ekki um að verða ríkur. Hann stærði sig af fátækt sinni og sagði stundum Þóttalega, eins og alþýðu mönnum er títt: “Eg er þó að tninsta kosti viss um að eg á ekk- ert, sem aðrir eiga.” JVÍaðurinn er undarleg. skepna; eg er ekki sá fyrsti, sem segi það. Hr. Morlot, þessi ágætismaður, sem allir Þar í úthverfinu hlógu að fyrir of mikla samvizkusemi, varð hálf glaður við undir niðri þegar honum var sagt frá brjálsemi frænda hans. Þ.ví var eins og hvíslað að honum í lágum hljóð- um: “Ef hann er brjálaður, þá verður þú fjárhaldsmaður hans.” Ráðvendnin flýtir sér að svara: 'Við verðum ekkert ríkari fyrir það!” “Hvað þá?” sagði röddin. ' það kostar vissulega ekki þrjátiu þúsund franka á ári að ala önn fyrir vitlausum manni. Við hefð- um líka allan vanda af honum og yrðUm að láta smíðina eiga sig og eitthvað verðum við að fá fyrir snúð okkar. Við þurfum ekki aö j gera neinum rangt til.“ — “En,” svaraði ósérplægnin: “Menn eiga að hjálpa skyldfólki sínu án þess að krefjast launa.”—“Það er satt” mælti röddin, “en Því hefir skyld- fólkið aldrei gert neitt fyrir okk- ur?” — “Sleppum því,” sagði hjartagæzka hans, “það verður ekkert úr þessu hvort sem er; það er ekki nema óÞarfa ótti. Francois verður orðinn heill heilsu eftir nokkra daga.” — “Það getur vel verið,” sagði röddin þráláta, sjúk- j dómurinn getur gert út af við j hann og þá erfum við allar eignirn j ar án þess nokkrum sé gert rangt til. Við höfutn nú unnið í þrjátíu ár fyrir gíg; hver veit nema þessi heilahristingur geri okkur rík.” Blessaður maðurinn tróð upp í eyrun á sér; en þau voru svo stór og víð og útÞanin eins og kúskel, að röddin, sem var slæg og fylgin sér þó lág væri, smaug inn um þau án þess hann vildi. Hann bað verk- stjóra sinn sjá um verkstofuna í Rue de Charonne og settist að í húsi frænda sins. Það var að öllu vel útbúið. Hann svaf í góðu rúmi og þótti það gott. Hann át bezta mat. Mörg undanfarin ár hafði hann kvartað um magaveiki, en nú var hún horfin. Honum var þjón- að til borðs og sængur. Germain fakaði hann og hann fór að kunna þvi vel. Smátt og smátt sætti hann sig við veikindi frænda síns. Hann fór jafnvel að halda að hon- um mundi aldrei batna; samt sem áður var liann vanur að segja við sjálfan sig til að friða samvizk- una: “Eg er hér engum til ama.” , Þegar þrir mánuðir voru liðnir, j fór hann að Þreytast á að hafa brjálaðan mann á heimilinu; hon- um fanst hann nú sjálfur eiga þar j heima. Þvættingurinn í Francois j og stöðug bónorð hans til Claire fékk svo á gamla Morlot, að hann gat ekki lengur búið við það. Hann afréð því að koma honum í burtu til hr. Auvray. “Honum líð- ur þar betur,” sagði hann við sjálf an sig, “og mér líka. Það er alt og sumt. Visindin segja að það sé gott fyrir brjálað^ menn að breyta um bústað. það hafi af þeim. Eg geri bara skyldu mína.” Um þetta var hann \pð hugsa, þegar hann sofnaði og Francois fann upp á því að binda hann. Honum brá heldur en ekki í brún, þegar hann vaknaði. III. Læknirinn kom nú inn og bað afsökunar á að Þeir hefðu orðið að bíða. Francois stóð upp, lagði hatt sinn á borðið og fór að útlista með mikilli örðmælgi hvernig sakir stæðu. “Herra minn,” sagði hann, “þetta er móðurbróðir minn, sem eg ætla að biðja yður fyrir. Hann er milli fertugs og fimtugs og hef- ir unnið baki brotnu alla æfi og farið flestra þæginda lífsins á mis. Foréldrar hans voru hraust og á bjálsemi hefir ekki borið í þeirri ætt, svo hann geti hafa feng ið hana að erfðum. Þér hafið sjálf sagt aldrei séð sjúkling, sem hefir haft eins einkennilegt einæði og The ÐOMINION BANk SELKIRK CTIBUIÐ. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Spurisjóðsdeildin. Tekiö við innlögum, frá I1.00 að upphæð og þar yfir. Hæstu vextir borgaðir fjórum sinnumáári. Viðskiftum baenda og ann- arra sveitamanna sérstakur gaumur gefinn. Bréfleg innleggog úttektir afgreiddar. Ósk- aö eftir bréfaviðskiftum. Nótur innkallaðar fyrir bændur fyrir sanngjörn umboðslaun. Við sk ti við kaupmenn, sveitaldélö fkóikahéru og einstaklingameð hagtutn örum. d. GRISDALE, bankastjórl. hann. Stundum er hann ofsakát- ur eða sárhryggur. Það er nokk- urskonar sambland af einæöi og þunglyndi.” “Bann er þá ekki bandvitlaus ” “Nei, síður en svo. Það er bara að einu leyti sem hann er» dálítið ruglaður, svo hann er einmitt sjúklingur fyrir yður.” “Hver eru einkenni sjúkdóms- ins ?” “Hver svo sem nema einkenni þessara tíma — ágirndin. Hann er barn sinnar tíðar auminginn. Hann hefir unnið frá blautu barns beini, en er þó fátækur. Faðir minn var jafnfátækur og hatm. en lét eftir sig talsverðar eú;nir. Móðurbróðir minn varð fyrs. cf- undsjúkur, en svo sá hann að eg dæi erfði hann mig, eða ef eg yrð' brjálaður þá yrði hann fjárhaV.v maður minn. ístöðulausum mön-t um hættir við að trúa því sem þeir vilja að verði, og veslings móður- bróðir, minn hefir talið sér trú um að eg hafi mist vitið. Hann hefir sagt öllum frá því, og’ sama mun hann segja yður. Hann hélt áðan í vagninum að hann væri að fara með mig til yðar, og þó var hann bundinn.” “Hvenær fékk hann fyrsta kast- iö ?” “Fyrir hér um bil þremur mán- uöum. Hann fór ofan til dyra- varðar og sagiSi við hann óttasleg- inn; “Hr. Emmanuel, Þér eigið dóttur; látið hana vera kyrra í herbergjum yðar og komið upp og hjálpið mér til að binda frænda ntinn.” “Veit hann að hann er veikur? Veit hann að hann er ekki með sjálfum sér?” “Nei, herra minn, og Það held eg sé góðs viti. Og eg get sagt yður meira. Það er mesta ólag á líffærum hans, einkum melting- unni. Hann hefir mist alla matar- lvst og getur ekki sofið nema með köflum.” “Það er gott. Ef brjálaðir menn sofa og eta reglulega, þá eru þeir oftast nær ólæknandi. Við skulum vekja hann.” Herra Auray ýtti hægt við Mor- lot og hann stökk á fætur. Hann ætlaði fyrst að nudda , augun en fann þá að hendur hans voru bundnar og skyldi því hvað skeð bafði meðan hann svaf og fór aö skellihlæja. “Þetta var laglega af sér vik- •ð.” sagði hann. Francois vék lækninum til hlið- rr. “Sjáið Þér til. Eftir fimm mín- útur verður hann orðinn hams- 'aus.” ‘ l.átið mig um hann. Eg veit hvernig á að fara að þeim.” Hann gekk brosandi til sjúklingsins eins og hann væri bam. “Vinur minn,” sagði hann, “Þér vöknuðum mátu- lega. Dreymdi yður vel?” “Mig? Mig var ekki að dreyma. Eg var að hlæja að Því, að eg skyldi vera bundinn. Fólk mætti halda að eg væri vitlaus.” “Nú byrjar hann,” sagði Franc- ois. “Gerið svo vel að leysa mig, læknir góður. Eg get betur skýrt yður frá málavöxtum þegar eg er laus.” “Eg skal leysa yður strax; en þér verðið að lofa mér því að vera rólegur.” “Því Þá? Haldið þér að eg sé vitlaus?” “Nei, vinur minn, en þér eruð ekki frískur. Hér fer vel um yður og hér batnar yður. Bíðið við. Nú eruð þér laus. Misbrúkið nú ekki frelsið ?” Vinsœlasta hattabúðin í WINNIPEG, Einka uinboösm. fyrir McKibbin hattana j%mm 364 Main St. WINNIPEG.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.