Lögberg - 18.06.1908, Side 6
6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚNÍ 1908.
1 f M-I- ■ K-M-I-H-H-i-H-
RUPERT HENTZAU
0TI*
iNTHONY HOPE.
1
WWWI ‘I I 'I' I-M I 'H''I !■ I ■l-I-H-H-M-H-
“Já, því er lokið. Líklega er því lokið,” svaraði
Iiann. “Að minsta kosti er það honum að þakka að
við höfum fengið aftur konunginn okkar, eins góð-
ur og hann er.”
Það hefði verið öldungis rangt að kenna kon-
unginum sjálftun um það, hvernig hann var orðinn.
Sapt datt það ekki i hug, en Það gramdist honum, að
þrátt fyrir allar tilraunir okkar sat nú engu betri
stjórnari að ríkjum í Rúritaníu en áður. Sapt var
þjónustufús, en hann kunni betur við að húsbóndi
hans væri maður, sem eitthvað kvæði að.
“Jú, eg er hræddur um að hlutverki Rúdolfs sé
lokið hér,” sagði hann og hristi höfuðið um leið og
við tókumst í hendur og kvöddumst. En svo kom
alt í einu glampi í augun á honum. “Vera má þó
ekki,” tautaði hann. “Hver veit?”
Varla er liægt að segja að rnaður hafi ofurást
á konu sinni þó að hann langi til að snæða með henni
miðdegisverð í ró og næði áður en hann ieggur á stað
í langferð. Þetta fanst mér að minsta kosti, og því
varð mér ekkert vel við að Anton Strofzin frændi
.Helgu, hafði komið óboðinn, til að sitja að
miðdegisverði með okkur rétt áður en eg færi á
stað. Það óð alt á honum eins og vant var. Flest
léttvægt sem hann sagði, en um allar slúðursögur í
Streslau vissi hann. Hann sagði að sagt væri að
lconungurinn væri veikutr, að drotningin væri reið af
■Því að fara til Zenda, að erkibiskupinn ætláði að pré-
dika á móti “flegnum” kvenfatnaði, að kanslarinn
ætti að missa embættið, að dóttir hans ætlaði að gift-
ast o. s. frv. Eg tók lítið eftir þessu fyr en hann
sagði síðast:
“Þeir voru að veðja um það í klúbbnum, að
Rupert Hentzau yrði kallaður heim aftur. Hefir þú
heyrt nokkuð um það ?”
Óþarfi er að geta Þess, að þó eg hefði eitthvað
vitað um þetta mundi eg sízt hafa íarið að segja
Anton frá því. En þetta var svo gagnstætt fyrirætl-
unum konungs að eg hikaði ekki við að segja ósatt
og þóttist líka geta það með góðum rétt. Anton
leit til mín íbygginn og sagði:
“Þetta getur verið, og eg þori að segja að þú
átt að halda þessu fram. En Það sem mér er kunn-
ugt í þessu efni, er það, að Rischenheím gaf Markel
ofursta þetta í skyn fyrir tveim dögum.”
“Það sannast þá á Rischenheim, að það mæla
börn sem vilja,“ sagði eg.
“En hvert er hann farinn?” spurði Anton alt í
einu. “Hversvegna er hann skyndilega horfinn frá
Streslau? Eg segi þér satt að hann liefir farið til
að hitta Rupert, og eg Þori að veðja hverju sem vera
skal um það, að hann kemur aftur með einhvers-
konar tilboð., Þú ert ekki alvitur, Fritz, kunningi.”
Vitanlegá var það satt að eg var ekki alvitur.
Eg játaði það umsvifalaust. Eg vissi jafnvel ekki
að greifinn var farinn brott, og því síður hvert hann
■var farinn,” sagði eg.
“Kemur að því sem eg sagði,“ hrópaði Anton.
Svo bætti hann við í aðvarandi rómi: “Þú ættir nú
að hafa góða gát á öllu, drengur minn, svo að það
'sjáist að þú eigir skilið þau laun, sem konurigurinn
greiðir þér.”
“Eg býst við eg geti Það,” svaraði eg, “því ^
hann greiðir mér ekkert.“ Það var satt. Þá vann |
eg á engri stjórnarskrifstofu, en hafði að eins það
sendingu, er eg hafði nú meðferðis, enda þótt eg vissi
að drotningin bæri fult traust til hennar.
“Berðu Rúdolf konungi, þeim rétta konungi
Rúritaníu, kæra kveðju mína,” sagði hún, „þó að eg
viti reyndar að þú hefir það meðferðis, er honum
þykir meir um vert, en þann kærleika, sem eg ber til
hans.”
. “Mig langar ekki vitund til þess að hann hugsi
alt of mikið um kærleika þinn, góða mín,” sagði eg.
Hún tók um hendurnar á mér og horfði framan
í mig.
“Finst þér ekki, að þú vera skrítinn vinur,
Fritz?” spurði hún . “Þú tignar Mr. Rassendyll. Eg
veit að þér finst, að eg ætti að gera það líka, ef hann
færi þess á leit. En eg gerði það ekki. Eg er nógu
einföld til að hafa kosið vissan hjáguð fyrir mig. Þó
að eg liti ekki stórt á mig datt mér ekki í hug að ef-
ast um hver þessi hjáguð hennar væri. Eg held ást
okkar hafi þá blásið henni nýrri hugsun í brjóst, því
að hún færði sig alt i einu nær mér og hvíslaði að
mér:
“Sjáðu til þess, að hann sendi henni ástúðlega
kveðju, Fritz. Segi eitthvað það í bréfinu, er huggi
hana. Hún getur ekki haft hjáguðinn sinn hjá sér
eins og eg.” '
“Já, eg veit, að hann sendir henni huggunar-
orð,” svaraði eg. “Og guð varðveiti þig, elskan
mín.’
Eg vissi, að hann mundi vafalaust svara bréfinu,
sem eg var með, og eg hafði lofað því hátíðlega að
koma því í hendur drotningarinnar. Eg lagði því
vongóður á stað með litlu öskjurnar og bréfið drotn-
ingarinnar í frakkavasa mínum. Og eg einsetti mér
að eyðileggja hvorttveggja og leggja lif mitt i söl-
urnar fyrir þrið, ef á þyrfti að halda, eins og Sapt
hafði sagt við mig.
II. KAPITULI.
Áður en Mr. Rassendyll fór frá Englandi höfð-
um við skrifast á um og ákveðið fund okkar nákvæm-
lega. Hann ætlaði að vera kominn til gistihússins
„Gylta ljónsins” að kveldi 15. Okt. klukkan ellefu.
Eg bjóst við að koma til bæjarins milli kl. átta og níu
það kveld. Eg ætlaði þá að setjast að. á öðru gisti-
húsi, en skjótast svo út seinna um kveldið undir því
yfirskyni ag ganga mér til skemtunar og finna ’Mr.
Rassendyll þá á ákveðnum tíma. Þá ætlaði eg að
ljúka erindi mínu, taka við svari hans og ræða við
hann stundarkorn mér til skemtunar. Svo var til ætl-
■ast að hann legði á stað frá Vintenberg snemrna
næsta morguns, og eg til Streslau. Eg vissi, að það
mhndi ekki bregðast, að hann kæmi, og sjálfur bjóst
eg við að geta komið í tæka tið. En samt hafði eg
útvegað mér viku brottfararleyfi, ef einhver ófyrir-
sjáanleg atvik skyldu hefta ferð mína. Eg hafði nú
svo um búið sem bezt eg gat, og sté því inn í járn-
.brautarlestina nokkurn veginn rólegur. Eg hafði
öskjurnar í vasa innanklæða og bréfið í bréfaveski
mínu. Eg var ekki í einkennisbúningi, en skamm-
byssai mína hafði eg á mér. Þó að eg hefði enga á-
,stæðu til að búast við neimim farartálma, þá
gleymdist mér það ekki. að verja varð það, sem eg
hafði meðferðis hvernig sem á stóð og hvað sem það
kostaði.
'Ferðin var þreytandi um nóttina, en loks lauk
henni þó. Um morguninn kom Bauer til mín, gerði
ýmiislegt smóvegis fyrir mig, gekk frá handtösku
minni, færði mér kaffi og skildi svo við mig. Klukk-
an var þá um átta. Við höfðum komið til einnar að-
alstöðvarinnar og ætluðum ekki að stanza aftur fyr
en um miðdegi? Eg sá að Bauer fór inn á annað
farrými. Þar hélt hann til. F.g settist niður í vagn-
inum mínum. Eg held að það hafi einmitt verið Þá,,
heiðursembætti að vera kammerherra Hennar Há- mér datt Rischenheim í hug, og eg fór að undra
tignar. Öll ráð, sem konungur þurfti að sækja til
mín, voru í té látin utan skrifstofu.
Anton hélt áfram að þvæla um> þetta, og fanst
eg ekki vilja gegna skyldu minni. Eg gat ekki fallist
á það. Það gat vferið, að Luzau-Rischenheim greifi
hefði farið að finna frænda sinn, og hitt jafnlíklegt
líka, að liann hefði farið í alt öðrum erindagerðum.
Hvað sem því Ieið, kom mér það ekkert við. Eg hafði
öðru þýðingarmeira verki að sinna. Eg skeytti þessu
því engu, en skipaði skenkjara mínum að segja Bauer
að fara á stað með farangur minn, og láta vagn minn
vera til taks við dyrnar. Helga hafði verið önnum
kafin eftir að gesturinn fór að taka til ýmislegt smá- j mér gengi ferðin að óskum.
vegis til ferðarinnar handa mér; nú kom hún til að skrifstofuna mætti eg Bauer.
kveðja mig. Þó hún reyndi að leyna því, að henni
væri órótt, sá eg það samt á henni. Henni geðjaðist
.illa að þessum sendiferðum minum, og baldi þær
hættulegar, þó að eg sæi enga ástæðu til þess. Eg
reyndi að hughreysta hana og sagði að hún mætti
vonast eftir mér eftir nokkra daga. Eg sagði henni
jafnvel ekki frá þeirri nýju og enn varúðarverðari
mig yfir því hvernig á því stæði, að hann skyldi vera
að stríða við að koma Rúpert heim aftur jafn-von-
laust og það var. Eg furðaði mig líka á því, hvers-
vegna hann hefði farið burt úr Streslau. Samt sinti
eg lítið um þetta, en sofnaði vært, því að eg var
þreyttur eftir nóttina. Eg var einn í vagninum, og
gat því sofið án þess að þurfa að óttast nokkuð. Eg
vaknaði við það, að lestin nam staðar um nónbil. Þá
sá eg Bauer aftur. Eg borðaði einn disk af súpu, og
fór svo til símskeytastofunnar til að senda konu minni
skeyti; þegar hún fengi það skeyti, mundi hún bæði
verða rólegri og drotningin einnig fá fullvissu um að
Þegar eg kom inn í
Hann var þá að fara
út þaðan. Honum virtist verða hverft við að mæta
mér, en sagði mér þó undir eins að hann 'hefði verið
að síma eítir herbergjum í Vintenberg. Slíkt var
reyndar óþarfa varkárni, með því að engin hætta gat
verið á því, að gistihúsið væri fult. Mér varð satb-
að segja illia við Þetta, því að mér var umhugað um
að koma mín þangað færi leynt. En eftir að svona
óheppilega hafði tekist til, gat það að eins verið til
hins verra, að hann færi að grafast eftir því hvernig
á því stæði að eg vildi ferðast með leynd. Eg svaraði
honum því engu, en kinkaði kolli og fór fram hjá
honum. En nú fór eg að verða hræddur um, að Bau-
er hefði sent annað skeyti, þar að auki, þó eg vissi
ekki til hvers eða hvert það var sent.
Lestin stanzaði einu sinni áður en hún kom til
Vintenberg. Eg rak höfuðið út um gluggann og sá
.Bauer standa við dyrnar á flutningsvagninum. Hann
hljóp strax til mín og spurði mig hvort eg æskti
nokkurs. Eg kvað nei við. En hann fór ekki í burtu
eins og eg hafði búist við, en braut upp á tali við mig.
Eg varð skjótt þreyttur á því og settist aftur niður í
sæti mitt og beið þess óþoilinmóður að lestin héldi á-
fram. Á Því varð fimm minútna bið og svo lagði
hún á stað.
“Hamingjunni sé lof,’ ’hrópaði eg, hallaði mér á-
nægjulega aftur á bak og tók vindil upp úr kassa min-
um.
En eg misti vindilinn á gólfi af fáti sam á mig
kom ,um leið og eg $pratt upp og rauk út að glugg-
anum. Rétt um leið og lestin var að leggja á stað,
hafði eg séð burðarsvein fara fram hjá með ferða-
tösku mjög svo líka minni. Bauer hafði átt að sjá um
tösku mína, og hún hafði verið látin í flutningsvagn-
inn eftir fyrirskipun hans. Það virtist ólíklegt, að
hún hefði nú verið bekin Þaðan'í misgripum. Samt
sem áður hafði taskan sem eg sá verið aauðalík
minni. En eg var ekki alveg viss um að það væri
taska mín, og þó svo hefði verið, þá gat eg ekkert við
gert. Lestin átti ekki að stnza aftur fyr en Vinten-
berg. Og þangað hlaut eg að komast um kveldið,
með töskuna eða töskulaus.
Við komum á stöðina á tilteknum tíma. Eg sat
kyr í vagninum stundarkorn, og beið þess að Bauer
•kæmi til að bera litlu liandtöskuna mí,na. En hann
kom ekki, svo að eg fór út. Það leit svo út, sem sam-
ferðamenn minir væru fáir, og þeir hurfu skjótt, ann-
að hvort fótgangandi eða í vögnum er biðu þeirra á
stöðinni. Eg stóð kyr og var að svipast um eftir
þjóni mínum og farangri. Veðrið var milt um kveld-
ið. Eg hafði handtöskiuna að bera og þunga loðkápu.
Hvorki bólaði á Bauer eða farangrinum. Eg beið
þama fimm eða sex mínútur. Lestarstjórinn var
horfitin, en rétt í þessu sá eg stöðvarformanninn.
Hann virtist vera að svipast um og líta eftir hvort alt
væri í reglu. Eg gekk til hans og spurði hann hvort
hann hefði séð þjón minn. Hann vissi ekkert um
hann. Eg hafði engan farangursmiða, því að Bauer
hafði haft hann, en eg bað um’að fá að líta eftir tösku
minni í farangrinum sem komið hafði. Hún var þar
ekki. Eg held helzt að stöðvarformaðurinn hafi
hvorki trúað iþví að eg hafi haft þjón með mér né
ferðatösku. Hann sagði að þjónninn hefði hlotið að
verða eftir af tilviljun. Eg sagði, að ef svo hefði
verið, þá mundi hann ekki liafa tekið með sér ferða-
töskuna. Húm hefði þá átt að vera í lestinni. Stöðv-
arvörðurinn neitaði því reyndar ekki, en hann ypti
öxlum, og gaf það'/ skyn með látbragði sínu, að hann
fengi 'ekkert við þessu gert.
Þá fyrst vaknaði hjá mér sterkur grunur um ó-
trúmensku af Bauers hendi. Eg mintist þess þá, hve
litið eg þekti manninn, og hve mikil ábyrgð hvíldi á
mér. Eg þuklaði á mér í flýti á þrem stöðum, og
fann að bréfið, öskjurnar oig skammbyssan var hvert
á sínum stað. Ef Bauer hefði farið að leita í ferða-
töskunni mundi hann hafa lítið upp úr því, Stöðvar-
formaðurinn tók ekki eftir neinu, hann var að blína á
gaslampann, sem hangdi niður úr þakinu. Eg sneri
már að honum.
“Jæja, segið honum þegar liann kemur—” tók eg
til máls.
“Hanrt kemur ekki i kveld eftir þetta,” greip
stöðvarformaðurinn fram í alt annað en kurteislega.
“Það kemur engin önnur lest i kveld.”
“Stegið honum satmt þegar hann kemur, að hann
eigi að fara strax á eftir mér til Vintenbergbæj ar.
Eg fer þangað strax.“ Tíminn var orðinn naumur
og eg kærði mig ekki um að láta Mr. Rassendyll bíða
Og vegna grunarins, sem vaknað hafði hjá mér, var
mér umihugað um að ljúka af erindiriiu sem fyrst að
hægt var. En hvað hafði orðið af Bauer? Grunur
minn jókst á ný, og í sambándi við hann og ferð mína
,kom ný spurning upp i huga mínúm. Hvers vegna og
hvert hafði Luzau-Rischenheim greifi lagt á stað frá
Streslau, degi áður en eg fór til Vintenberg?
“Ef hann kemur, skal eg segja honum þetta,”
sagði stöðvarformaðurinn og um leið leit hann i kring
um sig á stöðinni.
Þar var engan léttvagn að sjá. Eg vissi að stöð-
in var allra yzt í bænum, þvi að eg hafði komið við
þarna á brúðkaupsferð minni fyrir nálega þremur ár-
um* Mér varð enn gramara í geði en áður þegar eg
sá þá aunmarka að eg þurfti að ganga, og timinn
hlaut að dragast enn meir við það.
(ilPS Á YE66I.
Þetta á að minna yður á að gipsið
sem vér búum til er betra en alt annað.
Gipstegundir vorar eru þessar:
„Empire“ viðar gips
„Empire“ sementveggja gips
„Empire“ fullgerðar gips
„Gold Dust“ fullgerðar gips
„Gilt Edge“ Plaster Paris
„Ever Ready“ gips
sem
Skrifið eftir bók
segir hvað fólk, sem
fylgist með tímanum,
er að gera.
Manitobd Gypsum Co., Ltd.
SKRIFSTOFA OG JIVL.VA
WINNIPEG* MAN.
“Hvernig stendur á því, að þið hafið ekki nóga
léttvagna?’ ’spurði eg reiðulega.
“Vanalega er nóg af þeim, herra minn,’ svaraði
hann kurteislegar en fvr og í afsökunarrómi. “Það
er að eins fyrir tilviljun að engimn vagn er hér í
kveld.”
Önnur tilviljunj Það virtist vera sem atvikin
ætluðu að verða miklu ráðandi um þessa ferð mína.
“Rétt áður en lestin, sem þér voruð með, kom,”
mælti hann enn fremur, “bar bæjarlestina að. Vana-
lega koma sárfáir farþegar með heuni, en í kveld
komu samt með henni miili tuttugu og þrjátíu far-
þegar. Eg tók við farseðlunum þeirra sjálfur og þeir
komu allir frá fyrstu stöð á brautinni. Það er ekk-
ert undarlegt, því að þar er öflugt vínsöluhús. Hitt
var aftur á móti skritnara, að sérhver Þeirra leigði
sér vagn, og svo óku þeir á stað æpandi og hrópandi
hver tii annars. Þannig atvikaðist það, að hér voru
að eins fyrir einn eða tveir léttvagnar þegar lestin,
sem þér voruð með, kom, og þeir voru leigðir á auga-
bragði.”
Um þetta var ekkert að segja; en eg spurði sjálf-
an mig hvort það væri af sama toga spunnið' að eg
hefði mist þjón minn og hitt að eg stæði nú uppi
vagnlaus. I
“Hverskonar menn voru Þetta?” spurði eg.
“Allskonar menn, lrerra minn,” svaraði stöðvar-
formaðurinn. “en flestir þeirra voru tötralega til
fara. Mig furðaði á því, að sumir skyldu hafa efni
á að kaupa sér akstur.”
Mér varð síður en svo rórra við þetta. Þó aö
eg reyndi að herða mig upp, líkti mér'við hjartveika
kerlingu og kallaði mig heigul,'þá verð eg að játa það
að mér flaug í hug að biðja stöðvarformanninn að
ganga með mér. En bæði þótti mér minkunn að því,
og svo var mér heldur ekki um það gefið, að athygli
manna drægiist að mér út af þessu. Eg vildi með
engu móti gefa ástæðu til þess að nokkrum gæti dott-
ið í hug, að eg hefði nokkuð verðmætt meðferðis.
“Jæja, það er ekkert við þessu að gera,’ sagði
eg 0g hnepti að mér þungu kápunni. Eg tók því
næst lvandtösku og staf minn og spurði mig til vegar
heim til gistihússins. Söðvarformaðurinn var farinn
að sjá aumur á mér sakir óhepni minrvar, og vísaði
mér mjög vingjamlega til vegar.
“Haldið beint áfram eft-tir þjóðveginum, herra
.■ninn,” sagði hann, “milli espitrjánna, hér um bil
/íálfa mílu. Þá komið þér að yztu húsunum. Gisti-
fiúsið, sem þér ætlið til, er í fyrstu húsaiþyrpingunni
til hægri hamdar.” ^
Eg þakkaði honum stuttlega ('Því að eg vafi ekki
búinn að gleyma ókurteisi hans fyrstj, og lagði á
stað gangandi og var helzt til þungt um gönguna í
loðkápunni og með handtöskuna. Þegar eg kom út
úr stöðvargarðinum, sem var ljósum lýstur, sá eg að
skuggsýnt var orðið i meira lagi, ag ekki sízt milli
háu trjánna reglulegu.' Eg gat naumast séð niður
fyrir fæturnar á mér, og fetaði áfram mjög varlega
og hrasaði þó oft uim steina og ójöfnur á brautinni.
Vegarljósin vom da,uf, fá og langt á milli þeirra.
Engan mann sá eg, svo að að því leyti mátti ætla, að
eg hefði verið þúsund mílur frá bygðu bóli. Þó að
eg reyndi að harka af mér jókst alt af kvíði minn
fyrir einhverri hættu.. Eg fór að rifja upp fyrir mér
sérihvert smá atvik á ferðinni, ’mikíla fyrir mér ann-
markana, telja mér trú um, að hvert smáatvik, grun-
samlegt, gæti haft mikla þýðingu, og velta því fyrir
mér hvernig Bauer hefði litið út í Það og það skiftið,
og brjóta til mfergjar hvert orð sem hann hafði sagt.
Mér var ómögulegt að fallast á lannað en að eg væri
í hættu staddur. Eg hafði bréf drofningarinnar á
mér og eg hefði viljað gefa mikið til að gamli Sapt,
eða Rúdolf Rassendyll hefðu verið horfinir til mín.
EIMKUM^búnar til fyrir bændurog griparæktarmenn. Búnar til úr undnum gormvír Nr. g, vel galvan-
séraðar og auðvelt að setja þær upp út á víðavangi með eins mörgum vírum og þurfa þykir. Engir gaddar,
sem geta meitt góða gripi og þurfa ekki stöðugra viðgerða með. Kostar ekkert meira en jafnmargir þættir
af gaddavír, og endast fjórum sinnum lengur. I
Nánari upplýsingar gefnar og verölisti með myndum og sýnishom af giröingunum sent ef um er beðiö.
*C£*ÍVÍ rloka vor. ÓSKAÐ EFTIK ÁREIÐANLEGUM U.MBOÐSMÖNNUM.
The Great West Wire Fence Co., Ltd., ze LombÁrdsE Winnipeg, Man.
REIÐHJOL
91
Eru bezt
PERFECT1
og
.IMPERIAL1
Vér höfum líka mikið af brúkuðum reiðhjólum.
Viðgerðum sérstakur gaumur gefinn.
311 Donal d St.
Á móti Dominion Auto Co.