Lögberg - 25.03.1909, Blaðsíða 1
22. ÁR.
WINNIPEG, MAN., Fimtudaginn 25. Marz 1909.
Stór sigur liberala í Alberta
Stuðningsmenn Rutherford stjórnarinnar kosnir
í 34 kjördœmum. Að eins þrír conserva-
tívar hafa náð kosningu og einn social-
isti. Ráðgjafarnir allir kosnir.
Fylkiskosningar fóru fram í
Albertafylki á mánudaginn var og
lauk þeim svo, atS liberalar unnu
stórfengilegan sigur, Vi8 fyrri
fylkisstjórnarkosningarnar, fyrir
hálfu þritSja ári, komust liberalar
aC í 23 kjördæmum en conserva-
tívar, í 2; en síban hefir kjördeild-
unum veriiS fjölga®, svo ab þau
eru fjörutíu og eitt. Nú var kosiö
í 39 þeirra, og urbu úrslitin þau,
aB liberalar unnu einn hinn mesta
sigur, sem fyrir hefir komiS viS
fylkisstjórnarkosningar hér í Can-
ada. RáCgjafarnir voru allir
kosnir og Rutherford stjórnarfor-
maCur fékk átta sinnum fleiri at-
kvæSi en gagnsækjandi hans í
Strathcona - kjördæminu, Rice
Sheppard aí nafni, er tapaöi kosn-
ingavebi sínu. Kosningarnar sýna
berlega hi« mikla traust, sem
Rutherford stjórnin á aö fagna í
Alberta fylki og hve liberalar eru
þar í yfirgnæfandi meiri hluta.
Hér á eftir eru taldir upp þing-
menn kosnir í hinum ýmsu kjör-
dæmum:
Liberalar kosnir í
Alexander — A. B. More.
Calgary — W.H , Cushing,
Camrose — G. P. Smith,
Cardston — J. W. Woolf,
Claresholm — M. McKenzie,
Cochrane — Hon. C. W. Fisher,
Edmonton — Hon. C. W. Cross
og John A. McDougall,
Didsbury — J. E. Stauffer,
Gleichen — E. H. Riley,
High River — L. N. Roberts,
Innisfail — J. A. Simpson,
Lethbridge City —
W. A. Buchanan.
Lethbridge District —
J. H. McLean.
Medicine Hat — W.J.Finlay,
Nanton — J. M. Clendenning,
Olds — D. Marshall,
Pincher Creek — Dr. Wamock,
Ponoka — Dr. Campbell,
Strathcona — Rutherford stjórn
arformaCur.
St. Albert — L. Boudreau
Stoney Plain— J.A.McPherson,
Stettler — R. Shaw,
Vegreville — J. B. Holden,
Vermilion — A. Campbell,
Wetaskiwin •*— C. Olin.
Lib. kosn. gagnsóknarlaust i
Lacombe — W. F. Puffer,
Pakin — P. E. Lessard,
Sturgeon — J. H. Boyle,
Sedgwick — C. Stuart,
Pembina — H. W. McKeeney,
Victoria — F. Walker,
Lac St. Anne — P. Gunn,
Leduc — R. F. Telford.
—Liberalar alls kosnir 34.
Conservatívar kosnir í
Calgary — R. B. Bennett,
Okotoks — G. Hoodley,
Red Deer — E. Michener.
—Conservatívar alls kosnir 3.
í Rocky Mountain kjördæminu
er O’Brien socialisti kjörinn, og
í McLeod segja síCustu fréttir aö
C. George, lib., sé valinn og enn
fremur að ekki séu nema tveir con
servativar, sem fullvíst sé um aö
náö hafi kosningu.
í Athabasca- og Peace River-
kjördæmunum fer kosning fram
síöar.
horfur á aö þaö yröi, því aö til
stæöi aö bjóðverjar yröu búnir aö
koma sér up pseytján herskip-
imi á borö viö Dreadnought 1912,
en Bretar eigi nema tuttugu og
I tveimur, eftir því sem til væri ætl-
ast enn þá. Steinhljóð haföi orö-
1 iö í þingsalnum nærri þrjár mín-
útur er Asquith haföi lokið ræöu
I sinni og er þaö talin nýlunda hin
| Qiesta i brezka þinginu, og bendir
nú alt til þess, að andstæðingav
I stjórnarinnar i herbúnaöarmálum
i séu að láta undan siga.— Þaö hef-
ir komiö til mála, aö brezku ný-
lendumar legðu fram fé til aö
byggja stór herskip til styrktar
flota rikisins. Australia og New
Zealand hafa tekiö vel undir þaö.
—Blööin tala mikiö um viösjár
meö Þjóðverjum og Bretum um
þessar mundir.
teknir fastir, en engar sannanir
eru enn fram komnar.
Simfregn frá London segir, aö
enskur liösforingi, sem Shackleton
heitir, hafi komist aö suöurheim-
skautinu. Hann hefir verið eitt ár
í suöuríshafinu.
Roosevelt forseti lét i haf frá
New York 23. þ. m. áleiðis til
Austur Afríku, þar sem hann
verður viö dýraveiðar hálft annað
ár. Mikill mannfjöldi var saman
kominn viö skipakvíamar, þegar j
hann kvaddi land.
Þessa viku hefir litiö allófriö-
lega út milli Serba og Austurríkis-
manna, og enn óséö hversu deilu-
málunum milli þeirra þjóða lyktar.
Stórveldin hafa' ekki enn gert neitt
! sem dugað hefir til aö koma á sátt
I og samningum milli þessara þjóöa.
Bæöi Serbar og Austurrikismenn
vígbúa her sinn i ákafa. Þaö er
mælt aö Austurríkismenn hafi nú
um tvö hundruð þúsundir manna
undir vopnum í Bosnía og kostar
allur sá herbúnaöur of fjár.
Samkvæmt samningum nýlega
undirskrifuöum í Bangkok höfuö-
borg Siam hefir fimtán þúsund
fermílum verið bætt viö eignir
Breta austur í Asíu. Eftir þess-
um samningi sleppir Síam tilkalli
til fylkjanna Kalantan, Tingau
og Kedah og Bretastjórn tekur viö
þeim. En tilskilið er í samningn-
um, aö Bretar útvegi fé til að
leggja nýjar járnbrautir í Siam
suöur frá höfuðborginni. Þ jóö- j
verjar hafa áöur haft hönd i
bagga meö járnbrautalagningum í j
Siam.
Afar skæð drepsótt er sagt aö
gangi meðal Indiána í Mackenzie-
héraöinu í norðanveðri Canada.
Um hundrað og fimtiu Indíánar
sagöir hafa látist í grend viö stööv
ar Hudson Bay félagsins viö Mac-
kenzie fljótiö.
Voöalegt járnbrautarslys varö á
Vindsor járnbrautarstööinni viö
I Montreal i fyrri viku. Hraölest j
' frá Boston brunaði inn í biösal
I fullan af fólki. Fimm manns biöu
bana af slvsinu en ellefu særöust.
Fréttir.
Landbúnaðar stjórnardeildin í
Washington hefir komist að þeirri
niöurstööu, að bændur þar i landi
hafi átt óselt af síðasta árs hveiti
sinu 1. þ. m. 143,692,000 bush. og
1,547,763,000 bush. af maísupp-
skerunni.
ingarréttur og kjörgengi í Svi-
þjóö; nú er sagt að þær hafi kosn-
ingarrétt og kjörgengi i sveitar-
stjórnarmálum að eins.
Blöð hinna frjálslyndari manna
í Noregi eru farin aö hreyfa því,
að Hákon konungur sé ekki eins
lítillátur og lýðhollur eins og hann
hafi verið fyrst eftir að hann tók
við konungdómi. Meðal annars er
honum fundiö það til foráttu, að
hann skrifi nú orðiö R., sem þýðir
Rex=konungur, aftan við nafn
sitt. Áður haföi hann skrifað
nafn sitt Hákon, og ekkert annaö.
Um miðja fyrri viku geröu sima
þjónar og póstþjónar á Frakklandi
verkfall, eins og við var búist.
Stjórnin á Frakklandi annast um
símastarfrækslu um alt landiö og
bjóst við að ver\amennirnir tækju
til starfa aftur á mánudagsmorg-
uninn var, en svo hefir ekki orðiö.
Mörg hundruð þúsundir bréfa og
simskeyta bíöa óafgreidd.
I öndverðum Febrúarmán. var
þinginu i Austurríki slitið um
stundarsakir, vegna Hlinda og bar-
smíöar milli þjóðversku þingmann
anna og Tjekkanna. Þingið kom
aftur saman um miðjan þenna
mánuð og voru horfur lítt friövæn
Iegri þá. Undir eins er ráðgjaf-
arnir komu inn í þingsalinn æptu
Tjekkamir aö þeim háðhróp, en
vinstri menn og Pollakkar buðu
þá velkomna með mikilli háreysti.
Tvö hundruö varaliösmenn tyrk
nesldr gerðu uppreisn í Janina á
mánudaginn var, og voru fimtán
þeirra skotnir en margir særðir.
Nú rétt nýskeð hafa verið birt-
ar skýrslur um allsherjar manntal,
sem haldið var á Þýzkalandi 12.
Júní 1907. Þann dag er sagt að
ibúar alls Þýzkalands hafi verið
61,720,529. Fólkinu hafði fjölg-
að um rúma eina miljón á síðasta
hálfu öðru ári fyrir manntalið.
Það hefir verið borið til baka,
að konum hafi verið veittur kosn-
Herbúnaðarmálið brezka er aö-
almálið fyrir þingpnu á Englandi.
Það litur út fyrir, að frumvarp
stjórnarinnar muni nú ganga
í gegn. Asquith forsætisráðgjafi
hélt afar snjalla ræðu nýlega og
mælti meö frumvarpinu, og kvað
Breta eigi annaö mega, en hafa
skipastól helzt hálfu meiri en
Þjóðverjar. Nú væri jafnvel eigi
Leo Tolstoj greifi er sjúkut
mjög um þessar mundir af æöa-
bólgu i fótum, er hann hefir
þjáöst af oft áður.
Jarðskjálfta er aftur aö veröa
vart á ítalíu sunnanveröri. Mest
kvað að þeim í grend viö Reggio
og kviknaði i þeim bæ, og branu
og hrundi fjöldi húsa, þar á meö-
al mikiö af bráöabirgðaskýlum
þeim, er ibúarnir höföu hrófað
upp yfir sig eftir fyrr jarðskjálft-
ana í vetur.
í fréttum frá Berlín er þess
getiö, aö félagiö German-Canadian
Economic Association hafi i
hyggju aö senda fulltrúa til Can-
•>da. er hingaö komi fyrir þinglok
til aö reyna aö greiða til'um verzl-
unarviöskifti milli Canada og |
Þýzkalands.
Málmsteypumanni í Halifax hef-
ir tekist aö heröa kopar og hefir
hann starfaö aö þeirri úppgötvan
í mörg ár. Honum hefir hepnast
aö stæla kopar svo vel aö skegg-
hnifar, er hann hefir gert úr þes->-
um málmi. eru taldir jafnbitrir
þeim, er gerðir eru úr bezta stáli.
Málmbræðslumaöur þessi hefir og
hert koparstykki svo, aö harðara
er aö sverfa það heldur en járn.
Castro fyrrurn forseti hefir keypt
farbréf meö gufuskipi, sem fer fri
Bordeaux á Frakklandi 26. þ. m.
áleiöis til Venezuela, en það er
sagt að kona hans ætli ein aö nota
þetta farbréf, og ætli að reyna aö
ná yfirráðum yfir þeim eignum,
sem maöur hennar á í Venezuela.
Ef hann kæmi sjálfur til landsins
yrði hann tafarlaust settur í fang-
elsi, sakaður um fjörráðabrugg
viö Gomez forseta.
Joseph Petrosino yfirmaður í
lögregluliði New York borgar, var
veginn i Palermo á Sikiley 12. b.
m. Hann hafði fjögur siöustu ár-
in verið formaður leynilögreglu-
liös, sem hafði gát á ítölskum ó-
bótamönnum, sem komu til Banda-
ríkjanna og voru í Svarthandar-
félaginu svo nefnda. Hann var
staddur á ítalíu og var að leita að
ráðum ti! að hefta innflutning
glæpamanna til Bandaríkjanna frá
ítalíu. Hann var ítalskur að ætt.
en kom ungur til New York og
haföi unnið 26 ár i lögregluliði
borgarinnar og hafði gengið ágæt-
lega fram í að handsama Svart-
handarmenn og aðra bófa. Hann
hafði Ijóstað upp glæpaverkum
eitthvað fimm hundruð manna og
látið senda heim ti! Sikileyjar og
Calabriu um hundrað glæpamenn.
Menn halda að einhver þeirra hafi
drepið hann og hafa nokkrir verið
í Persíu hefir ekkert sögulegt
gerst þessa viku. Shahinum hefir
ekki tekist aö friða land sitt og
engar horfur á aö hann hafi bol-
magn til þess, ef honum kemur
engin hjálp. En svo er aö sjá,
seni Rússar muni ætla að skerast 1
leikinn, því aö ein herdeild þeirra
er komin aö landamærunum og
tvær aörar kváðu vera á leiðinni.
0r bænum.
og grendinni.
Free Press flutti all-langa frétt
frá Danmörku s. 1. mánudag, um
uppreisnarhug á íslandi. Greinin
er mesti þvættingur, eins og
flest sem Danir bera út um ísland
og íslendinga í sambandi við milli-
ríkja-málið. Meöal annars er sagt
að Hannes Hafstein sé Dani (3.
Danej og hafi alþing skorað á
hann að segja af sér, en hann hafi
neitað og hafi alþing þá “umsvifa-
laust kosiðó! I) fpromptly elected)
Björn Jónsson, blaðstjóra í Reykja
vik,” til ráðherra í hans stað,
sem sé eindreginn skilnaðar-
maður. Það er og látið í veðri
vaka, að Danir muni senda her til
fslands, til að bæla uppreisnina
niður, og ennfremur rugl um
flokkaskifting á alþingi, sem ekki
er þörf að hafa eftir. Einum fs-
Þeir eru nýkomnir. Beint frá
NEW YORK.
Hafið þér séð nýju hattana brúnu?
--- Dökkbrúni blærinn og flötu börðin gera þá mjög ásjálega. -
M'HITC & MANAHAN, 500 Hain 8t., Winnipeg.
lendingi hér í bænum varö þaö aö
orði, er hann las fregpiina um vig-
búnaö Dana og “herför” til ís-
lands, aö íslendingar væru líklega
eina þjóðin, sem Danir þyröu aö
herja á.
Látin er 8. þ. m. Fjóla dóttir
þeirra Mr. og Mrs . W. G. John-
son í St. James. Hún var jy2 mán-
aðar gömul. Jaröarför hennar
fór fram 9. þ. m. aö viðstöddum
nokkrum vinum foreldranna. Rev.
Kirk-Patrick talaði nokkur hugg-
unarorð til foreldranna viö þaö
tækifæri.
Á ársfundi Stúdentafélagsins á
laugardagskveldið var, voru þessir
embættismenn kosnir: Heiöurs-
forseti séra Jón Bjamason, forseti
Baldur Olson, varafors. ungfrú
Margrét Paulson, annar varafors.
ungfrú Sigr. Brandson, skrifari
Sveinn E. Björnssqn, féhiröir Jóti
Stefánsson f'endurk.J.
Hér hafa verið á ferö í vikunni
þeir Jón Pétur.sson frá Gimli, Jóu
J. Þorkelsson frá Árnes P. O. Og
Siguröur Þorkelsson sonur hans.
Hér er staddur í bænum Mr.
M. J. Borgfjörð, fyrrum formaöur
hjá Blackwood Bros. hér í bænum,
en nú á heima nálægt Holar
P.O.,Sask. Mr. Borgfjörö er hér
i verzlunar og eldsábyrgöar erind-
um. Hann býst viö aö fara heim-
leiöis aftur i dag.
Miss Björg Thorkelsson, skóla-
kennari, sem dvalið hefir hér í bæn
um í vetur, leggur á staö í dag
vestur til Leslie, Sask. Hún hefir
tekið að sér skólakenslu í íslenzku
bygöinni þar í kring, um 6 mánaða
tima frá 1. næsta mánaðar.
Mr. Pétur Anderson, frá Leslie
P. O.. Sask., er á ferö hér í bæ
þessa dagana
Þaö er ekki alveg rétt, sem segir
i greininni um Roosevelt í 10. blaði
Lögbergs, aö Grover Cleveland
hafi yngstur allra forseta tekiö við
embætti. Hann var nærri 48 ára
þegar liann tók viö embætti 4.
Marz 1885. f. 18. Marz 1837.
Grant var heldur yngri en Cleve-
land þegar hann tók viö embætti
1869, f. í April 1822. Þessir tveir
hafa yngstir orðið forsetar á und-
an Roosevelt, en hann lang yngst-
ur, skorti nokkuö á aö vera 43 ára,
þegar hann komst í embættið.
Jón Helgason, frá Brú P. O., i
Argyle, hefir veriö hér undir lækn
ishendi undanfarnar þrjár vikur
og var skorinn upp af dr. Brand-
son. Hann fékk ráðna bót á sjúk-
dómi sínum og hélt heimleiðis siö-
astl. mánudag.
Snemnia i þessum mánuöi voru
verðbréf Winnipeg bæjar til sölu í
Lundúnum. Þau námu 500,000
pd. sterling og voru öll seld viö á-
kvæðisverði á þriöja degi eftir að
þau komu á markaðinn og fengu
miklu færri en vildu. Þetta má
vera Winnipegbúum mikið gleði-
efni vegna þess að það sannar að
fjármálamenn i Lundúnum bera
gott traust til framtiðar bæjarins.
Bærinn greiðir 4 af hundraði í
leigu af þessu láni.
Þeir sem ætla að biðja H. S.
Bardal að senda fargjöld fyrir sig
til íslands í vor, ættu aö senda
honum peninga sem allra fyrst.
Fargjald veröur að þessu sinni
$56.10.
NR. 12
SEINASTI FUNDUR
framkvœmdamefndar
íslenzka liberal klúbbsins á
þessum vetri, verður haldinn
næstkomandi mánudagskvöld í
fundarstofum félagsins á Sar-
gent Ave.
Læknar, fulltrúar velgerðastofn
ana og uppeldisfræöingar áttu meö
sér fjölmennan fund hér í bænum
á mánudagskveldið var í þvi skym
aö gera sem ítarlegastar ráðstaf-
anir til aö varna útbreiðslu tæring
arsýkinnar og aö ræöa um lækn-
ingu á henni.
Einn af verkamönnum í Eatons
búöinni hér í bænum varð fyrir
lyftu (elevatorJ þar í byggingunni
á mánudagsmorguninn var. Hann
lemstraðist ákaflega og beið bana
innan lítillar stundar. Hann var
irskur aö ætt.
Hveitibóndi nálægt Gretna hér
i fylkinu seldi nýskeð 14,000 bush.
af hveiti fyrir $14,000 í peningum.
Dálaglegur skildingur!
Seinasti fundur íslenzka lib-
eral klúbbsins á þessum vetri verö-
ur haldinn næstk. mánudagskveld
i fundarstofum félagsins á Sar-
gent ave. Félagsmenn eru beðnir
aö fjölmenna.
Tiöarfar var mjög milt fyrir
helgina, svo aö snjó leysti drjúg-
um. Talsverö snjókoma var á
mánudagsnóttina og þriðjudags-
morguninn, en fyrsta rigning á
þessu vori kom á mánudaginn.
Nefndin, sem kosin hefir verið
til aö kynna sér hvort gerlegt væri
aö halda heirr'ssýningu hér i Winni
peg 1912, átfi nýlega fund með
sér hér i bænum; eftir aö hafa
hlýtt á skýrslur frá fulltrúunum,
sem sendir höfött verið til St.Lou-
is, Portland og Seattle, var ákveð-
iö á fundinum aö halda áfram
meö aö koma þessari fyrirhuguðtt
sýningu i framkvæmd.
Vér viljum benda lesendum vor-
um í Þingvalla,- Vatnsdals- og
Foam Lake bygðum á auglýsingu
um ferðaáætlun Friðriks Sveinss-
sonar um þær bygðir með mynda-
sýningarvél sína, sem prentuð er
á öörum stað hér í blaðinu.
Kvenfélag Tjaldbúðarsafnaðar
er aö búa sig undir að halda sam-
komu á sumardaginn fyrsta og
veröur hún auglýst i næsta blaði.
Flokksfundi
marga ætla liberalar hér í fylki að
halda bráðlega til að tilnefna þing
mannaefni fyrir næstu fylkiskosn-
ingar.
Búið er að ákveða fundi á þess-
um stööum:
1 Manitou-kjördœmi — í Mani-
tou 29. Marz.
/ Killamey-kjörd. —í Killamey
kl. 2. e. h. 30. Marz.
/ Virden-kjörd. — í Virden kL
2 e. h. 31. Marz.
/ La Verandrye-kjörd. — í St
Anne kl. 8. e. h. 31. Marz.
Wels,ínts :g?clLSW fið c eS
/ Stvan River-kjörd. — í Swan
River kl. 2 e. h. 1. Apríl.
/ Norfolk-kjörd. — 5 Carberry
2. Apríl.
/ Assiniboia-kjörd. — í Young
Men’s Liberal Club, Winnipeg, ld.
2 e. h. 2. Apríl.
1 SutSur-Brandon. — 6. Apr.
Illjóðfæri. einstök lög oj nótnabækur.
0g alt sem lýtur aö músík. Vér höfum stærsta og bezta úrval af
lirgöum í Canada, af því tagi, úr aB velja. Verölisti ókeypis.
Segiö oss hvaö þér eruB gefinn fyrir
WHALEY, ROYCE & CO., Ltd., 256 M.vín St., WlNNjp