Lögberg - 29.04.1909, Blaðsíða 3

Lögberg - 29.04.1909, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. APRIL 1909. Flugna-hurðir og gluggar. 0 i-H FULLKOMNAR BIRGÐIR AF 10 lC Trjávið, hurðum, gTuggum. CN a s INNANHÚSS VIÐUR. £ H The Empire Sash & Door Co. 140 Henry Ave. East. c3 H Um kvenréttindi Kvenrétt’indamáfiö er málefm, sem ekki ætti a?5 liggja nokkurri hugsandi konu, eiSa manni, í léttu rúmi. ÞatS er oriSið alheimsmálefni, og þó vitS íslenzku konurnar séum fá- tækar og fáar, eigum við aS láta okkur þatS vartSa, og ekki sneitSa -okkur hjá baráttunni, 'heldur leggja fram okkar veiku krafta. ÍÞ’ráiSurinn getur oröitS sterkur, ef inargir eru þættirnir, þó hvcr þáttur út af fyrir sig sé veikur. ÞatS er ómenskulegt atS hugsa sem svo: “þetta kemur mér ekki vitS; mér liíSi víst ekki betur þó eg heftSi atkvætSisrétt.’* SvoleiSis hugsunarháttur sýnir voKalegt þröngsýni og sjálfselsku um leitS, aS vilja ekki leggja málefninu lið nema maður sé alveg viss um að hafa einhvern persónulegan hag .af því. Þröngsýnið kemur fram í því, að sjá ekki eða skilja, að okkur koma öll máleini við, sem miða mannfélaginu til góðs, og það er blátt áfram sicylda okkar, ef við íhugum vel málið frá rót- um, að styðja og 'efla kvenrétt- indi, því hver vera, sem hefir þeg- ið skynsemi og isjálfsmeðvitund, hefir um leið mikla ábyrgð. Og því meira sem einstaklingurinn hefur þegið af hæfilegleikum, kröftum og tækifærum, því meiri er ábyrgðin, og því meir ætti hann að finna til hennar, ekki einungis gagnvart sjálfum sér, heldur og náunganum , líka. En öll höfum við skyldur að rækja, konur og karlar. Því neitar víst enginn, að kon- an hafi skyldur að rækja, og á herðum hennar hvíli fullkomlega eins þung ábyrgð sem á karlmann- inum. Þessu halda margir fram, sem þó ekki vilja viðurkenna réttindi konunnar; en sú réttlætis- tilfinning!! En þó jafnrétti okk- ar sé ekki enn viðurkent að lög- um, þá höfum við jafnrétti; við höfum fjafnrétti frá guðs hendi, eins og skáldið kemst að orði, fyr- ir munn ikvenna; “Þú spyr mig um rétt til að rita, og ræða um stórmál með þér; það læt eg þig, vinur minn, vita: það veitt hefur skaparinn mér.” Guð er réttlátur, því neitar eng- inn kristinn maður. Hann heföi ekki gætt okkur skynsemi, frjáls ræði og ódauðlegri jál, lagt á okkur sömu skyldur og ábyrgð og bræöur okkar, ('við erum öll sam- arfar KristsJ, en gefið okkur minni rétt til þessa lífs, sem er eftir því, sem mannlegt hugsunar- og imyndunarafl kemist næst, og öll trúarbrögð kenna, ófullkomn- ara i öllum skilningi, en annað lif. þessi rnikli mismunur, sem að margra áliti er á eigpnlegleikum karla og kvenna, og sem óréttur- inn er að mestu leyti bygður á, er þegar vel er aðgætt harla lit- ill. Karlar og konur eru ein ó- sundurliðandi keðja, þar sem ann- ar hlekkurinn er karl, en hinn kona, og hvorugur getur sagt við hinn: Eg þarf þín ekki með. Svo í raun og veru er órétturinn bygður á misskilningi og eigin- girni, og er sárt til þess að vita, að bræður okkar skuli hafa skert og streytast við að halda sikertum,með heimskulegum og ósanngjörnum lagasetningum, þeim heilaga rétti sem við eigum til jafns við þá að föðurarfi. Eg ætla að benda á nokkur atriði, sem höfð eni sem gildar ástæður til að viðhalda þessunn ranglátu lagasetnmgum', sem banna jafnrétti annars helm- ings mannkynsins við hinn. Fyrst, að það mUni valda sundr- urlyndi á heimilinu ef konan hefði atkvæðisrétt, og tæki svo upp á því að verða á annari skoðun á pólitík en maður hennar. Annað, að atkvæðisrétturinn mundi taka of mikinn tíma frá heimilisstörfum og œfistarfi kon- unnar. Þriðja, að pólitíkin sé svo ó- hrein, að ekki sé fyrir konur að koma þar nálægt. Fjórða, að konur mundu ekki nota atkvæðisrétt sinn þó þær hefðu hann. Eg ætla að hrekja þessi atriði í röð eins og eg hefi sett þau fram. Konan getur, eins og nú er á- statt í heiminum, aflað sér nægr- ar þekkingar í pólitík og án at- kvæðisréttarins orðið á annarí skoðun en bóndi hennar í pólitík, svo atkvæðisréttinum er alls ekki um að kenna þó sundurlyndi or- sakist á heimilum af skoðanamun á pólitík; meira að segja tveir atkvæðisbærir fjölskyldu meðlimir t. d. faðir og sonur, eða tveir bræður, eru oft sinn á hverri skoð- un, en aldrei hefi eg heyrt fanð fram á að annar hvor yrði sviftur atkvæðisrétti af þeirri ástæðu, að það vekti ósamlyndi á heimilinu, ef tveir meðlimir, sem ekki eru á sömu skoðun, hefðu báðir atkvæð- isrétt. Eg er á því að bræður vor- ir yrðu ekkert þakklátir fyrir svo leiðis lagasetningar; þær væru þó að engu leyti ranglátafi en lögin, sem neita ikonum um atkvæðis- rétt. En svo vil eg benda á annað dæmi. Það eru víst til fleiri trúar- bragðaflokkar í þessu landi en en pólitískir flokkar og ekki ó- sjaldan að hjón tilheyra sitt hvorri kirkjudeild. En þó það kunni að orsaka ósamlyndi á heimili, sem ekki ætti að vera, því ef annaö- hvort hjónanna ekki getur að- hylst hins skoðanir, þá ættu þau hvort um sig að vera svo frjáls- hugsandi, að unna hvert öðru sinnar skoðunar, hvort heldur er í trúarbrögðum eða pólitík, án þess að gera hana að heimilis- deilu efni, þá hefir þó aldrei verið komið upp með það svo eg til viti, að banna konunni með lögum að hafa nokkur trúarbrögð af ótta fyrir því, að hún kynni að verða annarar trúar en maður hennar. En hitt finst mér full ástæða til heimilisböls, þegar eiginmaður, faðir, bróðir eða sonur konunnar, eða jafnvel allir þessir nánustu ástvinir hennar til samans, viður- kenna ekki jafnrétti hennar. Hve sárt hlýtur henni ekki að svíða það óréttlæti, er hún verður fyrir af sínum allra nánustu? Og hún mi vera hreint einstökum hæfileg- leikum og þolgæði gædd, ef það ---W-------------------------:------- ranglæti á ekki að valda sundur- þykkju á heimilinu. Við því sund- urlyndisefni, er fljótfundin bót. Þegar viðurkent er jafnrétti I karla og kvenna, er deiluefnið I horfið, og konur þurfa ekki leng- ■ ur að beita hugsunum sínum og \ kröftum til að sanna og verja rétt sinn, þegar honum er ekki lengur traðkað, og geta þess vegna beint- kröftum sínum og samtökum 1 aðra átt. Þá er annað atriðið, að jafn- rétti muni taka of mikinn tíma frá æfistarfi og heimilisstörfum kou- unnar; sumir halda nefnilega því fram, að hætt sé við að konur hætti við að verða eiginkonur og 1 mæður, ef þær fái jafnrétti. Þetta nær ekki nokkri átt; það er svo heimskulegt, því svo lengi sem heimur stendur munu konur elska og verða elskaðar. Það er guðs ó- rjúfandi lögmál, sem engar mannasetningar geta raskað. Og eðlilega verða konurnar því betn mæður, sem þær hafa meira sjálf- stæði, og fullkomnari mannréttindi. j En hvað því viðvíkur, að atkvæð- isrétturinn muni taka of mikinn tíma frá heimilisstörfum, þá mundi það ganga svipað til fyrir konun- um og nú gengur fyrir alþýðu karl- manna. Þeir sem hafa txma og á- stæður leita sér þeirra upplýsinga ! landsmálum, sem þeir eiga völ á, en hvort þeir hafa nokkra þekk- ingu eða ekki, þá hafa þeir samt at- kvæðisrétt. Og taka sér nokkra kl.- tírna í lengsta lagi, svo sem fjórða hvert ár, og greiða atkvæði. Og heldur má það vera bágborin staða, sem sú kona er i, sem ekki á ráð á nokkrum kl.timum á fjögra ára fresti til að greiða atkvæði sitt, i blindni þá, eins og allur fjöldinn af karlmönnum gerir, ef ekki vill bec- ur tii, og heimilisástæður og ann- ríki hafa hamlað henni frá að leita sér nægilegra upplýsinga. En hvað við kemur hinni efnaðri stétt fólks- ins, þá hafa þær konur, er henni tilheyra nægan tíma, til að vinna að pólitík jafnvel; þær eru margar vel mentaðar og gáfaðar konur, og þurfa ekki nauðsynlega að vinna sin heimilisstörf, fóstra jafnvel ekki sin eigin börn, ekki þarf að kenna atkvæðisréttinum um það, því ekki hafa þessar mentuðu og iðjulausu konur atkvæðisrétt, heldur en við hinar. Þriðja atriðið, að pólitikin sé svo óhrein og allskonar slark og ólifn- aður atkvæðagreiðslunni samfarx, að ekki sé fyrir konur að koma þar nálægt. En sú hræsni. Nei, þeir á- líta ekki konurnar of góðar til að taka þátt í pólitík. Þetta er bara eitt af yfirdrepskurteisinni, sem tíðkast í þessu landi til að slá ryki í augu kvenfólksinS og spila á hé- gómadýrð þess. Konur fyrst, menn síðar, er vanaviðkvæðið, en þeir meina reyndar við fyrst, konur síð- ar, að minsta kosti þeir, sem ekki viðurkenna jafnrétti. Og svo er annað. Þarf pólitíkin endilega að vera svona óhrein, eins og sagt er að hún sé? Ætli það sé bráðnauðsynlegt fyrir land og lýð? Ekki get eg skilið í því; en eg helJ, að það væri ákaflega þarft verk að hreinsa þessa “tik” þeirra, og eg trúi konunum bezt til þess, ef þær að eins komast að henni. Það er víst, að karlmönnum dettur ekki í hug að reyna það, á meðan þeim finst sjálfsagt að hún sé svona, því fyrst er að sjá gallana, og svo er að reyna að laga þá. í sambandi við þetta dettur mér í hug dæmi- saga, sem eg las nýlega í blaði. Maður nokkur lifði í stórum kast- ala, með vinum sínum, sem alt voru karlmenn, því að kvenmaður mátti ekki koma þar inn fyrir dyx. Þeir lifðu og létu eins og þei.n bezt likaði, og ekki eyddu þeir ó- þarfa tíma í það að halda húsinu hreinu; enda ægði þar saman alls- konar óþrifnaði. Svo vildi til ein-i dag að kona nokkur komst inn í kastalann, og tók sér þar aðsetur; en eins og nærri má geta líkaöi karlmönnunum þetta athæfi afar- illa, en þeir gátu ekki að gert, þ/i svo var um búið, að konan skyldi þar hafa jöfn ráð og þeir, ef hún a annað borð kæmist þar inn. Þegar konan fór að líta í kring um sig of- bauð henni óþrifnaðurinn, eins og eðlilegt var. Lét hún það verða sitt fyrsta verk, að hreinsa húsið. Hún tók sér x hönd sóp, gólfbursta, gólfríu, sápu og einnig gnægð &f hiæinu vatni, og sópaði húsið og þvoði, frá efsta lofti til þess neðsta. Meðan á “hreingerningunni” stóð, héldu karlmennirnir að alt væri að forganga, og spöruðu ekki ónot og illyrði í garð konunnar; en hún gafst ekki upp, heldur hélt verkinu áfram með sannri guðlegri kven- þolinmæði, þar til alt húsið var orð- ið hreint og fágað, og hæfilegur bústaður hreinlátu og siðuðu fólki. Þá undruðust karlmennirnir stór- lega hina fyrri heimsku sína, og skildu ekkert í þvi hvernig þeir hefðu lifað áður en konan kom. Þéir fundu nú líka b^zt, að það hafði ekkert líf verið. Dæmisagan er auðskilin; kastal- inn er hinn pólitíski heimur, þar sem karlmenn einir saman ráða öllu. Þegar konan nær þar jafnrétti, mun hennar fyrsta verk verða að hreinsa þar til, sem ekki er vanþörf á; meðtxlin er hún mun nota, og eru þaxx einu, er duga munu, eru sannleikur, hreinskilni, réttlæti, mannkærleiki og sönn og lifandi trú. Ef þessi meðul væru almennar notuð en þau eru, mundu hin pólitísku þjóðarmein fljótlega læknast. Um fjórða atriðið, að konan mundi ekki nota atkvæðisréttinn þo bún hefði hann, getur enginn sagt með vissu fyr en reynsla er fengin fyrir þvi. Reynsla sú, er þegar er fengin, bendir þó í þá átt, að konur muni ætla að nota réttindi sín þar sem þau fá þau viðurkend. Viður- kenning á jafnrétti kvenna er þeg- ar fengin í fjórum rikjum Banda- ríkjanna, i Wyoming síðan 1869, og þar greiða atkvæði 90 af hverjum 100 konum; í Colorado síðan 1893, og þar greiða ^tkvæði 72 af hverj- um hundrað; í Utah og Idaho síðan 1896; í Idaho er nærri helmingur af öllum atkvæðum, sem greidd eru, greidd af konum, eða 40 af 100. Svo eftir þessu að dæma, er eng- in ástæða til að segja, að konur noti ekki atkvæðisrétt sinn, og full- sannað þykir, að atkvæðagreiðsla fari þar siðlegar fram sem konur greiða atkvæði. Ekki þarf heldur að bregða konum á Finnlandi um það, að þær noti ekki rétt sinn, þar sem þær komu 19 konum á ríkis- þing Finna við fyrsta tækifæri, sem þær höfðu. Þó að það séu þessi fjögur atriði, sem oftast eru höfð á oddi þegar jafnrétti kvenna er mótmælt, þá eru þau of auðhrakin til að vera aðal- mótspyrnuafli. Aðal aflið er sterk- ara en allar röksemdafærslur, og heiti vani. Það er Ixann gamh vani, sem heldur körlum og konum í sínum heljarklóm. Konurnar eru orðnar svo vanar við að líða órétt- inn, að þær finna ekki eins til hans margar hverjar, eins og þær ættu að gera, því eins og nxáltækið seg- ir: “Svo nxá illu venjast, að gott þyki”. Karlmennirnir aftur á móti eru orðnir svo vanir við að gera órétt- inn, að þeir finna orðið ekki til þess að þeir geri kvenfólkinu rangt til. Svona hefir það verið, og svona er bezt að það sé, er vanaviðkvæðið; já öflugasti óvin- ur kvenréttindanna er vaninn, og ef við viljum flýta fyrir sigri kvenréttindamálsins og taka þátt í baráttunni, þá munum við allsstað- ar finna þrengja að okkur bönd vanans; og er það fyrsta stigið, að losa um þau. Við íslenzku konurnar gætum komið miklu til leiðar, ef við vær- um samhuga og samtaka. En þó við ekki höfum tækifæri til að taka höndum saman, getum við samt verið samhuga. Ef við ynnum all- ar með sama huga, hver og ein trúlega i sínum verkahring, þá gætu áhrifin með tímanum orðið svo víðtæk, að við getum ekki gert okkur hugmynd þar um; já, sér- staklega á heimilunum er verkefn- ið mikið. Ef þú reyndir fyrst og fremst, kæra íslenzka húsmóðir, að losa um bönd vanans í þinni eigin sál og glæða sannfæringarneistann, sem falin ner í brjósti þínu, fyrir öllu, sem er réttlátt og gott, reynd- ir síðan að vekja til meðvitundar \ PIANOS 3 Þegar þér kaupið KARN piano getiS þér ætíö reitt yður á aS hljómurinn sé hinn sami, — skæri, hreini, fulli og fagri. ÖIl gerS á þeinx er hin vandaSasta. Hyggnir nxenn sem kaupa pianos ættu aS skoSa hinar ýmsu tegundir áSur og þeir munu verSa áuægðir tneS hinn hreina hljóm í Karn pianos. Bexnt frá verksmxðju tii- kaupanda. KARN PIANO & ORGAN CO. Limited 358 PORTAGE AVL Winnipeg. Talsimi 1516 3 þá, sem þú daglega umgengst og hefir mest saman við að sælda. Og hættir ekki fyr, en þitt eigið heirn- ili er réttnefnt mannréttindaheim- ili. Þá mundi maður sjaldnar heyra karlmenn tala með lítilsvirð- ingu um kvenfólk. Drenghnokkar 8 til 9 ára gamlir heyrast jafnvel tala um kvenfólk með fyrirlitn- ingu; og hvað ungur nemur, gam- al temur. Kenn ('þvíj hinum unga þann veg, er hann á að ganga, og þegar hann eldist mun hann ekki af honum víkja. Á margan hátt, ef við höfum góðan og einlægan vilja, getum við unnið þessu mál- efni okkár gagn. Mig langar til að benda enn á einn veg, sem öll- um er opinn og fær. Við ættum og getum ef við að eins viljum, stutt málefnið með að styðja að viðhaldi hins eina íslenzka kven- blaðs, sem gefið er út vestan hafs, og um leið fyrsta kvenréttinda- blaðs í Canada, Freyju. Ritstýra hennar, Mrs. Margrét Benedikt- son, hefir barist vel og lengi fyrir máli, sem ætti að vera jafnt áhuga- mál okkar allra. Og getum við ekki með öðru. móti betur vottað henni viðurkenningu og þakklæti okkar, en með því að kaupa blaðið hennar, sem hún hefir strítt við að viðhalda í rúm tíu ár. Kaupið “Freyju.” A. K. M. Atfis.—Þessi ritgerð hefir Lög- bergi borist frá íslenzkri konu i Bandarikjunum, og hefir oss þótt ;jálfsagt að leyfa henni rúm í blað nu, þó að vér getum eigi fallist á illar röksemdir höf. — Ritstj. ÞAKKLÆTI. \ Wynyard, Sask., Apríl 1909. Þar sem eg er nú að fara að fullu og öllu alfluttur af Pembina fjöllum, þar senx eg liefi dvalið í nærfelt 27 ár, þá finst mér að mér vera bæði Ijúft og skylt að senda mitt alúðarfylsta þakklæti öllutn mínum eldri og yngri vinum og viðskiftamönnum, sem ávalt haía sýnt^nér mestu og beztu hluttekn- ingarsemi í orðum og gjörðum, þegar mér hefir legið sem nxest á; og svo að síðustu heimsóknina, sem var að kveldi 20. Marz 1909, þar sem voru næstum allir landar minir af Fjöllunum, konur ög börn, sem heimsóttu nxig með glað værð og gjöfum, og voru gjafirn- ar stofu-úr, stofustóll og silfur- borðsetti; alt vandaðir nrnnir. Fyrir þessar miklu gjafir, gleði og innileik, vottum við hjónin ykkur öllurn, eldri og yngrí, alúð- ar-bezta þakklæti, og biðjum guð að gleðja alla þessa einlægu vini okkar þegar þeim liggur mest á, því að við fundum það vel, að við áttum ekki svona rniikla alúð og velvild skilið. Að endingu óskum við öllum Islendingum á Pembina- fjöllum og öllurn vinum vorum í grendindi til blessunar á ókominni tíð. Ykkar einlægur vinur. Jón Guðtnundsson. mmmBmmmmamamwmmemmtm mmmmmmmmammmi—~ rwíirrniwi* f p a 'pvHJO ER HELMINGI LtlAUtÍlv STE RKARI Alt til þessa ha£a lásarnir i vírgirðingum verið endingar minsti hlut þeirra. Á ,,LEADER“ eru lásar, sem hafa kosti fram yfir ?lla venjulega girðingarlása. Þeir eru búnir til úr sama efni og aðrir hlutar girðingarinnar. ATHUGIЗEndunum á þessum lásum er brugðið þannig, að þeir lykja algerlega um sjálfan lásinn. Um Ieið verður takið ..tvöfalt En ..tvöfalt tak táknar að LÁSINN VERÐUR „HELMINGI STERK ARl“. EN „HELMINGI STERKARl" GRINDIN ER „HELMINGI BETRl“ EIGN. Lásinn mun ekki rakna upp. Hann heldur vel samau lárettu og lóðréttu vírunum og styrkir þar með alla girðinguna, en getur gefið svo eftir að be"5 mí nota hana á sléttu og ósléitu landi. \ Skrifið eftir sýnishornabók ,,I" og verðlis a The Manitoba Anchor Fence Co., Ltd. Cor. Henry and Beacon Sts., p. o. box x 382 WINNIPEG. DUFFIN'GO. LIMITED Handmynda /élar, MYNDAVELAR og lt, sem aö myndagjörö lýtur hverju nafni sem nefnist. — Skrifiö eftir verð- ista. DUFFIN & CO., LTD., 472 Main St., Winnipeg. NefniðLögberg, VcrílfS ílfS £TPt"íl til hvaö sé í öörum bjúgum, þegar þér vitiö meö vissu v,.vxva m hva6 er ( Tomato bjúgunum hans Fraser. Vér er- um ekkert hræddir viö aö láta ykkur’sjá tilbúning þeirra. Biöjiö matvörusalann um þau eöa 357 William Ave. Talsími 64s WINNIPEG -* v niPLuuu uu u,u laid ajd luuuum^ D. W, FRASER, P'RUÐ þér ánægöir með þvottinn yöar. Ef svo er ekki. XL Fmi\rocc I iim/lri, Cí\ þá skulum vér sækja hann til yðar og ábyr^jast að I llu Llliprvoo LdulKiry LK) þér verðiö ánægöir meö hann. w. NELSON, eigandi. TALSIMI 1440. Fullkomnar vélar. Fljót skil. 74—76 AlKINS ST. ________Þyotturinn sóktur og skilaö._________________Vér vonumst eftir viöskiftuin yöar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.