Lögberg - 10.06.1909, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.06.1909, Blaðsíða 1
22. ÁR. II WINNIPEG, MAN., Fiœtudaginn 10. Júní 1909. NR. 23 Hér með er skorað á skrifara allra safnaðanna í kirkjufélag- inu ísl. lúterska að láta skrifara Fjnrsta lút. safnaðar í Winnipeg, hr. Guðmund M. Bjarnason, 672 Agnes St., hið fyrsta með línum vita um nöfn væntan- legra erindsreka frá hverjum söfnuði fyrir sig til kirkjuþings- ins, sem sett verður 24. Júní í Fyrstu lút. kirkju. Fréttir. Andrew Carnegie hefir gert ráiSstafanir til aö gefa eina miljón dollara til aö stofnaöur veröi verö- launasjóöur fyrir djarfmannleg bjargráö á Frakklandi meö sams- konar fyrirkomulagi eins og nú á sér staö í Bandarikjum, Englandi og S'kotlandi. Miklir þurkar hafa veriö i Mexico undanfariö. Sumstaöar í rikinu hefir svo mikiö kveöiö aö þeim, aö íbúar hafa oröiö aö flýja frá búum sínium. Tjarnir og smá vantsföll hafa þornaö alveg upp á ýmsum stööum og fjöldi búfjár farist sakir vatnsskorts. Frá Vínarborg berast þær frétt- ir aö líkindi séu til aö Tyrkir muni taka þvert fyrir þaö aö gefa Grikkjakonungi yfirráö 5 eymú Krít. Georg konungur hefir þrá- faldlega heitiö Grikkjum aö fá þessu framgengt, og þykir þvi mikiö í húfi ef þetta tdcst eigi. Þaö er viöbúiö aö Austurríkis- menn og Þjóöverjar dragi taum Tyrkja í þessu máli. Jaröskjálfar miklir höföu komiö á siumnanveröu Grikklandi 31. f.m. og aJimikiö tjón oröiö aö þeim. Bæir og þorp hafa lagst i eyöi og líklegast mikiö manntjón oröiö þó ab eigi hafi enn borist itarlegar fréttir um þaö. Sir John Arbuthnot Fisher aö- míráll, og eiginlega æösti yfirmaÖ- ur brezka herflotans, ætlar aö láta af embætti sínu í Októbermánuöi næstkomandi. Hann kvaö hafa tekiö sér mjög nærri hversu mjög hefir veriö gagnrýnd stjórn hans á flotanum. Fisher aömíráll hefir veriö í mjög tniklu áliti, og talinn meö beztu sjóliösherforingjum, sem nú eru uppi. í vikunni sem leiö var Mac- Kenzie Kimg skipaöur verka- manna ráögjafi. Hann leitar kosn- ingar í North Waterloo kjördæm- inu og búist viö aö hann veröi kjörinn gagnsóknarlaust. King er aö eins 34 ára aö aldri og yngstuir allra ráögjafanna i Laurier-ráöa- neytinu. Hann er maöur vel aö sér gjör og hefir leyst vel af hendi mörg mikilvæg störf er honum hafa verið falin undanfariö. Hátt í fimta hundraö Doukho- borar eru lagðir af staö frá York- ton nýlendunni áleiöis vestur til Waterloo, B. C., til aö setjast aö hjá vinum sínum sem þegar eru þangaö komnir. Fölkið i þessum hópi kvaö vera þrifalegt og niennilegt. Ný heimilisréttarlönd, 335 aö tölu, veröa opniuð 5 Manitobafylki 28. þ'. m. Þ'etta nýja land liggur austan viö Winnipegvatn og Win- n’peg River; enn fremur á vestur- strönd Manitobavatns og norður hjá St. Martin vatni. Landið er taliö vel fal'liö til akuryrkju og kvikfjárfæktar sameiginlega; sum staðar er ágætt akuryrkjulandi er skógur hefir veriö af ruddur. 1 þessum “townships” eru nýju löndin: Township 20, Range 8 aust. Township 18, Range iraust. Township 29, Range 10 vest. Township 32, Range 7 vest. C. J. Mickle, fyrrum leiötogi liberala hér i fylkisþinginu, hefir nýskeö veriö geröur að “county court” dómari í “Northem Jud- icial District.” Þessari embættis- veitingu Mickles viröist vera vei tekiö og menn ánægöir meö hana. Nú er búiö aö gefa út verkið á byggingu berklahælisins viö Nin- ette hér í Manitoba. Wm. Bell frá Brandon hefir tekiö aö sér að reisa aöal byggingarnar. Svo er til ætlast, aö hælið veröi fullgert 1. Október næstkomandi. Frá Ottawa berast þær fréttir, aö í ráði sé aö féö sem veitt verö- ur til aö koma upp herflota hér í Canada, skuili nema þrem til fjór- um miljónum dollara á ári i fjög- ur til fimm ár. Enn fremur, aö þessu fé veröi ekki varið til aö byggja stór orustuskip hvorki hér eöa yfir á Englandi til viöbótar viö brezka flotann, heldur til þess aö koma upp strandvamarskipum handa Canada. 'Þ’essi er ætlun stjómarinnar, og fer Brodeur ráö- gjafi austur til Englands til aö tilkynna þessa fyrirætliun á alls- herjarfundi nýlendna brezka ríkis- ins, sem haldinn veröur í Júlímán- uöi næstkomandi. Neöri málstofan brezka hefir nýlega samþykt tekjuskattsfrum- varpiö með 299 atkvæöium gegn 96. Eftir því frumvarpi, er ensk- um auðmönnum gert aö skyldu aö greiöa 8 prct. tekjuskatt, tvö hundnuö dollara um áriö af hverri bifreið, 20 prct. af því sem land- eignir þeirar hækka í veröi o. s. frv. Og þegar auömaöur and- ast þá rennur í ríkissjóö 27 prct af öllum eignum hans, ef hann er miljónaeigandi. Og ef erfingi hans, álíka auömaöur, deyr sama ár og sá er hann tók arf eftir, fær ríkið önnur 27 prct. af eignunum. Ríkiö krefst þessa skatts í pening- um og þykir sem meö því móti míuni skjótt höggvast skarö í niiljónir aiuðmannanna ensku. Brezka herskipiö “Invincible“ er hraðskreiðasta herskip sem til er í heimi. 1 kappsiglingu nýskeö reyndist þaö geta fariö 28 til 29 sjómílur á klukkustund. Radium námur hafa fundist í Gttarda héraðinu í Portúgal. Þ'yk- ir sennilegt að þessi sjaldgæfi og dýri málmur, radíum, muni falla töliuvert í veröi eftir þenna námu- fund. Látinn er Dr. Theodore Barth, einn af forkólfum frjálslynda flokksins i þýzka þinginu, sextug- ur aö aldri. Milli þrjátíu og fjöru tíu ár haföi hann tekið áhugasam- an þátt í stjórnmálum Þýzkalands. Hann baröist fyrir þjóöræöisstefn unni, var mótfallinn miklum her- kostnaði. Hann haföi mikiö álit á stjómarfyrirkomulaginu í Banda ríkjunum og haföi nokkmm sinn- um ferðast hingaö vestur um> haf. Allsherjar fundur blaöamanna brezka ríkisins hefst næsta mánu- dag í Lundúnaborg. Deakin stjórnarformaöur í Austr alíu hefir símaö stjóminni í Lund- únum aö ráöaneyti hans sé fúst til aö leggja fram fé til aö byggja stórt orustuskip til viöbótar viö brezka flotann, eða efla hann sem því nemi á annan hátt ef það þyki betur henta. T'lboð Deakins kvaö hafa fengiö góöan byr hjá þjóö- inni þar heima fyrir. Sjaldan hefir verið varíegari viöbúnaöur haföur til aö gæta lífs Rússakeisara en nú um þessar mundir, þegar hann er að leggja af staö í ferö sína til finska flóans um miöjan þenna mánuö. Her- skip mörg fylgja snekkju hans, og ef hann fer til Cherburgh á Frakk landi og Cowes og hittir þar þá Fallieres forseta og Játvarð kon- ung um mánaöamótin Júlí og Ágúst, þá veröur hann þar í skjóli rússneskrar flotadeildar. En þess- &r feröir suður um Evrópu fer hann ekki nema hann komist heill á húfi til Poltava 17. Júlí; en þangaö ætlar harin til aö vera viö tvö 'hundruð ára minningarhátiö onistunnar viö Poltava, og á þá miklar varúöarreglur aö viðhafa til aö vernda líf keisarans. Lög- reglan hefir komist i snoðir um öflugt og víötækt samsæri. t öll- um borgum og þorpum meö fram jámbrautinni frá Pétursborg til Poltava hafa lögregluþjónar veriö á sveimi og tekiö höndum alla sem einhver grunur hefir falliö á. Meö fram járnbrautinni er keisaravagn inn fer um verður þéttskipaö her- mönnum um 2,000 milna svæöi. og biliö milli hvers hermanns ekki nema sex fet. Viö allar brýr em settir varðmenn margir, og ibúum í húsum þeim, sem lestin fer fram hjá í bæjum og þorpum, er harö- lega bannaö aö vera í þeim her- bergjum, sem vita út aö brautinni þegar keisara lestin fer fram hjá. Slíkar varúöarreglur hafa eigi átt sér staö í Rússlandi um möig ár og sýnir ljóslega hve hræddur keis arinn er um líf sitt, því aö allar þessar varúöarreglur kváöu vera eftir fyrirskipunum sjálfs hans. Látinn er frakkneskur forrík- ur auðmaður, Chauchard aö nafni rúmlega áttræöur. Hann átti myndasafn og kjörgripasafn afar mikiö og verömætt. Meðal ann- ars átti hann ábreiðu eina, er talin er $300,000 viröi og sagt aö enginn hafi fengiö aö stíga fæti á hana nema hann sjálfur. Einum vina sinna gaf hann fulla miljón doll- ara i erföaskrá sinni, en 40,000 dollara skipaöi hann aö verja til útfarar sinnar, enda var hún ein- hver sú viðhafnarmesta sem menn minnast aö gerö hafi verið ótign- um manni í Parisarborg. Á fundi, sem loftfarafélagiö í Lundúnum hefir nýlega haldiö, var samþykt aö skora á þingiö aö veita $250,000 til þess aö kaupa mætti eifct Zeppelins loftfaranna meö öllum útbúnaöi í því skyni aö smiöa eftir því nýtt loftfar, en þð betra og fiuillkomnara. ítalir eru aö færast í aukana og vilja bæta viiö lierskipastól sinn. Hermálastjórnin ætlar aö láta smíöa ellefu herskip stór og smá, og er svo til ætlast faö þau veröi öll fullger innan tveggja ára. Hermálastjórnin tyrkneska hef- ir i Hyggju aö flytja Abdul Ham- id, fyrverandi soldán, frá Salon- ika til eyjar nokkurrar í MiÖjarð- arliafinu, vegna þess aö uggað er um aö vera hans í Salonika veröi til þess aö æsa Tyrki til uppreisn- ar gegn nýju stjórninni. — Laun búðin, sem ALDREI BREGZT2 Alfatnaöur, hattar og karlmanna klæönaöur viö lægsta veröi í bænum. Gæöin, tízkan og nytsemin fara sam- an f öllum hlutum, sem vér seljum. _ Geriö yöur aö vana aö fara til WHITE MANAHAN, 500 Miain St., Winnipeq. nýja soldánsins, Muhamed V., eru ákveðin tuttugu þúsund tyrknesk pund um mánuðinn. Sjálfur hef- ir hann lofast til aö kosta af sín- um efnum útgáfu sögu Tyrkja, er á aö vera vel úr garöi gerö. Frá Berlín berast þær fréttir, að milliríkjanefnd ólympisku leikj anna, sem stödd er í höfuðborg Þýzkalands um þessar mundir, hafi samþykt aö taka tilboöi Svía um að halda ólympisku leikina í Stokkhólmi 1912. Norömenn í París héldu þjóö- skáldi sínu Björnstjerne Björnson samsæti 15. f. m. þar í borginni. Kona hans var þar meö honum. Ræöur voru fluttar og er til þess tekið hve Bjömson hafi rnælt fag- urlega fyrir minni Noregs. Þess er viö getiö, aö einn Islendingur hafi setið þessa veizlu; þaö var Guðmundur Finnbogason. Hann þakkaöi Björnson þau miklu og góöu áhrif, sem hann heföi haft á íslendinga meö skáldskap sín- um. Hagfræöisskýrslur F rakklands báru þaö meö sér áriö 1907, aö látist heföu á því ári í rikinu nærri tuttugu þúsund fleiri menn heldur en fæddust, og þótti þær horfur býsna skuggalegar. Nú eru ný- birtar hagfræðisskýrslur ársins í fyrra og eru horfurnar þar miklu álitlegri. Þar sést aö fæöst hafa 46,440 manns fleiri en dóu á því ári. Verkfall mikiö liefir staöiö um hríö í Philadelphia og hófu þaö vagnaþjónar Philadelphia Rapid Transit íélagsins. Verkfalli þessu lauk 4. þ. m. og báru verkfalls- menn algerlega sigur úr býtum. Forseti félagsins gekk aö öllum kröfum verkfallsmanna aö heita mátti. Ráöaneytiö á Frakklandi hefir samþykt 600 miljóna fjárveitingu er verja skal til herskipasmíða næstu tíu ár. Tólf stór orustu- skip og fjögur smærri er fast á kveðið aö gera skuli . Nýlega hefir það oröiö kunnugt aö á tæpum þrernur árum hefir Mrs. Russell Sage, ekkja vellríka auömannsins, gefiö í góögeröa- skyni samtals 25,000,000 'dollara. Russell Sage var í fimtíu ár aö eignast 65,000,000 dollara, eöa græddi $3,500 á dag til jafnaðar, en ekkja hans gefur nú aftur af þessum auö $25,000 á hverjum degi. Nokkur hluti bæjarins Presque Isle í ríkiniui Maine brann á mánu- daginn var. Um hundraö hús brunnu og eitthvaö þúsund manns eru húsviltir. Japanska stjórnin kvaö vilja gera nýja samninga viö Banda- ríkjastjórn, sérstaklega um inn- flutning Japana í Bandaríki og fá rýmkaö um hann. Murad Bey, ritstjóri nokkur í Constantinopel hefir verið dæmd- ur i Iífstíöarfangelsi fyrir ummæli hans í blaöinu fyrir stjómarbylt- ingiuna síöustu. Hann var einhver haröoröasti mótstööumaöur Ungu Tyrkja. Þó bældar hafi veriö niður óeiröimar í Litlu Asíu, er ástand- iö þar samt enn talið mjög ískyggi iegt, og Zinovieff, rússneski sendi herrann í Constantinopel, hefir bent stjórninni þqr á þetta í því aúgnamiði aö hún reyndi aö koma í veg fyrir aö óaldarflokkar þar eystra fari aö brytja kristna menn niður á ný. Mælt er aö fjögur hundruð Múhameðstrúarmenn og hundraö og tuttugu, sem ekki eru Múhameöstrúarmenn hafi veriö teknir fastir í Adana sakaöir um manndrápin sem þar vom framin fyrir skemstu. Dr bænum. og grendinni. Hér var á ferö um helgina hr. I. V. Leifur frá Mountain, N. D. Hann stanzaöi mjög stutt. Hr. Kristján kaupm. Benedikts- son frá Baldur, kom hingaö til bæjarins í verzlunarerindum a mánudaginn. aö komu sér til skemtunar. I>ar á meöal voru ýmsir af mönnum þeim er standa fyrir bæjarmálum í Grand Forks. Tekiö var á móti gestum þessum meö miklum fögn- iöi af bæjarráösmönnum hér og öörum borgurum, og var þeim ekiö um bæinn í bifreið og fariö meö þá á sérstakri rafmagnslest niönr til St. Andrew's Locks, og svo aftur alla leiö vesfcur i Assini- boine Park, þar sem þeim var veizla búin. Skipiö lagði á sta5 suöur aftur á þriðjudag laust eftir klukkan 4. Koma skips þessa hing- aö þótti nýlunda mikil, því þaö er hiö fyrsta er farið hefir alla þessæ leiö eftir ánni í síðastl. 28 ár, eða. síöan 1881. Kafteinninn á skip- inu er hinn sami, er fór síöustu feröina þá. Heimilisfang hr. Bjöms Líndals var ekki rétt tilgreint í seinasta blaði. Hann hefir Markland P.O. enn sem fyrri, þar sem hann hefir búiö mörg ár. 19. f. m. voru þau Ágúst Sig- urður Nordal og Súsanna Oliver gefin saman í hjónaband í íslenzku kirkjunni í Selkirk, af séra N. S. Thorlakssyni. Á eftir var haldin rausnarleg veizla í húsi því, sem brúöhjónin ætla framvegis aö búa í. Gestir voru bæöi íslenzkir og enskir. Mr. S. Hall lék á orgel í kirkjunni og Mrs. Hall skemti með söng í veizlunni. Ólöf Ingibjörg Steinsdóttir, ekkja Steins heitins frá Vík í Héðinsfirði, lézt 18. Mai aö heim- ili dóttur sinnar og tengdasonar, Mrs. og Mr. S. Thompson í Sel- kirk, 78 ára gömul. Hún á aöra dóttur austur i Fort William, Mrs. David Tweedle. Hún var jarö1- sungin af séra N. Stgr. Thorláks- syni 20. f. m. Hún haföi dvaliö hér í landi 22 ár. Mrs. Solveig Stone, 568 Ross ave., Iagöi af staö 6. þ. m. vestur að hafi til dótur sinnar, sem á heima nálægt Blaine, Wash. Hún dvelur þar um mánaðartima. Hingaö komu frá Islandi fyrra fimttidagsmorgum Mrs. Svein- björg Laxdal, kona Grims Laxdals í Wadena, Sask., ásamt 6 börnum þeirra. Einnig ekkjan María Kristjánsdóttir úr Olafsfirði í Eyjafjaröarsýslu, meö 7 bömum sinum. Hún fór til bróöur síns, S. R. ísfelds í Wynyard, Sask. Þetta fólk dvaldi hér aö eins nátt- langt og hélt því næst vestur. Einnig kom í þessium hóp Ragn- heiöur Danielsdóttir frá Veiga- stööum í Eyjafiröi, ásamt kjör- dóttur sinni 12 ára. Ragnh. er hálfsystir þeirra kaupmannanna Stefáns og Jóhannesar Sigurös- sona í Nýja íslandi, og fór hún til þeirra. Séra N. S. Thorláksson fermdi 12 ungmenni i Selkirk á hvíta- sunnudag, og eru þau talin hér: Kjristmumdur Bemharöur Ingi- mundarson. Sigfús E. Þorleifsson, Gestur Pálsson Anderson, ' Daniel Oliver, Emil Ágúst Jónasson, Lárus Þórarinn Jónasson, Kristján Einikur Finnbogason, Jón Mitchell, Jóhanna Lára Thorarinsson, Sigríöur S. Sigurösson, Tómasina Gunnfr. Thompson, Mrs. H. Halldórsson, 705 Willi- am ave, lagöi af staö í byrjun þessarar viku, ásamt tveim sonum sínum ungum, í kynnisför vesfcur til Blaine, Wash., þar sem faðir hennar, hr. Siguröur Bárðarson, á heima. Mrs. Halldórsson dvelur þar vestra um hríö. 30. f. m. voru þau gefin saman í hjónaband Miss Anna Bergman og hr. Sigurður Sigurðsson á heimili foreldra brúöarinnar, Mr. og Mrs. J. S. Bergman, Gardar, N. D. Séra K. K. Olafsson gaf þau saman. Eftir brúökaupiö fóm nýgi ffcui hjónin í skemtiferö til Seattle. Gufuskipiö “Grand Forks” kom á mánudagskv. Sunnan frá Grand Forks í N. Dakota, eftir Raiuö- ánni. Á skipinu voru nokkrir far- þegar þaöan aö sunnan, sem hing- Fermdir af séra Bjarna Thor- arinssyni voriö 1909: a. Markland. Páll Pálsson Árnason, Helgi Guömundsson,, Guðm. Kristinn Grímsson, Pétur Bjömsson Andrésson, Kjartan Július Gunnarsson, Hávaröur Elíasson. Olafia Pálsdóttir Árnason, Una Jakobina Gunnarsdóttir, Magnúsína Guörún Jónsdóttir, Ingibj. Guömundína Ásmundsd. b. Wild Oak. Valdiinar Erlendsson, Kristján Thorberg SSgurösson, Einar Viktor Guömiuindsson, Þorsteinn Guöm. Bjamason, Guðmann Sigfússon, Hemit Guöm. Jakobsson, Valdimar Davíösson. Ragnheiöur Olöf Bjamadóttir, Jóna Guöbjörg Albertsdóttir. Ath. Bömunum er öllum raöaö eftir hlutkesti. B. Th’.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.