Lögberg


Lögberg - 02.02.1911, Qupperneq 4

Lögberg - 02.02.1911, Qupperneq 4
4- LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. FEBRÚAR 1911. LÖGBERG Gefifl út hvern fimtudag af Ths Lög- BKRG PrinTING & PlIBUSHING Co. Corner William Ave. & Nena St. WlNNIPKG, - - MaNITOBA. STEF. BJÖRNSSON, Editor. J. A. BLÖNDAL, Business Manager. UTANÁSKRIPT: Tlwlögberg Printing& Pttblishing C«. P. O. Box 3084, Winnipcg, Man. utanXskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG P. O. Box 3084, Winnipeg, Manitoba. TELEPHONE Garry 2136 Verð blaðsins: $2.00 um árið. Viðskiftasamningarnir. A fimtudaginn var voru geröir heyrinkunnir bæöi í Ottawa og WasJfington samningarnir, sem ráöherrar vorir og Bandaríkjanna hafa veriö að smíða suður í Washington s'rSastliðnar vikur. Samningar þessir verða uppkast til laga, er bæði verða lagðir fyrir satnbandsþingið í Ottawa og þing Bandamanna í Wasfhington, og verða að hljóta samþykki beggja þinganna, til þess að verða að logurn. Það hefir löngum verið áihuga- mál Canadabúa, að komast að hag- kvæmum samningum um viðskifti við nágranna þjóðina sunnan við landamærin. Má svo heita, að um það hafi báðir stjórnmála- flokkar hér í landi veri’ð sam- þykkir lengst af, og ætti nú sizt við að gera þetta að sundrungar- efni. Samningar þeir, sem nú hafa verið gerðir, eru að því leyti ólikir öðrum viðskiftasamningum, sem gerðir hafa verið milli land1- anna, að jæir eru eins og vér gát- um til í síðasta blaði, ekki bundn- ir við neitt ákveðið árabil. Hvor þjóðin um sig á 'heimild á, þó viðskiftalög þessi verði samþykt, i að nema þau úr gildi hvenær sem henni sýnist. Aftur á móti getur | ekki önnur þjfólðin samþykt sum atriðin í uppkastinu, en slept öðr- um. Fielding ráöherra tók það skýrt fram, að hann gerði samn- ings uppkastið heyrinkunnugt, að það yrði að ná samþykki í heilu lagi. Ef það tækist ekki, þá væri alt uppkastið felt, og þá yrði að fitja upp á nýjum samningum. LítiII vafi virðist samt vera á því, að uppkastið nái samþykki sambandsþingsins hér 1 Canada. Allur þorri manna, sem kynnir sér uppkastið, mun fallast á, að það er stórmikið umbóta atriði, og Canada ómetanlegur Iiagur að það nái samþykki og verði að lögum. Tollur hefir verið lækkaður á mörgum varningstegundum og numinn alveg af ýmsum öðrum svo sem öllum afurðum bænda- býla, þar á meðal korntegundum. Þarf eigi að efa, að bændur taki 1 því feginshendi eins og skylt er. Tollur á akuryrkjuverkfæruitn og vélttm hefir verið færður niður í 15 prct. Þykir sumum það helzt til lítið. Spor er það í áttina samt og sennilegur fyrirboði þess, að sá tollur verði afnuminn tneð öllu, og væri það rétt og skylt og mjög mikilsvert, að akuryrkjubændur fengjtt framgengt óskum sínum í þeim efnum. Þetta mttnu bændur tdja aðal- ókostinn á uppkastinu. Það má og líka heita eini ókosturinn. En kostirnir eru margir og miklir. Fyrst og fremst er á það að líta, að Bandaríkjastjórn Itefir fallist á að færa miklu meir niður tolla á Canadavörum, heldur en niðurfærslan á tollinum hér megin landamæranna nemur. iÞað var að visu ekki nema eðlilegt, en gott að það fékst samt. Hér á eftir eru nokkur sýnis- horn þess. Tollur á hveiti i Can- ada hefir verið 12 prct., en hefir Canadabúa fýst að fá slíkt viðskiftasamband og er bágt að gizka sem stendur á hve stórfeldur hagur kann að þvi að verða á end- anum. íbúum Vesturlandsins hef- ir og verið það mikiö óhagræði og óánægjuefni, hve verð á ávöxtum ýmiskonar hefir verið hátt; er það að miklu leyti að kenna þeim háa tolli, sem verið hefir á innfluttum ávöxtum. Nú hafa ávextir verið settir á ‘frílistann’, og ættu því að lækka drjúgum í verði. Sömuleið- is verður tollur numinn af græn- meti og garða ávöxtum. Það kemur sér vel að vísu, því að tölu- vert hefir verið flutt inn af þeim matvælum þrátt fyrir það, þó að mjög góður sé jarðvegurinn hér til að rækta þau. Þess munu ýrnsir hafa vænst, að kol yrðu tollfrí, en svo varð ekki. Lækkaður hefir samt toll- tollurinn verið á þeim nokkuð. Liberalar hafa ávalt barist fyrir tolllækkun, og hefir núverandi satnbandsstjórn sýnt það á ný 1 verkinu, að henni er tolllækkun á- hugamál, með því að ná samn- ingum um uppkast það til samn- ingslaga, utn viðskifti milli Can- ada og Bandartkja, sem hér er um að ræða. Og mikið hefir unnist í tolllækkunaráttina, ef uppkastið verður samþykt, en á því er ugóð- ar horfur. Ef það verður að lög- um, þá léttist tollbyrði Canada- þjóðarinnar um nokkuð á þriðju miljón dollara árlega. Það ætti öllum hugsandi borg- urum þessa lantls að vera fagnað- arefni. Það er fornt og satt orð- tak að þess verði getið sem gert er. Væri því ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að vænta þess, að menn mintust þess, að það er nú- verandi sambandsstjórn, Laurier- stjórnin, sem gengist hefir fyrir þessari mikilvægTt og stórfengilegu uinbót í viðskiftum og sýnt það enn á ný, svart á hvitu, að hún berst fyrir tolllækkun og er fær um að koma henni á landi og lýð til ómetnlegs gagns. Fiskiveiðamál. Bandaríkjum 25 prct. Nú á hveiti að verða tollfrítt. Byggf á líka að verða tollfrítt. Tollur á því í Canada var 15 cent á tunnu, en Bandaríkjatollurinn 30 cent. Kart- öflur verða nú tollfríar. Tollur á þeim í Canada var 20 cent, en í Bandaríkjum 25C. Hafrar eiga og að verða tollfríir. Þar heftr Canadatollurinn verið færður nið- ur um 10 cent og BandarikjatoH- urinn um 15 oent á busheli. Þá er að minnast á tollafnám iá korntegundum. Það hlýtur að verða Candaabúum ómetanlegur hagpir, sérstaklega bændunum þar sem kornyrkja er að verða Íang- mikilvægasta atvinnugreinin. Enn fremur er það ekkert smáræðis- hagræði Canadabúum að eiga nú kost á tollfríum viðskiftum við 90 miljóuir manna, rétt fyrir sunnan sig, um allskyns afurðir bænda- býla, svo sem smjör, egg, fisk, ali- fugla, ost o. s. frv.. Um mörg ár I Með ofanritaðri fyrirsögn birt- ist grein í Gimlungi 18. þ.m., og er tilganugur þeirrar greinar auð- sjáanlega sá, að reyna að gera framkomu mína tortryggilega í sambandi við ferð mina til Ottawa síðastliðið vor. En sárast af öllu þykir höf. það, að eg hafi átt að neita því, að hr. G. H. Bradbury hafi verið vottað þakklæti á fiskimannafundinum, sem haldinn var á Ginili síðastliðið vor, fyrir frammistöðu hans í málum fiski- manna. Sannleikurinn er þetta: að kunningi minn í Selkirk spurði mig að, hvort það væri satt, sem stæði í Gimlungi, að eg liafi stutt tillögu J. P. S., um að votta hr. Bradbury þakklæti fyrir fram- komu sína í fiskiveiðamálinu. Eg svaraði, að áminst tillaga Iiefði ekki komið fyrir fundinn meöan eg var þar. Og því væri það ósönn staðhæfing, að eg hefði stutt uppástunguna eins og stóð í Gimlungi. A þessum fundi, sein var boð&ð- ur til að ræða fiskiveiða reglugerð ina, sem gefin var út 1 Ottawa 18. Apríl 1910, mótmælti eg eftirfylgj andi atriðoim, eins og sjá má í grein, sem var { bíaðinu “Tele- gram’’ 24. Maí, og hljóðar þannig: “Hann (Jóhannes Sigurðssonj sagðist samt vilja mótmæla þeirri grein, er takmarkaði birtingsveið- ina, því a1® hann áliti, að veiðitím- inn væri of stuttur, og fyndist sér liann ætti að vera frá 1. Des. til 15. Febr., og yfir þann tíma ætti að leyfa að brúka net með 3^ möskvastærð í birtings veiðistöð- um. Hann áleit einnig, að önnur grein kæmi hart niöur, einkum á þeim af bygðarmönnum, er hefðu tekið upp ís fyrir haustveiðina, og það væri sú grein er af tæki haust- veiðina þetta ár. Hann hélt því fram, að bygðarmenn ættu að fá sömu hlunnindi i þessu tilliti, eins og stóru fiskifélögin fengju við- vtkjandi hvítfisksveiðinni, nfl. eins árs fyrirvara. Hann áleit, að bygðarmenn ættu að fiá að fiska þetta haust svo þeir gætu notað upp ísinn sinn, og net, er þeir hefðu þegar keypt. Ef þetta væri ekki leyft, mundi það hafa í för meö sér tilfinnanlegan skaða fyrir margt fátækt fólk.” Mitt álit er það sama enn, að fiskimenn, sem búa hér við vatnið, ættu að vera teknir til greina, ekki síöur en fiskifélögin. í áður áminstri grein í Gimlungi 18. þ.m., er eftirfylgjandi staðhæf ing tekin úr blaöinu “Telegram”. Mr. Sigurðsson var ekki út- nefndur til þess aö fara til Ottawa til jæss að mótmæla hinum nýju fiskilögum.” Til skýringar þessu máli birti eg hér fundar ákvörðun frá sveit- arráðinu í Bifröst: “Tillaga frá Oddi G. Akranes, studd af Tr. Ingjaldssyni, 1. Að vegna þess, að með stjóm arráðsskipun gerðri í Ottawa 18. Apríl 1910, vom vissar breytingar gerðar á reglugerð þeirri er lýtur að fiskiveiðum á Winnipegvatni, þannig, að meö þeim er bannað að veiða fisk til að selja hann yfir September, Október og Nóv- ember 1910; 2. Og vegna þess, að hinum stóru fiskifélögum, er stunda veiöi á Winnipegvatni, er leyft að veiða fisk til verzlunar yfir veiðitimann til 15. Ágúst 1910, finst oss, að sömu hlunnindi ætti að veita þeim sem búa nœðfram vatninu, að veiða yfir hausttímann árið 1910. 3. Og vegna þess að þessir bú- endur, er eiga frystihús við Win- niiægvatn, hafa tekið upp ís, og búið sig undir haustveiðina haust- ið 1910, áður en hin nýja reglu- gerð var gefin út. 4. Og vegna þess, að það mundi valda mjög miklum örðugleikum og fjármunalegu tjóni, að svifta þessa menn tækifærinu til að stunda haustveiðina árið 1910, Þess vegna sé það ákvarðað, að að þetta sveitarráð mætt á lögmæt um fundi mæli með því, að með tilliti til þess, sem að ofan er sagt, sé hin ofannefnda stjórnarráðs- skipun endurbætt þannig, að leyfi megi veita búendum við Winni- pegvatn, til að stunda haustveiði árið iyio.” Sveitarráðið sendi mér afrit af ofanritaðri fundarályktifn og bað mig að mæla með henni við ráð- herra fiskiveiðamálanna í Ottawa, og varð eg við þeirri bón. Fyrir þessa framtakssemi sveit- arstjórnarinnar í Bifröst fékst sú Iagfæring, að menn fengu að fiska í Winnipegvatni síðastliðið haust. Eg furða mig ekki á því, þótt höf. greinarinnar í Gimlungi myndi eftir sögu J. Hallgrímssonar um legginn. Höf. er svo lengi bú- inn að liggja i sorpinu, og engir hafa fengist til að þrifa hann upp, hvernig sem hann hefir beðið. Heyrst hefir, að Campbell hafi látið bólu í endann á honum, og þingmaðurinn hafi viljað gera úr honum þráðarlegg. En það hefir orðið alt til einskis. Hann ligfgur einlægt í sorpinu, því að fólkið sér hann í sömu mynd og Bólu- Hjálmar sá Mörð' þegar hann kvað: “Óþægur var í æsku hann, Illráður þegar stálpast vann.” J. Sigurðsson, Gimli, 28. Jan. 1911. hafa við herinn og aðrir, sem her- máladeildirnar hafa í þjónustu sinni. En því verður þó eklti hrundið, að heilar hersveitir manna lifa án þess aö framleiða nokkurn iönað, og þjóðin verður að leggja þeim alls á þessu ári $355.9!5.140. Gegn þessum af- skaplegu útgjöldum, kemur engin Iramleiðsla í aðra hönd. Þetta er ,,vátryggingarfé“ fyrir öryggi þjóðarinnar, segja hermennirnir, Og þeir miklast yfir því, að 4,800- 000 þýzkra hermanna geti gripið til v®pna þegar í stað, ef þeim ófrið bæri að höndum. Og ef allir eru kvaddir til vopna, þá hefir Þýzkaland 6,064,000 her- manna á að akipa. Og þcir sem herstefnunni fylgja, spyrja, hvort það skifti þýzka ríkið nokkru þó það sé í mikilli fjárhagslegri þröng án þess að hugsa um einhver skynsamleg úrræði til að losast úr þeirri klípu. En í augum þýzkrar alþýðu er það alvarlegt tákn tímanna að friðarheiinn, sem nam 401,659 árið 1871, hefir aukist svo á 40 árum, að hann telur nú 714,000 manns og það er enginn sýnileg- ur útvegur til að stemma stigu fyrir þeim vexti. Aukinn fólks- fjöldi dregur ekki úr byrði bænd- anna. Flotinn vex hröðum skref- um eins og fólksfjöldinn, og stækkun flotans hefir meir en hlut- fallslegan kostnað í för með sér. Hvar á þetta að enda? spyrja menn. Þýzkaland hefir fyrir löngu farið fram úr Frakklandi, sem ekki getur kvatt jafnmarga hermenn til vopna. En áköfustu hernaðarfrömuðir Þýzkalands, krefjast þess, að Iandherinn sé aukinn svo, að hann sé einn fær um að mæta hvaða tveim stór- veldum, sem í móti þeim kunni að snúast, alveg eins og breakir vígamenn vilja að floti sinn sé þre faldur eða fjórfaldur við herflota annararíkja. Þeirsjá það ekki, að nú þegar er svo komið, að þessi feykilegu útgjöld eru tekin Hernaðarok Þýzkalands Útgjöld til hers og flota á Þýzka- landi, eru ákveðin til fimm ára í senn, en ekki til eins árs. Þess vegna hefir nýskeð verið langt fyrir Ríkisdaginn áætlun um her- kostnað á árunum 1911—1915. I því frumvarpi sést enginn vottur þess, að minkuð verði á þessu tímabili sú gjaldabyrði, sem þýzk- ir bændur og alþýöa verða að bera. Enginn hermaður hefir heyrst tala að því, að draga úr herkostnaöinum. Meira að segja samxvæmt tillögum hermálaráð gjafans vaxa útgjöldin um$2,207, 980 á þessu ári, í samanburði við árið 1910, og að auki er bætt $4,021,000 við flotaútgjöld, og $332,222 ganga til eitirlauna, svo að útgjöldin aukast als hér um bil $6 500,000. Meira að segja fram til ársins 1915 verður út gjaldabyrðin árlega aukin um $5,450,000, og þar að auki verð- ur $20,600,000 jafnað á þessi fimm ár til óvísra og bráðabirgða útgjalda, eftir því sem Gedke ofursti segir, en hann er nú helzti hermálaritböfundur Þjóðverja. Þessi auknu útgjöld ganga til nýrra herflokka og aukinna flota- deilda. Nú verða t. d 108 nýir fallbyssu-flokkar, tvær nýar loft- fara herdeildir og ein bifreiðar herdeild, og til þess hafa 5,479 nýir menn verið teknir í herinn, svoað í honum er nú 644,000 manns. En Gedke heldur því fast fram, að með vaxandi fólks- fjölda, aukist tala herskyldra manna svo, að ekki verði færri en 714,000 menn í sjóliðinu, sem teknir verða frá friðsamlegum störfum. Svo stórfengilegar sem þessai tölur eru, virðast þær reiknaðar af mikilli nákvæmni, og hefir þeim ekki verið hrundið með rökum svo að vér vitum. En auðvitaö eru þar meðtaldir allir verkamenn, sem atvinnu að sjúga blóð og merg úr þjóð- unum. Og Gedke ofursti kemst svo að orði: ,,Sú stjórn, sem heldur fast fram þessari stefnu, ætti að vera lokuð inni í geðveikra hæli, því að stefna hennar yrði vissulega til að kippa fótum und- an þjóðfélagi voru, með því að sjúga blóð og merg úr þjóðinni. “ Jafnvel þessi meðhaldsmaður mik- ils vígbúnaðar, játar aö yfirstjórn hers og flota á Þýzkalandi, hafi hvorki skilning á, hve nauðsyn- legt sé að gæta varfærni í fjármál- um í þessu efni, né þekking á því, að framför þjóðarinnar í félags- málum, iðnaði og sparsemd sé meira virði þegar til lengdar læt- ur, heldur en sífeld aukning land- hers og fiota. Ef vér berum saman liðstyrk Þýzkalands við félagsþjóðir þess í þríríkja-sambandinu, þá sjáum vér enn betur, hve byrði Þýzka- lands er þung. Austurríki og Ítalía hafa nú hvort um sig 379- 000 og 256,000 manns undir vopnum. Til samans er her þeirra beggja á friðartímum hér um bil 644,000 manna undir vopnum. En herkostnaður Aust- urríkis og Ítalíu er nú ekki nema io mörk á mann, eða $2.50, þar $4,25 korna á hvert mannsbarn í Þýzkalandi. Ef Austurríki og Ítalía ætti að hafa hlutfallslega jafn mikinn hérbúnaö eins og Þýzkaland, yrði her þeirra beggja 855,000 manns' Þegar alt kem- ur til als, þá er þetta hernaðarok ekki annað en nýtísku þrældóm- nr. Menn eru teknir frá heimil- um sínum eitt, tvö eða þrjú ár, af því að ríkið fullyrðir að þaö þurfi einn góðan veðurdag á lífi þeirra að halda að fórn fyrir met- orðagirnd, ós'rir eða fljótfærnis flónsku stjórnenda sinna. Alt siðferði Evrópu-þjóðanna er sett skör lægra, með því að draga í- búana inn í víggirtar herbúöir, eins og allir Jæknar og siðíræð- ingarvita. En það er til menn, svosem Roberts lávarðnr á Eng- landi, sem fella vilja samskonar fjötra á þjóð sína, og frá Wash- ington fréttum vér, að nemendur á hermanna skólanum sé líka sannfærðir um, að vér verðum að taka upp almenna herþjónustu. nema vér eigum að verða undir- okaðir af ,,siðleysiugjum“, sem í mörgu standa oss þó framar. Þess vegna er það sannarlega hressandi að sjá mótmæli frá svo mikilsmetnum rnanni, sem Gedke ofursta, eða rainsta kosti á mönn- am að skiljast þaö, að til eru önn- ur takmörk en þau, að búast til manndrápa. En hann er ekki annað en uppgjafa herforingi; hið forna, ólgandi hermenskublóð er líklega farið að þynnast í æðum hans. (Þýit.) 1 Bindindis útbreiðslu- fundur er haldinn var að tilhlutun stúk- unnar Skuld 18. þ.m. í Goodtemp- larahúsinu tókst vel. Gunnl. Jóhanns9on, formaður prógramsnefndar, stýrði fundL Fyrst á prógraminu söng Miss Efemia Ttiorvaldsson sóló. Að því búnu flutti séra Rúnólfur Marteinsson aðal ræðuna, og er það ein allra bezta og efnismesta bindindisræða, er eg minnist að hafa heyrt/ Maðurinn kemur mjög vel fram á ræðupalli; hann er látlaus en einarður, sannfær- andi og aðlaðandi alt í einu; hann talar gott alþýðumál, svo að hver maður getur skilið. Hann slær ekki utn sig með ramflóknum setninga skipunum eða óalgengum orðum, eða neinu öðru málfræöis- skrumi, sem ekki er nauðsynlegt. Hann er laus við allan leikaraskap og er það meira en sagt verður um ýmsa aðra af okkar mentamönn- um; hann segir ekki heldur það sama upp aftur og aftur; hann er líka sérstaklega vel fær um að tala um þetta mál, því að hann hefir kynt sér það vel, og er strangein- lægur bindindismaður. Að ræðunni var gerður góður rómur og gáfu sig strax fram menn og konur á fundinum, er sögðust óska inngöngu í G. T. stúkurnar á næstu fundum. Þ!á söng Halldór Thorolfsson sóló, og var því vel fagnað. Næst talaði Skafti B. Brynjólfs- son, og sagðist honum snildarlega eins ág hans er vandl Það sefur enginn rólega á næstu hálfmílu meðan hann er að tala. Næst söng Olafur Eggertsson sóló, og lék efnið svo vel um leið og hann söng, að allir dáðust aðL Leikara bæfileikar hans komu þar komu þar vel fram eins og fyr. Næst las cand. Þ.Björnsson upp nokkrar gamansögur og skrítlur. Hann er góður fyrirlesari og fólki hér nýtt að heyra til hans. Að því búnu sleit forseti fund- inum, og bað alla að syngja “Eld- gamla ísafold”, undir stjórn org- anista stúkunnar, Miss Signðar Friðriksson. Fundurinn var vel sóttur. Þó hefðu fleiri komist þar fyrir. Fundnrinn var í alla staði upp- byggilegur sem útbreiðslufundur; fræðandi fyrir þá, er þess leita, og skemtilegur fyrir þá, er það eitt er nóg. Sleppið því ekki tækifæri þegar næsti útbreiðslufundur verð ur haldinn. Því miður var enginn hraðritari á fundinum til að taka niður það sem ræðumenn sögðu, en vel voru ræður þeirra þess virði að koma á prent. Þó skal eg setja hér ofurlítið ágrip af þeim eftir minni. Séra M. Marteinsson sagði með- al annars þetta: “Hvar stöndum vér? Þegar athugað er hvað vín- sölumenn eru samtaka, hversu þeim hefir tekist að ónýta beiðni fólks í hverri sveitinni eftir aðra, hér í Manitoba, um vínbanns- atkvæðagreiðslu; þegar gáð er að því, að hver einasta stjórn virðist vera meira hlynt vínsölumönnum en þeim, sem berjast fyrir bind- indi; þegar litið er á hve örðugt gEngur oft að láta G. T. stúkur lifa, og að áhuginn hjá vorum eigin mönnum er ekki þaö hálfa við það, sem hann ætti að vera—, þá er sannarlega ástæða. til að vér hugleiðum hvar vér stöndum, gáum að hvort vér erum á réttri leið. Ef hindindi og vínbann er ekki rétta leiðin, til að berjast á móti ofdrykkjunni, þá ætti að benda oss á einhverja heppilegri leið. Ekki er það sönnun gegn máli voru, þó unt sé að benda á áhuga hjá vínmönnum og áhugaskort hjá bindindismönnum; það sannar ekk ert annað en það, aö eigingirnin er sterkasta aflið í mannfélagi voru. Vinmenn vinna að sínu mtáli af því þar er jarðneskur hagnaður þeirra. Ef templarar á hinn bóginn vinna ekki nógu vel að þvi, sem þeir hafa skuldbundið sig til, mætti sama umkvörtun koma fram í sambandi við alt mannúðarstarf í heiminum. Ekki heldur förum vér bindind- ismenn að hopa á hæl, þó vér sjá- um sumt “fina” fólkið hafa mætur á víninu; það mun síðar reka sig á, að vínnautnin er ekki eins ‘fín’ NORTHERN CROWN BANK AÐALSKRIFSTOFA f WINNIPEG HöfaðstóH (leggihur) . . . $6,000,000 HöfoðstóH (greiddor) . . . $2,200,000 STJÓRNENDUR: Formaflur ..... Sir D. H. McMillan, K. C. M. G. Vara-formaður - Capt. Wm. Robinson Jas, H. Ashdown H. T. Champion Frederick Nation D. C- Cameron W. C. Leistikow Hon. R. P, Roblin Aflalráðsraaflur: Robt. Campbell. Umsj.m. útibúa L. M. McCarthy. Alskonar bankastörfum sint í öllum útibúum.—Lán veitt einstaklingum, Firmum, borgar- og sveftar-félögum og félögum einstakra manna, með hentugum skilmálum.—Sérstakurgaumur gehnn að sparisjóðs innlögum. Útibú hvevetna um Canada. T. E. THORSTEINSON, Ráösmaður. Corner William Ave. Og Nena St. Winnipeg. Man. T T ✓ , * kostaboð Lögbergs sem nagnytlO auglýst eru á öðrum stað. Tl»c ÐOMINMJN BANk SELKIKK UtlUClt). AUs krmar bankastdrf af hendi leyst. Spttrisjóðsdeildin. Tekið við ioHÍögnm, frá $i.oo að upphæt og þar yfir Hæstu vextir borgaöir tvisvai smnum é án. Viðsinftom bænda og ann arra eveitamanna sérstakur gaamur geftm. Bréfieg innteggog úttektir afgraiddar. Ósk afl eftir brétavJOskéítnm. Gsetddur höfoðstóU .. S 4,000,000 VarmsjáSr og óskiftwr gróði S 5,300,0« AQar eigmr ..........$62,600,008 Inruaignar skírteiní iiettar ol cradits) s»ié «ra »ra gseAsBleg ua aUno h»im. J. GRISDALE, bankastjóri. CAflADSS FlMESr THEATRE Canada’t Afost Boantifal and Costly PUyhoooo m 5 Þriðjud., 31 Jan. GertrudeEluott (Mrs. Forbes-Robertson) í laiknnm “THE DAWN 0F A T0M0RR0W” Verð EVENINGS. $2.00 til 25c; MATINEEl $1.50 il 25c. Vikuna 6. Febr. Matinees Wed. & Sat. Chicago’s Big Mnsical Reyne “Miss Nobody from Starland” olive'vail og 65 söngfólki og dansfólki See Famous Dress Rehearsal Scene Verð EVENINGS. $1.50 til 25c; MATINEES $1.00 til 25c. Sætin tilbúin á Föstudag. og það heldur í svipinn. Aðrar leiðir en þá, sem oss sýnist rétt ,hefir verið bent á. 1. Gautaborgar tilhögunina á vínsölunni, það að hafa hana í höndúm stjórnarinnar, hefir Suð- ur Carolina ríkið reynt. áú til- högun hefir ekki minkað ofdrykkj una, en í sambandi við hana hafa komið fram einhver hin gifurleg- ustu fjárglæfra íbrögð, sem hafa átt sér stað á þessu meginlandi. 2. Þjóðverjar hafa í fleiri aldir verið að kenna fólki að drekka á réttan hátt, en eru ekki ibúnir að því enn. 3. Sumir segja: Þétta vinst alt með þekkimgu, með því að öllum sé kent að þekkja hin skaðlegu á- hrif vinsins á mannlegan likama. Ef svo væri, hvernig stendur þá á því, að margir af læknum eru ofdrykkjumenn? Og sannleikur- inn er það einnig, að opinberir vínsölustaðir eru hinir öflugustu kennarar, sem hugsast geta, að kenna mönnum að drekka; 90 menn af hverjum 100 breyta þvert á móti betri vitund og þekkingu, þegar tilhneigingin kemur í bága við þekkinguna. Nei, vér vinnum aldrei verulega bug á ofdrykkjunni fyr en hverju einasta vinsöluhúsi er sópað burt úr landinu. Fyrir hér um bil ári síðan sendi blaðið “Free Press” hér í bænum óháðan fréttaritara suður í Banda ríki í vinbannssvæðin, til að rann- saka ástandið þar. Hefir þó það blað ekki sýnt, að aþð sé sérstak- lega hlynt bindindi. Vitnisburður fólksins á þeim svæðum var þvínær algerlega samhljóða, að vínbann væri til góðs. Áfram því með dug og dáð að útrýma vínsölunni úr landinu”. S. B. Brynjólfsosn sagði meðal! Það sem eftir er þessarar viku annars: Að einhver versti ókostur Verður sýndur í Walker leikhúsi vínsins væri sá, hvað það BOBINSON 3J* Hin mikla • brunasala stendur sem hæst í dag í Robinsons búð. Þúsund- ir manna faera sér það í nyt verðið ákaflega niðursett Komið og skoðið hið mikla úrval af steindum búshlut- um, GJAFVERÐ. ROBINSON !L£ I M *u r> K. • sa, nvað parv væn hinn faffri seindrepandi; ef það dræpi mann sem neytti þess til muna á segjun: tveim árum, þá væri ástandið mörgum sinnum betra. í fyrsta lagi inundu þá flestir láta það vera að neyta þess, og í öðru lagi hefðu drykkjumennirnir þá minna tæki- færi til að murka lífið úr allri fjölskyldunni áður en þeir yltu út af sjálfir. En þar sem vínið er svona lengi að vinna verk sitt þá eru úrslitin þessi, að þeim tekst vanalega að drepa alla þá er þeir áttu að \æita lifsuppeldi og forsjá, úr allskonar allsleysi áður en þeir hröklast út af sjálfir. Margt fleira sagði hann átakanlegt. Þér vitið líklega að lungnabólga byrjar alt af með kvefi. En aldr- ei hafið þér heyrt þess getið, að kvef hafi snúist upp í lungnabólgu ef Chamberlains hóstameðal (Cha- mberlain’s Cough RemedyJ var notað. Hvers vegna skyldi ekki nota þaö, þegar það fæst fyrir lít- ið Selt í öllum lifjabúðum. Leikhúsin. Walker leikhús hefir nú um tíma hætt að sýna söngleika (vau- devillej og í þess stað tekið upp viðhafnarmikla sjónleika eins cg á fyrstu árum sínum. Walker ráðsmaöur hefir gert sér far um, að útvega hina frægustu leikend- ur hvaöanæfa. og frægi sjónleikur, “The Dawn of To-morrow” eftir Mrs. Frances Hodgson Burnett. Aðal leikandinn er Miss Gertrude Elliott, fríð og víðfræg leiljkona. Hið eiginlega nafn hennar er Mrs. Forbes Robertson; hún er kona hins fræga ensica leikara Forbes Robertsons. Leikur þessi var sýndur heil t ár í Lundúnum og hefir farið sigrihrósandi um allar stórborgir Bandaríkjanna. Alla næstu viku verður Ieikur- inn ‘Miss Nobody from Starland’ sýndur í Walker leikhúsi, matin- ee á miðvikudag og laugardag. Leikflokkurinn er stór og vel æfði- ur, sýningar og leiktjöld hvort- tveggja næsta fagurt . Edward Terry heitir einn hinn frægasti leikari Englands, sem nú er að ferðast um Bandaríkin með flokk sinn. Hann kemur hingað 13. Febr. og verður hér þá viku alla og leikur þá marga sjónleika, er síðar verður frá sagt Venjulegustu orsakir til maga- veiki eru sifeldar setur, lítil úti- vist, tilbreytingarleysi í mataræöi, stífla, lasburða lifur, áhyggjur og hugarvil. Breytið til batnaðar og reynið Chamberlains magaveiki og lifrartöflur (Chamberlain’s Stom- ach and Liver TabletsJ og yður mun bráðlega batna. Seldar hjá öllum lyfsölum. I

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.