Lögberg - 23.11.1911, Blaðsíða 1
’W
t.
Grain Commission Merchants
-- 20 1 GRAIN EXCHANGE BUILDING -
Members Winnipeg Grain Exchange, Winnipbg
. I
ISLENZKIR KORNYRKJUMENN
Sendið hveiti yðar til Fort William
eða Port Arthur, og tilkynnið
Alex Johnson & Co.
20I QRAIN EXCllANQE, WINNlPEG,
Fyrsta og eina íslenzka kornfélag í Canada.
24. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 23. NÓVEMBER 1911
NÚMER 47
ALÞINGISKOSNINGAR
Á ISLANDI.
SIGUR HEIMASTJÓRNARMANNA.
Áreiðanlegar fréttir um úrslit kosninganna í 13 kjördæmum hafa
Lögbergi borist í bréfi til ritstjórans frá 3. Nóvember.
Símafrétt gat ekki komið fyrir þá sök,
að síminn er slitinn.
Þessir hafa verið kosnir:
í Reykjavík: Kosnir. Fallir.
Lárus H. Bjarnason.............................924
Jón sagnfræöingur Jónsson......................874
Dr. Jón Þonkelsson.................................... 657
M. Th. Blöndal........................................ 653
Halldór yfirdómari Daníelsson......................... 172
Dr. GuSm. Finnbogason.................................. 82
í Ámessýslu:
SigurSur búfr. SigurBsson......................401
Jón búfr. Jónatansson..........................344
Séra Kjartan Helgason................................ 298
Hannes Þorsteinsson................................... 277
í Rangárvalla sýslu:
Einar á Geldingalæk Jónsson....................430
Séra Eggert Pálsson............................243
Tómas á BarkarstöBum.................................. 201
í Vestur Skaptafellssýslu:
Siguröur sýslumatSur Eggerz....................131
Gísli Sveinsson........................................ 57
í Vestmanneyjum:
Jón bæjarfógeti Magnússon..................... 99
Karl sýslumaSur Einarsson.............................. 72
Á SeytSisfiríi: N ..... i. ,gj
Valtýr Guðmundsson............................. 74
Kr. læknir Kristjánsson................................ 60
Á Akureyri:
GutSl. bæjarfógeti GutSmundsson................188
Sig. Hjörleifsson................................... 134
1 Strandasýslu’:
GuitSjón GutSIaugsson...........................100
Ari Jónsson.......................................... 96
Á Isafiröi:
Séra SigurtSur Stefánsson..................... 115
Kr. H. Jónsson.......................................... m
Sigfús Bjarnason :..................................... 63
í SuSur ísafjarSarsýslu:
Mattías Olafsson...................... .. .. 114
Séra Kristinn Daníelsson............................. 112
í Snæfellsnessýslu:
Halldór læknir Steinsson......................243
Hallur á Gríshóli..................................... 144
í Mýrasýslu;
Magnús próf. Aridrésson....................... 126
Haraldur prófessor Níelsson .......................... 101
f Borgarfiröi;
RáSherra Kr. Jónsson.. ..............194
Einar Hjörleifsson..................................... 89
Þorsteinn á Grund...................................... 35
í Gullbringu og Kjósar sýslu ..
Björn bankastj. Kristjánsson .. .. -...........452
Jens próf. Pálsson.............................433
Björn Bjarnarson...................................... 244
Matthías Þórðarson.................................... 247
Af þessum 18 þingmönnur, eru tveir hinir síðustu andstæðing-
ar stjórnarinnar, Vafasamt þykirhvar skipa skal Sig. Stefánssyni
og Jóni Jónatanssyni, hinir allir vissir heimastjórnarmenn. Svo er
sagt, að kæi;t verði yfir kosningtt séra Sigurðar og Mattíasar Olafs-
sonar. Lausafregn segir Skúla Thoroddsen! ikosinn í hinu garrila
kjördæmi hans. Um kosningar í 9 kjördæmum er engin frétt kom-
in. Þar á meðal er Barðastrandasýsla og Dala, þar sem þeir sækja
Björn fyrv. ráðherra og Bjami frá Vogi.
Skip ferst
Skip sleit upp í Martin River,
Quebec, í ofveðri á föstudaginn,
rakst á klett og liSaðist sundur á
stuttri stundu Skipið var norskt
og skipsmenn sumir norskir, sumir
enskir. Mannbjörg varð ekki við
komið fyrir veðrinu og fórust tólf
en þrir komust af mjög þrekaðir.
Tvö hk hafa náðst, en enginn
þekkir þau með því að þeir þrír,
sem komust af, voru nýkomnir á
skip, þegar það fórst, og voru öll-
um ókunnugir.
Sir Wilfrid Laurier
varð sjötugur 20. þ. m. Þann dag
hélt hann ræðu á þingi, snjalla og
fyndna, svo að sagt er, að hann
hafi sjaldan betur gert. Þingmenn
höfSu skreytt blómum sæti
hans í þinginu og samfagnaSar-
skeyti bárust honum viSs vegar og
aS. Vonandi vinnast honum kraft-
ar og iheilsa til þess aS beita sér
um mörg ár enn landi voru til
gagns og sóma.
Kveðjusamsæti.
KveSju samsæti var haldiS Mr.
Hirti SigurSssyni og konu hans og
börnum á föstudaginn í tilefni af
burtför þeirra úr Argyle-bygS.
Þeim hjónum voru gefnar gjafir,
og afhenti þær Hr. Chr. Johnson
meS snjallri ræSu. Séra H. Sig-
mar og C. B. Johnson töluSu þar
einnig. Mrs. SigurSsson svaraSi
fyrir hönd þeirra hjóna.
Séra Fr. Hallgrímsson afhenti
dætrum þeirra, HólmfríSi og
Kristínu, sitt gull-locketiS hvorri.
frá bandalagi FrelsissafnaSar, meS
vinsamlegri og lipurri ræSu, og
þakkaSi öllu því fólki fyrir þann
drjúga skerf, sem þaS hefir átt í
starfsemi Frelsissafn. frá fyrstu
tíS.
Beztu óskir vina og nágranna
fylgja þeim til nýju stöSvanna.
Hertoginn setur þing.
Alþing Canadalanda var sett á
fimtudag. hiS tólfta í röSinni, af
hans konunglegu tign, hertoganum
af Connaught, aS viSstöddum meiri
mannfjölda en dæmi eru til og
meiri viShöfn en áSur hefir gerst.
Hertoginn ók til þinghúss meS
miklu fylgdarliði skrautlega búinn.
og las upp þingsetningar ræSuna í
sal öldungaráSsins, hæði á ensku
og frönsku.
Heldur þótti lítiS koma til lof-
orða stjórnarinnar í þingsetningar
ræSunni, um framkvæmdir í al-
mennings þarfir. HiS helzta og
nálega eina var það. sem lengi
hefir veriS von á, að kornhlöSur
viS stórvötnin yrðu gerSar aS
þjóSeign og kornlögin skyldi end-
urskoða og setja í einn lagabálk.
Um tollana var þaS loforS endur-
nýjaS, sem Mr. Borden flutti á
málfundum í sumar, og engum
hefir þótt nokkurn tíma nokkuS
til koma, aS nefnd skyldi sett til
aS íhuga og yfirskoBa þaS mál.
Verzlunarsamningar skulu gerSir
viS Vestindiur og brezku Guiana,
ráðstöfunum lofaS til endurbóta á
þjóSvegum svo og athugan á land-
búnaSi, í samráði viS stjórnir
fylkjanna, en ekki var einu orði
vikiS að þvx, hvaS stjórnin ætlar
fyrir sér í þessum málum, og eft-
irtektavert má það kallast aS her-
skipaflotinn var ekki nefndur á
nafn.
Verkf?ll í Montreal.
Þeir. sem vinna að hleðslu og
afferming skipa í Montreal, 1,000
aS tölu, hættu verkum á föstudag-
inn, allir sem einn maður. Þeir
hafa krafizt 50C. txm timann í staS
30C., er þeir hafa nú. Auk þess
telja þe:r félagsstjórn skipseigenda
hafa brotiS samþyktir og loforS.
gert jjeim mishátt undir höfði eft-
ir því. hvort þeir voru í sambandi
verkamanna eða ekki, og margar
aðrar kvartanir bera þeir fram.
VerkfalliS kemur á hinum óhent-
ugasta tima; nú er vika þar til
skipagöngum til Mcntreal lýkur,
skip aS eins vátrygS til 25. Nóv..
og viðbúiS aS þau fari tóm eða aS
öðrum kosti lendi í illviðrum og
ís og frjósi inni. Á þeim sem
lengst var komiS aS hlaSa, var
hver skipsmaður settur til verka,
frá stýrimanni til léttadiængs, aS
bera vörur á skip, en þaS miun þó
hvergi nærri duga.
Verkfall þetta er talið varða viS
lög, þau er kend eru viS Lemieux,
og svo kveða á aS slík deilumál
skuli í gerðardóm lögS, áður en til
verkfalls kemnr. Skipae;gendur
þar á meðal C. P. R. og Allan,
gera sitt til aS fá stjórnina til aS
skerast í leikinn.
Hið nýja ráðaneyti
í Kína.
Yuan sá, er vér sögSum frá síS-
ast, aS komiS hefði til Pekin fyrir
bænarstaS stjórnarinnar, hefir
stofnaS nýtt ráSaneyti. í því eru
margir, sem taldir eru vinir og
meðhaldsmenn uppreisnarinnar og
surnir útlagar frá dögum keisara/
ekkjunnar frægu. Sumir hinna1
nýju ráSherra hafa ekki veriS
spurðir um leyfi, veriS útnefndirj
umtölulaust, og eru margar getur
leiddar um, hve lengi sá samtíning-
.ur muni hanga saman og viS völd. j
ÞaS er surnra tilgáta, aS Yuan1
njóti lítt kænsku sinnar, er hann
sýndi áSur, og sé honum illa aftur
fariS, en aðrir segja, að hann viti
víst fótum sínum forráS og sé
djúpsettari í ráðum en nokkurn
gruni. Þó aS hann hafi þá í ráSa-
neyti sínu, sem uppreisninni eru
vinveittir, þá lætur hann svo viB
sendiherra stórþjóðanna, aS hann
skuli vissulega buga uppreisnar-
menn og tvístra liði þeirra.
Svo er sagt, aS stórveldin séu aS
Kinaveldis, til afborgunar lána svo
og skaðabóta samkvæmt samning-
um frá timum Boxara stríBsins.
Ef til þess kemur, þá er þaS talinn
vottur þess hvaS verSa vill. aS
stórveldin skerist í leikinn og taki
aB sér forráS fjármála í Kínaveldi.
Þing þeirra Kínverjanna, er
kvatt var til Pekin fyrir skömmu
ráðgast nú um þaS, hvort þaS
skuli halda áfram aS vera til efða
hætta. Fjölda margir þingmenn
hafa flúiS úr Pekin eSa gengið af
þingi af öðrum ástæðum, svo að
fátt eitt er eftir.
HingaS til hafa Evrópumenn
verið óhultir i Kínaveldi, og þykir
þaS dæma fátt, svo mörg hrySju-
verk sem þar fremja hvorir á öðr-
um, uppreisnarmenn og stjómar-
sinnar. Þó berast sögur af því
hina síðustu daga, aS nokkrir. út-
lendingar hafi veriS vegnir, tveir
þýzkir og einn franskur og ef til
vill nokkrir fleiri. Stórveldin ger-
ast nærgengari með degi hverjum.
Japanar hafa skotið her á land,
þar sem heitir Che Foo og Ame-
ríkumenn gert orö til Manila, að
senda þaðan 2,000 manns til Kína.
ÞaS er taliS vafalaust, aS aBrir
fari aS þeirra dæmi.
Samskotum
til minningarsjóSs Hannesar Haf-
steins heldur áfram. í upphafi
var gert ráS fyrir, að þeim skyldi
lokið 10. Nóvember, á afmælisdegi
hins fyrsta ráðherra íslands, en sú
breyting hefir verið þar á gerð, að
þau haldi áfram til xo. Desember
næstkomandi .
Sjóðurinn er stofnaður til þess
að styrkja fátækar og efnilegar
stúlkur til náms við háskóla ís-
íslands. Svo sem kunnugt er, bar
H. Hafstein fram lagafrumvarp á
síðfasta alþingi, að leyfa. konum
aðgang til allra skóla á íslandi, svo
og embætta og sýslana, sem karl-
menn einir hafa skipað til þessa.
Þetta frumvarp náði fram að
ganga. Og þvi standa nú konur
jafnt að vígi og karlmenn aS þessu
leyti á fósturjörS vorri hinni
fornu. Eigi aS siður er þess lík-
lega langt aS bíða, aS skólaganga
kvenna verði almenn, því að fá-
tæktin bagar. ÞaS fer því miSur
ekki alt af saman, góðir hæfileikar
tii náms og nægihtg efni til aS
njóta þeirra. Kvenfólk stendur
miklu ver að vigi til að standa
,kostnaSinn af náminu og koma sér
á framfæri, heldur en karlmenn.
ÞaS er þar aS auki ný og ótroSin
braut, sem hér opnast fyrir stúlk-
um á íslandi, glæsileg og næsta
fýsileg og því hafa margar hinar
heLtu konur tekiS sig saman um
aS létta undir meS fátækum efni-
legum meyjum aS nota sér hana,
sjálfum sér til frama kyni sinu til
sóma og landinu til gagns.
Á hverju því þingi, er konur
hafa haldiB á hinum siSari árum,
hefir íslands jafnan getiS veriS
senx fyrirmyndar i löggjöf viSvíkj-
andi hag og réttindum kvenna. Svo
var þaS á þingi þvi, er haldiS
var í Winnipeg fyrir 4 árum, og
til sóttu konur víSsvegar frá Can-
ada. Svo var þaS á allsherjarþingi
kvenna i Berlín, er haldið ’var
1908. Þá höfðu íslenzkar konur
miklu minni réttindi en nú, og
þóttu þó miklu meiri en konur
höfðu i öSrum löndum. SíSan hafa
þær fengið rétt til alþingiskosninga
og allra emibætta til jafns viB
karlmenn, sem er nálega einsdæmi
i Evrópu. Með þessum réttindum
hafa þær og fengið þyngri ábyrgS
aS bera, jneiri ætlunarverk að
v:nna. Konur á Islandi, sem komn-
ar eru til fulls aldurs og þroska,
virðast firna þetta vel, og af á-
huga þeirra á því, að sú kynslóB
ungra kvenna, sem nú er að vaxa
upp svo og þær sem á eftir koma,
fái færi á að skipa það sæti, sem
lög heimila þeim og hæfileikar
þeirra verBskulda — eru samtök
þeirra 1 þessu máli sprottin.
Þó að sjóðurinn beri nafn Hann-
esar Hafsteins, þá eru samskotin
vitanlega óháS öllum pólitískum
flokkadeilum. Að e:ns þótti sjálf-
sagt að halda á lofti nafni þess
manns er varð einna fyrstur til aS
j 'lytja frumvarp um fullrétti
kvenna á löggjafarþingi, alli'a
stjórnmálamanna í Evrópu, og
bera þaS fram til sigurs.
framtiðargengi íslenzkra kvenna
með þvi að létta undir nám þeirra
til embætta viS háskóla íslands.
Hver sem vill þessari viðleitni vel
og er fær um að láta lítiS eitt af
hendi rakna málinu til stvrktar,
snúi sér t:l Sveins konsúls Brynj-
ólfssonar, 506 Builders Exchange,
Winnipeg.
Ur bœnum
ImmanúelsöfnuSur í Baldur
hélt 4. ársafmæli sitt i vikunni.
Séra Fr. Hallgrímsson flutti tvær
guðsþjónustur á sunnudaginn, á
ensku og islenzku. Concert var
haldinn á mánudagskvöldiS með
aðstoB Mrs. S. K. Hall. MikiS fjöl-
menni var viðstatt báða dagana.
Unglingur óskast til snúninga
innan húss. Ritstj. vísar á.
Herra. Th. Lifman frá Gimli,
sem hefir undanfárið rekiS fólks-
og vöruflutninga þar, hefir nú selt
þá útgerS sina og keypt aðra sams
konar 1 Árborg. Hann hefir og
tekið aS sér innköllun fyrir Inter-
national Harvester félagiS.
Mrs. S. K. Hall kom vestan frá
Argyle á þriðjudaginn var. Hún
hafBi sungiS á samkomum próf.
Sveinbjörnssonar bæði suður í
Bandaríkjum og vestur í Argyle,
Á laugardagskvöldið var voru
þau Jón Stófán Magnússon og
Rannveig Jósefína Strong gefin
saman í hjónaband að 118 Emily
stræti. Dr. Jón Bjamason gaf þau
saman.
Látinn er að heifnili sínu í Hafn-
arfirði 20. f. m. Þorsteinn Egils-
son, fyrmm kaupmaSur, nálega
sjötugur að aldri, “vel skáldmælt-
ur, prýSilega ritfær, óframgjarn
og yfirlætislaus og svo vinsæll, aS
hann mun engan óvin hafa átt,”
segir Kristján ráðherra um hann.
Þorst-einn var þrigiftur, og eru 4
sona hans á lífi, allir uppkomriir.
NýskeS voru seld 190^4 fet á
Portage Ave. milli Furby og
Langside stræta, fyrir $140,000,
eða $1,250 hvert fet framhliðar.
Þeir sem seldu, höfðu keypt þessa
lóS fyrir þrem árum á $30,000, og
græddu þvi á henni þenna stutta
tíma, er þeir áttu hana, $110000.
ICveldskólarnir i Winnipeg eru
mjög vel 'SÓttir í vetur. Sam-
kvæmt skýrslu yfirumsjónarmanns
hafa sótt þá um 700 nemendur
hvert kveld. Dagskólana sækja
tæp 14,000 nemendur.
Þau hjónin S- J. Sveinbjöms-
son ok kona hans frá Canadahar,
hafa veriS i kynnisferS vestur
í Argyle. Herra Sveinbjörnsson
kom til Winnipeg á heimleið, en
kona hans varð eftir í Argyle.
Hilmar Finsen og Halldóra Ein-
arsdóttir, bæBi frá Akureyri, komu
hingáð til bœjarins á föstudaginn
var. Þau fóm héðan suður til
Gardar, N. D., og urðu samferSa
þangað herra Jónasi Hall, sem
dvaliS hefir hér nokkra daga.
Frost óvenjulega mikiB um
þenna tíma árs voru hér fyrir
helgina, um 15 stig neðan við
zero. Eftir helgina hefir verið
frostminna og snjóað nokkuð.
Er nú komiS allgott sleðafæri.
Þeir sem taka ætla þátt í sam-
skotunum í minningarsjóð Hann-
esar Hafsteins, geri.svovel og
sendi tillög sín hiS allra hráðasta
til Iherra Sveins Brynjólfssonari.
konsúls, 506 Builders Evchange,
eða 605 Toronto stræti hér í bæ.
Þeir bræður, B. Pétursson fyrr-
um kaupmaður á Hallson, og Oli
Pétursson frá Hensel. N. D.. era
að flytja sig búferlum til Elfros,
Sask., á land, sem þeir hafa þar
tek:S. Mr. B. Pétursson hefir
með sér konu sína og 2 börn, svo
og móður stna Þorbjörgu. 'Þeir
bræður komu ekki tómhentir, held-
ur fluttu með sér tvö vagnhlöss af
gripum og áhöldum.
Hr. Halldór Kjæmested frá
Húsavick P. O., er hér staddur í
bænum.
f frásögn giftingar í síðasta
blaði hefir falliB úr ættarnafn
brúðgumans, Cooney. Hann heit-
ir fullu nafni George Randver
Henry Cooney, sonur hinna vel-
þektu hjóna Mr. og Mrs. Cooney
hér i bæ.
Andrés Skagfeld frá Hove kom
til bæjarins um helgina. SagSi alt
gott aS frétta úr sinni bygð.
Mrs. Lily Eiriksson frá Minto,
N. D., og dóttir hennar komu aS
sunnan á miSvikudag, og fóru
vestur til Wynyard skemtiferð
til frænda og vina.
Þrír Winnipegmenn eru að búa
sig undir ferðalag umhverfis jörð-
ina meö þeirri tilhögun, að þeir
nota engar járnbrautir né nokkurn
annan fararbeina, nema skip á sjó,
heldur fara fótgangandi. Þeir
fara i vesturátt, fyrst til Vancou-
ver og Los Angeles; þaðan með
skipi til Ástralíu, síöan til Japan
og Kina og svo framvegis. Til
Winnlipeg koma þeir aftur úr
austurátt eftir fjögur ár, aS segja
ef þeir gefast ekki upp á leiðinni.
Tvær skekkjur hafa orSið í
fjárhagsskýrslu Bifrastar sveitar-
félags, sem birtist í Lögbergi 9. þ.
m. í fyrirsögninni fyrir síðara lið
skýrslunnar vantar oröiS “ten“ inn
í á undan “months”. Fyrirsögnin
á því að vera svona: “Financial
Statement for the ten montihs,
ending Oct. 3ist, 1911.”— í þriðju
línu að ofan í Asset-dálkinum,
stendur “Taxes collected”. Þetta
á aS vera Taxes uncollected. —
Lesendur eru beönir a® athuga
þetta.
C. P. R. félagiö hefir samið við
bæinn um kaup á 1.800 hestöflum
til lýsingar og til aS knýja vélar
í verksmiSjum sínum í Winnipeg.
Af þeim byrjar félagiö aS nota
500 strax og alt hitt að líkindum
fyrir vetrarlok. Ekki hefir frézt
hvaS lengi sá samningur skal
standa, né við hverju verði afliS
er selt.
í aljjýSukveöskap eftir Jónas
GuSmundsson í Lögbergi 9. þ.m.
hefir misprentast þetta: “fetin
fleiri” f. ícrfiir flciri., “Es'kihóls
Jón” f. Eskiholts Jón. Þá hefir
falliö úr ein hending, á eftir
“elskulegasti vinur minn”. þannig:
og prýðilega presturinn.
Á fundi í Selkirk á laugardag-
inn var samþykt að senda fulltrúa
austur til Ottawa í því skyni að
fá fé veitt til ýmsra umbóta, að
því er vegagerS og siglingar
snertir.
Á sunnudaginn var kviknaði 1
svo nefndri Cornelius Block á
Sherbrooke stræti nálægt Ellice.
Þar brann inni til dauðs ellihrum-
ur maSur, George Evans, 84 ára.
Nokkrir heimamenn komust út úr
eldinum meS naumindlum.
Þær mæSgnr þrjár, Mrs. Árni
Freeman frá Vestfold P.O. í Shoal
Lake bygS, og dætur hennar tvær,
Magnea og Emilía, komu hingað
til bæjarins um fyrri helgi. Mrs.
Freeman ætlaði aS láta gera upp-
skurð á yngri dóttur sinni Emilíu,
strax þegar þær komu til bæjarins,
en það drógst, vegna lasleika stúlk-
unnar þangaS til á mánudaginn.
Þá geröu þcir læknamir Björnson
og Brandson uppskurBinn; það var
uppskurður á hálskirtlum og hepn-
aöist hann mjög vel. Stúlkan er
á bezta batavegi.
Þeir herrar, B. L. Baldwinson
ritstjóri, Sv. Thorvaldsson kaup-
maöur í Nýja íslandi og Marino
Hannesson lögmaöur, lögðu af
staS austur til Ottawa á mánudag-
inn var.
Hinn 1. þ.m. gaf séra B. Thor-
arinsson 1 hjónaband í Wild Oak
tvenn hjón. Önnur voru Erlendur
Erlendsson og ungfrú GuBmund-
ina Anna Jóhannsdóttir. Hin
hjónin voru Árni Margeir Jó-
hannsson og GuSlaug Gunnhildur
Bjarnadóttir. Hin fjölmennasta
og virðulegasta veizla var haldin
eftir hjónavígsluna. Þar voru ræð-
ur haldnar og að lokum danzaB og
sungiö.
Herra Bjami Marteinsson frá
Hnausa P. O., var hér á mánudag-
inn á leiö vestur til Brandon.
Hann ætlar að sitja þar á allsherj-
ar fundi sveitarstjóma í Manito-
bafylki, sem byrjaði á þriBjudag-
inn var. og stendur yfir næstu
þrjá daga þar á eftir.
Herra B. D. S. Stephansson
kaupmaSur frá Leslie, var staddur
hér í bænum um helgina í verzlun-
arerindum.
Herra GuSm. Einarsson frá
Hensel, N. D., kom hingaS á mánu
daginn var úr 'kynnisferð vestan
frá Edmonton. Hann var að
finna mágafólk sitt þar vestra.
Mágur hans þar er Jón Pétursson
frá Kolgröf í SkagafirSi; býr hann
í Edmonton og Jón sonur hans.
EitthvaS þrjár íslenhkaj- fjöl-
skyldur eru alls í borginni, en 35
mílum austur af henni er dálítil ís-
lenzk nýlenda viS Graminia póst-
hús. GuSmundi leizt vel á sig
vestur frá, og taldi Edmonton
mjög framtiSarvænlegan bæ, en
landslag þar umhverfis fagurt. —
Snjór var álíka þar vestra eins og
hér í Manitoba, en meiri í Sas*
katchewan. GuSmundur er aust-
firskur að ætt, skýr maður og við-
ræðisgóður. Hann fór heimleiBis
héðan á þrðjudag.
Jóhanna Sveinsson, ekkja Jóns
sál. Sveinssonar fbróöur Benedikts
sál sýslumanns og þeirar systkina)
andaBist á heimili sínu, Þingvöll-
utn í Geysisbygð í Nýja íslandi þ.
11. þ. m., eftir stuuta legu, 55 ára
gömul. Tveir synir þeirra hjóna,
Kristján og Brynjólfur, eru búandi
í Nýja íslandi. Jóhanna var góS
kona og vel látin.
Sigursteinn Halldórsson, len*gi
búandi á Nýjabæ í BreiSuvík í N.-
Isl., en síðast til héimilis hjá Al-
bert syni sínum, bónda á SelstöS-
um í GeysisbygS, lézt s. 1. sunnu-
dag (19. þ. m.J 69 ára aS aldri,
eftir tveggja og hálfs mánaSar
legu. Hann var ein naf elztu land-
nemum í N.-ísl. mesti sæmdarmað-
ur. Kona Sigursteins er enn á lífi,
SigríSur Jónsdóttir, systir Eiríks
sál. GarSprófasts í Kaupmanna-
höfn.
Unga fólkið í Fyrsta lút. söfn-
uði ætlar aS halda ístórfengilega
samkomu í kirkjunni þriSjudags-
kveldið 5. Des. næstkomandi. Menn
geta farið nærri um það. að sam-
koman verður engin ómynd, því
aö piltarnir ætla aö hjálpa stúlk-
unum og stúlkurnar piltunum til aS
gera hana aS sannkallaðri fyrir-
myndarsamkomu.
Baldur Sveinsson skrifar frá
New York 15. þ. m.: “ViS stíg-
um á skip um hádegi í dag. FerS-
in gengiö furðu vel,.‘...komum
til Chicago á mánudagsmorgun um
kl. 8. ÞaSan kl. 11 um morgun-
inn. Þegar dimt var orSiö um
kvöldiS, rakst lest okkar á aftasta
vagn í flutningslest, sem varð á
vegi okkar, braut hann og henti
honum langar leiöir. Lest okkar
hnyktist nokkuS, en menn voru ró-
legir. Einn maðnr meiddist —
litiS! Annars hefir a!t gengið að
óskum.”
Mrs. Robt. Moore frá Salt-
coats korri til bæjarins 1 fyrri viku.
Hún var að heimsækja systur sína
Mrs. S. Joelson hér í bænum.
Heimleiöis fór hún á föstudag.
StúdentafélagiS heldur fund
næsta laugardag (25. þ.m.J í sun-
uudagsskólasal Fyrstu lút. kirkju
ÁríSandi mál liggja fyrir fundin-
um og þvi nauðsynlegt að með-
limir fjölmenni. Prógram veröur
gott; meðal annars flytja nokkrar
stúlkur ræður.
Prestafundurinn hófst 21. þ.m.
eins og til var ætlast. Á miðviku-
dagskvöldiS var stntt guösþjónusta
i Fyrstu lút. kirkju og prestar all-
ir til altaris og fleira fólk.,
Miss B. Dalman frá Gardar hef-
ir dvalið hér í bænum um tíma að
heim:li Dr. B. J. Brandsons og
konu hans. Hún fór heimleiðis á
laugardaginn .
Á föstudagskvöldið tók bærinn
að sér fyrir fult og alt starfrækslu
aflstöðvar sinnar. Mörg þúsund
manna hafa þegar samið við bæinn
um raflýsing í húsum sínum og
fengiS hana.
Eimlestagangur er alt af að auk-
ast að og frá Winnipeg. Á hverj-
um rúmhelgum degi telst svo til aS
rúmar sjötíu farþegalestir komi og
| fari héðan úr bænum.
taka saman ráS sín uni aS leggjaj Tilgangurinn meS stofnun sjóðs
hald á tolla meS fram allri strönd þessa er umfram alt sá, aö efla