Lögberg - 21.12.1911, Síða 6

Lögberg - 21.12.1911, Síða 6
14 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1911. «---------------------------------------------♦ HUGULSEMI. ISLENZK SKÁLDSAGA eftir HÓLMFRlÐI. » "~v ÞaS var vika til jóla. AS eins ein vika. Allar búðir bæjarins, bæSi þær, sem voru vestarlega í hon- um, þar sem strjálbygt var og lítil umferS, og austur viS á, voru upp prýddar og ljósum logandi. Yndis- legum jólagjöfum, af öllum tegundum, var raSaS í gluggana, og innan um þær allskonar glitrandi glingri, til þess aS gera sjálfar jólagjafirnar enn þá girnilegri í augum fólksins. Á kvöldin, þegar dimma tók, sýndist bærinn til- sýndar eitt blikandi ljóshaf. Á daginn fyltust búSirnar af giftum konum og karlmönnum. ÞaS var þægilegasti tíminn fyrir giftu konurnar aS verzla; þá var þeim hægast aS komast ; burt frá heimilum sínum; og svo fanst þeim betra næSi aS skoSa hlutina, er fólksfjöldinn var minni í j búSunum. Hjónabands-staSan hafSi kent þeim aS rasa ekki fyrir ráS fram. Gamalmennin voguSu sér ekki út á kveldin vegna hræSsIunnar unj aS verSa troSin undir af fólksösinni, sem brauzt áfram likt og öldur hafsins í algleymingi sínum. Svo hafSi nú lífsreynslan kent þeim, aS betra er aS velja varning sinn viS dagsh: una, held'-. en viS glitrandi villuljós næturin*’- . Alt öSru máli var aS gegna meS unga fólkiS; þaS kaus helzt kvöldin „ð verzla, bæSi vegna þess, aS margt af þvi vrann alla daga, og hafSi því ekki aSrar frístunT:,!, og svo var þaS svo skemtilegt fyrir þaS, ab Íifa og leika sér á kvöldin. Ef þaS var þó ekki unaSsríkt, aS ganga eftir aSalgangstéttum bæjarins. þegar búiS var aS kveikja á öllum Ijósunum, þar sem aS allar stærstu, ríkmannlegustu og fínustu búSirnar stóSu í röS, upplýstar bæSi innan og utan I BlessuSu tunglinu var ofaukiS; flestum var sama um, hvort þaS' skini eSa ekki. Unga fólkiS, sem áSur hafSi fagnaS tunglsbirtunni, fanst nú ekkert í hana variS. ÞaS tók einu sinni ekkert eftir henni. Þegar þaS skildi viS aSalgangstéttirnar á kveldin og gekk heim til sín eftir gangstéttum, sem miSur voru upp- lýstar, fanst því þaS ganga í myrkri, þrátt fyrir allar tilraunir veslings tunglsins aS skína sem skærast, því 1 aS birta þess var svo dauf í samar.burSi viS birtuna > af rafurmagnsljósunum. ÞaS var öSru nær, en allur þessi jóla-undirbún- j ingur væri hvergi nema í búSunum. — Jú, allir íbúar bæjarins. sem nokkuS gátu fyrir fátækt, bjuggu sig undir jólin aS einhverju leyti. Á heimilunum voru húsmæSurnar aS hreinsa og stássa upp húsin sín. Úr eldhúsunum lagSi ilmandi bökunar-lyktina út á göt- urnar, svo aS allir þeir, er svangir voru, fyltust sárri ílöngun, um leiS og þeir fóru fram hjá. Allar kirkjur var veriS aS prýSa meS marglitum blómum og fallegum kristilegum orSum, sem búin voru til úr grænu limi. MeSlimir safnaSanna unnu aS prýSing kirknanna á frístundum sínum, á milli þess sem þeir skruppu í búSirnar aS kaupa gjafir handa vinum sínum til þess aS gleSja þá meS á jól- unum. ÖIl verkstæSi í bænum voru fuil af verkefnum, sem öllum þurfti aS ljúka fyrir jólin. En þrátt fyrir alt annríkiS, sem hvervetna ríkti, virtist fólk vera ánægt, og kom þaS ei sjaldan fyrir, er manneskja sást á gangi, aS bros lék um varir hennar um leiS og hún athugaSi nákvæmlega alla búSarglugga, sem hún gekk fram hjá. En hvort aS þetta glaSlega yfir- bragS fólksins stafaSi af umhugsuninni um allar þær gjafir, sem þaö var búiS aS kaupa, eSa ætlaSi aS kaupa handa vinum sínum, eSa þá af hugsuninni um þaS, hvaS þaS sjálft mundi fá af þessum yndislegu . hlutum, sem prýddu búSargluggana, — þaS var ekki hægt aS segja meS vissu. MikiS var aS gera á saumaverkstæöi Mrs. Jones, eins og annarstaöar, því aS margir þurftu aS fá sér nýjar flikur fyrir hátíöina. Saumastofa Mrs. Jones : var neöarlega í bænum, á mjög hentugum staS fyrir ríka fólkiö til aS koma þangaö meS fataefni sín og láta sauma, enda höföu stúlkurnar, sem unnu viö I saumana, nóg aS gera alla daga ársins, en aldrei þó eins mikiS og fyrir jólin; þá kom varla dagur fyrir, j aö einhverjum væri ekki vísaö frá meS fataefni. Mrs. Jones var ekkja. Fyrst eftir aS hún misti I mann s'nn, haföi hún tekiS sauma heim í húsiS, sem hún leigSi. Svo jókst aSsókn aS henni smámsaman og réöist hún því í aS leigja stórt og rúmgott pláss j í einni stórhvggingunni austan til í bænum, og réöi stúlkur til sín aS sauma. Mrs. Jones var sjálf fyrir- j taks góS saumakona,, og sá um aS stúlkur þær, sem unnu hjá henni, geröu verk sin vel og trúlega. Jókst henni svo mikill saumaskapur, ár frá ári, aS hún varS ait af aS bæta viS sig nýjum og nýjum stúlkum. j Nú voru þær orSnar tólf. Auövitaö voru þær ekki ; allar úrvals saumakonur. Nokkrar af þeim höföu fengiS inngöngu á saumastofuna til þess aS læra saúmaskap; voru þær fyrst ekki látnar gera annaS, en taka úr þræSingar, varpa sauma og festa króka- pör; þær fengu ekkert kaup tvo til þrjá fyrstu mánuöina. Þær voru upp og niöur, þessar tólf saumastúlkur, misjafnlega góöar, misjafnlega fríöar og misjafnlega gamlar. Engin þeirra var samt yngri en sextán ára og engin eldri en þrjátíu, nema Margrét; hún var elzt, og var hún lika alment á verkstæöinu kölluö Margrét gamla, þótt ekki væri hún nú eldri en lítiS yfir fertugt. AuSvitaS kölluöu stúlkurnar hana þaö þaS aldrei annaS en Margrét gamla, eSa þá kerling- ar ræfillinn, eSa greyiö. Margrét haföi unniö á saumastofunni í tæpt ár; hún haföi komiS þangaö lítiS eftir jólin áriS áöur, þá nýlega komin öllum ókunnug til þessa lands. Mrs Mrs. Jones féll mjög vel viS Margrétu, því hún var bæSi velvirk og iöin. Aldrei hafSi Margrét getaö samlagaS sig stúlkunum á saumastofunni; þær voru ekki eiginlega vondar viS hana, en langt frá þvt aS vera henni góSar; þær skiftu sér helzt ekkert af henni, nema þegar Rikka kom þeim til. Rikka var sú eina af stúlkunum, sem oft haföi byrjaS aS gera gys aS Margrétu, en aldrei höföu oröiö mikil brögö aS því, því aS hinar stúlkurnar voru í eöli sínu ekkert gefnar fyrir aS setjast á þá, sem minni máttar voru, þó þær hlæju oft aS því sem Rikka sagöi og tækju aldrei svari Margrétar. Kom þaS þvi oft fyrir á daginn, þeear stúlkurnar voru aS hendast á glensi og gamanyrSum, aS Margrét gamla sat þögul og niöur- lút yfir sauma sína, — þá, ef vel hefSi veriS tekiS eftir, gat maSur séS stór tár renna ofan kinnarnar og ofan á þaS sem hún var aS sauma; en óöara voru þau strokin burt, og stúlkurnar tóku ekkert eftir þeim. Mrs. Jones haföi keypt grænt lim og rauöan og hvítar pappírs-lengjur, sem hún gaf stúlkunum, til þess aö prýöa upp saumastofuna. Hvítu og rauöu lengjurnar voru hengdar yfir þvera og endilanga stofuna; en græna liminu var vafiS utan uin boröin og stólana. Hver stúlka passaöi aö sinn stóll og sín maskína yröi ekki skilin eftir. Svo aS seinast var enginn stóll eSa borS í stofunni, sem ekki var svolitiS af grænu limi tiIdraS á, nema stóll Margrétar; hon- um hafSi veriö gleymt. En svo var nú ekki hægt aS muna eftir öllu smávegis á öörum eins annríkis tím- um, sem þá voru. Frá klukkan átta til sex þurftu stúlkurnar aö keppast viS saumana, og þótt þær legSu hart aS sér viS vinnuna á daginn, lögöu þær enn harSara aS sér í frístundum sínum frá saumunum, því þá var tímanum eytt í búSunum og úti fyrir þeim. Um miöjan daginn komu þær meö bita meö sér ofan á saumastofuna, til þess aö þurfa ekki aö fara heim aö borSa; og strax er þær voru búnar aö snæSa, voru þær farnar út í búöir og komu ekki aftur, fyr en mylnan blés ejtt. Aldrei haföi þeim, öllum stúlkunum, komiS eins dásamlega vel saman á öllu árinu og nú. Þær, sem ekki höfSu talaS saman í fleiri vikur, voru orönar vel málugar hver viS aöra. Allar slúSursögur, sem áS- ur höföu orsakaS reiSi og sundurlyndi, voru nú gleymdar, og öll gremja og öll afbrýöissemi brotin á bak aftur. FriSur og eining ríkti nú á meSal þeirra allra. Þær skiftu sér niSur tvær og tvær eöa þrjár °g þrjár, til þess aS fara í búöirnar. Þær, sem gjafirnar áttu aS fara til, máttu náttúrlega ekki vera meS, þegar veriS var aS kaupslaga. Þar af leiSandi urSu einlægar leyni-samræSur og hvíslingar; þær sögSu hver annari hvaS þær ætluöu aS gefa hinum, en ekkert mátti fréttast, því aS dult átti aö fara meS alt. “Eg veit um gjöf, sem þú átt aS fá, Stína, og þú hefir nokkra hugmynd um,” sagöi Sigga. “Gjöf. sem eg á aö fá! Er þaS sattE’ segir Stína. “Hver ætlar aS gefa mér hana?” “Ó! eg má ekki segja þaS. Eg var beöin aS þegja,” “Æ, elsku Sigga mín I þú mátt til aS segja mér þaS. Kannske eg ætli ekki aS gefa þessari mann- eskju neitt. Og heldurSu aS þaS yröi ekki sárgræti- legt fyrir mig, aS fá gjöf frá einhverjum, sem eg sjálf gæfi ekki neitt? Ó, kæra, bezta Sigga mín I þú veröur aS segja mér þaS.” “Ó, eg má þaS varla, — en af því aS þú ert svo góS vinstúlka min, kæra Stína, þá held eg aö eg veröi aS segja þér þaS. MeS því móti samt, aS þú lofir upp á æru þína og trú, aS nefna þaS ekki viS nokkurn mann,” segir Sigga. “Ó, Sigga! þú þarft ekki aS ve'ra hrædd. um þaö,” sagöi Stína. “Jæja þá,” segir Sigga. “Lára Péturs ætlar aS gefa þér skínandi fallega brjóstnál í jólagjöf.” “Er þaS satt?” segir Stína. “Og eg hélt, aS Láru væri hálf illa viS mig síöan í vetur, aö viö fór- um í oröakast út úr honum Sigga. ViS erum auSvit- aö farnar aö tala saman núna, en mér gat ekki dottiö i hug, aö hún gæfi mér neitt; mér er svo sem ekki illa viS Láru. Eg varö aldrei neitt reiö. Eg hefi alt af haldiö, aö Lára væri artarlegasta stúlka. En veiztu nokkuö, hvaS nálin var dýr?” “Nei,” segir Sigga, “ekki veit eg þaö fyrir víst, en eg ímynda mér, aS hún hafi veriö um tvo dollara.” “Tvo dollara!” át Stína upp eftir henni. „Held- uröu aö eg veröi aS rySja mig? Sigga mín, elskan! GerSu eitt fyrir mig. Komstu eftir þvi hjá Láru, hvaS nálin hafi veriö dýr; og vertu mér svo sam- ferSa heim i kvöld og veldu eitthvaö handa Láru \ meS mér. En í hamingju-bænum, segöu ekki Láru frá því, aS eg hafi ekkert ætlaö aö gefa henni.” “Þú ættir nú aS þekkja mig betur en svo, Stína. | Þú veizt, aS eg þegi æfinlega yfir öllu þvi, sem þú biöur mig fyrir,” segir Sigga. “Já, eg veit þaS, Sigga mín, aS þú ert mér góö vinstúlka,” segir Stína. “Og af því aö þú varst nú svona væn, aS segja mér þetta, þá skal eg nú segja þér, aö eg sá í gærkvöldi fallega gjöf, sem þú átt I aö fá.” “HvaS var þaö?” greip Sigga fram í. “Eg verö öll aS forvitni.” “Já, hvaö var baS?” sagöi Stina. “ÞaS var nú hvorki meira né minna en lifandi skelfing falleg klukka. Eg vildi bara, aS eg ætti svo góöa vinstúlku, sem gæfi mér klukku í jólagjöf.” Og Stína leit horn- auga til Siggu, til þess aS vita, hvort hún hefSi ekki gripiö meininguna í orSum sínum. En Sigga hvorki sá né skildi . Hugur hennar var fullur af sæluríkum unaöi út úr klukkufregninni. ÞaS var hlutur, sem hana haföi lengi langaö til aS eignast. “Hver ætlar aö gefa mér hana og hvernig er hún?” sagöi Sigga og bar fljótt á. “Laufey ætlar aö gefa þér hana. Og klukkan er gullklukka, sem á aö standa á boröi í stáss-stofu,” 1 segir Stína.. “Ó, aumingja elsku Laufey,” segir Sigga og viknar viö. “Svona er hún alla tíö í minn garö. Eg var búin aö. kaupa sex billega vasaklúta, sem eg ætl- aöi aö gefa henni. Helduröu aö eg veröi aö bæta viö ? Svona er þaö. Hvert eitt einasta cent af sein- í asta tveggja mánaöa kaupi minu fer í jólagjafir.” Svona spurningar og svör þeyttust aftur og fram á milli stúlknanna. Þær höföu hver upp úr annari um hinar og sögöu svo her annari frá sínum gjöfum. Og loks var ekki ein einasta stúlka, er vann á sauma- stofu Mrs. Jones, sem ekki vissi upp á hár, hverjar þær væru, sem ætluSu aS gefa sér jólagjafir, hvaö þær væru, og hvaS dýrar. HöguSu þær því sínum eigin gjöfum eftir verSmæti hinna. Ekki vildu þær gefa lítilfjörlegri gjafir sjálfar, og ekki heldur dýr- ari. Þurftu þær því einlægar aukaferöir í búöirnar, ; til þess aö skifta eöa bæta viö. Þó var þaö ein af stúlkunum, sem engan þátt • tók í öllum þessum jóla-undirbúningi. ÞaS var Mar- grét. Aldrei haföi hún komiS í búSirnar, þegar hún fór heim úr vinnunni á kvöldin; gekk hún eins stutt eftir aöal-gangstéttunum og hún gat. LjósadýrSin þar var of sterk fyrir hennar augu. Hún kunni betur viS hina daufu, unaöslegu birtu tunglsins, þegar lengra dró vestur í bæinn. 1 húsinu, sem Margrét Ieigöi herbergi í, var heldur ekki neinn undirbúning- ur undir jólin. Hjónin voru bláfátæk, meS fult hús af börnum, sem ekki gátu gengiö á skóla fyrir klæö- leysi, og var þaö meö herkjubrögöum, aB þau gátu dregiö fram lífiö. 1 herbergi Margrétar var fremur fátæklegt. LítiS rúm, þvottaskápur, borö og einn stóll, voru allir innanhússmunirnir. Ekki voru þar neinar rauöar og hvítar pappírslengjur eöa grænt Utn, til þess aö prýöa upp herbergiö, sem hefSi þó ekki veitt af, því mjög var þar drungalegt inni. Margrét hafSi annaS meS peninga sína aö gera, en eyöa þeim í svoleiSis óþarfa. Hún var aö draga saman peninga í fargjald handa systur sinni og þrem- ur börnum hennar, sem enn var heima á gamla land- inu, en langaSi til aö komast til Ameriku. HafSi því Margrét oröiö aS neita sér um ýms þægindi, til þess aö geta sem fyrst hjálpaS systur sinni. Hún vissi þaS, aö þegar hún bar búin aS ná systur sinni til sín, þá myndi ekki veröa eins tilfinnanlega tómlegt líf hennar. Henni Ieiddist, og sárleiddist. Alt var hér svo tilfinnanlega tómlegt. Alt var hér svo ööru visi en þaö hafSi veriö heima. FólkiS fanst henni svo kaldranalega kærulaust, svo fráhrindandi, svo eigin- gjarnt. Hún haföi auövitaS kynst fáum nema stúlk- unum á saumastofunni; og þær höföu ýmugust á henni. Hún gat ómögulega felt sig viö neina þeirra. Var þaS þeim aS kenna? eöa var hún svona leiöin- leg, aö allir þyrftu aS hafa horn í siSu hennar? Þessar og þvílíkar spurningar vöknuöu oft í huga Margrétar, hvort heldur hún var niðri á saumastof- unni innan um stúlkur, sem varla yrtu á hana, ellegar hún var inni i einmanalega herberginu sinu. Óg nú voru blessuö jólin í nánd. Margrét mátti ekki hugsa til þeirra svo aö köggull kæmi ekki í hálsinn á henni og tár fram i augun. ÞaS yröu fyrstu jólin á æfi hennar, sem hún væri burtu frá öllum sínum, ein- mana og yfirgefin í ókunnugu landi, þar sem allir aörir sýndust vera glaöir og ánægöir, nema hún ein. Mrs. Jones var hrædd um, aö hún ætlaSi ekki aS geta lokiö viö þaS, sem hún var búin aö lofa fyrir hátíöina, svo hún bætti viö nýrri stúlku. AuSvitað var hún ekki algerlega ný, því hún hafSi unnið hjá henni áöur. Sína Bergs, svo hét þessi nýja sauma- stúlka, var mikiö uppáhald á meöal stúlknanna á saumastofunni. Hún var stúlka, sem allatíS var sí- kát og jafn-alúöleg viö alla. Mrs. Jones hafði mikiö álit á henni, og þegar hún vann þar áöur, haföi Mrs. Jones sett hana yfir hinar stúlkurnar, að segja þeim til viS saumana, því að Stína var ágæt í þeirri list. Rikka var sú eina, sem ekki var sem allra ánægöust yfir komu Sinu; henni fanst Mrs. Jones halda óþarf- lega mikiS upp á hana. Og svo tapaöi hún sjálf öllu því valdi, er hun áöur hafði haft á stúlkunum; þær fóru miklu fremur eftir öllu því, sem Sina sagöi, held- ur en eftir þvi sem hún sagöi. Þaö gramdist Rikku mest, þótt hún reyndi að dylja þaS svona ofan á. Sina var eins alúSIeg viö Rikku eins og allar hinar stúlkurnar, en hélt sínum skoðunum æfinlega skírt og skorinort fram án þess aS lata Rikku hafa minstu á- hrif á þær. Eina stúlkuna á saumastofunni þekti Sína ekki. Þaö var Margrét. Hún hafði ekki verið komin þangaö, þegar Sína hætti aö vinna þar áriö áöur. Strax eftir fyrsta daginn, var Sína búin aS kom- ast aö því, aö stúlkurnar höföu Margréti út undan, og fann hún aö Rikka var orsök í þvx. Alvarlega, þreytulega andlitið á Margrétu gömlu innan um öll þessi glaSIegu stúlkna andlit, gat okki horfiö úr huga Sínu. Hún var að brjóta heilann um þaö, áöur en hún sofnaöi um kveldiö, hvort ekki myndi vera hægt að koma þessari raunamæddu konu til aö brosa eins og öörum. “Hvernig stendur á því, aö stóllinn hennar Mar- grétar er ekki prýddur, eins og hinir stólarnir?” spyr Sína stúlkurnar daginn eftir, þar sem þær voru í makindum að tala saman um hina tilvonandi jóla- gleði. “Ó, hún kærir sig ekkert um þaS, kerlingar grey- iS, henni þykir ekki gaman aS nokkrum sköpuðum hlut,” svöruöu þær. “Eruö þiö vissar um þaö ?” sagSi Sína. “ÞaS er hálf leiöinlegt, að hennar stóll skuli vera sá eini í stofunni, sem ekkert er á. Eg ætla aö taka svolítiö af mínum stól og gefa henni, þiö hafiö látiö fullmikiö á hann hvort sem er.” Um leið og hún sagöi þetta, losaði hún ögn af liminu og gengur meö það til Mar- grétar, sem var í hinum enda salsins og ekkert haföi heyrt af samtalinu, og spyr hana aö, hvort hún vilji ekki lofa sér aö festa þetta á stólinn hennar, — þaö hafi veriö ofmikið á sínum stól, en ekkert á hennar. Margrét ætlaSi eitthvaS aö fara að hafa á móti því, en Sína byrjaSi aS festa limið á stólinn og brosti um leiS svo dæmalaust góSmannlega framan í hana, að Margrét hætti alveg aö hafa á móti því. Þegar hinar stúlkurnar sáu aögerðir Sínu, fóru margar af þeim að hugsa með sér, hvort þær einnig gætu ekki mist svolítiö. Jú, nú fanst þeim þaS. Svo nú dreif að Margréti grænt lim úr öllum áttum, og lauk svo, aö hennar stóll varS á endanum meö þeim allra-fallegustu í Ktofunni. “Er þaö ekki skrítilegt?” sagöi Stína viö Siggu seinna um daginn, “mér finst hún gamla Margrét vera svo miklu fallegri síðan viS prýddum stólinn hennar ?” “Sigga leit til Margrétar og varS á sama máli; þaö var bara þaö sem þaö var. Andlitið á Margrétu haföi tekiö stakkaskiftum. Þreytusvipurinn haföi minkað, og þaS var ekki frítt viö, aö þaö léki bros viö og viS um varir hennar. “Ætli þaö sé af því, aö hún sé svona upp meS sér af aS sitja í svona fínum stól ?” Sína, sem heyrt hafði á samtal þeirra, horföi meö ánægju yfir til Margrétar. Hún skildi af hverju þessi svipbreyting stafaöi. “Þykir ykkur þessi treyja falleg, stúlkur?” sagöi Sína Bergs og hélt á lofti treyju, sem hún hafSi veriS aö sauma. “Já, hún er ljómandi falleg,” svöruðu margar í einu. “Ó, eg vildi að einhver vildi gefa mér svona treyju í jólagjöf,” sagöi Sigga. “Þykir þér treyjan falleg, Margrét?” spyr Sína. Margrét leit undrandi upp. Þaö var óvanalegt, aö hún væri spurð aö nokkru svoleiSis. Hún aögætti treyjuna og segir meö hægS: “Mér þykir hún nokk- uö sterk-blá.” “Sterk-blá!” át Rikka upp eftir henni og skelli- h!ó. Og af því að Rikka hló, gátu ekki sumar af hinum stúlkunum varist hlátrinum. Margrét leit niS- ur fyrir sig og roðnaöi. Hún haföi sagt eins og henni fanst vera, en þaö haföi verið svo ósköp hlægi- legt í eyrunum á þessum ungu stúlkum. “Eg er á sama máli og þú, Margrét,” sagði Sína, og var auSséS, aö henni haföi gramist viö stúlkurnar fyrir hláturinn. “ViS höfum sama smekk. Mér finst þessir sterku Iitir vera alt of glossalegir í föt, og þaö er eg viss um, aS engin smekkmanneskja á þessa treyju.” “Nú er eg öldungis hissa,’ ’segir Rikka og glotti; “eg hélt aS þú værir smekkbetri sjálf en þetta. Eg kalla ekki þessa treyju sterk-bláa.” “Einmitt þaö I” sagöi Sína; “hvaö kallar þú sterk-blátt? Þetta er hér um bil sami liturinn og er á bréfunum utan um kaffirótarstykkin; þú mundir VECCJA GIPS. Patent Hardwall veggjagips (meö nafninu ,,Empire“) búiö til úr gypsum, er heppilegra og traustara á veggi, heldur en nokkurt annaö efni, sem gefiö nafniö veggjagips. ,,Plaster Board“ er eldtraust gipsaö lath, er ekkert hljóð kemst í gegnum. Einungis búiö til hjá) Manitoba Gypsum Co.Ltd, Wmnipeg, Manitoba SKRIFIÐ RFTIR BÆKLINGI VORUM YÐ- —UR MÚN ÞYKJA HANN ÞES« VERÐUR. | sjást í þessari treyju héðan frá saumastofunni og alla leiö heim til þín. HaldiS þiS þaS ekki, stúlkur?” bætti Sína viS og snýr sér aö hinum stúlkunum. “Jú, jú!” gullu viS margar í einu. “Og þá héldu allir, að Rikka væri orðin aS kalfirótar-stykki,” I sagöi Stína. AS þessu hlóu nú allar stúlkurnar, svo aö undir tók í stofunni. Rikku skildist, aS verið var að hlæja aS henni. Hún reiddist óSara í bili; lítur heiftaraug- um til Stínu og segir: “Eg held, aS þú yrðir fyr tekin fyrir kaffirótar- stykki, en eg, kindin, því ekki ertu æfinlega svo smekklega klædd; ekki þegar þú ert í græna kjólnum meS bláu leggingunum altént.” Stína ætlaði að svara fyrir sig, en Sína tók fram í fyrir henni og sagði: “Blessaðar stúlkur, fariö ekki aö hnotabítast út úr þessu, eöa munið þiS ekki eftir, hvaö stutt er til jólanna? ÆtliS þiö ekki allar á jólatrés-samkom- una í kirkjunni á aöfangadagskvöldið ?” Stína hætti viö að svara Rikku og alt talið sner- ist nú um jólatrés-samkomuna. Margrét sat viS sauma sína óvanalega hýr á svip- inn. Hún var Sínu þakklát fyrir aö vera sér sam- dóma. Stúlkurnar híöföu ekki hlegiö, þegar hún sagöi aö treyjan væri of sterk-blá. Henni varö litiö þangaö, sem Sína sat. Sína tók eftir augnatillitinu og brosti svo vingjarnlega frarnan í hana, aö Mar- gréti fanst ylur þess ganga inn aö hjarta og draga úr I rnesta tómleikanum, sem þar ríkti.. Daginn fyrir aðfangadaginn, var ákaflega mikil j ókyrS komin á stúlkurnar á saumastofunni. Frá því klukkan fjögur eftir miðdaginn höfSu þær alt af haft augun á klukkunni. Aldrei á öllu heila árinu haföi tíminn verið svona lengi aö líða; þær voru búnar aö laga á sér háriS og taka af sér svunturnar löngu áö- ur en mylnan blés sex, því nú þurfti margt aS gera um kvöldið. Morguninn eftir, á aöfangadaginn, ætl- uðu þær allar aS koma meö gjafir sínar ofan á sauma- stofuna, og útbýta þeim svo á aöfangadagskvöldiö, áöur en þær færu heim til sín. ÞaS var minni fyr- irhöfn aS hafa þaS svoleiðis, heldur en aö fara meö hverja gjöf heim á heimili þeirrar, sem átti aö fá j hana. Þegar nú loksins mylnan blés sex, var óskapa gauragangurinn svo mikill aö veröa fyrstur aö ná í sín föt, að mesta mildi var þaö, aö engin skyldi skaða ! sig. Margrét hafði oröiö seinust inn í litla herberg- iS þar sem utanyfirfötin héngu. Þegar hún kom aö snaganum, þar sem hennar föt voru vön aö hanga, j voru þau horfin. Hún fór aö leita á gólfinu í kring, j en fann ekkert. “AS hverju ertu aS leita, Margrét?” var sagt utan frá dyrunum. ÞaS var Sína Bergs, sem talaði. Hún hafði orðið meö þeim seinustu aö fara í yfir- fötin. “Eg er aö leita aö fötunum mínum,” svaraöi Margrét. “ÞaS hefir einhver kastaö þeim af snag- j anum í aðgæsluleysi.” Sína fór aö leita meS Margréti, en fötin voru ekki auðfundin, því bæöi var hálfdimt í herberginu og mikiS af saumadóti, sem geröi leitina erfiöari. “Sína! Sína! Hvern skrambann ertu aö gera; pví kemurðu ekki ?” var kallaö. Þaö voru stúlkurn- ar, sem biSu eftir henni fyrir utan dyrnar og voru orönar heldur en ekki óþolinmóðar. “Sína! Sína! HvaS er aS þér, stúlka, ertu orðin vitlaus? aö láta okkur bíða svona lengi eftir þér I” “Elsku barniS mitt, farSu til þeirra; þú þarft ekki að vera að leita meS mér. Eg finn fötin bráö- lega,” sagöi Margrét, þegar hún heyrði hrópin í stúlkunum fyrir utan. “Þær mega fara; eg fer ekki fyr en eg er búin aS finna fötin þín,” sagöi Sína. “Sína, ertu hérna?” var sagt frá dyrunum. ÞaS var Stína, sem hafði veriö send inn, til þess aö vita, hvaS teföi Sínu. “Já, eg er hér,” svarar Sína, ”a8 leita aS fötun- um hennar Margrétar; þiö hafiS fleygt þeim eitt- hvaö af snaganum um leið og þiö tókuS ykkar föt. VeriS ekki aö bíöa eftir mér.” Um leiö og hún slepti síöasta oröinu dró hún upp dökkleitt fat, er lá á gólfinu í einu hominu. “Margrét, er þetta ekki yfirhöfnin þín?” Margrét kom þegar og gætti að. Jú — þar voru þau Ioksins fundin. Sína hjálpaSi Margréti í yfir- höfnina, býSur henni góöa nótt og hleypur svo á eftir hinum stúlkunum. En Margrét horföi á eftir henni meS andlitiö uppljómað af þakklátssemi. Aöfangadagurinn rann upp skær og fagur. Al- heiSríkt loft og frostlítiö, inndælasta sólskin og blíöa- Iogn. Bæjarbúar voru himinlifandi glaðir út af því hvaö þaö ætlaSi aö verSa gott veSur um hátíSina. Enda kom þaö sér vel, á aSfangadaginn ekki sízt, því 1 THOS. H. JOHNSON og j l HJÁLMAR A. BERGMAN, I ” jp Islenzkir lógfræðinsar, J j Skrifstofa:— Roora 8n McArthur $ Building, Portage Avenue w ® Áritun: P. O. Box 1656. J /|V Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg f | Dr. B. J. BRANDSON % fOffice: Cor. Sherbrooke & William Tklephone garry ;(So JS Office-Tímar: 2 — 3 og 7-3 e. h. s • í I Heimili: 620 McDermot Ave. I I )|\ TELEPHONE GARRY 321 Winnipeg, Man. | §. Dr. O. BJORNSON J I •) J Office: Cor. Sherbrooke & William » (• I’klkphonei garry 32« ;• Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h. •) Heimiii: 806 Victor Street i l'ELEPIIONK. GARRY Tti3 Winnipeg, Man. | ® (• ■ ■ d (•®®«««®««««««««««<s«« «*««« Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J ö'argent Ave. Telephone ö"herbr. 940. I 10-12 f. m. Office tfmar < 3-5 e. m. ( 7-9 e. m. — Heimili 467 Toronto Street - WINNIPEG telephone Sherbr. 432. J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St. Suite 313. Tals. main 5302. jHííjík.jih.^iíjHíjtí aic.jM.-jifcjp. m, m. $ Or, Raymond Brown, ^ Sérfræðingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. $ 326 Somerset Bldg. 4 Talsími 7262 jj Cor. Donald & Portage Ave. I “ Heima kl. 10—1 og 3—6, J, H, CARSON, Manufacturer of ARTIFICIAL LIMBS, ORTHO- PEDIC APFLIANCES,Trusses. Phone 3425 54 Kina St. WINNlPJEe A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. selnr líkkistur og annasl jm úifarir. Allur útbún- / aður sá bezti. Ennfrem- í ar selur hann allskonar minnisvarða og legsteina Tals Oawy 215 SUM VEGGJA-ALMANOK eru mjög falleg. En fallegri eru þau í UMGJÓRÐ Vér höfum ódýruatu og beztu myndaranvma í bænum. Winnipeg Picture Frame Factory Vér sækjum on skilum myndnnum. PhoneGarry 3260 - 843 sherbr. Str S. A. SIGURDSON J. J. MYERS Tals. Sherbr, 2786 Tals. Ft.R. 958 Siriiid'On & JWyers BYCCIflCAIVlEfiN og Ff\STEICNJ\SALAR Skrifstofa: Talsími M 446 510 Mclntyre Block Winnipeg MISS EMILY LONG Hjúkrunarkona 675 Agnes Street Tals. Garry 579. Success Business Colleqe Horni Portagc ogr Edmonton Strœta WINNIPEG, MAN. Haustkensla, mánudag 28. Ag. ’ll. Bókhald, stærðfræði, enska, rétt- ritun, skrift, bréfaskriftir, hrað- ritun. vélritun DAGSKÓLI. KVÖLDSKÓLI. Komið, skrifið eða símið, Main 1664 eftir nánari upplýsingum. G. E. WIGGINS, Principal

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.