Lögberg - 21.12.1911, Síða 9

Lögberg - 21.12.1911, Síða 9
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1911. 17 ♦•fr-f ff "I'f'l'f'ff't'f •frf’fr-fFf'fr + 'l'f'frf f f Ff f f frffr f-fr- Morgunbæn QEF MÉR HUG TIL ÞESS, að taka gleði og raunum næsta dægurs brosandi. Hjálpaðu mér til að fá nýjan vin í dag, og til að halda vin- um sem ég á. Lát þá taka þátt í gleði minni og mótgangi eins og ég hugga þá og gleðst með þeim. Lát gleði og sorg bera mér að höndum eins og verkast vill, og lát velgengn- ina bera yfirhönd yfir mótlætinu. Ef mér yfirsést og ég hrasa í dag, lát mig læra af þeirri yfirsjón og fá kjark til næsta dags.S) Gef mér kraft til þess, að styrkja þá, sem ég hefi saman við að sælda á vegferð þeirra. Sýn mér lífsins háleitustu leiðir og kenn mér að feta þær. Lát mig halda ást þeirrar góðu konu, sem ég á og veita henni yndi og ást sem í mínu valdi stendur. Lát mig njóta góðvildar annara góðra kvenna og góðra manna, svo að ást mín til konu minnar, megi komast sem næst því, sem vera ætti. Lát mig forðast örvænting, svo að ég baki þeim ekki sorg, sem næstir mér standa.6) Rek þú á brott frá mér hina illu anda þung- lyndis, örvæntingar og ólundar, harms, hat- urs og kvíða, svo að ég megi verða þeim til léttis, en ekki til hindrunar, sem mér eru samferða á lífs-leiðinni. Lát mig gefa í dag, því vera má, að morgundagurinn renni aldrei upp yfir mér. Hjálp mér til þess, að vera hreinn í viðskiftum og ráðvandur við alla, svo að ég verði öllum að liði. Lát mig ekki pretta neinn, hvorki í orði né verki, — jafnvel þó mér geti orðið til hags, í svipinn. Lát mig lifa þennan dag með góðum hug á öllu, og til allra, vinnandi verk mitt, verandi hverjum og einum til liðs og uppörvunar. ! I J Káðin bót á taugaveikinni Ritgjðrð eftir Dr. O. STEPHENSEN fffffffff ff f f f ffffffffffffffffffffff-t-ffffffffffffff ('Framh. frá bs. 12) En til að vera alveg ugglaus rnn bóiusetnmgin hrífi, er vanalega að tvívegis spýtt í sjúklinginn. Fyrri innspytingin er gerð með 8 dropum, sem i felast 500 miljónir gerla, og eiga þá öll einkenni, sem bólusetn- ingunni fylgja, að vera horfin inn- an 48 kl.tíma; en seinni innspýting- in er gerð 10 dögum síðar og þá með 15 dropum, sem 1,000 miljónir gerla felast í, en þá eiga engin merki ;að koma í ljós ef alt er með feldu. Séu gerlarnir allir dauðir, eins 'og áður var tekið fram, hvernig geta þeir þá komið að nokkrum notum? mættu margir spyrja; en því er svo svarað, að þrátt fyrir það þótt þeir séu dauðir, felst í þeim alt um það sú sérstaka eiturtegund, sem þesskyns gerlategund var eiginleg. Það var þeim um megn að fást við taugaveikina í líkamanum, en áður áminst eitur þeirra hefir þau knýj- andi áhrif á sellurnar í líkamanum, að þær fara að búa til sérstakt gagn- eitur, en það er gagneitrið við taugaveikinni. Þegar einhver sýkist af tauga- veikinni, byrjar taugaveikis gerill- inn, sem lifir i holdinu , ósjálfrátt að gefa frá sér meira eða minna af því eitri, sem hans tegund er eig- inleg. Þetta eitur er sellunum skaðlegt, með því þær innbyrða það í sig sjálfar að meira eða minna leyti. Aftur á móti til að verjast árásinni, byrja sellurnar upp á eigin spýtur að mynda gagneitur; það er að segja byrja að búa til efni, sem í níu tilfellum af tíu, ef vel er hlúð að sjúklingnum, gerir út af við sótt- kveikjurnar, sem áráeinni valda, og á endanum rekur þær undan sér út- úr líkamanum. Þetta er sjúkdóms- gangurinn í hvert skifti og manni batnar, er legið hefir í taugaveik- inni. Það mætti álítast svo, að úr því búið væri að gera út af við sótt- kveikjurnar og reka óvininn af höndum sér, þá hættu sellurnar jafnframt að mynda gagneitrið; en þvi fer fjarri. Þær halda áfram að búa það til og í ríkum mæli, eins eftir sem áður, og halda því áfram í framtíðinni, það sem eftir er æf- innar; svo að hvenær sem tilraun er gerð hjá taugaveikisgerlinum siðar- meir að ráðast á sellurnar — varn- arvirki líkamans—, þá er hann drep- inn c: eyðilagður, áður en hann hefir haft t,ma og tækifæri til að timgast svo, að af honum stafi nokk- ur veruleg hætta. Það skiftir engu, hve margir gerlar nái að komast inn í líkama þess er lifað hefir af taugaveikina, honum stendur af þvi engin hætta, af því hann getur ekk tekið taugaveikina oftar en einu sinni. Þessu sama fram fer alt eins, þeg- ar einhver er bólusettur með gerla- efni taugaveikinnar, að þvi undan- skildu, að honum getur ekki staðið nein hætta frá því, hvorki að hann sýkist illa né níissi lífið. Þessi sérstaka eiturtegund, sem þannig er leidd inn í líkamann, kemur auðsjá- anlega því til leiðar, að sellumar örvast í að mynda gagneitur, sem þær og byrja að gera bæði fljótt og vel. En það, sem dásamlegast má kalla er að þegar þær einu sinni hafa byrjað á að búa gagneitr- ið til, þá halda þær því áfram alla æfi þess, er bólusettur hefir verið, svo hann verður ómóttækilegur fyr- ir taugaveikinni það sem eftir er æfinnar. Sé lítið eitt af blóði látið renna úr æðum manns er bólusettur hefir verið gegn taugaveikinni, á líkan hátt og að framan var tekið fram, og lofað að setjast um nokkurn tíma í glasi eða einhverju vel hentugu i- láti, skilst blóðið sundur þannig, að rauðu blóðkornin setjast á botninn, af því þau eru þyngri, en litarlaust vatnskent efni: blóðvatnið, flýtur ofan á. Það er auðveldlega hægt að skilja þetta blóðvatn frá því rauða, sem á botninum er, með því að hella því gætilega ofan af. Þetta er að sönnu hægt að gera við blóð úr hvaða manni sem vera skal, en það sem virðist einkennilegast er að blóðvatnið úr bólusettum manni gegn taugaveikinni er banvænt Eberts-gerlinum, c: taugaveikis-sótt- kveikjunni, og drepur hana bæði fljótt og vel. f Ljósaskattur og Rafmagns Gjöld Dœmd RÁÐAGERÐ STRŒTISVAGNA FÉLAGSINS UM SÖLU RAFMAGNS VIRÐIST MUNU VALDA STÓRUM TEKJUIIALLA FYRIR WINNIPEG- BORG. Eftir rafaflsölu félagsins að dæma, þá munu tekjur af rafmagnsölu borgarinnar tæplega hrökkva til að borga þriðjung af reksturs kostnaði og öðrum útgjöldum. 1 Forsjálir og skynsamir menn mega vel hafa athuga á bæjar-mál- efnum Winnipeg borgar og stjórn þeirra, um næstkomandi ár. Nú stendur til tilraun um rafmagnsölu, sem er ekki af öðru sprottin né á öðru bygð, heldur en þráa. Því er enginn gaumur gefinn, hversu keppi- nautum í þessari verzlan mundi reiða af, hvort tiltrú borgarinnar mundi spillast, né heldur hvort kreddan um. sjálfseign borga á almennum fyrirtækjum mundi þar af hnekkir bíða; aðgerðir voru samþyktar, sem munu, áður lýkur, ef þeim er fram haldið, korna borgurum bæjarins í koll og skemma tiltrú hans, er svo ósleitilega hefir verið á loft haldið uppá síðkastið, og bærinn hefur not- aö til þess að viðhalda hollum við- gangi sínum á undanförnum árum. Það er ágallinn, sem fylgir sjálfs- eign borga og verzlun þeirra þarað lútandi, að stefna sú sem hún tekur, er oft ákveðin rétt undir kosningar, og er þá skynsamlegt vit og fyrir- hyggja látin sitja á hakanum, held- ur reyna þeir sem um embættin sækja að krækja sér í atkvæði með því að kitla auragirnd hugsunarlausra kjósanda. Slíkt dæmi hefur gerst í Winnipeg einmitt nú. Það er stutt síðan bæjarstjórnin samþykti að selja rafafl á þriggja centa mæli- kvarða, þrátt fyrir það þó bæjar- fulltrúunum væri færður heim full- ur sann fyrir því, að með því móti mundi fyrirtækið engan vegin borga reksturs kostnað, hvað þá heldur önnur stærri gjöld, svo sem rentur, afborganir og viðhald. Ef það væri uppskátt látið, hverjar tekjurnar eru sem rafmagns félag- ið hefur af rafmagns sölunni hér í bænum, þá væri hægt um vik að sýna ljóslega hversit fráleitur þriggja centa mælikvarðinn er. Sá, sem þetta ritar, veit með vissu, að þær tekjur ná ekki einni miljón dollara á ári, brúttó. Til hægðarauka má samt setja svo, að árlegar brúttó tekjur félagsins af aflsölunni séu þetta. Félag þetta er eitt um hituna nú sem stendur. Það fær þessa brúttó tekju upphæð með níu centa nettó mælikvarða og 1 dollars lægsta gjald. Borgin ætlar að hafa þriggja centa mælikvarða og 50 cent fyrir lægsta gjald. Það er því augljóst, að þótt bærinn næði allri verzlun félagsins, þá mundu tekjur hans ekki fara fram úr 333 þúsundum dollara, jafnvel þó rafurmagsnverzlun hans væri stjórnað með jafnmiklum dug sem félagsins. Það má taka það fram strax, að það er þó næsta ó- líklegt. Þessa tekju upphæð, 333 þúsundir dollara, fær bærinn að eins með því móti, að hann nái allri raf- magnsverzluninni undir sig. Það er sömuleiðis næsta ólíklegt; meira að segja, það er alveg ómögpilegt. Félaginu er stjórnað með miklum dug, og hefir yfir feiknamiklu fé að ráða. Það kostar minna til fram- leiðslu, það er að segja: til rafmagn- ins heldur en bærinn. Um tvö hin síðustu ár hefir félag- ið komið meðferð og tilhögun á raf- magni sínu svo kænlega og hagan- lega fyrir, sem verða má. Það má einu gilda, hve lágt verðið er sett, það heldur sínum beztu viðskifta- mönnum, hvað sem á gengur. Fé- lagið mun færa niður verðið ekki síður en bærinn. Því er það mjög vel í. lagt, og langt fram yfir allar líkur, að bærinn verði hálfdrætting- ar á við félagið, að ná þeim við- skiftum, sem nú bjóðast, eða seinna meir kunna að fást. Látum oss setja svo samt, að bærinn fái helming við- skifta, sem gefa í brúttó tekjur, með því verði sem nú er ákveðið, 333 þús. dollara, þá fær hann 166 þús. til að borga með öll útgjöld, til hvers—? Lítum nú á það. Til rafaflsstöðvanna hefir bærinn þegar varið 3 miljónum og 200 þús- und dollurum, en þó er það eftir, að koma upp áhöldum til að dreifa því um bæinn. Með bæjarsamþykt- um er það nú viðtekið, að vírar skuli lagðir neðan jarðar um öll helztu strætin. Til þess þarf að leggja mjög svo kostbæra vírahólka. Kostn- aðurinn við þetta, sem er vitanlega alveg nauðsynlegt, hefir enginn á- ætlað enn. Business mönnum má þykja annað eins alveg ótrúlegt. Eigi að síður er það satt. Hér er svo komið, að bæjar fyrirtæki hefir verið sett á laggirnar með ákafa og oðagoti, fyrir 3,200,000 dollara, þannig, að enginn hefir gert sér skynsamlega hugmynd um, né gert tilraun til að komast eftir því, hvað kosta muni að koma rafmagni hinn- ar dýru aflstöðvar á markað. Svo er sagt, að í Toronto kosti það 5 milj. dollara að koma 10 þúsund hestöflum á sölumarkað. Að því er næst verður komist, mun sá kostnað- ur í Winnipeg nema um 3,000,000 dollara. Af árstekjum, sem nema 166 þús. dollurum, verður bærinn að greiða afborganir og rentur af 6 miljónum og 200 þúsundum dollara. 1 reikningsformi litur þetta þannig út:—■ Aflstöð kostar...........$3,200,000 Flutnings og dreif- ingar kostnaður...........3,000,000 Rentur, árleg afborgun og viðhald alls 10% á höf- uðstól.................$ 620,000 Reksturs kostnaður .. .. 90,000 $710,000 Þar frá dragast tekjur, helmingur brúttó inn- tektar af allri sölu í Winnipeg með 3 centa mælikvarða............. 1 166,000 $6,200,000 Tekjuhalli..............$544,000 Það virðist liggja. í augum uppi, hvað af þessu muni leiða. Og þetta kemur á hælana á áætlun, sem út- gefin var til borgaranna, þegar þeir voru kvaddir til að greiða atkvæði um þetta mál, og þar sem þeim var lofað, að aflstöðin mundi alls ekki í- þyngja útsvörum þeirra, heldur miklu fremur létta á þeim, með því að aflstöðin mundi vafalaust bera sig frá upphafi. Um það sama leyti hafði bærinn ekki einu sinni leyfi til að selja rafmagn til ljósa, og mátti það alls ekki, lögum samkvæmt, fyr en búið var að gera tilboð í þá raf- magnsstöð, sem fyrir var. Eigi að síður, þótt í bága riði við berlegan lagabókstaf, þá var það barið fram, að stöðin mundi borga sig, enda þótt verðið væri fært niður í 3 cent, eins og samþykt var að lokunum fyrir nokkrum kvöldum. Jafnvel þótt Manitoba þing hafi gefið bænum réttindi til rafmagnssölu til lýsingar, um síðasta nýár, þá er nú samt far- ið að kannast við, að tekjuhalli muni verða og hann mikill. Enginn hlutur er heldur vísari, en það. í>ennan stóra tekjuhalla verður að vinna upp með beinum álögpim. En nú skal sýna, hversu fráleitt það er, að vinna upp slíkan skakka sem þennan með öðru eins móti. Mundu þeir borgarar í Winnipeg, sem eiga hluti í rafmagnsfélaginu, verða að greiða að sínum hluta þann halla, sem stafar frá fyrirtæki, er hnekkir þeim félagsskap, sem þeir sjálfir eiga hlutdeild í? Hér byrjar skórinn að kreppa og stefnir í vanda. Finst nokkurt lagaboð, sem knýr þá til að leggja fé af mörkum til þess að gera út af við löggilt fyrirtæki sjálfra þeirra? Þó að margt undarlegt hafi gerzt á lög- gjafarþingum i seinni tíð, þá er þess varla að vænta, að réttsýni Breta sé svo aftur farið, að það láti viðgang- ast þá löggjöf í Manitoba, er heimili Winnipegborg að eyðileggja eða skemma eignir borgaranna með ann- ari eins bakdyra aðferð til skatta á- lögu. Þessi ólma áfergja í Winni- peg í sjálfseign opinberra fyrirtækja mun baka sjálfsköpuð víti, þegar farið er að reyna með álögum skatta að gera að engu lögfest réttindi, er haldið hafa hlífiskildi og aukið við- gang og þroska bæjarins. Mála- ferlin munu koma vitinu fyrir þá og smeygja dálítilli tilhliðrunarsemi við þau lögmál sem framfarir allra þjóða byggjast á, inn í hinn hugsun- arlausa ákafa í sjálfseign borgarinn- ar á opinberum fyrirtækjum. Svo sem í upphafi var vikið á, þá mega greindir og hófsamir menn vel hafa athuga á hverju fram vindur i Winnipeg, og einkanlega þeir menn, sem hafa eitthvað aflögum að leggja í iðnaðarfyrirtæki á þessum tímum. Það má vel bæta því við hér, að afleiðingar þær, sem mál þetta hefir að ö.lum líkindum fyrir Winnipeg, stafa að nokkru leyti af því, að þeir menn, sem vit hafa á fjármá’um, virðast láta öll opinber mál lítið til sín taka að staðaldri. Ef þeir j.æfu meiri gaum þeirri stefnu, er sjálfs- e gn almennings á opinberum fyir- takjum er af sprottin — en það r aukin hlutdeild alþýðu og yfirráð í t'*'um greinum—, þá mundu þeir iáða meiru um úrslit málanna g geta haldið almenningi í skefjnm. Að láta berast af hverjum þyt, sem upp kann að koma, er hin mesta ó- gæfa. Það gefur svo á að líta t ftjótu bragði, sem stefnt sé vísvit- andi og með ráðinni tyrirhyggju að vissu takmarki, þó að alt annað etgi sér stað í raun og veru. Úrslit má'a í Winnipeg nú sem stendur, er þann- ig til komin, að þeir sem forsjá og ráðin eiga að hafa, meta embættin mest af öllu, og fá með þeim vald og ánægju með sjálfa sig, er þeir með engu móti hefðu getað á unnið sér með öðru móti. Á þeim breiða og auðsótta vegi til að verða frægur — eða alræmdur — hafa þeir fetað, ekki eftir réttlæti og skynsamlegu viti, heldur eftir því, sem þeim kom bezt í svipinn, og þá allra helzt eftir því sem bezt hentaði til kosn- ingar. Þeir sem um embættin sækja hafa engan gaum gefið því, hvað hagkvæmast var, heldur hefir hver og einn keppst við annan um að skrúfa rafmagns verðið sem allra lengst niður á við. Dagur dómsins mun ofurselja gleymskunni þennan flokk opinberra fulltrúa í Winnipeg — hvorki betri né verri menn Iík- lega, heldur en í öðrum borgum gerist. En það tjón, sem af þeim hlýzt, kemur þungt niður á almenn- ing, með því að það truflar og hnekkir því holla og margreynda lögmáli, sem Winnipeg feins og aðr- ar borgirj hafa þróast og vaxið við. t t IffffFfffffffffff ff ff ffffffff ff ffffffffff ff ffffff ■ffff'ffff'ffff ■ff+fffffffffffffffff'ff-ffffff fffff-fff ff ff-ff ff ff f f f f-ff-f-f-f+'f-f'f+.i'-t.ff.f-H Bólusetningini gcgn taugaveikinni lýsir eingöngu einu skrefinu í áttina sem vísindaleg heilsufræði þræðir fram eftir nýjum og hollum hug sjónabrautum. Áður en langt ei umliðið, er vonandi að á líkan hátt- með því að örmagna sjúkdómana — verði viðureignin háð við flesta eða alla illkynj uðustu og hörmuleg- ustu sjúkdómana, er mannkynið þjáir um þessar mundir. Nú undir 30 ár hefir sömu undirstöðu atrið- unum verið beitt i viðureigninni við voðalegasta og skaðvænlegasta sjúk- dómsböl mannkynsins, berklaJveik- ina. Þann sjúkdóm hjá gripunum hefir mikillega tekist að örmagna, með því að bólusetja þá með þeirri gerlategund, er mannkynið þjáir og virðist vera svo langtum vægri teg- und er sú, er gripirnir fá; en af ein- hverri orsök, sem vísindunum enn er óljós, reynist bóluefni það, sem úr gripunum er tekið, ofjarl mann- legu eðli. . Það, sem alt virðist að- allega stranda á og bakteríufræð- ingarnir eru nú sem óðast að brjóta heilann yfir hver í kapp við annan, er hvort ekki verði fundin einhver tegund berklagerla — ef til vill meðal hinna óæðri dýra—, er sé veikari en sú bakteríutegund, er mannkynið fær, svo hægt sé að eiga von á því, að með þeim yrði mögulegt að gera mannkynið ómót- tækilegt fyrir lungnatæringunni og annari tegund berklaveikinnar, likt og sóttkveikja kúabólunnar hefir gert mannkyninu illmögulegt að sýkjast framar af völdum skaðræðis bólunnar . SILFURBRÚDKAUP Þriðjudaginn 12. þ.m. voru þau' Olgeir Frederickson, bóndi í Argyle^ bygð og Vilborg Jónsdóttir, kona ^ hans, búin að vera 25 ár í hjóna-. bandi. Olgeir er sem stendur for-^ seti Frelsissafnaðar, og hefir um fjöldamörg undanfarin ár verið í stjórn safnaðarins og unnið að safnaðarmálum með stakri alúð og áhuga, og kom safnaðarfólkinu því. saman um að biðja þau hjónin leyfis að mega halda upp á silfurbrúðkaup þeirra. Að kveldi dags komu ná- lægt 125 manns saman í því skyni í Argyle Hall, samkomuhúsinu, sem er rétt hjá kirkju Frelsissafnaðar, og neyttu menn fyrst kveldverðar, sem safnaðarkonurnar sáu um, og þarf þá ekki að því að spyrja, að hann var góður og velfr am borinn. Þegar menn höfðu matast, fóru fram ræðuhöld, og var sungiö og leikið á hljóðfæri milli ræðanna. Séra Fr. Hallgrímsson mælti fyrir minni silf- ur-brúðhjónanna; þakkaði hann þeim hið mikla og góða verk er þau hefði bæði unnið að safnaðarmálum og öðrum félagsmálum bygðarinnar þessi liðnu 25 ár, og vottaði heilla- óskir hins fjölmenna vinahóþs er þar var saman kominn með þeim; kvað hann þó sína ástæðu til þess, að ekki væri fleira af bygðarfólkinu á þessu samsæti, að húsrúmið hefði ekki leyft það. Næstur talaði Chr. Johnson, afhenti hann hjónunum að gjöf frá vinum þeirra mjög skraut- legt og vandað kaffi-og-te-“set” úr silfri; bað hann þau þiggja gjöfina sem vott þess, hve hlýjan og einlæg- an vinarhug gamlir og nýir samverka menn þeirra í söfnuðinum bæri til þeirra. Olgeir Frederickson þakk- að gjöfina og þann mikla sóma er þeim hjónum væri sýndur, bæði með gjöfinni og þessari miklu og veg- legu veizlu; dýrmætasta þakklætis- efni sitt hvað hann það, að enn hefði hann við hlið sér hana, sem ung hefði hafið með sér lífsbarátt- una fyrir 25 árum, og altaf síðan stutt sig með ástríki og dugnaði; en innilega þakklátur kvaðst h inn líka vera fyrir þann mikla unað er vinir þeirra hefðu veitt þeim fyi og síðar með einlægri vináttu sinm Ennfremur töluðu þeir Thos. H. Johnson, M.P.P., Friðjón Frederick- son og Árni Sveinsson, og var gjörð- ur hinn bezti rómur að ræðum þeirra, sem voru bæði fjörugar og skemtilegar.. Að því loknu skemtu menn sér við samræður og á annan hátt fram eftir nóttunni, og kom öllum saman um að þetta samsæti hefði farið eins ánægjulega fram og frekast varð á kosið. Frá Winnipeg sóttu þessa veizlu móðir Mrs. Frederickson, Mrs. Hildur Thorsteinsson, ásamt dætrum sinum, Mrs. Waugh, og Miss Hal- dóru Thorsteinsson, og enfremur þeir Friðjón Frederickson og Thos. H. Johnson, M.P.P. ánssonar eru birt með æfiatriðum hinna læknanna. Hockey þreyttu ungu piltarnir 1 Fyrsta lúterska söfnuði við gamla meðlimi I.A.C. á Arena-hringnum, síðastliðið mánudagskveld. Leik- urinn var knálega sóttur af hvorum- tveggja, en ungu piltarnir reyndust snarari í snúningpim og gengu sigri hrósand af hólminum. Vinningar 7 á móti 4. Jón Þórarinsson, Wesley stúdent, fer norður til Nýja íslands í kynn- isferð næsta föstudag og dvelur þar fram yfir jólin. * Ur bœnum ^ Séra Björn B. Jónsson, forseti kirkjufélagsins, hefir ritað fyrir Lögberg jólaritgerðina í þessu blaði, þá er hefir að yfirskrift: Friður á jörðu. | Þeir Jónas Jónasson, Björn Hjálm- arson, og J. G. Jóhannsson, stúdentar við Wesley college, fóru heim til foreldra sinna í jólafríinu. Lögberg verður að biðja afsök- unar á þvi að það getur ekki þessu sinni flutt mynd af einum íslenzka lækninum hér í Canada, Dr. Jóni Stefánssyni. Blaðið hafði fengið loforð um myndina og reiddi sig á það. En er til átti að taka biiást það, en þá ofseint að afla annarar myndar. Æfiatriði Dr. Jóns Stef- Á þriðjudagskvöld í síðustu viku, þann 12. þ.m., var samkoma haldin í samkomusal Good Templara á Sar- gent stræti hér í bæ. Ungfrú Sig- ríður Frederickson sýndi þar list sína í því að leika á píano, og hafði hún stofnað til samkomunnar. Ymsir fleiri skemtu á píano og önn- ur hljóðfæri. Miss Darby skemti með upplestri og hr. Halldór Þór- ólfsson söng bæði íslenzka og enska söngva. Séra Rúnólfur Marteins- son talaði nokkur orð á ensku sökuin þess að svo margir voru viðstaddir. sem ekki skildu íslenku. Samkom- an tókst ágætlega að öllu Ieyti. Skemtiskrá var í bezta lagi og að- sókn góð. Allir þeir sem voru viðstaddir og eflaust margir fleiri óska þess að Miss Fredericksin skemti fólki 1 Winnipeg oft með list sinni. Sér- staklega eftirtektavert við þessa sam- komu er það, að sú sem stofnaði til hennar ákvað, að hafa engan hag af henni sjálf, heldur gefa allan ágóð- an djáknanefnd Fyrstu lúterska safnaðar. Djáknarnir studdu því að samkomunni, og varð góður styrkur af henni fyrir fátæklingana vor á meðal. Þeir eru margir sem eru fátækir vegna sjúkdóms eða af öðr- um orsökum, og þegar menn eru að hugsa um allskonar skrautgjafir handa vinum sínum um jólin ættu menn sízt af öllu að gleyma þeim, sem þurfa liknar. Vonandi verður þetta dæmi Miss Frederickson mörg- um hvöt til að auðsýna líkn og kær- Ieika um jólin. TILKINNING Píanó kennari, Miss S. F. Fred- erickson hefur afhent mér $53.00. sem er ágóði af samkomu þeirri er hún stofnaði til 12. þ.m. Það fé gefur hún í djáknasjóð Fyrstu lút- erska safnajðar.. Djáknanefndin þakkar Miss Frederickson hjartan- lega þessa gjöf og óskar henni heilla. G. H. Hjaltalin, Féhirðir Nefndarinnar. 540 Maryland St., Winnipeg.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.