Lögberg - 28.12.1911, Síða 1

Lögberg - 28.12.1911, Síða 1
Grain Commission Merchants -- 201 GRAIN EXCHANGE BUILDING - Members Winnipeg Grain Exchange, Wxnnipkg I ISLENZKIR KORNYRKJUMENN Sendið hveiti yðar til Fort William eða Port Arthur, og tilkynnið Alex John&on & Co. aol GkAIN EXCHANGE, WINNIPEG. Fyrsta og eina íslenzka kornfélag í Canada. 24 ARGANGUR : WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 28. DESEMBER 1911 NÚMER 52 NÝIR TALSlMA TAXTAR GANGA I 6ILDI1. APRÍL 1912 Gjöld fyrir heimila talsíma í Winmpeg. Eitt heimili um síma — $4.00 á mánuði fyrir samtöl að eins heim- ilinu viðkomandi. Samtölum að öðru leyti engin takmörk sett. Eitt heimili um ‘sítna. Samtöl talin. — $1.50 borgist mánaðarlega fyrir 30 sarntöl á mánuði. 2C. fyrir hvert samtall ,fram yfir það. Eitt heimili um síma. Fimm cent fyrir fram, fyrir hvert samtal. — Fæst að eins gegn loforði um ioc. á dag. 2 centum skilað aftur af innheimtumanni fyrir hvert satntal fram yfir. Tvö eða fleiri heimili um síma. —50 cent á mánuði. — $2.50 borgist í eitt skifti fyrir öll, þegar síminn er settur inn. Samþykki yfir- stjórnar þarf til í hvert sinn. Gjöld verzlunar og annara starfsmanna í Winnipeg 'Einstakur sími, takmörkuð samtöl — $4.00 á mánuði fyrir alt að 100 samtöl. Hvert samtal þar fram yfir 2c. Einstakur simi. Fimm centa fyrirfram borgun fyrir hevrt samtal— 2 centum skilað aftur af innheimtumanni af öilum samtölum umfram 30 á mánuði. Gjöld fyrir sérstakt talsímaborð eftir samningi. Fyrir tvö viðtalsáliöld á sama stað—$1 00 á mánuði, ásamt $2.50 fyrirfram borgun, þegar sími er í húsið settur. Sá borgar fyrir viðtal er byrjar þa'ð. Máltól sett á vegg eða borð eftir því sem hver óskar. Sérstakt samþykki yfirstjómar þarf til. Talsímagjöld utan Winnipeg. / bœjum, þorpum on óveitum. Á talsímastöðvum með 100 Verzl.. Húsa. Sveita ás'krifendúm, dagbrúkun aðeins..........$25.00 $15.00 $20.00 Með 100-200 og færri en 100 áskrifendum brúkun nótt og dag.....................31.00 18.00 25.00 Tvö hundruð og þrjú hundruð..............32.00 19.00 26.00 Þrjú og fjögur hundruð...................34.00 21.00 27.00 Fjögur til fim mhundruð...................3600 23,00 29.00 Fimm hundmð til þúsund...................40.00 24.00 31.00 Eitt þúsund til fimm þúsund............. 45-00 27.00 36.00 Afsláttur er veittur, 10%, ef borgað er fyrir fram. Samanburður á árlegum talsíma gjöldum WINNIPEG fyrirhuguð gjöld $48 fyrir 1200 .viðtöl 2c fyrir jhvert um fram. $48(ótakmark að) $18 fyrir 360 viðtöl 2c fyrir hvert um fram l7yrir óskoruð samtöl Business Montreal Toronto Ottawa Winnipeg sem stendu talsími $55 $50 $45 $50 Heimila $35 $30 $25 $25 talsími Íslenzki liberal klúbb- urinn heldur fund næsta fimtudag 4. Janúar í neðri Goodtemplara salnum. Aríðandi að allir með- limir mæti. Embættismanna kosning fer fram og ýms mik- ilvæg mál liggja fyrir fundinum. Úr bænum Lögbergi hafa borist hlýjar þakkir fyrir jólablaðið víðsvegar að. Nýlátin er í Selkirk ung stúilka ógift, Guðrún Baldvinsdóttir. ætt- uð, af Langanesi á Islandi. Séra N. Stgr. Thorláksson var kosinn School Trustee i West Sel- kirk í einu hljóði. Skáldsagan fræga, Ben Húr, í íslenzkri þýðing eftir Dr. Jón Bjarnason, er til sölu hjá H- S. Bardal bóksala og viðar fyrir að eins $1.25 í skrautbandi. Falleg nýársgjöf. Stjórnarnefnd liberalklúbbsms íslenzka er beðin að koma á fund á skrifstofu Lögbergs næstkom- andi þriðjudagskveld 2. Jan. 1912. f Bifrastar sveit fóru fram odd- vita kosningar nýlega. Tveir voru í kjöri, skipaútgerðarmaður og kaupmaður á Hnausum Stefán Sigurðsson, og Sveinn Þorvalds- son, kaupmaður við Icelandic River. Sveinn var 'kosinn oddviti með 30 atkvæða meiri hluta. Herra P. M. Clemens bygginga- meistari fór í skemtiferð til Chi- cago og Ottawa. að létta sér upp eftir annir sumarsins og kom aft- ur heim til sín rétt fyrir jólin. f Selkirk var nýlega kosinn i bæjarstjórn B. Dalhmann, kaup- maður, méð öllum greiddum at- kvæðum, með því að enginn bauð sig fram á móti honum. Hinn 26. þ.m. andaðist aö Bank Hotel hér i bæ ekkjan Kristín Thorarinson, 84 ára gömul. Hún var til heimilis hjá dóttur sinni Mrs. Robinson, konu eiganda hó- telsins. Sónur hinnar látnu Thorv. Thorarinsson, er kaupmaður við íslendingafljót. Kristín sál. var merk kona og vel metin. Miðnætur samkoma verður að vanda i Fyrstu lút. kirkju á ára- mótum næstu. Sá siður hefir um mörg ár tíðkast 1 þeirri kirkju og er mjög fagnr og viðeigandi. Þ'á gefa menn /kvattt gatnl/fi árið og heilsað hinu nýja á sameiginlegum stað, og skifst á þakklæti og heilla- óskum. A sunnudagskveldiö verð- ur árslokahátið sd.s'kóla safnaðar- ins sem venja er til og allir böðnir og velkomnir þangað. Morgun- messa og sd.skóli á venjulegri tíð A nýársdag verður guðsþjón- ustusamkoma kl. 3 eftir miðdag. Herra Baldvin Sveinbjarnarson /frá FáskrúðsfirðiJ , er dvalið hefir hér vestra um fimm ára tíma kom hingað til bæjar á fimtudag- inn. BaldVin hefir átt heima í Leslie um hrið undanfarið. Þar tók hann sér land, vann á því all- ar skyldur, fékk eignarbréf fyrir og seldi það no'kkru áður en hann fór nú til Winnipeg. Hann lét vel ■ y.fir líðan manna vestra og kvað flesta hafa náð að þreskja þar um slóðir, sakir þess hve tíðin hafði verið óvanalega hagstæð og góð. Baldvin brá sér suður til Dakota fyrir jólin. Þorpararnir þrir, sem sátu fyr- ir George Kershus contractor, í norðurbænum, skutu á hann, særðu hann þrem sárum og rændu. voru dæmdir i 12 ára betrunarhúss vinnu og 24 vandarhagga hýöingu. Finn þeirra klöknaði þegar hann hevrði dóminn og grét hástöfum. Bæjarstjóm hefir tekið tilböði um cement fyrir bæinn næsta ár frá Bandaríkja félagi; það tilboð var lægra heldur en það, sem kom frá Canada Cement Co., einokunar cement félagi þessa lands. Samningar í Kína. Uppreisnarmenn heimta lýðveldi Milligöngu Breta neitað. Þjóð- fundnr skal skera úr. Þar var síðast komið frásögu vorri af viðitreign Kínverja. er fulltrúi Yuans var á leið kominn til móts við umboðsmenn uppreisn- armanna í Shanghai, að semja við þá ,frið og fulla sætt af hálfu keisarans manna. Tang heitir sá fulltrúi, en fyrir málum uppreisn- armanna eru þeir helzt, æðsti her- foringi þeirra Li að nafni og ann- ar er nefnist Wu Ting Fang. Lítiö varð ágengt um ættimar og buðust Bretar og Japanar til að ganga á milli, en því var hafnað. helzt af uppreisnarmönnum, með þvi að Bretar fylgja þvá, að ráð- legast sé fyrir Kína, að halda stjórn keisarans, og hætta ekki á stjórn óþektra og sundurlyndra leiðtoga. Sá heitir Sun Yat Sen, er helzt er fyrir málum úppreisnarmanna, og þeir vilja hafa fyrir forseta i lýðveldi þvi, er þeir vilja stofna. Hann hefir lengstum dvalið í út- löndum og lagt þaðan ráðin á með undirbúning og tilhögun uppreisn- arinnar. Var hann á leið til Kína. þegar friðarstefnan hóifst, og drógu fylgismenn hans öll mál þar til hann kæmi til. Var það ráð þeirra, að þeir lýstu því, að þau 14 fylki. er þegar höfðu slitið trygð við keisara, skyldu vera lýð- veldi og kusu stjóm með Sun Yat Sen fyrir forseta Er hann kom til Shanghai lét hann þann kost vænst- an. að keisarinn segði af sér, með þvi að allur styrkur landsins væri honum fráihverfur, flotinn á valdi uppreisnarmanna og hugur allrar alþýðu þeim fylgjandi. Kvað hann stórveldunum ráðlegast að trúa þessu og styrkja i engu Yuan al- ræðismann því að gegn honum mundu þeir berjast, þar til yfir lyki, hans vald brotið á bak aftur og keisarinn tekinn af lífi eða völdum tekinn. Er svo sagt, að stórveldin hafi felt niður þá fyrir- ætlan, aö s'kerast í leikinn eða ganga á milli. Vopnahlé stendur ineðan friöarstefnu er ekki slitið, og nota hvorirtveggju það til þess að búast um, ef til vopnaviðskifta kemur á ný. Uppreisnarmenn þykjast munu ráða á Pekin, þegar þeim svo líki. en keisarans menn skipa liði sínu og færa sig á vígstöðvar, sem þeim henta; þykir uppreisnarmönnum ]ieir ekki halda trúlega vopnahléð. Hvorum tveggja hefir baga^ fé- leysi til þess að halda miklum liðs- afla í herferðum, og er uppreisn- armönnum mikill hugur á, að sem fyrst s'keri úr, því að tiltrú þeirra fer minkandi eftir því sem styrj- öldin stendur lengur, Sú er hin siðasta fregn af við- ureigninni í Kína. að það varð að sanikomulagi milli þeirra sem, sátu á friðstóli í Shanghai, að láta fulltrúa frá öllum pörtum lands- ins skera úr því á allsherjar þjóð- fundi hvort Kína skuli vera keis- aradæmi eða lýðveldi framvegis Þessu samþyktist Yuan alræðis- maður, eftir næturlangar ráða- gerðir með höfðingjum 'keisara- ættarinnar, þó með því móti, að kosningar fari fram íhlutunar- laust af hálfu uppreisnarmanna og meö engum æsingum né undir- róðri af þeirra hálfu. Hann set- ur það og sem skilyrði, að upp- reisnarmenn vinni sem trúlegast að því með stjórninni. að koma frið á innanlands í þeim hlutum land's, er uppreisninni fylgja. Svo er sagt. að Japan fylgi því með öllu afli, að keisarastjórnin hajd- ist í Kína. Jóns Sigurðssonar líkneskið í New York. Jóns Sigurössonar nefndin átti fund með sér á þriðjudagskvöldið var. Tilefniö var það, að dr. jón Bjarnason, formaður nefndarinn- ar, hafði fengið tilkynning um það, að eirmynd Jóns, sú er Austur-lslendingar gáfu Vestur- íslendingum. er nú komin til New York. Flutningsgjald á myndinni var ógreitt og var herra Árna Eggertssyni, varaformanni nefnd- arinnar, /alið á fundinum að greiða flutningsgjald þetta og gera ráðstafanir til aö koma myndinni greiölega hingað til Winnipeg. Ófriður á Perslandi. Morgan Shuster fer frá embættum að kröfum Rússa. Vopna við- skifti og óeirðir. Bretar fylgja Rússum að málum. Svo hefir lokið deilu Jæirri er út af Shuster spanst, Ameriku- manni þeitn, er tók aö sér fjármala stjórn Perslands að bón þingsins ]>ar í landi srðastliðið vor, að hann hefir hrakist úr embættinu eftir kröfun Rússastjórnar og Breta, er þóttu aögerðir hans frekari en þeim var hagkvæmt og einkanlega fram haldið með minni lægni en ástæður voru til. Almenningur i Perslandi er í uppnámi útaf íhlut- un þessara tveggja stórþjóða um þarlend málefni í suðurhluta landsins, eru brezkum hermönnum bönnuð vistakaup og sýndur svo mikill fjandskapur, sem landsbúar frekast hafa þor til. Mannvíg hafa enn ekki oröið í þeim parti landsins, svo teljandi sé. Norður i landi hafa oröið bar-l dagar með Rússum og laudsmönn- um, en um mannfall erit fréttir ó- glöggar sem stendur. Segjast Rússar liafa látið marga menn af herliði sinu af svikum landsmanna er hvervetna búi þeim f jörráð, en Persar bera það, að landsmenn hafi ekkert gert á hluta þeirra, h e 1 d!u.r h a f i h e rsv e i t i r Rússa brytjað niöur fjölda manns að tilefnislausu, og konur og börn engu síður en karla. Resht heitir borg i norðurhluta Perslandlsi, með 40 þús. íbúum, er Rússar hafa tekið á sitt vald, með nokkrum mannvígum, og önnur .Tabriz, þar sem og var barizt með nokkru mannfalli, 150 að sögn af Rússa liði. í höfuðborginni, Teheran, eru þingmenn óðir og uppvægir, og varð það ráð stjórnarinuar að láta lugregluiið tvistra ]ieim. BorgUra- leg lög eru úr gildi te'kin og herlög á komin í borginni, og borgarbúum haldið í skefjum með vopnuðu herliöi. Styrjöld lokið í Mexico. Reyes gefst upp. Madero fastur í sessi Jafnskjótt og uppreisninni i Mexico var ldkið í sumar, foring- inn Madero orðinn forseti eftir landflótta hins forna alræðismanns Porfirio Diaz’s hóf sá maður her- skjÖld gegn hinni nýju stjórn, er Reyes hét, frægur herforingi í mörgum styrjöldum og kallaöur mestur maöur þar í landi, þegar Diaz leið. Frásöguleg tíöindi hafa engin gerzt af aðgerðum hans, þar til á jóladaginn, að hann varð fvrir liöi stjórnarinnar, með þeirri sveit sinna manna, er hann trúði bezt. Þeir flýðu sem fætur tog- uöu, þegar þeir heyröu kúlnaþ'yt- inn, og skildu foringja sinn einan eftir. Sá hann sinn kost vænstan, að ganga á vald óvina sinna, og svo gerði hann; kom einn sitis liðs og gaf sig á vald þeirra skilmála- laust. A eins bað liann þess, að liðsmenn sinir fengju grið og var því heitið með þvi móti, að þeir legðu af vopn og gengju viljugir á vald stjórnarmanna. Reyes kvaðst sjá, að þjóð sin vildi hlíta þeirri stjórn er til valda væri kom- in, með þvi aö nálega engir hefðu orðið til þess að ganga undir merki sin og berjast gegn henni. Þar með er ófriöarbliku þeirri lokiö, er yfir landinu hvíldi, og allir ótt- uöust um stund, að þvi mundi að fullu ríða. Um afdrif Reyes vita menn ekki aö svo ■ stöddu. Mál hans verður dæmt af herrétti og þyktr ólíklegt. aö hann verði dæmdur til dauða, heldur fangelsisvistar 5 nokkur ár. Silfurbrúðkanp. Á Þorláksmessudag 23. þ. m. höfðu þau Mr. og Mrs. Stefán Sveinsson verið tuttugu og fimm ár í hjórrabandi. Að kveldi þess dags fíd. g) heimsóttu silfurbrúð- hjónin nokkrir vinir þeirra og kunningjár og færðu þeim fagra og vandaða gjöf, kaffi-set úr silfri. Viö veitingar og góðan fagnað var svo skemt sér langt á nótt fratn. Bretar skakka leikinn í Tripolis. Af stríðinu milli Tyrkja og It- ala er það sagt, að bardagar gerist engir þeirra á meðal. nema út- varða hryðjur og riddara skærur stöku sinnum. Sú frétt er ]x> merkileg, er kom á mánudag, að stjórn lfgiptalands, sem er ensk eins og allir vita, hafi “tekið að sér” austurhluta Tripolis, eftir samkomulagi við stjórn Tyrklands þangaö til striðinu ljúki. 1 þeim hluta lands er hálendið Barka, þar er og liöfn nafnkend, er heitir Akaba, og öllum þótti líklegt, aö ítalir nmndu vilja ná á sitt vald, en varla mun takast héðan af. Siðan er nálega sem tekiö hafi fyrir allar fféttir af athöfnum og fyrirætlunum þeirra, sem stríðið heyja um yfirráð landsins. Eftirlaun á þingi Banda- manna. Fúlgan vex með hverju ári. Skömmu fyrir jólafriið sam- þykti neðri málstofa í þingi Banda ríkja. áð auka eftirlaun um 75 miljónir dollara á ári hverju. Fá- einir þingmenn mundu loforð sín við kjósendur, að styðja sparnað- arsteínu á þingi, og er þeirra nafn kendastur formaður fjárlaganpfnd ar Fitzgerald að nafni, er skoraði á flokksbræður sina i liöi Demo- krata aö breyta ekki ákveðinni stefnu flokksins, sem sé, að fara sparlega með rikisfé, og lækka verzlunartolla. Hið fyrra af þess- um atriðum stefnuskrár sinnar braut flokkurinn rækilega, og er nú svo komið, ef þetta verður aö lögum, að Bandamenn eyða 5. parti af tekjum landsins i eftir- laun. Til samanburðar sýndi áöur- nefndur formaður fjárlaganefndar aö Bretar vörðu áriö sem leið rúm um 29 miljónum dollara til eftir- launa, Frakkar 23 milj . Þjóðverj- ar 41, Austurrikismenn 20og Ungverjar sex og hálfri miljón dollara. “En allar til sarnans”— mælti hann. “eyddu þær 33 miljón- um dollars minna heldur en Banda rikin.” Það er álit manna, að ef þetta nýja eftirlauna frumvarp nær samþykki öld’ungadeildar, þá muni Taft forseti synja þvi stað- festingar. Sú er önnur athöfn congressins. að þar er samin ályktun að segja upp gömlum samningi við Rúss- land, frá árinu 1832, og þá var gerður af vináttu og góðu þeli beggja landa. Neðri deild þings- ins orðaði svo þá ályktun, að sendi- herra Rúsanria kvað stjórn síns lands misboðið, og varð það úr, að öldungadeildin breytti henni i það snið, sem með öðrum þjóðum tíök- ast, eftir tillogum forseta. Var þá uppsögninni yel tekið af Rússa hendi, en blöð þeirra höfðu .í fíéymingi, að nú sýndi sig ' að auðkýfingar meðal Gyöinga í Bandaríkjunum væru famir að færast í aukana, er þeir gætu beitt þingi þeirra til þess er þeir vildu vera láta. En það var talin und- irrót aö uppsögn samningsins, að Gvðingar úr Bandaríkjum fengju ekki að fara óhindraðir til x>g frá Rússlandi. um rökurn og miklum kunnugleika á málavöxtum, sem vænta mátti af honum. Ályktun var engin tekin í mál- inu að því sinni lieldur var ráðs- manni þessa Cementfélags gefinn kostur á að bera f ram vörn fyrir hönd félagsins,. Hann er talinn einn hinn slyngaSti maður við kaupskap, sem nú er uppi í Aust- ur-Canada, og þótti hann sýna það i varnarræðu sinni hér í Winnipeg að hann kynni að halda. fram sín um hluta. Eigi að siður komu æfur allra þeirra er svöruðu hon- um. í sama stað niður og ræða Mr. Ashdowns, að félagið héldi cem- enti sinu einmitt í því verði. að ekki færi fram úr því, sem cement frá Bandaríkjunum mundi kosta hingað komið, með flutningskostn- aði og afar háum tolli. og væri þar að auki lakara en verið hefði, áð- ur en einokun komst á. Sú varð niðurstaðan, að samin var áskorun og send ráðaneytisforseta Borden og þingmanni Winnipeg-borgar, Hon. Robert Rogers, á þessa leið: “Portland Cement er orðin ein helzta nauðsjmjavara til allra bygg inga, og er notuð meir og meir með hverju ári. “Innflutningstollur á þeirri vöru nenrur 51 }i cent á hvem kagga. “Cements verð á fyrstu hönd í Bandarikjum um áriri 1909, 1910 og 1911 hefir verið 8oc kagginn, og hefir tollurinn þvi numið 60 til 65 centum á hverju dbllars virði, en það er tvöfalt eöa jafnvel þre- falt á við innflutningstoll á öðrum byggingavörum. “Þeir sem búið hafa til Portland Cement í Canada. hafa selt eða gerzt meðlimir í félagi sem heitir “The Canada Cement Co.,” en það félag er síðan alveg einrátt um hit- una, og leyfjr engri samkepni að komast að, hvorki um gæði né verð vörúnnar.. Það félag dreg- bætturn. Nú á dögtun mun varla ur sér ábata meir en hofi gesjnir. , rnega segja svo, að embeett iséu þeim til skaða, sem vörnna kaupa.,sej(j intlan þeirrar kirkju, með því “Því er þaö ályktan -þessa vern- ag «vej er fynr þvi séð, væntan- unarráös, að biðja hans stóru tign, landstjórann og stjórnarrá'ð hans, að láta rannsaka þetta mál ag síð- í vetur. Unionistar ætla sér að gera hvað þeir geta til þess að gera þaö nýmæli tortryggilegt í augum kjósenda, en trúa þó varla sjálfir, að það nutni takast Það virðist svo, sem hin liberala stjóm, er nú situr viö völd. hafi svo mik- inn styrk bæði á þingi og meðal almennings, að mótstöðumenn hennar geri sér litlar vonir um, að að geta haggað henni að svo stödd, og öll sin áhugantál hefir hún haft fram á þingi, að undan teknu frumvarpinu urri meðferð hertekinna skipa, er lávarðadeildin feldi. Þessa dagana öðluðust samþykki konungs fjárlögin. lög- in um lagaskyldu verkamanna til þess að greiða vissa upphæð mán- aðarlega í styrktarsjóð gegn því, að njóta styrks ef þeir verða at- vinnulausir. veikir eða slasast, eða verða hrumir ai elli og böm þeirra hjálpar ef þeir deyja- Þetta laga- frumvarp er fram borið af Lloyd- George, af frábærtt kappi og lagi gegn mótstöðu vinnuveitenda, er einnig er gert að skyldu, að greiða vissa upphæð í þennan sjóð. Eitt lagaboðið sem stjórnin hafði fram. var um það að lögfesta verka- stundir búðartnanna. annað það að banna að konur og börn verði látin vinna í námttm eða önnur verk neðan jarðar, og enn var þaö eitt. er ntælir svo fyrir, að ritverk skuli vera eign erfingja um 50 ár eftir dauða höfundanna. Þessi lagaboö hafa lengi verið þráð af almenningi, og er vel tekið af al- þýðu. Kostbœr titill. Það hefir lengi þótt við brenna 1 hinni kaþólsku kirkju, aö hátt- settir embættismenn hafa orðiö aö gjalda stórar upphteöir til “hærri staöa”, þegar þeir taka við em- an láta færa niður eöa aftaka nteS öllu toll á þessari nauösynjavöm, eftir því sem hentugast þykir og núverandi tolllög heimila. “Tollur á varningi sem til bvgg- inga brúkast: Af dollars virði. Mursteinn..................22j4c Unninn viður .............. 25C. Unninn steinn ............. 20C. Tigulsteinn ............... 300- Þakhella .................. 25C. Saumur ................ 25—30C. Cement ................ 60—65C. lega, að hæfir menn séu í þau sett- ir, þó gjalda verði J>eir stór gjöld. þegar þeir eru útnefndir. Til dæmis um það er, að erkibiskup einn í Bandaríkjum, Farley að nafni, var gerður að kardinála fyr- ir skömmu. Áður hann fór að heiman voru honum færðir 25,000 doliars í samskotum. Af þeim gaf hann páfá 10 þús. þegar þeir hitt- ust í fyrsta sinna. önnur 10 þús- gaf hann honum siðar í nafni klerka sinna og biskupsdæmis. Nú átti hann eftir 5 þús., en ekki hrukku þau til, heldur varð hann að leggja fram önnur fimm þús- und frá sjálfum sér í útnefningar- gjöld. “gjafir” og annað slikt, áð- ur hann fengi sinn rauða kardínála I hatt, hring og skikkju. Um þetta _____ j taka Bandaríkjablöð varlega til , „ . . • orða, segjast ekki vilja gefa í skyn At Indlandt hafa hvað eftir ann-; , ‘s;.. , . , J • , • , . ., . vi i að embætti þessi seu seld, en kveða að borist flugufregmr. aö konung- . r . ,r , . , & 6 1 f raðlegt fyrir pafadominn, aö forð- ia a ast þaö, að gefa almenningfi Frá Fretlandi. a- stæðu til að ætla, að svo sé. ur 'hafi myrtur verið. er reynzt ósannar, sem betur fór. Þær sýna samt, að tilefni mun hafa verið til að efast um hollustu Indverjanna, enda mun það sönnu næst, að óánægja þeirra með yfir- ráð Englendinga hefir aukist í seinni tíð, sem upphlaup og satn-j yj] fun(jar va,- nýJega stofnaö i Ófriður út af friðar- málum. særi þeirra á meðal hafa lx>rið vott um. Þetta sýndi sig og við sjálfa krýningar athöfnina með því móti, að sá höfðingi indverskur, sem Cement-einokun og tollur. Fyrir mánuði síðan flutti Mr. J. H. Ashdown það mál fyrir stjórn kaupmensku starfa hér í borg, að verð á cementi hefði hækkað snögg lega i Winnipeg, og enda alstaöar í Canada. Jafnframt benti hann á, að allar verksmiöjur í Canada þar sem cement er búið til, væru komnar í einn félagsskap meö sam- eiginlegri stjóm. Héðan af væri í rauninni nálega engin sjálfstæö cement verksmiöja til í landi voru. heldur væru þær uppsvelgdar af einu félagi sem heitir “The Canada Cement Company.” er svo heföi þegar engin samkepni væri lengur innanland's og öll samkepni utan- Iands frá útilokuð af háum tollum. notað færið til að hækka verðið á cementi langt úr hófi. Mr. Ash- down studdi þetta meö greinileg- kominn er af ætt yfirkonunga Ind lands hinna fornu. kom til krýn- ingarinnar í hversdagsklæðum, en allir aðrir voru skrúðbúnir, og er hann skyldi veita konungi lotn- ingu seni aðrir, þá laut hann kon- ungi að eins og sneri þegar baki við honum glottandi. Eftir þessu tóku allir viðstaddir, og varð hljóð bært um alt land, þvi að “alt spyrst á Indlandi”. segir máltækið. Varakonungur Indlands skarst leikinn, með því að svo búið mátti ekki hlýða, og 0301 þá höfðingi þessi afsökunar á framkomu sinni. lézt verið hafa feiminn og hefði sér fatast góðir siðir í návist kon- ungs.—Bóluveiki kom upp í Delhi meðan krýningar hátíðin stóö. og dóu nokkrir, en fyrir mikinn usla var þar tekið með röggsamlegum aðgeröum af hálfu stjórnarinnar. inguðeffi áiElotn húnikt ffra tafs Konungur er nú á dýraveiöum og veröur þar til hann leggur af stað heim á leið um miðjan næsta mánuð. Eftir hátíðir rnunn hvorir- tveggju þingflokkar ganga á hólm á ný og heyja hildi um heimastjóm írlands, er sfjómin vill fram hafa New York af helztu forsprökkum allsherjar friðar, til þess aö ræða um fyrirhugaöa gerðardóms,- samninga railli Bandaríkja annars vegar og Frakklands óg Englands hins vegar. Þangað var boðið mörgu stórmenni og sátu þeir á palli. með Andrew Carnegie á miðjum bekk, en Joseph Choate stýrði fundinum. Fundarsalurinn var alsettur uppi og niöri og fór alt spaklega fram, þar til fyrsti ræðumaður bar upp tillögu til yf- irlýsingar um velþóknun fundar- ins á samningum þessum. Þá 1 laust upp óhljóðum fram í salnum með stappi og ólátum, sem aldrei ætlaði aö linna. Gamli Carnegie fékk ekki að tala og var afarreiö- ur, og enginn annara er til var boðið, þar til foringi óspektar- manna gaf þeim bendingu að hætta hljóðunufn, og varö þá ekk- ert af aðgerðum fundarins. Þess- um fundarspjöllum ollu menn af þýzkum ættum, er spilla vildu fyr- ir samningunum. Láta blööin' sér fátt um finnast þau strákslegu læti við hátíðlegt tækifæri. Einn einasti maður hefir fund- ist i Winnipeg, sem lætur vel yfir talsima gjöldunum nýju Sá mað- ur er Colin H. Oampbell, ráögjafi opinberra verka.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.