Lögberg - 25.01.1912, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.01.1912, Blaðsíða 1
Grain Commission Merchants -- 201 GRAIN EXCHANGE BUILDING - Members WÍDnipeg Grain Exchange, Winnipeg I ISLENZKIR KORNYRKJUMENN Sendið hveiti yðar til Fort William eða Port Arthur, og tilkynnið Alex Johnson £> Co. 201 tiRAIN EXCUANOE, WINNIPEG. Fyrsta og eina íslenzka kornfélag í Canada. 25 ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 25 JANÚAR 1912 NÚMER 4 Tyrkjastríðið. Bardagar. Skipatökur. Órói á Balkanskaga. Italir búast um sem bezt þeir geta og draga aS sér ógrynni vista og vopna í Tripolisborg til und- irbúnings herferðar inn í landið. ,Til vopna viöökifta hfefir klomið nokkrum sinnum, er Tyrkir og Arabar hafa ráðist á viggirSingar Itala, svo og á liðsveitir þeirra, er sendar hafa verið staöa á milli. Láta Arabar svo, sem þeir muni berjast til þrautar og 'hirða ekki um, hvort friður er saminn af Tyrkja hálfu. Um 50 manns féllu af Itölum í einu slíku áhlaupi Ar- aba. Á sjó gerast Italir æði ágengir. Þeir skutu á og tóku nokkra gamla fallhyssubáta Tyrkja, er leitað höfðu griða í Alexandríu, °g lagt þar af vopn sín. Þetta gerðist i Hafinu rauða og létu It- alir/ sem þeir hefðu unnið þar mikinn sigur. Kaupskip hafa þeir tekið, er þeir ætluðu hafa flutning innan borðs til Tyrkja í Tripolis. Þar á meðal má þess geta, er vel má leiða til tíðinda, er ítalskt lier- skip (tók póstskip franskt, er var á leið frá Marseilles til Tunis. Á því voru sem farþegar nokkrir tyrkneskir menn, er ítalir höfðu njósn af, að mundu vilja halda til ófriðar stöðva. Þar var og mað- ur með flugvél, er þeir grunuðu um illan hug til sín. Tóku þeir skipið og fluttu til sinna stöðva. Hleyptu þeir Tyrkjum á land og sleptu skipinu. Þessu hafa Frakk- ar reiðst, gerði stjórnin hoð til Róm og mótmælti aðförum þess- um og annað til Toulon, að hafa herskip sín viðbúin, ef ekki orkaði á með öðru móti. Það kemur nú í ljós, að orð- sending frá stjórn Frakklands til sendiherra þess í Róm og frá hon- um rtil konsúlsins franska í Cagli- ari, hafi verið breytt á leiðinni og stafi þaðan snurðan á sarrtkomu- lagi þeirra stórvelda. Enginn veit enn hver var valdur að því. ít- \ alska stjórnin býður gerðardónr á mlálinu og vill sættast fyrir hvern mun. Þeirri málalei(tun hafa Frakkar ekki svarað enn. — Ut- anríkis ráðherra Þjóðverja er kominn til Rómaborgar, og ætla . sumir að erindi hans sé, að undir- búa friðar samninga með Itölum og Tyrkjum. Stjórn Tyrklands hefir gert hoð til allra landa að hún hafi látið setja sprengivélar í Sæviðarsund, og varar kaupskip við þeim háska. Kaupmenn kurra illa yfir þeim haga, er þeir hljóta af striði þessu Á Balkanskaga er agasamt. Til bardaga hefir komið með hóp Búlgara og tyrknesku liði. I Macedoniu gengur ekki á öðru en samsærum og mannvígum. Bú- íst er þar við uppreisn þá og þeg- ar. I suraum þorpurn eru bar- dagar og vígaferli milli kristinna og Múhametstrúar manna. Járnbrautarslys varð í Illinois á mánudaginn, með þvi móti að hraðlesit frá New Or- leans til Chicago nam staðar til þess að -ná vatni í ketil togreiðar- innar. ,Kom þá önnur hraðlest metJ geysihraða og rakst á hana. Skemtivagn var aftasitur á þeirri lest, sem fyrir var, með ýmsum heldri mönnum, nafntoguðum þar í landi. Fórust þeir allir, en enginn á þeirri lestinni sem að kom. Harahan hét sá er nafn- kendastur var af þeim er létu lif sitt, aldraður maður, er lengi hafði sttjórnað hinu mikla járnbrautar- félagi Ulinois Central. Kosningar á Þýzkalandi Þeim er nú svo langt komið, að auðséð þykir, að Socialistar verði einna sterkastur flokkur á ríkis- þingi. Ef þeir taka höndum sam- an við aðra mótstöðumenn stjóm- arinnar, sem verið hafa, þá er sagt að stjornin verði í minni hlu^ta í ríkisþingi. ^ En einhvern tíma hefði Vilhjálmur keisari svarið fyrir það, að til þess mundi koma, að hann þyrfti að kveðja Bebel, forsprakka hinna freku Socialista. til þess að standa fyrir stjóm. En aö vísu má meir en lítið viö liggja ef það verður nokkurn tíma. Stjórnin og flotamálið Allir muna, að ráðaneytisfor- sqtinn Borden og hans liðar gengu berserksgang fyrir fáum árum til þess að fá Sir YVilfrid Laurier til að leggja margra miljóna skatt á landið i því skyni, að hjálpa Bret- um til að halda yfirburðum þeirra yfir flotum annara þjóða. I annan stað hömuðust Nation- alisitar á móti því, að fengin væri ein einasta fleyta landinu til varn- ar, og með því móti unnu þeir hátt upp í helming kjördæma í Quebec af Sir Wilfrid. Nú er þessir tóku höndum saman til að stjóma landinu, Nationalisíar og Bordens félagar, gerðist mörgurn forvitni á að vita, hver verða mundi -af drif málsins í höndum þeirra and- stæðu flokka. Hingað til hefir flotamála ráð- herra Bordens varizt allra svara um málið. Hann hefir bætt (tólf skrifurum við í sinni stjórnardeild, svo nærri má geta, að hún er ekki iðjulaus, deildin sú. En um fyr- irætlanir stjórnarinnar þegir hann eins og fiskur. Eigi að síður hef- ir það vitnast, hvað stjómin muni ætla fyrir sér. Hún ætlar sér að varast að láta brezka ríkið hafa nokkurt lið að þvi fé, sem til sjó- varna verður varið af landsjóði Canada. Flotann mun ekki eiga að auka um eina skútu, gott ef því verður haldið við, sem þegar er fengið. Að þessu leyti réðu Na- tionalistar því sem þeir vilja. Hins vegar lofa þeir Borden að gera það sínum liðum til geðs, að verja nokkru fé til hervarna. Er sagt, að það ráð muni tekið, að setja vígi á landi einhvers staðar nálægt sjó. Á þennan hátt þykist Borden leysa hendur sinar, vinna það til fylgis Nationalista að auka ekki flotann, og láta það eftir sínu liði, að eyða einhverju af landsfé í her- varna skyni. Hitt er ekki verið að hugsa um, hvort nokkur mundi herja hér á land, eða hvort ekki væru nógir landgöngustaðir, þó vígi væri reist á einum eða tveim stöðum, með ærnum kostnaði. 'Þess gætir Mr. Borden heldur ekki, að með þessu sýnir hann, að honum og hans fé- lögum hefir aldrei verið alvara með stefnu sína í þessu máli, held- ur haga henni eftir því, sem þeir ætla vænlegast til atkvæða fylgis. Látinn er í Florence á ítalíu, Henry La- bouchere, er um langan aldur var einn af helztu þjngmönnum á þingi Breta. Hann vildi aldrei taka við völdum, heldur vera öllum flokkum óháður, einurðar maður mikill og hæfileika. Hann gaf út vikublaSið Truth og gekk þar á 'hólm við pretti og “humbug,” hvar sem hann varð þess var. — Hann hafði lifað svo mörg auðnu- brigði um dagana, að ævisaga hans er líkari skáldsögu en sannri sögu, en úr klípunum komst hann jafn- an, hversu óvænlega sem á horfð- ist, því að hann var frábærlega vel gefinn bæði til líkama og sálar. Gull er sagt fundið nýskeð við Mini- tonas, Man., á Dauphin brauitinni, í svörtum sandi líkt og í Californ- íu og Ástralíu. Einn maður kveðst hsfa fundið $50 virði af gullsandi á stuttum tíma. Síðus(tu fréttir segja, að gull hafi fundist með borum eina milu suður af Mini- tonasbæ á þriggja feta dýpi, bæði sandur og gullmolar. Námamenn eru að fara norður héðan úr bæn- um. Þar á meðal nokkrir Islend- irgar, sem áðuf hafa stundað námagröft. Stjórnarskifti. eru sögð um garð gengin á Spáni, Canalejas afsagt að vera við leng- ur, en Maura tekinn við, sá er við stjóm var, þegar Ferrer var af lífi tekinn og við uppreisn lá í mörgum stöðum á Spáni. Jóladagurinn kom í ár á mánu- dag í 9. viku vetrar. Jóladaginn ber ekki upp á mánudag í níundu viku fyr en 1939. Þá veröur rím- spillis ár á ný. Svo segir oss Ólafur Þorvaldsson. Verkföll á Englandi. Vefarar í bómullar verkstæðum á Englandi tóku aftur til vinnu á mánudaginn. Eitt hundrað og fimtíu þúsund manns voru frá! verkum þrjár vikur og töpuðu verkakaupi, sem nam rúmum 1400 þúsund dollurum. Sendi- maður stjómarinnar kom sájttum á, og var slakað til á báða bóga. Þótti sú sættagerð takast liðmann- lega, svo mikinn ofsa sem hvorir- tveggju sýndu í upphafi. Sir George Askwith heitir sá, er sáttunum kom saman. Kolanemar hafa saniþykt að fella niðíur vinnu, nema kaup þeirra sé hækkað. Til þess kem- ur ekki fyr en í Febrúar, og er það allra góðra manna von, að þar verði unt að miðla málum. Brezka stjórnin hefir gefið þá skipun út, að öll 'herskip skuli spara kol og brúka olíu í staðinn, ef kostur er. Einn hinn mesti hnekkir, er fyr- ir brezkan iðnað gæti komið er sá, ef kolanáma verkföll sitæðu lengi yfir, með því að kolabirgðir eru aldrei fvrir hendi meir en sem nemur hálfs mánaðar brúkun í öllu Bretlandi. Ef verkfallið stæði lengur, yrðu allar verk- smiðjur um endilangt Eng- land að hættu vinnu, járnbrautir sömuleiðis og skip, ef eikki næði til kola annarssitaðar . Kolanemar hafa sterkan félags- skap sín á milli, og standa allir að einu máli. Slys varð á járnbraut C. N. R. á mánu- dagskvöld, hlektist á jþeirri lest, er rennur milli Edmonton og Winnipeg, þannig, að vagnamir hrukku út af teinunum og féllu um koll eða ultu á hliðina ofan í brautarskurðinn. Þar meiddust 27 manns, en enginn til bana eða óbóta nema ef til vill lestarstjórinn. Flestir voru frá Winnipeg. Tveir voru frá Wadena, Sask., N. C. Pierce, þingmaður og annar sem nefndur er O Stone. — Skyndilest var þegar send frá Winnipeg með tveimur læknum og tveim; háttsett- um starfsmönnum félagsins, þar á meðal maður til að semja við hina meiddu um skaðabætur fyrir á- verkana. Frá Kína. Því hefir ekki orðið framgengt, að keisari væri sagður frá völd- um, vegna mótstöðn ýrnsra keisara frænda. Hefir Yuan Shi Kai ver- ið kvaddur á fundi þeirra, en hann neitað að koma. Þykir þeim hann vera sér andstæður orðinn, og vildu fegnir hafa hann frá völd- um, en þvi sitanda stórveldin í móti, með því að þeiim þykir eng- inn til þess fær, að standa í spor- um hans. Óttast þau um sína þegna viðsvegar uin landið, ef hann lætur af stjórn. Dr. Sun Yat Sen, sá er forseti var kjörinn af lýðveldismönnum, er hinn öruggasti, (tjáist munu berjast til valda, ef ekki gangi með öðru móti. og lcennir stórveld- unum um, að þau haldi keisara- stjórninni við völd þvert ofan í vilja landsmanna. Þau beri því á- ibyrgðina af styrjöldlnni. ido ]>ús. manns segist hann 'hafa undir vopnum, en hávaðinn af herliði keisarans sé lionum ótrúr og muni bregða hollustu við stjórnina þegar færi gefist. Lýöveldið segir hann svo á legg komið, að óhugs- anlegt sé, að landið uni keisara- stjórn framar. Missíónarmenn frá Ameríku hafa gefið sig fram í stjómmál í Kína, öllu meir en heppilegt telst. Þeir, sem ítfarfa á þeim slóðum. þar sem lýðveldið á flesta fylg- ismenn, hafa tekið sig saman um að skora á keisarastjómina að leggja niður völd. Aðrir, sem eru staddir norður í landi hafa skor- að á stjórnina að sitja sem fastast og láta engan hilbug á sér finna. Sendiherra Bandamanna hefir reynt að fá þá til að hafa sig bunt á þær stöðvar, þar sem þeim er við engu hætt, en þvi hafa þeir neitað. Talið er, að missíóna- mönnum og öðrum útlendingum sé ótrvggur friðurinn, ef stjórnin steypist úr völdum í Kína. Eitt höggið erm. Á fundi bæjarstjórnar á mánu- dagskvöldið samþyktu allir i einu hljóði að mótmæla talsíma álögum stjórnarinnar, og var borgarstjóra Waugh falið, að semja mótmæla skrá og leggja hana fram á City Ilall, öllum borgurum til sýnis og undirskriftar, er mótstöðu vildu vei|ta þvi óhæfilega tiltæki stjórn- arinnar. Davidson bæjarfulltrúi átti uppástunguna, en margir aðrir studdu, þar á meðal Doug- las og Militon. 1 bæjarstjórninni uu vitanlega margir conserva- Hvar, en enginn mótmælti. Þeir verða fáir, þó vel hafi fylgt sf jórninni og dyggilega 'hingað til, er leggja henni lið í þessu máli. Látin er 18. þ. m. Mrs. Katrín Olafson, móðir séra Kristins K. Olafssonar og þ'eirra systkina, vetri miður en áttræð. Hún var fædd á Hjaltabakka í Húnaþingi árið 1833 og giftist ung bónda sínum, Kristni Olafs- syni. Þau fluttu^t til Ameríku með fjórum börnum laust eftir 1870 og settust að í Stockholm, Wis. Þaðan fluttu þau eftir skamma dvöl til íslenzku bygðar- innar í Lyon County, Minn., og loks itil Gardar bygðar i Norður Dakota, þegar sú bygð tók að vaxa. Þar stendur enn bær þeirra hjóna, víðfrægur griðastaður allra sem áttu bágt, og áfangastaður þeirra sem fram hjá fóru, sífeld- Iega reiðubúinn til rausnarlegrar viðtöku. Þau hjón eignuöust alls sjö börn og eru fjögur þeirra fædd i þessu landi. Þau eru; séra K. K. Olafsson, sveitarfulltrúi J. K. Ol- afsson og Olafur Olafsson. Dætur tvær eru á lífi: Mrs. John Matthi- asson, Gardar, og Mrs. G. J. Er- lendson, Edinburg. Tvö dóu á undan henni, so’;ur er Pétur hét og dóttir er var fyrri kona Einars Melsted. Mrs. Olafsson var ágætlega vel gefin kona. Viðkvæm, svo að hún mátti ekkert aumt sjá og svo hjartagóð, að hún vildi öllum líkna. Sköruleg húsfreyja var hún eigi að siður, stjórnsöm og búkona mikil, staðföst í lund og trygg vinum sínum og áhugamál- um. Þá kosti hafa börn hennar tekið að erfðum e^tir hana, kartl- mannilegir synir og skörullegar dætur, og mun hún öllum minnis- stæð, sem kyntust henni, fyrir þessa kosti. Hún var jörðuð á þriðjudág í Garðar kirkjugax"ði af séra H. B. Thorgrímsen, að viðstöddum fjölda af vandamönnum og vin- um, er sýna vildu hinni göfugu og góðu konu ást og virðingu í síð- asta sinn. Á mánudagskveldið héldu nem- endur Jónasar Plálssonar piano- kennara “recital” í Goodtemplara- salnum. Aösókn var mikil—hús- ið fult uppi og niðri. Þrír nem- endur Jónasar spiluðu: Miss Jó- hanna Olson, Stefán Sölvason, Guðrún Nordal á piano, og Miss Lena Gofine á fióhn. Var gerður hinn bezti rómur að músíkinni að maklegleikum. Úr Nýja íslandi norðanverSu. fFrá fréttar. Lögb.J Járúbrau tartnál. Mikið er rætt hér um járnbraut- ina langþráðú frá Gimli til ís- lendingafljóts. Þykir mönnum, sem Nýja Isl. sé ekki borgið, að því er til samgöngufæ.-a kemur. Það er hverju orði sannara. Sú braut þarf endilega að koma. Þá fyrsft færi fólki á strandlengjunni frá Gimli og rtorður aði Fljóti að geta liðið vel. Þá fyrst væri hægt að sýna að það má búa í Nýja Is- landi. “En brautin kemur lika”, hafa sumir, helzt conservatívar, sagt við mig oftar en einu sinni. Það er ágætt, ef það getur látið sig gera. Við tökum brautinni feginshendi, hver sem kemur með hana. Oig brautin kemur, svo framarlega að Ottawa stjórnin leggi sig nokkuð fram við C. P. R. félagið um að fá hana bygða. Að bvggja ]>ennan litla brautar- stúf væri ekki nema ofurlitill þakklætisvottur af félagsins hálfu fyrir þann stóra greiða sem því var gerður með þvi að koma við- skiftasamningunum frá. Það hefði verið meir en lítill skellur, hefði samningarnir komist á og C. P. R. hefði orðið að lenda i samkepni við brautir Bandaríkjamamyi um hveitiflutning úr Vestur-Canada til hafs, hefði þar af leiðandi orð- ið að koma stórum niður á farm- gjaldi eða verða af flutningi hveit- isins. En svo var þessi samkepni útilokuð með falli samninganna og fyrir það er C. P. R. víst inni- lega' þakklátt.—Annars kvað mað- ur eiga að fá svar félagsins af eða á um lok þessa mánaðar fjan.j, að afstöðnum ársfundi þess í Montreal. Jámbrautin til Árborgar sýnist hafa nóg að starfa. Fólkslest fer nú daglega eftir henni og hefir gert siðan í haust; fer að morgni kl. 5.30 og kemur að kveldi kl. 9; kemur til Winnipeg kl. 8.50 að morgni og fer þaðan áleiðis til Ár- borgar kl. 5.40 að kvö’di. Vöru- lestir eru daglega á ferðinni; og stundum fleiri en ein. Sitendur endalaust á vögnum til burtflutn- ings og kaupmenn fá ekki vörúr eins ört og þeir vildu. Járnhraut- arfélagið sýnist ekki hafa við með neina vöruflutninga, hvorki til Ixejarins né þaðan til Winnipeg. Kosningin. Sveiitarkosningar hér voru sótt- ar af kappi miklu að því er til odd- vitaembættisins kom. Eins og kunnugt er, voru í kjöri þeir Sveinn Thorvaldsson, núverandi sveitaroddviti, og Stefán Sigurös- son, fyrrum oddviti hér í sveit. Báðir eru kaupmenn. Báðir eru og dugnaðarmenn og nytsemdar. Þeir hafa sózt á tvisvar áður og var jafnt á komið með þeim þar til nú að Sveinn vann þriðju at- rennuna. Voru það vinsældir Sveins heima fyrir, þar í Fljóts- [bygðinni, sem urðu honum happa- drjúgar í þetta sinn, því í suður- parti sveitarinnar var Stefán langt á undan. Annars má segja, að Sveinn hafi yf irleitt getið sér góðan orðstír í oddvitastöðunni. Að hinu leytinu er það vel kunn- ugt, að Stefán er hin mesta hatn- hleypa þegar til dugnaðár kemur og framkvæmda og hafði hann að baki sér suma hdlztu mennina í sveitinni í nýafstöðnum kosning- um. Það hafði auðvitað Sveinn lika, og var þá einnig i því efni ærið jafpt d komið með þeim keppinautunum um þennan glæsi- lega valdasess, sem hver sveit, því mriður, ekki getur gefið nema einum af sonum sínum í hvert sinn, hversu verðugir svo sem ein- hverjir aðrir kunna að vera. Um meðráðamanna embættin urðu alls engar sviftingar. Þor- be.-gur Fjeldsted og Oddur G. Akraness létu ,af þeim störfum, eftir langa þjónustu og nýita, að flestra dómi, en þeir Márus Doll og Finnbogi Finnbogason voru kosnir eftirmenn þeirra gagn- sóknarlaust. Ilinn fymefndi i stað Þorhergs 1 Mikley, en hinn siðarnefndi í stað Odds í fyrstu kjördeild, sem er suðurhlutinn af sveitinni. Kjördeildirnar eru fjór- ar alls: Fyrsta í suðri, önnur í norðri, þriðja í vestri og fjó.-ða í austri /"MikleyJ. Eulltrúar í ann- ari kjördeild og þriðju eru þeir Jón Nordal og Tryggvi Ingjalds- son. Aflaleysi. Eiskafli i Winnipegvatni hefir verið með daufasta móti x vetur. Sumir fiskimenn hættu veiðiskap fyrri en vant er sökum aflaleysis. Kirkjan nýja. Búist er við, að kirkja Árdals- safnaðar verði bráðlega notuð fyr- ir guðsjþjónustur. Að sönnu er hún langt frá því að vera fullger, en þó svo langt komið smiði, að hún er betri samkomustaður en hús það, er söfnuðurinn hefir not- að fyrir messur að undanförnu. Séra Runólfur Fjeldsted dvelur um þessar mundir hjá bróður sín- um, Ásgeir verzlunarstjóra Fjeld- sted í Árhorg. JólablaSið. Ýmsir hér hafa, og það að verð- ugleikum, haft orð á því, hve prýðilega jólablað Lögbergs var úr garði gert, bæði hvað efni og allan frágang snerti. En hræddur er eg um, að ykkur hafi sézt yfir eitthvað af íslenzku læknunum okkar, eins og von er, þeir eru orönir svo margir. Eg vil benda á tvo, sem að engu er getið, eða ekki tók eg eftir því. Annar þeirra er Gunnlaugur Jónsson læknir, sonur Jóns bónda Guðmundssonar í Odda í Geysisbygð. Mig minnir að hann sé í Tacoma, Wash. Þeir feðgar eru úr Miðfirði í Húna- vatnssýslu, og mun Gunnl. kalla sig Midford, sem virðist vera gott ættarnafn, hetra miklu en sum önnur, sem vér höfum tekið upp hér vestra. Hinn læknirinn er Mrs. Kurtz, sem útskrifaðist af læknaskóla i Chicago fyrir nokkr- urn árum. Hún er líka Húnvetn- ingrnr, heitir Hrefna Finnhoga- dóttir, Guðmundssonar prests að Melstað, og er þá bróðurdóttir Vigfúsar Melsteð, föðúr S. W. Melsted í Winnipeg og þeirra systkina. [Ath.—Um upptalning lækna í jólabdaði voru leituðum vér til hinna kunnugustu manna hér í bæ. Oss þykir illa farið, að þar skyldi nokkum vanta. Hér kunni eng- inn deili á þeinx, er að haldi kæmi. Vér hefðum betur leitað til Nýja íslands um þetta efni; sýnir það sig nú sem fyr, að þeir eru þar minnugir og margfróðir.—Ritst.] CANTATA Professors Svb. Sveinbjörnssons \ IL Nú hefir verið fastákveðinn sá dagur, er íslendingum gefst kost- ur á að heyra cantötu prófessor Svb. Sveinbjörnsson’s. Þ.að verð- ur miðvikudagskv. 14. Febrúar næstkomandi, í Fyrstu lútersku kirkju. Þá verður hinn fyrirhug- aði samsöngur haldinn og 'skemt með þessum sönglaga flokki pró- fessorsins, ásamt öðrum frægum sönglögum eftir aðra mikla meist- ara. Lesendum vorum til athugunar vildunx vér geta þess, að þessi cantata prófessors Sveinbjörns- sonar var fyrsta sinni sungin i alþingishúsinu í Reykjavík við kommgskomuna 1907. Hlýddi henni þá konungur. ráðherrar hans og alt þeirra fylgdarlið fyrir utan aðra áheyrendur. Öðru sinni var hún sungin í sönghöll mikilli í Kaupmannahöfn fyrir fjórum árum, á samsöng, er prófessor Sveinbjörnsson hélt þar. Voru þar 230 söngvarar og um 75 hljóðfæra leikendur (fult orch- estraj. Var þar afar mikill fjökli fólks viðsitaddur: Konungshjónin dönsku, Alexandra Bretadrotning, Dagmar rássneska keisaraekkjan, og hirðfólk margt, en allir áheyr- endur 1,400. í þriðja sinni var cantatan sung- in á samsöng, er verkamannafé- lag í Kaupmannalxöfn hélt nokkru síðar; sótti þangað mikill mann- fjöldi. Fjórða sinni verður hún sungin hér og fyrsta sinni vestan hafs. Væntum vér, að aðsókn verði svo mikil, sem höfundi þessa fræga sönglagaflokks hæfir og að enginn íslendingur sitji heima sem á kost á að heyra þetta frábæra snildar- verk vors ágæta tónskálds, pró- fessors Sveinbjömsson’s. Samsöngur Fyrsta lút- erska safnaðar verður haldinn miðv.dagskveld- ið 14. Febr., í kirkjunni. Fjölmennið til að hlyða hinni frægu cantötu pró- fessor Svb. Sveinbjörns- son’s. að þvi er til rausnar kom og góð- gerðasemi. Trúkona var Kristín ákveðin. Þegar trúarlosið komst á í Nýja íslandi forðum daga, var hún meðal þeirra, sem engan bilbug lét á sér finna. Böm hennar fylgdu henni og i því. Mun það hafa veriðl henni gleðiefni ekki alUítið. Börn Þórarins og Kristínar voru þrettán alls. Að eins fjögur af þeim eru nú á lífi. Elzt af bömum þeirra er Þorvaldur bóndi við IsJendingafljót. Hann kom fyrstur af því fólki vestur um haf, í “stóra hópnum” 1876. Næsit er Halldóra, gift M. W. Sopher. enskum manni við íslendingafljót. Þá Stefán bóndi í Foam Lake; og yngst er Ástríður, gift James Rob- inson, enskum manni, sem leigir og stjórnar Bank Hotel hér í bæn- nm.— Eftir að Kristín varð ekkja dvaldi hún hjá dæjtrum sínum á víxl, en þó meira hjá Ástríði og hjá henni dó hún. Lík hennar var flutt til greftrunar norður til fs- Iendingafljóts og hún jarðsungin frá kirkju Bræðrasafnaðar 29. Des. af séra Jóhanni Bjarnasyni. A. S. Bardal útfararstjóri flutti líkið norður og sá um újförina. Húskveðju rá^nskuj hélt Dr. Jón Bjarnason á heimili hinnar látnu, áður en farið var af stað með lik- ið. öll börn Kristinar vom við útförina, nema Stefán. Hafði hraðskeyti til hans misfarist, og gat hann þvi ekki verið viðstadd- ur. Ýmsir gamlir vinir við ís- lendingafljóit voru við útfarar at- höfnina þar í kirkjunni. Úr bænum Góð tíð hefir verið siðastliðna viku og væg frost flesta daga. Dr. B. J. Brandson skrapp vest- ur til Wynyard fyrir helgina í lækninga-erindiwn. Kom aftur á mánudag. Látin merkiskona. Söngfélagið Hekla í Vancouver biður þess getið, að það sé að und- iibúa mjög vandaðan samsöng. er það býst við að halda um miðjan Eebrúar, en á Poiri(t Roberts hinn 17. s. nx. Kváðu margir hyggja þar á góða skemtun. Á síðasta fundi islenzka liberal klúbbsins var kappspil til skemt- unar. Vindlakassa tvo var um kept. Hlaut Ormur Sigurðsson 1. verðlaun, en 2. Magnús Johnson ('contractorj. Á næsta fundi verð- ur skemt með ræðum o. fl. Séra Carl J. Olson konx við í bænum á ferð sinni til Lundar. Hann ætlar að vera i þrjár vikur út í Álftavatns og Grunnavatns- bygðum, flytja messur og gera önnur prests embætti. Tón ögmundsson Bildfell, faðir þeirra Bildfellshræðra. kom til bæjar nýlega og dvelur hjá son- um sínum hér fram eftir vetri. Hann er ern enn þá og fylgist vel með öllu sem gerist, þó nú taki fast að eldast. Kristín Jónsdóttir, ekkja eftir Þórárinn Þorvaldsson, fyrrum bónda við íslendingafljót, andað- ist hér í bænum þ. 26. Des. s. 1., 84 ára gömul. Var fædd á Kirkju- bóli í Staðarsveit, en fluttist um .tvitugsaldur að Hítardal og giftist þaðan Þórarni árið 1851. Reistu þau bú aö Skógum í Kolbeinsstaða hreppi, en fluttu síðan að Kross- holti í sömu sveit og bjuggu þar 25 ár. Vestur um haf fluttust þau hjón árið 1882, fóru til Nýja ís- lands og bjuggu við íslendinga- fljót. Þar lézt Þórarinn fyrir 19 árum. Kristin var mesta tápkona og dugnaðar, en svo stilt, að á orði var haft. Þórarinn var maður ör- gerður og höfðingi i lund. Var Tvö vcPdugustu verksmiðjufé- það siður hans aðl senda alla, sem [ lög í Canada kváðu vera í þann til messu komu í Krossholti inn i j veginn að reisa sér verksmiðjur Fimtudaginn 18. Janúar voru þau Mr. Stephen Arngrímsson og Margrét I. Thorsteinsson frá Moz- art gefin saman í hjónaband af séra Haraldi Sigmar á heimili Mr. L. Bjarnason i Elfros. — Rausn- arleg og góð máltíð var fram bor- in af Mrs. Bjamason að hjóna- \ vígisluinni .afstaðinni, fyrir bráð- hjónin og nokkra kunningja þeirra er þar voru viðstaddir. bæ að þiggja góðgerðir áður en | hér í heim var farið. Var þó stundum ; Eélög þröngt í búi, efni ekki mikil og j Rubher bö.-nin mörg. Er mælt að Þörar- banks Morse Co. Vcrksmiðjumar inn hafi situndum ekki vitað hvaðíverða reistar skamt sunnan við vesturhluta Winnipegbæjar. þeissi em Consolidated Co. og Canadian Fair- húsfreyju yrði til ráða með veit- ingar, en treysti þvi að henni yrði ekki ráðafátt. Það hafði og ckki þrugðist. Enda mun Kristín hafa verið rnjög samhuga bónda slnum Weston og byrjað á þeim mjög hráðlega. Mislingar koma allvíða við í bænum um þessar mundir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.