Lögberg - 02.05.1912, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. MAÍ 1912.
s
r
LMÍAh
EPARMOB
Arðmestu kaup til mjólkurbúa
Spara $10 til $25 á ári hverju á hverri kú
The De Laval Separator Co. 1
14- PRINCESS STM WINNIPEG.
173 WILLIAM ST..MONTREAL.
Giiðrún Jónsdóttir Jackson,
f. 19. Maí 1845
d. 25. Marz 1912.
Þann 25. Marz siðastl. andaöist
að fyrveranda lieimili mínu, Krist-
nes, Sask., mín hjartkæra kona,
Guðrún Jónsdóttir Jackson, eftir
tæpa 4 mána'ða sjúkdómslegu.
Guðrún sál. var fædd í Urðar-
teigi á Berufjarðarströnd, 19. Maí
1845. Foreldrar liennar voru þau
Jón Jónsson og kona hans Ragn-
hildur Erlendsdóttir. Jón var elzti
sonur og næstelzta barn merkis-
hjónanna Jóns Guðmundssonar og
Guðrúnar Guðmundsdóttur, pcests
í Berufirði, Skaftasonar, sem lengi
frænan af næstliðinni öld bjuggu
1 Kelduskógum á Berufjarðar-
strönd. Séra Guðmundur Skafta-
son var kominn af Lofti Jósefs-
syni kirkjupresti í Skálholti á dög-
um Brynjólfs biskups, náskyldur
Jósef Skaftasvni lækni á Hnaus-
um.
Guðrún sál. fór frá foreldrum
sínum 17 ára gömul að Berufirði
til merkishjónanna séra Þorsteins
Þórarinssonar og Sigríðar Péturs-
dóttur. Hjá þeim dvaldi hún í 16
ár og liafði þar að kalla heimili
sitt unz hún fluttist til Ameríku
árið 1881. Heimili þeirra hjóna
var henni ávalt mjög kært.
Árið 1878 v-ar hún af sveitar-
stjórn Berufjarðarhrepps kosin til
að nema ljósmóðurfræði og lauk
prófi hjá héraðslækni Fritz Zeuth-
en á feskifirði vorið 1879, m€^
miklum heiðri. Sama ár var hún
af þáverandi amtmanni. Kristjáni
Kristjánssyni, með veitingarbréfi
kvödd til að gegna ljósmóðurstörf-
um i Berufjarðar og Hálsþinga-
umdæmi. Fljótt fann hún að heilsa
hennar leyfði ekki að hún gæti
mætt vosbúð og brakningum, sem
staða hennar hafði í för með sér,
svo eftir að hafa gegnt starfinu i
3 ár fór hún til Ameríku 1881 i
samfylgd með náfrænda sínum.
herra Stíg Þorvaldssyni frá Keldu
skógum og skylduliði hans.
6. Agúst 1882 giftumst við i
Winnipeg og fíuttum alfarin sama
haust til Norður'Dakota og bjugg-
um 21 ár fyrir norðau Tunguá
fTongue RiverJ í grend við Akra
P. O. Haustið 1903 fluttum við
til Foarn Eake bygöar í Saskatóhe-
wan, og dvölin varð þar 8 ár og
5 mánuði.
Okkur varð þriggja barna auð-
ið, þriggja dætra; tvær þær eldri,
Anna Sigríðúr og Ragríhildur, dóu
í Marzmánuði 1888; sú þriöja,
Þórstina Sigríður, útskrifaðist frá
Wesley háskóla i Winnipeg vorið
1910; gegnir hún nú kenslustörf-
um við Minnedosa hærri skóla.
Fjórða barn okkar, sem eg átti eft-
ir fyrri konu mína, er var drengur,
og Guðrún hafði gengið í móður-
stað, andaðist 6. Apríl 1882.
Guðrún sál. var vel gáfuð og
hafði mikla þrá eftir að upplýsa
og attðga anda sinn; og þótt henni
eins og rnörgum tækist ekki kring-
umstæðnanna vegna að ná því tak-
marki, sem hæfileikar hennar voru
móttækilegir fyrir. tókst lienni að
ná talsverðri þekkingu 1 upplýs-
ingaráttina, fvlgdi timanum. var
félagslynd og gladdist af öllum
frantförum, sem miðuðu til al-
ntennings heilla, og umfram alt
hafði hún mikinn áhuga fyrir því,
að kristin kirkja gæti útbreiðst og
blómgast.
I baráttu lífsins kom Guðrún sál.
ávalt frarn sem hetja og styrkti hana
sú brennheita trú, sem hún frá bam-
æsku gevmdi í hjarta sínu til guðs
og frelsara síns Jesú Krists.
Það rnætti máske virðast, að mér
sem eiginmanni hinnar látnu væri of
skylt málið til að lýsa mannkostum
ihennar, en þeir mörgu. er þektu
hana, mun ekki þykja neitt ofsagt.
Hún mátti ekkert aumt sjá, var ávalt
reiðubúin til að láta alla þá hjálp í
té. sem hún gat veitt.
Þegar við höfðum sezt að í Norð-
ur-Dakota, komst hún ekki hjá iþví
að halda áfram hjúkrunarstörfum.
Nýbyggjarar voru fátækir, enga
læknishjálp að fá nema í margra
mílna fjarlægð. Oft var hún vakin
upp uni hánótt til þess að aka svo
mílum skifti til heimilis, sem var
hjálpar þurfandi, og juku þær næt-
urvökur og kuldi á vanheilsu þá, sem
henni fylgdi frá því hún var ómálga
barn, sem var brjóstveiki, og sem að
lyktuin leiddi hana til bana.
Hún var vel lagin til að segja til
börnum i Iestri. og uppfræðslu krist-
indómsins, og lagði oft hart á sig
mitt í hússtörfum sínum að kenna
unglingufct, sem komið var fyrir hjá
okkur til Iærdóms.
Guðrún sál. var fríð sýnum með
fögur og skær augu, og hafði það
við sig, sem ávalt var hressandi fyrir
þá, sem töluðu við hana. Hún hafði
mikið líkamsþrek og að undantek-
inni brjóstveikinni var hún heilsu-
sterk. Hún leysti ávalt af hendi
verk sín fljótt og vel, og unni öllu
hreinlæti utan húss og innan. Dauða-
stríð sitt bar hún með hugprýði og
þolinmæði og þegar hlé varð á hinni
hörðu atlögu dauðans, varði hún
kröftum til að lnighreysta ástvin-
ina, sem stóðum við dánarbeð henn-
ar .ráðstafaði því er henni var mest
áhugamál; sérstaklega bað hún mig
og dóttur okkar fyrir stúlkubarn það
sem hafði verið hjá okkur frá því
hún fæddist, nú komin á tíunda ár,
og hún hafði séð um sem bezta móð-
ir. Síðustu orð hennar, sem skiljan-
leg roru, voru bænarorð til frelsar-
ans.
Margar endurminningar vaka í
huga mínum sem isvrgjandi egtamaka
hinnar látnu konu minnar, sem stað-
ið hafði við hlið mér næstum 30 ár,
hjúkrað mér í veikindum og vakað
og beðið eftir mér þegar eg oft í
ferðalagi ekki kom heim fyr en ttm
og undir miðnætti, hafandi á reiðum
höndum alla þá endurnæring og
hlýju móttöku, sem henni var unt að
veita mér.
Jarðarför konu minnar sál. fór
fram frá fyrverandi heimili okkar,
Krjstnes, Sask., föstudag 30 Marz.
Séra Haraldur Sigmar' hélt hús-
kveðju; viðstáddir voru yfir 40
manns, og mundu hafa verið fleiri,
ef ve#ur hefði leyft. Hún var jarð-
sett í grafreit Kristnes-safnaðar.
W. Selkirk, í Aprilmán. 1912.
Tliorleifur Jackson.
MRS. GUÐRON JACKSON
('Undir nafni eiginmanns og dóttur.J
I.
Nú svíða sorgar tartu
•g sífelt fjölga árin,
jp»ð færist nær og nær
•g kem og finn þig aftur,
og engmn mannsins kraftur
mig getur þaðan flutt þér fjær.
\ I
Við skiljum að eins núna,
og eg sé hvílu búna
að leggja í líkið þitt;
eg finn það einlægt á mér
eg kem og verö þar hjá þér,
þar verður rúmið þitt og mitt.
Guðs föður geislar standa,
guðs sonar’ og heilags anda
og lýsa á leiðið þitt;
eg bíð og þolinn þreyi,
það hallar æfidegi,
ó, elsku hjartans hjartað mitt.
II.
Móðir mín!
æ, hve sárt eg sakna þín;
en, til hvers eru trega tárin
og til hvers eru hjartasárin?
elsku. góða móðir mín,
ntóðir mín! móðir min.
En hvað var mitt?
Drottinn tók hér tillag sitt:
þvi er bezt að þola og stríða,
því er vert að bíða og líða;
það var aðeins, aðeins þitt,
en ekkert mitt. en ekkert mitt.
. Góða nótt!
Sofðu í friði, sætt og rótt;
vfir kalda hvílu þína
Kristur leggur blessun sína.
Ó! þú hvrafst mér alt of fljótt!
Góða nótt, góða nótt!
Einn af vinum hinnar látnu.
Eitt sinn var það í sveitarkvisi,
^ð niðursetningur á bæ nokkrum
hefði horfallið. Um það kvað
Eyjólfur í Hvammi 1 Hvítársíðu,
eða Jón sonur lians að sumra
sögn;
Að hann dáið Jiafi úr hor
held eg rengja megi.
• Hitt er satt, hann var í vor
vel-framgenginn eigi.
ó*. G. S.
Alþýð
ar læknis. Eitt sinn reið Jónatan
þar fyrir garð, sem gras óx í bæj-
argötu heim að efna heimili. Hann
kastaði þá fram þessari stöku:
Varmilækur frjóvgað fær
féð hjá bónda vænum.
Auðurinn vex—en grasiö grær |
ú götunni heim að bænum.
uvisur.
Betra smjör og betra
verð.
Þetta eru tvær af ástæðun-
um fyrir þvf, að þér eigið að
brúka Windsor Dairy Salt.
Ef þér lifið á að selja smjör,
þá græðið þér á öllu, sem ger-
ir smjörið betra og útgengi-
legra
UIINDSOR
SMJER SALT
hefir sýnt og sannað sína yfir-
btirði á mörg þúsund mjólkur-
bóum og í margskonar sam-
kepni.
Þeir smjörbúa menn, sem
bezt hefir gengið hafa notað
og nota enn Windsor Dairy
Salt af því það reynist bezt,
Notið ÞÉR það?
hAKKARAVARP.
Þeim hinum mörgu, er veittu okk-
ur hjálp og huggun í raunum þeim
og erviðleikum, sem við höfum liðið
í sambandi við veikindi og dauða
okkar heittelskuðu eiginkonu og móð-
ur, vottum við liérmeð okkar inni-
legastn þakklæti. Sérstaklega viljum
við þakka Mrs. Hogan og Miss
Stefaníu Gíslason, sem önnuðust
okkar burtförnu ástvinu með óþreyt-
andi alúð og óþreytandi umhyggju í
dauðastríðinu; sömuleiðis viljum við
minnast hjálpar þeirrar, sem Mr. og
Mrs. H. B. Einarsson og herra Tóm-
as Paulson Veittu okkur. Það eru
margir fleiri, sem með hluttekning
sinni og hjálp hafa leitast við að
gera okkur sorgina léttari, og við
biðjum algóöan guð að bless 1 þá
hina mörgu fjær og nær og hjálpa
þeim og hugga þegar þeim liggur
mest á.
Thorleifur Jackson,
Thórstína S. Jackson.
Anna Jackson.
Herra Magnús Gíslason, Minne-
waukan P.O., skrifar 18. þ.m.:
í síðasta Lögbergi sá eg vísu,
sem eg kannast vel við. en einni
hendingunni er vikið frá því rétta.
Yísan er eftir Jón Jónsson Mel-
steð, sem eitt sinn var vinnumað-
ur hjá frú J. Magnússon á Skarði.
’X'isan er rétt þannig:
Yinda kann upp voðir sá,
Vogs um ranna blauta,
Roða hranna runnur á
Rauðseyjanna S'krauta.
Þegar eg var unglingur lærði
eg vísii eftir séra Búa Jónsson á
Hnúki á Skarðströnd. Hjá íhon-
um var vinnumaður sem Marteinn
hét. Séra Búi sendi hann eitt sinn
eftir viðarkolum til næsta bæjar,
sem mikið voru brúkuð í þá daga.
Presti var farið að lengja eftir
Marteini og segir við annan mann,
sem bar þar að úr sömu átt:
Sástu hvergi Martein minn
meður kolahnýti?
Gestur neitaði því, og bætir prest-
ur þá við:
Fundið hefir hann föður sinn.
Fjölgar enn í Víti.
Þegar Oddur Jónsson 1 Fagur-
ey lá banaleguna og var að fram
kominn, þá voru nokkrir kunn-
ingjar hans næstaddir og voru að
tala um f járhagslegar ástæður
Vék Lárus Skúlason. svonefndur,
sér þá að Oddi og segir: “Hvað
álítur þú um þetta, Oddur minn?”
Hann svaraði þegar í stað:
Daglegt ibrauð er gáfa góð,
grát frá snauðum nemur,
nógur auður það er þjóð,
þegar dauðinn kemur.
Þetta var síðasta vísan, sem menn
vissu til að hann orti.
Eg sá nokkrar vHur eftir Hann-
es Dalaskáld, svo nefndan, er birt-
ar voru 1 Lögbergi, en sézt hefir
þar vfir einhverja skástu vísuna,
sem hann orti. Hannes var gest-
komandi á Skarði og vildi komast
fram í Rauðseyjar, og hitta Stur- j
laug Einarsson rika flangafa Dr.
Brandson’sJ, en gaf ekki fram
sökum storma. Þá kvað Hannes
þessa vísu og beiddi að láta hana
berast Sturlaugi bónda:
Eg hugði’ að sigla á herragarð,
hvar höldar eru mikils verðir.
Úr áfonninu ekkertávarð;
oft mistakast ráðagerðir.
Frá Seattle ritar herra A. Á.
Hallson:
Það er ekki rétt tilgáta, að
Gamalíel Halldórsson liafi ort
vísuna “Sumri hallar, hausta fer”
o. s. frv.
Júliana Jósafatsdóttir orti vísu
þessa á ungdómsárum i föðurhús-
um, á Stórti Ásgeirsá í Viðidal i
Húnavatnssýslu. Júlíana var syst-
ir Jónatans er bjó i Miðhópi 1
sðmu sveit, föður J. A. J. Lindals
í Victoria B. C., og þeirra bræðra.
Það var snemma morguns í
ífeptember, er hún kom út og sá
snjó á .hæstu fjöllum, sem hafði
fallið um nóttina, og er hún kotn
inn aftur, þá kvað «tsn pessa vísu
til fólksins; eftir það fóru nokkrir
hagj rðingar aö kveða í likingu við j
jtessa visu, og ]>essi næsta ein af \
þeim, sem þó er eiginlega sama i
visan snúin upp á vorið:
Vetri hallar, vora fer,
viti snjallir ýtar ;
hafa ei fjallahnúkarnir
húur mjallahvítar
Síðar, er hún var gift Asgrími
Hallsyni og þau bjuggu í Óslands-
hiið við Skagafjörð, orti hún ljóð-
mæli og setti nafn sitt undir 1
málrúnum, og bljóðar svo:
Gjallarklæði, grátur skýja,
girðing landa, svell óbrædd,
blómgað svæði, sorgin nýja,
sigtýrs frúin skarti klædd.
Og þessa:
Þeir sem vilja vita núna
I víst hver samdi ljóðmælin,
mega skilja meining rúna,
mibt er nafnið læst þar inn.
Margar fleiri visur orti hún, sem
of langt væri hér að nefna.
Maður nokkur, að nafni Sig-
ui-ður Jónsson, þar í næstu sveit,
fann út nafn hennar nokkru
seinna; hann fluttist síðar norður
í Ólafsfjörð og þótti þar heldur
illviðrasamt, og orti þar þessa
.05 u:
Valla’ 1 ibóli værð eg finn,
vindur gólar stirði,
hylur sól og himininn
hrið í Ólafsfirði.
Þig undrar að heyra hvað Cham-
berlain’s Tablets gera mikið gott.
Darius Downey í Newbery Junction,
N. B.. skrifar: “Konan mín hefir
notað Chamberlain’s Tablets og finst
þær gera sér mikið gott.” Ef eitt-
hvað gengur að maganum í þér eða
meltingunni, þá reyndu þessar töfl-
S ASK ATCHEWAN
NŒGTANNA LAND
Þar geta jafnvel hinir fátækustu fengið sér atvinnu og heimili
Skrifið viðvíkjandi ókeypis
heimilisréttar löndum til
Department of Agriculture,
Regina, Sask.
ORÐ f TÍMA TIL INNFLYTJENDA.
Notið ekki frosið útsæði nema þér hafið sönnun fyrir, með fullnægjandi rannsókn
og tilraunum, að það hafi ekki skemst og geli góða uppskeru, ef veörátta ekki bagar.
Útsæði verður rannsakað ókeypis á rannsóknar stofu stjórnarinnar, Department of
Agriculture, Regina. Sendið ekki minna til rannsóknar en tvö hundruð korn.
Mikið af góöum útsæðis höfrum fást í hinum stóru haf:a bygðum umhverfis
Saltcoats og Yorkton. í rauninni finnast fáar gamlar bygðir svo, að þar fáist ekki nóg
útsaeði. En hjálp verður að veita í mörgum hinna nýju bygBfa.
Innflytjendur, sem hafa ekki fengið eignarrétt til heimilislanda, og geta ekki
keypt sér útsæði, ættu að snúa sér til J Bruce Walker, Commissioner of Immigration
Winnipeg. Þeir innflytjendur sern eignarrétt hafa fengið til landa, snúi sér til sveita-
stjórna í sínum bygðum, er fengið hafa fult vald og færi til að hjálpa þeim.
Þeirbændur sem hafa í hyggju að senda korn sitt sjálfir með járnbrautum, hafi
það hugfast, að Mr. D. D. Campbell er eltirlitsmaður stjórnarinnar með kornflutning-
um; utanáskrift til hans er Grain Exchange Building, Winnipeg. Ef þér viljið láta
slíkan eftirlitsmann hugsa um yðar hagsmuni viðvíkjandi ,,grading“ o.s.frv., þá sendið
honum númerið á vagni yðar, upphafsstafina á vagninum, dagsetning, þá kornið var
sent, nafn á járnbrautarstöö og félagi. Þessi starfsmaður mun veita aðstoð sína með
fúsu geði hverjum bónda, til þess að greiða úr öllum ágreiningi eða tregðu, ef nokkur
verður á því að fá fulla borgun fyrir korn sitt, og það án nokkurs endurgjalds.
Notið veturinn í vetur til undirbúnings undir voryrkjur. Bæöi útsæði og ann-
toð ættu að vera alveg til þegar á þarf að halda, svo að enginn gróðrar dagur fari til
ónýtis. Mikið af skemdunum af frosti og ryði árið sem leið, komu til af þvl að seint
var byrjað að sá. Flýtið voryrkjum eins mikið og mögulegt er, þó svo að vel séu gerð-
ar. Það er ólán, að draga sáningu fram á sumar, og vænta sér góðrar uppskeru eigi
að síður. Þér verðið að nota hverja stund af hinum stutta gróðrartíma, ef vel á að
fara.
Arið sem leið héldu innflytjendur í hinum nýrri bygðum svo lengi áfram plæg-
ingum, að sáning fór altof seint fram, með þeirri afleiðing, að uppskeran eyðilagðist af
frosti. í hinum eldri bygðum ærið mörgum stafaði uppskerubrestur frá því að seint var
sáð. Uppskeran var góð í hverri bygð. þarsem útsæðið var sáð snemma. GÆTIÐ
YÐAR í ár og flýtið verkum í vor. Kaupið ekki dýr og mikil verkfæri, stærri en land-
inu hæfir, sem þau eiga að brúkast á. Heila ,,Section ‘ og ekki minna, verður að
hafa undir, til þess að bera kostnað við kraftknúnar vélar. Nú eru miklu fleiri vélar til
í íylkinu, knúnargufu og gasi, heldur en menn, sem er trúandi fyrir að stjórna þeim.
Það er því áríðandi að eins margir og mögulegt er, helzt ungir menn. noti sér þá kenszlu
í að stjórna jarðyrkjuvélum, sem nú fer fram á búnaðarskólanum í Saskatoon, Sask.
Skrifið um það sem þér viljið vita, eða þurfið að kvarta um (á yðar eigin tungu-
máli) yiðvíkjandi jarðræktar málefnum til
\ /
Department of Agriculture
REGINA, - - - SASK.
V
80BIWS0W
Stórkostlegar birgðir marg-
víslegs kvenfatnaðar til
vorsins.
Enginn getur farið fram
úr sýningu vorri á fögrum
utanyfir vorklæðnaði kvenna
Treyjur með nýjasta og
fegursta yorsniði. Cream
og navy serges, whip cords
og reversibfe cloths, víðar í
bakið og semi snið, breiðir
kragar eða útbrotalaus.
Verð frá $7,50 til $65,00
Sérstðk páskasýning.
á karlmannafatnaði.
' Páskaskyrtur $1.00 til $3.00
Flibbar 2 fyrir 25C.
Beztu nærföt 5oc. til $5
Sokkar 5oc til $4.00
t m
1
Allan Lir|e
KONUNGLEG PÓSTSKIP
Sk:err|tiferclir /il gfamla lanclsins
Frá Montreal, St. John og Halifax beint til Liverpool, LOndon
GlasgOw og viðkomustaða á NOrðurlöndum, Finnlandi og Meg-
inlandinu.
Farbrét til sölu 10. Nóv. til 31. Des.
JuLA-FERÐIR:
Victona (Turbioe)..........frá Moutreal io. Nóv.
Corsioari (Twin screw) .......... ijt. Nóv.
Fr& Sé. Johna Frá Halifax
Virginlai\ (Turbine)............. Nóv. 24 Nóv. 25.
Cratnpian (Twin screw)............ Des. 2. ----
Viotorian (Turbine). ... ......... Des. 8. Des. 9.
Corsican (Twin screw) ............ Des. 14. ----
Verð: Fyrsta farrúm $80.00 og þar yfir, á öðrufatrúmi $50.00 og þar yfir
og á þriðja farrúmi $31.25 og þar yfir.
Það er milcil eftirspurn eftir skips-herbergjum, og bezt að paata sem fyrst
hjá næsta járnbrautarstjóra eða
W. R. ALLAN
Ceneral Morth-Weetem (^gent, WWNIWEC, MAþ.
Jónatan Þbrsteinsson hét 'hag-
orður maður í Borgarfirði. Hans
mun getið vera einhvers staðar i1
“Dagskrá” Sig. Júl. Jóhannesson
Sparnaður á heimilum
er að nota fS á sumrin. Kostar minna
heldur en tilónýtis fer af matvælum í
hitanum. Þar að auki er það svo
þægilegt, að enginn getur gert sér í
hug, nema sá sem reynir.
VERD 1912
Um sumarmánuðina frá 1 Maf til
30. Sept., flutt heim alla virka daga
vikunnar og fyrir si nnudaga á laugar-
dögum.
Allan tfmana
10 pd. á dag........ $ 8.00
20 “ ..........$12,00
30 V ............. $15.00
40 “ .......... $18.00
Þetta verð gildir fyrir þana ís eð-
eins, sem látin er utan dyra. Kostar
$1.50 meir á mánuði ef fsinn er látinn
{ skápa.
Fimm prócent afsláttur ef borgað
er íyrirfram.
The Arctic lce Co., Ltd,
156 Bell Ave. Phone F.R. 981
HbadOffkePhones
Gaccy 740 &.74Í
AUGLYSING.
| Ef þér þurfið að sonda peninga til fs
lands, Bandarfkjanna eða til enbmi
staða innan Canada þá nouð Domioion
prees Company s Money Ordera, (Kleotfhr
AVKianir eöa póatsendingar.
lág iðgjöld.
Aðal skrifsofa
212-214 Bannatyiie Ave.
Bulman Bloek
Skrifalolux vVtfcwwgar um borgrna, cg
ttlum borgum þorpum vsðsvegar urr
andið maOteatn Can. Pac. Járnbcautn
SEYMOUR HOUSf
MABKET SQUABE
WINNIPEB
Gott kaup borgað
karlmönnum meðan þeir læra
rakara iðn. Fáeinar vikur
þarf til námsins. Stöðurút-
vegaðar fyrir allt að $20 um
vikuna. Fáið vora sérstöku
sumar prísa og ókeypis
skýrslu.
Moler Barber Colfege
202 Pacific Ave. - Winnipeg
Eitt af beztu veitingahúsum bæj-
arins. Máltíðir seldar á 35 cents
hver,—$1.50 á dag fyrir fæði og
gott herbergi. Billiard-stoha og
sérlega vönduð vínföng og vindl-
ar.—Ókeypis keyrsla til og frá á
járabrautarstöOvar.
fohn (Baird, eigc-ndi \
\[A.RKKT [ JOTKL
Við sölutorgið og City Hall
$1,00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
íslenzkur starfsmaður: P. Anderson
Allir játa
#
að hreinn bjór
sé heilnæmur
drykkur
Drewry’s
REDWOOD
XAGER
Er og hefir altaf
verið hreinn malt-
drykkur.
BIÐJIÐ UM HANN
E. L DREWRY
Mannfacturer, Wionipef.
1