Lögberg - 30.05.1912, Blaðsíða 1
25. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGÍNN 30. MAÍ 1912
NOMER 22
+♦+♦+++!
t
*+
+
*$•
-+
-+
*+
-+
•+
+
•+
-+
+
+
*+
+
*+
+
•+*
+
4*
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
*
♦
+
+
+
i
t
+
t
t
KIRKJUÞINGIÐ í ARGYLE.
Samkvæmt því, sem þegar hefir auglý^t verið í
Sameiningunni, verður, ef guð lofar, 28. ársþing Hins
ev. lút. kirkjufél. ísl. í Vesturheimi sett í kirkju Frels-
is-safnaðar í Argyle-bygð fimtudag 20. Júní n. k., kl.
hálf-ellefu f. h. Aætlað fyrirkomulag þingsins er
sem nú segir:
Fimtudagur 20. Júní:
1. Þingsetningar-guðsþjónusta kl. 10/4 f. H., séra Jón Bjarna-
son, dr. theol., prédikar.
2. Starfsfundur kl. 3—7 e. h. — Ársskýrslur, kosning em-
bættÍ8manna o. s. frv.
Föstudagur 21. Júní:
1. Starfsfundur kl. 9— 12 f. h.
2. Fyrirlestur kl. 2 e. h.— séra Björn B. Jónsson.
3. Starfsfundur kl. 4— 7 e. h.
Laugardagur 22. Júní:
1. Starfsfundur kl. 9 — 12 f. h.
2. Fyrirlestur kl. 2 e. h.—-séra Rúnólfur Marteinsson.
3. Starfsfundur kl. 4—7 e. h.
Sunnudagur 23. Júní:
Guðsþjónustur í öllum kirkjum bygðarinnar.
Mánudagur 24. Júní:
1. Starfsfundur kl. 9— 12 f. h.
2. Trúmálafundur kl. 2—7 e. h. Umtalsefni: Þriðja grein trú-
arjátningarinnar. Málshefjandi: séra Hans B. Thorgrímsen
Þriðjudagur 25. Júní:
1. Starfsfundur kl. 9— 12 f. h.
2. Sunnudagsskóla-fundur kl. 2—6 e. h.
3. Þingslit kl. 6—7 e. h.
Björn B. Jónsson,
forseti kirkjufélagsins.
+
+
t
4*
+
t
+
++♦*♦+♦++*+•+♦*♦+♦++*♦*+*♦+♦+++♦*+*+*♦*+»++++♦+♦++ +
Mannskaði á Spáni.
104 manns brenna inni.
Þar sem heitir Villareal á Spáni
bar þaS til á mánudagskvöld, aö
leikhús brann til kaldra kola og
fórust þar yfir ioo manns, flest
konur og börn. Verið var aS sýna
kvikmyndir og kviknabi af neista í
myndunum; húsiö var úr tré, ný-
sm'röaS, útgöngudyr aöeins tvennar
og opnuöust inn en ekki út. Kvik-
myndavélin var yfir öðrum útidyr-
um og þar byrjaöi bruninn. Fólk-
iö varö trylt af hræöslu og tróöst
aö dyrunum, 'svo aö enginn komst
út, en kvenfólk og börn urðu undir
í troöningnum. Sumir fóru út um
glugga og björguðust þann veg;
menn komu aö utan meö axir og
tóku aö brjóta hurðimar, en þái var
báliö orðiö svo magnað, aö engum
var fært inn. Húsiö1 var aö brenna
alla nóttina, en á þvið|judhginri|
voru 83 brunnin lík tekin úr rúst-
unum, en margir af þeim sem komt-
ust lifandi út úr brunanum, era
taldir af.
Slys í Winnipeg.
Unglings piltur misti lífiö á
sunnudaginn meö þvi móti, að
hann varð fyrir strætisvagni á
Sherbrooke stræti hjá Broadway.
Hann var einkasonur Dr. Ander-
sons, sem er vel metinn læknir hér
í borg; frændi þeirra kom> um há-
degisbil aö sækja þá til miðdegis-
verðar; hann var á hjóli, en læknir-
inn tók bifreið sína og ætluöu þeir
allir i henni, þá sér pilturinn hjól
frændá sins og sagöist skyldi fara
á því og verða á undan bifreiöinni.
Faðir hans leyföi honum þaö bros-
andi og hraðaði sér til að halda i
viö hann. Þegar kom aö Sher-
brooke, vék sveinninn til hliöar, til
þess aö hleypa strætisvagni fram
hjá sér og tók bug fyrir endann á
því; 1 sama bili kom annar vagn
úr annari átt og rendi á hjóliö,
steyptist pilturinn fram af því og
undir vagninn. Hjólin gengu yfir
annan handlegginn upp viö öxl.
Faðir hans horfði upp á þetta1 og
gat ekkert að gert. Sveinninn var
rænulaus, er hann var tekinn upp
og komst ekki til meðvitundar aft-
ur; hann skildi viö fám stundum
síöar. Hann var einkasonur for-
eldra sinna og frábærlega efnileg-
ur piltur.
Nýr járnbrautarstjóri.
Til æösta stjórnanda Grand
Trunk járnbrautar i staö C. M.
Hays, er misti lifið þegar Titanic
sökk, er nú kjörinn sá sem gekk
honum næstur aö völdum, E. J.
Chamberlin. Mr. Chamberlin hef-
ir setiö í Winnipeg hin síöusta ár
og unnið í þarfir félagsins með
dugnaöi og einstakri lægni. Skip-
un hans mælist mjög vel fyrir og
ljúka allir upp einum munni, aö'
þessi vandasama staöa heföi ekki
getaö betur skipuð veriö.
Fréttir úr óbygðum.
. Svo er sagt frá Ottawa, að þar
hefir maöur komiö fram meö þá
uppástungu, aö koma upp stöövum
fyrir þráðlaus skeyti í óbygöunum
norður af Manitoba og Saskatche-
wan, svo sem nyrzt í Ungava, um
1100 mílur frá Ottawa, Borman
viö Mackenzie fljót, um 2300 mil
ur frá Ottawa og viö Great Slave
Uake. Hvort þessi uppástunga
hefir framgang er sagt óráöiö, en
fylgi hefir hún aö sögn ýmsra máls
metandi manna. — Ef þráðlausra
stööva er nokkurs staðar þörf, þá
er það í afskektum bygðum, frek-
ar en óbygðum, og einkum á stór-
vötnunum vestanlands. Stjóminni
væri nær aö hugsá um slík nauð-
synjamál landsbúa, heldur en sumt
annað, sem henni viröist vera
meira áhugamál. Þaö er ekki langt
siðan Bordenj stjórnin kormst til
valda, en á þeim stutta tíma hefir
hún varið 7 miljónum dala til her-
kostnaðar og kastaö 6 miljónum í
flugríkt jámbrautarfélag. Þáö
heföi áreiðanlega oröiö1 henni betra
til frambúðar, ef hún heföi varið!
því fé til hagsbóta landsbúum.
Hon. „Bobu kemur
vestur.
Innanrikis ráögjafi í stjórn Bor-
dens kastaði frá sér stjórnartaum-
unum í gær og lagöi af staö Vestur
í land, í '‘langa heimsókn" að sögn.
Þeir búast viö því 1 Ottawa, sam-
verkamenn hans i stjórninni, aö
honum muni skjóta upp í Saskat-
chewan, og ef til vill taka einhvem
smávegis þátt í undirbúningi kosn-
inganna, sem eiga aö fara þar fram
í sumar. Bob haföi haft alla vasa
úttroöna og eitthvað reiddi hann í
malpoka fyrir aftan sig. Suma
grunar, aö hann muni staldra viö i
Macdonald, hérna fyrir vestan
Winnipeg, þvi að þar mun eiga aö
kjósa mann á þing bráölega. Þaö
þykir trúlegt, að Bob verði léttari
á sér á ferðinni austur aftur.
Sigur enn fyrir liberala
Rétt þegar kosningarnar í Que-
bec eru afstaðnar meö þeim sigri
fyrir liberala, er aldrei hefir meiri
verið, kemur nú fregn frá Edmon-
ton, aö aukakosningar í Alberta
hafi gengiö Sifton stjórninni í vil.
Kosiö var í 5 kjördæmum og vann
stjórnin þau öll. Þrír ráðgjafar
voru í kjöri, þar á meðal Hon.
Charles W. Cross í Edmonton
sjálfri. Hann hafði 586 fram yfir
sinn mótstöðumann, og svíður þaö
einna mest hinum conservativu,
meö því aö þar höföu þeir lagt við
alt kapp og allan sinn styrkj aö
fella ráögjafann. Fylkisbúar hafa
sýnt það greinilega, aö þeir veita
örugt fylgi hinni dugmiklu og ráö-
vöndu stjórn Siftons, og aö út-
sendarar og auöur Ottawa stjórn-
ar geta ekki þokað þeim.
Roosevelt sækir sig.
Svo er nú komið, aö Taft verö-
ur alstaðar undir í undirbúnings-
kosningum. f* Ohio stóö rimman í
vikunni sem leiö, þar þótti öllum,
sem skifta mundi um meö þeim,
Taft og Roosevelt, sá sein yrði þar
ofan á, var talinn vís til sigurs í
þeim ríkjum, sem þá voru eftir.
Hinn, síðarnefndi vann þar glæsi-
legan sigur, og síöan hefir hver
sigurinn rekið annan fyrir T. R.
svo aö nú þykir líklegt. aö honum
verði sigurs auðiö til forseta-
kosningar á allsherjar kjörþingi í
Chicago.
Sá er einn vegur htigsanlegur til
aöi bægja honum frá, að fulltrúar
Tafts á þinginu veröi ófáanlegir til
þess aö greiöa T. R. atkvæði, og
verði þvi að tilnefna einhvern
þriöja mann er allir geti sameinað
sig um. Þetta þykir eins dæmi í
sögu Bandaríkja, að nokkur maöur
hafi svo miklar vinsældir af al-
þýöu, aö honurn takist aö vinna
bug á þeim sem í forseta sæti er,
og stikla sjálfur til valda, með engr
um ráðum nema fylgi almennings.
Auöfélögin vinna öll á móti Roose-
velt, og öll blöð í New York ganga
á móti honum i einni fylkingu, en
Htið virðast þau geta þokaö áliti al-
mennings.
--------Y
Verkfall enn
Þeir sem vinna aö hleðslu og af-
fenning skipa í Lundúnum, hafa
lagt niður vinnu og héimta hærra
kaup. Stjórnin hefir gert alt sem
'hún getur til aö koma sáttum á, en
þær vilja ekki ganga saman, held-
ur litur jafnvel út fyrir, að verk-
falliö breiöist út. Þeir sem á járn-
brautum vinna, eru óánægöir meö
kjör sín og kolanemar sömuleiðis;
er langt frá því aö um heilt sé
gróiö meö þeim og vinnuveitendum
þó að sáttir séu þar að kalla. Skip
tefjast í Lundúna höfn og komast
hvergi, er þau geta ekki fengið sig
afgreidd og einkum kemur þaö
þungt niður á kaupmönnum, er
þeir geta ekki fengiö vörur sínar,
og enn er það, aö matvæli skemm-
ast, er þau liggja i skipunum dög-
um og vikum saman. Lloyd-
George stendur nú fyrir stjóm á
Englandi, meðan forsætisráöherra
er í ferðalagi til Miöjarðarhafs á-
samt Winston Churchill, aö hitta
Lord Kitchener og ráöa ráöum
sínum viö hann.
Ur bænum
Á fimtudaginn var kom hingað
til bæjarins enskur prestur frá
Toronto, Ont., til aö kynnast ís-
lendingum og heyra íslenzka tungu
talaöa. Prestur þessi er merkur
maður hámentaður og hefir lagt
mikla stund á að læra islenzku.
Skilur hann tungu vora allvel á bók
og hefir um hríö fengist töluvert
viö aö þýöa ísl. sálma á ensku.
Hann heitir C. \'enn Pilcher þessi
prestur og hefir áöur skrifast ávið
Dr. Jón Bjarnason og H. S. Bar-
dal, viðvíkjandi ýmsum islenzkum
bókum og um útlegging torskildra
orðtækja íslenzkra. Sóra Pilcher
dvaldi hér viku í bænum og var til
heimilis hjá Dr. Jóní Bjarnasyni.
Sjö ára gamall sveinn, Ingólfur
að nafni, sonur Jóns bónda Ein-
arssonar í Argyle bygð, lézt skyndi
lega á föstudaginn. Hann haföi
verið sendur heim af akri, að sækja
kaffi, en er hann kom aftur og
settist á "feederinn” meö föður
sinum fór hann að hallast i sætinu.
Faðir hans áminti hann um aö1
detta ekki, en er hann leit framan
1 hann skömmu siðar sá hann að
barnið var náfölt í framan og fár-
veikt. Sveinninn var borinn heim
samstundis og þar andaöist hann í
faðmi foreldra sinna. Menn gera
sér i hug, að gopher hqla hafi orð-
orðið á leið piltsins, en fyrir þau>
dýr er eitrað meö því móti að eitur
er látið i hveitihrúgu úti fyrir hol-
unum; þykir líklegt, aö bamiö hafi
etið af hveitinu og hafi það leitt
hann til dauða.
Lesið með athygli auglýsingu
“The Union Loan and Investment
Co." í þessu blaði. Allir eru það
íslendingar, sem vinna á þeim
skrifstofum. Þeir vilja bend'a les-
endum blaösins á, aö nú fyrir fá-
um dögum fengu þeir einkasölu á
landspildu á Winnipeg ave., sem er
á fimta þúsund fet á lengd. Ligg-
ur sú gata borgarinnar viö KUdon-
an skemtigarðinn. alla leiö frá Að-
alstræti að austan og til Keewatin
str. að vestan, og er upphækkað
stræti. Hver lóð er 33 fet og 120
fet að bakgötu. en strætið er 70
fet á breidd. Lóðir þær, sem hér
er um að ræða, eru á milli Arling-
hon og McPhillips stræta — mjög
þurt og hátt Iand — og verða seld-
ar eins lágt og 6 dali fetið í tvær
næstu vikur. — 1,500 fet era þeg-
ar seld. LTppdráttur af_eigninni,
ásamt myndum. upplýsingum og
uppdrætti af allri Winnipegborg.
sem sýnir afstöðu og legu lóðanna,
fæst ókeypis á skrifstofu/num, jBif-
reið flytur hvern þann á eignina,
sem óskar aö kaupa og vill sann-
færast með eigin augum um hve
lóðimar eru ódýrar, miðað við aðr-
ar latfdeignir umhverfis. Borgun-
arskilmálar eru svo vægir, að næst-
um hver maður getur mætt þeim.
Frá Gimli er Lögbergi skrifaö
24. þ.m.: “í siðastliðinni viku
voru þau hjónin, séra Rögnvaldur
Pétursson og kona hans, hér á
ferð, komu ofan eftir til að kveðja
vini sína og vandamenn áður| en
þat legöu upp í íslandsferð sina.
Að kveldi hins 15. þ.m. var þeim
boðið í samsæti og þar afhentir til
minja handhringar tveir úr gulli,
settir gimsteinum; kvæði var þeim
flutt og árnuðu menn þeim farar-
r.tilla og létu í ljós söknuð sinn yf-
ir að sjá þau hverfa i fjarlægðina.
Yar svo kvaðst með heilurn hug og
hlýjum minningum er dagur rann.”
I minningarstefum eftir Mrs.
Jackson hefir í siðasta blaöi mis-
prentast “dauða miðsins ský” fyrir
"dauða misturs ský.”
Victoríu-dagurinn eða drotning-
ardagurinn var hátiðlegur haldinn
hér í borg á föstudaginn var. Veð-
ur var hið bliðasta og sótti borgar-
lýður fast til skemtigarðanna og
annara gleðskaparstaða. Æsku-
lýðurinn, drengir yngri og eldri,
skemtu sér inest við púöurspreng-
ingar, sem sjaldan hafa verið meiri
og gekk svo langt, að lögregluþjón-
ar uröu aö skerast 1 leikinn. Þéssi
hvella og smella ósiður ætti annars
að leggjast niður, því að hann er
nú farinn aö ganga langt fram úr
hófi, enda hefir hann oft valdið
háskalegum slysum.
Herra Bjarni Torfasom frá Cold
Springs P.O. var staddur hér í
kýnnisferð til vina og kunningja.
Bandalagsfundur verður haldinn
á venjulegum stað og tíma í kveld
éfimtud.J. Forseti óskar eftir, aö
bandalagsfólk fjölmenni, því aö
svo er til ætlast aö nýir embættis-
menn verði kosnir á þessum fundi
fvrir næsta ársfjóröung. Á eftir
kosning fer fram stutt prógram.
I>aö er talið líklegt, aö verð á
harðkolum muni hækka nokkuð
vegna launahækkunar. sem verk-
fallsmenn í kolanámum suður 1
Bandaríkjum hafa fengið. Enn er
ekki fullkunnugt hvað hækkunin
verður mikil, en gizkað hefir veriö
á, að hún verði frá 20c. til 25C. á
hvert kolatonn.
Til tslandsferðar eni ráöin á
sunnudaginn kemur Árinbjörn S.
Bardal, útfararstjóri, með konu
sina og elztu dóttur Aðalbjörgu.
Sammæld við þau era Mr. og Mrs.
Chiswell héöan úr bænum fhún ís-
lenzk, hann enskurj og séra Lárus
Thorarensen prestur að Garöar.
North Dak.— Oddfellows kvöddu
Mr. Bardal á mánudagskvöld.
Þeir Sigfús Anderson málari
og Jón Thorsteinsson reiðhjólasali
leggja af staö i íslandsferð i kveld
ffimtudagj.
Mr. Fred Stephenson skrapp
vestur til Morden núna í vikunni.
Herra Sigurður Bárðarson frá
Blaine, Wash., kom nýskeð hingað
i kynnisferð. Býst við að dvelja
hér mánaðartíma.
Jarðskjálftar á fslandi.
Bæir hrynja á Rangár ,'öílum.
----------------- *•
Dagblaðiö “Visir” segir svo þann
8. þ.m. frá jarðskjálftum, þeim er
oröið hafa á Suðurlandi, einkum
kringum Heklu:
Mánudagskveldið um klukkan 6
varð hér vart við jarðskjálftakipp
allsnarpan. Hús hristust allmikið
og nuinir duttu úr hyllum sum-
staðar, en ekki uröu veralegar
skemdir. í einni sölubúðinni er
talið, að glervara hafi brotnað, sem
svaraði 10 króna viröi. Ekki urðu
hans varir þeir sem voru úti að
vinnu eöa á gangi um göturnar.
En þeir sem inni i húsum voru
urðu margir hræddir og leituðu út-
göngu. Kippurinn varaði um hálfa
minútu.
Síöan jarðskjálftamælirinn var
settur hér upp 1909 hefir aldrei
komið nærri eins mikill jarðskjálft.
hér. Mælirinn sýndi kippi við og
við í 20 mínútur. Stefna jarð-
skjálftans var frá suðri til norö-
urs.
I Hafnarfirði varö kippurinn
snarpari en hér og uröu þar nokkr-
ar skemdir, þó ekki næmi miklu.
Að austan bárust í gær fréttir
um aö jarðskjálftinn hefði verið
þar alvarlegur, einkum austur und
ir Heklu.
1 Næfurholti hrundi bærinn og
útihús. Fólk bjargaðist með naum
indum út og voru þó allir meir og
minna kumlaðir. Er menn hlupu
út féll steinn í höfuöið á bami einu
og rotaöist þaö. Húsmóðirin varð
undir vegg og lærbrotnaði. Kúnum
var bjargað með naumindum og
urðu allar skrámaðar og skemdar.
Um Rangárvallasýslu alla urðu
skemdir töluverðar , einkum
hrundu víða útihúsin. Á Brekku í
Holtum hrundu mörg bæjarhús. í
Garðsauka hrundi hesthús og fjár-
hús og klofnaði veggur í, íbúðar-
húsinu. Á Vestur Kirkjubæ skemd-
ist kjallari undir húsinu og á
'Minna Hofi hrundi mikiö.
í Árnessýslu var kippurinn ekki
eins harður. Á Galtalæk hrundi
baðstofan. Dálitlar skemdir uröu
á Eyrarbakka, hringdu kirkju-
klukkurnar. Á Vatnsenda í Flóa
skektist íbúðarhúsið á grunninum.
Bæjardyr og skemma hrundi á
Reykjahjáleigu.
Reykjavík, 9. Mai 1912.
í gær komu nánari fréttir að
austan en áður og eru skemdir
meiri en fyr hafði frézt.
f Rangárvallasýslu féllu 6 bæir til
grunna, sem sé \
Svinhagi.
Næfurholt
Haukadalur
Selsund
Kot
og Dagverðarnes,
og er þar ekki einu sinni skjól fyrir
ký'r.
A Landi féllu að öllu
Galtalækur
Vatnagárður
Leirabakki.
Svo sem áður «r frá skýrt rotað-
ist barn í Næfurholti og hafa ekki
farist fleiri menn i þessum jarö’-
skjálfta svo enn sé frétt. Konan
þar lærbrotnaði og var flutt að
Kirkjubæ og er hjúkrað þar siöan.
f Næfurholti drapst og ein kýr og
hundur, aörar kýr þar beinbrotn-
uöu allar að mun. Flestar rif-
brotnuðu.
Upp frá Selsundi kom stór
sprunga í jörðina og seig annar
barmur hennar svo að þar er nú
sex álnum lægra landið, sem alt
var jafnhátt áður. t
Sprunga þessi er löng mjög og
allbreið. Er hún 5 al. þar sem hún
er breiðust.
Annars féll á Rangárvöllum tals
vert af húsum á hverjum bæ.
Á Reyöarvatni féllu 8 útihús og
á Reynifelli og M’nna Hofi urðu
mjög miklar skemdir.
Á Velli í Hvolhrepp hrundu öll
hús til grunna nema baðstofan ein
stóö uppi.
í Tungu og Kollabæ litla í
Fljótshlíð hrundu öll bæjarhús ut-
an baðstofur. Var nýbygður tter
i Tungu, lítill og vandaður vel.
Lengra austur hefir ekki spurst
enn.
tTr Arnessýslu hafa komiö frétt-
ir af Skeiðum, Grímsnesi, Hrepp-
um og hefir kippurinn veriö þar
snarpur, en verulegur skaði hefir
ekki orðið bar.
Jarðskjálftakippir hafa fundist
öðru hverju eystra síð.an aðaljarð-
skjálftinn varð og var mestur kipp
urinn kl. 5 og hálf síðdegis í gær-
morgun.
Allar hrevfingarnar segja menn
eystra aö hafi komiö úr áttinni til
Heklu, og þeir sem búa í grend
við hana óttast að hún muni gjósa.
Jarðskjálfta þessa mun hafa
orðið vart víða um land. .Meðal
annars urðu menn hans varir víöa
um Vestfiröi. — Vísir.
í stórviðrinu 14. þ. m. sigldi á
land i Dýrafirði fiskiskipið Rúna
frá Patreksfiröi. eign P. J. Thor-
steinrson, og brotnaði á það tvö
göt, en skipverjar allir 12 komust
af. Skipið hefir nú náðst út og
verið dregið á land til aðgerðar. —
Lögrétta.
Fermd ungmenni.
Á hvítasunnudag fermdi Dr. Jón
Bjárnason þessi börn í fyrstu lút-
ersku kirkju:
Stúlkur:
Anna Stephensen,
Astríður Kristín Johnson,
Clara Marin Oddson,
Clara Asilia Preece,
Clara Ásdis pThorbeSrgsson,
Guðrún Melsteð Stephensen,
Guörún Ingibjörg Vopnfjörö,
Hansína Guðrún Hjaltalín,
Hólfríður May Jóhannesson,
Jensína Björnsson,
Jónína Kristín Einarsson,
Jónína Margrét Ingimundarson,
Kristjana Elísabet Vopnfjörð,
Laufey Hansína Jóhannesson,
Lilja Guörún Ágúst,
Ólavia Þóranna Olafsson,
Sigurbjörg Einarsson,
Sigríður Johnson,
Sigríöur Kristin Johnson,
Sigurleif Sæmundsson,
Sólveig Þuriður Thórarinsson,
Theodora Elín Olafsson,
Vinfríð Jóhanna Joseph.
Drengir;
Alfred Július Jochumson,
Andrés Ferdinand Nelson,
Amljótur Benedikt Sveinsson,
Hermann Sigurðsson,
Kári Oskar Hannesson,
Kristján Friðfinnsson,
Olafur Sæmundur Johnson,
Páll Bjarni Pálsson.—Alls 31 bam.
Við síðdegisguösþjónustu var alt-
arisganga. Altarisgestir voru 350.
Viö' kvöld guðsþjónustuna prédik-
aöi séra Rúnólfur Marteinsson og
aðtsoðaði Dr. Jón Bjamason við
útdeiling kvöldmáltiðarinnar.
Frœndur vorir.
Eftir Sig. Arngrímsson.
Hér um bil 460 rastir i austur
frá íslandi liggja Færeyjar, sem
kunnugt er. Eyjabúar eru yfir
höfuð að tala niðjar sömu for-
feöra og vér Islendingar. Eru þeir
þvi frændur vorir.
Á liðnum öldum hafa þeir veriö
olnbogabörn heimsmenningarinn-
ar, og sannkölluð bitaböm metnað-
ar og mannvirðinga. Þeirra hefir
veriö litiö og að litlu getið i ræöum
og ritum. Jafnvel Danir, sem
Færeyingar standa nú næst í
stjórnarfarslegu tilliti,ætla þeim og
þeirra ættjörð ekki einu sinni heila
blaðsíðu i landaíræðum sínum.
Enda mun þaö sönnu næst, aö
Danir viti sáralítið um Færeyinga.
T. d. var færeyskur piltur í hitt
eð fyrra á lýðháskóla 1 Danmörku.
Þegar hann fór úr skólanum, ferð-
aðist hann með járnbraut áleiðis til
Kaupmannahafnar. Um leið og
hann lagði af stað, spuröu hjónin,
sem hann hafði verið til heimilis
hjá: “Komist þér með jámbraut-
arlest heim til Færeyja í kvöld?"
Er það eigi ósvipað og þegar
danska konan hérna um árið
spurði sjómanna skólapiltinn hvort
hann ætlaöi ekki heim til Islands
í jólaleyfinu, eins og hinir piltam-
ir — sem bjuggu i grendinni —
færu heim til sín. Og allir kann-
ast við rit danska kennarans í hitt
eö fyrra um ísland, þar sem hann
segir aö íslenzku hestarnir lifi á
vetrum aðallega á fjallagrösum
og hreindýramosa.
Þegar þekking Dana á Færey-
ingtun er yfirleitt ekki mikil, getur
maöur ekki búist við miklu, þegar
fjær dregur. En handa þeim Is-
lendingum, sem lítið þekkja til í
Færeyjum, en kynnu að hafa gam-
an af að fregna þaðan, hefi eg
hugsað mér aö skrifa nokkur orð.
7. Landið.
Landið Færeyjar era margar eyj-
ar mismunandi stórar. 17 þeirra
eru bygðar. En auk þess eru smá-
hólmar og sker svo hundruðum
skiftir, þar sem lítill eða enginn
gróður er, og þvi engin bygð.
Hinar bygðu eyjar cru aftur á
móti grösugar. Þær eru fjöllóttar
og þó óviða graslaus svæði. Sæ-
brattar eru þær víðast hvar, en
undirlendi lítiö. Óvíöa eru hamrar
nema á stöku útskögum. Era þeir
þá stunduni háir og kallast björg.
Mesta undirlendi á land-
inu er dalur nokkur, nálægt 12
rasta langur, sem liggur um þvera
Straumey fStromoy) i austur og
vesttir frá Kollafirði til Leynis
éLeynun.J Sá dalur er mjög fag-
ur og grösugur og eigi allbreiður.
Nær miðju hans er stöðuvatn nokk
urt og fellur úr því dálitil á 1 vest-
ur, og lítil kvísl í austur.
I dal þessum er engin bygö, þótt
undarlegt sé, nema í dalsmynninu
vestast við sjó er þorpið Leynir,
og að austan fram meö Kollafiröi.
í Leyni er einkar fallegt. Leynis-
hður með léttum nið, og smá-fossa
föllum gegnum þorpið. Upp frá
henni það er sjá má grasi ofnar
hlíðar. Og upp að ofurlítilli eyri,
sem áin hefir myndað viö ósa sína,
vaggar Ægir hvítfölduöum dætr-
um sínum í kvöldkyrðinni. En þær
deyja um leið. Og lik þeirra sog-
ast í djúpið.
Undirlendi dálítið er lika í Vogi
fVógiJ suðaustan á Suðurey ('Suör-
oy, frb. SuroyJ. Er það rúmlega
1 rastar breitt eiði vestur að sjón-
um, grasi gróiö á fjöll upp. Sitt
hvoru megin við það að vestan eru
há björg. Við eiðistrendurnar eru
ósléttar og geilóttar klappir þeim
megin. En til þess aö geta róiö
þaðan til fiskjar hafa Vogsbúar
fengiö hentugan útbúnaö til aö
flytja bátana vfir klappirnar, sem
er nokkurs konar svifferja. Stál-
virsþræðir era strengdir milli
stólpa, er settir eru niður viö flæð-
armálið en oían við klappirnar.
Eftir þeirn eru svo bátarnir dregn-
ir með gangvindu og hjóltaugum.
Ahald þetta kostaði 2,800 krónur,
er rikissjóður Dana lagði til. A
þenna hátt geta menn í Vogi stund
að fiskiveiðar vestan við eyjuna í
austanveðrum, en austan viö í
vestanveðrum.
í Götu i Austurey þykir mér
mikið fagurt. Fjörðurinn einkenni-
lega hlykkjalaus og jafnvíður. Og
I mjög grösugt land. Þar bjó hinn
forni frægðarmaður Þrándur. Er
þaðan komið máltækir “Þrándur 1.
Götu", unt það, sem veitir mót-
spyrnu. Virðist það einnig rök-
rétt, því eigi var við lamb að leika
sér þar sem Þrándur gamli var.
Bygðin í Götu er 'tviskift, og
kallast Nyrðri- og Syöri-Gata. Bær
Þrándar var þar sem nú er þorpið
Nyrðri Gata og vita menn’ hvar
hann stóð. Götumenn hafa af
virðingu fyrir minnTtigu Þrándar
látið óhræröan dálítinn blett af
húsgarði hans. En nú fyrra bygði
maöur nokkur íbúðarhús á blett-in
um.
Sögn er um það, að Þrándur
hafi — sem titt var um fommenn
— falið fjársjóð allmikinn í gjá
nokkurri vestan á Borðey, sem er
næsta eyjan austan við Austurey.
Gjá sú er við hann gend og kölluð
Þrándargjá fTrándargjóv, frb.
Trondargeggv.) Sögn er um það,
að 4 menn hefðu eitt sinn fariö að
leita sjóðsins; og gerði þá hríðar-
byl mikinn, er kendur var göldrum
og hefir eigi þótt árennilegt eða
ráðlegt að leita fjár þess síðan.
TTramh. á 4. bls.J