Lögberg - 13.06.1912, Síða 1

Lögberg - 13.06.1912, Síða 1
25. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1912 NÚMER 24 ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLI PRESTAKALLSINS í MINNESOTA Tilkomumikið hátíðahald. Mikiö var um hátíöabrigöi í prestakalli séia Björns B. Jóns- sonar, 2., 3. og 4. þ. m. Söfn- uöirnir þrír. sem mynda þetta prestakall, voru þá aö halda ald- arfjóröungsafmæli sitt. Allir, bæöi gestir og heimainenn, lýsa einróma ánægju sinni yfir því, hvaö alt fór vel fram frá byrjun til enda. Sumir hafa jafnvel orö á því að þeir hafi sjaldan eöa aldrei á lífsleiðinni skemt sér bet- ur. Hátíðarguðsþjónustan. Hátíðin byrjaöi meö mjög fjöl- sóktri guösþjónustu í kirkju St. Páls safnaöar aö Minneota Séra Steingrímur Thorláksson prédik- aði, og bæöi hann og séra Björn B. Jónsson stýrðu messugjöröinni. Öllum ter saman um aö ræöa séra Steingríms hafi veriö ágæt— vel samin og skörulega flutt, Og hin djúpa alvara og einlægni ræðumannsins þrýsti boöskap hans inn í huga og hjörtu tilheyr- endanna, 7. Ágúst í sumar veröa tuttugu og fimm ár liöin sföan séra Steingrímur flutti sína fyrstu ræöu í þessu bygöarlagi. Lagöi hann þá út af frásögunni um Nikodem- us, þegar hann kom til Jesú um nótt til aö leita sér upplýsingar hjáhonum. Var aðal-atriöiö í þeirri ræöu aö sýna, aö allir sem langaði til aö gera guös vilja leit- uöu á íund.frelsarans—rétt eins og þyrstur rnaður leitar aö vatni, hungraður maöur aö mat, og sjúklingurinn aö lækni, Þaö vildi svo heppilega til aö guö- spjall dagsins, sem valiö haföi veriö fyrir þessa afmælis guös- þjónustu, var einmitt frásagan um Nikodemus. Fannst ræöu- manni þetta vera merki um guð- lega forsjón, Hvaö sem þvf líö- ur þá var þaö einkar tilhlýðilegt aö leggja út af guöspjallinu viö þetta hátíölega tækifæri. Mark og miö ræöumannsins í þessari prédikun, var aö hvetja menn aö komast í innilegt samfélag viö Jesúm Krist og láta hann fremur öllu öðru hafa áhrif á sig. Samkoman í Andersons Opera House. Aöalsamkoman í sam-bandi viö hátíöina var haldin kl. 2 á sunnu- daginn í Anderson Opera House. Var fjöldi fólks samankominn úr öllum söfnnöum prestakallsins og einnig margir utansafnaöarm'enn og gestir. Séra Björn stýröi sam- komunni og flutti heilsunarávarp- iö. Bauö hann sérstaklega vel- komna heiöursgestina frá Mani- toba, sem komnir voru til aö taka þátt í hátíðarhaldinu —Dr. Jón Bjarnason, sem fyrstur prédikaö> guðs orö í þessu bygöarlagi, séra Steingrím Thorláksson, sem var fyrsti prestur safnaöanna og hafði þjónaö þeim með mikilli trú- mensku og áhuga í sek ár, séra Carl J. Olson, sem er eini ungi maöurinn í þessu prestakalli sem hefir gengiö inn í hiö heilaga prestsembætti, og einnig hr. Jón Vopna, sem er einn aöal embætt- ismaöur kirkjufélagsins og hefir lagt svo mikiö í sölurnar fyrir kristindóminn. Svo bauö hann velkomna alla utansafnaöarmenn og aöra, sem heföu verið svo góö- ir aö heimsækja söfnuöina áþess- ari hátíö þeirra. Næst mælti séra Steingrímur fyrir minni prestakallsins. Þetta var aöal ræöan á programminu. Rakti hann sögu safnaöanna síöan hann byrjaöi aö þjóna þeim áriö 1887 fram á þennan dag og mint- ist á öröugleikana mörgu og miklu, s m hann og aðrir áttu við aö stríða á frumbýlingsárunum, og einnig á sigrana mörgu, sem unnir heföu veriö þessi tuttugu og fimm ár. Menn þyrftu aö eins aö treysta góöum guöi og þá væri sigurinn vís. Svo var mælt fyrir minni hvers safnaðar í prestakallinu; þetta gerðu þeir hr. J. H. Frost, hr. S. S. Hofteig og hr. P. V. Péturs- son. Allir þessir menn hafa bú- iö í þessum bygðum síöan þeir byrjuðu og voru því mjög færir að mæla fyrir þessum minnum og fórst þeim þaö vel. Kæða herra Frosts heitir ,,Þá og nú“ og er prentuð annarstaðar í blaðinu. Þar næst talaöi séra Carl J. Olson. Hann lagöi helzt út af þessum oiöum guöspjallsins: ,, Og sveinn- inn óx í vizku og náð hjá guöi og mönnum". Séra Carl hefir alist upp í þessu prestakalli og hefir veriö bæöi fermdur og vígöur af séra Birni B. Jónssyni. Seinast talaöi dr. Jón Bjamason. Mintist hann stuttlega á sundrung- ina hina sorglegu, sem hefir átt sér stað á meöal íslendinga og vonaði aö þetta mundi lagast aftur innan skamms. Söngflokkur hafSi veriS æfSur sérstaklega fyrir þetta tekifæri og söng hann indæla og hljómfagra söngva á milli ræSnanna, og einn- ig skemti Mrs. N- S. T'horláksson fólk meS þremur sólósöngum. Mrs. Thorláksson söng einnig viS guSsþjónusturia um morguninn sálm' er maSur hennar hafSi ort fyrir tækifærið. Hún er mesta söngkona og allir voru mjög hrifn- ir af söng hennar. Séra Björn B. Jónsson las upp í enda samkomunnar kveSjur og árnaðaróskir frá séra FriSrik Hall- grimssyni og söfnuSum hans í Ar- gyle og einnig frá fyrverandi sókn arbörnum hans, sem nú eru búsett vestur á Kyrrahafsströnd. Seinna ,kom skeyti frá séra Guttormi Guttormssyni, séra Hirti J. Leó og Th. Oddson 1 Winmpeg, og voru þau lesin upp á samkomu, er haldin var seinna. I Lincoln County. Næsta dag, 3. Júni, var haldin guSsþjcínusta kl. 12 í kirkju Lin- coln-safnaSar aS viðstödclu miklu fjölnrenni. Séra Carl J. Olson pré- dikaöi, en séra Bjöm stýröi messu gjöröinni. RæöuefniS var: “HvaB er aS vera sannkristinn maSur?” og var textinn út Jóhannesar guS- spjalli, 1. kapítula, frásagan um Filippus og Natanael. ASg guSsþjónustunni endaöri óku allir aS heimili Mrs. A. Sig- valdason og skeintu sér þar fram undir kvöld. Fyrst settust menn niöur aö snæBingi. Eftir talsvert hlé byrjaði prógram. Töluðu þeir séra Björn B. Jórjsson, séra Stein- grímur Thorláksson, Gunnar Björnsson, Björn Gislason, Bjarni Jones, Arngrímur Johnson og Dr. Jón Bjarnason og séra Carl J. Ol- son. Mæltist þeim öllum vel og samkoman var alment álitin hin á- nægjulegasta. I Vesturheims-bygð A þriðjudaginn var hátíðarhald- ið í Vesturheims-bygS. Byrjað var meS guSsþjónustu í kirkjunni, og prédikaði séra Steingrimur Thor- láksson; texti hans var dæmisag- an um glataða soninn, og var ræöu efniS: “GuSs mikli kærleikur.” Eftir guðsþjónustuna fóru menn norður að heimili hr. Jóns ísfelds og skemtu sér þar fram eftir deg- inum. Héldu þessir menn ræður: séra Björn B. Jónsson, séra Carl J. Olson, séra N. S. Thorláksson. Bjöm Gíslason, Gunnar Björnsson og dr. Jón Bjarnason; talaði hinn síðastnefndi um viðhald íslenzkrar tungu og íslenzkra bókmenta og hélt því fram afdráttarlaust, að vér yrðum meiri en ekki minni menn fyrir það að varðveita þenn- an föður og móður arf. Bandala gsf undur. AS kvöldi sama dags var hald- inn bandalagsfundur í sunnudags- skólasal St. Páls kirkju. Fórþar fram söngur, hljóðtfærasláttur og ræðuhöld. Séra Carl J. Olson tal- aði um sjálfsdýrkun og þá miklu hættu sem henni er samfara; dr. Jón Bjamason talaði aftur um ís- lenzka tungu og íslenzkar bók- mentir. Sýndi hann fram á aftur, hvað mikill gróði það væri fyrir þjóðflokk vorn hér fyrir vestan haf að varöveita þjóöerni sitt, og taldi þaS mögulegt aS þjóö vor gæti haft talsverð áhrif á heiminn ef hún reyndist trú köllun sinni. Gunnar Björnsson flutti langt og snjalt erindi um júbíl-hátíðina, sem þá var á enda. Er ræða hans prentuð hér i blaðinu og gefst mönnum þar tækifæri aö lesa hana. Svo töluðu þeir séra N. S. Thorláksson, Bjami Jones og Octavíus Thorláksson. Kvöldið var einkar skemtilegt. Helztu gestirnir voru þessir:— Dr. Jón Bjarnason, séra N. Stein- grímur Thorláksson, Mrs. N. S. Thorláksson, Mr. Octavíus Thor- láksson, Mr. Jón J. Vopni, Mrs. J. J. Vopni, Mr. Metúsalem Ander- son, Mrs. Metúsa’em Anderson, Miss Joséphine Josephson. Gestirnir héðan að norSan láta mikiS yfir viStökunum þar syðra og biðja blaðiS aS tjá fólkinu þar innilegasta þakklæti sitt fyrir skemtunina og- gestrisnina, sem þeim var sýnd alstaöar; þessir dagar glevmast seint. Kosningaloíorð. A fundinum sem Hon. R. Rog- ers hélt i Regina á mánudaginn, lofaði þetta stærsta villuljós Con- servatíva hér vestanlands, nokkr- um dýrlegum hlutum. Sporgöngu- menn flokksins þyrptust þangaö viösvegar að, eins og ílugur aS rafljósi, þar á meSal nokkrir úr Winnipeg, á kosnaS ríkisins, vit- anlega, til þess að vera viS og klappa. Þar vantað.i engan, nema McBride og Roblin okkar og Borden, en frá hinum síSarnefuda kom simskeytið gamla, það! sama sem hann sendi í veízluna í Win- nipeg 1 vetur, þegar veriS var að blása upp gamla Roblin fyrír hina hneyksi|islegu Jandauka -samníinga og klappa honum á bakið fyrir að hafa ofurselt katólsku kirkjunni skóla fylkisins. Á aöra hönd Hon. Bob, sat hinn katólski Wsk- up af Ou’Appelle, svo sem til aS gera lýðum ljóst, aS þeirri kat- ólsku eiga að gerast sömu skil í Saskatchewan sem Roblin gerði í þessu fylki, — ef .Haultain vinn- ur, að segja. Bob sagSi þessum húskörlum sínum íi'S Reciprocity værj fúr sögunni, en þeir klöppuðu lof í lófa. Hann færSi það til aS Taft forseti og senatið hefðu felt samningana úr gildi. Hitt lagði liann í lágina, að congressinn, þar sem Democratar eru i meiri liluta, neitaði að samþykkja 'þjáj aðgerð, og að þeir eru líklegir til aS vinna í kosnin.gunni syðra. Hittj lagöi hann og 1 lágina, að almenningur vill fyrir hvern mun fá innfluttan varning fyrir lægra verð en nú gerist og fá hærra verS fyrir útfluttan varning en nú ger- ist. Og meðan svo er lifir Reci- procitv góðu lífi og verður Hon. Bob og auðfélögunum að fótakefli áður ep lýkur, Þegar til loforðanna kom, tók liann munninn fullan. Stjórnin ætlaði aS láta reisa kómhlöðu — aðeins eina — og byrja á því bráðlega. Um efndirnar á þvi er það að segja, að gamli Foster er búinn að lýsa því yfir, að; að- gcrðir stjómarinnar í því máli verði aðeins tilraun og ekkert meira, og með því að málið heyr- |5r þndir verkahring 'þess gamla, þá er loforð Rogers vitanlega ekki annaö en kosniniga beita — snið- in eftir vilja og kröfum sl'Hr- fylkjanna. Annað loforðið, var um breyt- ingv4 landtöku lögunum, þan flg að skilyrSiS um að byggja 300 dala hús falli burtu, að krafan um ræktáð land verði færð rflðkr um helming á skógarlöndum og að landnemar á votlendi meg: ala upp vissan fjölda nautgripa i stað- in fyrir aö plægja land. Þessar breytingar á landtöku löggjö .nni tók upp fyrstur Robcrt .C'-ns'», þingmaður Da-uphin kjördæmis, á srðasta þingi, og fékk meiri hlui > þingmanna til þess aö lofa þeim fylgi sinu, svo aS stjórnin sá sér vænst aS snúast á þá sveif. Þess- ar brevtingar cru eimnitt sniðnar eftir þörfum þcss kjördæmis, setn Mr. Cruise er fulltrúi fyrir á jringi, og eru af honum fram bornar. Hon. Bob fann upp það snjall- ræöi við hinum mjög svo ónógu samgöngum vestan aS, þegar korn þarf aö flytja á haustin, aS halda skipagöngum frá Fort William og Port Arthur einum mánuðu lengur en vant er. Hann nefndii: það ekki, hvort hann ætlar að láta sagar ísinn cöa höggva. ÞaS sannast hér sem oftar, aö állr er Iiey i harðindum. Almenningur veit það cinfalda ráð, að fa Bandaríkjastjórn til þess, að taka tollinn af korni sem flutt er þangað frá Canada. Þess vegná vill alþýða vestanlands fyrir hvern mun hafa Reciprocity. Hon. Bob og auSfélögin standa i móti, og verða að beita hinn feitasta kosningafleski til þess að læðast framhjá vilja almennings i þessu efni. Hönum verður lítið fyrir aS sigrast á höfuðskepnunum, til þess að bægja okkur frá hinni eðlilegustu og beztu og beinustu leið1 til haganlegra markaSa. Iíon. Bob minntíst ekkert á urnráS fylkjanna yfir sínum eigiu löndum og landsnytjum. ÞaS mál er útkljáö hvað Manitoba á- hrærir, siðan Roblin afhenti þau Ottawastjórn fyriri lTtálf jöTlegt árgjald. Stjórnin i Saskatche- æan hefur krafist umráða yfir sínum löndum og landsnytjum, og fékk loforð Sir Wilfrid Lauriers um þau. Á þessum Regina fundi var, þessu keipað eins yg öngli á fæm. Hcn. '4w‘.c \zr látinn lýsa því, aö iirslit kosninganna mundu ráða þvi hvort þetta feng- ist eða ekki. Af því má bezt sjá andann í þessum stjórnendum vorumi er þeir í heyranda liljóði beittu nauðsynjamálum fylkisins sem kosningabeitu og sögðti ber- um orSum, að þeir mundu halda rétti fylkisins fyrir því, ef fylkis- búar greiddu ekki atkvæði einsog þeim líkaði. Conservativar hafa dinglað sin- um kosninga önglum í Saskatche- wan. Þeir mega gera betur, ef fylkisbúar eiga að bregða trygð við þá ötulustu framfara stjóm, sem nokkurt fylki hefir í þessu landi, og formann hennar, Walter Scott, sem hefir til að bera i ríku- legum mæli þá kosti sem land- stjórnarmenn þurfa að hafa biæSi forsjá og skörumgsskap og ráð- vendni. Uppreisn. í Cuba hafa svertingjar gert uppreisn, sem svo er mögnuö, að Bandaríkja stjórn hefir sent her- skip til evjarinnar, og skotiö her- liði á land, til verndar Bandaríkja þegnum. Svertingjar hafa lið mikið og berjast af svo mikilji hreysti, að kvenfólk þeirra gengur í orustur með þeim. Þeir brenna bygðir hvítra manna og ræna hvar semi þeir koma þvi við. Forseti eyjarinnar heitir Gomez, vel látinn maöur; hann hefir þegar reist herskjöld gegn. svertingjum og safnaS liöi i móti þeim, en til stórorustu hefir ekki komiö enn þá. í Mexico er barist af kappi. Orozco, foringi uppreisnarmanna hinn helzti, lætur undan síga hers- höfðingja Madero's er heitir Hu- erta. Svo er að sjá af óljósum fregnum, sem forseta veiti alstað- ar betur nú orðið, og hafi meira lið og betur búið. Sá heitir Gari- baldi, sem stjómar einum her stjórnarinnar í Mexico, sonur hins fræga manns, er barðist fyr-'" ir frelsi Italíu, og verður vel á- gengt. —Ríðandi lögreglumaðúr elti tvo Indíána út í skóg, ekki langt frá Medicine Hat. Hann fanst litlu síðar hestlaus og byssulaus með kúlu gegnum hjartað. Indí- ánar náðust og eru í haldi. Rússar láta undan. Sá kvenmaður var 1 þald tekin á Rússlandi, er hét Miss Malecka, og dæmd til Siberíu. Hún varð uppvis aö því, aö taka þátt í sarm særi á Pólalndi tlún er pólsk í föð- urætt en á enska móður, og er pppalin á Englandi; faðir hennar var flóttamaöur frá Póllandi og settist að á Englandi og ól dóttur sina upp í sinum skoðunum. Hún fór til Póllands þegar hún þrosk- aðist og komst þar í þetta kland- ur. Þegar dómuirinn féll, skárust ffændur hennar og vinir á Eng- lándi í leikinn og fengu ensku blöðin til aö taka máliS upp. Varð út úr þvi hið mesta blaðamál óg æsingar á Englandi, svo aS enska stjórnin varS að taka aS sér sök- ina. Fyrir hennar orS breytti Rússakeisari dóminum, lét fylgja stúlkunni til landamæra og sleppa henni þar, en gerði hana útlæga um alt sitt rík. Stúlkan lýsti því yfir að hún mundi aldrei ganga i samsæri aftur, heldur gifta sig og fara að búa. Forseta kosningin. Svo langt er henni komiS, aS kjörnefnd hefir setið á rökstólum undanfarna daga og rannsakað kjörbréf kjörmanna til Chicago- þmgs. Að eins einum hefir sú nefnd leyft Jringsæti af kjörmönn- um Roosevelts, er nokkur vafi var a, og lfleypt aS fylgismönnum 1 afts í Sjtaöinn. Það þykir nú liklegt, að hvoruguir þeirra nái út- nefning, svo og, ef svo kynni að fara, aS annarhvor þeirra næði svo langt, þá mundi sá hinn sami e;kki ná forseta kosning, heldur muni demókratanna leiðtogi verða þeimi yfirsterkari. Þeir Clark og Wilson standa bezt að vígi að svo komnu, en margir spá því, að Bry- an korni lil greina áður en lýkur, og munihann verða næsti forseti Bandaríkjanna. Þetta eru samt spádómar að svo komnu, er eng- inn kann um að segja með vissu. Sameining kirkjufélaga. Presbyterianar háfa haldjið þing fyrirfarandi daga, og var þaB aðalefni þingsins að ræSa um sam- eining öldungakirkjunnar við Meþodista og önnur ensk kirkju- félög, sem starfa í þessu landi. Munurinn á trúarskoðunum þeirra er ekki mikill, en markmið og starf þeirra sameiginlegt. Pres- byterianar hafa hingað til verið ófúsastir til sameiningar. En á kirkjuþingi þessu, í Edmonton, var það samþykt, aS ganga í bandalag viS önnur kirkjufélög, hafa þing meS þeim o gsamvinnu 1 öllum trúmála störfum út á við. Þetta er álitið eitt hið þýöingar- nresta spor sem þetta öfluga kirkju félag hefur stígið í þessu landi og er tekið með fögnuði af öllum frjálslyndum vinum kristn- innar. Ur bænum Fyrri hluta lagaprófs lauk ný- lcga herra Guðmundur Axford með góöitm vitnisburði. LáS'st hefir að geta þess, aS nokkrir vinir Mr. og Mrs. Lorenz Thomsens veittu þeim óvænta heimsókn 15. f.m. og færðu þeim aS gjöf skrifborð og bókaskáp injög vandaðan. Herra Stefán Johnson, 683 Agnes stræti, hafði orS fyrir gestunum og afhenti gjöfina. Mr. Thomscn þakkaöi meS nokkrum orðum. Skemtu menn sér þvinæst hið bezta við veitingar og samræður lengi fram eftir kveldi. Wynyard Advance telur hér um bil fullvíst, að W. H. Paulson beri sigur úr býtum við kosning- ar í Quill Plains kjördæm'- ls- lendingar i kjördæminu eru vist fjórði hluti kjósenda, og er nærri áreiðanlegt, að þeir styðja landa sinn W. H. Paulson til sigurs; munu þeir bæði sjá sér hag og heiður i aö eiga samlanda á Sas- katchewan þingi, einkanlega með því að W. H. Paulson er ágætum hæfileikum búinn og verður lönd- Hon. Walter Scott, stjórnar- formaöur í Saskatchewan fylki, kom aftur til höfuSborgar fylkisins Regina á sunnudaginn, eftir margra rnánaSa burtuveru sér til heilsubótar suSur í sjávar- lofti og hita. Han.r hefir ver.S veill á heilsu undatiGriS, en er nú miikiö til batnað. Ilann segir svo sjalíur, Cx scr ta.d. atrain að batna næstu þrjár vikurnar emsog fyrirfarandi vik ir, j>a verðl eng- inn brattari en hann i kosningun- um. Kunningjar hans segjast ekki jrekkja hann fv'lr uma mann, --v>> hraustlegur sé h.mn i u‘' ti. hjá því sem var. Hann þverneitaði því, að nokk- ur tilhæfa væri fyrir, að hann ætl- aði sér aö láta af stjóm. Hann kvaS sig aldrei hafa veriS jafn ráöinn til þess, aö beita öllum kröftum til að vinna fyrir hug- sjónum og sækja aS markmiði liberala flokksins. Hin þunga barátta fyrir rýmri og haganlegri mörktiðum ætti eftir að vinnast. Ef stjómin i Saskatchewan yröi nú i minni hluta, j>á væri því mál- efni mikið ólið unnið. Því mundi hann leggja sig allan fram, aS vinna 1 þetta sinn og bað engan efast unr að sér yrði sigurs auðið, því glæsilegri senr við ramari reip væri aö draga. um sinum þar þarfur haukur í horni. Maðurinn, sem á móti sækir af hálfu afturhaldsins, er ungur lögmaður og óreyndur, sem íslendingar þurfa vist ekk'i að vænta sér mikilla hagsmuna af Það munu landar skilja og fylkja sér þeim mun fastara um W. H. Paulson. Hinn góökunni landi vor herra Stefán Sveinsson, hér í bæ, hefir verið veikur undanfarna fjóra mánuði, og ^vo þungt haldinn, að hann var svo vikum skifti á sjúkrahúsinu. Lögberg getur nú flutt hinum mörgu vinum hans og kunningjum þær góðu fréttir, a'ð1 hann er fyrir nokkru kominn á fætur og farinn að hreyfa sig úti við, og er á bezta batavegi. 1 Frá Merid, Sask. ritar oss herra K. J. Matthieson, aS þar sé ágætis tíö og uppskeru horfur frá bærlega góðar. Mr. MattiesonNá 800 ekmr lands i nánd við þennan staö, þar býr kona hans og synir, en liann er sjálfur formaður hjá C. N. R. félaginu og hefir mjög góða' stöðu. Herra G. ísberg frá Dog Creek kom hingað til bæjar á miðvikudaginn til að hitta dóttur sína Soffiu, senr skorin var upp fyrir skemstu við innvortis- meinsemd. Mrs. Þorv. Þórarinsson frá Ieelandic River var hér á ferð um siðustu helgi ásamt dóttur sinni ungri. Þau Oli S. Arason og Olga Em- ily Frederickson voru gefin sam- an i hjónaband 5. þ.m. Hjóna- vígslan fór fram að heimili for- eldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. O. Frederickson, Glenboro. Séra Fr. Hallgrimsson gaf þau saman Ungu hjónin fóru brúðkaupsferð vestur á Kyrrahafsströnd, og koma aftur seint í næsta mánuði. Setjast þau þá að í j Argyle við Glenboro. Bandalagsfundur F. lút. safn. verður í kveld (fimtudagj á venju legum tíma og stað. Þar verða kosnir embættismenn fyrir næsta kjörár og prógramsnefndir. — Þetta verður til skemtana: Vocal solo: Aurora Vopni; violin solo: Frank Frederickson; vocal duet: Olavia Bardal og Paul Bardal; piano solo: Sigríöur Thorgeirson; vocal solo: Mrs. Paul Dalmann; upplestur: Stefán Björnsson; voc- al duet: Misses Oliver og Mc- Kenzie. ÞaS er mjög breitt bros á bæj- arstjórninni i Winnipeg yfir þeim fréttum að taka eigi af helming tolls þess sem verið hefir á stein- limi; er svo talið að bænum sparist á þessu ári um $8,000 við það. Herra A. S. Bardal hafði áður en hann fór til íslands viðaS að -íér miklum varningi i verzlun sina. Sérstaklega hefir hann keypt mik- ið af fögrum legsteinum mjög mismunandi aS stærð og lögun, og selur þá með mjög sanngjömu verði. í Selkirk voru ungmenni þessi fermd af séra N. Stgr. Thorláks- syni við hádegcsguðsþjónustu á ivítasunnudag: Drengir:—■ Bjarni Th. Bjarnason, Erlendur O. Torfason, Haraldur FriSrik Thorláksson, Jón Sigvarður Thompson, Lárus ASalsteinn Þorleifsson, Olafur Jón Sigurðsson, Rúnólfur Marino Magnússon, Sigmundur Jón Olsen, Stefán Kristinn Emil Daviðsson Stúlkur: Hölmfríður Margrét Byron, Ingibjörg Walterson, Jónína Guðrún Goodman, Kristín G. Olson, Kristjana Sigurdrif Guðbrands- son, Margrét Elizabet Nordal, Sigurður Sigurðsson. Að kveldi fór fram altarisganga og voru 91 til altaris. 1

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.