Lögberg - 21.11.1912, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.11.1912, Blaðsíða 1
SENDIÐ KORN YDAH TIL ALEX. JOHNSON & CO. OIIfllN FXCIIANOF. WIN.NIPEO INA lSLENZKA KORNFELAGS 1 CANADA BÆNDUR Þvf ekki senda okkur hveiti ykkar til sölu. Viö (íetum útvegaö hæsta verö á öllurn korntegundum. Við er- um íslenzkir og getiö þiö skrifaö okk- ur á íslenzku. ALEX. JOHNSON & C0.: Winnipeg, Man. 25. ARGANGUR í í>ing sett. MeS tiökanlegri viShöfn var fylkisþing sett í Regina á mánu- daginn, í hinni veglegu nýju þing- höll fylkisins, sem nú eF fullgerö. Þaö er hiö veglegazta hús, skín- andi af marmara í dyrum og for- saJ. Forseti þings var kosinn, samkvæmt uppástungu forsætis- ráðherrans Mr. Shepperd frá Moose Jaw County, er varaforseti var i fyrra og þótti teysa starf sitt prýðilega af hendi. Fylkisstjór- inn Brown las þingsetningar ræöu og gaf í skyn aö stjórnin heföi í huga, aö undirbúa ýms merkileg framfara mál, svo sem ransókn þess, hvernig bændur geti fengiö fé að láni méö sem sanngjörnust- um kjörum, einkum meö tilliti til þess, að búist er við að Dominion stjórnin fái fylkinu í hendur um- ráö stjómarlanda. Ennfremur í- hugun og ransókn á griparækt í fylkinu, hvernig sá atvinnuvegur veröi bezt og hagkvæmlegast stundaöur, svo og um þaö að stofna kornhlöður á fylk:s'ns re kn- ing innan fylkisins. Ýms önnur mál hefir hin ötula stjórn Scotts á prjónunum, nýstálegri en venja er til í þessu landi og heillavæn- legri fylkisbúum. Hinn nýji foringi Conserva- tiva he'tir Villoughby, er kosinn var i stáð Haultains, er Borden- stjórnin gerði aö æðzta dómara í fylkinu; hann hefir aldrei setiö á þingi áður. Myrtur stjórnari. Dauða forsætis ráðherrans á Spáni bar þannig að, að hann stóð viö hjá búöarglugga og leit inn, er maöur kom aftan að honum. og skaut á hann fjórum skotum af skambyssu. Hann féll til jarðar á sömu stund og fáhnaöi fyrir sér meö höndunum; maöur kom aðj í því bili og vildi reisa hann viö; lieyrði hann, ráðberrann mæla fyr- ir munni sér: “Níðingurinn hef-- ir vegið mig”; þau orð mælti hann síöast, hann lagöist út af eftir þaö1 og gaf upp andann. Canélejas má að ýmsu leyti kall- ast brautryðjandi meðal land1- stjórnar manna á Spáni. Hann var gjarnari til breytinganna held- ur en allir sem verið höfðu á und- an honum, og svo mikill fyrir sér, að hann hélt sínu fram, þó viö ofurefli væri að etja. Tvennt gerðist einkanlega sögulegt um hans stjórnartíð, að Marokkó tnál- ið var til lykta leitt af honum, og nú siðast með samningum viö' Frakka, og að liann hóf herskjöldl móti klerkavaldi á Spán, er um langan aldur hefir verið ofjarl hverrar stjórnar og vafalaust lang öflugasta valdið í landinu. Cana- lejas vildi taka frá kirkjunni upp- eldi og kenslu ungdómsins og leggja til þess nokkuð af auðæf- um hennar, en kirkjan á Spáni hefir e’gnast firna mikil auðæfi í löndum og lausum aurum. Páf- inn beitti sér af öllu afli meö klerkunum og varö' af hörð brýna um stund, en þó aðl mála rm'ðlun kæmist á að nokkru leyti, þá þótti kirkjunni sér hinn mesti óréttur gjör. Canalejas varð fyrir hatri hinna æztustu byltingatnanna, ekki síður en hinna svæsnustu afturhalds manna, en hann sigldi bil beggja og bór sína le:ð. Morðinginn skaut sig eftir víg- ið og segja sumir hann dauðan en aðrir aö hann haldi lifi. Sá sem konungur kvaddi til aö taka við stjórnarstörfum beitir Romanous og er greifi, með líkum skoöunum og hin fyrri stjórn. Um sendiherra hafa Bretar skift í Washington, James Bryce lætur af, en sá kemur í staðinn, sem ver'ð hefir fulltrúi þeirra i Stokkhólmi. Mr. Bryce er gam- all orðinn og hefir lengi starfað í stjórnmálum, en það tvennt hefir honum ekki fyrirgefizt, að öldt ungadeild Bandarikia þings sam3 sem hafnaði gerðardámi á de:lu- málum milli Bre*a og Bandamanm og eins hitt, að hann átt? þátt í að koma áleiðis Reciprocity samn- ingnum við Canada, sem feldur var hér í landi við seinustu kosn- ingar. Mr. Bryce er mikdhæfur maður, frægur rithöfundur og fræöimaður, og slvngur við alt sem hann hefir fengist við. f WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1912 Pankma og hveiti. Oft heyrist þaö nefnt, nú á dög- um, hvernig nota mætti skurðinn til flutninga frá Canada. Það er spá margra að hveiti uppskera landsins muni innan mjög margra ára verða 500 miljón bushel. Hversu mikið sem járnbrautir aukast í landinu, þá verða þær með öllu ónógar til þess að flytja ]>á feikna fúlgu. Eins og nú stendur kostar það 34 cent á hvert bushel að flytja 'hveiti frá Moose Taw til Liverpool. Ef það væri flutt um Panama skurö, þá mundi flutnings kostnaður nema aðeins 22 oentum, sem er 16 centa mun- ur á hvert bushel, og er það firna mikil upphæð. Ef þungur skatt- ur er lagöur á þau skip sem um skuröinn fara, þá yrði mismun- urinn nokkru minni, en þó nokk- ur eigi að síður. Það mun þvi vcrða eitt af áhugamálum lands vors í nálægri framtið, að koma sér svo vel við Bandaríkin, að Canada skip fái aö “fara um skurð- inn afarkosta laust. Fleiri koma- Rúm 300 þúsund manns hafa flnzt inn í land vort, til dvalar, frá 1. apríl til 1. nóv. Af þe-'m kornu rúm 200 þúsund ffá Bandarikjum. Þetta er nokkru meira en í fyrra. Frá Bandaríkjum kom þá álika margt, en nokkru færra frá Eng- landi. Þetta er þrisvar sinnum meiri mannfjöldi 'heldur en er i fá- mennasta fylki landsins Prince Edward Island, og 35 sinnum fleira en i Yukon finnst. Það þyrfti 600 flutningslestir, hverja með 10 vögnum og 50 manns í hverjum vagni, til þess að flytja allan þann grúa úr stað. Bæjarkosningar. Fullráðinn er borga,rstjóri Waugh í því, að bjóða sig ekki fram á ný til kosningar, og ber við þvi, að verzlun hans sé svo mikil, aö hann geti ekki stundað hvort- tveggja eins vel og vera ætti, eink- um siðan að félagi hans í verzlun- inni, Thos. Beattie, fórst í Titanic. slysinu. Harvey bæjarráðsmaður hefir gefið kost á sér til embættis- ins- og sækir fast eftir þvi. Hann hefir verið bæjarfulltrúi og ráðs- maður um mörg ár, en að vísu ekki fengið frægðar orð fyrir framkvæmdir til framfara borgar- innar. Bæjar ráð'smenn bjóða sig ])rir fram á ný, Cockburn, Mc,- Arthur og Douglas. Hinn síðast- ncfndi hefir verið aðeins eitt ár í embætti, tók við þvi af Waugh, og hcfir fengið gott álit fyrir dugnað og sanngirni. Hann hefir umsjón nreð öllum bæjar verkum, og er ])að stórum meira starf, heldur en emlnettisbræður hans hafa að stunda. Mr. Cockburn er mest riðinn við rafmagns stöð bæjarins en McArthur berst fyrir því að borgin fái vatnsból í Shoal Lake. — Kosningin fer fram 9. desem- ber næstkomandi. Mormónar spjara sig. Sunnan til í Alberta eru Mor- mónar fjölmennir, hafa hópast þangað sunnan að, og gengur vel. Þeir eru ákafir trúmenn á sína vísu og fullir áhuga á að útbreiða sinar skoðanir, enda er það al- kunnugt, að þeir hafa trúboða í flestum löndum. Nýlega var það samþykt á kirkjuþingi þeirra í Alberta, aö hefjast handa hér í landi og láta sannleiksljós Mor- mónskunnar skina yfir Vestur- land. í því skyni voru ráðnir 300 trúboðar til starfsins i vetur. Þeir eiga að starfa eingöngu í vestur- fylkjunum, í Saskatoon og Calgarv og enn fleiri bæjum og koma við í hverri sveit sunnan höfuöbrautar C- P. R. Aðrar kirkjudeildir eru teknar til að hervæðast og búa sig undir að bera skjöld gegn hinum ötulu missionerum Mormóna. Nótt og dagur. Hauður njólan frera fal fellur að bólum drómi, gvllir hóla, hæð og dal hýrrar sólar ljómi. I. G. G. Mannalát á Islandi. Magnús Guðnýr Gislason, Rvik, 18 ára. Friðbjörg Magnea Grims- dóttir, dó á spitala Rvik. Páll Jcnsson, múrari frá Melshúsum, 61 árs. Marie, kona Hjartar Frederiksen, Rvík. Guðmundur Ásgeirsson frá Stað í Hrútafirði, 35 ára, dó á Vifilstaöa hæli. Jón Sæmundsson, hreppstjóri frá Borg- arfelli í Skaptártungu, Varðbráð- kvaddur í Rvík. Drepsótt í herbuð- um Tyrkja. Nýr lífsháski vofir yfir þeim tyrknesku hermönnum, sem verða ekki vopnbitnir í orustum, en það er kólera. Fjöldi manns er sagö- ur sýkjast af þeirri drepsótt á hverjum degi. Fréttamenn segja það voðalega sjón er fyrir þá ber meðfram jámbrautum utan Mikla- garðs. Sóttveikir aumingjar skriða til járnbrautarstöðva í þeirri von, að verða fluttir til spítala í Miklagarði, eða fá ein- hverja aðhjúkrun, og liggjaJ svo í kösum meðfram jámbrautinni. Margar lestir koma daglega til höfuðborgar með harmenn sem hafa orðið örmagna af vosbúð og hungri og sama sagan er sögð af ástandinu í víggirðingunum i Tchatalja. Til höfúðborgjar streyima dag- lega flóttamenn svo þúsundum skiftir, mest konur og börn. Er þaö hinn mesti vandi að koma því fólki niður og forða því hungri og drepsótt. Tyrkir tóku það ráð að flytja ])að af sér jafnharðan yfir sundið til Litlu-Asiu, en þar verð- ur guð og góðir menn að sjá fyrir þvi. vegna þess að stjórnin getur með .engu móti hjálpað þeim að svo kornnu. Fólkinu er sleft Iausu i hafnarlx>rgum og á brautarstööv- unurn og sleft þar á gaddinn, en þaö er IxÝtin að landslýðurinn sem fyrir er, eru alt Múhameðs trúar menn, brjóstgóðir við aumingja og örlátir og deila bita og sopa með þessum flýjandi farandlýð. Um síðustu helgi var Tyrkja stjórn farin að sjá, að með þeim óförum sem gengið hafa yfir faer- inn og vfirvofandi drepsótt, mundi sér ekki vera fært, að halda áfram stríðinu, og hefir því beðiö um vopnahlé. Ekki hefir því verið játað ennþá, þó liklegt sé með at- beina stórveldanna, að stríðinu létti von bráðar. Bf ekki kemur ])á önnur hrynan út af því hvernig skifta skuli löndum hins marg- hrjáöa Tvrkja. Á skemtiferð til íslands Eftir A. S. Bardal. Fg þykist nú vera búinn að gera afsökun mína við lesendur Lög- bergs, og leysa frá fréttaskjóðunni um ferð mina á íslandi. Eg gæti hér látið staðar nema, því aö eg var kominn að ferðalokum þar sem eg hætti seinast. Eg var þar að! auki búinn að minnast á þá hlið Reykjavíkur, sem mér þóitti nýstárlegust, en að sú hliðin var verð vita en ekki lofs, er ekki mér að kenna. Eg átti eftir að segja frá því, er mér er ljúft aö minn, ast, en það eru alúðar viðtökur frænda og kunningja. Hjá ná- frænda mínum Halldóri Tónssyni hefði eg líklega dvalið þann tím- ann, sem eg stóð við í Rvík, ef -ekki hefði viljað til það hrapar- lega slys, að yngri sonur hans brendi sig hættulega i Laugunum skamt frá borginni, svo að vaka varð yfir honum dag og nótt. Hann var úr lífshætitu kominn þegar eg vissi seinast, en var þungt haldinn meðan við stóÖum við í hænunr. Hjá Halldóri og hans góðu konu höfðum við ágæt- ar viðtökur. iÞetta mótlæti sá ekki á þeim hjónum, þó að vitan- lega hafi tekið þeim sárt undir niðri. Þeirra hýra viðmót og hógværa glaðværö við gesti sína undir þessum kringumstæðum. sýndi bezt stillingu þeirra. Sami alúðlegi góðvildar svipurinn skein a hverju andliti á því he’m:li. Við hugsum með ánægju til baka, til þeirrar stundar er við dvöldúm bar, og dáöumst að þeirri staö- festu, er mótlæti virtist ekkert bita á. Halldór frændi hefir verið hamingju maður, átt góða konu, mannvænleg börn og beztu menn fyrir vini; ef óvinum hans hefir tekist að bregöa skugga á ham- ingju hans, þá þykist eg vka að ekki verði það nema um stundar sakir. Eg trúi því fastlega að þeim snúizt alt til got»s, sem guð elska. Annað systkinabarn við mig í Reykjavík er Valgerður biskups- frú. Herra Þórhallur var á visitaziuferð norður í landi. en hún liggur rúmföst í langri Lgu, og því kom eg þar ekki, þj að sonur þeirra hjóna gerði það af frændsemi, að bjóða mér þangað. Laufás heitir biskupssetrið og stendur í stóru túni, með g<’>ðum engjabletti fyrir framan. Þar var áður stórgrýtisurð og foræði, er biskupinn hefir grætt upp og gert að bygöu bóli. Það er kunn- ugt, að hann er mjög mikill bii- maöur, og verkin sýna rnerkin í Laufási, að hann er stórvlrkur að ])ví skapi. Við heimsóttum Thór Jensen kaupmann og konu hans, sem er systir Chris Richert i! St. Paul. |Þó:r var unglingur í Bryðabúð á Borðeyri þegar eg fór að heim- an, en þetta befir piltur príklað s;g upp, að liann er sagður einn rik- asti kauptnaöur á öllu íslandi. Hús hans er eitt það fallegasta sem eg sá á íslandi, me'ð prýðileg- um blómagarði umhverfis og gos- brunni i. Það stendur við tjörn- ina austanverða,.á fallegum stað. Þati hjón eiga ellefu börn, öll efnileg. . Ef dæma skyldi eftir þvl heim- ili, þá ætti að vera eins hægt aö verða rikur á íslandi einsog í Ameríku. Loks skal eg geta um einn mann, sent eg hafði gaman af að heim- sækja, en það var Tóhann kaup- maöur Jóhannesson, bróðir Dr. Sigurðar í Wynyard. Jóhanti er allra manna skjótastur í viðbragði og í orðum, og hjólliðugur einsog vel smurður vindhani. En hann er vindhananum ólíkttr að þ-f, að hann snýr sér altaf upp í vindinn og Þykir hann aldrei nógu hvass. Jóhann er ákafamaður og kvart- aði mjög undan seinlæti þeirra, sem hann ætti viö áð skifta, þótti þeir gleyntnir á loforð sín um til- teknar stundir og staði. Mér var sagt, að hann ætti tiunda hlutann af höfuðstaðnum eða vel það. Ekki lætur Jóhann efni sin fara til ónýtis, því að hann er góður bindindismaður og fratnúrskar- andi útsjónarsamur og duglegur. Eg hitti Björn Páfeson á förn- um vegi í Rvík; hann er nú orðinn lögfræðingur og ritstjóri blaðsins Reykjavík. Bjössi sagði að bjór- inn væri farinn að súrna hjá þeim heima. Það ætti að borga sig fyrir bændur, að kaupa hann til að súrsa í honum, því að nú er lítið utn sýru heirna, siðan hætt Var að færa frá. Við komum á tvo Goodtemplarq, fundi og höfðum ánægju af því. Goodtemplarar á íslandi hrósa fögrum sigri, er þeir orkuöu því, að fá afnuminn innflutning á á- fengum drykkjum til íslands. Mót- stöðumenn þeirra halda þeim vak- andi eigi að síður, og gerðu þeir víst einar fjórar atrennur að því á þingi í sumar að fá aðflutnings- bannið afnutnið. Þeir unnu á viö hverja atreið og 'í seinasta sinn tnunaðj ekki nema emit atkvæði, að þeim tækist að vinna aðflutn- ingsbanninu að fullu. Það væri landinu mikið mein og góðu mál- efni mikill bagi, að verða að víkja og hörfa aftur á þak. Þaö væri sömuleiðis vanhugsað og ranglátt, að afnenta lögin, áður en þatt fá að sýna sig í framkvæmdinni. Eg slcora á alla sanna íslend- inga, að standa sem fastast með vínbannslögunum, og láta ekki óvini þeirra brjóta þau á bak aftur. Allir góðir og þjóðhollir menn ættu að taka höntrum saman til þess að stuðla að því að lögin fái að standa þartil það er reynt hve holl þau eru fyrir land og lýð. Alþingi Isilands gaf heiminum. frægt og fagurt eftirdæmi er það fyrirbauð vinsölu og gerði Bakkus lögrækan úr landi. |Þá frægð má það ekki bletta, hvorki sjálfs sin vegna né landsins né góðs mál- efnis. Á alþingi kom eg allra snögg- vast og sá þar nokkra gamla kunn- ingja, Jón Ólafson og Einar Hjör- 'eifsson m. fl. Þar sat margt af úrvals mönnum og mun óvíða finnast gervilegri hópur. Mér þótti slæmt að geta ekki dvalið þar dálitið, til að kynnast mönnum og málum. Eg sá þar fornan v'n minn, sem eg gat ekki talað við; það var Tryggvi Bjarnason, þing- maður Húnvetninga, bróðir séra Jóhanns Bjarnasonar 1 Arborg, Manitoba. Maður finnur marg n leikbróðir ef maður leitar vel, en Trvggvi var sá eini af gömlum félögum frá smala árunum, senr eg sá á alþingi. Seinasta ferðalag okkar á hest- baki \gir til Hafnafjarðar. Það er einkennilegur lítill kaupstaður, mest sjómannabýli að mér virtist. Þar er góð höfn og mikið verkað af saltfiski. Við heimsóktum þar Jóhannes Sveinsson og var vel tekiö. Hann var að raka á mó'.i heyi, senr hann haföi keypt cg lát- ið flytja að á bát, því aö eng'nn heyskapur er við kaupstaðinn. Hafnarfjörður var fyrstur til að taka upp raflýsing allra kauptúna á Islandi og notaði til þe-s lítinn læk, sem rennur gegn- um bæinn. jÞar var einnig stofnsett hin fyrsta smíðastofa meö vatnskrafti, þarsem vand- smíðaðir innviöir í hús voru gerðir, svo sem hurðir, gluggar og dyra umbúningar, og ætla eg að Jóhannes hafi verið frumkvöðull þessara framfara. Hafnarfjörður er líka merkileg- ur fyrir það, að! þar var verkfall gert til að fá kauphækkun, líklega það fyrsta sem orðið hefir á land'- inu, og er því sögtílegra, sem stúlkur gerðu það, en ekki karl- menn. Stúlkur stunda þar vinnu við að þurka fisk. og gerðu sam- tök til að heimta hærra kaup og fengu það jafnskjótt og þær sýndu að þeim var alvara. Það er ekki að efa, aö þær liafa haft góðan málstaðinn. Við fórum frá þessum kven- frelsis bæ undir kveldið, og skild- um þá til fulls og alls við hestana. Eg hét því þá, að eg skyldi reyna að fá mér liest vestur áður langt Iiði, og efndist það von bráöar. Þetta minnir mig á dálitið at- vik, sem kom fyrir mig í Rvík árið 1884. Þá kom eg þar alveg ókunnugur og bað um vinnu hjá einum stóra kaupmanninum og fékk hana. Eg var látinn bera kol á handbörum á móti kven- manni og likaði það allvel, nema mér þótti hún láta of mikið á bör- urnar og hafði orð á því. Hún sagði að við mundum verða rekin, ef við fyltum ekki börurnar, og svo varð að vera, að við bárum þær með stórum kúf. Að viku liðinni var okkur goldið kaupiö, mér 1 kr. en henni 50 aurar á dag. Mér fannst þetta svo ósanngjarnt, að eg réðist i að hafa orö á þvi viö kaupmanninn, Eg fékk það svar, að eg gæti farið ef mér líkaði ekki, Eg sagði honum, að ekki hjálpaði það þessu óréttlæti né ekkjunni til að sjá fyrir börnum sínum, og skildum við það. — Löngu seinna skrifaði þessi kona mér og sendi mér silfurskeið í par.klætisskyni, kvaðst jafnan hafa fengið 50 aura viðbót við daglaunin — á laun vit- anlega viö hitt verkafólkið, hjá þessum sama kaupmanni. Kaupgjald hefir mikið hækkað á ísland'i síðan þetta gerðist, enda hefir fólkinu fjölgað að því skapi, þó nokkur útflutningur hafi átt sér stað. Nú er ekki eins mikil ástæða og áður var fyrir trúlofuð pör að fresta því að gifta sig ár eftir ár, af ótta fyr- ir því að þau mundu fara á hreppinn, ef þau lcynnu að f jölga mannkyninu. Miklu færra fólk er á sveitinni nú en áöur, þegar eg ]>ekti til. Óskandi væri að þe:m fáu fjölskyldum, sem eru á sveft heima eingöngu fyrir þá sök, að bömin eru svo mörg að þau geta ekki forsorgað þau, — óskandi væri, segi eg, að þeim yröi hjálpað til að komast til Canada, þarsem þau eru líkleg td aö geta alið upp börn sin einsog óháðar manneskj- ur. Ur bænum Herra Sigúrður Christopherson Crescent B. C. var staddur hér í borg um helgina, að heimsækj" kunningja. Hann fór vestur t'l Argyle í vikunni. Mr. T. H. Johnson M. P. P. fó vestur til Baldur, Man. á miðv" u- dagsmorgun, og einhverjir fle;r ✓ • \ NÚMER 47 landar hér úr bænum. Mr. John- son mun hafa farið að sjá föður sinn Jón Björnsson, sem nú er rétt áttræður, og óska honum til ham- ingju á áttatugasta afmælisdegi hans. Staddir eru hér í bænum þeir Skúli og Jón Sigfússynir og Snæ- björn Einarsson, allir í verzlunar- erindum. firði; Guðmundur Kr. Sigurðsson, úr- smiður úr Reykjavík, og Þórarinn Magnússon niaskínumaður. Herra H. S. Bardal hefir fengið miklar birgöir af alveg Ijómandi fall- egum jóla- og nýárskortum nteð ís- lenzkri áritun. Eru þau nú til sölu í búð hans og hjá öllum útsölumönnum hans út um bygöir. Notið tækifæriö að ná í þatt, landar, áður en þau ganga út. Nýkomin ísafold minnist þann- ig á mannskaðasamskotin héðan að vestan: “Vestur-ísLndingtr hafa hlaupið drengilega undir bagga með þeim. Nýlega hefir nefndin i Winnipeg sent Magn- úsi Jónssyni sýslumanni, for,- manni samskotanefndarinnar hér 1024,09 dollara. I samskotanefnd- inni vestra vortt: Ingibjörg J. Clemens, Lovísa Ólafsson, Jóna Gotximan, Inga Marteinsson. As- dis Hinriksson, Carolina Dalman og Jónina Johnson.” Mr. Hermann G. Nordal, Leslie Sask., sent margir munu kannast við, siðan hann var hjá H. S. Bardal, tóksala, biðttr ])ess getið, að hann hafi nú tekið að sér sölu ísl. bóka í Lesb'e, og að hann hafi nýlega fcngið birgðir af nýkomn- tttn bókttm, svo og nýárs og jóla kortum með íslenzkri álitran. Átta þúsund dollara skaðabæt- ur voru 9 ára gömlum dreng hér í borg dæmdar fyrir áfielli er hann beið í vor í apríl mánuöi. Hann varð þá fyrir strætisvagni og Iemstraðist svo að taka varð af honum höndina. Farið var fram á að strætisvagnafélagið greiddi $20,000 i skaðabætur, en $8,o:x) fengust aðeins, svo sem fyr var á vikið. Mr. og Mrs. Sigurjón Jónas-on sem dvalið hefir hér i borg nokkra undanfarna mánuði fluttust héðan ut í Álftavatnsþygð í þessari viktt. Mrs. Jónasson hefir verið heilsu- lasin og gekk undir uppskurð fyr- ir nokkru. Uppskurðinn gerði Dr. B. T. Brandson og tókst hann ágætlega. |Þau hjónin bVðja Lög- berg að flytja Dr. Brandson inni- legasta þakklæti sitt fyrir þá mikltt alúð og frábæna umönnun sem hann hafi sýnt í þeirra garð, og látið þeim í té mikið af læknis- hjálpinni ókeypis. Þann 25. okt. síðastliðinn lést að Baldur, P. O. Man. Sigurveig Aðalbjörg, dóttir Mr. og Mrs. Péturs Christophersons 12 ára gömul. Var mjög vel gefin, gott og efnilegt bam. Dauðamein hennar varð máttleysissýki. Herra Siguröttr J. Jóhannesson, skáld, kom úr íslandsferð sinni á þriðjudagskveldið. Var búinn að vera á sjöttnda mánuö í burtu; ferö- aðist hatin víða lattdveg ttnt tsland og brívegis kring um það með skinttm. Eengst var hann í Reykjavík hjá Tó- 'iannesi Nordal frænda sínum. Með Nigurði kom þetta fólk: Tvær systur, -igrún og Anna, Hjartardætur, önn- •r frá Brokey, hin frá Bílduhóli á "kóvarströnd : enn fremur piltar brír : 'óhann Sjgurðsson, bakari, frá Eyja- Hvaðanœfa. —Við síðasta manntal kom það fram, að þingsætum var mjög misjaínlega skift milli vestur og austurlands. Samkvæmt gildandi lögum ættu sléttufylkin, ernkum Alberta og Saskatchewan að hafa stóruni fleiri fulltrúa á alþingi heldur en þau nú hafa og sömu- leiðis ættu sum austurfylkin að hafa farri fulltrúa en nú hafa þau á þingi. Það mundi varla hafa staðið á því hjá Borden stjórninni, að kippa þessu í lag. ef hún hefði búist við þvi að henni heföi orðið stvrkur að fjölgun þingmanna. En nú er því yfir lýst, að þar á verði engin breyting gerð á þessu þingi, sem nú fer í höpd, heldur verði þaö mál látiö biða hentugri eða seinni tíma. —Fyrir norðan Prince Rupert er verið að vinna kopamámu, og er sagt, sem ótrúlegt þykir, að búið sé að grafa upp 12 miljónir 'tonna af koparblending er inni- haldi um 4 dala virði af kopar í hverjtt tonni. Um 500 manns er sagt að þar hafi verið að verki í nokkum tíma. —A braðlest suður i Pensylvania skaut stúlka móður sina til bana. Ógreinileg frásaga grernir, að stúlkan hafi ætlað að skjóta ræn- ingja, en hitt móður sína. —Fyrir nokkrum mánuðutn var ransakað um sjón allra vagnstjóra hjá einu járnbrautarfélagi vestur- lands. Þá komst það upp, aö einn elzti vagnstjórinn kunni hvorki að lesa né skrifa. Hann var strax settur frá, en boðiö að taka við skottu togreið, sem dreg- ur í sundur lestir við vagnstöðvar. Honum leizt ekki á þá breyting. sem ekki var von, og bað um þriggja mánaða frí, og þaö fékk 1 hann. Eftir það fór hann heim til I sin, útvegaði sér siðan kennara og fór að læra að draga til stafs og þekkja stafina. Honttm fór svo fljótt frarn að eftir þessa þrjá mánuði skrifaði hann yfirmanni bréf, og tjáði honum aö nú væri ekkert því til fyrirstöðu, að hann tæki við sínu fyrra starfi. jÞað þótti sjálfsagt, að veita honum það, ekki sizt vegna þess dugnað- ar sem liann hafði sýnt og áræði að leggja út á “mentaveginn” á rosknum aldri. —Það er nú fullgert, að skinið Royal George verði sett .á flot áð- ur en mámiðurmni er úti. Hinn fullkomnasti útbúnaður og færustu menn hafa verið fengnir til að reyna sig vi% skipið. t

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.