Lögberg - 02.01.1913, Blaðsíða 5
Q
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JANÚAR 1913
befir flust til Evrópu frá Ameríku og
ryCur sér þar tii rúms “meö amerisku
kappi."
Uppi í Leith er ekki skemtilegt, hús-
in dökk ög skuggaleg, fátt uni gööar
skemtanir og skemtigaröar engir, en
íjöldi af áfengissölubúöum og mikið
af fátæklegu, föileitu og mögru fólki,
sérstaklega konum og börnum. Aðal-
gatan er Leith VValk, breiö og dáfög-
ur gata, sem liggur frá járnbrautar-
stöðinni áleiöis til Edinborgar.
Morguninn eftir fór eg upp i Edin-
borg og var aðalerindið aö sjá hið
mikla safn borgarinnar Royal Scot-
tish Museum. Það er í liúsi áföstu viö
háskólann, og er afar fjölskrúðugt
safn og mjög merkilegt. Það er
hreinasta safn af söfnuin, }>ví að þar
eru ýmiskonar söfn i einu húsi, og er
það mjög þægilegt fyrir ferðamenn,
að hafa þar svo margt á einum stað.
Þar er náttúrugripasafn mjög fjöl-
skrúðugt, og er jurtasafnið sérstak-
lega fullkomið og lærdómsríkt. Auk
jurtanna sjálfra ("mörg af aldinunum
eru líkönJ er einnig sýnt alt, sem af
þeim fæst, eða úr þeim er unnið. —
í dýrasafninu er rnargt mjög gott og
vel fyrir komiö, ýmis dýr, svo sem
sjófuglar og selir, sett upp í náttúr-
legar stellingar í hópum, svo vel, að
maður gleymir }>vi nærri því, að það
sé alt dautt. Af fágætum hlutum má
nefna hið gíraffakenda dýr Ókapi, er
fanst fyrst utn síðustu aklamót í
Afríku, og fallegan geiríugl, sem er
talið víst að sé annar þeirra, er síðast i
voru drepnir fþað var hér við land, j
við Eldey 1844) : hinn er á safninu í'
Höfn. Af öðruin söfnum, sem þar:
eru, vil eg nefna: þjóðfræðasafn,
fomfræðasafn, listasafn, einkum af-
steypur og eftirmyndir af gömlum
standmyndum og skrauthýsum i ýms- j
um löndtim (t. d. af Péturskirkju í
Rómaborgý, lista-iðnaðarsafn, náma-
fræðissafn og vélasafn. Síðasttalda
safnið er afar skemtilegt, þar eru alls
konar vélar, t. d. skipsgangvélar, gufu
vagnar, skip og fjöldamargt annað
sýnt í réttri mynd. en alt mjög smátt
og má setja vélarnar flestar í gang
með rafmagni fstutt á hnapp utan á
glerhúsinu, sein vélin stendur íj. En
merkast af öllu þar inni er þó gufuvél
Watts, fyrsta reglulega gufuvél heims
ins fsjálf vélin, en ekki eftirstælingþ
Þegar staðið er framini fyrir vél
þessari, sem er ærið klunnaleg, þegar
hún er borin saman við gufuvélar nú-
tímans, verður manni ósjálfrátt að
hugsa um þau afskaplegu áhrif, sem
þessi dauði hlutur hefir haft á mann-
lífið. Það mætti halda lengi áfram
að segja frá safni þessu, sem reyndar
er ekki merkilegra en rnörg önnur
söfn, en eg vefð að láta þetta nægja
og ráða öllunt, sein koma við i Leith,
að skoða það, ef þeir hafa tíma til.
Það er opið daglega frá 10—5, og oft-
ast ókeypis eða fyrir mjög litið gjald.
Eg var þar inni í 5 tíma og skoðaði þó
aðallega að eins náttúrugripasafnið,
leit lant-lega yfir hin.
Viö komumst ckki af stao fra IvCitli
fyr en kl. 7 að morgni hinn 7. Ágúst,
af því að Botnía gat ekki lokið sér af
fvrir flóðið um kveldið og varð því
að bíða næsta flóðs. Var vindur nú á
NTA og stinnhvass. Sá eg nú alla
austurströnd Skotlands norður fyrir
Fraserbtirgh, sem er fiskibær sunnan
viö Moreyflóa. Flóa þessum hafa
Bretar nú um um mörg ár haldiö lok-
uðum fyrir sínum eigin botnvörpung-
um, í þágu skozkra lóöa- og rekneta-
veiða, þrátt fyrir niegna mótspyrnu
allra brezkra botnvörpuútgerðar-
mannna; en útlendum botnvörpungum
gátu þeir ekki bannað að veiða utan
íandh.elgi fflóinn er á stærð við F“axa-
flóa). Hafa því brezkir botnvörp-
ungar stundum tekið það ráð, að
“sigla undir fölsku (einkum norskuJ
flaggi” og fiska þar á þann hátt, en
Englendingar liafa rejmt eftir mætti
að stemma stigu fyrir því. '
Við mættum ttm daginn, eða sigld-
um fram úr, allmörgum botnvörpung-
um, og þegar kom norðttr fyrir Mont-
rose, fór að sjást margt af síldar-
skipum, sem voru á útsiglingu, og þeg-
ar lengra kom norður, voru sum far-
in að leggja netin. Mörg þeirra voru
smá gufuskip, sem geta lagt fram-
mastrið niður, eins og seglskútumar.
Við fórum ekki langt frá Aberdeen og
mátti í kíki sjá allgreinilega hin há-
reistu hús þessarar stórborgar Xorð-
ur Skotlands. í Peterhead, sem er
fiskibær nokkru norðar, og i töluverð-
um uppgangi, var verið að búa til
langan hafnargarð eöa öldubrjót. Svo
fjarlægðumst við ströndina og sáum
ekki til lands fyr en seint uin kveld-
ið, er við sáum vitarin hjá Wick. Um
miðja nótt fórum við ttm Pentland
Firth, og þegar eg vaknaði næsta
morgun, var Skotland horfið með ölltt
og sáum við ekki land fyr en við vor-
um komnir í nánd við Vestmannaeyj-
ar að morgpii hins 10.
Fyrri daginn, sem við vorum i hafi,
var hægur . ,A. vindur, og gott veður,
en versnaði um nóttina; var hann
hvass á norðan mestan hluta næsta
dags nieð hráslaga kulda, og töluverð-
ur sjór á stjórnborðskinnung, en
Botnía fór allra sinna ferða og var
hin rólegasta. Þó var töluverð sjó-
veiki.
Á skipinu var fjöldi farþega; frá
Höfn kom allmargt íslendinga og 7
Tekkjar fBæheimsmennJ á skemtiferð
til íslands, og í Leith bættist við hóp-
ur af Englendingunt og Skotuin;
margt af þessu fólki var hið alúðleg-
asta þþar á meðal var gamla frú
Dinsey Leith á 15. ferð sinni til _ls-
landsý og eftir að eg komst i kvnni
við það, hafði eg nóg að gera að
fræða það um ýmislegt viðvíkjandi
landinu og reyndist nú sem oftar, að
Bretar eru hinir þægilegustu menn í
viðmóti og svo blátt áfram. þegar
maður kynnist þeim.
Af löndum, sem á skipinu voru, má
fyrst fræga telja glímukappana, sem
komu frá Ólympsku leikunum í Stokk-
hólmi. Það voru nú karlar í krapinu.
Það var happ aðBotnía var ekki fú-
inn trédallur, því að þá hefði hún lið-
ast í sundur undir þeim miklu átc^c-
um, þegar þeir voru að reyna kraft-
ana hver á öðrum og liðka vöövana,
eða þutu hver á eftir öðrum, eirts og
byssubrendir, stafna’á milli, rétt eins
og þeir væru á Stadion í Stokkhólmi,
en skipið lék á reiðiskjálfi undir fóta-
taki þeirra. Annars voru þeir mestu
skikkelsismenn, eins og við hinir, og
beztu félagar. En ekki hefði eg viljað
hafa þá í kosti; þvílik matarlyst. Einu
sinni var eg svo léttúðugur, að fara
að keppa við einn þeirra í þeirri liá-
leitu list, sem kallast kappát; eg gat
setið eins lengi og hann, en etið—nei,
og hann var þó sá yngsti af þeim. En
þó ska! eg taka það frain, að Sigur-
jón bragðaöi ekki ket nema á stórhá-
tíðum.
Þessir menn eru annars svo kunnir,
að það er óþarfi að vera að orölengja
um þá. Tveir ttngir landar voru og
með, sem eg vildi minnast á, en i fullri
alvöru. Það voru tveir bræður úr
Reykjavík. Þeir höfðu verið við
hvalaveiðar með Xorðmönnum í
Suður-Georgiu; það eru eyjar sunn-
arlega i Atlanzhafi, 920 mílur austur
af Eldlandi. Var ntjög fróðlegt að
tala við þá og heyra unt hvalfangara-
lifið þar syðra, þar sem saman voru
kontnir menn af ýmsum þjóðunt. Súrt
er lífið þar, bæði á sjó og landi í
loftslagi, sem er hráslagalegra og hrak
viðrasaunara en víðast annarstaðar, og
sitt af hverju revna þeir. sem leita ser
atvinnu svo langt frá átthögum sínum
í eyðieyjum úti í reginhafi. — Þessir
menn sýndu þaö, að t-kki þurfa menn
að verða ruddar eöa slarkarar, þó að
þeir séu með útlendum veiðimannalýð,
langt frá allri siðntenningu, og betur
væri að allir ttngir ntenn í Reykjavík
væru jafn-prúðir t framgöngu og
|>essir. Meðal ýmissa hluta, sem þeir
sögðu mér. var það einkum merkilegt,
að hvalur hafði veiðst þar á annari
stöðinni. sem liaföi íslenzkan skutul
(c: frá hvalaveiðamönnum liérj 1 sér.
Ef hvaltirinn hefir t rauti og veru
fengiö skutulinn i sig hér. þá hefir
hann heldur en ekki létt sér upp.
Þegar eg kom upp að rnorgni hins
10. Ágúst vorum við komnir inn und-
ii* land út af Eyjafjöllum, og var hið
bezta veður. hægur norðanvindur, en
mjög napur, og brá okkur Hafnar-
förum töluvert við eftir hitann í Dan-
inörku. KI. 7 komum við til \'est-
manneyja og láguin þar í 3 tíma til
þess að losa 2 bátsfarma, og mátti
það heita mjög slæleg uppskipun og
óvanalega sein á þeim stað, í bezta
veðri, og þó hafði sknpstjóri gert
þeim aðvart með meréjum, að hann
hefði vörur til þeirrra. Eg get þessa
af því, að með skipinu var fjöldi út-
lendinga, sem vildu flýta sér sem allra
mest til Reykjavikur, til þess aö nota
sem bezt sinn dýrmæta tíma, og Eyja-
mönnum varö ekki einu sinni aö því,
að senda báta út að skipinu til þess að
bjóða fólki flutning í land, eða inn í
Klettsheili; til þess var nógur tími.
Eg vissi að það voru ýmstr, sem vildu
komast í land og sjá eitthvað, en eng-
inn bátur kom. Eg er viss um, að
þegar svona stendur á, gæti einn mót-
orbátur með tveim inönnum á fengið
góðan skilding i tvo tima og útlend-
ingar farið ánægðari frá Vestmanna-
eyjum.
Kl. 8'/) um kveldið komuin við til
Reykjavíkur og þar var ekki hörgull
á bátum ti! þess að komast i land. Því
líkur gauragangur, rétt eins og sagt
sé á legunni Port Said, þegar far-
þegaskip koma þangað frá Evrópu:
bátarnir leggja hópitm saman að
skipinu, eins og ætti að hertaka það
með öllu saman (eg taldi 14 í þetta
skiftij, jafnvel áður en skipið er lagk
að fullu og sópast svo fram með. þeg-
ar teygt er á keðjttnni, og mildi aö
ekki verða stór slys að; svo byrja
þessi makalausu kapphlaup upp stig-
ann, rétt eins og væri veriö að ráðast
til uppgöngu á óvinaskip, og alt lend-
ir í einni þvögu oð vitleysu. Hvað
útlendingar hugsa um höfuðstað vorn
við svona tækifæri, veit eg ekki, en
eg verð fyrir mitt leyti feginn, þegar
þessi hálfmenningarbragttr hverfur
með hafnargerðinni.
Jæja. eg komst greiðlega í land, og
þar með var ferðinni lokið, og mikil
voru umskiftin, að sjá höfuðstað vorn
samanborið við höfuðborgir Skot-
lands og Danmerkttr; en fæst orð
liafa minsta ábvrgð, og þess vegna vil
eg ekki fara út í neinn samanburð.—
Svo nenni eg ekki að segja söguna
lengri, og vona nú, ritstjóri góðttr, að
eg hafi leyst þig úr vanda, en að þú
hafir um leið fengið nóg af svo góðu
og verðir framvegis varkárari í þvi
að bjóða fólki upp á ferðasögur.
Vale. — Lögrctta.
Rafmagns-járiibraut.
S u&urlands járnbrauti n og fram-
tUfarlandið.
Járnbrautarmálið íslenzka er
fttrðulega lítið rætt, þótt alt af sé
það á dagskrá, jafn-mikilvægt
tnál. Og furðu þagmælsk ertt
blöðin um árangur og n'ðurstöðu
mælinga þeirra og ransókna, er
gerðar hafa verið árum saman, —
að undanskildum smáhnyppingum
einstakra manna, eins og alt af
vill verða um mikilvæg landsmál.
Auðgef'ð er, að jámbraut aust-
ur i Árnessýslu verður landinu
allþung byrði framan af, t. d.
fyrsttt 5—10 árin, enda mun eng-
mn athugull maður búast við því
i alvöru, að íslenzk járnbraut bœri
dg þegar í upphafi. En þrátt
fyrir það er járnbraut geysimikið
framfaraskilyrði á því svæði, sem
hún liggur um, og opnar auk þess
nýjar leiðir, er áðttr voru ókleifar
eða ókunnar.
Farli svo, að þng og stjórn
þori að ráðast i jámbrautarlagn-
ingu þessa. fjárhagsins vegna, þá
ber að þvi, er eg gert hér að um-'
ræötiefni, og er það vel þess vert,
aö það sé rætt og íhugað vandlega
og rækilega.
Það er eigi vafamál frá ís-
lenzku sjónarmiði, að hið eina
rétta og skynsamlega er, að jám-
brautin fyrirhugaða verði raf-
magnsjárnbraut! Skal eg í stuttu
máli rökstyðja það nægilega, og
byrja eg þá á því, sem oftast er
spurt um fyrst. en það er kostn-
aðurinn.
Laguing rafmagns-járnbrautar
er venjulega ódýraft heldur en
gufubrautar. Brautarsþorið getur
leg'ð beinna og verður því styttra,
þar eð rafmagnsvagnarnir renna
upp töluvert meiri bratta en eim-
re ðarnar, (\ Noregi er t. d. mesti
ha-lli á járnbrautarspori 1-40. eða
25 ])ro millej. Auk }>ess þarf
elkki iimdÍTstaða brautaisporsm®
að vera eins rambyggileg og und-
ir gufujámbraut. Svo verða og
m'klu meiri og hagkvæmari not
vagnrýmis og véla-afls a raf-
magnsbrautarlestum, þar eð kola-
flutningurinn dettur úr sögunni,
og rafmagnsvélarnar eru miklu
fyrirferðarminni og léttari heldur
en gufuvélabáknin með gufukatli
og kolageymslu.
Þá er og það,-sem tal nn er eittn
aðalkostur rafmagns-járnbrauta,
og það er hraöinn. Hann er alt
að helmingi meiri heldur en á
glufu-járnbrautum. Hraðskreið-
ustu járnbrautarlestir þhraðlestir)
Norðurálfunnar renna að meðal-
tali um 100 rastir ('km.J á kl.-
stund ('Rvík—Ægissíöu j, og get-
ur farið alt að 120—230 km. á
beinni, sléttri braut; en rafmagris-
járnbrautir renna att að 220 km.
á klst. á beinni braut, eða um 180
km. að meðaltali.
Af Jæssarii ástæðu o. fl. eru t.
d. Norðmenn og Svíar farnir jafn-
vel að brcyta suraum jámbrautuin
sinnm i raímagnsbrautir! Og
nýjar rafmagnsbrautir eru i gerð-
um viðsvegar um Norðurálfu.
ítalia reið, á vaðiö fyrir 8—9 ár-
um með Valtellinabrautina í aust-
anverður Mið-Ölpum. Er það um
100 rasta löng rafmagnsbraut, er
tengir samarr Ita.líu, Svrissland og
Tyról. Kraftstöðin er að eins e:n,
við Ana Adda (%—4 turbinur
JvatnshjólJ með 2000 hestöfl
liver. Jafnvel í Danmörku hefir
“rafmagnsbrautarmáiið” verið til
rækilegrar umræðu þegar fyrjr
all-mörgum árum og töldu sér-
fræðingar það skynsamlegt að
leggja þessháttar brautir þar í
landi, þótt hreyfa yrði aflgjafa
(T“kraftvélarnar”J með gufuafli.
('Annars gætu Danir sótt vatnsafl
tiT Svilþjóöar, austur i Tröllhettu,
og liefir það enda komið til talsj.
Sérfræðitigar í þessum málum
telja það rnjög mikilvægt i þjóð-
bagslegu t lliti i löndum þeim, þar
sem vatnsmagn er mikið og hægt
aðstöðu með hagnýting þess. —
að losast við að flytja inn erlend
kol, — og vera auk þess óháður
útlöndum á vcrkfalls og ófriffar-
tímunum. Er það enda drjúgt
spor í áttina til þess að verða
sjálfstæð þjóð og sjálfbjarga.
/Ettu stjórnmálamenn vorir að
athuga ]>að tnál vel og rækilega.
þá er u mjárnbrautarmál’ð er að
ræða.
Þá er það síðast, en ekki sízt
afarmikill kostur við rafmagns-
braut, að sveitir þæi> og héruö, er
brautin liggur um, geta þaðan
fengið hentugt og ódýrt afl til
.iðnreksturs og landbúnaðar, lýs-
ngar, hitunar o. fl. Tvöfaldast
þá notin. eða jafnvel margfaldast!
ITvernig er því farið, eru ekki
Sogfossarnir þrír lausir? — Ef
svo er eigi, verður landstjornin að
leysa þá úr álögurn. Það er þjóð-
arskömm og tjón mikið, að er-
!end;r braskarar skuli fá að leggja
hald á fossa þá, er landið hefði
átt að vera búið að tryggja sér
fvrir löngu. og að yfirskyns-eign-
arréttur þessi skuli vera í gildíi
árum saman. þótt eigi séu foss-
arnir starfræktir, og verða ef til
vill illur þrándur i giitu innlendra
framfara.
VHlja nú eigi blöð vor hrevfa
þessu máli og berjast fyrir því?
Það er landsmál fremur flestum
öðrum, og vel þess vert, að góðir
drengir taki höndum saman og
vinni að því;
Öfhtg rafmagnsstöð við Sog-
(fossana. Rafmagnsstöð frá
Revkjavík, um Þingvelli og Þjórs-
árbrú. Raflýst*J Revkjavik og
fjöldi brpja í Mosfellssveit, Kjós,
Grímsriesi og Flóa. ötal raf-
magns-mótorar til margskonar
iðnreksturs í Reykjavík, og loftá-
burðar-verksmiðja eða verksmiðj-
*) t 72. tbl. ísafoldar 2. þ. m.
hef'r F. ritað ágæta hugvekju um
raflýsingtt t Reykjavík; er hér aö
eins bent á aðra leið, ef til kemur.
ur í Árnessýslu. Skemtilegt og
gott gist’hús á Þingvöllum flands-
eignj, raflýst og rafhitað, og Iitlir
rafmagnsbátar á Þ;ingvallavatni!
— og ótal margt íleira er að fram-
förunt h'-tur. —
Eg er hvorki forspár né skygn
um óorna hlut:, enda þarf þess
eigi með, til þess að sjá þetta fyr-
ir. Það mun alt sarrtan rætast, og
langt fram yfir það, ef jámbraut-
in íslenzka verður rafmagnsjárn-
braut. v.
Islands fréttir.
Reykjavtk 9. nóv.
Aðfaranótt miðvikudags strönd-
ttðu 2 brezkir botnvörpungar á
Önundarfirði. Geir kvaddur t;l
hjálpar.
í fyrri nótt strandaði þýzkur
Ixjtnvörpungur á útsigling frá
ísafirði. Búist við, að nást muni
út. j
1
Reykjavík 13. nóv.
Aðfaranótt sunnudags brann á |
ísafirði pakkhús 22 álna langt, til-
heyrandi niðursuðuverksmiðjunni
tsland ()?. M. BjarnasonarJ. í
þessu pakkhúsi voru geymd ýms
áhöld verksmiðjunnar og efni. !
Auk þess viðskiftabækurnar.
Brunnu þær margar. Eldsins |
varð vart kl. 10 um kveldið. Tjón- 1
ið er eigi hægt að gizka á enn,
eftir því sem hr. P. M. Bjarnason
hefir f jáð Isafold. Um upptök!
eldsins er ókunnugt.
Reykjavík 20. nóv.
Brynjólfur Þorláksson dóm- |
kirkjuorganisti sagði starfinu
lausti i haust. frá nýjár; að telja.
— Eftir það fékk Brynjólfur á-
skorun frá mörgttm safnaðar-
mönnum um að taka uppsögn
sína aftur; en eig; varð samt úr
því. Alun Brynjólfur hafa í;
hyggju að fara af landi burt |
vestur um haf seint í vetur.
Nu er búið að veita organista- |
starfið Sigfúsi tónskáldi Einars- j
syni. Það gerði stjórnarnefnd
þ. 16. þ. mán. — Hann tekur við ;
organistastörfunum á nýársdag.
N
Reykjavík 23. nóv.
Á laugardagskveldið var fórst
vélarbátur á Eyjafirði. Þar
druknuðu tveir menn : Guðmund-
ur Jörundsson frá Hrísey, mesti
vaskleikamaður á bezta aldri, frá
konu og ungum börnutn og ung-
lingspiltur að nafni Gabriel.
Þetta er í annað skifti á þessu
ári að vélarbátur ferst frá Hrísey.
1 !
■>
Einar Magnússon frá Stardal
ætlaði á rjúpnaveiðar á mánudags-
morgun. Seinna um daginn fanst |
hann örendur skamt frá túngarð- j
ittum.
Hefir skot hlaupið óvart úr j
byssunni og orðið honum að bana.. !
Einar var 24 ára og efnismaður. i
V
$
Reykjavík .28. nóv.
Innbrot var framið' i nótt a j
pósthúsinu, brotin gluggi að aust-
anverðu. Peninga mun þjófurinn
sarnt eigi hafa náð i neina. —
Blóðferill var rakinn nokkur i
snjónum fyrir utan, og er ágizk-
un sttmra, að þjófttrinn hafi
meiðst svo tnik;ð við rúðubrotið,
að hann hafi heykst og hætt við
frekari aðgjörðir.
t j
Aldarafmæli Péturs Guðjohn- J
sen er á ntorgun ('föstttd.J. Kl. !
9 um kveldið verður efnt til
kirkjusöngs af söngfél. 17. júní.
Kl. 12 á morgun leggur 17. júní
sveig á leiði hans.
—Isdtfold.
Seyðisfirði 2. nóv. j
Stefán Guðlögsson bóndi á j
Hvannstóði i Borgarfirði er ný- j
lega látinn, rúmlega sjötugur að j
aldri. Sæmdarbóndt og fræði- j
tnaður.
)
Fjártökunni er nú lokið hér
austanlands, og hefir hún að þessu
sinni orðið með mesta móti. Hér
á Seyðisfirði hefir Hlutafélagið
Framtíðin lagt flest fé að velli sem
fyrri, 6000, og sendir 503'tunnur
af kjöti til útlanda. St. Th. Tóns-
son hefir slátrað 1560 fjár og
sendi 100 kjöttunnur. Þórarinn
Guðmundsson hef'r slátrað 1500
fjár og sendi 110 tunnur af kjöti.
Gránufélagið slátraði 2000 fjár og
flytur úr 200 tunnur af kjöti.
Mjög mikiö af kjöti hafa allar
verzlanirnar selt hér á staðnum
bæði til bæjarbúa og annara.
Kaupféíag Fljótsdæla hefir á
Reyðarfirði slátrað 7000 fjár og
sent ttr 600 kjöttunnur.
Hjálmar Jónsson þurrabúðar-
tnaður hér í bænum andaðist 2.
þ. m., sjötugur að aldri. Hann
var dóttursonur hins alkunna
Hjálmars sál., er siðast var prest-
ur að Hallormsstað.
e \
VEL GERT
væri það af vinum vorum og kaupendum blaðs
vors, ef þeir vildu sýna kunningjum sínum eða
nágrönnum kjörkaupin, sem vér bjóðum á
LÖGBERGI, og fá þá til að gerast kaupendur
blaðsins.
LÖGBERG kefir fengið fleiri nýia kaupend-
ur á þeini tíma, sem af er þessu ári, en nokkru
sinni áður á jafnlöngum tíma, og aldrei hafa
kaupendur verið eins ánaagðir með blaðið og nú.
Fyrir þetta erum vér þakklátir, og af þessu
fáum vér djörfung til að vonast eftir að margir
fleiri bætist yið kaupenda töluna.
%
KOSTABOÐ LÖGBERGS
NÚ um tírna gefum vér þrjár
sögubækur hverjum nýjum
kaupanda sem sendir oss
að kostnaðarlausu $1.00 fyrir
Lögberg í 6 mánuði, frá þeim tíma
að blaðið er pantað.
úeljið einhverjar þrjár af þessum bókum;
1 heúbúðum Napóleons. .. . 255 blaðs. 35c virði
Svikamylnan...............414 blaðs. 50c virði
Denver og Helga...........491 blaðs. 50c virði
Fanginn í Zenda.......... 243 blaðs. 40c virði
Allan Quatermain..........418 blaðs. 50c virði
Hefnd Maríónis........... 298 blaðs. 40e virði
Erfðaskrá Lormes......... 378 blaðs. 40c virði
Ólíkir erfingjar......... 273 blaðs. 35c virði
Kjördóttirin............ 495 blaðs. 50c virði
Gulleyjan . ............. 296 blaðs. 35c virði
Rúpert Hentzau........... 360 blaðs. 40c virði
Hulda.....................126 blaðs. 25c virði
Hefndin..................174 blaðs. 30c virði
Lávarðarnir í Norðrinu . . 464 blaðs. 50c virði
Kostaboð þetta nœr að eins til þeirra,
sem ekki hafa verið kaupendur Lögbergs
um síðastliðna þrjá mánuði. - - - -
Kornyrkjumenn!
ÞÉR eruð vitanlega á-
hugamiklir um flokkun
á korni yðar og hvaða
VERÐ þér fáið fyrir það.
Skrifið oss eftir einu sýnis-
horna umslagi voru og send
íð oss sýnishorn, og þá skul-
um vér síma yður tafar-
laust vorn hæsta prís.
Bezta auglýsing oss til
handa eru ánægðir við-
skiftamenn. Með því að
vér vitum þetta af reynsl-
unni, þá gerum vér alt sem
í voruvaldistendur.tilþess
að gera þá ánægða.
Öll bréf eru þýdd.
Meðmæli á bönkum.
LEITCH BROS. Flour Mills, Ltd.
(Myllur að Oak Lakk)
Winnipeg skrifst. 244 Grain Exchínge.
♦
♦
4
4
4
4
4
4
♦
♦
♦
4
4
VETRARNÁMSSKEID
SUCCESS BUSINESS
COLLEGE
Winmpeg, Man.
Cor, Portage Ave. og Edmonton
Mánudaginn 6. Jaouar.
NAMSGREINAR: Bókhald, hraðrit-
un, vélritun, rcttrit-
un, lögfrceði. enska.
bréfaskrift.
Komið hvenær sent er. Skrifið ídag eftir stórri bók um skólann.
Áritun: Success Business College. Winnipeg, Man.
DAGSKÓLI
KVELDSKuLI
Haustnámsskeiðið
nú byrjað
4
4
♦
♦
Byrjið nýárið
meö því að kaupa
Lögberg. | Árg. $2
Korn
Eina leiðin, sem bændur vest-
anlands geU farið til þess að fá
fult andvirði fyrir kom sitt, er
að senda það t vögnum til Fort
Williain eða Port Arthur og fá
kaupmenn til að annast um sölu
þess. Vér bjóðuin bændum að
gerast umboðsmenn þeirra til
eftirlits með flutningi og sölu
á hveiti, barley, höfrum og flaxi
þeirra Vér gerum það aðeins
fyrir sölitlaun og töktnn ic. á
bushelið. Skrifiö til vor eftir
leiðbeininguin og inarkaðs upp-
lýsingum. Vér greiðum ríflega
fyrirfram borgun gegn hleðslu
skírteinum. Vrér visum jrður á
að spyrja hvern bankastjóra
sem vera skal, hér vestanlands,
hvort heldur í borg eða sveit
ui>’ það, hversu áreiðanlegir
vér séum og efnum búnir og
duglegir í þessu starfi.
Thompson, Sons & Go„
öRAIN COMMIS5IOM MERC.UANTS
70(*-708H. Grain Exchange
VVINNIPEG. - CANAÐA
Walker Theatre
Alla þessa viku
HALLBROOK BLINN
í hinum stórkostlega sorgarleik
„A romance of the Underworld“
Alla næstu viku
Mat. á nýársdag og laugardag
John Cort sýnir söngleikinn góÖa
„A Rose of Panama“
Hin fallega franska leikkona Miss
CHAPINE tekur bátt í honum.
70 leikendur 25 spilarar
Kveldin $1.50 til 25c MaL $1.00 til 25c
Jan. 13. 14. og 15.
ELSIE ST. LEON og hin fræga St. Leon
fjölskylda í leiknum
Polly the Gircus
4 X
X Allra bezti staður til X
♦ N
þess að kaupa 4
: WHISKY tii jól- :
4 anna er í |
ípmi, um\
4
♦
:
heildsöiu v í n - l
fanga búð.
< álli iilill Sll. I
4
♦
♦
WINNIPEG
X Pantanir út um land af- X
t greiddar fljótt og vel. ^
Seyðisfirði 9. nóv.
Deild af Hjálpnæðishernum er
nú stofnsett hér á Seyðisfirði und-
ir forustu frökin Asmundssen.
Ent samkomtir haldnar á hverju
kveldi í húsi Vigfúsar Kjartans-
sonar, þar sem útbúinn hefir verið
sæmilegur samkomusalur handa
hernum.
Ókeypis kennslu veitir herían
bömum sem ekki hafa náð skóla--
skyldttaldfi Er þar kenntj: lest-
ur, skrift, reikningur og saumur.
3 stundir á dag.
Húsfrú Oddný Einarsdóttir
andaðist að heimili sínu hér í
bænum í fyrrinótt, rúmlega sjötug
að aldri. Mesta sæmdarkona.
Seyðisfirði 16. nóv.
Ofsaveöur með fannkomu og
nokkru frosti gjörði s. 1. laugar-
dags kveld og hélzt það að mestu
þar til á ntánudag. Skaðar urðti
nokkrir af veðri þessu hér i bæn-
um. Ljósmyndaskúr Brynjólfs
Sigurðssonar á Búðareyrarvegi
fauk af grunni og brotnaöi t spón.
og ljósmyndaáhöld «r inni voru
eyðilögðust að mestu.
Ennfrettiur fauk þak af íbúðar-
húsi Karls Jóhannssonar öku-
manns, og sími slitnaði á nokkrum
stöðum.