Lögberg - 27.02.1913, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1913
PRUNELLA.
Eftir CHARLES GARVICE. (Þýtt af J. S.)■
----— j
“Því meiri minkun fyrir þig”, tautaði Cecily.
“Hr. Graham hún vill ginna ySur til a5 lofa sér að
ríða þessu dýri, ef þér gætið yöar ekki?”
“Ó, eg er viss um að hr. Graham er ekki svo
óvingjarnlegur að neita mér um reiðskjóta. Ætlið
þér að gera það, hr. Graharn?” sagði Kitty um leið
og hún klappaði Prunellu í kveðju skyni. “Þér
leyfið mér að koma hingað á morgun og reyna hana?
Þér getið riðið við hlið hennar ef þér viljið. Takið
þér ekkert tillit til frú Harding, hún er eins huglaus
og kvíöafull og gömul kerling.”
Graham var í vafa. Cecily mótmælti með ofsa
miklum, en að lokum hafði Kitty sitt áfram. Hún
ætlaði að koma þangað daginn eftir og ríSa — eða
reyna að ríða — Prunellu. Stúlkurnar fóru ekki
strax, því Kitty settist niður á gamlan stein og fór
að tala um kappreiöar vfir torfærur, sein var um-
ræðuefni margra annara í héraðinu, og vakti eins
mikla ánægju j>ar einsog Derby gerir í London.
“Hvaða hross eruð þér hræddastur við, hr. Gra-
ham?” spurði hún.
"Hann Pétur, sertí lávarður Belstone á”, svar-
aði hann hiklaust, “ekkert annað hross hræðist eg.
Pétur er góður hesttlr, og lávarðurinn nær öllum,
kostum úr honum, sem hann á til. Síðasta ár hefði
hann unni'ð, ef hann hefði ekki aí ógáti hlaupið út
í fen.”
“Jæja, eg vona að bezta hrossið vinni”, sagði
Kitty með glaölegri óhlutdrægni, og leit um leið hýru
auga til Prunellu, sem gaf því gaum eins og hún
skildi augnaráði'ð, og væri hrifin af samtalinu.
A leiðinni heim létti Cecily skapi sinu, með því
að gefa Kitty allvænar hnútur.
“Það er auðvirðilegt af þér Kitty, jafn ung og
góð stallsystir sem þú ert. að daðra við Graham,”
sagði Ceciiy.
“Það gerði eg alls ekki. Eg var aðeins kurteis”,
sagði Kitty.
“Hamingjan varðveiti hann frá slíkri kurteisi.”
sagði Cecily.
Lávarður Belstone borðaði dagverð í Lovel Park
þetta kveld. Hann var snotur og álitlegur eins og
Cecily hafði sagt. og hann hef^i fyrir löngu verið
búinn að biðja Kitty, ef hún hefði gefið honunr tæki-
færi. Þau töluðu um kappreiðar og Kitty kvaðst
hafa séð Prunellu, en þá hristi hann höfuðiö.
“Hún er gott hross, og það eina sem getur mætt
Pétri,” sagði hann. “Graham nær öllum kostum
hennar, og er líka sá eini sem getur riðið henni.”
Kitty langaði til að segja: “Nema ein styálka,”
en hún hætti við það.
Hann ætlaði að biöja Kitty þetta kveld, og til
þess hann gæti það undir fjögur augu, fór Cecily út,
en Kitty gætti sín, og talaði aðeins um hross.
’ “Það er þess vert að ná í vinninginn”, sagði
hún. “Bikarinn er ljómandi fagur og heiðurinn af
sigrinum mrkill.”
“Já”, sagði Belstone, sem hélt sig sjá tækifæri og
vildi nota það. “En það er annað, sem er miklu
eftirsóknarverðara. A fimtudaginn i næsttt viku
vildi eg mega þreyta kappreið um annað sem er miklu
meira virði og margfalt ánægjulegra.”
“Getur nokkuð verið ánægjulegra en bikarinn ”
spurði Kittv með uppgerðar sakleysissvip.
"Já. eg vildi að eg mætti þreyta kappreið um yður,
ungfrú Devigne”. sváraðt hann.
Þrátt fyrir kjark sinn hrökk hún við, og ósjálf-
rátt varð henni að orði:
“Eg gizka á að þetta sé tegund af bónorði. Jæja,
bætið þér mér við bikarinn.”
“Yður er ekki alvara”, sagði hann og roðnaði.
“Yðúr heldur ekki. Þér álítið mig ekki þess
verða”, svaraði hún kuldalega.
“Þetta er samnittgur sem eg samþykki, og eg
skal vinna,” sagði hann rólega.
“Jreja, við sjáum hvernig fer; en þér minnist
ekki á þetta við neinn”, svaraði hún.
“Areiðanlega ekki”, svaraði hann.
A sama augnabliki kom Cecily inn, og litlu síðar
fór lávarðurinn. Ekki mintist Kitty á þetta við hana.
Daginn eftir fór Kitty einsömul ttl Weir, þar
sent ^Graham bjó, þvi Cecily neitaði að verða með
henni. Grahani var kviðandi og ófús til að leyfa
henni að reyna hryssuna, en sagði þó að lokumj:
“Eg hefi reynt að láta á hana kvensöðul, og hún
tók því vel.”
Þegar Kitty settist á btfk hryssunnar, ólmaðist
hún og prjónaði svo sem tvær minútur. en hún lagði
hendi sina á hnakka Prunellu og talaði við hana eins
og móðir við bam, og við það sefaðist reiöi hryss-
unnar og hún varð þæg eftir það.. Graham reið við hlið
hennar þangað til þau komu að hæð nokkurri, þá
hleypti Kitty henni á stökk upp brekkuna og gat
Graham ekki náð henni fyr en hún var komin yfir
brekkuna.
“Þetta var ekki í samningnum ungfrú Devigne,”
sagði hann alvarlegur, sem kom hjarta Kitty til að
nálgast hann, eins og það hafði áður gert stundum þó
í fjarlægð væri.
“Hélduð þér að eg mundi detta af baki, eða að
Prunella mundi ekki geta hlaupið yfir hæðina?” sagði !
hún og roðnaði. “Það er ekkert í þessu héraði, sem ;
eg treysti mér ekki við eða sem Prunella ræður ekki
við. Leyfið okkur að reyna girðinguna þama, ef j
þér eruð ekki hræddur um að eg meiði hana, bætti
hún við alvarleg á svip.
Hann leit til hennar talandi augum sem komu
henni til aö líta undan.
“Eg er ekki hræddur um hryssuna”, sagði 'hann,
“en egær hræddur um yður. Ef eitthvað kæmi fyrir
yður, eg-------”
Hann þagnaði, en skjálftinn í röddinni, svipur-
inn í augunum og hvernig hann kreisti saman varirn-
ar, auglýstu Kitty enda setninarinnar. Hún vildi að
hann hefði haldið áfram og hún vissi hvað hindraði
hann — hugsunin um það að hann var fátækur
bóndi, sem enga heimild hafði til að segja að hann
elskaði hana.
“Þér skuluð ráða", sagði hann og stundi. “Gef-
ið þér henni lausann tauminn, og hindrið hana ekki
þegar hún stekkur.”
"Eg þakka yður fyrir,” sagðj hún blíðlega. eins
og hún þyrfti þessarar leiðbeiningar.
E’runella stökk með hægu móti yfir girðinguna.
Þegar Kitty kom aftur til Grahams roðnaði hún.
Ilenni datt í hug hvað eigandi Prunellu mundi segja,
ef hann vissi að hún liefði lofað að giftast lávarðin-
um, svo framarlega sem hanrt ynni í kappreiðinni.
Næstu dagana reið hún Prunellu nokkram sinn-
um, og að síðustu sagði hún Graham að hún áliti það
ýkjur einar, sem sagt væri um óstýrilæti hrossanna,
en Graham sagði að orðstir sinnar hryssu væri í alla
staði sannur.
“Tólf eða fjórtán menn hafa reynt hana og
| enginn ráðið við hana. Mig furðar að þér getið
jstjórnað henni. Þér eruð góð' reiðtnær, ungfrú
I Devigne.”
“Það er það eina sem eg kann', sagði hún og
I stundi.
“Jæja, það er nóg,” sagði Graham og leit til
ihennar fjörlega.
Kappreiðardagurinn færðist nær og æsingarn-
ar fóru vaxandi. Kitty gat ekki um annað hugsað
iog heimsótti'skeiðvöllinn daglega. þar sem undirbún-
1 ingurinn hélt viðstöðulaust áfram. Hún rannsak-
aði stökkin með reynsluþekking sinni. og sá að þau
j voru afar erfið, einkum stökkin yfir fenið. Hún sá
j lávarðinn daglega, og sagði hann henm, að Pétur
hefði öll skilyrði fyrir því að vinna, en hún tók þess-
ari bendingu með tilfinningarlausum svip.
Mennirnir, sem boðið var aðt vera til staðar við
j kappreiðina, hópuðust saman í Lovel Park, og Kitty
Jáfti svo annríkt að hún gat ekki farið til Weir, en
hestasveinninn hennar sagði henni, að Prunella hefði
eins gott iitlit til að vinna og Pétur, og Graham gins
viss utn sigur og lávarðurinn.
En nú kom óvænt atvik fýrir. Kvöldið fyrir
kapj>reiðarnar var Kitty, lávarðurinn og fleiri að
ganga fram og aftur um sólbyrgið, þegar kjallara-
; vörðurinn nálgaðist hana með bréí á silfurdisk.
"Það þarf ekkert svar, ungfrú,” sagði hann.
Kitty fór með bréfið aö einum glugganum og
jopnaði það. Skriftina þekti hún strax, því Graham
i hafði áður sent henni svör upp á spurningar hennar
Jnokkram sinnurn. Hún las þrjár línur, brá hendinni
j upp aö hjarta sínu og fölnaði. Bréfið var þannig
j orðað:
"Kæra ungfrú Devinge, — Mér þykir leitt að
verða að segja það, að bróðir minn í Birmingham er
Iiættulega veikur. Hann hefir sent eftir mér, og er
eg að fara. Af þessum ástæðum get eg ekki riðið
| rjrunellu á morgun. Viljið þér vera svo góðar og
riða henni fyrir mig? Eg hefi að eins tima til að ná
i járnbrautarlestina. Eg er yðar tryggur
Arcb.ie Graham.
Kitty gekk beina leið til herbergis síns og fleygði
sér á legubekk, að því komin að fara aö hágráta. E|n
hún hindraði tárin frá því að renna, sem leituðu út
; af því eigandi Prunellu var hindraður. En alt í einu
j mundi hún eftir því hvað í húfi var í þessum kring-
umstæðum, og ef Prunella væri ekki látin hlaupa,
væri Pétur viss um sigur og — og — ,
Hún stökk á fætur og æddi fram og aftur þving-
uð af hræöslu, því hún vildi ekki giftast lávarði Bel-
stone, en vildi giftast Archie Graham. Mjög slæmt
— ó. sannarlega mjög slæmt — hvað er hægt að gera?
— ekkert — hreint ekki neitt. eg er glötuð stúlka,
því eg má ekki bregðast loforði mínu — þó eg sé
verkamanns dóttir, þá er eg heiðarleg stúlka. Þann-
ig á sig komin hringdi hún bjöllunni og vildi finna
Cecily, er kom upp í hægöum sínum, svo Kitty reidd-
ist því hve lengi hún var á leiðinni.
“Cecily”, hrópaði Kitty í sorgarrórrt. Archie
Graham er farinn til Birmingham; bróðir hanS ligg-
ur þar dauðvona.”
"Það hryggir mig,” sagði Cecily alvarleg. “En
hver kendi þér að kalla hr. Graham, Archie?”
“Hjartaö mitt”, sagði Kitty djarflega, en augu
hennar fyltust af tárum og hún snéri sér undan. “Ó,
Cecily, hugsaðu þér að hann skuli vera farinn, vitandi
það að enginn annar maður getur unnið kappreiðina.
Og hann veit ekki hvað mikið hannjnissir. Cecily,
ef þú segir eitt orð þá deyði eg þig. Eg hefi—eg hefi
lofað Belstone lávarði að giftast honum ef hann vinn-
ur.”
Litla stund gat Cecily ekkert sagt. Svo stundi
hún þungan og sagðj: “Þú guðlausa stúlka.”
“Eg veit það”, sagði Kitty í iðrunarrómi. “En
eg þóttist viss um að Prunella ynni, og nú verður hún
alls ekki með. Cecily farðu burt, eg verð að gráta,
til að létta sorg minni.”
Þegar Cecily var farin, greip Kitty yfirhöfn sína
og þaut ofan aftari stigann.
Hún þaut út um afturdyrnar og $5r beina leiö
til Weir. Ráðskonu Grahams varð heldur bylt við
komu hennar, þegar Kitty gekk fram hjá henni, í j
óákveðnum tilgangi samt.
“Hr. Graham er liklega farinn?” spurði hún.
“Já, ungfrú”, sagði frú Grills. “Hann var skyld-
ugur til að fara, eins og þér skiljið, þetta er eini
bróðirinn sem hann á. En hann var gramur yfir því
að verða að fara, af því hann gat þá ékki tekið þátt
í kappreiðinni.”
“Getur hann ekki komið aftur nógu snemma?”
spurði Kitty, þó hún vissi að það var óhugsandi.
“Nei, ungfrú, það er ómögulegt. En þetta er
afar leiðinlegt, hann hefir aldrei verið jafn ákveðinn
í því að vinna, og keypti í því skyni nýjan fatnað,
sem liggur þarna ástólnum.” I
Kitty horfði örvingluð á fötin.
“Jæja”, sagði hún loksins, og stundi þungan.
“Það er ekkert hægt að gera. Viljið þér segja G_a-
ham,, þegar hann kemur, hve hrygg eg er, og að eg j
voni að bróöir hans lifi. Þáö er líkt Graham að
hætta við kappreiðina. Góða nott."
Kitty gekk .hægum fetum út eins og píslarvottur, |
sem ætlar að mæta forlögum sínum, en hún var naum-;
ast komin 50 faðma frá húsinu, þegar hún nam stað-
ar alt í einu. Hún rak upp undrunaróp, veifaði
j hendinni og starði fram fyrir sig eitt eða tvö augna-
J blik, þaut svo aftur heim að húsinu og inn um dyrn-
í ar, sem voru opnar og læddist inn í herbergið þar
I sem fötin lágu á stólnum, sveiflaði dúknum ofan af
j þeim, tók fötin, en lagði sessu í staðinn og breiddi
| dúkinn yfir hana, hraöaði sér svo heim með stolnu
j flíkurnar undir kápunni sinni.
^ Eregnin um burtför Grahams var orðin kunn um
j alt nágrennið morguninn eftir, og jafnframt að
Prunella væri úr sögunni, þar eð enginn gæti riðið
henni nema eigandinn. Þessi óvænta fregn — helm-
! ingur héraðsbúa hafði veðjað um það að Prunella
ypni — kom til Lovel Park um morgunverðartimann
og vakti sterka vonblekkingu, því allir höfðu ætlað
j sér aö verða viðstaddir kapphlaupiö milli hinnar
frægu hryssu og Péturs. Belstone lávarður kom að
liðniun morgunverði, kurteis ein.s og honum var lagið,
j og bauðst hann til að hætta við kappreiðiná; eitt
augnablik var rétt komið að Kitty að taka tilboði
hans, en svo snéri hún sér undan og sagði um leið,
; eins tilviljunarlega og hún gat: —
“Máske hr. Graham hafi fengið einhvern til að
ríöa I’runellu fyrir sig.”
“Eg efast um það”,- sagði Belstone. “Enginn
getur setið á baki hennar lengur en fþmn mínútur,
og vissulega getur enginn riðið henni þyert yfir hér-
aðið.”
“Jæja, það er ekki hægt aö ráða við þetta", sagði
Kitty, og fór upp á loft til aö klæða sig. Svo gerði
| hún boð éftir Cecily, sem kom til hennar fremur
kvíðandi, því í hvert skifti sem Kitty gerði boð eftir
henni, vissi hún aö einhver óþægindi voru á ferðinni.
"Nú, nú. hvað er nú að?” spurði Cecily.
"Eg hefi vikið frá því áformi minu að aka vagn-
| inum,” sagði Kitty. “Vilt þú ekki aka Tionum fyrir
j mig, góða? En leyföu ekki lávarðinum að taka neinn
|)átt í þvi."
"Hvert ætlar þú.að fara?” spurði Cecily.
“Ó, eg held eg komi í asnavagmnum,” sagöi
Kitty. “Hugsaðu ekki um það, eg kem einhvern-
veginn. Þú ferð strax. Ilorföu ekki svona á mig.
þú tortrygna litla kisa. Eg bý ekki yfir neinni morð-
hugsun.”
, "Eg veit að þú hefir eitthvað í hyggju,” sagði
Cecilv. "Eg veit að þú ert að hugsa um Prunellu —”
"Mér er ekkert slikt í huga,” sagði Kitty. “Þarna
er vagninn. Ungi forustuhesturinn dansar eips og
björn. Farðu nú.
Cecily brá á sig einkennileguin svip og fór. Hún
var að eins farin út þegar Kitty lokaði dyrunum og
fór að opna fataböggul hr. Grahams.
Cecily skrýddi vagninn snoturlega fyrir hin fyr-
| irhuguðu afnot hans. Aðsóknin var afarmikil og
; æsingin eins. en vonbrigðin yfir fjærveru Prunellu þó
í mest af öllum flokkum, þeim sem* voru með og móti.
Fyrstu tvö kapphlaupin höfðu verið fullnægjandi að
Öllu leyti. Næsta atriðið var kapphlaup yfir torfær-
ur um bikar, sem ásamt öðrum verðlaunum stóð á
litlu borði fremst á áhorfendasviðinu hjá háu sætun-
! um. Allir áhorfendur athugu hið stóra svæði sem
lávarður Belstone var tilbúinn aö ríða yfir án þess
að hafa Prunellu að keppa við. Þegar lávarðurinn
teymdi fallega hestinn sinn á hinn tiltekna stað, þar
sem kappreiðin átti aö byrja, var hann að sönnu
ánægjulegur, en þó ekki eins glaðlegur og hann var
vanur að vera. Cecily stóð á stóra vagninum og leit
í kringum sig.
"Eg sé Kitty hvergi", sagði hún. “Hún verður
of sein til að horfa á kappreiðina.”
Síðustu orð hennar heyrðust ekki fyrir hávær-
um íagnaðarópum og hávaða, og áöur en *hún gat
gert sér grein fyrir af hverju þau stöfuðu, sá hún ■
Prunellu koma áleiðis til hins ákveðna staðar, og all-
ir gláptu á hana og þann sern reið henni. Cecily var
í engum éfa um að þetta var hryssan, og maðurinn
sem á henni sat var lítill vexti með húfuna niður að
augum, og klæddur fatnaði með sama lit og Graham
var vanur að hafa á fötum sínum.
“Ilver er þetta?” hrópuðu allir einum rómi.
“Hver er það sem ríður Prunellu? Og hann stefnir
hingað líka”, bættu sumir við um leið og Prunella
þaut að hlið Péturs svo skyndilega, að ekki sást and-
lit þess sem á henni sat.
Bjallan hringdi, hestarnir þutu af stað, kappreið-
in var byrjuð. Æsing áhorfendanna var ógurleg, svo
mikil, að naumast gat meiri verið; en Pétur og
Prunella þutu áfram og tóku sér vald yfir kapphlaup-
inu, og áhorfendur voru sem æðisgengnir. Svo varð
VECCJA CIP8.
Hið bezta kostar yður ekki
meir en það lélega eða
svikna.
Biðjið kaupmann yðar um
,,Empire‘* merkiö viðar,
Cement veggja og finish
plaster — sem er bezta
veggja gips sem til er.
Eigum vér að segja yð-
ur nokkuð um ,,Empire“
Plaster Board— sem eldur
vinnur ekki á.
Einungis búið til hjá
yianitoba Gypsum Co.Ltd.
Ur I n r1 1 n o /■ nn n A n A /•
SKRIFI5> RFTIR BÆKLINGI VORUM YÐ-
— UR MÚN ÞYKJA HANN ÞESS VERÐUR.—
Drmf
dauöaþögn, því þegar Prunella, sem verið hafði á
undan, nálgaðist steingirðinguna, sýndist hún hika
við, og nú var hrópað: “hún er að gefast upp,” en
strax á eftir var kallað: “hún sigrar hann.”
En Pruneila hikaði að eins augnablik, því sá sem
reið henni laut áfram að eyra hennar, og varir hans
sáust hreyfast eins og hann væri að tala við hana. Á
næsta augnabliki þaut hún yfir girðinguna og náði
Pétri, sem var fáein skref á undan. Kyrkát hlupu
þau hliö við lilið, eins og þau ætluðu að stökkvá sam-
síða yfir síkið. En kapp var komið á Prunellu svo
hún þaut á undan og yfir síkið hindrunarlaust. Lá-
varðurinn eggjaði Pétur, og komst hann brátt sam-
síöa Prunellu, en þegar þau stukku yfir næstu girð-
ingu varð Pétur á eftir og Prunella þaut sem elding
inn á kappreiðarsviðið.
Gleðiópii^ og hrósið um Prunellu var óviðjafn-
anlegt, en maður sá sem á henni sat. sUéri henni frá
þessum æsta mannflokki og hleypti henni á stökk yfir
völlinn heim að hesthúsi hennar.
“Hún er þotin burt með hann,” hrópaði fólkið.
“Hún fleygir honum af sér, eftir alt saman. Hver
er hann ”
Seinasta spurningin var borin upp í stóra vagn-
inum og af þeim seni í nánd hans voru. Meðan þessi
æsing var í fólkinu, hafði það gleymt Kitty og því.
að hún hafði boðið því að korna heim til sín, en
Cecily gleymdi henni ekki, þar sem hún stóð í vagn-
inum náföl og hélt hendi sinni utanum efstu brún-
ina á sætisbakinu.
Lávarður Belstone kom ríðandi inn á svæðið og
brosti raunalega.
"Jæja, eg er yfirunninn,” sagði íiann. “Bezti
hesturinn og bezti reiðmaðurinn hafa unnið. Gra-
ham hefði ekki getað unnið frægari sigur.” Harm leit
yfir i vagninn og spurði Cecily: “Hvar er ungfrú
Devingc?”
“Farin heiin, hafði höfuðverk,” svaraði Cecily,
og forðaðist að líta í augu hans.
Tvær aðrar kappreiðar áttu sér stað, en þeim var
lítill gaumur gefinn, því allir hugsuðu um Prunellu,
og þann sem henni reið. Nokkrir riðu til Weir, en
uröu einkis vísari. Prunella var á básnum sínum í
bezta gengi og leit við þeim brosandi að þeim sýndist.
Gestirnir fóru heim til Lovel Park til snæðings
og skemtana, en duldu auðvitað skoðanir sínar um
húsmóðirina fögru, þeir töldu víst að höfirðvekrur
hennar væri rénaður og að hún settist að snæðingi
með þeim, enda gerði hún það, föl, en brosandi og
stilt, eins og vant var. Þegar hún horfði í augu
Cecily, lýsti svipur hennar þrjózku og bardagafýsn.
Ekki var um annað talað en kappreiðina, og
Kitty, sem virtist ákaflega hrifin af hinum breyttu
skoðunum, kom því svo fyrir að hún gat haldið lá-
varðinum fjarri sér. Rétt áður en hann ætlaði að
fara gat hann þó náð tali af henni undir fjögur augu.
“Eg hefi tapaö,” sagði hann alvarlegur, “og eg
held að það hryggi yður ekki, ungfrú Devigne.”
"Það kemur fyrir yður að vera hryggur, ef eg
er þaö ekki,” sagð húni dularfull, en hann skildi mein-
inguna strax og tók henni eins og manni sæmdi.
“Eg skil", sagði hann. Leit einbeittlega til
hennar, lyfti svo hendi hennar að vörum sér og fór.
Kitty þaut til svefnherbergis sins. Hálfri stundi
síðar barði Cecily að dyrum ,og var svarað í syfjuö-
um rómj —
“Nei, þú getur ekki komið inn. Eg get ekkí tal-
að við þig núna, eg er svo syfjuð.”
“Fleygðu áhyggjum þínum út fyrir dyrnar, eg
skal sjá um þær, þú spilta stúlka,” hvislaði Cecily.
“Það geri eg ekki,” var henni svarað.
Graham kom aftur síðari hluta dags, og fór
strax út í hesthús. Þar fann hann Kitty sitjandi á
jbtu Pranellu og talandi við hana. Þégar hún sá
Graham stokkroðnaði hún, stóð upp af jötunni og
leit á hann feimnislega.
“Eg hélt þér munduð ekki koma svona snemma,”
stamaði húrr.
“Eg snéri strax aftur, fregnin var ósönn, bróðir
minn er heilbrigður.” Hann studdi hendi sinni á
hnakka Prunellu og sagði: “Auðvitað héfir Pétur
unnið.”
“Þér—þér hafið ekkert heyrt,” stamaði Kitty.
Dr.R. L. HURST,
Member of Royal Coll. of Surgeons.
Eng., útskrifaður af Royal College of
Physicians, London. Sérfræðingur í
brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. —
Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage
Ave. (á. móti Eaton’sJ. Tals. M. 814.
Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
íslenzkir lógfræOiogar,
Skrifstofa:— Room 8n McArthur
Buildingj, Portage Avenue
Áritun: P. O. Box 1656.
Telefónar: 4503 og 4504. WinDÍpeg
ÓLAFUR LÁRUSSON
l
..°g - ♦
BJORN PALSSON J
YFIRDÖMSLÖGMENN ♦
Annast Iögf æðisstörf á Islandi fyrir t
Vestur-Islendinga. Útvega jarðir og T
nús. Spyrjið Lögberg um okkur.
Reykjavik, - lceiand f.
P. O. Box A 41
-f
Dr. B. J BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
TKLIíI’HOíSE garry 3SO
Offick-Tímar: 2—3 og 7 8 e. h.
Hkimili: 620 McDermot Ave.
Tblephons GARRV 3S1
Winnipeg, Man.
Dr. O. BJORN&ON
Office: Cor. Sherbrooke & William
iTíi.kphonki garrv 32«t
Office tfmar: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimili: 81 O Alvcrstone St
Tkiæpiionkí garry TC3
Winnipeg, Man.
ör. W. J. MacTAVISH Office 724J 5argent Ave. Teiephone Yherbr. 940. ( 10-12 f. m. Office tfmar -l 3-6 e. m. ( 7-8 e. m. — Heimili 467 Toronto Street — WINNIPEG telephone Sherbr. 432.
J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St. Suite 313. Tals. main 5302.
jIía Jik Jlk. Jik. jHl JÉÉ £ s Dr» Raymond Brown, 1 ,, k ij Sérfræöingur í augna-eyra-nef- og T háls-sjúkdómum. F 1 326 Somerset Bldg. k 4 Talsími 7262 jé Cor. Donald & PortageAve. Heima kl. io—i og 3—6, k 4 ww ww ww T»T V
J, II, CARSON, Manufacturer of ARTIFICIAL LIMBS. ORTHO- PEDIC A PPLIANCES, Trusses Phone 8425 857 NotreDame WINNIPEs
A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. sehtr líkkistur og annast jm Otfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina Tals. G2152
8. A. 8IQURDSON Tals. Sherbr, 2786 S. A. SIGURÐSS0N & C0. BYCCIfiCAN\EþN og Ff^STfICN/\SALAB Skrifstofa: Talsfmi M 4463 208 Carlton St; Winnipeg
Miss C. Thomas PlANO KENNARI Senior Ceriificate of Toronto Univtr8Íty Talsími: Heimili 618 Agnes St. Garry 955
Vér leggjum sárstaka áherzlu á að
selja mefSiil eftir forvkriptum lækna.
Hln beztu meCöl, sem hægt er at$ fá,
eru notuð eingöngu. pegar þér komiS
meö forskriptina til vor, megið þér
vera viss um aS fá rétt þa'ð sem lækn-
irinn tekur tii. .
COLCLEUGH & CO.
Notre Danie Ave. og Sherbrooke St.
Phone. Garry 2690 og 2601.
Glftingaleyfisbréf seld.