Lögberg - 08.05.1913, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
8. MAÍ 1913
ó
Skáldlegt gildi sjónleika.
f'Framh. frá 2. bls.j
finnur þar aldingarSinn Eden, þar
sem þau Adam og Eva hafast viS
og njóta æskusælunnar í saklausri
og barnslegri gleSi og vinnjur þar
svo sitt göfuga verk! !
Það var líka sett útá þennan
skáldskap hjá Milton á þeim tim-
um, sem hann fyrst birtist, en það
voru aSallega geistlegu stéttar-
mennirnir, sem ekki feldu sig viS
þessi — einsog Huxley komst að
orði — ekki biblíu, heldur mil-
tonsku skopunarundur. Samt sem
áður, hafa þó fá eöa engin trúar-
Ijóð skotið- dýpri eða haldbetri
rótum í hjörtun, — að minsta
kosti — enskumælandi prótestanta,
en einmitt þessi lífandi og há-
fleygi skáldandabúningur á sköp-
unarverkinu.
Skáldsnild Miltons þurfti þá
ekki nenra víkja lítið eitt við ein-
falda og íburðarsnauða sögukorn-
inn í Genesis, til aö úr því yrði
Paradísarmissir hans, liáfleygasta
skáldskaparsmíði, sem frá fegurð-
ar og listar sjónarmiði, — hvernig
sem á er litið — er sannkallað
undra verk.
>
Heimildir jyrir leiknurn réttmœtar:
Og ef nú ennfremur þessum
fagurfræðingum skyldi vera mjög
ant unr að koma fólki á þá skoö-
un, að höfundur “Fjalla-Eyvind
ar” hafi gert sig sekan í ósæmi-
legu rithnupli á efninu, þ:i yrði
Shakespeare líka, skoöaður í sama
rithöfunda ljósi, að álítast lang-
veigamesti erki skáldritaþjófurinn,
sem nokkru sinni hefir uppi verið
í annálum bókmentanna; því hann
notaði allar þær bendingar, sem
hann átti völ á, hvers eðlis sem
þær voru, og hvaðan sem þær bár-
ust honum, bara ef hann gat haft
eitthvert gagn eða hagnað af þeim;
en það kunni hann líka eins og
meistari að Iialda á þeim. Mörg
yrkisefni sem hann notaði og
tendruðu andagift hans, má sum-
part rekast á í enskum þjóð- og
munnmælasögum, eða þá hjá ein-
hverjum gríska sagnaritaranum.
Stundum var hann lika vis til að
hrifsa uppistöðuna í sunia sorg-
arleiki sina, ýr stuttu ítölsku
sögukorni ('Romeo og Juliu ) eða
hann sauð saman algerðan skap-
leik úr einhverju ensku ástamálinu.
('The tammg of the ShrewJ. Hann
fór jafnvel stundum svo langt, að
hann umturnaði heilum leikrjtun-
um eftir samtíðarmenn sina, cg
auðgaðist þannig fjármunalega á
því sem önnur skáld höfðu í raun-
inni frumhugsað hvað efninu við-
vék, og naut skáldfrægðar fyrir
eins og konungi sæmdi. I þvi var
hann þó flestum öðrum leikrita-
skáldum ólíkur, að hugmyndaflug
hans virtist vinna því óþvingaðra
og kröftugar, hefði það að fyrra
bragði verið vakið eða ýtt undir
það meö yrkisefni, sem öðrum til-
heyrði. I stuttu máli, eru það að-
eins tvö af leikritum lians — sem
sé hans fyrsta “Love’s Labor
Lost”, og hans síðasta “The
Tempest”, sem þeim er ritum
Shakespeare eru kunnugastir, ekki
hefir tekist að rekja uppruna að.
í fjögur leikrit sín, Timon frá
Athenu, Coreolanus, Julius Cæsar
og Antonius Ag Cleopötru. rakst
hann á efnið hjá Plutark og auk
þessara 4 leikja úr sögu Grikkja
og Rómverja bætti hann við 11 úr
sögu Breta og byggir þar mest-
megnis á Holinshed, en það eru
leikirnir Hinrik IV. og V.; 3 part-
ar úr Hinriki VI.; Hinrik VIII.;
Richard II. og III.; John konung-
ur Macbeth. Þessir 4 leikir úr
fornbókmentunum og 11 úr mið-
alda voru bygðir, að þyí er Shake-
speare sjálfur hugði á sönnum við-
burðum, én hann var lika alt eins
vís ab halla sér að því efninu, sem
hann vissi fyllilega að átti við
engin rök að styöjast, var bara al-
ger hugarburður. En rit af þvi
tagi eru “The taming of tlie
Shew”; Hinrik V.; og Lear kon-
ungur; sem eru þó svo tóm og
efnissnauð, að mestu furðu gegnir,
hvernig þau gátu þannig töfrað
skáldaímynd Shakespeare. En þá
tók listin við þar sem efniö þraut,
hvernig hún bataði og lagaði yrk-
isefnið til í meðferðinni; utn-
myndaði það, styrkti alt andlegt
gildi þess c: leikritsins, fylti leik-
inn lifandi verum, lyfti honum upp
í æðra og heilnæmara skáldaveldi
og gaf honum hágöfga þýðing;
með öðrum orðum, hann samlag-
aði yrkisefnið sinni eigin sál.
Að mér hefir orðið svo tiðrætt
um Shakespeare sem leikritahöf-
und, kemur til af því hve mér
finst andinn og þlærinn yfir
Fjalla-Eyvindi líkjast harmleikja-
stefnu hans, sé öld og staðhættir
nægilega teknir til greina.
'Þéim sem kann að finnast
Halla ekki nógu bljúg og auð-
sveip, þegar því var að skifta, til
þess að hún gerði heppilega kven-
félagskonu á vora tísku, eða Ey-
vindur of mikiil annmarkamaður,
til að vera vel valinn sunnudaga-
skólakennari, og vilja gefa höf-
undinum það að sök, að nota
sögu þeirra sem ramma um sjón-
leik sinn, mætti einnig benda á það,
að líkingargerfi Dr: Faust, sem
i\íarlowe var búinn að móta með
episkum styrkleik, tendraði engu
síður svo hin djúpsæja og hár-
fína anda Goethes, löngu seinna,
að hann hreif það, með mestu
áfergi til að spinna út af því sinn
alkunna harmleik með því nafni.
Og einnig Byron lávarður, sem
sjaldan hefir þó verið brugðið um
skort á smekkvísi eða skáldlegum
frumleik, kynokaði sér ekki við,
að verða hugfanginn af Don Juan,
þó Aloliere væri búitin með skýr-
um dráttum að sníða til þetta að-
laðandi en sjaldgæfa atgerfi er
þessi töfrandi en óseðjandi marg-
lætismaður var gæddur.
Yfirleitt má segja, að nútíðar-
skáldin, bæði itölsk, bresk og þess-
arar álfu, hafi orðið snortin af
fegurðinni og töfraaflinu, sem
leynist í lyndiseinkunnun forn-
sagnanna. Tennyson leitaði aftur
til “Morth d’ Arthur”; Longfellow
til “Golden Legend”; Morris í
Norðurlanda sagnir, en Wagner
til Niblungaljóða.
Listaskáldifí og yrkiscfniS.
Það virðist oft-sinnis svo, sem
skáld kynoki sér við — mér ligg-
ur við að segja eins og með litils-
virðing —, að gera nokkra tilraun
til að breyta yrkisefninu eða frum-
leik þeirra sagna, sem þeir hafa
til meðferðar, og eini vegurinn til
að geta gert sér grein til fulls fyrir
því hvað því veldur, mun vera sá,
að "skáldunum finnist frumsmíðið
aðeins óæðra veldi imyndarinnar;
hitt sé aðal-göfuga starfið, að
skýra og fága efnið, sem þeir
höfðu til meðferðar.
Því er það, að þegar eitthvert
yrkisefni hefir heillað skíldið, þá
gerir hann það, — hvort heldur
það er nýtt eða gamalt — að sinni
eigin eign; hann tileinkar sér það
— mér liggur við að segja rev’nir
aö melta það andlega, — líkir
eftir þvi og endurnærir það og
styrkir til nýs lifs og klæðir það<
holdi pg blóði, en lætur sig það
litlu skifta, hvort hann hefir sam-
ið yrkisefnið sjálfur eða ekki.
A “inspiration” þurfti hann að
halda í sínum verkahring, og því
ekki taka hvaða yrkisefni sem
honum geðjaðist að, og nota það,
þegar liann rakst á það tilbúið við
hendina. Því á hún einkar vel við
samlíkingin sú, að kalla dætur
listadísarinnar dætur endurminn-
inganna; engin þeirra nýju dísa
hefir nokkru sinni verið nefnd
dóttir frumleikans.
Svo er annað, að skáldin sækj-
ast ekki svo ýkja mikið eftir
frumleiknum, því að þeim er fylli-
lega ljóst, að hans er ekki aðleita hið
ytra, heldur hið innra; og ef þau
sæktust um of, eftir ytri frumleik,
mundi það vafalaust valda óvið-
feldnum og óeðlilegum útvortis
blæ. Og því ættu þau líka að vera
að stritast við að úthugsa nýjar
skáklabrellur ? Ættu ekki gömlu
þjóðsögurnar að vera það allra
hollasta í þeim efnum, þegar öllu
er á botninn hvolft? Það eitt,
hvað lengi þær hafa lifað í með-
vitund þjóðanna gegn um margar
aldir og ýmsar hörmungar, ætti
að vera bezta sönnunin fyrir því,
að þær hafa glatt margan, bæði vel
og lengi.
Og þegar alt kemur til als,
getur fvllilega ómeinguð skáldleg
nýjung verið möguleg. Merkur
fagurfræðingur ('GozziJ hélt því
fram, að aðeins væru 36 leiklistar
gerfi ' möguleg, og þegar þeir
Goethe og Shiller fóru að reyna að
raða þeim niður, gátu þeir jafnvel
ekki dottið ofan á svo mörg. Þó
52 séu spilin þegar ekkert vantar,
þá er enginn efi á því, að hvað vel
sem þau eru stokkuð, myndi Hk
“hendi”, sem gefin váeri, einhvern-
tíma áður hafa hlotnast öðrum, sem
setið hefir við spil.
Af þeirri ástæðu — að vart er
fært að fylgja fyllilegum frumleik
viö að semja yrkisefnið — er þaö
ekki álitið næsta þýðingar mikið
atriði í öllum háfleigari og veiga-
meiri skáldskap.
Menn ættu því ekki að vera að
fást um það, hvaðan skáfdunum
kemur yrkisefnið, til að benda
þjóðunum með, heldur hitt hvern-
ig þau halda á því. Óbreyttur
þrællinn í námunni getur af hend-
ing einni rekist á demantinn eins
og hann birtist í náttúrunni; en
það er hvernig hann er klofinn og
fágaður, sem opinberar hið bjarta
og dýra eðli hans, og umfram alt
það, hvernig hann er greyptur í
bauginn eða hálsmenið, sem gerir
hann að gimstein, verðan þess að
yfristandandi og komandi tíð
gleymi honum ekki.
Það er til saga um það, að kenn-
ari hafi átt að spyrja stúlku að,
við yfirheyrslu i dýrafræði, af
hverju fuglarnir svngju, og hún
átti að svara: “til að lofa guð”;en
hversu hugðnæmt sem svarið var
að öðru leyti, var það ekki álitið
að vera fullnægjandi viö yfir-
heyrslu í dýrafræði. Eins mundi
fara fyrir Jieini, er telur þá alla
I skáld og svani Hstadísarinnar, sem
fást við að vrkja.
Nú gera bókmentirnar og lista-
dísin, fastbundnari kröfur til veiga-
mikils skáldskapar, en áður var
gert, og ættu menn því vel að
hugsa sig um áður en peir ráðast
í að rifa niður listaverk, eða kasta
þungum steini að skáldi, er semdi
sjónleik á borð við “Hamlet”, J>ó
yrkisefnið á yfirborðinu virtist
yera jafnsnautt og verkefni það,
er lyfti anda Shakespeare á æðsta
tind sannrar frumlegrar listar cg
skáldafegurðar.
Það var i þessum mánuði, c: 15.
Maí fyrir ári siðan. að í fyrsta
sinn átti að sína erlendis á list- |
fengnu leiksviði sjónleik eftir ís- j
lenzkan höfund. Æfistríð Höllu
og Eyvindar hafði verið gert þar
að yrkisefni; Jió fórst Jiað fyrir
um nokkra daga, vegna raunalega
sviplegs konungsláts, — þess ást
kæra konungs Friðriks áttunda.
Eg vil svo enda þetta, sem eg hefi
hér sagt í sambandi við leikinn,
með þeirri innilegri ósk að ís-
lenzkri leiklist og bókmentum
mætti drjúpa af “Fjalla-Eyvindi”
— þó ekki væri nema níunda hvert
ár — sjónleikir jafnhöfugir, líkt
og Gylfaginning getur að hringur
hafi dropið af Draupni — baug
Óðins — níunda hverja nátt.
Ö. Steplumsen.
Engir sælkerar.
Utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, W. J. Bryan, hélt veizlu
nýlega og bauð til sendiherrum
framandi ríkja og öðru stórmenni.
Þar var ekki dropi af áfengu víni
á borðum, og hafa blöð conserva-
tiva á Englandi látið í ljósi óánægju
yfir þeirri nýbreytni. tJtaf því
hefir kona varaforsetans, Mrs.
Marshall, látið það opinberlega í
ljósi, “að það kæmi ekki neinum
við, nema Mr. Bryan, hvað haft
væri á borðum í veizlum hans,
enda hefði hún aldrei látið bera
vín á borð, síðan hún varð kona
Thomasar Marshall, sem nú er
varaforseti Bandaríkjanna. Þeir
eru engir sælkerar, sem nú sitja
að völdum í Bandaríkjunum, livað
sem öðru líður.
Leið á lífinu.
Atján vetra unglings piltur og
nítján vetra stúlka frömdu hrylli-
legt sjálfsmorð í Antwerp einn
daginn. Þau gengu upp í kirkju-
turninn á Notre Dame kirkju,
köstuðu sér útaf íj faðmlögum og
steindóu þegar niður kom. Á torg-
inu þarsem þau komu niður var
fult af fólki og leið yfir suma,
er þeir sáu hin hryllilegu afdrif
sjálfsmorðingjanna. Bréf fund-
ust eftir unglinga þessa, er sögðu
til, að þau elskuðust en mættu ekki
njótast fyrir foreldrum sínum, er
voru hátt sett og velmetin í borg-
inni.
Varð ríkari af reynzlu.
Bóndi nokkur úr Canada veð-
setti nýlega jörð sína og hélt áleið-
is til Florida, að kaupa sér land,
einsog margir Svíar gera nú á
dögum. Þegar hann kom til St.
Paúl, Minn., hitti hann mann er
nefndist Barnett og sagði honum
hiði Ijósasta af erindi sínu. Hinn
kvaðst vera i undirbúningi að gera
hið sama, jafnskjótt og hann gæti
selt gimsteina og gullstáss byrgðir
er hann ætti. Litlu seinna mættu
þeir manni er Barnett sagðist ætla
að selja gullstássið. Sá kvaðst
eiga margar kistur með gullstássi
á járnbrautarstöð, en hefði ekki
nóga peninga til að leysa þær út.
Barnett bað þá bóndann að lána
sér 700 dali, og fékk honum ávís-
un í staðinn og hring er hann
sagði 400 dala virði. I þessu bar
þar að lögregluþjón, og sagði
bóndi honum þá til, með því að
hann tók að gruna svik; félagarn-
ir tóku til fótanna þegar þeir sáu
lögregluna, og náðist Barnett eftir
langan eltingarleik. Hann neitaði
fyrst öllu, en eftir nokkra leit
fundust peningarnir þar nærri sem
hann hafði verið gripinn. Canada
bóndinn fékk aftur skildinga sína
og hélt leiðar sinnar, ríkari að
revnslu, en ekki fátækari að cent-
um, og hrósaði happi að hafa
sloppið svo vel.
Hvaðanœfa.
— Sprunga hefir enn á ný kom-
ið fram i bakka Panama skurðar-
ins, þarsem heitir Culebra. Ekki
er hægt að segja með vissu, hve-
nær bakkinn hrynur, eftir vikur
„GREAT WEST“
Vírgirðing
“GREAT WEST” brugðna vírgirðing er sérstaklega uppfundin
og gerð fyrir bændur vestanlands í þefm tilgangi að gefa þeim kost á
afbragðs traustu og sterku girðingarefni. Reynið sjálfir og sannfær-
ist. Kastið ekki á glæ peningum yðar, er þér hafið eignast með súr-
um sveita, út fyrir girðingar frá Mail Order verzlunum austanlands,
því að þeirra vír er stórum rýrari; og þó að verðið líti út fyrir að
vera lægra í byrjuninni, þá tapið þér á því að lokum.
Vér ábyrgjumst hvern þumlung af girðingavír vorum. Sendið
eftir verðskrá með myndum og sjáið sjálfir.
The Great West Wire Fence Co.Ltd.
76-82 Lombard Str. - WINNIPEG.
Þessi mynd sýnir
Milwaukee
steínsteypu
Vjel
Spyrjið eftir verði
THE STUART MACHINERY
COMPANY LIMITED.
764 Main St., - - Winnípeg, Man
Eddy’s nýjustu eldspítur
Hættulausar—Hljóðar
Eitur-lausar
- - hinar nýju ,,Ses-qui“
Einu elJspíturnar af þeirri tegund
í Canada.
Endahnúðarnir algerlega hættu-
lausir. Þér eða börn yðar geta bitið
eða gleypt þá án nokkurrar hættu
Seldar í tveim stærðum —vanalegr
og vasastærð, Verndið sjálfa yður
með því að brúka engar eldspítur
nema Eddy’s nýju „Ses-qui.*4
Spyrji’Ö
kaup-
manninn.
THOS, JACKSON & SON
BYOQINQAEFNI
ÁÐALSKRIFSTOFA og birgðaból 370 COLONY ST
TALS. Sherbr. 62 og 64 WINNIPEG, MAN.
GEYMSLUPLÁSS:
KARLMANNA BUXUR
Hentugar á vorin. Hver sem kaupir buxur bér,
Hentugar til daglegs brúks verður ánægður með kaupin.
Hentugar til vinnu Þær eru þokkalegar og end-
Henlugar til spari. ast vel, seldar sanngjarnlega.
VenjiB yöur á aö koma til
WHITE & MANAHAN
í Vesturbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63
1 Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. Jobn 498
í Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland,
Vér seljum þessi efni íbyggingar:
Múrstein, cement, malað grjót, ~
(allar stærð.), eldtraustan múrstein,
og eldleir, Flue Lining, möl, Hard-
wall Plaster, hár, Keene’s Cement,
hvítt 0g grátt kalk, hydrated kalk,
viðar og málm lath, gyps, Rubble
stone, Sand, ræsapípur, weeping
drain Tile, Wood Fibre Plastur,
Einnig Mortar, rautt, gult, brúnt,
standard og double strengtb black.
eða mánuði, en hrynja mun hann
með tímanum. Sprungan er 1500
fet frá brúninni á bakkanum.
Rigningar tíminn er að byrja þar
syðra og hraðar það hruninu, sem
verða mun hið stærsta, er fyrir
hefir komið í skurði þessum.
— I þeirri kolanámu nálægt
Pittsburg, sem nefnist Finleyville,
sprakk gasloft með svo miklum
ákafa í vikunni sem leið, að um
100 manns biðu bana. Fáirbjörg-
uðust af þeim, sem Jiar voru
staddir. Þó komust tveir burt
með lífi og höfðu þá skriðið á
hnjám og höndum í 52 stundir, og
ekki smakkað mat í allan þann
tíma.
I
— Eitt af herskipum Bandaríkj-
anna var að skotæfingum ný-
lega í dimmviðri og sá ógerla
skotmerkin í fjarska. Snekkja var
þar á sveitni með marga þingmenn,
er voru þar til gamans sér og j
fróðleiks. Þeir á herskipinu tóku j
snekkjuna fyrir skotmark og sendu
henni 800 punda þunga sprengi-
kúlu í tveggja mílna fjarska.
Kúlan fór gegnum, reiða snekkj-
unnar og sprakk í sjónum skamt
frá, svo að gusurnar gengu yfir
þingmennina, og sluppu þeir með
hræðsluna og volkið. ,
— Til Bandarikjanna er kom-
inn hinn nýji sendiherra Breta,
Sir Cecil Spring—Rice, en af er
látinn hinn frægi rithöfundur og
stjórnmálamaður James Bryce, sá
er kunnugri var Bandaríkjunum
og betur þokkaður þar, heldur en
flestir aðrir brezkir þegnar. Hinn
nýji sendiherra á tvo bræður í
Canada og dvaldi um stund ná-
lægt Regina, fyrir eitthvað 30 ár-
um. Hann ætlar að koma hingað
í haust.
Nýjustu tæki]
GERA OSS MÖGU-
LEGT AÐ FRAM-
LEIÐA PRENTUN
SEM GERIR VIÐ-
SKIFTAVINI VORA
ANÆGÐA
The Columbia Press,
Limiteci
Ðook. and Commeícial
Printers
Phone Garry 2156 P.O.Boxtl72
WINNIPEG
— Jules Vedrines, hinn frægi,
franski flugmaður er á flugi frá
Lyons í Frakklandi til Edinburgh
á Scotlandi, en í milli þeirra staða
er um 990 mílur.
— Frá Argentina komu nýlega
nokkrir innflytjendujr hingað* er
þar höfðu dvalið all lengi en flýðu
þaðan vegna þurka og illgresis, að
þeir sögðu. Flestir þeirra voru af
þýzku kyni.
— The Clevéland Manufactor-
ing Co., eitt með stærri iðnaðarfé-
lögtun í Bandaríkjum, sem býr til
eldstór og fleira, hefir fastráðið að
setja á stofn iðnaðarverksmiðju í
YVeyburn Sask., og hefir þegar
keypt land í suður-hluta bæjarins,
og verður byrjað að byggja verk-
smiðjurnar í sumar.
— Svo margir leita eftir em-
bættum og störfum hjá hinni nýju
stjórn Bandarikja, að undrum
gegnir. Umhverfis hús þeirrar
nefndar, sem hefrr útbýting stjóm-
arstarfa með höndum, varð ifíik-
ið upphlaup af grúa þeim, er
500 Main Street, - - WINNIPEG
l?tibúsverzlun i Kenora
4-
i Dominion Gypsum Co. Ltd. I
•i-
♦
+
t Phone Main 1676
*
Aðal skrifstofa 407 McArthur Bldg.
P. 0. Box 537
t
+
' t
Hafa til sölu; ♦
,Peerless’‘ Wood-fibre Plastur, ,,Peerless“ Hard-wall, plastur +
,Peerless“ Stucco [Gips] „Peerless“ Ivory Finish t
,Peerless“ Prepared Finish, „Peerless“ Plaster of Paris +
K+t+-t+++>+-t+-t+++-t+++-t+-t+++++++-t+-t+4 ++++++++1
+
í
i
i
West Winnipeg Realty
Company
653 Sargent Ave.
Talsími Garry 4968
Selja lönd og lóðir í bænum og
grendinni, lönd í Manitoba og Norð-
vesturlandinu, útvega lán og elds-
ábyrgðir.
Th. J. Clemens,
G. Arnason,
B. Sigurðsson,
• P. J. Thomsou.
•»*-♦■+++t+t+t-+t++++++++++++++
Karlmenn og kvenfólk
læri hjá oss rakara-iðn á átta
vikum. Sérstök aðlaðandi
kjör nú sem stendur. Visst
hundraðsgjald borgað meðan
á lærdómi stendur. Verk-
færi ókeypis, ágætis tilsögn,
17 ár í starfinu, 45 skólar.
Hver námsveinn verður ævi-
meðlimur..............
Nloler Barber College
2o2 Pacific Ave. - Winnipeg
J. S. HARRIS, ráðsm.
FURNITURE
tin
. ...
OVERLAND
¥A'N t MHANDÍR
þangað sóttu, svo að kalla varð
lögregluna til að hafa hemil á
þeim.
A vorin
Hver og einn, sem þykir
gott að smakka glas af öli,
vill B o c k s.
DREWRYS
Bock Beer
bruggaður fyrir 6 mánuð-
um er nú til sölu.
Pantið snemma
því að birgðirnar
eru takmarkaðar
FORT ROUCE
THEATRE £$»and
Hreyfimynda leikhús
Beztu myndir sýndar
J. JÓNASSON, eigandi.
J. J. Swanson & Co.
Verzla meS (asteignir. Sjá um
leigu á Kúsum. Annast lán og
eldsábyrgðir o. fl.
1 ALBEOTA BLOCK- Portage & Carry
Phone Main 2597
LAND til sölu eða leigu nálægt Yar-
bo, Sask., 160 ekrur, umgirt á þrjá
vegu, 40 ekrur brotnar, lóðir í eða ná-
lægt Winnipeg teknar í skiftum. Nán-
ari upplýsingar hjá eiganda undirrit-
uðum. Adressa 689 Agnes St., Win-
nipeg. S. Sigurjónsson.