Lögberg - 08.05.1913, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
8. MAf 19x3
#§§
LÖGBERG
GefifX út hvernfimtudag af The
CoLUMBIA PrESS LlMITED
Coraer William Ave. &
Sherbroolre Street
WlNNIPEG, — MaNITOPA.
I
STEFÁN BJÖRNSSON,
EDITOR
J. ,A. BLÖNDAL,
BUSINESS MANAGER
UTANÍSKRIFTTIL BLAÐSINS:
TheQ)lumbiaPress,Ltd.
P. O. Box 3172, Winnipeg, Man.
utanXskript ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG,
P. O. Box 3172, Winnipeg,
Manitoba.
TALSÍMI: GARKY 2156
”"Verð blaðsins $2.00 um árið.
m
Fulltrúi íslendinga.
Áður hefir veriS bent á það, a8
íslenzki frambjóðandinn, Arni
Eggertsson. sé sá maðurinn. sem
Jslendingar í Gimli kjördæmi ættu
að ljá óskorað fylgi i kosningum
þeim, er þar verða liáðar 12. þ.
m., en við það, sem áður hefir
sagt verið hér um, má bæta ýmsu
fleiru er með því mælir að landar
vorir nyrðra styðji hann.
Með því mælir fyrst og fremst
það, aö Gimli kjördæmið hefir
verið íslenzkt kjördæmi, þ. e. a. s.,
að íslendingur hefir frá upphafi
verið fulltrúi þess.
í annan st'að ber löndum vorum
að styðja Arna Eggertsson vegna
þess, að hann á hægra með að
skilja og geta nærri þörfum þeirra,
en fulltrúi af öðrum þjóðflokki,
og þeim er auðveldara að leita til
hans, en enskumælandi fulltrúa.
í þriðja lagi er Árni EggertS'On
sá atkvæðamaður, og svo frábær-
lega fylgým sér, hvar sem hann
leggur sig fram, áð það er vanséð,
að nokkur annar geri kjördæminu
nteira gagn, en einmitt hann. Það
er að minsta kosti full sannfæring
vor, eftir margra ára viðkynningu.
f fjórða lagi er það aftur við-
sjárvert, ef Islendingar missa af
fulltrúavaldi sínu í kjördæminu í
þetta skifti. Nú er einmitt verið
að revna þá. Það er verið að leita
fyrir sér að ná kjördæminu undan
þeim. Ef það tekst i þetta skifti, !
þá eru svo sem engar likur til, að [
Jaeir komi fslendingi þar að aftur. j
Xæstu kosningar fara fram eftir |
svo sem éitt ár. Þá verður mesta |
skara Galiziumanna komið á kjör- j
skrá, sem nú hafa ekki atkvæðis- j
rétt, og áhrif íslendinga þá minni,
skiljanlega. Það er ekki blint í ,
sjóinn rent, að nú er tekið fyrirl
kverkar á landanum. Ef það
hepnast riú, að ná fulltrúa valdinu
frá íslendingum nyrðra, þar sent .
þeir standa að ýmsu leyti betur að [
vígi, en eftir að næstu kjörskrár
verða samdar, þá geta þeir sjálfir
gert sér í hugarlund. hvers þeir
mega vænta við næstu kosningar;
þá yrði vitanlega ekki viðlit fvrir
þá að koma að manri ’ af s’nrm '
þjóðflokki. ef Jieir láta kúgast nú.
En ef þeir sýna það með rösk-
leik og samheldni, að þeir vilja
ekki láta svifta sig islenzku full-
trúavaldi í sínu eigin kjördæmi,
|iá eru likur til, og þær stórmiklar,
er þeir láta engan bilbug á sér
finna, en vaka yfir sínum sjálf-
sögðu réttindum, að stjórnin heyk-
ist við að troða upp á þá manni af
öðrum þjóðflokki, og þingmaður
Gimli kjördæmis verði íslenzkur
eins og hann hefir altaf verið og
á að vera.
I fimta lagi krefst þjóðarmetn-
aður landa vorra þess, að þeir
velji sjálfir sitt þingmannsefni en
ekki stjómin, þó að hún sé voldug.
í sjötta lagi er ekki nema um svo
sem eins árs kjörtímabil að ræða,
að þvi er Gimli-kjördæmi snertir
nú, og framkvæmdavon kosninga-
loforða afturhaldsins á þeim stutta
tíma virðist varla heimila það, að
íslendingar i Gimli-kjördæmi
sleppi fulltrúavaldinu islenzka fyr-
ir liana, vitandi að ]>eir eru þá
að sleppa þvi valdi fyrir filt og
alt. svo að jafnvel yrði ekki til að
hugsa að koma að islenzkum
flokksmanni fylkisstjórnarirnar,
sem að öðrum kosti, ef kjördæmið
hverfur nú ekki undan Islending-
um, mundi sennilega eiga býsna
byrvænlegt, þó að nú hafi verið
framhjá gengið til að reyna að
-koma að ensku mælandi manni.
Af þessum ástæðum og því lík-
um, virðist það vera sjálfsögð
skyl’da allra góðra íslenzkra
drengja, ekki að eins íslenzkra
liberala, heldur og islenzkra con-
servativa, að láta ekki kjördæmið
undan Islendingum ganga, heldur
að styðja Arna Eggertsson við
þessa kosningu einhuga og með
ráði og dáð .
Árni Eggertsson er sjálfsagður
fulltrúi Islendinga í Gimli-kjör-
dæminu! Hann er landi yðar ís-
lendingar. Hann er dugnaðar-
maður og drengur góður. Hann
er sá maðurinn. sem yður ber að
styðja, ef þér metið yður sjálfa
og íslenzk áhrif sem vert er.
KJÓSIÐ HANN!
málin snertir, að hafa orðið
undir þar sem hann hefir boðið
sig fram til þings; en að vera þaul-
vanur við að “falla” eru engin
stór meðmæli með neinu þiug-
mannsefni.
Hitt er kunnugt bæði Islending-
um og enskumælandi mönnum, að
herra Árni Eggertsson hefir ein-
mitt tekið afar-áhrifamikinn þátt
í stjórnmálum þessa fylkis, og alt
af verið áhugasamur um fram-
gang þeirra mála, sem horft hafa
fylki voru til gagns og nytsemdar.
En þó að Hkr. hafi að öllum lík
indum unnið enska rTambjóðand-
anum lítið gagn með því að vera
að guma af stjórnmálafrægð hans,
þá verður líklega sú staðhæfing
blaðsins enska frambjóðandanum
enn óheillavænlegri, að sjálfsagt
sé að kjósa hann vegna þess, að
hann, mundi verða liklegri til að
“afreka meira kjördæminu til
þrifa og framkvæmda”, af því að
hann sé stjórnarsinni.
Hvað táknar slík yfírlýsing í
opinberu blaði?
Ilún táknar, ef nokkurt vit er
í henni á annað borð, að flokks-
blað Roblinstjórnarinnar sakar
hana fstjórninaj umsvifalaust um
hlutdrægni; það sakar hana um
það, að 'nún miði umbætur í kjör-
dæmum ekki við þörfina á þeim,
heldur við þaö, hvort þingmaður
kjördæmisins er stjómarsinni eða
stjórnar andstæðingur. Hvernig
lízt mönnum á?
Ljótt er ástandið orðið þar sem
flokksblöð stjórnar kynoka sér
ekki við að skeggræða um það við
kjósendur, að það sé svo sem
sjálfsagt að níðst verði á atkvæð-
isbærum íbúum kjördæmanna, og
þeir settir hjá réttmætum umbót-
um af stjórnar hálfit, ef þeir séu
svo djarfir að kjósa annan mann
á þing, en þann sem stjórnin vilji
og sendi á þá.
En slíkar hótanir duga ekki við
fslendinga. Þeir láta ekki neyða
upp á sig þingmönnum, þó að hót-
anir séu hafðar í frammi. Það
hafa þeir sýnt áður og það munu
þeir sýna enn á ný 12. þ. m.
Bersýnileg hlutdrœgnis-
yfirlýsing.
Vor kæra Heimskringla er til
málamynda að reyna að mæla
fratn með enska frambjóðandan-
um Mr. Taylor, í síðasta blaði.
En bæði er það, að býsna vanþakk-
látt verk er og miðlungi sæmilegt
islenzku málgagni, að vera að eggja
landa sína á að vera að vinna á
móti þeirra eigin mauni, og að
reyna að hrinda tslendingum úr
þeim virðingarembættum, sem þeir
liafa átt hér í ensku hringiðunri;
enda tekst málaflutnrngurinn eftir
því.
Það sem Hkr. telur Taylor sín-
um helzt til gildis er það, að hann
sé svo “þaulvanur stjórnmálamað-
ur”, en Árni Eggertsson hafi aldrei
gefið sig neitt að kalla víð þeim
málum.
Er það skjótast aö segja rm
þessa staðhæfingu, að það hefði
líklega verið eins sk>nsamleg af
Hkr. að láta stjórnmálastarfsem-
ina liggja milli hluta, því að lönd-
um vorum mun maðurinn hélzt
kunnur fyrir það. að því er stjórn-
Kosningamolar,
Islendingar í Gimli kjördœmi!
Grciifið atkvceði með landa yðar
Arna Eggertssyni.
Árni Eggertsson reyndist ágæt-
lega kjósendum sínum hér í
W’innipeg meöan hann sat í bæjar-
stjórninni. Er ekki fyrir þá sök
fitll ástæða til að ætla, að hann
reynist kjósendunt i Gimli kjör-
dæmi góður og samvizkusamur
þingmaðúr ?
Árni Eggertsson bregst ekki
trausti yðar kjósendur!
Hver sem greiðir atkvæði m-ð
Arna Eggertssyni, hann greiðir at-
kvæði með verndun íslenzks þjóð-
ernis og íslenzkra áhrifa i þessu
enska lándi.
Hver sem greiðir atkvæði méiti
íslenzka frambjóðandanum í Gimli
kjrrdæmi, liann greiðir atkvæði
móti viðhaldi íslenzkra áhrifa og
móti sinni eigin þjóð. Vill nokkur
íslenzkur kjósandi í Gim'i kjör-
dæmi gera sig sekan i sliku glap-
ræði ?
Munið eftir þvi, að ef þér
sleppið nú Gimli-kjördæminu i
hendur enskum fulltrúa, þá verð-
ur það i enskum höndum héðan í
THE DOMINION BANK
Slr EDMl’ND B. OSI.EB, M. P., l*r«* W. D. MATTHBWS ,Vlce-Pre».
C. A. BOGEIÍT, tíeneral Manager.
Höfuðstóll borgaðua*. . . $5,000,000
Varasjóðnr . . $6,000,000
AJlar eignlr .... ... . $76,000,000
$1.00 gefur yður bankabók.
pér þurfið ekki að blða þangað til þér etgið mikla peninga
upphæð, til þess að komast I samband vlð þennan banka. pér
getið byrjað reikning við hann með $1.00 og vextir reiknaðir af
honum tvisvar á. ári. Jrannig vinnur sparifé yðar sífelt pen-
inga inn fyrir yður.
NOTBE DAME BBANCH: Mr. C. M. DENISON, Manager.
SELKXBK BRANCH: J. GBISDALE, Manager.
frá alla yðar tið, Islendingar sem
nú lifið, og yðar barna og barna-
barna !
Islenzkasta kjördæmið í Mani-
toba vill ekki sjá né heyra annan
fulltrúa en íslenzkan.
Ekki eru íslendingar í Gimli-
kjördæmi heillum horfnir, verður
sagt 12. þ. m., ef þeir koma að
fulltrúa sínum, Árna Eggertsson,
þrátt fyrir alla ákefð Roblin
stjórnarinnar, sem vill nauðga inn
á þá manni, sem er enskur og
löndum alókunnur og þeir höfðu
aldrei óskað eftir, er hann gerði
innreiö sína norður á milli vatna.
Margir gallharðir íslenzkir ccn-
servativar eru svo gramir yfir
meðferð afturhaldsins á Gimli
kjördæmi nú í vor, að þeir segja
með öllum þeim sannfæringar
krafti sem þeir eiga til; ef eg ætti
10 atkvæði þá skyldi eg greiða þau
öll með Árna Eggertssyni.
íslenzkir kjósendur í Gimli-
kjördæmi eru fastráðnir í því að
selja ekki frumburðarrétt sinn 12.
þessa mánaðar.
Arni Eggertsson er ekki að eins
sjálfsagður fulltrúi íslenzkra
liberala í Gimli-kjördæmi, heldur
ætti og allur þorri conservativra
landa vorra þar að styðja hann.
til þess að sleppa ekki Gimlikjör-
dæminu úr höndum íslendinga.
Kosningin í Gimli
Þegar umboðsmenn Árna Egg-
ertssonar, þeir A. S. Bardal og
Berv. Freemannsson komu til kjör-
stjórans í Gimli kjördæmi á mánu-
daginn með skjöl og skilríki við-
víkjandi útnefning hans, fengu þeir
að vita, að kjörstöðum hefði verið
hrevtt á sex stöðum. Astæðurn-
ar voru ýmist þær, að enginn
byggi í þeim húsum, sem áður
höfðu verið tilnefnd, ellegar að
færðin væri svo vond, ennfremur
að hinir fyrnefndu staðir lægju
illa við, þó að hinir síðarnefndu
væru sumir færðir út í horn kjör-
dæmisins. Um einn staðinn gat
kjörstjórinn enga upplýsing gefið,
heldur vísaði til þess manns. sem
stendur fyrir kcsningu af hendi
conservativa. og er það furðulegt
háttalag. Kjörstaðirnir, einsog
þeir eru ákvarðaðir, eru þessir:
Nr. 1. Township 18 og 19 range
i west í Rondeau skólahúsi.
Nr. 2. Sá partur Ts 18, r. 2 w.
sem liggur fyrir austan Shoal Lake
og.Ts 19 r. 2 west, í húsi G. Sig-
urðssonar.
Nr. 3. Sá partur Ts 18, r. 2.
west, sem liggur fyrir vestan
Shoal Lake, svo og Ts 18, r. 3, 4
og 5 west, á heimili Wm. Betts.
Nr. 4. Sá partur af Ts 19, r.
3 w. sem Hggur fyrir vestan
Schoal Lake, að undanteknum 2
nyrstu röðunum af því township
og Ts 19 r. 4 og 5 w., í Franklin
skóla.
Nr. 5. Ts 21 og 2 i r. 7 w. og
Ts 21, r. 8 w., á heimili Angus
Campbell á section 21—21—7 w.
Nr. 6. Ts 19, 20, 21 og 22 í r.
6 w., að Park View skólahúsi.
Nr. 7. Ts 20 í r. 4 og 5 w. að
Cold Springs skóla.
Nr. 8. Ts 20 r. 3 w. og sá part-
ur ts 19 sem liggur fyrir austan
Shoal Lake, tvær nyrstu sectioner
af ts 19, r. 3 w. og tvær vestustu
sectioner af ts 20, r. 2 w., — í
húsi Péturs Bjamasonar.
Nr. 9. Ts 21 og 22, r. 4 og 5 j
, í Deer Horn skóla.
Nr 10. Ts 20, r. 1 w., fjórar
austustu sectioner af ts 20, r. 2
w., ts 21, r 1. 2 og 3 w•■, einnig
ts. 20 og 21 r. 1 austur, — i húsi
N. Thorne, Chatfield.
Nr. 11. Ts 22 ög 23 r. 1, 2
og 3 w., í Broad Valley skóla.
Nr. 12. Ts 24 25, r. 1, 2 og 3
w., í húsi Michael Bouchamp á
sec. 14—24—2 w.
Nr. 13. Ts 23, 24 o’g 25, r. 4,
5, 6. 7 og 8 w. og ts 22, r. 8 w., !
í húsi John Gowlers á sec. !
20—23—7 w-
Nr. 14. Ts 22 og 23, r. 9 og 10
w., á heimili St. Stefánssonar,
Dog Creek.
Nr. 15. Ts 24 og 25, r. 9 og j
10 w., á heimili P. Kjemesteðs.
Nr. 16. Alt svæðið fyrir norðan
ts. 25 og mllli fyrsta hádegisbaugs
og Manitoba vatns og austur tak-
marka r. 11 w., — í húsi D. Mc-
Donald, Fairford.
Nr. 17.' Austurhelmingur ts 18,
r. 3 e., á heimili Frank Szrucki á
13—18—2 e.
Nr. 18. Sá partur ts. 18, sem
ekki er áður talinn, að heimili B.
Arasonar á sec. 21—18—4 e.
Nr. 19. Ts 19, r. 3 og 4 e., í
húsi Bergþórs Þórðarsonar, Gimli.
Nr. 20. Ts. 19, r. 1 og 2 e., i
húsi Stefam Humenny á 14—19—2
Nr. 21. Ts 20 og 21, r. 2 e. og
vesturhelmingur af ts 20 og 217 r.
3 e. í húsi Chris Haas, Rembrandt.
Nr. 22. Austurhelmingur af ts
20 og 21, r. 3 e. og ts 20 og 21, r.
4 e., í húsi Sigurjóns Jónssonar á
17—21—4 e.
Nr. 23. Ts 22, r. 4 e., að heim-
ili S. J. Vidal á sec. 28—22—4 e.
Nr. 24. Ts 22, r. 3 e., í húsi
J. S. Nordal i sec. 23—22—3 e.
Nr. 25. Ts 22, r. 1 og 2 e., í
húsi P. Guðmundssonar, Árborg.
Nr. 26. Ts 23 og 24, r. 1 og
2 e., að Vidir P. O.
Nr. 27. Ts 23 og 24, r. 3 og 4
e., að Farmers Institute húsi, Ice-
landic River.
Nr. 28. Ts 23, 24. 25, 26 rg 27,
r. 5 og 6 e. og ts 28 til 32 að öll-
um meðtöldum, r. 5 e., ts 25 til
31, að öllum meðtöldum, r. 4 e.
svo og allar eyjar i Winnipeg
vatni fyrir austan r. 3 e., — að
heimili B. Stefánssonar á sec.
3—25—6 e.
Nr. 29. Ts 25 til 35, að öllum
meðtöldum, r. 1, 2 og 3 e., í
Hudsons Bay búð, Fisher River.
Nr. 30. Ts 17, r. 1 e., í húsi
Espe Elgberg á sec. 21—17—1 e.,
Inwood P. O.
Nr. 31. Ts 18. r. 1 e., í húsi
Anuk Tan á sec. 21—18—1 e.,
Komarno P. O.
Nr. 32. Ts. 17 og 18, r. 2 e. að
heimili John Mykorizuk á 20—18—
2 e.
Nr. 33. Vesturhelmingur af ts
17 og 18, r. 3 e., í húsi John
McDonald á sec. iq—17—3 e.
Aðgætandi er, að 3. kjördæmi
NORTHERN CROWN BANK
AÐALSKRIFSTOr A í WINNIPEG
Höfuðstóll (löggiltur)
Höfuðstóll (greiddur)
$6,000,000
$2,746,000
Formaöur
Vara-formaður
Jas, H. Ashdown
STJÓRNENDUR:
Sir D. H. McMillan, K. C. M. G.
* Capt. Wm. Robinson
H. T. Champion Frederick Nation
J ao, ix. xiouuunu xjl. x , vuauipiuu 1 icucilLK l'dllUU
Hon.D.C- Cameron W, C. Leistikow Sir R. P. Koblin, K.C.M.G,
Allskonar bankastðrf afgreidd.—Vér byrjum reikninga við eiustaklinga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir.—Avtsanir seldar til hvaða staðaar
sem er á slandi, — Sérstakur gaumur gefinn sparisjóðs innlögum, sem hægt
er að byrja með einum dollar. Reutur lagðar við á hverjum 6 mánuðum,
T. E. THORSTEINSON, Ráösmaöur.
Cor. Willim Ave. og Sherbrooke St. Winnipeg, Man.
hefir verið skift í tvent, en hvern-
ig hin nýju kjörsvið verða og hvar
kosið verður, er enn ókunnugt.
Úr bœnum
I greininni i síðasta blaði, þar
sem segir frá viðtali við herra Jón
Thorsteinsson hefir fallið úr ein
Iína; sú setning á að vera þannig:
“og þau ár sem hann átti sæti í
bæjarstjórninni í Winnipeg, þótti
hann manna duglegastur.”
Mr. Jón Thorsteinson, hjólreiða-
kaupmaður á Portage Ave. fór
snögga ferð niður að Gimli fyrir
síðustu helgi, til þess að líta eftir
sumar heimili sínu þar, og býzt
hann við að flytja ofan eftir með
fjölskyldu sína ekki seinna en um
næstu mánaða mót.
Mr. Thorsteinson lét mikið yfir
framtiðarhorfum Gimlibæjar.
Mikil eftirspurn væri þar eftir
bæjarlóðum og mikil líkindi til að
allmargir Winnipeg-búar mundu
byggj a sér þar hús í surnar. Eftir
ýmsum framförum sagðist hann
hafa tekið. Þar á meðal að J.
Harrson aktýgja-smiður heíði
bvrjað myndarlega aktýgja verzl-
un á Aðalstrætinu, en það sem mest
bæri á af nýjungum í bænum, kvað
Mr. Thorsteinson vera hina nýju
búð H. P. Tergesen bæjarstjóra.
Búðin mundi sæma sér vel, hvar
sem væri í Winnipeg hvað frá-
gang snerti, og þar að auk væru
vörubirgðirnar svo miklar og vei
fyrir komið, að hann mintist ekki
að hann hefði séð annað eins utan
stórborganna.
Ungfrú Inga Örner liélt sam-
söng á föstudags kveldið og tókst
afbragðs vel. Hún hefir aðdáan-
lega fallega rödd og kann prýðis-
vel að beita henni. Því miður var
samkoman litið sótt, og má telja
það illa farið, því að betri söng-
skemtun hefir ekki verið kostur á
hér um langan tíma.
Hér kóm óvæntur gestur á
fimtudags morguninn, alla leið
kominn frá íslandi og um margar
krókagötur. Það var Jónas Krist-
jánsson, læknir Skagfitðinga.
Frézt hafði hingað, að hann hefði
fengið brottfararleyfi úr læknis-
héraði sínu, til utanfarar í því
skyni að leita frekari mentunar í
ment sinni, einkum því er að
skurðlækningum lýtur. Hann hélt
af stað frá Reykjavík í byrjun
Október mánaðar síðastliðið haust
og dvaldi á spítölum í Bretlandi,
einkum í Edinburg. Þaðan til
Kaupmannahafnar og Stockhólms
og til Berlinar á Þýzkalandi. Það-
an lagði hann leið sina mn langan
veg til New York borgar cg síðan
til Rochester, Minn., þarsem gerð-
ir munu vera einna flestir og
margvíslegastir holdskurðir á degi
hverjum allra staða í norðurhluta
álfu vorrar, og þó víðar sé leitað.
Þangað fór til móts við Jónas,
bróðir hans, Mr. G. Christie, frá
Gimli, að sækja hann, en kom
aftur svo búinn, með því að lækn-
irinn vildi vera lengur og sjá
meira.
Það mun vera fyrirætlun þeirra
hræðra að verða samferða til Is-
lands og leggja upp héðan, ásamt
Mrs. Christie, um miðjan þennan
mánuð. Viðdvölina hér ætlar
Jónas að nota meðal annars að sjá
til lækna hér í Winnipeg, þeirra er
skurðlækningar stunda og orð fer
af.
Á fimtudagskveldið var söfnuð-
ust saman að heimili Mr. og Mrs.
G. Thordarson á Victor stræti
vinir og kunningjar ungfrú Guð-
rúnar Indriðadóttur, leikkonu. til
að kveðja liana. Komu þar saman
um sextíu manns. Hafði berra
Finnur Jónsson orð fyrir gestun-
um, þakkaðí Guðrúnu komu
hennar vestur, þau islenzku
áhrif, sem hún hefði flutt
hingað til okkar Islendinga
sem hér eingum heima, og bað
hana að bera ættjörðinni kæra
kveðju að vestan. Mæltist ræðu-
manni vel, og ab endingu afhenti
bann Guðrúnu að gjöf frá sam-
kvæmisfólkinu, skrautlegt háls-
men, sett perlum og gimsteinum,
mjög virðulegan grip. Guðrún
þakkaði gjöfina og kvaðst lengi
verða minnpg þess hlýleika til sin,
sem hún hefði orðið vör við hver-
vetna hér vestra meðal íslendinga,
er hún hefði kynst. — Þá flutti
herra G. Tr. Jónsson, ritstjóri
Heimskringlu, ungfrúnni kvæði,
er Þ. Þ. Þorsteinsson skáld hafði
ort til leikkonunnar fyrir hönd fé-
lagsins “Helga magra”, er ljeðið
hafði Guðrúnu að koma hingað
TAYLOR AÐ LEITA ÞINGSÆTIS
Fyrsta tilraun í VVinntpeg 1897 mísbepnast hörmu- onnur tllraun í Mountain kjördæmi fer á sömu leið Mr. Taylor leitar á náðir stórfurstans í Manitoba- “Komið méð mér,” aegir stórfurstinn. “]>©gar eg tala Stórfurstinn tjáir Gimliinöniium sínar fyrirskip-
lega. árið 1910 , fylki. verður Gimli að hIýða!,, anir.