Lögberg - 08.05.1913, Page 7

Lögberg - 08.05.1913, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGTNN 8. MAÍ 1913 7 Afdrátteirlgiuis tilk;ynnir|^ til sk;ilvir|clu enda Variö yöur á sölumönnum, sem segja, að skilvindur sem þeir selja séu ,,alveg eins og De Laval“ eöa ,,eins góðar og De Laval“. Slík ummæli eru algerlega staölaus. Slíkar hermikrákut kœra sig ekki hvaö þeir segja. í staö þess að beita viö smíöi vélasinna þeirri reynslu og smíöavinnu og efni, sem þarf til þess aö koma nærri De Laval, þá þykir þeim hægra og ódýrara að ,,staðhæfa“ hvað sem er og láta sem allt sé undir prísnum komið, til þess að halda kaupendum frá að feomast að ágöllum þeirra véla, sem þeir selja. Þeir breyta eftir Barnums reglu. að almenningur vilji láta heimska sig og kæra sig kollótta, hvernig þeir ná í peninga sína, ef þeir á annað borö ná í þá. Það er illa farið, að skilvindu- verzlunin skuli vera rekin með svo óœrlegu móti, en úr þvísvo er kom- ið, þá hœfir hverjum sem ætlar að fá sér skilvindu, að viðhafa gætni og greind í vali sínu.—Gœtið vel að því, hvort sú verksmiðja sem býr til vélina, hefir reynzt vel til skilvindu smíða. Forö- ist að kaupa vél, ef þeir sem hana hafa smíðað hafa litla reynzlu á skilvindum, eða eru alla tfð að breyta til frá einni tilraun til annarar. Eigið tal við þá, sem nota skilvindur og lært hafa af reynzl- unni.—Því meir sem þér gætið aö, því betur munuð þér sjá, að aðeins ein skilvinda er algerlega í flokki sér. Það er sú sem kom fyrst fram árið 1878 og verið hefir fremst í flokki alla tíð síðan. Þér munuð komast að raun um, að fleiri vélar af þeirri teg- und seljast nú heldur en af öllum öðrum tegundum til samans. Þér munuð komast að raun um að 98^/ af smjörbúum heims- ins nota hana og enga aðra. Þér munuð sjá, að hver sem notar hana hrósar henni. Þér munuð komast að raun um, að þeir sem búa hana til, treysta því svo vel, að hún sé öllum öðrum betri, að þér meg- ið reyna hana ókeypis með hverri annari vél, og dæmið sjálf- ir um, hver bezt reynist. Þessi vél hefir reynzt vel, enda notuð af 1,500,000 manns. Ef þér viljið gera góð kaup þá eignist De Laval Riómaskilvindu DE LAVAL DAIRY SUPPLY CO., Ltd MONTREAL PETERBORO WINNIPEC WANCOUVER Alþýðuvísur. Eg ætla að senda ySur hér með fáeinar alþýðuvísur, sem eg lærtii þegar eg var í æsku og sumar í elli. Suma höfundana veit eg ekki um, þætti gaman aS vita hverjir þeir væru: Hattinn binda má eg minn mér þótt lvndi eigi, annars vindur ósveiginn af mér hryndir greyi. Þessi visa er eftir Árna Gíslason sem var íöggæzlumaður í Reykja- vík, til ónefnds manns: Hýddur tekur hýddra trú, hýSast ætti að nýju. En hnappar gyltir hlífa nú háðunganna stýu. Símon Dalaskáld var á. ferð í Njarðvíkum í Gullbringusýslu, og kom á bæ, sem Tjarnarkot heitir, til Arinbjörns Ólafssonar, sem nú er dáinn, og orti Simon eftirfar- andi visur. Þessi er til dóttur húsbóndans: Blessuð mærin blíðu tærir sveinum hún án efa hylli ber, hana gefur Kristín mér. ýKristín var móðir hennarj. Til vinnukonu á heimilinu, sem ekki hafði viljað ansa honum nema þegar hann spurði hana að heiti og hvaðan hún væri ættuð, kvað hann; Þorbjörg nógu nett vaxin nýta ýta gleður, er úr svarta Flóa, fríð full vel skartar bauga hlíð. Þessi er um lieimilið; Hátt við bláa himininn hulin dýrum blóma, í Tjarnarkoti tilvalin timbur húsin ljóma. Aths.: Mjög mörgum vísum er sleft af þeim sem Mrs. L. hefir sent, með þvi að þær eru afbak- aðar. Eg hef þann heiður að vera ein af lesendum þínurrl, og eftir margra ára vinsamlega viðkynn- ing, heilsa eg nú upp á þig í fyrsta sinn með því að senda þér nokkrar vísur í ljóðasafn þitt, finnist þér við eigandi að gefa þeim rúm þar. Að öðrum kosti bið eg þig svo vel gera og brenna blaðið. Fróðleiks-kæra frétta blað frjálsu lýsir sinni. Geðið margra gerir það glatt í útlegðinni. Letra dúkur listum ger lífga hugar blómin, farðu vel og fylgi, þér friður og mentaljóminn. Kvöld. Skýa ból í skugga kjól skrýðir njóla án biðar. Grætur fjóla á grænum hól gengna sól til viðar. Nótt ber fánann húms í hjúp hauðurs blána kvistir. Kyssir ránar dimm-blátt djúp dýrðleg mána systir. \Vor. Þú heilsar oss með hýrar brár, svo hjartans velkominn, burt nemur lífsins beizkju tár blessaður geislinn þinn. 1 förkunnar tár af himins hvarm höndin þín strjúka fer. Náttúran sárum bólginn barm breiöir í móti þér. Þú drottins lýsir gæzku gnótt, greiðir braut lífsfögnuðs: Framleiðir blessun fjör og þrótt friðarsáttmáli Guðs. Huld. Þetta ljóðabréf orti járnsmiður Jónas Guðnmndsson á Ölvalds- stöðum í Borgarhreppi í Mýra- sýslu, til þáverandi faktors Teits Ólafssonar í Borgarnesi. Jónas var drykkjumaður mikill og hafði þar af leiðandi búnauð oftj hann var hagyrðingur góður og krafta- maður mikill: Fremur enn eg orða kann, yður greitt að snúi heiður lífs og hamingjan, höndlunar fulltrúi! Fréttir engar fæ eg skráð, fífu kærum viði, alt er kyrt, um lög og láð, lífsins meður friði. Ó jú fréttir hef eg hér, heldur lærdóms ríkar, bjargarlaus eg bráðum er, berast fáar slíkar. Og því fylgir blaði brýn bón, ef fengist rúgur og til gengið gæti min greitt, og væri drjúgur. Skeffur tvær eg skrifa þá, skati hvera sunnu, enn ef lengur lifa á, lægi mér á hálf tunnu. Þetta sjáið þér og hvur, þundur bráins hlíra, hvurnin á eg hungraður hömrum slá og smíða? Fái eg ei björg þá biö, brjóta nöðru traða, hætti eg við handverkið, hreppnum mest til skaða. Ef að kornið er nu falt, aungvu svo aö kvíðum, eg skal borga yður alt, eins og vill, i smíðum. Eitt er sem mér eykur hroll, - oflaung skips er gata, frá Ölvaldsstöðum ofan á Poll; eg samt hana rata. Enn ef við það verð eg domm, vafinn þraut einhverri, bágt er að rneiga ei bragða romm, brennivín eða sherrý. Þótt mig kulda kvelji pin, kæri eg mig skollann, kannske þá hún Kristín mín kaffi rétti bollann. Undir skjegtu yðar smá, eg kann dragið hola, þetta auka yður má, undra veiði kola. Að kola veið um kólgu stig, karlinn gæfan styður, réttast væri eg réði mig að róa þá hjá yður. Þvi má trúa, þess eg get, þangs um víðan flóa, kallaður var og verðugt hét, víkingur að róa. Þótt ei kola kómi mergð, ef kælur ekki baga, þá er yður yndisferð út um fjörðinn slaga. Fer eg bráðum flinkur, snar, ferð að hrinda lúrnum, kem eg þá með klinkurnar og kasta aftur skúrnum. Hér eg blaðið hætti við, og hróðrar sleppi tóni, henni Stínu heilsa bið og -honum litla Jóni. Mín skrifara ment er klén, og myndun orða stefa, og því bið eg Olafsen, yður fyrirgefa. Ölvaldsstöðum eg beiti, af ýmsum nefndur smiður, eg man það að eg heiti: . .Jónas Guðmunds niður. John J. Borgtfjörð, Ballard. S. J. Johannesson kom eitt sinn þar að, er menn léku að boltum á knattborði. Hann kvað; Hér af kappi unnið er auðs af Nérum knáum, þó til happa — því er ver — það mun verða fáum. M. Markússon kvað um sama: Ivandar stoltir berja bolta borðuni hjá, ölið holt þeim ylur þá en buddan soltin skælir skoltinn skorpin til og frá, Inter poculá! Það tíðkaðist njikið í verstöð- um sunnanlands áður fyr, að yrkja, og með því að þar voru saman komnir menn úr öllum landsfjórðungum, þá var stund- um rígur með þeim, sem þessar vísur sýna, sem auðsjáanlega hafa farið á milli Norðlendinga og Austanvéra: Skakkir staula í skinnhöldin, skammir raula ólinir, þið eruð aular Austanmenn eins og baulu synir. Þó við séum aular austan rnenn að því samt vér gáum, níðings þræla Norðlinginn neitt ei agtað fáum. H cilræSi, Heftu kæti, kals og blót kærleiks gæt að blóma lítillætis ljúft viðmót lát þér ætíð sóma. Ráð það læra ljúft þér ber lífs á værum degi bvrðar þær ei bittu þér er borið fær þú eigi. Án kærleika er vonin veik völt og reikul trúin, líkt sem eik af elli bleik elds til kveikju búin. Ljótt er seyru að leggja á menn last sem þeir ei eiga, talaðu fleira ekki enn allir heyra mega. Illa stinga oftast hér áreitinga slettur sínum kyngja orðum er óvirðingar blettur. Verk alræmt ei rengja þarft rót framkvæmda sjáðu aldrei dæmdu aðra hart eigin sæmdar gáðu. Drarnbsemina í dróma lirek drekans gin í sendu, ágirndina í útlegð rek, öfundina brendu. Er hún fóstur andskotans af hans brjósti sprungin tíðum bjóst í harninn hans heiftar gjósti þrungin. Varast bleika vofu þá verst hún kveikir tjónið mannkærleikans eldi á áttu að steikja flónið. Öfund verst er eitur pest af henni lestir kvikna, hún við bresti hlægin sést hrósinu mest af stiknar. Harðast kvelur hvern sem vel hugar þel gott elur róg þeim selur hatur hel heift með vélurn felur. Eigðu félag ei við þann sem iðkar vél og hrekki þínum stelur heiðri hann hjá honum dvel þú ekki. Holl þeim fatast hamingjan hans er sat að ráðum sínum glatar heiðri hann háðung atast bráðum. Óráðvandra veg og stand varast grand sem hreppir ódygð blandað ilt samband æru og manndygð sleppir. Ólánsmanni með ei vert mörgum vann það tregðu forsmá hann þó ei né ert aldrei bann á legðu. Heldur á að aumka þá óláns þrá er líða holla tjá þeim hjálp ef má hrinda frá þeim kviða. Sina hver einn byrði ber böl þá sker sem líða gefið hér ei öllum er auðrtu sér að smíða. Ríkan mann sem maurum ann meir en sannleiks vegi enginn kann að heiðra hann hróss er vann til eigi. Þessar vísur sem eg set hér á eftir eru eftir Sigurð Bjarnason, ortar út af draum sem hann dreymdi, ekki alllöngu áður en hann dó og gömul kona kendi mér, sem var honum samtíða. Þær eru svona: Þá eg var í værum blund við draum þarar lyndi mín helfarar fölva stund fyrir bar í skyndi. Loft mig kringum svo gat séð svam hrylling að vitum sem snjók)-ngi myndist með mókvítinga litum. - Kringum lyndi sveima sá sálaryndi dvínar undir myndum ýmsum þá allar sjmdir minar. Dofna mundi máttur því 1 mun um stundu tregur hræðslu lundu hraktist í hrollur undarlegur. Syrgði lotin sem hálfdauð sál á þrota kvöldi. Með ónota mér ofbauð minn afbrota fjöldi. Virtist spúa vítis bál voða grúa liráða hrygðum búin hugði sál hvað er nú til ráða. Heljar glóð frá hjálpi mér hér með móðu dauða Kristi góða kraft sem ber krossins blóðið rauða. Þá mig kringum þóttist sjá það sem hring réð mynda blóðrigninga bægði frá beizku kyngi synda. Það mér Jesú þótti blóð þá sem að mér slæddist óskelkaður eg þá stóð og engvan skaða hræddist. Færðist sál í fögnuðinn farsæld nálægari öllu rnáli að eg finn æðri og háleitari. Draumur frá svo dragast nam depraðist sálar gleði myrkum þá í holdsins' ham hnugginn lá á beði. Eg lærði þessar vísur fyrir ein- um tuttugu og fimm árum, svo það getur nú skeð að þær séu ekki alveg réttar, en þá bið eg þann sem betur veit að leiðrétta. TVfARKET | 11 >TKI, 'öð sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. 633j Notre Dame Phone E. 5180 REX Custom Tailors og FATAHREINSARAR Vér höfum nýlega fengið ljómandi úrval af vor og sumar fata efnunl á $18 til $40 Ef þú vilt vera vel búinn, þá komdu til okkar. Karlmannaföt hreinsuð og saumuð upp og gert við þau. Kvenfatnað sér- stakur gaumur gefinn, REX CUSTOM TAILORS Cor. Notro Dame and Sherbrooke St. Phone: Garry 5180 Nœst Steen's Dry Goods Store Sést ei á mér mannleg mynd minn er kraftur flúinn, Björn eg heiti, gömul grind, grettur, stirður, lúinn. Mrs. Sigurveig S. Oleson. 1 Lögbergi er út kom 27. Marz, hafa misprentast þessar visur: I þriðju vísu annari hendingu stend- úr "uii': eg setti dropa, á að vera, inn eg setti dropa’’ og í 12 visu þriðju hending, fangamerki; J og A, á að vera I og Ó. Ylur laugar er mitt nafn, á að vera heit. Þetta eru menn beðnir að at- huga. D. V aldimarson. Þannig lýsti Baldvin skáld sjálfum sér: \ axtar snotur, valla stór verkanotinn, hygginn, herðalotinn, mittismjór með innskotinn hrygginn. ALLAN LINE Konungleg Póstgufuskip St. Lawrence Ieiðin opin “VICTORIAN” til Ixiverpool...8. Maí...Frá Montreal “GRAMPIAN” til Glasgow.......10. Maí...Frá Montreal “POMMEIÍAXIAX", Havre og I.ondon 11. Maí..........Frá Montreal “CORSICAN” til I.iverpool...17. Maí...............Frá Montreal “SCANDIN'AV IAX” til Glasgow .. .1.... 17. Maí..Frá Montreal “SCOTIAN” til líavre og London.18. Maí...Frá Montreal “VIRGINIAN” til Liverpool....22. Maí.....Frá Montreal “HESPERIAN” til Glasgow.... 24. Maí............Frá Montreal “CORINTHIAN” til Havre og Ixondon. .25. Maí.....Frá Montreal Á öllum skipum til Fondon og á “Pretorian” eitt farrými. Á “Scandinavian” til Glasgow eitt farrými. Ný skip í smíðum „Alsatian“ „Calgarian“ I.engd 600 fet. 18,000 smálestir. pessum skipum er nú hleypt af stokkunum, og fara þau fyrstu ferS sína á þessu sumri. Fimm og hálfan dag frá Quebec til Ixiverpool. Á þeim eru þessar stofur: Setustofa, bókastofa, lestrarstofa, spila- herbergi, reykingastofa kaffihús, iþrútta herbergi, o.s.frv. TJm frekari upplýsingar um fargjald og fyrirfram pöntun á svefn- klefum o. s.frv. má snúa sér til allra umboSsmanna vorra e’Sa W. R. ALxLAN, Aðal umboðsmanns í Vesturlandinu, WIXNIPEG, MAN. LU MBER S X 8 II , DOOR8, M O L L D I N G, CEMENT oq HARDWALL PLA8TER Alt sem til bygginga útheimtist. National Supply Co. Horni McPhilips og Notre Dame Ave. Talsímar: Garry 3556 I WINNÍPEG The Birds Hill Sandstone Brick Co. Limited Baldvin skáld var um sinn vinnumaður á Heiði í Göngu- skörðum og orkti þessa vísu um Þorbjörgu dóttur Stefáns bónda, er hún var að hátta; Fegurð hennar hjarta slær hvílu boða stundir bauga rennur röðull skær rekkjuvoðir undir. Tendraðu kláran ástar ofn eyddu fári og pínu! Gefðu mér báru loga lofn lokk úr hári þínu. Búa til múrstein til prýði utan á hús. Litaður eftir því sem hver vill hafa. Skrifstofa og verksmiðja á Korni Arlington og Elgin WINNIPEG, - - . MANITOBA D. D. Wood, Manager Fón Garry 424 og 3842 Hver múrsteinn pressaður Mrs. Gíslason frá Grafton N. D. Eg sendi hér með fáeinar vísur eftir einn af frumbyggjum Fljóts- búanna sem er kominn á áttræðis aldur. Hann orkti þær síðastlið- inn vetur, og gefur leyfi til að þær séu prentaðar með alþýðuvísum Lögbergs, ef þér sýnist að þær séu þess virði að koma fyrir almenn- ings siónir; Innri máttar teflist tafl tals frá háttar grunni, líka þráttar andans afl ytra’ í náttúrunni. Nú er vikið varma frá; vindum stryk að þróa austan blika bendir á brattar kvikur snjóa. Hvopta spennir glýggur grá grimdar-sennu hlestur, með stórfenni foldu á fjúki rennir vestur. Eik þar hélu-stokkin stóð — stundir elur harðar — hríðin gelur andláts óð yfir hveli jarðar. Helið gægist hverja stund, hallast nægju friður lík þar blæja legst á grund lífinu ægir viður. Hart að vanda hrörnar él, horfin grandi slagsins, líður andi ljóss um hvel, leik’r á bandi dagsins. Nú er vorið komið og ný hús og stórbygging- ingar fara aö rísa upp víös- vegar í borginni. Muniö þaö, þér sem byggiö, að byggja til frambúðar. Gœtið þess einkum, að vel og vandlega sé gengið frá hita og vatni. Sá sem leysir slíkt verk vel af hendi er. einsog allir vita G.L.STEPHENSON The Plimber" Talsími Garry 2154 842 Sherbrook St., W’peg. ROBINSON ‘JS2: KVENKÁPUR Hér eru nýkomnar fallegar kápur handa kvenfólki, skósíðar, víðar, með smekklega kraga og uppslög- um á ermum, með ýmislegum lit og áferð. Allar stærðir. Þetta er sér- Dominion Hotel 523 Main St. - Winnipcg; Björn B. Halldórsson, eigandi P. S. Anderson, veitingam. Bifreið fyrir gesti Sími Main 1131. - Dagsfaeði $1.25 |Th. Björnsson, - ♦ Rakari Nýtízku rakarastofa ásamt knattleikaborðum * TH. BJÖRNSSON. Eigandi •ý DOMIXION HOTEL. - TVINNIPEQ T ♦ T ♦ I' ♦ 4-4*4’ ♦ f .|. ♦ 4 ♦ .|. ♦ .1. ♦ 1+ .ffr Coast Lumber Yards Ltd. 185 Lombard St. Tals. M. 765 Sérstakir Talsímar fyrir hvert yard. LUMBER YARDS: 1, St. Boniface . . M. 765 Svo ætla eg að láta hér með tvær vísur eftir Björn Hannesson á Fremra-Núpi í Vopnafirði, sem var þar bóndi þegar eg var að al- ast upp. Hann var staddur úti' í Vopnafjarðarkaupstað og heyrði á tal tveggja manna og voru þeir að tala eitthvað misjafnt um Krist- ján Jóhannsson, sem lengi var á Fjöllunum, og síðan bóndi á Hauk- stöðum í Vopnafirði. Þ’á kvað Björn: Sérhver vakta sitt má pund svo ei verði að meini, Enginn JÖhanns kasti að kund klökuðum lasta steini. Einu sinni var hann á ferð úr kaupstað, og mætti mönnum sem spurðu hver þar væri, Jþví það var dimtj. Þá segir hann: Höfum ró og hinkrum við hverfur snjóa þorið, fer að gróa og leggur lið lífsins þróun, vorið. Hér á eftir koma tvær visur, þarsem höfundurinn bindur nafn sitt í hinni fyrri, en föður heitið í þeirri síðari; Ýmir þeytir þrefalt skeið þófa feita valnum, is var bleyta’ og ós á leið uncí sem veitir halnum. Nafnið áa míns þér má muni dável sanna: Þakið láar op við á eymda stjá að kanna. Icelandic River P. O. Man. Th. Jónsson. stök kjörkaup á...... Skoðið þær í nýju deildinni á 2. lofti. JAPANSKT POSTULÍN Nú stendur yfir stórkostleg kjör- kaupa útsala á japönsku postulíni, Það er handmálað og hver og *einn mun undrast, að vér skulum geta selt það með svö vægu verði. Eng- inn hefir ráð á að láta þessa sölu fara fram hjá sér, svo lágt sem verðið er og postulínið prýðilegt. OP 75c virði fyrir...... £tvC ROBINSON *£?• eftir sex og á helgidögum 2. McPhilip St. . . M. 766 3. St. James . . . M. 767 Aðalskrifstofa . . . M 768 Eg hefi 320 ekrur af landi nálægt Yarbo, Sask. (*& sect.J, sem seljast á með góðum skilmálum; eign í eða um- hverfis Winnipeg tekin í skiftum. Á landinu eru um 90 ekrur plaegðar og af 1 þeim 50 undir akri nú. Alt landið inn- 1 girt og á þvi um þúsund doll. virði af húsum ásamt góðu vatnsbóli. 5. SIGURJÓNSSON, 689 Agnes Stræti, Winnipeg. Ný eldastó til sölu með vægu verði. Ráðsmaður Lögbergs visar á. $6.75

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.