Lögberg - 31.07.1913, Side 4

Lögberg - 31.07.1913, Side 4
LÖGBERG jii, Gefið át hvern fimtudag a£ The Columbia Press Limited Corner William Ave. & StierbrooWe Street WlNNIPEG, — MaNITOBA. STEFÁN BJÖRNSSON, EDITOR J. A. BLÖNDAL. BUSINESS MANAGER UTANÁSKRIFT TIL BLAÐSINS: TheColumbia Press.Ltd. P. O. Box 3172, Winnipeg, Man. ij|i ;íp utanAskrift ritstjórans: % EDITOR LÖGBERG, P. O. Box 3172, Winnipeg, Manitoba. }$) TALSÍMI: GARRY 2156 Verð blaðsins $2.00 um árið. knýja sig áfram til aS fá lögleidd- an herskattinn, og hefir notaS yfir- lýsingar Mr. Churchills eins og sleggju á hausa þingmanna Can- ada til að fá þá til aö fallast á her- skattsnýjung sína, og hótaö þeim því aö, ef þeir ekki féllust á hana, þá léti hann ekkert í málinu gera. “The Navy’’ segir enn fremur: “Miklu heföi þaö verið viöur- kvæmilegra, heföi Mr. Churchill sagt, um leið og hann íysti yfir þeirri ráðsályktun flotamáladeild- arinnar, að hraðað yrði smíði þriggja herskipa, að þessi ráös- ályktun hefði áður verið fast- ákveðin.’’ Það leynir sér ekki í frekari ummælum blaðsins aö þrátt fyrir þetta býst það við að Canadabúar láti eitthvað til sín taka í málinu, því að sagt er að við þessa fyr- nefndu skipaviðbót verði látið sitja “þangafi til full vitneskja sé fengin um hu! nýja boð, sem brátt mcgi vœnta að Mr. Borden a/ug- lýsi, hvers kyns verði." Lævísi Bordens. Þaö er alþjóð kunnugt, aö síð- asta dag sambandsþingsins nýaf- staðna, gerði Borden stjórnarfor- maður sér mikið far um aö rétt- læta stefnu sina í hervarnarmálinu, og reyna að telja Canadamönnum trú um, að vegna þess að Canada- þing hefði ekki fallist á herskatt- inn, þá hefði Breta stjórn neyðst til að láta gera þrjú ný herskip, í stað þeirra, er Canada hefir neitað að láta smíða. Þjaö er að visu óþarft að taka það fram, að með þessari yfirlýs- ingu er stjórnarformaðurinn með ófyrirgefanlegri lævísi aö dylja sannleikann, en það er fyllilega í samræmi við þá stefnu hans yfir- leitt, sem hann hefir fylgt í her- varnamálinu síðan Nationalistar snéru honum og fengu hann til að falla frá hervarna-stefnu Lauriers. En á þá stefnu höfðu fallist bæði þing þessa lands og flotamála stjórnardeild Breta. Hin nýja stefna Bordens og Nationa- listanna, er hins vegar hiö versta ok á landsmenn og gerir Canada að hinni auðvirðilegustu skatt- lands-undirlægju Breta. Til allrar hamingju tókst Mr.i Borden ekki að koma herskatts- oki sinu á þjóðina canadisku að þessu sinni. í þingi þessa lands var sýnt fram á, hvað stefna stjórnarformannsins var gapalega óaðgengileg, og á Bretlandi hafa þeir menn er Borden mundi telja sér vinveitta . i málinu — The Imperial Navy League Iýst stefnu hans, svo ekki er um að villast. Hin kænlegu ummæli Bordens í þinginu, sem fyr var á vikið, eru þannig: “Skattgreiðendur á Bret- landseyjum eru nú kvaddir til að borga smíði þriggja bryndreka, sem nú skal gera láta í stað þeirra, sem koma hefðu átt upp fyrir fé það, er Canada mönnum var œtlað að leggja til samkvaemt flotamála- frumvarpi voru”. Og Mr. Borden hélt áfram og sagði: “Þaö kemur alls ekki til mála að vér eins og nú stendur á, gerum nokkuð í hervarnamálinu”; og að endingu sagði hann: ‘‘Can- ana mun taka að sér aS greiða fyrir og kau\pa þessi þrjú skip og leggja þau fram fyrir hans hátign kon- unginn, til þess að þau séu notuð til þess að verja sameiginlega alt alrikið, sem Canada er hluti af.” I annan stað er vert að minnast á utnmæli blaðsins “The Navy”, sem er málgagn “British Navy League”-félagsins, sem myndað er í þvi skyni aö heimta og gera gang- skör að því, að Bretar eigi herskipa stól, er tvígildi herskipa stól þeirr- ar þjóðar, er næst flest herskip á Bretum. Blað þetta, “The Navy”, heldur þvi fram, er það ræðir hervarnar stefnu Bordens, aö þar sé mál, sem eingöngu sé komið undir Canada þjóðinni sjálfri, svo sem rétt, eöli- legt og sjálfsagt er. Blaöiö segir: En þvi má aldrei gleyma að sann- leikurinn er sá, að þátttaka Canada í þessu máli er eingöngu undir Canadaþjóðinni sjálfri komin, En móti þeim -skilningi hefir Borden altaf i seinni tíö reynt að berjast. Hann hefir alt af reynt aö láta þaö lita svo út eins og flotamáladeildin brezka væri að En hvenær ber Mr. Borden fram hin nýju boð sin? Það er aft- ur á móti á allra vitund, að meðan Ro-den var að hressa sig og létta sér upp i St. John N. B., þá var hann einnig að bíða eftir fréttum frá flotamáladeild Breta og fleiri leiðbeiningum. Ef orð Mr. Bordens, þau er hann mælti siðast í þinginu og birt eru hér að framan, tákna nokkuð, þá tákna þau það, að Canada-menn eigi að borga þau þrjú herskip, sem Bretastjórn hefir nú samþykt að láta smíða, og afhenda síðan Bretum skipin. Hér er jatnvel enn Iengra gengið heldur en tilætlun Bordens var i upphafi, og er bágt að segja hverjar orðið geta afleið- ingarnar. Auðsætt er það bæði af ummæl- um “The Navy” og öðrum bresk- um blöðurn, að jafnvel “The British Navy League” er ekki samþykk Borden um það, aö nein knýjandi og gífurleg hætta sé á feröum á Bretlandi. Bresk blöð segja hiklaust aö “þátttaka um hervarnirnar sé ein- göngu undir Canada þjóðjnai komin”. Flestum mundi því finnast, að svo komnu máli, að Borden sé siö- ferðislega skyldugur til að útvega sér óræka vitneskju um það hjá Canada mönnum sjálfum, þ. e. a. s. Hvaö þjóöin vill gera í hervarna- málinu, í stað þess að vera að nudda í því hvað eftir annað við Mr. Churchill. að fá að vita hvað flotamáladeildin brezka vill fá þing þessa lands til að samþykkja. Skattbyrðin þyngist. Það fór að vonum að hún létt- ist ekki skattbyrðin á Canada við það, að hátolla- og tjárbruöls- seggirnir conservativu kæmust til valda. Hver sem vill kynna sér fjár- hagsyfirlitið 31. Marz p. er stjórnin gerði reikningsskap ráös- mensku sinnar, sér skjótt að skatta- farganið fer sivaxandi — steypist yfir einsog snjóflóð, sem stækkar þvi meir, sem það rennur lengra áfram. Við lok fjárhagsársins siðasta, lýsti stjórnin í Ottawa yfir því, að tekjurnar sem skattabyrðina mynda, hefðu orðið $168,600,000, en voru árið þar á undan þó ekki nema $136,109,217. Þiessi tekna hækkun táknar þaö, að Borden stjórnin hefir á þessu síðasta ári sótt $32491,783 meira ofan í vasa ibúa þessa lands, heldur en næsta ár þar á undan, og i þetta eru mennirnir, sem hæst hrópuðu tim sparsemi, þegar þeir voru að ná völdunum, og að skatta- byrðin væri svo óhæfilega þung, meðan liberalar sátu viö stjórn- yölinn. Venjulegu útgjöldin voru $112,- 000,000, en árið fyrir $98,161,446. j Með öðrum orðum, stjórnin hefir j á þessu ári eitt nálega 14,000,000 meiru fé til venjulegra útgjalda, en áriö fyrirfarandi. En hér viö verö- ur þó aö leggja höfuðstólsútgjöld og sérstök útgjöld, sem nema $32,300,000, svo þaö samlagt verða rúmlega $144,000,000. Þfessi feikilega hækkun á höf- uðstólsútgjöldum, er þéim mun ó- skiljanlegri, sem miklu minna fé hefir veriö variö til byggingar National Transcontimutal brautar- innar á þessu ári, þar sem þaö mannvirki er þegar langt á veg komið og líöur brátt að því aö þvi veröi alveg lokið. LÖGBERG, fTMTUDAGINN 31 Júlí 1913- s THE DOMINION BANK 8ir EDMUND B. OSLEK, M. P., Pre* W. D. MATTHEW8 .Vice-Pre* C. A. BOGERT, General Manager. Höíuðstóll borgaður . . .. .$5,360,000 Varasjóður Allar eignlr AFLEIÐING I»E8S AÐ LEGGJA 1 SPAKISJÓD Þpgar yfiur innhejmtast nokkrir dollarar eða hundrutt, þp lcggiS J»afi wtrax í Nparittjób í Dominion bankanum, og <lra>íift þc ekki út nemu brýn iiauÓHyn krefji. I»aÖ er hu-gru afi spara pening;a þannig; en Reyma þú I vÖHunum, því þaöan vilja J»eir hverfa, en í bankanum eru þeir óhultir og svo biotust vextir vií. NOTKE DAME liRANCH: Mr. C. M. DENISON, Manager. SELKIRK BBANCH: J. BKISDALK, Manager. Þjessi fjáreyösla sambandsstjórn- arinnar, er nærri því óskiljanleg, þegar litiö er á þaö, sem afkastað er með hinu eydda fé. Stjórnin stór hækkar útgjöldin, en ver minna en áður er gert til helztu mannvirkja, serr» verið er við að eiga í landinu. Ef góður business maöur, hér í Canada, heföi allmiklar skuld- ir á baki, eins og þessi þjóö hefir nú, þá mundi hann aö öllum lík- indum láta það veröa sitt fyrsta verk, ef hann fengi meiri tekjur eitt árið, en annað, að verja tekj- unum, sem hann heföi afgangs frá því er til venjulegra útgjalda þyrfti, til að greiða með eitthvað af gömlu skuldunum og reyna að losa sig úr þeim. En gerir Bofdenstjórnin það? Notar hún tekju afganginn til að greiða með gamlar skuldir sínar? Síður en svo. Hún brúkar hins vegar tekjuafgang sinn til nýrra embætta, nýrra bitlinga í gæðing- ana sína m. m. Hún grynnir ekki á skuldunum þó að hún fái meira fé en hún þarf til venjulegra út- gjalda. Hún eyðir bara tekjuaf- gangnum í annað — eyðir því meir, sem henni innheimtist meira. Hún er m. ö. o. afturhaldssöm í öllu nema því að eyða; sólunda eign- um landsmanna. Ráðlegt væri því íbúum Canada að reyna að losast við forræöí þeirra afturhaldsherra austur 1 Ottawa, áður en þeir verða búnir að sökkva landinu svo djúpt ofan í skuldafenið, að mörg ár þarf til þess undir skynsamlegri stjórn, að draga það úr dýkinu aftur. Þýzkaland og Canada. Maður nokkur hefir nýskeð rit- að grein í blaðið Free Press, þar sem hann lýsir háttum og þjóðar- ástandi á Þýzkalandi. Mun von á fleiri slíktlm pistlum síðar frá þessum manni, sem staddur er í Berlin um þessar mundir. Hann segir kost og löst á Þýzkalandi, bendir á hvað Canadamenn geti lært af Þjjóðverjum, meðal annars það, að koma sér upp skipastól lík- um þeirra, og segir sem satt er, að fyr en Canadamenn hafi eign- ast sjálfir skip til að flytja afurð- ir lands slns til heimsmarkaðar, geti þeir ekki orðið voldug verzl- unarþjóð. Á gallana á Þjýzkalandi er og bent, og bornir saman við þá sem hér eru hjá oss. Greinin er vel læsileg og birtist hér á eftir hið helzta úr henni: Þjvzkaland er undursamlegt land. Þpð er viðáttuminna en Saskatchewan, og auðsuppsprettur af náttúrunni ekki mjög miklar. Jarðvegurinn er víða sendinn, og sumstaðar í Prússlandi umhverfis Berlin, tómur sandjarðvegur. Si’ö- urhluti Bajerns og Badens er nokk- uö mýrlendur. Mikill hluti landsins er fjöllóttur eða hálendur, og samt eru íbúar á þessu svæði 65,000,000 og fer sífelt fjölgandi og fjölgar hratt. Þjó að landið sé ekki stærra en þegar hefir verið frá sagt, er þar ræktað 95 prct af öllum matvælum, sem þjóðin þarf með. Vísinda- menn þar hafa sagt mér, að Þjýzka- land geti framleitt nægilega mikið af matvælum til að metta 100,000,- 000 manna. Að akuryrkju er hlynt á allan mögulegan hátt. Hvergi í heimi er eins mikið unnið að því að gera jarðveginn frjóvan með vísindalegri aðferð, eins og þar, og svo eru þeir þar langt á veg komnir í því efni, að þeir geta látið jörðina framleiða góða npp- skeru upp úr tómum sandinum. Eins og fyr var á vikið. er jarö- vegur sendinn mjög og þunnur; kol, sem fást þar í jöröu, eru og fremur léleg. Járngrýti er þar lé- legt líka og þarf aö flytja mikiö af járni inn í landið bæði frá Sví- þjóð og Spáni. Samt sem áður er framleitt meira járn í Þjýzkalandi, heldur en á Bretlandseyjum, og í engu öðru landi er járnframleiðsla meiri en í Þýzkalandi, að undan- skildum Bandaríkjum. Sykurgerð er þar mest í heimi, og þarnæst á Rússlandi og Austurríki. Á fá- um árum, ekki meir en einum mannsaldri hefir á Þjýzkalandi eflst svo mikill iðnaður, sem fyrir þann tima var sáralitill til þess að gera, að níj eru Þjóðverjar mesta iðnaðarþjóð í víðri veröld. Iðnaður þar í landi er blátt áfram furðulegur. Skipaútgerð! landsins stendur með miklum blóma og vex tiltölulega hraðara, en skipaútvegur nokkurrar annar- ar þjóðar, og líklega hefir engin þjóð þó átt erfiðara um skipaút- veg vegna legu landsins, og engin þjóð unnið jafnfljótt bug á þeim erfiðleikum, sem Þjóðverjar. Ó- grynni hers hafa Þ.jóðverjar, því að þéttbýli er mikið í löndum þeim, sem næst þeim liggja, cg her mikill við hendina hjá þeim þjóðum, enda hafa styrjaldir mikl- ar löngum hrjáð Mið-Evrópu, — bæði langvinnar styrjaldir o g blóðugar. Fyrir löngu síðan, í það mund, er Þjóðverjar tóku að láta að sér kveða og keppa að komast í tölu stórveldanna, sáu þeir, að þeim var það afar-nauðsynlegt og öldungis óhjákvæmilegt að koma sér upp skipastól; þeir sáu, að þeir gætu aldrei orðið öflug verzlunarþjóð, með öðru móti en því, að koma sér I upp nægum skipastól til að flytja varning sinn og afurðir landsins til fjarlægra markaða. Kaupför Þjóðverja bera um það ljósastan vottinn, hve vel þeim refir tekist að koma þeirri ætlun sinni í fram- kvæmd. Þetta ætti að geta orðið Canada- mönnum þörf lexia. Vér getum aldrei orðið mikil verzlunarþjóð, fyr en vér eigum sjálfir skipin til að flytja afurðir vorar til markað- ar frá höfnum lands vors, og vér hljótum að koma oss upp miklum sxipagerða.'stöðum til þess að verða færir um jietta. Hinar stórfengilegu skipagerðar-stöðvar í Hamborg eru undraverðar, og þar er hægt að fara með 25,000 tonna skip í fljótandi kvíum eins og korktappar væru. Verzlunar og flutningsmála um- boðsmaður Bandaríkja var tvo daga í Hamborg að kynna sér þá aðferð sem Þjóðverjar brúkuðu við skipasmíði og vöruflutninga. Sá hann þar marga undarlega hluti. 1 Meðal annars sá hann þar miklar | birgðir af canadiskri “asbestos”- ull, sem fermdar voru af skipi. sem j kom frá Baltemore. Flutningur, I sem kemur með stórum vöruflutn- ingsskipum, viðsvegar að úr heimi til Hamborgar, er fluttur úr þeim þar og í barða eða flutnings-kugga, sem flytja farminn þaðan upp eft- ir Elbe-fljóti til Dresden og ann- ara borga, og eftir Spree til Ber- linar. Með engu móti er hægt að jafna þeirri vatnaleið við hið mikla St. Lawrence fljót, og er torvelt að segja hversvegna farmflutning- ur til hins innra meginlands Norö- ur-Ameriku er ekki látinn fara um Montreal upp St. Lawrencefljót og stórvötnin til Cleveland, Detro:t, Chicaeo. MilliVaukee, Duluth og Fort William. Þetta hlýtur aö vera því aö kenna, aö járnbrautarfélög í Canada og Bandaríkjum eru því til fyrirstöðu. HÖfnin í Montreal ætti að veröa mesta höfnin á meginlandi Norö- tir-Ameríku, Hamborg Ameriku. Rotterdam og Antwerpen, sam- hæfa að því er Rínfljótinu viövik- ur því, sem Hamborg og Bremen eru Elbe og Spree. Um þær borgir er rneira korn flutt heldur en um Liverpool, Lundúni eða nokkura aðra höfn á Bretlandseyj- um. Farmflutningar eftir stór- ánum eru afar-ódýrir, og kosta ekki nema tíunda hluta þess, sem kostnaðurinn værí, ef flutt væri með járnbrautum á landi. Þfess má geta að flutningskostn- aður á kolum og málmgrýti um stórvötnin í Canada og Bandarikj- um er ekki mikill og er nelzt að jafna til áminst flutningskostnaðar í Þýzkalandi. En þau lágu farm- gjöld munu helzt því að þakka, að járnbrautarfélögin hirða ekki um að keppa við að ná í þá flutninga. En aftur á móti má benda á þaö, aö það er aö eins- 15 prct lægra, flutningsgjald á pakkaflutningi meö skipum innanlands í Ameríku en með járnbrautum, en á Rínar- fljóti er svo sem enginn munur á flutningskostnaði pakkaflutnings og annars flutnings. Mun siðar í þessum pistlum skýrt nákvæmlega frá flutningskostnaði um stór- vötnin í Canada og sýndur sams- konar flutningskostnaður um Rín- fljótið. Bændurnir í Vestur-Canada hafa nógu lengi orðið að ganga undir flutningskostnaðar oki þessu, sem orðið er lítt-þolandi, og er eftir að vita, hvað lengi þeir vilja halda áfram að bera það. Fjármála ástandið. Fjármála tilhögun og bankamál á Þ^zkalandi er haganlega sniðið eftir þörftim almennings. — — Þar eru verzlunarbankar svo sem eins og Deutsch-bankinn, Reich- bankinn, Dresden-bankinn o. fl., sem kaupa hluti í stórum iðnaðar- fyrirtækjum og hafa drjúgum hönd í hagga um það, hversu þessi fyr- irtæki eru rekin. Bankarnir líta svo á, að ef þeir leggi fram fé til að reka þessi fyrirtæki, þá sé ekki nema sanngjarnt að þeir hafi eitt- hvað um stjórn þerrra að segja. Eignarhald á hlutum veitir bönk- um ákveðin umráö á störfum iðn- aðarfyrirtækjanna, sem að öllum jafnaði eru arðvænleg. Umboðs- maður Bandaríkja er fyr var á minst, átti langt viðtil við einn ráðsmann Dresden bankans um þessi málefni, Dr. Carl Mollins. Þfessi þýzki bankastjóri var mál- reifur vel, sagði að verzlunarbank- arnir í Þýzkalandi gerðu ekkert nema það, sem gert væri af bönk- um bæði í Canada og Bandaríkj- um. Munurinn væri sá að eins, að vestra væru ályktanir gerðar á leynisamkomum bankaráðsmann- anna, en á Þjýzkalandi opinberlega svo sem lög og venja fyrirskipaði. Um bankalán til landbúnaðar, sem mjög er tíðkað á Þýskalandi, kvaðst nefndur bankastjóri ekki hafa nema alt hið bezta að segja. Hann sagði að enginn rígur væri milli sins banka eða verzlunar- bankans og landbúnaðarbankanna. Hvorir hefðu sitt verksviðið. Maður þessi er fróður mjög um bankamálefni og mikils metinn, og staða hans áþekk forseta stöðu bankamannafélagsins í Canada. Hann var vel kunnur bankamálefn- um i þessu landi, og komumst við að því, að bankar víða í Evrópu héldu canadískum verðbréfum, einkum í Belgíu, Hollandi, Sviss, Frakklandi og Þjýzkalandi, en gagnrýni urðum við varir við á ýmsum stöðum viðvíkjandi með- ferð fjármálaefna hér í landi. Gagnrýni á meðferð \fjár. Helzt var það aðfinsluefni að þvi er Vestur-heimsmenn snerti, að Canadamenn legðu oflitla rækt við áð nota auðsuppsprettur lands- ins, jafnmikið og þeir lánuðu af erlendu fé. í voru landi hafa margir lokað augum fyrir þessum aðfinslum, og því minnist eg á þær hér. Vér höfum margsinnis ver- ið spurðir að því, hvernig á þessu stæði og hversvegna ekki væri hrúgað miklu meira af afurðum lands vors inn á heimsmarkaðinn. En sitt hvað má finna að hjá Þjóðverjum líka. Margir Bretar hafa hrósað póstflutninga tilhögun Þjóðverja. PóstHutnrngsgjald fyrir 1 pd. pakka er 6 cent á mjög litlu sviði þó, en 18 cent um alt keisaradæmið og Austurríki og Ungarn. Símskeyta starfræksla er góð, en ekki fanst oss talsími koma að eins góðum notum eins og i Saskatchewan. Bréfburðargjald er tvöfalt hærra út um landið held- ur en hjá oss; 5 cent kostar þaö aö senda bréf frá Berlin til Lundúna, Genf og Parisar. Stjórnin hlýtur aö hafa miklar tekjur af póstmála- starfinu, en póstflutningur er jafn- mikiö notaöur eins og í Banda- ríkjunum. Eins og í Austurríki er mikiö af erfiöri vinnu unnin af kvenfólk- inu, bæöi út á bújöröunum og i verksmiöjunum; aö þeirri vinnu ganga bæöi giftar konur og ógift- ar. Vér höfum séð konu ganga fyrir tvihjóluðum vagni afarþung- um og þó gekk hundur fyrir þeim vagni líka. feMeiraJ. F réttabréf. til ritstjóra Lögbergs, frá Jótti Jónssyni frá Sleðbrjót. Siglunes P. O. 22. Jjúlí 1913. Góði vin! Það er orðið langt síðan þú hef- ir fengið fréttabréf frá mér handa Lögb. — Hér hefir ekki margt til tiðinda borið, nema kosningin í vor, og mun engin sérstök frétt héðan um þær. Þíó má geta þess að vín var mjög lítið um hönd haft kosningardaginn hér, og ekki mikið dagana á undan. En vel mun hafa verið kostað til “útgerð- arinnar” kosningardaginn peninga- lega. — Eitthvað talsvert hefir verið unnið síðan að vegabótum, )af hálfu stjórnarinnar, austan við Dog Lake, til að “uppfylla loforð- in”, og er það góðra gjalda vert. Tíðarfarið hefir verið ærið ó- stöðugt hér i Júlímánuði, þó engir stórskaða byljir hafi komið. 10. Júli van hér sunnan rok, en rigning lítil, flæddi Manitobavatn þá svo mikið, að það hefir aldrei komist svo hátt nú lengi. Þann 12. rigndi hér allan daginn, og kom niður mikið vatn i skógunum, þarsem “vatnið” nær ekki að flæða um; er þar því víða mjög blautt, því áð- ur höfðu af og til komið talsverð- ar skúrir. Grasvöxrur er víöa góö- ur, en útlit meö heyfeng er hiö versta. Allar engjar í kafi, sem Vatniö nær aö flæöa yfir, og eng- in von um aö þær þorni á þessu sumri, og veröi nú ekki góöur þurkur næsta hálfa mánuö er lítil NORTHERN CROWN BANK AÐALSKRIFSTOfA í WINNIPEG Höfuðstóll (löggiltur) HöfuðstóII (greiddur) $6,000,000 $2,760,000 Forraaöur Vara-forraaður Jas, H. Ashdown STJÓRNENDUR: SirD. H. H. T. Champion McMillan, K. C. M. G. Capt. Wm. Robinson Frederick Nation Hon.Ð.C- Cameron W, C. Leistikow Sir R. P, Roblin, K.C.M.G, Allskonar bankastörf afgreidd.—Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir.—Avísanir seldar til hvaða staðaar sem er á Islandi, — Sérstakur gauraur gefinn sparisjóðs innlögum, sem hægt er að byrja með einum dollar. Rentur lagðar við á hverjum 6 mánuðum, T. E. THORSTEINSON, Ráðsmaður. Cor. Willim Ave. og Sherbrooke St. Winnipeg, Man. * ♦ **+*+*+*+*4*+*+*+*-»4+*+*+*-»4+-F-f*+*+ FH-H-tf-f t t t t t ■f* + t * ♦ •5* t * •♦- « •f t t •R ♦ t t t t —TII- Jóhannesar Jósefssonar Kveðja frá llclga magra, flutt á samsætí í Wlnnipeg, 27. Júlí 1913. Vertu velkominn í vora sveit, sómi þjóðar þinnar. Bú þú með bræðrum biðstund örskamma heima, að Helga magra. Yndi er það oss augum líta hermenn Unga Islands. Frægri víkings för ei farin var: Sigur land úr landi. Ár var þér nngum af auðnu gefnir vöðvar stáli slegnir, framgjarnt fjör, frýjulaus liugur, norrænt negg í brjósti. Ei var þér nngum til einskis gefið lands vors ís og eldur; hafa þeir hvortveggju hörðu fangi tekið tröll, og sigrað. Þekti ei lieimur þann liinn unga ás, frá Islandi fyrr en fram hann brauzt og feldi án vopna birni og bergrisa. Það ertu Þór meiri, að þarftu ei Mjölni hátt að hefja. Hönd þín hamarlaus hverjum jötni braut til jarðar beinir. Frama orð Fróns flutt þú liefir álfur heims um allar. Islenzka íþrótt einnig vakið heima, úr dái dvala. Heill þér, hamramur, úr Helga bygð! Árnan Eyfirðinga! Fram um frægðarbraut, hjá framandi lýð heiður allan hljóttu. t t ■*■ -f -♦- •F ♦ * •F -♦- *F -♦- •F •F -♦- •i- >»• * ■* e. * •4* -f •4- £ t t -t- * -f •4- •4* 4- •4- ♦ •4- -f •4* t t t t t t t t *■ t t t t t t *■ t P- P- P- von um engjar upp í skógunum, því þær þarf aö slá snemma. Graslag er þar þannig aö það söln- ar snemma og er lítils viröi eftir það að dregur aö lokum Ágúst- mánaöar. Útlitiö; hér er því hiö versta. Þar sem akurblettir eru hér, munu þeir vera fremur álit- legir, en viða flætt yfir þá. Jarð- vegurinn er alt og blautur og tið- in verið alt of hita lítil eftir því sem vanalega er um þennan tíma árs. Vegirnir víöast hálf ófærir viö Vatnið og viðar, og fara altaf versnandi eftir því sem vatniö ligg- ur lengur yfir. Austur við Dog Lake er útlitiö miklu betra, þaö vatn stendur nú óvanalega lágt, og engjar þurrar og vel sprottnar. Bæti hvorki forsjónin eða stjórnin eitthvaö úr hag manna hðr, er ekki annað sýnna, en aö þvi reki að menn verði að' flýja úr bygðinni. Og þaö eitt mun halda hér mörg- um kyrrum nú aö flestir búendur hafa bygt hér góö og talsvert verðmikil hús til íbúðar, og kyn- oka sér því við að yfirgefa þau, með lítilli von um borgun fyrir þau verk sín. Nokkuð margir bændur hér, selja rjóma sinn Crecsent smjörgerðarfélagi. En margir eru óánægðir með hvernig rjóminn er “testaður”. Þ’aö er gert á Oak Point. Armstrong Trad. Co. flytur rjómann, og set- ur nú dýrara flutningsgjald á rjómann, heldur en i fyrra og svo er um allar vörur sem fluttar eru meö bátnum. Ferðir hans eru miklu hvikulli nú en í fyrra og veldur því ef til vill óstilt tíð aö nokkru leyti, en líka er það; orsök- in að báturinn er teftur á Oak Point í skemtisiglingum, hvenær sem samkomur eru þar. Bótin er að skipstjórinn, Ásm. Freeman, er lipurmenni og góður drengur, sem vill alt hið bezta, sem hann má við ráöa. Verzlunarstjóra skifti uröu viö Siglunes verzlun í Júnímánuöi. Björn Mathews sagði lausri stöð- unni, en við tók John Wilson verz- unarstjóri við verzlun félagsins við Narrows. Rekur hann báðar verzl- anirnar og er til skiftis í báðum stöðunum. Lán er mikið takmark- að nú við verzlanirnar og mun það margra mál, að svo hefði betur fyrr verið. — Þau 5 ár, sem eg hefi verið i þessari bygö, hefir mann- dauði verið mjög lítill hér. Þáö er því nærri óvanalegt aö hér i Siglunesbygð hafa 3 mannslát orðiö þessa tvo síðustu mánuöi. Tveggja þeirra er áöur getiö í Lögbergi. — Hið þriöja varð á þann ömurlega hátt, að einn bú- andinn hér, Jón Jónatansson frá Hörgsdal, oftast nefndur “Jón Hörgur”, drekkti sér í Manitoba- vatni. Orsökin til þessa áyndis úr- ræðis piun af fleístum rtalin of- drykkja, og þar af leiðandi heim- ilisböl. Jón kom hér vestur fyrir 4—5 árum, og hefir búið hér síð- an, og komist furðanlega af, auö- vitað aö nokkru með góöra manna liðsinni. Um för Jóns vestur um haf, er talsvert ritað í “Vesturför Einars skálds Hjörleifssonar, og kvað Jón heit. Einar hafa tekið sér þar nokkurt skáldaleyfi, um viöur- eign Jóns við lögregluþjónana í Winnipeg. Jón var Þingeyingur að ætt, bróðursonur Jónasar Jóns- sonar, sem fyrir skömmu lézt í Árnesbygð x Nýja Islandi. Jýnas bjó mörg ár á Hrærekslæk í Hró- arstungum í Norður-Múlasýslu, og var merkur maöur. Jón Hörgur

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.