Lögberg


Lögberg - 14.08.1913, Qupperneq 2

Lögberg - 14.08.1913, Qupperneq 2
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN .14. Ágúst 1913. Til heimskautafarans VILHJÁLMS STEFÁNSSONAR. . Flutt í samsæti, sem félagið „íslendingur" í Victoria, B. C., hélt honum á „Balmoral Hotel'* þar í borginni, þann 19. Júní 1913. I. Á fyrri öldum fóru viða um heim þeir frændur vorir — norsku Víkingarnir, í frama leit og til að safna seim’, — því sveinar þeir ei voru hræðslu-gjarnir. -— Þjeir fundu' og bygðu glæsta Garðars-ey og Grænland — þessa miklu jökla-arotning. Þeir fundu Vínland — frumskóganna-mey, sem faðminn breiddi’ á.móti þeim með lotning. Sem Víkingamir fyrrum ferðast þú um fjarlæg höf og lítt-kunn eyði-löndin, þars Eskimóar einir hafa bú, og öfug menning nær ei til með böndin. Og að því leyti al-einn stendur þú af íslendingum, nú á þessum dögum, því að fara í Viking voga fáir nú; sá voði eigi hentar mönnum rögum. ÞJú áður fórst í Austurveg, — sem Þór, og árin sex í J/ötunheimum dvaldir; þú hræddist ei þó hættan væri stór; þau hreysti-verk þín lifa’ í margar aldir. — Þ|ú afkomendur íslendinga fanst, sem eitt sinn bygðu kaldar Grænlands-strendur? Að rannsókn þinni allri vel þú vanst, og víst þvi ertu enn þá norður sendur. Sá maður þarf að hafa dug og dáð, sem dvelur lengi’ á vegum heimskautanna; hann þarf að hafa und hverju rif! ráð, og reynslu-þekking, bæði mikla’ og sanna. — Þar kúrir vetur kjöltu sumars i, með króknað vorið fótum sinum undir, en yfir höfði úlfgrátt hríðar-ský, og ís og snjó um höf og fjöll og grundir. Þú aflað hefir þér nú frama’ og fjár, og Fróni jafnt, sem Vesturheimi, sóma, Samt fram og upp enn flest þín liggja ár, svo frægðin þín mun lengi standa' i blóma. — Á ættjörð þina aldrei dul þú dróst, , og djarfur aldrei nafni þínu breyttir; , þú yfir miklu manndómsgildi bjóst, ei minsta gatim þú hégómanum veittir. Þjeir fá þig vildu á fræðimanna-þing í flestum helztu Norðurálfu-borgum; og í Róm og London ræða þín var slyng um rannsókn þína á Norðurheimsskauts-torgum, Þér hrósað var og virðing mikil sýnd af vitrum, lærðum, frægum, góðum mönnum; já, á fundum þessum frægðin þín var krýnd af fyrirliðum visindanna sönnum. Þú knerri þinum, “Karluk”, stjórnir æ sem kappar vorir gnoðum sínum forðum: með allri snild — um ógnum-*þrunginn sæ —, með anda, mund og hjarta’ í réttum skorðum. — Þfú varast megir voða-fantinn þann, sem veldur einatt tjóni’ í norður-höfum, og yfirvinna enginn ráð til fann, svo enn hann býr um menn i votum gröfum. Vér óskum þér til heilla’ á hættu-för um hrikalegan norður-enda jarðar; þitt aldrei bili íslenzkt þrek og fjör, og þú al-heill komizt heim, — sem mestu varðar. — Sem Víkingar þú vinnur langan dag í visindanna þarfir, landi góði, og starf þitt verði öllum heimi’ i hag, en heitið þitt æ geymt í sögu’ og ljóði! /. Asgeir J. Lindal. II. Landnáms hetjan hrausta við heilsum þér í Ijóði, því tengdur okkur ertu með íslands sona blóði. Þinn heiður sífelt hækkað hefir, að allra dómi, og við það jafnframt vaxið vorrar þjóðar sómi. Við heilsum ljúft með ljóði Leifi vorum unga. I heimskauts landa leitir leggur engin gunga. Það má með sanni segja að sá er hetju maki, sem stendur engum öðrum tslending að baki. tslands hetjur hraustar holsárar oft vörðust, móti ofur efli einliða þær börðust. Eldur eftir lifir, i þeim brertdu kolum og gullkorn ennþá glóa i gömlum þjóðar molum. Þ|að þarf kraft í köglum, að koma úr sólar löndum, og leggja upp í útlegð, á vztu heimsskauts ströndum, við náttúru öfl og ógnir ærustu að heyja þar hraustir að eins hjara en hinir bráðum deyja. Það þarf Egils orku í þá ferð að leggja. að mæta hörku hriðum um hánótt utan veggja, þar undir frosnum fótum er fjölda alda klaki, svo langt sem augað eygir með ekkert skjól að baki. Leifs þér fylgi lukka að lyfta Grettis taki, vorar helgu vættir vel þér standi að baki. Frægðar roða reistu, úr rústum þúsund ára með Héðins þrótt og þori en þrautseigjuna hans Kára. Við kveðjum þig kæri landi kom þú heill til baka, með vorum veiku kröftum vel þér skulum taka. Heimtan þá úr belju í hlýjum vina ranni við syngjum lof í Ijóði lúnum ferðamanni. Einar Brynjólfsson. Þá er á enda þetta gildi, þakkir sé þeim er voru með. Sigur er vis þeim heyir hildi þá hamingjan er máttar tréð. Með sóma rikum sæmdar gest, að sitja hér var unan mest. Nú verðum skilja vinir góðir vonin er rik í huga þekk, að aftur komi okkar bróðir Endir skemtiskrárinnar. úr ferð sem góðan enda fékk og sigri hrósandi sannleikann segi af ferðum sinum hann. Farðu nú sæll og ljúf þig leiði lukkan um gjörvöll æfi stig. Fótspor þin ávalt guð vor greiði, gæfan og þrekið styrki þig. Hugprýðin stóra veitir von Vilhjálmur—landi—Stefánsson. S. Mvrdal. Um Ijósstofnun á Islandi. Eft.r Magnús Júlíusson lœknir. ÍJ. JÚni 1911 var merkisdagur í sögu íslenzkrar þjóðar, og hefir vafalaust hver Islendingur, sem ann framförum og viðgangi lands og þjóðar, fagnað af heilum hug yfir því framfaraspori, sem þá var stigið. Framfarasporið lá ekki í því, að við þá .öðluðumst nokkuð nýtt — þær stofnanir, sem þá var safnað i eina heild, voru allar áður til —, heldur einmitt af þvi, að þá var hinum æðri mentastofn- unum vorum safnað í einn há- skóla. Þetta sýndi svo mikinn og lofsverðan áhuga á að hlynna' að mentastofnunum vorum ; það sýndi þroskastig þjóðarinnar; það sýndi, að hún skilur, að mentastofnanirn- ar eru skilyrðið fyrir öllum fram- förum og að vegurinn til frelsis og sjálfstæðis liggur um þær. Háskólinn er enn ekki nema 2 ára, og það er því ekki við að búast, að honum sé hægt aö jafna við erlendar stofnanir með sama nafni. Hann er hvorki fjölskrúð- ugur að kenslugreinum né heldur að útbúnaði í þeim greinum. sem kendar eru, eins og þær. En við skulum vona, að þjóðin sjái sóma sinn i, að hlynna að honum og fullkomna hann og stækka, eftir þvi sem föng eru á og þörf gerist. Eg ætla hér ekki að reyna að tdja upp alla þá annntarka, sem a honum eru, og þó eg einungis snúi mér að læknisfræðisdeildinni einni, þá er þar nóga annmarka að finna, Eg vil aðeins stuttlega benrla á nokkra þá helztu. Að bókasafni deildarinnar sé allmikið ábótayant þarf vist ekki að fjöl- yrða um, og ekki er um auðugri garð að gresja, þegar litið er á önnur söfn, sem þessari deild ættu að fylgja, eins og t. d. söfnin í lífeðlisfræði, liffærafræði, sjúk- dómafræði, réttarlæknisfræði o. fl. Deildina vantar ennfremur tilfinn- anlega — eða svo var það fvrir þrem árum — viðunanlega lik- skurðársttofu og kenslustofu og rannsóknarstofu í gerlafræði, sem er alveg nauðsynleg. Deildin á heldur ekki mikið úrvel af kenslu áhöldum. og lengi mættí halda áfram enn. Ætlunarverk og takmark lækna- skólans hefir til þessa verið, að útvega landinu hæfa lækna, og það hlýtur það líka að verða framvegis. Vísindaleg stofnun getur deildin aldrei orðið, til þess vantar okkur staklega siðari árin, og má fyrst og fremst þakka það þeim ágætu kenslukröftum, sem skólinn hefir haft á að skipa. Eitt af aðalskilyrðunum fyrir að fá lækna, sem séu starfi sinu fvllilega vaxnir, er gott sjúkrahús. Þjað vill nú hvorki betur eða ver tií en að landið á alls ekki neina sjúkrahúsmynd, þó undarlegt megi virðast. En það vill líka svo heppi- lega til, að aðrir hafa gert gustuk á okkur í þessu efni, svo að fyrst um sinn erum við sloppnir yfir það sker. En það er ekki nóg að hafa lækna og sjúkrahús, til þess að geta veitt sjúklingum þá Iækn- ishjálp, sem þeir kunna að þurfa. Það,er ekki nóg að geta hjálpað þeim einhvern veginn, þeir verða að eiga kost á að geta fengið þá beztu læknishjálp, sem hægt er að veita með læknisáhöldum nútim- ans. Við verðum að eiga þau áhöld, sem nauðsynleg eru og læknislistin ekki lengur getur án verið. En einnig i þesstt efni er okkur mjög ábótavant, því miður alt of mikið! Þ|að er víst teljandi, sem landið á af stærri læknisáhöld- um, sem fram hafa komið síðasta of tilfinnanlega öll tæki, bæði söfn, "aratug. Eg ætla ekki að reyna að áhöld, vinnustofur og siðast, en telja upp hvað okkur vantar, eða ekki sizt, peninga. En þrátt fyrir hvað af því við þyrftum að Já. alla bresti og annmarka, og rækt- ■ Eg ætla aðeins að benda á eina sér- arleysi þings og þjóðar við þessa staka Iæknisaðferð fog þau áhöld, nauðsynlegtt stofnun landsins, þá sem þar til heyraj, sem fram hef- hefir landið samt fengið þaðan ir komið á þessum síðasta áratug marga duglega og nýta lækna, sé.r- |og kalla má að ekkert menningar- land nú getur án verið. Eg á við þær lækningar, sem eg vil kalla einu nafni Ijóslœkningar eða geisla- Ixkningar. Þegar eg tala um ljósstofnun, þá á eg við stofnun, sem hefir þessi áhöld: 1. Röntgenáhöld til lækn- inga og rannsókna. 2. Finsens ljósáhöld. 3. Kvarslampa. 4. Radium, Thóríum, Mesóthóríum og önntir geislaefni. Síðasta liðinn getum við undir eins strykað út, af þvi að radium og önnur geislaefni eru of dýr og of litið revnd til þess, að landið geti leyft sér að gera tilraunir með þau, sérstaklega þar sem aðrar ljóslækninga-áðferðir að nokkru leyti geta gert sama gagn. Að eg ætla ljósstofunni að hafa áhöld til rannsókna með Röntgengeislum, kemur til af því, að allur útbúnað- ttr er sá sami, hvort sem á að brúka geislana til rannsókna eða lækninga; mismunurínn liggur í lömpunum, sem notaðir eru. Eg álit líka, að í svo litlu landi, ]>ar sem ekki er þör’f á morgum af þessum áhöldum, ]>á liggi það i hlutarins eðli, að þau séu öll á ein- um stað, bæöi af því, að þau i eðli sínu heyra saman, og ekki sízt vegna þess, að kostnaðilrinn á þann liátt verður tilfinnanlega minni en hann ella mundi verða. Hins vegar álít eg, að það væri skamm- sýni að setja upp nokkuð af þeim, t. d. röritgensáhöld til rannsókna, eins og í ráði ntun vera, án þess að setja hin áhöldin upp um leið. þar 'sem það þó eru áhöld, sem landið ekki til lengdar getur án verið, og þau, eins og síðar mun sýnt fram á, ekki auka kostnaðinn að neinum verulegum mun. En ef á að bæta þeirn við seinna, þá munu þau — af skiljanlegum ástæðum — verða miklu dýrari tiltölulega. I Danmörku, þar sem öllum lækna- og heilbrigðismálum er mjög vel fyrir komið, eru einnig þessar læknis-aðferðir mikið not- aðar. Er það auðvitað mikið því að þakka, að einn af aðalforgöngu- mönnunttm á þessu sviði, Finsen, vann hér hið stóra afreksverk lífs sins, að finna þá lækningar-aðferð, sem við liann er kend. Röntgen- áhöld eru til á hverju sjúkrahúsi, og það er ekki reist svo lítið sjúkra- húskrili, að ekki fylgi þvi Röntgen- áhöld. Þau eru álitin, og það með réttu, einhver hin nauðsynlegustu áhöld, sem sjúkrahús þarf að hafa, ef það nokkurn veginn á að full- nægja kröfum timans. Þjessi áhöld eru svo nauðsynleg og þýðingar- mikil, bæði fyrir læktti og sjúkling, að það er næstum því skömm, að við. ekki skttlum vera búnir að fá þau fyrir löngu. Ljós- lækningar eru svo merkilegar og svo mikil framför i læknislistinni, ekki sizt vegna þess, að þær eru oft sú bezta og stundum jafnvel sú eina verulega hjálp, sem hægt er að veita við nokkrum hættuleg- ustu illkynjuðu sjúkdómum, sem til eru, að ekkert land eða þjóðfé- lag má án Jæirra vera; sizt allra íslendingar, sem eiga svo erfitt að- stöðu rr^eð alt, sem þeir þurfa að sækja til annara landa. Við þurf- um að eiga ljósstofnun, líkt eins og gerist hjá öðrum þjóöum, þar sem hægt er að gera þær ljósrann- sóknir og veita þær ljóslækningar, sem mest eru tíðkaðar og reynsla er fengin fyrir. Þegar um eitthvert nýtt fyrir- tæki er að ræða, þá eru þa'ð tvö atriði, sem menn verða að gera sér ljós, áður en i það er ráðist, og þau eru: 1. gagnið, eða þörfin, og 2. kostnaðurinn. Eg vil nú athuga þessi tvö atriði og skýra þau, eftir því sem föng eru á. 1. Þörfin. Hvað er þörf? Lfvenær er þörf á þessari læknishjálp? Hver sjúk- lingur þarf læknishjálpar, og ef hann ekki á neinn annan hátt get- ur fengið eins góða hjálp í bráð og lengd eins og með þessari læknis-aðferð, þá þarf hann henn- ar. Ef nú þessir sjúklingar eru svo margir, að þeir eru byrði fyrir þjóðfélagið, eða sjúkdómur þeirra þess eðlis, að þeir eru hættulegir fyrir það, þá verður þjóðfélagið að sjá þeim fyrir þeirri læknis- hjálp, sem völ er á. Eru þá þeir sjúkdómar, sem hér koma til greina, svo algengir, að ástæða sé fvrir landið að skerast i leikinn, eða eru þeir hættulegir fyrir þjóð- félagið Bæði eru sumir þeirra mjög algengir og aðrir beinlinis hættulegir, því eg kalla þá sjúk- dóma hættulega, sem eru sóttnæm- ir óg geta gert sjúklingana að aum- ingjurn eða orðið þeim að fjör-( lesti. Ekki sizt þar sem sumir þeirra, eins og t. d. berklar, eru hættulegir á fleiri en einn hátt. Hvaða. sjúkdómar koma þá hér helzt til greina Fyrst og fremst húðsjúkdómar, lika æxli og kirtla- bólgur og margir fleiri, eins og menn munu fá að sjá. Hvað eru þá þessir sjúkdómar algengir á íslandi? Það er erfitt að segja með nokkurri vissu. Læknaskýrsl- urnar sýna okkur ekki, hvaða sjúk- dómar koma fyrir á landinu, að undanteknum landfarsóttum, held- ur einungis krankfeldnina. Ekki einu sinni sjúkrahúsin gefa neina skýrslu yfir þá sjúkdóma, sem þar koma til meðferðar. Dánarvott- orð eru alls ekki til, svo lika sú hjálparlind bregst. En þar sem þeir sjúkdómar, sem hér er um að ræða, eru hér um bil jafn-tiðir eða sjaldgæfir í öllum löndum, þá er hægt að fara nokkuð nærri um, hvað tíðir þeir muni vera á ís- landi. Landlæknir Guðm. Björns- son, sem er allra manna kunnug- astur heilbrigðisástandinu á land- inu, þar sem hann bæði var hér- aðslæknir um lengri tíma í fjöl- mennasta héraði landsins og þá líka hafði mikla aðsókn úr öllum héruðum, og eins siðan hann varð landlæknir, hefir haft nóg tæki- færi og líka gert sér mikið far um a yfirreiðum sinum um landið, að kynna sér heilbrigðisástandið, hef- ir sýnt mér þá góðvild, að gefa mér allar þær upplýsingar, sem honum hefir verið unt, og vil eg nota tækifærið til að færa honum mínar beztu þakkir fyrir þessa hjálp. Að mörgu leyti merkilegasti cjúkdómurinn af öllum þeim, sem hér koma til greina, er vafalaust berklar í húðinni flupus vulgarisj. Það var einmitt við þessum sjúk- dómi, að Finses fann sína ljós- lækninga-aðferð, og varð hann forgöngumaðurinn að þeirri bar- áttu, sem nú er tekin upp i öllum löndum gegn honum, og hafa víða í Evrópu verið reist sérstök sjúkra- hæli fyrir þessa sjúklinga (eins og t. d. i Vfnarborg, Hamborg og við- ar, ljósstofnun Finsens í Kaup- mannahöfn o. s. frv.J og er aðal- lænkinga-aðferðin í þessurn sjúkra- hælum aðferð Finsens. Auk þess eru auðvitað líka til hjálpar not- að bæði Röntgen-geislar, radíum, skurðlækningar o. fl. Árið 1899 reyndi Finsen að telja saman sjúklinga'í Danmörku með húðberkla. Hann skrifaði prestum og bað þá um skýrslu um þá sjúklir.ga, sem væru í hverju prestakalli. Undirtektirnar voru mjög góðar, og hann fékk svar frá hér um bil öllum prestunum; og þó þessar skýrslur hvergi nærri sýndu þá réttu tölu, þá máiti þó ganga að því vísu, að sú tala, sem fram kæmi á þennan hátt, væri sú lægsta tala, sem orðið gæti. Nið- urstaðan varð sú, að i Danmörku væri 1300 -sjúkl., eða j4°/oo af fólksfjöldanum. Síðan hefir ekki verið reynt aftur að telja þessa sjúklinga saman, en eftir þeirri reynslu, sem fengin er við Ijós- stofnunina, þá er að áliti yfirlækn- isins þar þessi tala sú allra lægsta, sem hugsast getur, og sennilega er hún aftof lág. Um sama leyti reyndi þýzkur , læknir /NeisserJ að ná tölu á þessum sjúkl. í Schlesíu á Þýzkalandi. Hann skrifaði læknum. Undirtektirnar voru miklu lakari en hjá prestun- um, en eftir þeim skýrslum, sem honum bárust, taldist honum svo til. að tala þeirra væri um 950, eða ]A°/oo. Að áliti landlæknis er þessi sjúkdómur hvergi nærri eins algengur á fslandi og i Dan- mörku, en þar sem berklar í öðr- um liffærum, t. d. lungum, eru víst jafn-tíðir i báðum löndunum, þá getur munurinn varla verið mjög mikill. Eg geri mig því varla sekan í neinum ýkjum, þó eg geri ráð fyrir, að hann sé helm- ingi sjaldgæfari en í Danmörku, eða jafn-tíður og í Schlesíu. Það ættu þá að vera yfid 20 sjúkl. á landinu með þessa veiki. Annað atriði í þessu efni, sem ekki er siður fróðlegt, er, hvað margir sjúklingar með þessa veiki hafa verið sendir til útlanda til lækninga og hvað það hefir kost- að. Eg geri ráð fyrir, að sjúkling- ar hafi ekki verið sendir til ann- ara landa en Danmerkur, og eg hef hjá yfirlækninum á ljósstofn- un Finsens í Khöfn fengið leyfi til að skrifa upp úr bókum stofnun- arinnar, hvað margir íslendingar hafa verið þar til lækninga og hvað ])að hafi kostað. Þ|essi út- dráttur litur svona út: Fyr en 1906 hef eg ekki getað fundið neinn fslending. Síðan hafa 6 íslendingar leitað læknis- hjálpar á stofnuninni. Læknis- hjálpin fyrir þessa sjúklinga hefir numið á ári með verukostnaði: Árið 1906:..........Kr. 241 00 — 1907:............— 1418 80 — 1908:............— 1840 67 — 1909:............— 843 60 — 1910:............— 298 20 — 1911:............— 966 20 — 1912:............— 1537 65 AIIs nemur þetta a pessum 7 ár- um 7146,12 krónum eða 1020,87 kr. á ári að meðaltatt. Af þessum sjúklingum hafði einn ekki húðberkla, heldur annan og saklausan húðsjúkdóm, og hafði heldúr ekki vistarstað á stofnuninni. Hinir allir höfðu húðberkla. Af þeim dó einn á stofnuninni eftir nokkra mánúði. annar kom fyrst í lok ársins sem leið /Des. ’i2j. Kostnaðurinn fyrir þessa þrjá sjúklinga er alls kr. 481,95 aur. Hitt, eða kr. 6664,17, kemur þá á þrjá sjúkl., og af þeim hefir einn verið 2 síð- ustu árin og annar allan timann (j árj, þessir sjúklingar báðir hafa engan veginn að staðaldri verið á stofnuninni, heldur oft ver- J ið í burtu um lengri tíma, jafnvel heima á íslandi. Og loks hefir einn verið í 6 ár, en haft ókeypis læknishjálp og vist á stofnuninni síðan 1909, og hefir allan þann tíma verið á stofnunmm. Það er alls ekki svo lítil hjálp, sem sjúklingurinn ]iannig hefir þegið. ef öll sú læknishjálp væri færð til bókar, sem hann hefir notið á þessum þrem árum, og þar við bætist ókeypis vistarvera allan tím- ans. Þau er auðvitað ágætt og einkar hagfelt og fyrirhafnarlitið. að fá alt ókeypis; en hitt er annað mál, hvað lengi íslendingar geta verið þektir fyrir að þiggja slikt að gjöf. Og þessi gjöf er því eftirtektaverðari, þar sem annars ekki er hægt að fá ókeypis læknis- hjálp eða veru á stofnuninni, ekki einu sinni fyrir Dani sjálfa. í Danmörku eru nefnilega bæjar- og sveitafélög skyldug til að styrkja þá sjúklinga á ljósstofnunina, sem ekki geta kostað sig af eigin efn- um, án þess að sá styrkur verði skoðaður sem fátækrastyrkur. Enginn þessara þriggja síðast- töldu sjúkl. er enn albata, svo að þetta ár eru fjórir af ísl. sjúkl. á stofnuninni, allir um skemri eða lengri tíma; einn að vísu ókeypis. En hvar eru þá hinir 16, sem til eru á landinu? Þieir fá að hirða sig sjálfir eins og bezt gengur, eru öðrum stórhættulegir, þjóðfélaginu til byrði og sjálfir nærri eins aumkunarverðir og holdsveikling- ar, ef þeim ekki er hjálpað til að leita lækninga, og sú lækning, sem þeir þurfa og oftast er sú beztá. og oft sú eina mögulega, er einmitt ljóslækning. Sama og um berkla í húðinni má líka segja um berkla i slim- himnum, þar sem hægt er að koma þessum áhöldum að. En það er ekki einungis þessi tegund af berklum í húðinni, sem hægt er að lækna á þennan hátt; einnig marg- ir aðrir berklasjúkdómar bæði í og undir húðinni, t. d. grunnar ígerð- ir, sár og fistlar, kirtlabólgur, jafnvel beinátur í beinum, sem liggja nærri húðinni, geta batnað og læknast að fullu með þessum læknisaðferðum. Annar flokkur af næmum sjúk- dómum, sem vafalaust eru mjög algengir á íslandi, eru húðsjúk- dómar orsakaðir af ýmsum svepp- tegundum. Þegar menn vita að kartneglur ætíð koma af svepp, sem vex í nöglinni, þá geta menn gert sér í hugarlund, hvað þessir sjúkdómar eru algengir. Margir af þeim húðsjúkdómum, sem ganga undir nafninu krefða, eru lika vafalaust af þessum uppruna. En einnig við krefðu af öðrum uppruna hafa ljóslækningar reynst mæta vel. Einkum riata þær gef- ist vel við gömlum tilfellum, sem aðrar lækningaaðferðir gefast verst við og oft bregðast fullkom- lega. Hér má lika nefna marga aöra algenga húðsjúkdóma, eins og t. d. vörtur, þykni í örvef /keloidj. psoriasis og marga fleiri, sem geislalækningar hafa reynst vel við Ennfremur margir húðkvillar, sém valda kláða, því það er eins með Röntgengeisla og radíum, að þeir verka deyfandi á húðina. Þeir deyfa ekki einungis verki, heldur lika allar aðrar óeðhlegar tilfinn- ingar í húðinni. Af sömu ástæð- um hafa Röntgengeislar líka reynst ágætlega i mörgum tilfellum við taugaverkjum, t. d. í andliti /trigeminusnevralgij og ristli o. fl. Þjessir síðasttöldu sjúkdómar eru oft mjög kveljandi fyrir sjúkl.. og að lækna þá, þó ekki sé nema í bili, er eitt af allra þakklátustu verkum læknisfræðinnar. Enn má hér telja stóran flokk mjög algengra sjúkdóma, þar sem ljóslækningar hafa reynst að vera stór framför, og oft sú eina mögu- lega læknisaðferð. Þessir sjúk- dómar eru æxli í æðakerfinu. Hér teljast til valbrá, móðurmerki, út- vikkun á smáu æðunum í húðinni, freknur o. fl. Þessir sjúkdómar eru alþektir, enda svo algengir, að segja má, að hver maður hafi eitthvað af þeim; og allir vita. hvað þeir geta verið til mikilla' lýta, einkum ef þeir sitja í andliti — og þar eru þær langalgengastar — eða á höndum. \ lang-flestum tilfellum eru þær saklausar, en við og við koma þó fyrir tilfelli af ill- kynjuðum æxlum /sarkómumj, setn hafa byrjað t. d. í göm]u móð- urmerki eða freknu. Enn er eftir annar stór flokkur sjúkdóma, þar sem ljóslækningar og einkum eða eingöngu af þeim, sem'hér köma til greina — með þvi að lækningar meo radíum og öðrum geislaefnum. enn ekki eru hugsanlegar vegna dýrleikans._— Röntgengeislar hafa reynst a‘ð koma að haldi, þegar öll önnur ráð þrutu. Þ^ssir sjúkdómar eru æxli. og fyrst og fremst illkynjuð æxli. Röntgengeislar hafa ekki aðeins reynst að geta læknað til fulls krabbamein i húðinni, sem ekki hafa verið búin að grípa um of um sig, heldur lika að geta bætt til muna tilveruna fyrir þeim sjúklingum, sem ekki áttu sér neina batavon, bæði með því að æxlin hafa rýrnað, jafnvel horfið, og sérstaklega með þvi, að verk- irnir hafa minkað eða horfið með1 öllu, um stund að minsta kosti. Þetta á ekki aðeins við æxli í húðinni, heldur lika við æxli í slím- himnum, í kirtlum eða á stöðum, sem liggja enn dýpra, t. d. inn- ýflum. Sérstaklega hafa Rönt- gengeislar — eins og lika radíum — reynst vel við sarkónum, sem eru öllu illkynjaðri en krabbamein, en sýnilega að öðru jöfnu enn móttækilegri fyrir þessa lækningar- aðferð. Einnig á góðkynjuð æxli verka þessir geislar, en þó aðal- lega með því að lina verki. Við mörgum fleiri sjúkdómum /hafa þessar læknisa'öterSír verið reyndar, eins og t. d. við ýmsum blóðsjúkdómum og kvensjúkdóm- um, mörgum tegundum af liða- veiki, beinsjúkdómum og mörgum fleiri, sem hér er hvorki staður eða tími til að telja upp, og hafa þær i mörgum tilfellum reynst að veita sjúkl. meiri hjálp en hægt hefir verið að veita þeim með öðrum læknisaðferðum. Að end- ingu skal eg, aðeins geta eins eig- inleika Röntgengeislanna, sem ekj<i hqSir verið tækifæri til að minnast á. Hann er sá, að þeir — eins og líka radíum — valda hárlosi og eru því eðlilega mikið notaðir til að ná burtu hárum. þar sem þau eiga ekki að vera eða eru til óprýði. Er þessi kostur þeim mun meiri sem þeir ekki valda minsta sársauka og láta eng- in merki eftir sig. Eg hef dvalið svo lengi við þessa hlið þarfarinnar af því að hún er frá mínu sjónarmiði aðal- atriðið — lækningin er og verður ætíð meira virði en rannsókn —; þessar aðferðir eru svo reyndar og gildi þeirra svo margsannað, að þær hafa þegar fastan stað í læknislistinni sem eitt af hinum beztu vopnum. Hvað hitt atriðið snertir, hvað þessi áhöld yrðu mikið notuð til rannsókna, þá er ef til vill enn erfiðara að álykta nokkuð um það. Þessar rann- sóknir koma fyrst og fremst til greina við allar skemdir og mein- semdir í beinum, beinbrot, liðhlaup, kalkmyndanir og aðrar steinmynd- anir i líkamanum /nýrna-, blöðru- og gall-steinarj, margar nýmynd- anir og æxli, bæði í innýflum og annarstaðar, marga lungnasjúk- dóma; enn fremur er með þessu móti hægt að sjá, hvar aðkomnir hlutir liggja, t. d.nálar, kúlur o. s. frv. Og svo er síðast en ekki sízt hægt með þessu móti að hafa eftir- lit með, hvernig læknisaðgerðir hafa tekist, t. d. með beinbrot, lið- hlaup o. fl. Hvað þessar rann- sóknir verða mikið notaðar, er fyrst og fremst komið undir þvi, hve tið þau tilföll eru, þar sem þessi rannsókn er til hjálpar, og svo hvað læknar nota þær mikið. Þifer verða fyrst og fremst notaðar af sjúkrahúsunum. Eftir lausri upptalningu eftir sjúkdómslistun- um á sjúkrahúsinu í Landakoti árin 1910, 1911 og 1912, þá ætti það að verða nálægt 160 rann- sóknir fyrsta árið, 143 annað árið og 136 hið síðasta. Þessar tölur eru vafalaust mjög ónákvæmar, en þó líklega þær hæstu, sem hugsan- legar eru, því hér eru t. d. taldir með allir sjúkl. með sullaveiki, en þeir mundu aldrei allir koma til rannsóknar, og svo er um fleiri, sem hér eru. taldir með. En hins vegar mundu sjálfsagt ýmsir aðrir, sem hér er slept, koma til ranm- sóknar, og margir sjálfsagt rann- sakaðir oftar en einu sinni. Svo má vænta, að Franska sjúkrahúsið noti þessar rannsóknír ettthvað, og að lokum koma hvergi nærri öll tilfelli á sjúkrahús, þar sem þe^s- ar rannsóknir væri æskilegar. Við höfum séð, að verkefnið fyrir ljósstofnun er nóg; og þar sem verkefnið er nóg, verður til- kostnaöurinn aldrei of mikill, sízt í þessu efni, þar sem verkefnið hvorki er steinn eða tré, heldur mannslíf, heill og Iieilsa heillar þjóðar. Þegar við lika gætum að þvi, að ýmsir af þeim sjúkdómum, sem hér koma til greina, eru sótt- næmir, þá vinnur þessi stofnun, eins og allar aðrar lækningastofn- anir, tvöfalt gagn með þvi bæði að lækna sjúklinga og kenna þeim að verja bæði sig og aðra gegn þeim sjúkdómum, svo að þeir smátt og smátt verði fátíðari eða hverfi, eins og t. d. holdsveikin. Þjetta er stefnan; hér liggur sú hagfræðis- lega þungamiðja 'læknisfræðinnar. 2. Kostnaðurinn. Það er ekki erfitt að reikna út, hvað hann muni verða mikill. Hér er ekki að tala um að reisa stórt hús, ])ar sem sjúklingar auk lækn- ishjálparinnar líka geti fengið vist. Þessir sjúklingar eru flestir ról- færir, svo ])eir geta verið hvar sem vera skal, og hér er því einungis að ræða um, livað sjálf áhöldin kosti uppkomin. Heima á íslandi /Framh. á 3. síðu.J

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.