Lögberg - 14.08.1913, Síða 8
9
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN
14. Ágúst 1913.
Þegar
þér
komi^ til
Winnipeg
þá látið e k k i undan
dragaat að finna Mr. H.
A. Nott, augnafræðing.
Látið skoða og reyna I
yður augun, og fáið hin
b e z t viðeigandi o g
þægílegustu gleraugu.
Limited
H. A. NOTT, Optician
313 Portage Ave.
Úr bænum
Guðsþjónustur veröa haldnar í
Wynyard og Kandahar sunnudaginn
17. Ágúst. í Wynyard byrjar guös-
þjónusta kl. 12 á hádegi og í Kanda-
har kl. 3 e. h. H. S.
Fimtudaginn 31. Júlí lézt ekkjan
Medonia Gu'ömundsdóttir í hárri elli,
nærri 88 ára aö aldri, á heimili sonar
síns Ragúels Johnson, í grend viö
Mozart. Hin látna var ættuö úr
Húnavatnssýslu, en haföi búiö hér í
landi um 14 ár.
Herra Guðm. M. Bjarnason, málari
aö 309 Simcoe stræti, hefir nýlega
fengiö sér bifreið. Munu nú vera
um 20 bifreiðir, sem íslendingar í
Winnipeg eiga.
Herra Stefán Stefánsson, kaup-
maöur frá Dog Creek P. O., var á
ferð hér um helgina og lét vel af líðan
manna þar nyrðra, og útliti yfirleitt,
einkum eftir aö þorna fór um.
Ung og lipur stúlka, nýkomin af Is-
landi óskar eftir góðri vist hjá ís-
lenzku fólki. Ritstj. vísar á.
Séra N. Stgr. Thorláksson er til
heimilis hjá Mr. og Mrs. Jósef John-
son, 774 Victor stræti, og veröur þar
meðan hann þjónar Fyrsta lúterska
söfnuði. Talsími Gariy 3579.
Herra Thorleifur Jackson frá Sel-
kirk var hér á ferð fyrir helgina á leið
suöur i Dakota, og dvelur hann þar
um tíma.
Vér viljum benda lesendum á orö-
sending frá herra Jónasi Pálssyni
músíkkennara, sem birt er annarsstaö-
ar í blaðinu. Hann gerir þar grein
fyrir nýrri og ódýrari kenslu-tilsögn,
en hann hefir tíðkað; hann ræður
sér aðstoðar kennara, en lítur þó eftir
kenslunni sjálfur. Óskar hann eftir
að músíknemendur finni sig að máli.
Mr. Pálsson er talinn ötull og dugleg-
ur kennari.
Þeir bræöur Friðbjöm og Magnús
Magnússynir frá Leslie, Sask., voru
hér á ferð í vikunni.
Þær systur, Helga og Guðrún Eg-
ilsson, dætur Gísla Egilssonar við
Calder, Sask., voru í kynnisferð hér í
Winnipeg um siðustu helgi.
i«iiininiw 111 mn 11 n 1111111 ‘iii >
“DAUFIR
TÍMAR”
er rétti tíminn tll aff ná f gófinr
hygílnKalóliir, vei inn f borginnl.
Þeir er knupa nú og kaupa hyKjji-
leRa munu Którgrælía á þvf. I.AtiTS
«-kki peningrnna lÍKííja iðjulausa.
Et i nokkrum efa hvar sé bezt ab
kaupa, þá finniS migr eSa skrifiS
Paul Johnston
312-314 Xanton Bulldlng
A hornl Main og Portage.
Talsími: Main 320
SNOWDRIFT
BRAUÐ
er vel bakað brauð, alveg
eins f miðju eins og að utan
Er létt í sér og bragðgott,
og kemur það til af því
að það er búið til í beztu
vélum og bakað í beztu ofn-
Hjálp í neyð.
Meðtekið í samskotasjóð Sigurlaug-
ar Guðmundsdóttur í Reykjavík:
Mrs. O. Freeman...............$2.00
J. Sigfússon, Selkirk ......... 1.00
Mrs. T. Björnsson, Geysir..... 1.00
Sig. Sveinbjörnsson, Wpeg...... 2.00
Frá ónefndum................... 1.00
Frá ónefndri................... 0.50
Miss G. Guðnason, Span. Fork' 1.00
Mr. og Mrs. B.B.Sveinss. Sp.F. 1.00
Mrs. Stefanía Jones, Minneota 3.00
G. Helgason, Swan River....... 1.00
Mrs. K. Thorsteinsson, Wpg... 2.00
Mrs. G. Gíslason, Wpg.......... 1.00
Th. Gíslason, Winnipegosis .... 2.00
$18.50
Áður auglýst ............$26.50
Nú samtals.........$45-00
Jónas Pálsson
er nú byrjaður aftur á piano-kenslu
Háttvirtu íslendingar!
Eg er þá loks tilbúinn aftur að veita
nemendum móttöku. Ekki finst mér
viðeigandi að hafa langan formála, að
eins mætti geta þess, að kennarar
þeir sem eg lærði hjá í Evrópu,
voru menn, sem löngu eru orðnir við-
urkendir að kenna aðeins þær aðferð-
ir, sem nútíminn veit praktskastar og
beztar.
Oft hefi eg orðið var við umkvart-
anir á liðnum árum að kensla mín
vær.i svo dýr, að fátækara fólkið gæti
ekki notið hennar; en nú verður þetta
ekki lengur til fyrirstöðu. í þetta
sinn hefi eg mér aðstoðarkennara, sem
kenna sömu aðferðir og eg geri sjálf-
ur og og algerlega undir minni um-
sjón og eftirliti, en samt fyrir mjög
sanngjörn laun. Eg vona því að allir
þeir, nær og fjær, sem annars bera
traust til mín í starfi mínu, hvort held-
ur fátækir eða fjáðir, ungir eða aldn-
ir, langt eða skamt á veg komnir, finni
mig að máli áður þeir ráða sig ann-
arsstaðar.
Vel má vera það borgi sig og kost-
ar ekkert.
Þessi aðferð, að kennarar vinni í
sameiningu, er mikið tíðkuð á Þýzka-
landi og gefst mjög vel.
Eg vona sterklega, að verk mín og
meðkennara minna beri góðan ávöxt í
framtíðinni, en auðvitað verður að
biða með þolinmæði eftir dómi reynslu
og tíma.
Virðingarfylst,
JÓNAS PALSSON,
450 Victor Str., Winnipeg.
Talsími: Sherbr. 1179.
Frá Spanish Fork er skrifað 5. þ.m:
“í gær dó Jón Þorgeirsson, í Provo
City, og munu frétaritararnir geta
hans að verðugleikum síðar.”
Nýlega er látinn í Selkirk Jóhannes
Einarsson ættaður af Tjörnesi. Hann
bjó lengi hinu mesta myndarbúi á
Hrafnsstöðum í Vopnafirði, en flutt-
ist vestur um haf fyrir átta árvim.
Settist hann þá að í Selkirk hjá dóttur
sinni Halldóru og þar dó hann. önn-
ur dóttir hans er í Selkirk, Mrs. Frí-
mann Jóhannsson. Jóhannes heitinn
var hinn mesti myndarmaður. Hann
var 81 árs er hann lézt og var jarð-
sunginn af séra N. Stg. Thorlákssyni.
Séra Sigurður S. Christopherson er
fyrir skemstu kominn hingað til borg-
ar úr missíónarferð frá Swan River.
Þar var hann um tíma og biður Lög-
berg að færa Swan River íslendingum
sem hann var hjá innilegar þakkir sín-
ar fyrir góðar og hlýjar viðtökur.
Uppskeruhorfur segir hann mjög góð-
ar. Rigningar allmiklar í Júlí, en nú
farið að þorna um aftur.
Mr. Alb. C. Johnson fór í vikunni
sem leið ásamt tveim elztu dætrum
sínum í skemtiferð vestur á Kyrra-
haísströnd.
Hingað til borgar komu nýskeð frá
Duluth Thorir Bjarnason, Jón Thor-
steinsson og dætur hans tvær til að
heimsækja vini og kunningja. Fóru
heimleiðis aftur álaugardaginn var.
--------1----------
Til sölu
Fjögur hús milli
Sargent og Well-
ington:
Nr. 1000 og 1002 Sherburn
St (tvíhýsi).... $6,500
1012 Sherburn St. $1,900
972 Ingersoll St. . . $3,400
980 Ingersoll St.. . . 3,000
Skilm&lar: Í300 til $400 út I
hönd. Engin eignaskifti. Engir
milligöngumenn. FinniS eigand-
ann, kl. 7 til 8 a8 kveldi.
F. Johnson,
Talsíml: Garry 1428
1002 Sherbum St.
Hveitislátur er nú vel byrjaður, og
er talin vænleg uppskera víðast hvar
i sléttufylkjunum þar sem til spyrst.
Mrs. Guðrún Ólafsson frá Reston,
Man., var stödd hér x borginni eftir
helgina.
Frá Kandahar kom hingað til borg-
ar um helgina Lúðvík Laxdal og Árni
sonur hans; enn fremur Kristján
Hjálmarsson kaupmaður og kona
hans. Uppskeruhorfur alveg ljómandi
góðar í Saskatchewan — varla nokk-
urn tíma jafnvel sprottnir og fallegir.
akrar þar sem nú.
Þeir A. J. Hörgdal, Jón Guðmunds-
son cfg Hallgrimur Jósefsson frá
Wynyard, Sask., voru hér á ferð á
þriðjudaginn.
Fyrir helgina kólnaði ofurlitið í
veðri og rigndi litilsháttar. Hitar aft-
ur mánudag og þriðjudag.
Hr. Þorsteinn Oddsson, fyrrum á
Húsavík á Isíandi á bréf á skrifstofu
Lögbergs. Bréfið er Islandsbréf, var
auglýst í síðasta blaði, og óskað eftir
að hlutaðeigandi nálgist það sem
fyrst.
Von er á agentunum, þefim Stefáni
Sveinssyni og Friðrik Sveinssyni í
næstu viku. Lögðu þeir af stað úr
Reykjavík til útlanda 2. Áúst. Með
þeim kemur nokkuð af íslenzkum inn-
flvtjendum, sumie segja æði margt
fólk.
Lögberg hefir verið beðið að geta
þess, að ef einhverjir væru að hugsa
um að fara heim til íslands í þessum
mánuði, þá fellur ferð 25. þ.m. og
eitthvað af fólki héðan úr bæ, sem þá
fer heim til gamla landsins.
Herra Sveinn Thompson, aktýgja-
sali frá Selkirk, kom um miðja vikuna
úr Islandsferð sinni. Hann fór heim
í vor. Með honum komu sex vestur-
farar úr Reykjavík, en sumir úr Vest-
mannaeyjum.
Ungur maður reri kænu eftir Rauðá
á þriðjudaginn; mótorbátur fór hjá
og ruggaði kænan á bárunum frá hon-
um þar til henni hvolfdi. Maðurinn
sökk strax, að sögn, og náðist ekki
líkið fyr en eftir þrjár klukkustundir.
Á þriðjudaginn dó ungur maður
með því móti, að hann greip um tele-
fón vír, er rafmagn var í. Þeir, sem
voru að verki með honum, heyrðu
hann anda þungt og sáu hann halla
sér að vegg, með vírinn í berri hend-
inni. Maðurinn dó eftir lítinn tíma.
Hann hafði gift sig á föstudaginn |
næstan áður.
Hr. Klemens Jónasson frá Selkirk
leit inn til Lögbergs á miðvikudaginn.
ASHDOWN'5
CANOES
Basswood, málaðir, 16, 17 og iö feta . $35-00 $40.00 og $45.00
Basswood, olíubomir, 16 og 17 feta..‘..$43-00 og $48.00
Cedar, oliuhornir, 16 feta...............$50.00
Cedar Strips, olíubornir, 16 feta........$55-00
Chestnut, með selgldúk yfir, 16 feta.....$55-00
Sponson, með segldúk yfir, 16 feta.......$75-00
Flutninga Canoes
Basswood eða Cedar, með segldúk yfir frá $55.00 til $80.00
Tvenn áhöld með hverjum Canoe.
RÖÐRARBÁTAR
um.
5c brauðið
TheSpeírs-Parnell
Baking Co. Ltd.
Phone Garry 2345-2346
Pappír vafin utan um hvert brauð
Tvístafnaðir úr Clear Cedar Planking Ribbs, með fjögra þumlunga
millibili og ger-reyndir að frágangi. Allar stærðir.
Skrifið eftir "Canoe Catalog” vorum.
Skoðið inn í glugg-
ana hjá..........
ASHDOWN’S
Brauð gæði.
Bezta tegund mjöls, sem bezt er í
brauð
lVstug,
fIngerð,
ALVEG HREIN.
Svo er
Canada brauð
Búin til í nýjasta og fullkomnasta \
bakaríi vestanlands, með eftirliti
hinna reyndustu manna, þar sem
rfkt er gengið eftir „gæðum“, ..hrein- J
laeti44 og „hollustu*4. Komið Og sjá-
ið sjálf. Seld fyrir sama verð og
algeng brauð. Biðjið um
CANADA BRAUÐ
5c }iv0f(
PHONE: Sherbr. 2018
$1.00
getur stundum sparað $l ,000. Kup
ið enga eign fyr en þér hafið leit-
að réttra upplýsinga um legu bennar
og ígildi. Það erætlun vor að lið-
sinna þeim sem Fekkja lítið til fast-
eignaverÖ8. Fyrir $1.00 ásamt ná-
kvæmri tilsögn skulum vér gefa rétt-
ar og áreiðanlegar upplýsingar um
hverja eign sem vera skal í Canada,
sem þú hefir keypt eða ætlar að
kaupa.
The INF0RMATI0N BUREAU
P.O. Box 87. WINNlPfeG
KENNARA vantar til Bjarma skóla
Nr. 1461. Kensla varir frá 15. Sept.
til 15. Des. þ. á., og byrjar svo aftur
1. Jan. 1914 og stendur 4 til 5 mánuíi.
Tilboö, sem tiltaki mentastig og æf-
ingu ásamt kaupi, sem æskt er eftir,
sendist til undirritahs fyrir 1. Sept.
Árborg, Man., í Júlí 1913. GuíSjón
Daníelsson, Sec.-Treas.
I.O.G.T.—Á föstudagskveldiö 1. þ.
m. setti umbohsmaSur stúkunnar
Heklu ('ÓIafur BjarnasonJ eftirfylgj-
andi meölimi í embætti fyrir ársfjórh-
unginn, sem nú er a?S líöa:
F.Æ.T.—Guömund Gíslason.
Æ.T.—Sveinbjörn Árnason.
V. T.—Gróu Magnússon.
Rit.—Ástu Austmannn.
A.R.—Aðalbjörn Jónasson.
F. R.—B. M. Long.
G. —Jóhann Vigfússon.
K.—Agnesi Jónsdóttur.
D.—Þóru Olson.
A.D.—Ragnh. Eiríksson.
V.—St. Sigurðsson.
Ú.V.—B. E. Björnsson.
Gildir meðlimir stúkunnar nú 419.—
Allir meðlimir í borginni eru vinsam-
lega ámintir um, að sækja vel fundi
stúkunnar framvegis. Eða til hvers
gerast menn meðlimir, ef ekki til að
sinna stúkunni og vinna fyrir hana
það sem í valdi þeirra stendur. Mál-
efnið er gott og göfugt og vel þess
virði, að allir rétthugsandi menn og
konur berjist fyrir því. Það er kom-
inn tími til (og þó fyr hefði veriðj, að
útiloka áfengissöluna úr bygðum, bæj-
um og borgum, því allsstaðar er hún
lands og lýða tjón. Bindindisvinir all-
ir, vinnum með einlægni saman í bróð-
erni, og þá mun vinnast sigur.
B. M. Long.
BLAÐIÐ ÞITT!
SJÁLF SAGT ánægjulegra
að lesa Lögberg ef búið
er að borga fyrir það.
Viltu aðgæta hvernig sakir
standa með blaðið þitt?
Athugaðu litla miðann sem
límdur er á blaðið þitt, hann sýn-
ir upp að hvaða tíma þú hefir
borgað Lögberg.
Hvaða skollans læti.
Nei, nei, eg hef ekki núna hangi-
ket fyrir tíma, en strax og eg fæ það
skal eg gala það svo hátt, að allir
landar heyri. En eg hef á boðstól-
um saltað, reykt og nýtt svínaflesk.
Nýtt og saltað nautaket og nýtt
sauðaket. Svo hef eg allskonar
könnumat, já, og tólg og svínafeiti.
Auðvitað bara þessa viku nýorpin
hænuegg 12 fyrir 25c. Flestalt er
það óheyrilega ódýrt hjá ketsalanum
ykkar
S. 0. G. Helgason
Phone:
Sherbrooke 85 0
530 Sargent Ave., Winnipeg
Company
Bestu skraddarar og loðskinna salar.
Lita, hreinsa, pressa, gera við og breyta fatnaði.
Bezta fata efni. Nýjasta tízka.
Komið og skoðið hin nýju haust og vetrar fataefni vor.
866 Sherbrooke St. Fón G. 2220
WINNIPEG
I ár tapar bærinn yfir 33 þús. dölum
á sýningunni, en alls er hann búinn að
tapa á henni um 87 þúsund dölum.
íslendingar í Alberta héldu árshátíð
sína 2. þ.m. í grend við Markerville
bæ. Komu þar saman fimm hundruð
manns. Skemtu menn sér hið bezta
við ræður og músík og allskyns
íþróttir. Kvenfélagið annaðist veit-
ingar í Fensölum. Enskt blað, The
Province, sem þessar fréttir eru tekn-
ar úr, lætur hið bezta af hátíðarhald-
inu.
KENNARA VANTAR
Vantar kennara við Hecland
skóla nr. 1277; kenslutími frá 1.
September 1913, til 30. Júní Í914.
Kennari tiltaki katip og mentastig.
Tilboðum verður veitt móttaka til
20. Ágúst 1913.
Paul Arnason, Sec. Treas.
Isafold, Man....
Það er auðvelt
að búa til brauð og pie
Það er að öllu leyti komið und-
ir mjölinu, sem notað er.
Kaupið mjöl sem ávalt reynist
jafnvel.
OGILVIE’S
Royal Household
MJEL
eru allir ánægðir með.
Það er ávalt eins að gæðum, bezta
mjöl sem búið er til og drýgsta.
Biðjið kaupmanninn um það.
0GILVIE FL0UR MILLS Co.
Limited
WINNIPEG, VANCOUVER
HELL0!
Electric
Cooko
Ný uppfinning
Steikir, sýður og “tóstar” fljótar og kostnaðarminna en nokk-
ur önnur stó á markaðnum. Enginn hiti frá henni. Engin
óhreinindi. — Komið og skoðið þær. — Búnar til af
PAUL JOHNSON,
761 Wiliiam Avcl - Tals. Garry 785 ogG. 2379
KENNARA tilboðum til Baldur skóla
No. 588 verður veitt móttaka til 25.
Ágúst n.k.; um sækjandi verður að
hafa 2. flokks skírteini; kensla á að
byrja 1. Sept. Umsækjandi tiltaki
hvaða kaup hann óskar, greini einnig
frá hvað hapn hefir lengi kent og hvar
leita megi meðmæla.—Skrifið til B.
MARTEINSSON, Sec.-Treas.,
Hnausa, Man.
TVÍBÖKUR
I 25 punda kössum eru einkar hent-
ug kaup á tvibökum. Þær koma þann.
ig óhaggaðar frá bökunarofninum án
þess að hafa verið handfjallaðar og
settar í poka, sem orsakar að þær
molna.—Kaupið kassa næst; þær fást
bein tfrá mér eða viðskiftamanna
yðar.
G. P. THORDARSON,
1156 Ingersoll Str.
Tals. Sher. 2022
Gert við alskon
ar sauinavélar.
R. H0LDEN
Nýjar og brúkaðar Saumavélar.
Singrer, White, Williams, Raymond, New
Home.Domestic.Standard.Wheeler&Wilson
580 Ellice Ave., við Sherbr. St. Winnipeg
HOLDEN REALTY Co.
Bújayðir og Bæjarlóðir keyptar
seldar og teknar í skiftum.
580 Ellice Ave. Talsími Sher. 2022
Rétt við Sherbrooke St. Opið á kveldin
FRANK GUY R. HOLDEN
Shaws
479 Notre Dame Av.
4.4.4.4.4.4.4.4-4<4> 4.4.4.4.4.4.4.4.4.4.
Stærzta, elzta og
bezt kynta verzlun
með brúkaöa muni
í Vestur-Canada.
Alskonar fatnaöur
keyptur og seldur
Sanngjarnt verö.
4.4.4.4.4.4.4.4.4.4.4.4.4.4,4.4.4.4.4.4.4.4
Phone Garry 2 6 6 6
Kenzlutilboð.
Undirritaður kennir Islending-
um ensku, bókfærslu og reikning
fyrir sanngjarnt verð. Til við-i
tals milli kl. 7 og 8 síðdegis.
Kristján ThejH,
Sími: Garry 336. 639 Maryland St.
Skóla áhöld
Vrentið ekki þess að börnunum gangi
vel í skóla nema þau hafi öll þau á-
höld sem útheimtast. Vér höfum fu!l-
komin áhöld fyrir alla lærisveina—
penna, blýanta, þurkleður, skrifbækur
o.s.frv., svo og allar bækur sem á
skóla brúkast. Segið börnunum að
kaupa skólaáhöldin hérna.
FRANKWHALEY
Urmription 'Ontggtst
724 Sargent Ave., Winnipeg
Phone Sherbr. 258 og 1130
KENNARA vantar við Geysir skóla,
Nr. 776, frá 15. Sept. til 15. Des. Um-
sækjandi tiltaki mentastig og kaup.
Tilboðum verður veitt móttaka af
undirrituðum til 30. Ágúst 1913. —
JÓN PÁLSSON, Sec.-Treas.
UNGAR STÚLKUR óskast
strax til að læra að setja upp hár
og snurfusa neglur. Kaup borg-
að meðan lært er. Aðeins fáar
vikur þarf til þess. Stöður útveg-
aðar eftir að námi er lokið!. Komið
og fáið fagurt kver ókeypis og
sjáið Canada’s fremstu hár- og
handa prýði og fegurðar stofu að
483 Main St., beint á móti City
Hall, uppi.
8krifstO'fu Tals. Hoimilis Tals.
Main 7723 8hcrb.1704
Miss Dosia C. Haldorson
SCIENTIFIC MASSAGE
Swedish Sick Gymnasium and Manipula-
tions. Diploma Dr. Clod-Hansens Institute
Copenhagen, Denmark.
Face Massage and EÍectric Treatmenta a
Specialty
8uitc 26 8toel Block, 360 Portage Av.