Lögberg - 28.08.1913, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.08.1913, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. Ágúst 1913. Fátæki ráðsmaðurínn. Saga eftir OCTAVB FEULLET. Sursum corda! París 20. Apríl 185 . . . Þetta er nú annaS kveldiö, sem eg held til í þessu óvistlega og leiSinlega herbergi. Sljóvum auugm horfi eg á tóman hitunarofninn, og hlusta eins og utan viö mig á tilbreytingarlaust vagnskröltiö niðri á götunni. I þessari stóru borg finst mér eg vera ein- manalegri og ver kominn heldur en skipbrotsmaSur. nötrandi af kulda, á flaki, sem fleytir honum á úfnu og ólgandi hafi. En nú hlýtur brátt aS draga aS leikslokum! Eg ætla aS horfast í augu viS örlögin ókvíSinn, til aS svifta þau sárasta broddinum. Eg ætla aS létta á harmþrungnum huga minum. og gera að( trúnaSarmanni mínum, eina vininn, sem eg á, fölleita manninn, sem starir á mig í spegliunm. MeSaumkun þess vinar veldur mér ekki sársauka. Eg ætla nú aS skrásetja hugsanir mínar og æfi- atriSi, ekki meS barnalegri og hversdagslegri ná- kvæmni, þar sem slept sé öllum meiri háttar viSburS- um, heklur ætla eg aS segja rétt og samvizkusamlega frá öllu, sem á dagana drífur. Eg ætla aS láta mér þykja vænt um dagbókina mína; hún skal verSa eins og bróSurlegt bergmál, sem léttir mér einveruna; jafnframt því á hún aS vera önnur samvizka mín aS einhverju leyti, er vari mig viS því aS hafast nokkuS þaS aS, sem eg ekki er reiSubúinn aS rita á eftir meS óskjáliandi hendi. MeS harmþrungnum ákafa leita eg nú í umliS- inni tíS, eftir sérhverri átyllu og smáatvikum, er átt hefSu fyrir löngu aS hafa orSiS mér nægilegt skýr- ingarefni, ef sonarleg lotning, vald vanans, leti og kæruleysi ekki hefSi lokaS augum mínum fyrir því. er gerSist umhverfis mig. Nú skilst mér hversvegna hún móSir mín var svo þuflglynd; nú skilst mér hversvegna hún hafSi óbeit á samkvæmislífinu, og nú skilst mér hversvegna hún ávalt klæddist viShafnarlitlum og óbreyttum búningi, er föSur mínum varS aSra stundina gremjuefni, en hann hæddist aS hinu. “Þú ert langlíkust vinnukonu!” sagSi hann viS hana. Eg haföi þó orSiS þess áskynja, aS missætti, enn þá alvarlegra eSlis, raskaSi friöi á heimili okkar, en aldrei heyrSi eg beinlínis á þaS sjálfur. Eg heyröi aS eins óminn af röddu fööur mins, æstri og skip- andi, og til móöur minnar lágan bænarróm, og grát- staf, sem hún reyndi aS dylja. Eg ímyndaSi mér aS þessi raunalega misklíS á heimilinu væri sprottin af helzt til áköfum og árang- urslausum tilarunum föður míns, til aS fá móöur mína til aS taka þátt í dýrölegum veizluhöldum, svo sem venja hennar haföi veriS fyrrum; en í þess kyns samkvæmi fór hún nú mjög nauöug með föSur min- um, og varS æ tregari aS gera slíkt, sem lengur liSu fram stundir. Eftir þvílíkar skærur bar þaS viS eigi allsjaldan, aS faSir minn fór og keypti einhvern skrautgrip, sem móöir mín fann svo undir pentudúknum sínum, þeg- ar hún settist aS matboröi, en slíka gripi bar hún aldrei. Einu sinni á hverjum vetri fékk hún sendan frá París stóran kassa, fullan af yndislegustu blóm- um. Hún þakkaSi föður minum alúðlega fyrir send- inguna. en þegar hann var kominn út úr herberginu- sá eg aö hún ypti öxlum og horföi til himins meö ósegjanlega miklum vonleysis- og órvæntingarsvip. MeSan hann var innan endimarka gömlu hall- arinnar okkar, var engu líkara, en á honum lægju ill álög, eins og þungt farg. En jafnskjótt, sem hann kom útfyrir hallarhliöin, sá eg hrukkurnar á enni hans minka, sá hann soga í sig loftiS og eins og yngj- ast allan á einu augabragöi. “Svona Maxime, sagöi hann, nú skulum viS hlaupa á sprett.” Og svo þutum viö af staS yfir merkur og gras- lendi. Þegar við vorum þannig saman var hann glaSur og kátur eins og barn; þá var hann svo skemtilega hugkvæmur, hrifinn af frjálsri náttúru-dýrö drott- ins, og var svo dæmalaust hispurslaus í tali, aS eg réöi mér ekki fyrir fögnuöi, og mig dauölangaSi til aS geta gert aumingjann hana móöur mína aönjót- andi einhvers af þessu, hana, sem sat alein heima. hrygg og raunamædd. Þþgar hér var komiö fór mér aS þykja vænt um fööur minn, og gat ekki hjá því fariö, aS eg dáöist aS honum, er eg viS hátíSabrigði samkvæmislífsins. — á veiSum, veöreiSum, dansleikjum og í miSdegis- veizlum —- sá alla hans góöu hæfileika njóta sín. Hann var ágætis reiömaSur, fyndinn og skemtinn sessunautur undir boröum, frábær spilamaSur, og þar aS auki hugprúöur flestum fremur, og afarmild- ur af fé. ÞaS var því ekki aS undra, þó aö hann yröi í huga mínum fyrirmynd göfugrar karlmensku og riddaraskapar. MeS nöpru brosi var hann vanur aS kalla mig: “síðasta aðalsmanninn”. Þannig var faðir minn utan heimilis, en jafn- skjótt sem hann kom inn fyrir húsdyr heima hjá sér, áttum við móðir mín viS ákaflyndan, önugan og upp- stökkan aldurhniginn mann aS eiga. Sjálfsagt heföi stirSlyndi fööur míns gagnvart móður minni oröiS mér óbærilegt, ef hann hefSi ekki ööru hvoru sýnt, aö hann sá eftir aS hafa móSgaS hana, og vildi á ýmsan hátt bæta fyrir þaS, eins og eg hefi þegar tekiS fram. Þþssar sannanir fyrir því, aS hann sæi eftir því, er hann gerSi móSur minni rangt til, réttlættu hann i mínum augum; eg hugöi hann vera góðan mann og réttvísan, mann sem hlypi á sig, af því aS hann mætti mótspyrnu einmitt þar, sem honum kæmi verst. Eg ímyndaöi mér, aS taugasjúkdómur hafi geng- að aS móSur minni, einhvers konar vonleysisþung- lyndi; faSir minn gaf mér og í skyn aS hann væri þeirrar skoöunar, þó aS hann aS vísu væri fáoröur um þau efni, en þaS þótti mér ekki nema eölilegt. Ekki var mér fyllilega ljóst, hvernig tilfinning- um móöur minnar gagnvart fööur mínum var háttaS. Þegar hún virti hann fyrir sér var engu likara en aö á stundum væri hörkublær á svipnum; en þessi hörkublær hvarf brátt og innan skamms breiddist yfir rólegt andlitiS, og augun fögru, sem tárin stóöá u svipur, sem ljóslega vottaði átakanlega sjálfsfórnar- fúsleik og takmarkalausa auömýkt. MóSir min var ekki nema fimtán ára gömul þeg- ar hún giftist, og eg var á tuttugasta og öðru árinu, þegar Helena systir mín fæddist. Skömmu eftir aS hún fæddist kom faöir minn einn morgun út úr herberginu, þar sem móSir mín lá- og gaf mér vísbendingu um að fylgja sér út í garöinn- Hann gekk hryggur í bragði tvisvar eöa þrisvar sinnum garðinn af enda og á; síSan nam hann staöar og mælti: — Maxime, þaS er alt af aS verSa erfiöara aS gera móSur þinni til hæfis. — Er hún svo fjarska veik, pabbi? — Já, hún er nú veik, en svo hefir hún fengiS þá einkennilegu flugu í höfuSið, aS þú skulir byrja að lesa lögfræði. — Lögfræöi? Er þaö satt að móöir mín ætlist til þess aö eg, á þeim aldri sem eg er, og jafnvel ætt- ur, og í annari eins stööu og eg er, eigi aS fara aö setjast á skólabekk AnnaS eins og þaö væri blátt áfram hlægilegt. — Já, sama segi eg, svaraöi hann purlega, en móðir þin er svo lasin, aS viS megum til meö aö veröa viS óskum hennar. í þá daga var eg flón, fávislega státinn af aö- alsnafnbót minni, minni eigin mikilvægu persónu, og því áliti, sem mér þegar haföi hlotnast í samkvæmis- lífinu; en samt sem áöur unni eg móður minni hug- ástum; eg hafði gert þaö í meir en tuttugu ár sem viö höfðum veriS samvistum og okkur ávalt falliö ágætlega hvoru viö annaS. Eg þaut inn til hennar og lofaöi aS gera þaö sem hún vildi og haföi beðiS um. Hún brosti raunalega, kinkaöi kolli til mín í þakklætisskyni, og lét mig kyssa litlu systur mína, er hvíldi sofandi í kjöltu hennar. Dags daglega lét móöir mín mig gera sér grein fyrir framförum minum við námiS. Þetta gerSi hún meö svo stööugum og einbeittum áhuga, aS eg fór siöast aö halda, aS sú ákefS hennar væri sprottin af óheilbrigöum dutlungum, og engu öðru. Eigi aö síöur var þaS ekki alls ómögulegt, aS hin mikla óbeit föður míns á öllu, sem leiSinlegt var og óskáldlegt hér í lífi, hefSi valdiö því, að fjármál okkar hefðu komist á einhvern hátt í ólag; eg fór aö hugsa sem svo, að móöir mín vildi láta mig lesa lög, til þess að mér yröi hægra ef svo væri, að kippa því í lag, fjármálunum viövíkjandi, sem lagfæra þyrfti. En við nánari íhugun átti eg þó bágt meS aö trúa þvi, aö þetta væri rétt til getiö. Að vísu mundi eg eftir því, aö faðir minn hafði barmaS sér yfir því. með mikilli háreisti, hvaöa fjártjón hann heföi beöið af stjórnarbyltingunni, en þessum umkvörtunum, er mér höfðu fundist næsta ástæSulitlar, var hann hætt- ur fyrir nokkru, og eg þóttist vita, aS eignir okkar væru öldungis nægilega miklar. ViS áttum heima í höll ættar okkar, sem stóð skamt frá Grenoble, og það var almannarómur, þar í héraðinu, aö jafnskrautleg höll væri ’hvergi til á margra mílna svæði þar nærlendis. Þiegar við faðir minn vorum á veiðum bar þaö við eigi allsjaldan, að við gátum verið svo heilan dag við þá skemtun, án þess við kæmum út fyrir landamæri okkar. Hesthúsin okkar voru rúmgóS og hátt undir loft í þeim. Þar stóöu margir gæðingar af bezta kyni- sem faöir minn haföi miklar mætur á og var upp meS sér af aö eiga. Þar fyrir utan áttum viS sjálf hús í París á Boulevard des Capucines; þar var ávalt alt búið undir komu okkar til höfuSborgarinnar, og allur heimilis- bragur hjá okkur bar þess vitni, aö auðlegðin væri óþrjótandi. Matborð oljkar var altaf sett dýrustu réttum, og prýtt með hinni mestu smekkvísi, því að faðir minn vildi svo vera láta. Heilsu móSur minnar fór síhningandi. Þar kom og um síSir, aö hiö aðdáanlega blíö- lyndi hennar breyttist. Eg, sem aldrei hafði heyrt hana segja meiðandi orð, varð nú fyrir bituryrSum af henni, og í hvert skifti, sem eg fór eitthvaS út af heimilinu,. kváSu við hjá henni álasanir og meinlegar getsakir í minn garS. FaSir minn komst ekki hjá önugum aðfinningum hennar frekar en eg; hann bar þær með jafnaöargeSi, svo aS mig furðaSi á, en var miklu oftar aö heiman, heldur en nokkurn tíma áður. Hann færSi fram þá afsökun við mig, að hann gerSi þetta til aS gleyma og dreifa þeim óþægilegu hugsunum, sem sæktu aS sér. Hann hvatti mig oft til aö fara meS sér, og vegna skemtanafýkna minna, þokkagirni æskunnar og löngunarinnar til aö losna viS óþægindin heima fyrir, varS auðgert aS fá mig til aö verða við óskum hans. Einu sinni í SeptembermánuSi 185 . . . vildi svo til, aö halda átti veðreiöar á veðhlaupa-sviöi í grend við höllina. Þar átti meðal annars aS reyna nokkra veShlaupahesta föSur míns. ViS faðir minn höfSum riSiö þangaS snemma um morguninn, og snætt morgunverS viS veöhlaupa- sviðiS. En er eg seinna um daginn var aS hleypa hesti utan til á veðhlaupa-sviSinu, til aö geta betur séS til veðreiðanna, kom þangaS aðvífandi einn vinnu- manna okkar; hann kvaSst hafa leitaS min meir en heila klukkustund. Hann sagði aS faðir minn væri kominn heim; móSir mín hefði sent eftir honum og óskaö eftir aS eg kæmi einnig aS finna hana þegar í staS. — En hvaö er aS? spurSi eg vinnumanninn. — Eg er hræddur um að frúnni hafi versnaS, svaraði hann. ,Þá þaut eg af staö sem óSur væri, og þegar eg kom heim, hitti eg systur mína, sem sat á grasbalan- um í stórum, þöglum og mannlausum garSinum heima hjá okkur. Um leiS og eg steig af hestinum kom hún hlaupandi til min og sagöi íbyggin og merkileg á svipinn, en þó glaölega, um leiö og hún setti totu á munninn, til aS .kyssa mig: — Presturinn er kominn. Eg varS þess samt ekki var aS nokkur óvanaleg- ur þys eöa órósemi væri inni í húsinu. Eg þaut í skyndi upp steinriöiS og gegnum litla herbergiö, sem snéri aö herbergi móöur minnar. HurSin aö því var þá opnuð hljóSlega, og faöir minn kom tram á þrep- skjöldinn. Eg nam staöar frammi fyrir honum; hann var fölur og drættir í kringum munninn. — Maxíme, sagSi hann, án þess aö líta á mig. móSir þin víll finna þig. Eg ætlaSi aS spyrja hann, hvaö aS gengi, en hann bandaði andmælandi til mín hendinni, og gekk hratt út aö einum glugganum, eins og hann þyrfti nauS- synlega aS horfa þangaS eftir einhverju. Eg fór inn til móður minnar. Hún hvíldi hnipruS saman á hægindastól; annar handleggurinn hékk niSur eins og hann væri mátt- laus. f mjallhvitu andlitinu sá eg alt í einu þá engil- fögru blíöu og kvenlega yndisþokka, sem þjáningarn- ar höfðu um hríö náö burtu. Eg sá einnig aS engill dauðans hafði nú þegar breitt sína verndandi vængi yfir hennar þreytta höfuö. Eg féll á kné viS hliS hennar; hún opnaöi aug- un ofurlítiö, lyfti með erfiöismunum þreyttu höfSinu. og horfSi á mig lengi og innilega. SíSan tók hún til máls og sagði þessi orS, lágt og með löngum and- köfum á milli: — Elsku drengurinn minn! Þ|ú hlýtur aö sjá, aS eg get ekki lifað lengur ... En gráttu ekki! .. .. Þú hefir veriS æðimikiS í burtu frá mér upp á síökastið, af þvi aö eg hefi veriö svo geöstirð! ViS sjáumst aftur, Maxime, og þá getum viö sagt hvort öðru alt, sem nú er ósagt; elsku sonur minn.-------- Nú get eg ekki meir! .... Mintu föSUr þinn á aS efna þaö, sem hann hefir lofaS mér..........Vertu styrkur í baráttu lífsins .... og sýndu þeim umburð- arlyndi, sem veikbygðir eru ! Það var svo að sjá, sem þróttur hennar væri þfotinn ; hún þagði andartak, svo lifti hún meS mik- ílli áreynslu upp einum fingri, starSi fast á mig og sagði: — Systir þin! Bláleit augnalokin hnigu nú aftur; alt í einu luk- ust upp á ný, og um leiö rétti hún frá sér hand- leggina meö miklum taugateygjum. Eg rak upp vein; faðir minn kom hlaupandi inn. greip hana í fang sér, og þrýsti andvana líkama henn- ar aS brjósti sínu meö átakanlegum harmagráti. * * * AS nokkrum vikum liSnum fór eg burt af Frakklandi eftir beiöni föSur míns. Hann sagði mér aS þessu hafði hann meöal annars lofaS móður minni áöur en hún dó. Eg ferðaðist þá víða um lönd og hefi verið á því feröalagi þangaö til rétt nýlega. Þjetta ár, sem eg var i burtu aö heiman, fann eg oft til innilegrar löngunar til aö hverfa aftur til fósturjarSar minnar, einkanlega eftir aö nýjabrum feröalagsins var horfiS; eg þráöi innilega að sjá gröf móður minnar og litlu systur mína, sem eg unni mjög heitt. Én faðir minn hafði fastráöiö, hveS lengi eg skyldi vera aö heiman, og hann hafði kent mér þaö, aö dirfast aldrei aö hafa á móti því, sem hann vildi vera láta. Bréf hans voru ástúSleg en stutt, og ekkert orS var í þeim, sem gæfi til kynna, að hann biSi óþolin- móður heimkomu minnar. Mér varS því næsta hverft viS, þegar eg kom til Marseille, fyrir tveim mánuðum, og fékk þar fleiri en eitt bréf frá föSur mínum, þar sem hann lagöi fast aö mér aö flýta mér heim þegar i stað. ÞaS var á dimmu kveldi, í FebrúarmánuSi, aS eg sá aftur gömlu múrveggina umhverfis heimili mitt; lögun þeirra, var mér svo minnisstæS, og sást mjög glögt, er þeir báru viS þunna snjóábreiöuna, sem huldi landiS umhverfis. Nistandi napur noröanvindur þaut mér um eyru; stór hélukorn svifu, eins og fölnuö blöS, niður úr meiöum aldinsvalanna, og féllu meS daufum og ein- kennilegum ómi á raka jörSina. Þegar eg ók inn í garðinn, sá eg skugga af manni, bera viö innan viS gluggann. Sýndist mér aS þaS mundi vera skuggi föSur míns. Skugginn brá fyrir viö glugga í dagstofunni, sem áldrei hafði veriS búið í síSustu árin, sem móöir mín lifði. Eg flýtti mérTipp þangaS, og þegar faöir minn sá mig, rak hann upp lágt vein; síöan breiddi hann út faðminn á móti mér, og rétt á eftir fann eg hjarta hans berjast ótt upp viS brjóst mitt. — En hvað þér er kalt, elsku drengurinn minn, sagöi hann. Komdu og vermdu þig. ÞjaS er nú kalt hérna, en hér hef eg helzt viljaS vera, því aS hér get eg þó dregiö andann. — Hvernig líður þér, pabbi? — Þolanlega, eins og þú sér. Eg gekk yfir aö aminum, en hann tók aö ganga um gólf þreyjuleysislega, um stóra salinn, sem viS vorum í og í loguðu að eins tvö eSa þrjú ljós. Eg var svo sem höggdofa af þessum viötökum, og horföi kvíðafullur á föður minn. — HefurSu séö hestana mína, spuröi hann alt í einu. — Þ ú veist, pabbi .... — Já, þaS er rétt! Þú ert alveg nýkominn. Nú varö þögn. Svo sagði hann aftur: — Eg þarf aS segja þér nokkuö, Maxíme. — Já, geröu þaS, pabbi. ÞaS var svo aS sjá, sem hann heföi ekki heyrt, hvaS eg sagSi, því aS hann hélt áfram aS stika fram og aftur um gólfiö, og endurtaka ööru hvoru: — Eg þarf aS segja þér nokkuð, sonur minn. Loks rak hann upp átakanlegt vein, strauk hend- inni um ennið, settist niSur og benti mér aS setjast á stól andspænis sér. ÞaS virtist svo sem hann vildi taka til máls, en hefði ekki kjark til þess, því aö hann staröi á mig nærri því bænaraugum og úr svipnum skein kvíði og auðmýkt, sem átakanlega hryggilegt var að horfa á, og óeðlilegt jafn dramblátum manni eins og faSir minn var aS eðlisfari. HvaS þung, sem sú sök var, sem hann átti svo erfitt meö að játa, fann eg gerla, aS í djúpi sálar minnar hafSi eg fyrirgefiö honum hana. Hann starSi fast á mig, en alt í einu varS augnatillitiS ógurlega hvast, hann greip fast og ofboöslega um handlegginn á mér--------reis til hálfs upp úr hægindastólnum-----------hné strax niSur aft- ur og rann síöan, meö þungu falli, ofan á gólf. Faðir minn var látinn. Þegar maSur ann einhverri manneskju, kveður maöur ekki upp yfir hana áfellisdóm. í einni svipan haföi mér skilist hvernig í öllu lá . . . á einu vetfangi rann nú ljós veruleikans og sannleikans upp og gerði auösæ og skiljanleg í huga mínum, öll þau mörgu smáatvik, sem eg hafSi verið vottur aS næstliðin tuttugu ár, án þess aS gera mér grein fyrir hvaS þau táknuðu. Nú duldist mér ekki aS örbirgö lá viS dyrnar, hangandi yfir höfði mér. Mér er það óljóst, hvort eg heföi grátiS föður minn meira, ef hann hefSi andast í auSi og alls- nægtum; en viS sorg mína og söknuð og sára missi- bættist ómálanleg meSaumkun, meöaumkun, sem eg, sonurinn, hlaut aö finna til gagnvart fööur mínum. og eigi verSur meS orðum lýst. Mér stóS stöðugt fyrir hugskotssjónum augnaráS hans, biSjandi, aUSmjúkt og bugaö af iörun, og mig tók það sárt, aö eg skyldi ekki hafa getaö sagt eij;t einasta hughreystingarorS viö hann, áöur en hann gaf upp öndina, og eg hrópaði nú eins og í ofboöi, þó aö hann gæti ekki heyrt til mín framar; — Eg fyrirgef þér! Eg fyrirgef þér! Mikil óskapa harmastund er þetta, drottinn minn! Eftir því sem eg komst næst, haföi faðir minn heitiS móöur minni því á banadægri, aS hann skyldi selja meiri hluta eigna sinna, til þess aS greiða aö fullu þær feiknamiklu skuldir, sem hann var kominn í; en þær voru þannig til komnar aö hann hafði ár- lega eytt þriðjungi meir en tekjurnar námu; aS því búnu hafði hann og heitiS henni aö halda miklu spar- ara á en áöur, og eyða því einu af eftirstöövum eign- anna, sem hann rétt kæmist af meö. Faðir minn haföi leitast viö aö efna þetta loforö sitt. Hann haföi selt skóga sína og nokkurn hluta bújaröanna; en þegar hann haföi fengiS æöi mikiö fé milli handa á ný, varði hann aS eins litlum hluta þess til aö greiða me’S skuldir sínar. í staö þess reyndi hann til aS rétta fjárhag sinn meö því aö leggja það. sem hann átti eftir af lausafé i kauphall- argróöabrall, og við þaö varS hann á skömmum tima. gjaldþrota. Enn sem komiS er, hefi eg ekki getað kannaS til fulls, djúp óhamingjunnar, sem viS höfum lent í. Viku eftir aö faSir minn dó, veiktist eg hastar- lega, svo eftir tveggja mánaSa sjúkleik gat eg rétt meS naumindum komist burtu úr feðraheimkynni mínu, er ókunnur maður settist þar aö. Til allrar hamingju varð gamall -vinur móður minnar til aö veita mér hjálp og aöstoö í raunum mínum. Hann var lögmaöur, sem átti heima í París;; haföi veriö lögfræðilegur ráöanautur ættmanna minna. BauSst hánn til aö takast á hendur aS sjá um skulda- lúkningarstarfiS fyrir mína hönd, en til þess fann eg mig meS öllu ófæran, sakir reynsluleysis í þeim efn- um. Eg fól honum alla umsjá og eftirlit þar um, og býst eg nú viS aS þeim málum sé lokiS. Strax þegar eg kom til borgarinnar í gærmorgun hraSaöi eg mér á fund hans. Hann var þá kominn upp í sveit, og er ekki væntanlegur heim fyr en á morgun. Þíetta hafa verið ógurlegir dagar! Óvissan er vafalaust öllu óláni þungbærari, því aS ekkert lamar sálarþróttinn, og stelur úr manninum kjarkinum eins og hún. Skelfing. held eg aö eg hefSi veriS hissa á þvíf ef einhver hefði spáS mér því fyrir svo sem tíu ár- um, aS þessi gamli lögmaSur, sem faöir minn haföi svo oft brosaö aS fyrir lögvizku-oröalag og þyrkings- lega hæversku, yrði hjálparhella mín, og kjörinn til aS kveöa á um þaS, hverja æfibraut eg skyldi ganga! Eg hefi sett mér það, að gera mér ekki aS háu vonir. Mér hefir talist svo til, aS eg mundi eiga eftir. þegar allar skuldir eru greiddar, eignir sern nema frá hundrað og tuttugu til hundraö og fimtíu þúsundum franka. Það væri kynlegt ef ekki væri eftir þó al- ténd þaö af fimm miljóna höfuð-stól. Eg hefi svo hugsaS mér, aö taka sjálfur tíu þús- und franka af fé því, fara til Vesturheims og leita gæfunnar þar. ÞaS sem eftir er af eignunum skil eg eftir handa systur minni. Nú hefi eg skrifað nóg í kveld! ÞjaS er býsna raunalegt starf aS vera aö ryfja upp slíkar endurminningar! Þrátt fyrir þaS dylst mér ekki, aö eg hefi oröið rólegri eftir skriftirnar. AS frátalinni þeirri ómetanlegu blessun, sem í starf- inu felst, finnur maSur til gleði og ánægju þegar því er lokiö. Og samt sem áSur eru menn ekki fús- ir til vinnu..... Dagsdaglega njóta menn þeirra gæöa, sem hún hefir í för meS sér, og eru ánægðir yfir þvi, sem þeir hafa afkastað, en á komandi degi taka þeir aftur til starfa með sömu óbeit á verki eins og áöur. Hér er um furSulega og dularfulla mótsögn aö ræöa. ÞaS er engu líkara en vér í sumu skoSuih starfiö, bæSi eins og refsing og eins og guðdómlega gjöf- Lögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI Dr.R. L. HURST. Member of Royal Coll. of Sturgeons, Eng., útskrifaður af Royal College of Physicians, London. Sérfræöingur i brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á. móti Eaton’s). Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lfjgfrægiagar, Skrifstofa:— Room 811 McArthnr Building, Portage Avenue Ákitun: P. O. Box 1650. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg þ+++++++++++ ÓLAFUR LÁRUSSON og BJÖRN PÁLSSON YFIRDÖMSLÖGMENN Annast IögfræÖisstörf á Islandi fyrir Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og Ý Spyrjið Lögberg um okkur. t ReyHJavik, - lceland + P. O. Box A 41 ♦+♦♦♦♦♦♦ ♦♦+++++++++, ♦ » » ♦ + Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Telephone garrv 820 Officb-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Hrimili: 620 McDkrmot Avb. Teeephone garry 381 Wlnnipeg, Man. Dr. O. BJORNSON Office: Cor, Sherbrooke & William Tblephonei garry 32» Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimili: 81 O Alvcrstone St TELEPHONEi GARRY T63 Winnipeg, Man. Vér legg.ium sérstaka áherzlu á aö selja metSöl eftir forskriptum lækna. Hin beztu me'Söl, sem hægt er a8 fá, eru notuö eingöngu. pegar þér komiö með forskriptina til vor, megi8 þér vera viss um aS fá rétt þaS sem lækn- irinn tekur til. COIiCIÆTJGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke 81 Phone. Garry 2690 og 2691. Giftingaleyfisbréf seld. Dr. W. J. MacTAVISH Officb 724J ó’argent Ave. Teiephone Vherbr. 940. _ i 10-1-2 f. m. Office tfmar 1 3-6 e. m. ( 7-0 e. m. — Hbimili 467 Tsronto Sfreet — WINNIPEG TKLKPHONK Sherbr. 432. Dr. R. M. Best KV0nna og barna læknir Skrifstofa: Union Bank, Horni Sherbrooke og Sargent Tímar: 3—5 og 7—8. Heimili: 603 Sherbrooke Street Tals. Garry 4861 J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St. Suite 313. Tals. main 5302. Dr, Raymond Brown, Sérfræðingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. 326 Somerset Bldg. n Talsími 7262 Cor. Donald & Portage Ave. Heima kl. xo— 12 og 3—5 A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. aður sá bezti. Ennfrem- ur selur bann allskonar minnisvarða og legsteína ’als di 8- A- SIQUBP8QW Tals. Sherbr, 2786 S. A. S1GURÐSS0N & C0. BYCCIflCANlEflN og FI\STEICN/\SALAR Skrifstofa: Talsími M 4463 208 Carlton Blk. Winnipeg J. J. BILDFELL FA8TEIGNASALI I fíoom 520 Union Bank - TEL. 2685 1 Selur hús og lóðir og annast | alt þar aðlútandi. Peningalán f

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.