Lögberg - 04.12.1913, Síða 3

Lögberg - 04.12.1913, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. Desember 1913. Kostaboð Lögbergs fyrir nýja áskrifendur. Beztu þakkir til kaupenda Lögbergs, sem hafa stutt að því, að blaðið hefir uppi- lialdslaust komið út í viku hverri á annan aldarfjórðung. Síðan blaðið hóf göngu sína hafa vinsældir þess farið vaxandi með ári hverju og áskrifendum þess fjölgað. Þetta hefir sannfært útgefendurna um, að þeir væri að vinna þarft verk og gefið þeim djörfung til þess að leggja meira og meira í sölurnar til þess að gera blaðið svo vel úr garði, sem efni og ástæður leyfðu. Sjálfsagt má eitthvað að blað- inu finna, enda mun það mega um flest blöð segja. En enginn mun á- saka útgefendurna um, að þeir hafi látið nokkuð það hjá líða, er þeir gátu gert til þess að blaðið gæti orðið hlutverki sínu vaxið- Ákveðnum stefnum hefir Lögberg léð óskert fylgi sitt, af því það hefir álitið þær hollar landi og lýð. Fyrir það hefir blaðið áunnið sér virðingu almennings, jafnvel þeirra, sem stefnum þeim eru andvígir. En til þeSs að geta gert enn betur á komandi tíð, til þess að geta Játið Lögberg enn betur fullnægja vaxandi kröfrnn, þarf blaðið að fá í'leiri áskrifendur. Aldrei hafa útgefendurnir hugsað um peningalegan hagnað af út- gáfu blaðsins. Alt það, sem innhendist, verður varið til útgáfu þess. Því meiri tekjur, því betra blað. Geti Lögberg orðið Islendingum hér vestra til gagns og sóma, er tilganginum náð. Útgefendurnir óska að vinir blaðsins líti á útgáfu þess sem sitt eigið fyrirtæki, geri sér ant um það og auki áhrif þess með því að útvega því marga nýja kaupendur. Prcmia Xr. 1 — Falleg, litil boriS- klukka, mjög hentug fyrir svefnher- bergi eSa skrifborÖ, lagleg útlits, eins og myndin sýnir, og gengur rétt. SendiB $2.00 fyrir Lögberg í eitt ár og 20 cents fyrir umbúSir og burSargjald með pðsti. Alls $2.20. Islendingar þeir, sem liingað komu nokkur fyrstu árin eftir að inn- flutningur þeirra hingað hófst, gleyma seint þeirri .lítilsvirðingu, er þeir urðu stundum að þola af hérlendu fólki Þeir v^mi cmáiv” aís hoir nrfSn að taka. öllu bvf með stil voru svo “fáir, fá- tækir, smáir”, að þeir urðu að taka öllu því með stillingu. Þeir urðu oft að gera sér gott af að sæta ýmislegri at- 1___vinnu, sem þeir sækjast lítið eftir nú, og *V'/^l|f/,,|/lvoru í mörgu látnir skilja, að þeim bar að * ■’* W standa skör lægra en hérlendu fólki. Það væri ógeðfelt að minnast þessa, ef sömu sögu mætti segja nú. En tímar hafa breyzt. íslendingum tókst fljótt, þó fáir væru, að ryðja sér braut til fjár og frama í landi þessu. Óhætt mun að segja að eng- um þjóðflokk hér, sem ' jafnilla stóð að vígi, hefir tekist það jafnvel. Bæði í háum stöðum og lágum hafa íslendingar áunnið sér virðingu og álit hér- lendra manna. Þeir hafa háð örðugan bar- daga og borið sigur úr býtum. Þeir hafa rutt brautina og gert hana greiðari þeim, sem á eftir koma. Nú dett- ur engum í hug að Premia Nr. 3.—öryggis rak- hnífur (safety razer), mjög handhægur; fylgir eitt tvieggj- aö blaö i hann, sem má kaupa 12 fyrir $1.00. Sendiö $1.00 fyrir Lögberg I 6 mánuSi og rakhnífinn úkeypis meö pósti. fyrirverða sig fyrir Premia Nr. 2—Vasa- úr i nickel kassa; lít- ur eins vel út og mörg $10 úr. Mjög mynd- arlegt drengja úr. — SendiÖ $2.00 fyrir Lög- berg i eitt ár og 5 cts. t buröargjald. að vera Islendingur, heldur telja þeir sér það lieiður. Fyrir þetta getur unga íslenzka kynslóðin aldrei fullþakkað. Gildan þátt í þessum umbótum hefir íslenzka blaðamennzkan hér vestra átt. Lögberg hefir ætíð, eins og því bar, látið sér ant um fram- farir Islendinga; reynt til þess að benda þeim á það, sem, frá þess sjónarmiði, var til heilla og framfara. Þess vegna hefir blaðið djörf- ung til þess að vænta, að hinir yngri Islendingar, sem eru að taka við taumunum, sem það hlutverk liggur fyrir að halda uppi heiðri og hags- munum íslenzka þjóðflokksins hér vestra, ljái blaðinu aðstoð sína svo það geti haldið áfram að leysa hlutverk sitt æ betur og betur af hendi. Þetta geta þeir gert með því að skrifa sig fyrir blaðinu og lesa það. Lögberg liefir nú að bjóða betri kostaboð en það hefir áður treyst sér til að bjóða. Þetta gerir blaðið til þess að fá sem flesta til að lesa það og af því að reyuslan hefir sýnt, að ef menn byrja að kaupa blaðið, halda þeir því áfram, er von um að fyrirtækið borgi sig með tímanum. Lögberg treystir því, að eldri kaupendur blaðsins, sem lengi og vel hafa staðið með því, uni því þó þeir geti ekki fært sér í nyt kjörkaup þessi, en minnist þess, að um mörg undanfarin ár hefir verið reynt að gefa nýjum kaupendum eitthvað aukreitis, þó það hafi verið minna virði en það, sem nú er boðið- Þegar þér, sem ekki kaupið blaðið, hafið lesið þetta hér að framan nákvæmlega, og sem þér eruð óefað samþykkir, þá leggið frá yður blað- ið og skrifið tafarlaust eftir þ^í og premiu þeirri, er þér veljið, og sendið andvirðið. Þeir, sem skrifa sig fyrir blaðinu og borga fyrir- fram fyrir næsta árgang, fá ókeypis það, sem óútkomið er af þessum árgangi. -<3 Premia Nr. 4—Lindarpennt (Fountain Pen), má fylla meÖ þvl aö dýfa pennaendanum I blek og snúa tappa á hinum endanum, þá sogast blekiö upp I hann. Penninn er gyltur (gold plated), má láta I pennastöngina hvaða penna sem vill, af réttri stærÖ. — Sendið $1.00 fyrir Lög- berg I 6 mánuði og fáið pennan nsendan með pósti 6- keypis. pcir sciu scmla o-s $2.00 fyrir Lögbcrg í eltt ár geta, ef þeir iieltlnr vilja, fengið bæði premiu nr. 3 og 4. — Vilji áskiiftntiur láta senda munina sem áliyrgðar bögla (Registered) kostar það 5 cent aukreitis. Engir þeirrn, seni segja upp kaupuni á Iiögbergi ineðan á þessu kostaboði stendur, geta iiagnýtt sér þcssi vllkjör. — Andvirði sendist til vor oss að kostnaðarlausu. Ávísanir á banka utan Winnipeg-bæjar að eins teknar með 25c. afföllum. Koraizt áfram með þvl að ganga á Success Business College á Portage Ave. og Edmonton Sts., eða aukaskólana 1 Regina, Moose Jaw, Weyburn, Calgary, Lethbridge, Wetaskiwin, Lacombe og Vancouver. Nálega allir lslendingar I Vestur Canada, sem stúdéra upp á verzlunar- veginn, ganga á Success Business College. Oss þykir mikið til þeirra koma. peir eru gðöir námsmenn. Sendið strax eftir ó- keypis skýrslu til skólastjóra, F. G. GARBUTT. bORSTEINN Jb. f>ORSTEINSSON. GAMLIR NEISTAR. XIII. 0TTIST EI! (l9°9) Óttist ei, þótt uni ég syngi ásta-nætur. Þær eru minna drauma dætur, dekraðar við hjartarætur! Húmið stundum helkalt ægir huga mínum, þá er ljúft á ljóssins dýnum lúra, ást, í faðmi þínum. Líta sína löngun skrýdda ljóss í myndum, fagra stíga af frelsislindum— fullkomnast á sigurtindum. Von og Þrá mín óðul eiga ofar fjöllum: í Stóradal á Stjörnuvöllum stendur borg með þúsund höllum. Þangað oft á þögla fundi þær mig taka. Þar, með Ást, er yndi að vaka án þess þó það megi saka. Þar er alt, sem auga mitt og andi þráir: Framtíðin, sem fullsæld spáir— fegurðin, sem sál mín dáir. Þar er hún, sem hjartað ann, í hugmynd borin, Yndið mitt, sem elskar vorin — engillinn með léttu sporin. Þar er bæði sól og sumar sætt að dreyma, þegar vetur hérna heima hörku mig ei lætur gleyma. Þaðan á eg þessa fáu þýðu hljóma. Söngvana, er sætast óma— safnið minna smáu blóma. Og þótt neðar, Ást og ég, í okkar heimi sitjum tungls í glæstum geimi, — grunar þig oss illa dreymi. Það er ekkert jlt í því, sem ástin boðar, þegar fyrst á fjöllin roðar — furðulöndin sálin skoðar. Ónei, það er engin hætta, elskanlegir!— Meðan pabbi og mamma þegir — meðan eru færir vegir. -áhöld Þessi mynd sýnir Milwaukee steínsteypu Vjel Spyrjið eftir verði THE STUART MACHINERY C0MPANY LIMITED. 764 Main St., - - Winnípeg, Man Fyrir varúðar sakir— ættuð þér að hætta að brúk+* eitraðar eldspít- ur. Gætið að sjálfum yður óg fólki yðar. Biðj- ið því um hinar nýju „SES-QUI“— algerlega hættulausu BitfjiS kauptnennina um þœr Eddy’s Eldspítur Hinar einu ócltruðu eldspýtur tilbúnar í Canada KARLMANNA BUXUR Hentugar á vorin. Hentugar til daghgs brúks Hentugar til vinnu Hen ugar til spari. Hver sem kaupir buxur hér, verður ánægður með kaupin. Þær eru þokkalegar og end- ast vel. seldar sanngjarnlega. Venjiö yöur á aö koma til WHITE & MANAHAN 500 Main Strcet, tftlbiisverzlun i Kenora WINNIPEQ Til Vestur-Islendinga. Á síðasta kirkjuþirgi, var sam- i þykt, samkvæmt tilmælum kvenfé- lags Fyrsta lút. safnaðar í Wmni- ' peg. að kirkjufélagið tæki að sér málefni gamalmennahælis þess, er kvenfélagið hefir um allmörg und- anfarin ár verið að vinna að að koma á fót, og var nefnd kosin til að liafa málið til meðferðar fram að næsta kirkjn þingi. Sú nefnd hefir allmikið liugsað máliö, og langar hana til að geta lagt fyrir kirkjuþingið tillögur þess efnis, að þegar á komandi sumri verði sett á fót íslenzkt gamal- mennahæli, sem öll íslenzk gamal- menni hér vestan hafs, er þess kynnu að þurfa og óska, gætu átt aðgang að, og gjöra þá stofnun svo úr garði, að hún yrði gamal- mennunum gott heimili og Vestur- íslendingum til sóma. En til þess aö af því geti orðið þarf allmikið fé. Eigpir þær, sem kvenfélagið afhendir kirkjufélag- inu í þessu skyni nema, samkvæmt fjárhagsskýrslu þeirri er fram var lögð, samtals $3401.26. En það liggur i augum uppi, að allmikið þarf við • það að bæta, til þess að unt sé að gera slíka stofnun mynd- arlega úr garði. Leyfir nefndin sér þvi að skora á alla þá meðal þjóðflokks vors, sem þessu málefni unna, að koma nú til hjálpar og styrkja þetta fyrirtæki svo ríflega með frjáls- um gjöfum, að auðiö verði að koma því í framkvæmd. Vel finst oss til fallið, ef kvenfélög og ung- mennafélög vildu taka að sér að gangast fyrir samskotum, þessu góða málefni til stuðnings i íslenzk- um bygðum. Og það ættu allir að hafa í huga, sem þetta málefni vilja styrkja, að gjöra það sem fyrst; því það er afar áríðandi fyrir nefndina að fá sem fyrst að vita, hvers stuðnings hún má vænta hjá almenningi. Eru því allir, sem rétta vilja hjálparhönd, hvort heldur eru fé- lög eða einstaklingar, beðnir að senda gjafir sínar ems fljótt og ástæður leyfa til herra J. J. Vopna, Box 3144, Winnipeg, sem er fé- ihirðir nefndarinnar. Sömuleiðis eru þeir, sem ein- hverjar bendingar kunna að vilja gefa nefndinni, þessu máli við- víkjandi, beðnir að snúa sér bréf- lega fyrir nýjár til herra G. P. Thordarson, 766 Victor St., Winni- peg, skrifara nefndarinnar. Fyrir hönd nefndarinnar. Baldur, Man., 28. Okt. 1913. Friðrik Hallgrímsson. Þúsundir manna, setn orðiö hafa heilsulitlir, hafa haft stór- piikiö gagn af hófsamlegri brúkun á DREWRYS Redwood Lager Hreinasta malt-tonic Æfinlega eins á bragö iö og jafn góöur. REYNIÐ ÞAÐ ROBINSON & Co. Limitcd Kvenbúningur Haustkápur ungra stúlkna $4.50 Yfirhafnir úr klœði banda kvenfólki, verð . . . $10.00 Svört nærpils úr moire, heatherbloom og satin, 36 til 42 þml. á lengd . . $1.25 Hvítar treyjur, fyrirtaks vel sniðnar og saumaðar, úr bezta efni....$2.50 Náttklæði úr bezta efni, vel sniðin og saumuð 85c, Drengja-buxur af ýmsum lit og gerð á 29c, 55c og i5c ROBINSON & Co. Llmitcd THOS, JACKSON & SON BYGGINCiAEFNI AÐALSKRIFSTOFA og birgðaból 370 COLONY ST TALS. Sherbr. 62 ok 64 WINNIPEG, MAN. GEYMSLUPLÁSS: Vesturbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63 í Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. John 498 í Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland, Vér seljum þessi efni íbyggingar: Múrstein, cement, malað grjót, (allar stærð.), eldtraustan múrstein, og eldleir, Flue Lining, möl, Hard- wall Plaster, hár, Keene’s Cement, hvítt og grátt kalk, hydrated kalk, viðar og málm lath, gyps, Rubble stone, Sand, ræsapípur, weeping drain Tile, YVood Fibre Plastur, Einnig Mortar, rautt, gult, brúnt, standard og double strength black. FURNITURE t«ti 0VERLAND « AL«• AH0CH J. J. Swanson & Co. Verzla með (asteignir. Sjá um leigu á Kúsum. Annast lán og eldsál yrgSiPo. fl. 1 ALBERTK BIOCK. Portage & Carry Phone Main 2597 FORT ROUGE Pembina ano Corydon THEATRE Hreyfimynda leikhús Beztu myndir syndar J JONASSON, eigandi Eg hefi 320 ekrwr af landi nálægt Yarbo, Sask. (% sect.J, sem seljast á með góðum skilmálum; eign i eða um- hverfis Winnipeg tekin í skiftum. b landinu eru um qo ekrur plægðar op at þeim 50 undir akri nú Alt landið inn girt og á því um þúsund doll. virði at húsum ásamt góðu vatnsbóli. 5. SIGURJÓNSSON, 689 Agnes Stræti, Winnipeg Piltar, hér er tæki- færið Kaup goldiö meöan þér læriö rakara iön í Molerskól- um. Vér kennum ra-ara iön til fullnustu á tveim mán- uöum. Stf'Öur útvegaöar aö loknu námi, ella geta menn sett upp rakstofur fyi - ir sig sjálfa. Vér getum bent yöur á vænlega staöi. Mikil eftirspurn eltir rökurum sem hafa útskiifast frá Moler skól um. Variö ykkur á eftirherm- 1 m. Komiö eöa skrifiö eftir nýjum catalogue. Gætiö aö nafninu Moler, á horm King St. og Pacifc Ave., Winni- 1 peg eöa útibúum ' í 1709 hroad St.. hegina og 230 Simpson St., Ft. William, I Ont. Þér fáið yður rakaðan og kliptan frítt upp á loftifrá kl. 9f.h. til 4 e.h

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.