Lögberg - 08.01.1914, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JANÚAR 1914.
3
Kostaboð Lögbergs fyrir nýja
áskrifendur.
Premia Nr. 2—Vasa-
úr í nickel kassa; lít-
ur eins vel út og mörg
$10 úr. Mjög mynd-
arlegt drengja úr. —
SenditS $2.00 fyrir Lög-
berg í eitt ár og 5 cts.
I buröargjald.
Premia Nr. 3.—öryggis rak-
hnifur (safety razer), mjög
handhægur; fylgir eitt tvleggj-
aö blað. — Gillet’s rakhnlfa-
blööin frægu, sem má kaupa 12
fyrir $1.00, passa I hann.—
Sendið $1.00 fyrir Lögberg I 6
mánuðl og rakhnlfinn ókeypis
með pósti.
Margir hafa fært sér í nyt
kostaboð Lögbergs, þó ekki sé
langt síðan byrjaö var að aug-
lýsa það, og auðsætt er, að
ekki höfum vér keypt of mikið
af premíunum.
En fleiri nýja kaupendur
þarf blaðið að eignast, og því
heldur kostaboð þetta áfram
enn.
Vel væri það gert af vinum
blaðsins, sem lesa þessa aug-
lýsingu, að benda þeim á kosta-
lioðið, sem ekki kaupa blaðið,
og fá þá til þess að gerast
áskrifendur að stærsta og
bezta. íslenzka blaðinu, og fá
stærri og betri premíur en
nokkurt annað íslenzkt blað
hefir getað boðið.
Eins og að undanförnu, geta nýir
kaupendur Lögbergs fengið í kaup-
bætir einhverjar þrjár af sögubókum
Lögbergs, í staðinn fyrir ofannefndar
premíur, ef þeir óska þess heldur.
tjr þessum sögum má
velja:
Svikamylnan.
Fangnn í Zenda.
Hulda, Gulleyjan.
Erfðaskrá Lormes.
Ólíkir erfingjar.
í herbúðum Napóleons.
Rúpert Hentzau.
Allan Quatermain.
Hefnd Maríónis.
Lávarðarnir í Norðrinu.
Maria.
Miljónir Brewsters.
Premla Nr. 4—Lindarpenni (Fountain Pen), má fylla
meÖ þvl aö dýfa pennaendanum I blek og snúa tappa á
hinum endanum, þá sogast blekiö upp I hann. Penninn
er gyltur (gold plated), má láta I pennastöngtna hvaöa
penna sem vill, af réttri stærö. — SendiÖ $1.00 fyrir Lög-
berg I 6 mánuöi og fáiö pennan nsendan meö pósti 6-
keypis.
pcir sem sentla oss $2.00 fyrir Lögberg í eitt ár geta, ef þeir heldur vilja, fengið
bæfSi premiu nr. 3 og 4. — Vilji úskrifcndur lúta senda munina sem ábyrgðar bögla
(Registered) kostar það 5 cent aukreitis.
Engir þeirra, sem segja upp kaupum á Lögbergi meðan á þessu kostaboði stendur,
geta bagnýtt sér þessi vilkjör. — Andvirði sendist tll vor oss að kostnaðariausu.
Avísanir á banka utan Winnipeg-bæjar að eins tcknar með 25c. afföllum.
Skriíið eða komið eftir upplýsingum til
The Columbia Press, Limited
ÚTGEFENDUR LÖGBERGS
Sherbrooke and William, Winnipcg: P. O. Box 3172
Frá Islandi.
Reykjavík 13. Des.
Frikirkjan í Hafnarfirði verður
vigð á morgun af séra Ólafi Ólafs-
syni. Kirkjuklukkuna hefir steypt
hr. Vald. Paulsen, málmbræðslu-
maður hér í Reykjavík. Morgun-
blaðið fékk að sjá smíð:sgripinn
áður en hr. Paulsen lét hann frá
sér fara. Klukkan er gerð úr
ínálmblending og er einkar hljóm-
fögnr. Hún vegur rúmlega hund-
rað purtd og kostar frekar 200 kr.
Þetta er eina kickjuklukkan, Sem
gerð hefir verið hér á Iandi síðustu
tvö hundruð árin, en allar klukkur
h#fa verið keyptar erlendis. En
nú er það sýnt, að ekki er þess
þörf að sækja slíkt smíði til út-
lanla og er það vonandi, að kirkj-
ur þær, sem verða reistar hér
framvegis, láti gera klukkur sinar
í landinu sjálfu.
Paulson segist geta steypt 200
punda þungar klukkur og með
hverju því lagi er menn óska.
Hann hefir nú unnið hér í Reykja-
vik um nokkur undanfarin ár og
getið sér hið bezta orð fyrir smíð-
isgripi sína. — MorgunblaðiS.
Reykjavík 13. Des.
flarðindi eru nú sögð mikil t
Landeyjum ; varð fyrir skömmit að
taka öll hross þar á gjöf, sem ann-
ars’kemur ekki fyrir vetrum sam-
an. — Vísir.
Reykjavík 11. Des.
Maður varð úti fyrir skömmu
austur í Skaftártungu. Hann hét
Bergur Bergsson og vár vinnu-
maður á Svartanúpi. Hafði hann
gengið til fjár. en kom ekki heim
aftur. Fanst hann örendur daginn
eftir skamt frá túgnarðr. Blindhríð
ltafði skollið á.
slátrað í haust miklu fleira fé en |
nokkru sinni áðttr. Það er búið
að slátra:
í sláturh. í Rvík . . . . 40400 f jár J
— - Borgarn. 20313 •—
—Ingólfur.
ÆFIMINNING.
Þann 15, Des. s.l. lézt úr brjóst-
tæriúg Guðmundur Erlendsson á
Gimli Manitoba. Hann var fæddur
28. Febrúar 1883. Lifði því tveim- \
ur og hálfum mánuði skamt í 31 ár. J
Fæddttr á íslandi, í Teigarkoti á
Akranesi; f Iuttist með foreldrttm sín- j
um 6 ára til þessa lands og hafa þau j
alla tíð búið í Geysirbygð í Nýja ís-[
landi, síðan hingað kont.—Faðir Guð- j
mundar sál., Erlendttr, er Erlends-1
son, sem var rnerkur ntaðttr og vel
þektur og sjógarpur mikill, bjó að eg
hygg allan sinn aldur á Teigakoti og
dó þar. En móðir hans, Ólína Theó-1
dóra er Guðmundsdóttir Stefánssonar
frá Ferjukoti í Mýrasýslu, Guð-j
mundssonar prófasts á Staðarstað á
Ölduhrvgg. Hans börn voru mörg og
nterk, synir og dætur; þar á nteðal sra
Þorgeir ("\ Lundinum góða”, sem
-áhöld
Þessi mynd sýnir
Milwaukee
steínsteypu
Vjel
Spyrjið eftir verði
THE STUART MACHINERY
C0MPANY LIMITED.
764 Main St., - - Winnipeg, Man
OLLUM kemur saman um að gamall og reyndur vinur sé beztur; en
alt um það óskar maður sér að sjálfsögðu að gömlu vinirnir fylgist
með tímanum.
IÞVl EFNI reynast EDDY’S eldspítur vel. Þœr hofa verið baer beztu
í Canada í 30 ár og a la líð batnað þann tímann. þar til nú, er þær eru
orðnar FULLKOMNAR í alla staði. Fagur vottur vits og hagleiks
nútímans.
VÉR búum til eldspítur handa beim sem reykja. Aðrar fyrir þá sem
útiveru hafa. Eiturlausar eldspítur fyrir heimilin og margar aðrar.
Yfirleitt ELDSPlTUR f yrir hvern mann til hver® brúks sem vera
skal.
E, B. Eddy Company, Limited
Hull, Canada.
Skrifaö úr Norðurmúlasýslu 30.
Xóvember 1913:
Síðastliðið sumar var eitt hið
allra bezta, sem menn muna hér
austanlands. Vorið var að vísu kalt
og votviðrasamt fram að 12. Júni,
en eftir það var veðrátta ágæt alt
sumarið, grasvöxtur var vel i
meðallagi og nýting ágæt.
Fiskur gekk á grunn og inn i
firðina, sem harm hefir ekki gert
nokkur undanfarin ár. Fiskuðu
margir vel á róðrarbáta. Verð á
fiski var óvenjulega hátt.
Sauðfé reynist vel í haust og
verð á kjöti hærra en nokkurntíma
áður, 28 til 30 aura pundið.
Um landsmála-áhuga er fátt að
segja; engir fundir enn til þess að
undirbúa. S'm á milli tala kjós-
endur mikið um að senda bændur
á næsta þing. Að undanförnu höf-
um vér Norðmýlingar sent cm-
hættismenn á þingið, en vér sjálf-
stæðismenn erum ekki allskostar
ánægðir meö framkomu þeirra og
viljum heldur hafa þá heima,
enda hafa þeir nóg að starfa í em-
bœttum sínum og stendur nær að
annast þau en vasast í þingmálum.
Oft er og mjög óhagkvæmt að vera
án sýslumanns svo langan tíma.
Flestir eru sammála um að
kjósa Jón Jónsson bónda á
Hvanná, en um hinn manninn eru
rnenn ekki eins sammála. Helzt
hafa þeir verið til nefndir B'öm
Hallson bóndi á Rangá og Halldór
Stefánsson bóndi í Hamborg, en
bæði er óvíst enn um þá, hvort þei'r
vilja bjóða sig fram, og heldur
ekki full-ljóst, hvort þeir eru ein-
dregnir sjálfstæðismenn.
Reykjavík 13. Des.
Eins og kunnugt er, tekur
Björgvinjarfélagið að nokkru
strandferðirnar næsta ár, og fær
fyrir 30.000 kr. En þar á móti
stendur til að komi' 30.000 króna
tiillag úr ríkissjóði Norðmanna.
Fn auk þess hefir ráðherra gert
samning við Þórarinn Tulinius,
um að hafa '1 förum skip, sem ætl-
að er hinum minni höfnum, og á
að fara 7 strandferðir alls.
Nánari' áaetlun og annað fyrir-
komulag ókunnugt enn.
Fyrir þessar ferðir á að greiða
30 þús. krónur.
Hratmáburðar-fyrirtækið, sem
mikið var talað um í fyrra, virðist
nú ætla að komast í framkvæmd.
Héfir nýlega verið stofnað félag i
Hamborg til þess að reka það.
Félagið heitir; Islands Vulkan
Phonolith Syndikat.
Af þesSu fyrirtæki hlýtur Hafn-
arfjörður að hafa miklar tekjur
og gagn, ef blessast. Auk þess
mun hraunáburðurinn verða mjög
tiJ þess að auka flutninga með
skipum héðan til útlanda.
Stefáni Stefánssyni skólameist-
ara var haldið fjölment samsæti á
Akureyri á miðvikudagskveld, til
þess að minnast þrefalds “afmæl'-
is” hans á þessu ári, silfurbrúð-
kaups, 25 ára kennara-afmælis og
50 ára aldurs-afmælis.
Níræð verður frú Thora Mel-
sted þann 18. Des. — Isafold.
Reykjavik 13. Des.
Sláturfélag Suðurlands hefir
Guðmundur Erlendsson.
Jónas Hallgímsson vinur hans kvaö;
braginn til: “Nú er vetur úr bæ”J; j
annar séra Jóri .á Helgafelli. Guðm. j
próf. var úr Ámesþingi, fyr á Ólafs-
völlum; faðir hans var Jón á Sól- j
heimum austur. Stefánsson, Gunn-
arssonar á Víðivöllum, Gíslasonar. —■ j
Systkini Ólínu.eru í þessu landi Hall-
dóra Olson yfirsetukona í Duluth,
Minn., og Anna Ottenson í River
Park, Wpg, einnig sá er þetta ritar,
og einn bróðir á íslandi, Sveinn Guð-
mundsson kaupmaður á Akranesi.
Guðmundur sál. var mesti fríð-
leiksmaður, hár, herðabreiður og að
öllu fagurt snyrtimenni og vel gefinn
til sálar og líkama. Eftir að hann
komst á þroskaár vann að mestu við
verzlun; samt tók hann fullnaðar- j
próf sem skipstjóri á Winnipeg-vatni,
og hafði skipstjórn í eitt eða fleiri
sumur. Aðallega niátti segja, að
hann ynni fvrir Stefán kaupm. Sig-'
urðsson á Hnausum í verzlunarþarf- j
ir, og þar á Hnausum giftist hann
systurdóttur Stefáns, 21. Nóv. 1908,
Hansínu Aðalbjörgu Albertsdóttur 1
Hanssonar frá Edinborg, N. D., ogj
fluttist svo að Gimli, stóð þar fyrir i
verzlun Stefáns í fjögur ár.
Tvö kjörtímabil sat hann í bæjar-
stjórn á Gimli, var einnig alla tíð [
framarlega í safnaðarmáktm og sat á
einu eða fleiri kirkjuþingum. Hann ,
var allra manna vinsælastur og allir (
vildu með honum vinna. Að honum j
er mesti skaði fyrir mannfélagið og
alla bygðina, að vera kipt svo hastar-
lega burt af starfsviðinu á bezta
skeiði lífsins.
En hver getur sagt hver næstur er,
fyrir þeirri voða plágu, sem tæringin
er orðin mannfélaginu ?— Eftir hann
lifa nú með móður sinni þrjú ung og
elskuleg börn: Ólína Theodora, Sig-
riður og Guðmundur. Eftir röðinni
er það elzta 4 ára en yngsta 16 mán- J
aða. — Hann var jarðsunginn að
Gimli 24. Des. að viðstöddu afar-
fjölmenni, og aðallega vann það verk
og stjórnaði þeirri sorgarathöfn vinur
þéss látna sér R. Marteinsson hér frá
Winnipeg, en einnig hélt prestur :
Gimli-safn. séra Carl J. ÓlsoTí, ræðu.
Guðm. sál. hafði $1,000 ltfsábyrgð í
New York Life, og var þeirri köllun
gegnt fljótt og heiðarlega af vorum
íslenzka umboðsmanni, hr. Chr. Ólafs- ’
syni eins og ávalt mun eiga sér stað
hjá þeim heiðttrsmanni.
Eg syrgi þig. frændi, en sýnist þó
bezt,
sáttum við örlögin taka.
Lífið er þreyta, og myrkur er mest
á mannlífsins öræva klaka.
í sambandi við þessa djúpu sorg
biður ekkjan góðfúslega blaðið að
flytja Gimlimönnttm sérstaklega inni-
legustu hjartans þökk fyrir alla vel-
gjörð og hluttöku á þessari reynslu
tíð. Einnig öllum öðrum, sem hafa
viljað þerra tár og leiða birtu inn í
sorgarsortann.
Lárus Guðmnndsson. '
YFIRFRAKKAR
meö niðursettu verði:
Vanal. S25. fyrir $17.50
“ 43. ‘‘ 32.50
“ 30. “ 20.50
“ 22. “ 15.50
YFIRHAFNJR
með Persian Lamb kraga
Chamois fóðri, Nr. 1 Melton
Vanalega $60.00 fyrir $38.50
“ 40.00 “ $25.50
Venjið yður á að koma til
WHITE & MANAHAN
500 Main Street,
títibúsverzlnn í Kenora
WINNIPEQ
THOS, JACKSON & SON
BYGtilNGAEFNI
AÐALSKRIFSTOFA og birgðaból 370 COLONY ST
TALS. Sherbr. 62 og 64 WINNIPEG, MAN.
GEYMSLUPLÁSS:
Vesturbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63
í Elmwood: bomi Gordon og Levis, Fón, St. John 498
í Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland,
Vér seljum þessi efni í byggingar:
Múrstein, cement, malað grjót,
(allar stærð.), eldtraustan múrstein,
og eldleir, Flue Lining, möl, Hard-
wall Plaster, hár, Keene’s Cement,
hvítt og grátt kalk, hydrated kalk,
viðar og málm lath, gyps, Rnbble
stone, Sand, ræsapípnr, weeping
drain Tile, Wood Fibre Plastur,
Einnig Mortar, rautt, gnlt, brúnt,
standard og double strength black.
FURNITURE
0VERLAND
i'-;' . » * *.il ‘ i’Mí
. n
' *ff1l
FORT ROUGE
THEATRE aSf-
Hreyfimynda leikhús]
Beztu myndir sýndar
J JÓNASSON, eigandi.
— Maður nokkur sæns'kur, er
nefnir sig séra Dahlström var ný-
lega tekinn í Seattle, Wash., fyrir
hvíta þrælaverzlun. Hann hafði
stofnað söfnuð á einhverjum stað
með trúarbrögðum, er hann hafði
sjálfur sett saman, gifst hafði
hann, meir en tíu sifinum og á alt
að tylft eiginkvenna víðsvegar um
Bandaríkin.
J. J. Swanson & Co.
Vcrzla með fasteignir. SjA um
leigu á húsum. Annaat lán og
elcUábyrgðir o. fl.
1 ALBEIUA BIOCK- Portage & Carry
Phone Main 2597
Piltar, hér er tæki-
færið
Kaup goldiö meðan þér
lærið rakara iðn í Moler skól-
um. Vér kennum rakara
iðn til fullnustu á tveim mán-
uðum. Stöður útvegaöar
að loknu námi, ella geta
menn sett upp rakstofur fyr-
ir sig sjálfa. Vérgetumbent
yður á vænlega staði. Mikil
eftirspurn eltir rökurum sem
hafa útskrifast frá Moler skól
um. Varið ykkur á eftirherm-
um. Komið eða skrifið eftir
nýjum catalogue. Gætið að
nafninu Moler, á horni King
St. og Pacific Ave., Winni-
peg eða útibúum í 1709
Broad St., Regina og 230
Simþson St., Ft. William,
Ont.
Þér fáið yður rakaðan og kliptan
frítt upp á loíti trá kl. 9 L h. til 4 e.h